Færsluflokkur: Menning og listir
3.12.2007 | 10:30
Almenningur hefur ekki áhuga á ljóðum
Hef nánast ekki skrifað nein ljóð síðan í júlí en ákvað að tími væri kominn á að kalla til innblástur. Ég settist því niður við tölvuna þegar ég vaknaði með rósterkt kaffi og einbeittan vilja og galopið hjarta. Tókst að láta frá mér flæða sjö ljóð. Stundum skrifa ég ekkert ljóð árum saman, píni mig eins lengi og ég get og þá sprettur einatt frá mér á einum sólarhring heil bók. Svo nenni ég ekki að labba um og selja þessi andans hugarverk. Hver vill lesa ljóð? Er það ekki steindautt tjáningarform? Svo virðist sem menningavitum þessa lands, sér í lagi þeim sem hafa völdin í fjölmiðlaheimum, þyki það. Þeir neita að fjalla um ljóðabækur, segja: "Þær eru aldrei á metsölulistum, almenningur hefur ekki áhuga á ljóðum." Þetta er alveg satt, vini mínum Ljóðadrekanum var sagt þetta þegar hann reyndi að koma bók sinni á framfæri í sjónvarpsumfjöllun. Forlögin líta á ljóðabækur sem einkennileg afstyrmi sem þeim þykir þó pínu vænt um og gefa út af einskærri góðmennsku. Markaðslega er þetta náttúrulega bara sjálfsmorð. Ljóðskáld borga helst fyrir sig til að fá að lesa upp. Rithöfundataxtinn á sjaldan við þau. Ritlaunasjóður verðlaunar varla ljóðskáld og segja má að skáldastéttin sé að verða útdauð. En það er allt í lagi á meðan við fáum krýndar drottningar og kónga í glæpasögum. Það er allt í lagi á meðan hægt er að mjólka Nóbelskáld og áþekka peyja. Bókmenntaheimurinn er strákaheimur það er alveg satt. Egill Helga sagði að það væru bara miklu fleiri karlar að skrifa. Af hverju ætli það sé?
Þegar ég er í fullri vinnu ásamt því að ala upp börn og sjá um heimilið, þá hef ég hreinlega ekki neina orku í að skrifa heila bók. Það er ástæða fyrir því að það tók mig 18 ár að klára skáldsöguna mína. Ég er að springa úr sköpunarþörf en skortir tíma til að sinna henni. Ég er ekki feiminn við að skrifa eða tjá mig eins og sumir hafa sagt að sé forsenda þess að konur séu lítið áberandi í bókmenntaheimum og víðar. Nei, langt í frá. Ég var bara svo furðuleg að velja mér þá einkennilegu og lítt vinsælu braut að þurfa að yrkja. Og sama hve mjög ég reyni að bæla þennan andskota, þá bara ágerist þetta með árunum:)
En ég harma ekki hlutskipti mitt, það eina sem harma má er hve léleg ég er orðin í mínu ástkæra ilhýra tungumáli miðað við kollega mína frá síðustu öld.
26.11.2007 | 11:02
Með stækkunargler á fortíðina
Hef undanfarið verið á kafi í fortíð mömmu. Eyddi helginni meira og minna í að skoða gamla mogga á netinu þar sem fjallað var um hana. Komst að ýmsu sem ég var ekki meðvituð um sem tengist ferli hennar. Segja má að hún hafi verið á hátindi ferils síns þegar pabbi tók upp á því að láta sig hverfa í Sogið 1987 og Valdi tók upp á því að skilja við hana í kjölfarið. Eftir það rak hvert áfallið á fjörur hennar og hún hvarf meira og minna úr heimi tónlistar. Sú Bergþóra sem var til á Íslandi var ekki sama Bergþóra og var til í Danmörku svo mikið er víst. Það er skringilegt að sjá einhvern hverfa svona algerlega úr sviðsljósinu sem hún lifandi væri dáinn.
Finnst annars sú þjónusta að hægt sé að nálgast gömul blöð á netinu alveg frábær og gagnast vel í svona rannsóknarvinnu. Vona að það verði hægt að nálgast fleiri dagblöð á netinu fljótlega. Þetta er alveg ljómandi vel sett upp og greinilega mikil vinna lögð í alla bakvinnu á þessu.
Annars þá er ég líka búin að laga bloggið hennar mömmu og gera það rosalega flott og hvet ég þá sem hafa áhuga á að fylgjast með útgáfu og tónleikum sem tengjast henni að skrá sig sem bloggvini á bergthora.blog.is. Ég mun á næstunni setja í tónhlöðuna þar óútgefin lög með henni og einnig lög sem við höfum verið að setja í stafrænt form af vínilplötum.
Mér tókst að hafa upp á gömul samstarfsfélaga mömmu sem var landsþekktur hér á landi í eina tíð og gaf út eina nokkuð furðulega plötu með mömmu sem bar nafnið "Það vorar". Mamma var búin að leita að honum í fjölda ára án árangurs en með tilkomu myspace tókst mér að grafa hann upp. Sumir hverjir sem lesa þetta muna ef til vill eftir honum, en þetta er enginn annar en Graham Smith sem var mér góður vinur. Ég eignaðist mínar fyrstu búddhistabækur frá honum en þær fékk ég ásamt alls konar öðru dóti fyrir að þrífa piparsveinaíbúð hans þegar hann flutti úr landi. Hann bjó hjá okkur um stund á Skólavörðustíg og var meira að segja hjá okkur um jólin. Það voru skemmtilegustu jól sem ég man eftir. Mikið spilað á hljóðfæri og mikið hlegið. Ég er svo ánægð að hafa fundið karlinn, hann er enn að spila og gaman væri ef maður hefði tök á að fá hann til landsins í tengslum við tónleikana á næsta ári til heiðurs mömmu.
Af mínum ástkæra Jóni Tryggva er það helst að frétta að þó augað sé enn svart þá er kominn í það fallegur himnablár hálfmáni og aldrei að vita nema að sjónin komi aftur, en það verður tíminn að leiða í ljós. Hann er núna á Kúbu með foreldrum sínum með eina hækju og leppinn góða. Þar er bara sól og blíða og ég er að berjast við að öfunda hann ekki.
Á þessari stundu eru tveir erlendir farandverkamenn að brjóta rúðurnar í eldhúsinu mínu og ég er hér í leyni inn í stofu að reyna að einbeita mér að því að slá inn síðustu textana við lög mömmu áður en ég held á fund vegna útgáfumála.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.11.2007 | 23:51
Þjóðminjasafnið, pönnukökur og aðgerð hjá JT í fyrramálið
Við Delphin minn yngri sonur eigum það sameiginlegt að hafa alveg óskaplega gaman að því að þvælast um á Þjóðminjasafninu. Þetta er upp á halds staðurinn hans og fórum við í dag í skemmtilegan leiðangur þangað. Það er alveg stórkostlegt hve vel hefur tekist til að færa safnið nær nútímanum í framsetningu. Ef einhver sem les þetta hefur ekki farið í leiðangur í safnið eftir það opnaði þá hvet ég ykkur til að fara. Ég fer alltaf ríkari út í sinni og hjarta. Bara svona hlutur eins og kíkja inn í gamla baðstofu er eitthvað svo heillandi. Allt var svo fallega fábrotið og hugvitsamlega úr garði gert. Í nútímanum er maður að drukkna í litaflóði og stöðugu áreiti.
Í gær steiktum við Neptúnus heilt fjall af vegan pönnukökum, en það er nýr siður á heimilinu að belgja sig út af pönnukökum um helgar, helst með agave sýrópi og stundum einhverju nýstárlegu eins og rjómaosti. Systir mín og hennar yndælu börn komu í heimsókn frá Garðinum og ég er alveg í essinu mínu þegar ég fæ svona fjölskylduheimsóknir. Synd hvað ég hitti bróðir minn og hans fjölskyldu sjaldan en hann vinnur alltaf um helgar.
Delphin verður 7 ára 7. nóvember og er að springa úr tilhlökkun. Hann er búinn að ákveða að þegar maður á afmæli fái maður að ráða öllu... spurning hve langt ég gangi með að leyfa honum að halda það:) Við fórum í leiðangur í toysrus og er dótið þar nokkuð ódýrara en annars staðar þar sem ég hef keypt dót. En verð samt að segja að við erum samt að borga tvisvar stundum þrisvar sinnum meira en fólk gerir í USA fyrir nákvæmlega sömu vöru. Ætla að gera eins og í fyrra, versla fyrst og fremst á the Hungersite en þar er hægt að fá gjafir sem hjálpa þeim sem búa þær til eða til dæmis að borga laun kennarar í Afghanistan í heilt ár fyrir $40 eða kaupa skólaföt á stúlkur svo þær komist í skóla eða hið sígilda: geit. Ég held að ég ætli að einbeita mér að dóti sem styrkir fólkið í Tíbet og Burma í ár. Mæli með þessu. Gaf ömmu í fyrra að styrkja tvær skólastúlkur í Afghanistan og hún vill endilega fá aftur eitthvað svona og var alsæl með þetta.
21.8.2007 | 09:07
Hámenningadagur í sveitinni
Þetta var bara yndislegur dagur og ég er mikið þakklát að ég fór ekki að pynta sjálfa mig til að taka þátt í einhverju sem ég hef bara engan áhuga á. Menning er og verður hluti af mínu daglega lífi. En ef fólk vill njóta hennar á einum degi þá er það bara fínt.
Annars þá eru þetta mikil viðbrigði að vinna svona vaktavinnu og keyra svona mikið. Mér finnst reyndar mjög gaman að keyra og hef farið Nesjavallaleiðina flesta daga þegar ég fer til vinnu og það er bara himnesk leið. En það verður harla lítið eftir af deginum þegar þeir eru svona langir. Í gærkvöldi lenti ég í baunasúpuþoku á Hellisheiði ásamt brjáluðum regnstormi. Það er alveg hrikalega dáleiðandi að keyra í svona veðri. Reyni yfirleitt að finna mér einhvern til að elta sem tókst í gær. Alltaf þegar ég mætti einhverjum á leiðinni þá varð ég hreinlega blind og sá ekki neitt í andartak. Reyndi að horfa á glitstaura og keyra eftir minni:) Maður verður alltaf að dæla í sig kaffi áður en maður heldur af stað út í nóttina í svona keyrslu og svo er maður algerlega manískur þegar heim er komið og getur ekki hætt að tala eða hugsa.
Vinnan er annars mjög gefnandi og ég er mjög ánægð með það sem ég hef verið að þróa fyrir tölvusmiðjuna sem ég mun sjá um fyrst um sinn. Gaman þegar maður getur nýtt sér eitthvað sem maður hefur verið að þróa með sjálfum sér sem námsefni.
Annars er lífið ennþá og mun alltaf vera samfellt ævintýr og ég er eilíft að minna mig á þakklætið fyrir þetta andartak og það sem framundan er. Það er hinn fullkomni staður til að vera á.
31.7.2007 | 16:55
Að gefa nafn, hlusta á hafið í fiðlu og finna sólstafi
Ég hef mikið verið að spá í að hverfa héðan en það hryggir mig því hér hef ég fundið mikið af gömlum vinum og vandamönnum og hér fékk ég útrás fyrir harm minn og fékk huggun frá svo mörgum þegar mamma dó. Er ekki alveg viss hvað skal gera. Ætla að einbeita mér að bókinni um mömmu og ljósmyndasýningunni sem mun bera yfirskriftina: Ferðalag Bergþóru í búk Maríuhænunnar. Þá er ýmislegt sem telja mætti teikn um að venda sínu kvæði í kross og fara að vinna við eitthvað allt annað en ég er vön að vinna að. Langar að láta gott af mér leiða, skila einhverju til baka sem mér hefur verið gefið í lífinu, það eru sólstafir sem ég ætla að fylgja inn í óræðna framtíð sem ég er þó að móta og skapa í hverju lifandi andartaki.
Fyrir um viku hittum við Jón Tryggvi dásamlegt fólk sem telja mætti til tónlistarfólks og skálda. Fyrir nokkru síðan hafði samband við mig skáldkona frá Sri Lanka sem var á leið til landsins á leið sinni frá bókmenntahátíð á Írlandi. Vildi endilega hitta íslensk skáld og rakst hún á mig í netheimum. Maðurinn hennar er Írskur og alger fiðlusnillingur. Við kíktum til þeirra þar sem þau voru á gistiheimilinu Moby Dick, það er merkilegt nokk við hliðina á heimili vinkonu minnar Marló skáldkonu. Þá skáldin leynast víða hér um borg en engan vettvang eiga þau þó til að leyfa öðrum að hlusta á sig kveða:) Þau fluttu fyrir okkur magnað verk þar sem Colm tókst að framkalla hvalasöng og brimhljóð á fiðluna og hún Pireeni flutti ljóð sem tvinnað var í kringum gamla írska þjóðsögu. Ógleymanlegt. Jón Tryggvi og Colm tvinnuðu svo tóna saman og fannst þeim hjónum mikið til hans koma sem tónlistarmanns...
Fyrir nokkrum árum uppgötvaði að ég ætti systur í gegnum blóðbandapabba, í sama símtali og ég frétti að hann væri látinn. Það var mikil gæfa að finna systur mína hana Steinunni, hún er alger gullmoli og ótrúlega falleg og sterk tenging á milli okkar. Eins og ég hafi þekkt hana allt mitt líf. Hún eignaðist yndislegan dreng í mars sem átti eftir að nefna. Steinunn fékk þá flugu í höfuðið að biðja mig um að hjálpa sér við að gera nafn hans opinbert á afmælisdaginn sinn 22. júlí. Ég varð alvarlega snortin og glöð:) Datt í hug að opinbera nafnið í gegnum ljóð sem ég dreif mig í að skrifa og læt það fylgja með og mynd af drengum yndislega sem er eitthvað það brosmildasta barn sem ég hef hitt...
Lítill drengur með björt augu
jók heiminn gleði með tilkomu sinni
þegar vorið skartaði sínu fegursta
Framundan stillur og sólskin
Undir milkilfengleika nafns síns
hann mun standa af stakri prýði
Örlæti hjartans og innri friður
munu líf hans einkenna
Benjamín Ágúst
er nafnið þitt
Þín gæfa, þín gleði
þín örlög samofin
æðruleysi
Þín innri kjölfesta
traust og stöðug
Lífsstigi þinn
markaður
bjartsýni
og léttlyndi
Benjamín Ágúst - fæddur 27. mars 2007
En það eru þessi litlu ævintýri sem gefa lífinu gildi. Að fá á flétta hárið á dóttur minni, að lesa fyrir Delphin að spjalla við Neptúnus um heima og geima er mér svo óendanlega dýrmætt og jafnast á við allar gersemar lífsins.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 15:30
Eitthvað til að kitla hláturstaugarnar í dag:)
20.6.2007 | 11:55
Fyrirsagnaljóð frá bloggvinum
Í morgunn þegar ég leit á yfirlit yfir nýjustu færslur bloggvina minna blasti við mér svo kómísk samstæða fyrirsagna að ég varð að búa til úr henni ljóð;)
Nakinn bæjarstjóri?
Rómantík í morgunsárið
Fasteignasalar slá sér upp
Kastljós mótmælir, og við fylgjumst með
Draumurinn
Í ELDHÚSINU Í GÆR
að minnsta kosti
Sjálfsagt mál?
Náttúruleg getnaðarvörn fyrir þá sem þora - pillan óþörf
Hár í rassinum
,,Óútskýrði" launamunurinn útskýrður
Á þessum merkisdegi
Ódýr andlitslyfting
þetta er náttúrlega bara snilld... setti bara inn eitt í og að
21.5.2007 | 12:17
Lífsbókin endurflutt
Útvarpsþátturinn fíni um mömmu, aka Bergþóru Árnadóttur sem var á dagskrá 1. maí verður endurfluttur á rás 2, fyrri hlutinn verður 28. maí klukkan 22:10 og seinni 29.maí klukkan 20:30
Frábær viðtöl við alls konar skemmtilegt fólk og hellingur af lögum sem ekki hefur verið auðvelt að finna til hlustunar um langa hríð.
Það er Andrea Jónsdóttir sem á heiðurinn af þessum þætti og á hún mikið lof fyrir að búa til svona einlægan og skemmtilegan þátt.
10.5.2007 | 07:11
Baráttuhátíð VG í gærkvöldi
Það var alveg troðfullt út úr dyrum í kosningamiðstöð VG á Grensás í gærkvöld -mikil stemmning - mikill baráttuhugur í fólki og mikil samkennd. Hafði heyrt margar draugasögur og flakksögur um fólkið í VG áður en ég fór að vinna með því og allar reyndust þær ósannar. Hef sjálf alla tíð haldið því fram að VG sé flokkur með stórt hjarta og eftir að hafa kynnst fólkinu sem knýr hann áfram þá veit ég af hverju. Þetta er allt saman ákaflega hjartastórt fólk með heilbrigða skynsemi að leiðarljósi. Þau hafa fengið samfélagsgenið í vöggugjöf og er í sannleika umhugað um náunga sinn og um velferð þessa lands og þjóðar.
Frábær skemmtiatriði og mergjaðar ræður. Það eru enn tveir dagar til kosninga og hinn mikli meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu mun skila sér á einn eða annan máta. Hinn mikli sigur er að grænu málin hafa orðið ofaná í þessari kosningabaráttu og það er ekki lengur hallærislegt að vilja skila landinu og þess gæðum til komandi kynslóða óspjölluðu.
Ég fékk að flytja tvö ljóð í gærkvöldi og naut til þess stuðnings hans Hjörleifs Vals - hann er auðvitað bara snillingur í að tvinna tóna við ljóð. Læt ljóðið fyglja hér en ég orti það fyrir Dimmugljúfur, fyrir Lindur, fyrir alla þá náttúru sem liggur nú undir Hálsalóni í jökuleðju. Vaknaði í morgunn og sat þá Hrafn á þakskeggi og ég sakna þess að skilja ekki mál þeirra. Á þessari stundu flæðir haglél frá dimmu skýi, ég læt mig dreyma um að þeir sem eru ábyrgir fyrir skemmdarverkum á þessu landi mínu fái að gjalda þess með því að fólk kjósi þá ekki næstkomandi laugardag. Ég læt mig dreyma um að fólk muni Írak, að það muni öll loforðin sem hafa verið svikin og hve gjöfult þetta land hefur verið þeim. Er ekki tími kominn til að koma fram við það af meiri virðingu?
Ísland örum skorið
dimmugljúfur
hljóð
aftökustaður
í nið dauðadæmdra fossa
sem kvíslast
um löngu gleymdar slóðir
hvíslast á löngu gleymdar raddir
"veistu að þinn vinur er að deyja"
angan agnarsmárra blóma
dregur mig niður
n
i
ð
u
r
í hrjóstrugt mosabeð
og ég get ekki
annað en andað tárum
hvers megnug er rödd mín gegn
vítisvélum sem bryðja fjöllin
eins og sætabrauð
hvers megnug eru orð mín
gegn almáttugu sinnuleysinu
forynjur og tröll
búa ekki lengur í fjöllunum
þau hafa tekið sér bólfestu
í hjörtum mannanna
nei álfar eru ekki menn
huldufólkið flúið drauma okkar
hvern dreymir lengur
um barnsburði í klettum
hvers virði er að sjá
það sem enginn vill vita
ég heyri í fínlegum vængjum hugsanna minna
vængsláttur fiðrildana
hrindir af stað stormi í fjarlægri heimsálfu
ég bíð frétta
af hvirfilbylum og bólgnuðu vatni
jarðskjálftum og gjósku
Tek það fram að jarðskjálftar og gjóska getur líka verið tákn um fólk,
um breytingar. Fyrir mér í dag er það önnur ríkisstjórn.
29.4.2007 | 08:54
kameljónið les upp í kvöld í kraganum
Guðfríður Lilja býður konum í heimsókn í Kragakaffi Hamraborg 1-3
sunnudaginn 29. april kl. 20.00
Fjölmargar lista- og stjórnmálakonur munu troða upp
Guðrún Gunnarsdóttir syngur
Katrín Jakobsdóttir verður á rómantísku nótunum
Verðlauna stuttmynd Helenu Stefánsdóttur
Birgitta Jónsdóttir les ljóð með tónlist
Thelma Ásdísardóttir kemur á óvart
Kolbrún Halldórsdóttir og Svandís Svavarsdóttir leika af fingrum fram
Mireya Samber verður með myndlistasýningu
Gaman væri að sjá einhverjar konur úr vinahópnum koma við í kvöld... ég skal lofa að lesa upp eitthvað pólitískt... Kata sér um rómantíkina... held að ég lesi innflytjendaljóðið mitt langa... Hetjur...
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson