Færsluflokkur: Tíbet
1.9.2008 | 08:09
Munu kínversk yfirvöld ræða við hann?
Ég var að klára að lesa afar fróðlega bók sem heitir "Leitin að Panchen Lama". Í henni er fjallað um sögu tíbeskra lama sem og sögu Tíbets með höfuð áherslu á tvö atriði, samband Dalai Lama og Panchen Lama. Þeir hafa jú báðir endurholdgast um langa hríð og átt í miklum samskiptum í gegnum aldirnar. Sú hefð hefur verið á að Panchen Lama stjórnar leitinni að næstu endurholdgun af Dalai Lama og Dalai Lama að Panchen Lama.
Kínversk yfirvöld rændu þeim dreng sem Dalai Lama útnefndi sem Panchen Lama og hefur ekkert til hans spurst né fjölskyldu hans síðan 1995. Kínversk yfirvöld völdu sjálf sinn Panchen Lama sem er merkilegt því þeirra stefna er trúleysi en samt telja þau sig hafa yfir nægilegum andlegum burðum til að geta tekið ákvörðun af þessu tagi gagnstætt vilja þeirra sem trúa á endurholdgun.
Maður hlýtur því að spyrja sig hver tilgangur þess hafi verið og ef til vill var það þeirra ósk að þeir gætu breytt gangi sögunnar í þessari mikilvægustu athöfn tíbetskrar þjóðmenningar með þessum gjörningi.
Dalai Lama eldist og þrátt fyrir almenna góða heilsu þá veit maður aldrei hvenær dauðinn knýr dyra. Það er einlæg ósk Tíbeta sem og þeirra er láta sig málefni landsins varða að kínversk yfirvöld hefji viðræður við Dalai Lama um framtíð landsins. Að því hefur verið unnið leynt og ljóst um langa hríð, en engu hefur sú viðleitni skilað. Kannski hafa kínversk yfirvöld málað svo ljóta mynd af þessum manni friðar og manngæsku að þeir geta ekki farið úr þessu að ræða við hann og jafnframt haldið andliti. Ég vona að pólitíska spil CCP verði ekki að hunsa Dalai Lama uns hann deyr. Ég vona að þeir muni hafa gæfu til að snúa við þessari harðneskju sem þeir beita Tíbeta.
Bókin fjallar einnig um pólitíska sögu Tíbet og verður manni það deginum ljósara að Kína átti ekki meira tilkall til Tíbet en Danmörk til Íslands.
Þá fjallar bókin um hvaða hlutverk Panchen Lama lék í að reyna sannfæra þjóð sína um að kommúnismi væri þeim til góða. Það verður að hafa í huga að bæði Dalai Lama og Panchen Lama voru ansi ungir að árum þegar innrásin var gerð í landið. Honum varð þó ljóst eftir að hann sá með eigin augum á ferðalagi um landið hve illa var farið með landa sína að kínverskum yfirvöldum var ekkert heilagt, hvort heldur það kom að mannslífum eða menningu Tíbeta. Hann skrifaði merkilegt bréf þar sem hann gagnrýnir kínversk yfirvöld harðlega fyrir ofbeldið á þjóð sinni og fær fyrir það að dúsa um langa hríð í fangelsi og sæta pyntingum og niðurlægingu. Þetta var annar valdamesti trúarleiðtogi Tíbeta á þessum tíma. Leiddar eru að því líkur í bókinni að Panchen Lama hafi verið myrtur í Tíbet og sú manneskja sem lék aðalhlutverkið í þeim harmleik var enginn annar en núverandi forseti Kína, Hu.
Meðan ég var að lesa þessa bók og um hlutverk þessa manns í nokkrum verstu voðaverkum sem tíbeska þjóðin hefur orðið að þola, fór forseti okkar miklum og drakk kampavín og talaði fjálglega um hvað litlar þjóðir væru í eðli sínu stórar, hann talaði um frekara samstarf á sviði viðskipta en minntist aldrei á mannúð eða mannréttindi. Svo stór þjóð erum við að við eigum forseta sem þorir ekki að tala um mannréttindi. Hvað ætli það segi um okkur?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessum málefnum, ég veit eiginlega ekki af hverju. Ég hef lesið og hlustað á fræði Dalai Lama og komist að því að þessir maður er nánast guðlegur, ekki vegna þess að hann geti framkvæmt kraftaverk eða gengið á vatni. Nei guðlegur í því hvernig hann er mennskur. Þrátt fyrir að liggja á spítala, þá fastaði hann í 12 tíma táknrænni föstu sem snérist öll um að biðja fyrir hamingju og friði allra sem á þessari jörð búa, með höfuð áherslu á frið meðal Tíbeta og Kínverja.
Á meðan styggðaryrðin hnjóta af vörum kínverska yfirvalda í hans garð, biður hann fyrir því að þeir öðlist hamingju á sjúkrabeði í fyllstu einlægni, mér finnst það bera vott um að laða fram það besta sem í mannlegu eðli býr og get ekki annað en notað hann sem mína fyrirmynd í þessu lífi.
Vegna þess að ég hef aldrei séð eða heyrt hann segja neitt sem brýtur gegn minni samvisku eða siðferðiskennd, vegna þess að ég hef alltaf séð hann velja veg friðar, þó manni sé fyrirmunað að skilja hvernig það sé hægt, vegna þess að hann hefur þurft að missa vini, ættingja, og eina milljón af þjóð sinni yfir móðuna miklu vegna aðgerða kínverskra yfirvalda. Vegna þess að þrátt fyrir að horfast í augu við þjáningu heimsins hefur hann slíka útgeislun að ósjálfrátt læðist bros frá innstu hjartarótum þegar maður sér hann, vegna þess finnst mér það vera mikil blessun að slík manneskja sé til sem getur með tilveru sinni einni verið leiðarljós á tímum sem auðvelt væri að missa trúna á manneskjunni.
Fyrir það er ég þakklát og vegna þess vil ég gera það sem er í mínu mannlega valdi til að hjálpa þjóð hans sem engum hefur gert neitt en verið er að þurrka út. Ég er þakklát fyrir þessa menningu friðar og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni frá bernsku, ég er þakklát og hef skilið að það sem færir mér mesta hamingju í lífinu kemur frá þeim einfalda gjörningi að hjálpa öðrum af hjartans einlægni.
Bókina sem ég vísa í má fá á Amazon, hún heitir The Search for the Panchen Lama og er eftir Isabel Hilton. Ég er að byrja á annarri bók sem heitir Why the Dalai Lama Matters eftir Robert Thurman, hef heyrt að hún sé mjög góð. Læt ykkur vita hvernig mér finnst sú lesning:)
Dalai Lama útskrifaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2008 | 08:11
Eldur undir snjónum
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 18:20
Hilight Tribe - skemmtilega skringilegt myndband
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 13:26
Fjölmiðla "blackout" á málefni Tíbets hérlendis
Frábær sjónvarpsstöð sem samtökin Students for a free Tibet halda úti í tengslum við Ólympíuleikana. Stöðin sendir bæði fréttaþátt live og svo er hægt að finna ógrynni af efni sem tengist frelsisbaráttu Tíbeta, hvort heldur það sé nú í dag eða fyrir 50 árum. Hér á Íslandi hafa engir fjölmiðlar lagt vinnu í að kynna sér ástandið eða grafa dýpra en stopul fréttaskeyti frá sínum erlendu fréttaveitum. Ég hef fylgst með athygli því sem komið hefur fram í alþjóðafjölmiðlum en ekki er hægt að segja það sama um þá sem eiga að miðla fréttum til almennings hérlendis. Hef ekki séð neina frétt um þá blaðamenn sem voru handteknir fyrir að vilja fjalla um friðsamleg mótmæli í Peking undanfarna daga. Þessir blaðamenn munu þurfa að vera í fangelsi í 10 daga í Kína fyrir það EITT að vera í vinnunni sinni. Hvar er fjölmiðlafrelsið og af hverju finnst íslenskum kollegum það ekki fréttnæmt að verið er að troða á frelsi til að flytja fréttir. Af hverju er nánast engar fréttir um eitthvað annað en Íslendinga að syngja karókí eða éta pizzur innilokuðum í Ólympíuþorpi sem note bene var byggt á rústum heimila fjölda fólks sem vildi ekki láta rústa sínum heimilum. Af hverju gerir enginn athugasemdir við þá staðreynd að hin svokölluðu sérstöku svæði til mótmæla þar sem fólk þurfti að sækja um leyfi til að mótmæla, er ekkert annað en gildrur svo hægt sé að draga út í dagsljósið þá sem vilja mótmæla og refsa þeim áður en viðkomandi gera það, samanber tvær gamlar konur yfir sjötugu sem dæmdar hafa verið í vinnuþrælkun í heilt ár fyrir að biðja um leyfi til að mótmæla því að hús þeirra voru jöfnuð við jörðu fyrir ólympíuleikana???
Það er búin að vera algert fjölmiðla blackout á Kerti fyrir Tíbet og Raddir fyrir Tíbet styrktarsamkomuna annað kvöld í Salnum. Hvað veldur? Þarna verða topp listamenn, verið að styrkja gott málefni og efla tengsl Íslands og Tíbets. Hefði aldrei trúað því að við myndum alls staðar koma að lokuðum dyrum en það er því miður staðreyndin. Því mun fullt af fólki aldrei fá að vita af þessari frábæru hátíð sem öll er unnin í sjálfboðaliðastarfi og til að styrkja flóttamannamiðstöð í Dharamsala en stór hluti þeirra sem þurfa að fá að dvelja þar eru börn sem koma ein yfir hæstu fjallaskörð í heimi.
Ég er yfirleitt frekar æðrulaus en núna er ég orðin frekar gröm yfir sinnuleysi fjölmiðla hérlendis þegar kemur að málefnum Tíbets. Það má segja að maður sé að fá að upplifa það sem Tíbetar hafa þurft að þola í 60 ár frá umheiminum... endalausa veggi og sinnuleysi. Hvet þá sem ekki þekkja til Tíbets að afla sér frétta og verða við kalli þeirra eftir hjálp frá heimbyggðinni, það er verið að fremja þjóðar- og menningar morð þarna fyrir allra augum.
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.8.2008 | 14:51
Skora á Ólaf
Ég skora á Ólaf Ragnar Grímsson að sýna þjóðinni að hann sé meira en bara puntudúkka og ræða um bágborið ástand mannréttindamála í Kína þegar hann hittir Hu á morgunn. Þá væri gaman ef hann myndi hvetja Hu til að virða samninga við IOC og gefa fjölmiðlum fullt aðgengi að landinu Tíbet. En nýjustu fregnir herma að um 200 manneskjur hafi verið myrtar í Tíbet þann 18. ágúst af kínverskum hermönnum.
Ég skora á Ólaf Ragnar Grímsson að ræða við Hu um eldri konurnar tvær sem eru komnar yfir sjötugt og hafa verið skikkaðir í vinnubúðir fyrir það eitt að biðja um leyfi til að mótmæla því að húsin þeirra voru jöfnuð við jörðu fyrir Ólympíuhallirnar.
Ég skora á Ólaf Ragnar Grímsson að hvetja Hu til að ræða við Dalai Lama og hætta að kalla hann ónöfnum og svo skora ég líka á Ólaf að biðja Hu um að nota ekki Ólympíuleikana í pólitískum tilgangi og sleppa því að hafa óperuna um hvað allt er unaðslegt í Tíbet á lokahátíðinni.
Þá skora ég jafnframt á Ólaf Ragnar að fordæma það að geðfötluðum var meinaður aðgangur að Ólympíuleikunum.
Heimildir: Tvær eldri konur sendar í þrælkunarbúðir
Kínverskir hermenn skjóta á hóp Tíbeta
Kína stöðvar niðurhal á Songs for Tibet
Geðfötluðum bannað að koma á Ólympíuleikana
Kína sýnir áróðursóperu um Tíbet á Ólympíuleikunum
Þeim sem blöskrar hræsnin í kringum lokaathöfnina og þessa hluti sem ég hef talið fram geta komið á góðgerðahátíðina Raddir fyrir Tíbet á sunnudagskvöld og gert eitthvað uppbyggilegt fyrir þá sem þjást út af siðblindu og hörku kínverskra yfirvalda - þ.e.a.s. Tíbeska flóttamenn:)
Forsetahjónin í ólympíuþorpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.8.2008 | 10:47
Kerti fyrir Tíbet
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 21:05
Raddir fyrir Tíbet
Þann 24.ágúst klukkan 20:00, standa vinir Tíbets fyrir viðburði til að styrkja flóttamannamiðstöð sem rekin er í Dharamsala.
KK, Jónas Sig, Svavar Knútur, Páll Óskar & Monica og Jón Tryggvi munu ljá málefninu rödd sína sem og Ögmundur Jónason, Birgitta Jónsdóttir og Tsewang Namgyal munu halda stutt erindi um Tíbet. Harpa Rut Harðardóttir mun sýna ljósmyndir sem hún tók á ferðalagi sínu nýverið í Tíbet í anddyri Salarins og verða myndirnar til sölu og mun andvirði þeirra renna í styrktarsjóðinn.
Allur ágóði af menningarveislunni Raddir fyrir Tíbet rennur til flóttamannamiðstöðvarinnar og gefa allir listamennirnir vinnu sína.
Miðar fást hér: http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=5911 og kosta 2000 krónur.
Tíbet | Breytt 20.8.2008 kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2008 | 14:46
Lánum Tíbetum rödd okkar
Tíbetar geta ekki um frjálst höfuð strokið í sínu eigin heimalandi. Í raun og veru eru Tíbet eins og risastórt fangelsi þar sem Tíbetar lifa í stöðugum ótta.
Það gleður mitt litla hjarta að sjá þetta fallega flagg í hjarta borgarinnar minna. Leyfum því að staldra við um stund til að minna okkur á að það er bannað að flagga þessu flaggi í Tíbet. Minnum okkur á að í Tíbet ríkir ekki trúfrelsi, skoðanafrelsi né tjáningarfrelsi.
Sínum þessari einstöku þjóð sem er í útrýmingarhættu að okkur er ekki sama og verðum við kalli þeirra um hjálp. Lánum þeim rödd okkar, við sem megum tjá okkur án þess að eiga á hættu að verða fangelsuð. Munum að með frelsi fylgir ábyrgð.
Fáni Tíbet blaktir við Hallgrímskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2008 | 09:48
Rangfærslur í fréttinni
Í fyrsta lagi er Tsewang ekki munkur og hefur aldrei sagt sig vera slíkan, hann er stjórnmálafræðingur. Það stóð skýrt og skilmerkilega í tölvupósti sem sendur var. Þetta viðtal við hann og hvernig unnið er úr þessu er afar illa gert. Ég ætla að láta fylgja hér bréfið hans sem hann sendi á íslenska fjölmiðla og svörin sem hann sendi blaðamanninum svo þið getið séð hve þessi frétt er undarlega unnin. Það er til dæmis furðulegt að segja að hann sé að biðja um einhverskonar áróður. Ég kalla eftir vandaðri vinnubrögðum, finnst illa unnið úr góðum efnivið.
1. It is my understanding that you encouraged the icelandic participants of the olympic games to protest the Chinese government by all means necassarry. Is that true, and why did you ask them to do that. Yes I did my best to contact them and encourage them to use their freedom of speech which the Tibetan people are denied of in their own country. I think it is a good opportunity to let the Chinese government know that the eyes of the world are watching. The voice of the Tibetan people might has been silenced in Tibet but those of us who enjoy the freedom of speech can become their voice. 2. Did anyone of the athletes promise to protest in Beijing? No, but if they did I would obviously not tell.
3. For many years athletes have signed an oath of upholding the olympic spirit, before going to the games. According to the oath, they can be deprived of their medals if they fail to uphold their oath. Do you think that there is some other contract, written by the Chinese government, that the contestants have to sign? A promise not to protest? And if so, can you prove that there is such a contract?
From what I have heard then they were made to sign a contract, maybe it is only the oath, I don´t know but according to what they signed, they are not allowed to blog, to go on certain websites and are not to talk about their views on things that might insult the Chines regime such as the issue of Tibet. I can´t prove anything since i am not going to the games, maybe it is better to ask those that are going to participate in the Olympic games. 4. How do you recommend that the athletes protest?
They can make a sign with their hands - some are commonly known such as the T with their index fingers and the nine fingers for free Tibet. They can also after they are done compeating they can for example make a t- shirt that says Free Tibet and wear it. Make small banners Be creative. Be courageous, because they enjoy freedom - they should use it.5. Do you feel that the olympics, an ancient, non-political sporting contest, should be the venue for political protest or propoganda?
Tibetans don´t see events in life as separated from one another - it is all interconnected. The Olympics are also part of life, it can not be separated from life for convenience sake. Tibetan struggle for freedom and basic human rights are not part of politics it is about survival and saving the culture and their lives from extinction. It is a matter of life and death. It is the basic instinct of the human being a wish to live in freedom and happiness, the same applies to the Tibetan people. It is not right to classify it and brush it off the table as simply politics. We do not see our struggle for survival as a political propaganda.6. Do you think that nations should boycott the olympics for political reasons? Is that fair to the contestants? Olympics are a symbol of friendship and brotherhood among nations of the world. So first of all it is a mistake to allow a regime like the communist Chinese government who is not worthy of holding games who signify everything they are not able to do, like the values of respect for human life and human rights. Everyone knew they couldn't keep their promises or rather, wouldn´t. As seen in how they have been getting more and more brutal in Tibet. And the human right record in China has actually gotten worse after they won the bid to hold the games according to Amnesty International. Don´t forget that Tibet is closed. What is really happening there? Tibet has been under such strict control since March. It might be hard for someone who lives in Iceland to imagine how it is. But the terror it inflicts on the people living in Tibet is so great that there has never before been such an exodus despite the danger of fleeing.
I am not asking the athletes to boycott the olympics but to use their voice in an positive way and to remember that individuals can change the world.
Ákall um frið í Tíbet - kveikjan að fréttinni
Mig langar til að minna á orð forseta Evrópska þingsins Hans Gert Pottering, sem hvatti íþróttamenn til að sýna sannan íþróttaanda með því að andmæla mannréttindabrotum þegar þeir koma saman í Kína. Það geta þeir gert með því að sýna í verki að þeir hafi ekki gleymt Tíbet. Hver og einn íþróttamaður getur gert það á sinn hátt, með því að gefa merki sem umheimurinn skilur. Engin opinber starfsmaður getur hindrað það. Þar fyrir utan, er þetta kjörið tækifæri til að gefa kínverskum stjórnvöldum tækifæri til að sýna heiminum að þau virði mannréttindi og hafa í raun og veru áhuga á að bæta ástandið í Tíbet. Kína ætti að vera fært um að höndla meiri ábyrgð með vaxandi áhrifamætti og völdum á alþjóðavísu.
Ég, fyrir hönd allra þeirra Tíbeta sem hafa misst réttinn á að tjá sig undir kínverska einræðinu, langar til að biðja íþróttafólkið sem eru fulltrúar Íslands á Ólympíuleikunum í Peking um að sýna okkur stuðning ykkar á hvern þann hátt sem þeim finnst við hæfi. Þannig getur það lagt sitt að mörkum til að bæta stöðu mannréttinda í Kína og hvatt til að varanleg lausn finnist á málefnum Tíbets áður en menning þjóðar minnar þurrkast endanlega út.
Yfir tvöhundruð Tíbetar hafa verið drepnir í kjölfar mótmælana í mars í Tíbet og þúsundir hafa verið fangelsaðir þar sem þeir eru pyntaðir fyrir það eitt að eiga mynd af Dalai Lama í fórum sínum. Til að auka aðförina á þjóð mína hefur landinu verið lokað fyrir fjölmiðlum þannig að ógerlegt er fyrir alþjóðasamfélagið að fá vitneskju um það harðræði sem Tíbetar búa við í dag, en samkvæmt fréttum sem smyglað er út úr landinu verður ástandið sífellt verra.
Eina leiðin til að fá fréttir sem hægt er að treysta er frá þeim Tíbetum sem hefur tekist að flýja landið yfir Himalayafjöllin en það er um mánaðarganga yfir hæstu fjallagarða heimsins. Margir deyja á leiðinni, sérstaklega er mannfallið mikið meðal barna sem leggja í þessa háskaför til frelsis.
Þetta er einlægt ákall til allra þeirra sem eru að fara á Ólympíuleikana í Peking sem og íslensku þjóðarinnar um að sína þjóð minni stuðning. Saman getum við gert þessa Ólympíuleika enn minnisstæðari með því að sýna samstöðu með frelsi og mannréttindum. Björgum Tíbet með því að auka meðvitund okkar um hvað er að gerast þar og ljá þeim röddum sem hafa verið þaggaðar rödd okkar.
f.h. Tíbeta búsetta á Íslandi
Hvetur keppendur til mótmæla á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2008 | 20:52
Frábær ljósahátíð í gærkvöld
Það var eitthvað stórkostlegt við það að taka þátt í aðgerð fyrir friði með milljónum manna um heim allan og sýna þannig Tíbetum sem enn þjást í Tíbet að heimurinn hafi ekki gleymt þeim, þó oft á tíðum virðist svo vera.
Mér finnst þessi tími sem nú er að líða vera einhver sá mikilvægasti í sögu Tíbet. Af hverju? Jú, staðreyndin er þessi: Tíbetar eru nú í minnihluta í sínu eigin landi. Markvisst er verið að eyða menningu þeirra og lífi þeirra. Þeirra barátta fyrir frelsi snýst ekki um lúxusvandamál heldur um baráttu upp á líf og dauða heillar þjóðar. Ef ekkert verður að gert er öruggt að heimsbyggðin beri ábyrgð á þjóðarmorði. Ég vil ekki naga mig í handarbökin síðar og þess vegna er ég að gera eitthvað. Stundum fallast manni hendur, eins og eftir þessa yndislegu stund sem við áttum í gær með kertum og fólki á Lækjartorgi, heimsviðburður og allt það, þá lét enginn fjölmiðill sjá sig. Ég fékk ekki fréttatilkynningar birtar í netmiðlum og RÚV fjallaði ekki neitt um þetta.
Svo fór ég að hugsa um hver er drifkrafturinn á bak við aðgerðirnar fyrir Tíbet og hann er ósköp einfaldlega sá að mér finnst svo óendanlega fallegt að sjá Tíbetana örfáu sem búa hér eflast í sinni umleitan að viðhalda menningu sinni. Það er nefnilega þannig með Tíbeta að eina leiðin fyrir þá til að varðveita menningu sína er í útlegð og því finnst mér að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að gefa þeim vettvang til þess.
Ég setti saman smá myndband frá hátíðinni okkar fábrotnu í gær og við sem vorum að skipuleggja Kerti fyrir Tíbet um allan heim fengum aðgang að tónlistinni sem er á Songs for Tibet - ég valdi Moby lagið því það passar bara eitthvað svo vel við stemmninguna sem var í gangi í gær meðal okkar milljónanna sem ekki eru frétta virði á Íslandi:) Minni svo á hin vikulegu mótmæli fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13 á morgunn, Víðimel 29. Óformleg dagskrá - en núna er 23 eða 24 skiptið sem ég stend fyrir hitting á þessum slóðum til að minna á mannréttindabrot í Tíbet.
Tíbet | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson