Færsluflokkur: Menning og listir
1.6.2008 | 15:23
Venezúla: fréttir frá skáldahátíð
Þá er ég loksins öll komin heim. Það tekur mig alltaf smá tíma að koma alveg heim eftir svona skáldahátíðir og ferðir á framandi slóðir. Hugurinn við fólkið og það sem snart mann í ferðinni. Í þetta sinn kom ég heim andlegum gjöfum hlaðin og lærði margt um sjálfa mig og það ferðalag sem ég hef verið á innra með mér undanfarin ár. Segja má að þetta rétt rúmlega ár síðan mamma hvarf yfir móðuna miklu hafi verið mér afar lærdómsríkt og fært mig nær því að vera sú manneskja sem ég vil vera í þessu lífi.
Borgin sem hýsti hátíðina, höfuðborg Venezúela er afar undarleg borg, eins og súrrealískur draumur. Þarna ægði saman afar sýnilegri fátækt - við jaðar mikils ríkidæmis. Ég bjó á fyrrum Hilton hóteli ásamt öllum hinum sem komu að þessari hátíð og út um gluggann minn mátti sjá stærstu fátæktarhverfi í Latín-Ameríku. Enginn veit nákvæmlega hve margir búa þar, en húsin eru byggð af litlum efnum og eiga það til að hrynja við minnstu hræringar. Þó mátti sjá á kvöldin að húsin höfðu öll rafmagn, þegar þau lýstu upp hlíðarnar eins og stjörnurnar hefðu fært sig nær jörðinni. Mér var sagt að fólkið vildi fremur vera í þessu samfélagi sem var háð sínum eigin lögum og reglum en að flytja aftur í sveitirnar. Þó ku vera einskonar prógram til að aðstoða þau til þess. Þá voru mörg þessa híbýla fyllt ýmiskonar lúxus tækjum. Plasma sjónvörpum og þess háttar. Ég hef eingöngu orð þeirra fyrir því en fór ekki í gönguferð þarna og bankaði ekki upp á hjá neinum, enda var ekki með góðu móti hægt að fá túlkinn minn og leiðsögukonu til þess:)
Ég fékk að ferðast um landið og var send í 3 fylki til að lesa upp. Mikið er Venezúela fallegt land. Þvílíkir litir og gróður. Húsin sum eins og úr undarlegri geimmynd eða óræðri framtíð. En þetta er líka land án laga. Að þvælast um á þjóðvegum landsins ekki fyrir hjartveika eða bílveika. Fengum úthlutuðum ökumanni sem keyrði okkur til Lara sem er í um 5 til 6 tíma fjarlægð frá Caracas. Stundum þaut bílinn áfram á 160 km og hann var svo sannarlega ekki eini ökumaðurinn sem keyrði svo hratt. Ég sá engar löggæslumyndavélar né merki um hámarkshraða. Fólk drakk undir stýri, það notaði ekki barnabílstóla eða öryggisbelti. En það var enginn pirringur í umferðinni. Enginn lá á flautunni, þrátt fyrir miklar raðir sem mynduðust út af einhverjum mótmælum. Fólk snéri bara bílunum við á móti umferð og einhverjir tóku það að sér að stýra umferðinni á rétta braut.
Bílstjórinn okkar sem bar hið ítalska heiti: Eldur ... sagði frá því glaður í bragði að hann gæti fyllt bílinn eldsneyti fyrir aðeins einn dollara: 75 krónur íslenskar og enginn var að spá í sparakstri á götum úti. En því miður þá leit út fyrir að trén væru að deyja sem og gróðurinn allur við þjóðvegina. Við keyrðum fram hjá olíuhreinsunarstöð og ég vona að þeir sem tala sem hæst um að fá slíkt til Vestfjarða drífi sig og eyði fríinu sínu við slík skrímsli. Bæði var greinileg mengun við slíka staði og þá eru þetta eingin augnayndi nema síður sé. Þetta er bara ljótt og frekar ógnvekjandi fyrirbæri. Hef séð fleiri slíkar á ferðalögum mínum um heiminn og það er allt dautt í kringum slíkar verksmiðjur. Ég vildi að ég hefði tekið myndir af þessu fyrir ykkur að sjá og dæma.
Það var greinileg pólitísk spenna í landinu og maður fór varlega í það að ræða mikið pólitík - það er sumt sem er bara ekki rætt um þessa dagana í Venezúela. En ég varð samt heilluð af landi og þjóð og ætla aftur til þessa lands. Þarna var albesti matur sem ég hef fengið á ferðalögum mínum um Latín-Ameríku og ég held að ég hafi nú bætt á mig smá aukakílóum - því þarna er borðað seint og mikið:)
2.4.2008 | 06:27
Aukatónleikar til heiðurs minningu mömmu
Minni alla á að nú fer að líða að aukatónleikunum til heiðurs Bergþóru Árnadóttur. Tónleikarnir verða á laugardaginn kemur og verða þeir haldnir í Grafarvogskirkju klukkan 20:30. Tónleikarnir verða með sama sniði og síðast en státa tveimur auka söngvurum: Páli Óskari og Jóni Tryggva Unnarssyni. Markmið okkar sem stöndum fyrir tónleikunum er að gefa tónlistarfólki vettvang og tónlistarlega umgjörð með hinu frábæra bandi sem Hjörleifur Valsson valdi saman, en hljómsveitina skipa: Ástvaldur Traustason á píanó, Birgir Bragason á bassa og kontrabassa, Björgvin Gíslason á gítar og sítar, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Steingrímur Guðmundsson á slagverk og Tatu Kantomaa á harmonikku.
Okkar leið til að heiðra minningu Bergþóru er að hvetja annað tónlistarfólk flytja tónlistina hennar en lögin hennar eru tímalaus og völundarsmíð sem fallið getur inn í hvaða tónlistarstefnu sem er. Það sem ef til vill er einkennandi við lögin hennar er hin mikla virðing sem hún bar til ljóða en þau voru ómissandi efniviður laga hennar.
Söngvar sem voru með síðast og verða með aftur: Ragnheiður Gröndal, Hansa, Magga Stína, Jónas Sig og Svavar Knútur.
Hægt er að fá miða á midi.is, við innganginn, í verslunum Skífunnar og í völdum BT búðum á landsbyggðinni.
Meiri upplýsingar um tónleikana og tónlist Bergþóru er hægt að finna á Bergþórubloggi.
26.2.2008 | 06:36
Skáldahátíð á Kúbu
Var að fá í morgunn bréf þar sem mér er boðið að taka þátt í alþjóðlegu skáldahátíðinni á Kúbu. Mig langar alveg rosalega mikið að fara. Veit bara ekki hvort að ég geti samþætt Kúbu hátíð við hátíðina sem ég er að fara að taka þátt í Venesúela. Þyrfti að fá eins og eitt kraftaverk þegar kemur að pössun, það verður alveg nógu snúið að fá slíkt á meðan ég verð í Venesúela.
Það eru bara svo spennandi og áhugaverðir tímar á Kúbu þessa stundina. Mikil undiralda og áhugavert að fá innsýn í hana frá þjóðskáldum Kúbu. Skáld og listamenn hafa yfirleitt aðra sýn á því sem gerist í kringum þá og ég hef oft fengið dýrmæta innsýn í líf þjóða sem við þekkjum lítið nema af einhliða fréttaflutningi.
Kynntist smá einu skáldi frá Kúbu meðan ég var í Níkaragúa í fyrra, ótrúlega skemmtileg og lifandi týpa. Ég hafði svo fá þýdd ljóð með mér og langaði að lesa eitt pólitískt ljóð þegar kom í ljós að ég ætti lesa upp í ljóðakarnavalinu stórkostlega. Hann ásamt þremur öðrum skáldum hjálpuðu mér að þýða ljóðið yfir morgunkaffinu. Það var ótrúlega skemmtilegt:) Svo hefur mig alltaf dreymt um að fara til Kúbu og upplifa landið öðru vísi en ferðamaður. Ég hef reyndar þá gullnu reglu að þegar ég ferðast að þekkja helst einhverja á staðnum, því ég kann ekki almennilega að vera ferðamaður og hef alltaf miklu meiri áhuga á að kynnast raunveruleika hvers staðar fyrir sig.
Veit einhver, hvort hægt sé að flúga til Kúbu frá Flórída? Eða þyrfti ég að taka flugið beint frá Venesúela?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.2.2008 | 10:10
Ég elska Laugaveginn
Ég viðurkenni fúslega, að ég elska Laugaveginn. Því varð ég fyrir verulegu áfalli þegar ég fletti í gegnum myndir af öllum húsunum sem fyrirhugað er að rífa eða fjarlægja frá götunni sem ég elska að labba og hef arkað svo oft að ég hef ekki tölu á því.
Ég átti eitt sinn heima í einum af þessum sérdeilis sérstöku húsum sem til stendur að taka í burtu. Það eru 20 ár síðan og þá stóð einmitt til að rífa húsið. Ekki var mikið gert fyrir húsið á þessum tíma vegna þess að það átti að rífa það einhvern næsta daginn. En mikið var rosalega góður andi í þessu húsi og tréð sem slútti yfir innganginn er víst næst elsta tré borgarinnar. Þetta hús er Laugavegur 21 og hefur hýst alls konar merkilega og manngöfgandi starfsemi síðan ég leigði þar. Nú síðast hefur Hljómalind verið með vinalegasta kaffihús bæjarins í húsinu og tréð aldrei fallegra. Á sumrin er portið iðandi af lífi og oft opið inn í Sirkusportið og alls konar skemmtilegir markaðir þar sem hægt er að kaupa sögulega nútíma hluti. Ég get ekki sætt við mig að það eigi að endanlega ganga frá þessari götu sem er einmitt skemmtileg vegna þess að þessi hús grípa augað með sögu sinni og handverki.
Hver hefur ekki farið í Brynju til að fá aukasett af lyklum og eins og einn nagla. Það sem er kannski sorglegast við þetta allt saman er sú staðreynd að þeir sem ákváðu að það væri í lagi að rífa og breyta, sjá ekki að sérstaða Laugavegins er þessi fullkomna alkemía þess gamla og nýja. Það er stór hópur fólks sem fer aldrei í verslunarmiðstöðvar vegna þess að þeim hugnast ekki hve ópersónulegar þær eru. Laugavegurinn er persónuleg gata, þar sem hægt er að fá hluti sem fást ekki annars staðar í borginni okkar.
Ég er frekar fúl yfir þeim mistökum sem gerð voru þegar hin ólýðræðislega einveldisborgarstjórn tók upp á því að kaupa tvö hús um daginn fyrir 600 milljónir, þetta eru í raun og veru lang ljótustu húsin sem stendur til að rífa eða færa. Af hverju var ekki hægt að bíða eftir úrskurði Menntamálaráðherra? Ég kemst ekki hjá því að hugsa um maðka í mysu. Veit ekkert hverjir þessir maðkar eru en þetta er bara svo mikið ofurklúður að maður á bágt með að trúa því að fólk geti klúðrað svona stórt án þess að gera það að yfirlögðu ráði!
Mér finnst þessi ákvörðun veikja möguleikana stórum á að hægt sé að bjarga götunni minni, en sem betur fer þá eru fullt af duglegu og kláru fólki að vinna að því að hindra þetta slys. Hér er slóð í vefinn Laugavegur og nágrenni, þar sem hægt er að skoða húsin sem eru á útrýmingarlistanum. Þau eru í afar misjöfnu ástandi en þau eiga að það skilið að vera gerð upp og sýnd virðing. Við eigum alveg nóg af götum í borginni sem eru einsleitar. Þeir sem sækja í stóru verslunarmiðstöðvarnar, fara hvort er eð ekki að spássera um Laugaveginn í verslunarerindum.
Það sem mætti gera fyrir Laugaveginn væri að leyfa honum að vera eins og hann er. Þessi gata þarfnast einskis, nema skilning á að húsin megi standa og eitthvað verði gert fyrir þau. Það er nóg af bílastæðum, gönguleiðum, skringilegum og skemmtilegum verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum til að halda áfram að laða að sér mannfólk um langa hríð.
Læt hér fylgja með ljóð úr smákverabók minni Reykjavík sem ég skrifaði þegar ég bjó
Við Laugaveg
Hvít hönd
strýkur burt frostrós.
Börn borgar
ljós borgar
í einum punkti
í miðju borgar.
Bros mót götuvitum
og sól við tjörn.
Augu anda og svana
fyllt grátklökkum
saknaðartárum
þegar vorið sem
aldrei varð
sekkur í djúpin.
Þá rís upp úr
vatninu
andi horfinna tíma.
Kallast á við fuglana.
En svanirnir synda um
í blúndugardínu í glugga
sem vísar út á lífið.
Tileinkað húsinu að Laugavegi 21
þar sem þetta ljóð var skrifað 1988.
30.1.2008 | 16:38
Dregur nær tónleikum og Bergþórulag dagsins
Ég mun fram að minningartónleikum til heiðurs Bergþóru Árnadóttur setja inn nýtt lag á hverjum degi sem verður flutt á tónleikunum inn á bergthora.blog.is. Hvert lag verður bara inni í einn dag í senn, ég set jafnframt inn nafn flytjanda og ljóðið. Hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur dag hvern og leggja við hlustir og lesa eitt gott ljóð í kaupbæti:)
Ég er orðin mjög spennt að heyra og sjá dagskránna. Enda alveg frábært samansafn af tónlistarfólki sem mun taka þátt.
Annars er ég líka spennt yfir öðru sem ég hef verið að setja saman. Ég fann alveg frábæra skáldkonu þegar ég var í Níkaragva í fyrra og þegar hún sendi mér handrit af óútgefnu handriti, þá varð ég hreinlega að gefa bókina út. Ég er að leggja lokahönd á uppsetningu bókarinnar en hún verður gefin út í litlu handgerðu upplagi í byrjun febrúar og flest eintökin fara til Níkaragva með skáldkonunni Margréti Lóu sem fer út í þetta sinn til að taka þátt í algerlega ótrúlega sérstakri skáldahátíð þar í landi. Mér finnst alltaf svo mikil gjöf að fá að hjálpa öðru fólki að láta drauma sína rætast:) En bókin hennar Helen Dixon er ein af bestu ljóðabókum sem ég hef verið svo lánsöm að lesa.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2008 | 10:47
Lífsins þráður
Styrkist strengur
í gagnverki lífsins
Vefur hljóm
einum þræði spunninn
sem ofar öllu
er samofinn kennd
sem er í senn
jarðhræring
snjóflygsa
Bráðnar inn í mig
hrærir mig til tára
til hláturs
og ég sleppi
öllu sem ég var
til að verða
loks
titrandi strá
á berangri lífsins
í fullkomnu æðruleysi
gagnvart vályndum veðrum
eða blíðum sumarvindum
Og þessi þráður
hljómar eins og
hinni hreini tónn
í hamslausu flæði
með hljómagangi lífsins
án mannlegrar hugsunar
án orða
Kvika kennda
og heiðskíru
6.12.2007 | 07:16
Flott mynd
Rosalega er þetta flott mynd.
Annars algerlega sammála lektornum. Finnst sumt graff bara krot en annað eins og
þessari mynd lífgar upp á umhverfið og fær mann til að staldra við á sínu
borgararki.
Þetta er gjaldþrota stefna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2007 | 11:38
Leitin mikla!
4.12.2007 | 07:48
Vísað í grein eftir mig á forsíðu In the Fray
Skrifaði grein sem tengdist Maríuhænunni og öskunni og dauðanum fyrir alþjóðlega netritið In the Fray. Greinin og myndasýninginn átti að birtast í nóvember en segja má að draugurinn sem kenndur við mömmu hafi gert harla margt til að stríða þeim sem að þessu unnu þannig að greinin var kynnt en í raun var hún ekki tilbúinn. Eins og þau orðuðu það, "mamma þín er búin að eignast marga vini hérna á ritstjórninni vegna þess hve margt hefur farið úrskeiðis í þessu verkefni." Ég er bara sátt við uppsetninguna á þessu. Hér er forsíðan og hér er slóðin í myndasýninguna. Maður þarf eiginlega að ýta á pásu fyrir hverja mynd til að lesa myndatextann og smella á caption sem er í hægra horninu.
Annars þá er sem allt sem komi eftir mig á prenti eða netheimum undir þeim álögum að verða fyrir alls konar hnjaski. Ég er með tilvitnum í þessari líka flottu dagbókarbók sem Salka er nybúin að gefa út nema að mín tilvísun er eins vitlaus og hún getur orðið. Leiðréttingin sem ég sendi misskildist og hljómar sem alger steypa. Í bókinni stendur:
Fyrirmynd mín er fólk sem hefur yfirstigið hið ómögulega og breitt meðali í gull. Alkemistar sálarinnar.
Á að standa Fyrirmynd mín er fólk sem hefur yfirstigið hið ómögulega og breitt eitri í meðal. Alkemistar sálarinnar.
Veit að hægt er að gera mistök og hef alveg fyrirgefið þau en þetta er ekki einleikið þessa dagana... arg
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson