Færsluflokkur: Tíbet
9.3.2010 | 14:34
Samstaða með Tíbetum Í tilefni að 51 ára afmæli "Tibetan Uprising"
Vinir Tíbets taka þátt í alþjóðaaðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í baráttu þeirra fyrir mannréttindum og trúfrelsi. Safnast verður saman fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29, miðvikudaginn 10. mars kl: 17:30. Tsewang Namgyal flytur erindi um ástandið í Tíbet. Birgitta Jónsdóttir fer yfir í stuttu máli hvað við getum gert til að treysta böndin á milli þjóðanna.
Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að eiga fána Tíbets. Í Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að glatast. Í Tíbet hafa verið herlög í meira en tvö ár og harkan gagnvart íbúum landsins virðist engan enda taka. Fyrir tveimur árum síðan lýsti Dalai Lama ástandinu í Tíbet á þann veg að þar væri verið að fremja menningarlegt þjóðarmorð.
Fjölmennum og sýnum tíbesku þjóðinni samstöðu í verki.
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 16:15
Vonandi verða friðarstundirnar fleiri
Finnst þetta alveg dásamlega jákvæðar fréttir og ef það er eitthvað sem við ættum að styrkja þá er umburðarlyndi og mannúð. Vona að þetta verði að árlegum viðburði.
Dalai Lama er frumkvöðull á þessu sviði - að sameina fólk handan trúarbragða í umburðarlyndi gagnvart því sem fólk kýs að trúa á. Það sem mér þótti hve best að heyra hann segja í sjónvarpsþættinum frábæra sem var sýndur á RÚV í gær, var að hann væri ekki fyrir trúboð:) Það er algerlega eitthvað sem ég get kvittað undir...
Hér er slóð í heimildarmyndina sem Þóra Arnórsdóttir setti saman.
Fjölmenni á friðarstund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 12:28
Nýtt myndband frá Tíbet
Dalaí Lama þakkar Indverjum hjálpina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 21:21
Þvílík hræsni
Ég studdi Suður-Afríku í þeirra baráttu gegn því misrétti sem þar var og fór meira að segja í mótmælagöngu í Liverpool fyrir 25 árum til stuðnings þeirra baráttumálum - hef fylgst vel með ástandinu þarna fyrir og eftir aðskilnaðinn. Það er hryggilegt að horfa upp á að þjóð sem maður hefði haldið að hefði samúð og skilning gagnvart því hryllilega ástandi sem er í Tíbet - kúguð og undirokuð þjóð - rétt eins og meirihluti SA bjó svo lengi við.
Það ber vott um óskiljanlega hræsni að neita friðarhöfðingjanum sjálfum um þátttöku í friðarráðstefnu til að þóknast kínverskum yfirvöldum að það er ekki hægt að líta á það öðruvísi en smánarblett á sögu Suður-Afríku.
Friðarráðstefnu aflýst vegna Dalaí Lama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 09:34
Stuðningsfundur fyrir utan kínverska sendiráðið í dag
Vinir Tíbets taka þátt í alþjóða aðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í baráttu þeirra fyrir mannréttindum og trúfrelsi. Safnast verður saman fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29, þriðjudaginn 10. mars kl: 17:00. Tsewang Namgyal flytur stutt erindi um ástandið í Tíbet. Birgitta Jónsdóttir les úr yfirlýsingu frá H.H. Dalai Lama.
Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að eiga þjóðarflagg Tíbeta í fórum sínum. Í Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að glatast. Í Tíbet hafa verið herlög í meira en ár og sífellt meiri harka gagnvart íbúum landsins virðist engan enda taka. Enn á ný hefur landinu verið lokað fyrir alþjóða samfélaginu. Þar eru engir alþjóða fjölmiðlar eða mannréttindasamtök. Fyrir ári síðan útskýrði Dalai Lama ástandið í Tíbet á þann veg að þar væri verið að fremja menningarlegt þjóðarmorð.
Fjölmennum og sýnum tíbesku þjóðinni samstöðu í verki.
Tíbetar búa við helvíti á jörðu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 09:02
Samstaða með Tíbetum - 50 ára afmæli "Tibetan Uprising"
Enn á ný hefur landinu verið lokað fyrir alþjóða samfélaginu. Vinir Tíbets taka þátt í alþjóða aðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í þeirra baráttu fyrir að lifa af sem þjóð. En í fyrra útskýrði Dalai Lama ástandið í Tíbet á þann veg að þar væri verið að fremja menningarlegt þjóðarmorð.
Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að sýna Dalai Lama hollustu sína eða að eiga þjóðarflagg Tíbeta í fórum sínum. Í Tíbet fremja munkarnir frekar sjálfsvíg en að verða fangelsaðir og þurfa að búa við margra ára pyntingar og hrottaskap.
Í Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að glatast sem og menningarleg arfleifð þessarar friðsælu þjóðar.
Vinir Tíbets stóðu fyrir samstöðu og mótmælafundum fyrir utan kínverska sendiráðið í hverri viku frá því í mars í fyrra þangað til í september. Félagið hefur legið í dvala á meðan efnahagshrunið hér hefur skollið á með fullum þunga, en þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar þá ber okkur skylda til að gleyma ekki þeim er þjást þó í fjarlægum heimshlutum sé. Eftir nokkra mánuði mun Dalai Lama heimsækja þjóð okkar. Það væri gaman að geta sýnt honum að hér er víðtækur stuðningur við þjóð hans sem heimurinn hefur gleymt í 50 ár.
Fjölmennum og sýnum samstöðu með Tíbetum, sýnum kínverskum ráðamönnum að heimurinn lætur málefni Tíbet sig varða.
Ef þú kemst ekki - gefðu þér þá endilega tíma til að skrifa í fjölmiðla um Tíbet eða á bloggið þitt þennan dag. Kveiktu á kerti eða twittaðu - fjésbókaðu þinn stuðning. Vinsamlegast látið sem flesta vita.
Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.
In a remarkable coincidence, filming concluded in early March 2008 on the eve of the eruption of unprecedented mass Tibetan protests across the Tibetan plateau. Shot primarily in the eastern provinces of Tibet, the film provides a glimpse into the hearts and minds of the Tibetan people and their longstanding resentment of Chinese policies in Tibet.
The filmmakers traversed thousands of miles, asking ordinary Tibetans what they really feel about the Dalai Lama, China, and the Olympic Games. The filmmakers gave their subjects the option of covering their faces, but almost all of the 108 people interviewed agreed to have their faces shown on film, so strong was their desire to express themselves to the world. Excerpts from twenty of the interviews, including a self-recorded interview of the filmmaker himself, are included in the 25 minute film.
The footage reveals with stark clarity that Tibetans are frustrated and embittered by the deterioration and marginalization of Tibetan language and culture; the destruction of the lifestyle of Tibetan nomads through Chinese forced settlement policies; the lack of religious freedom and the vilification of the Dalai Lama; and the broken promises made by the Chinese government to improve conditions in Tibet in the run up to the Olympic games. All are united in their reverence for the Dalai Lama and long for him to return, and as some even dream, to attend the Olympic Games.
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.2.2009 | 06:56
Fullkomin tímasetning
Það er mikið fagnaðarefni að fá friðarhöfðingjann Dalai Lama til okkar á tímum sem þessum - Nú þegar réttlát reiðin kraumar, biturðin og vonleysið er hverjum manni gott að horfa á lífshlaup og hlusta á visku Dalai Lama.
Ég las ævisöguna hans fyrir margt löngu og hreifst að þeirri lífssýn hans að þó hörmungar þær sem kínversk yfirvöld hafa lagt á tíbesku þjóðina væru svo miklar að það séu vart til orð til að lýsa þeim, var hvergi að sjá biturð eða reiði gagnvart kínversku þjóðinni - Dalai Lama hefur þá gæfu að bera að hlægja dátt að vandamálunum og takast síðan á við þau, fordómalaust.
Það er merkilegt til þess að hugsa að maður sem hefur fengið slík lífsins próf sem hann frá unga aldri hafi alltaf getað séð heildarmyndina og hvatt til friðsamlegrar lausnar á þeim hörmungum sem þjóðin hans hefur þurft að ganga í gegnum.
Nú er staðan sú að Tíbetar eru minnihlutaþjóð í sínu eigin landi og enn horfir heimsbyggðin á og gerir ekki neitt. Hvet ykkur til að kynnast þeim bakgrunni sem skóp Dalai Lama - er með slatta af slóðum í heimildarmyndir um ástandið í Tíbet í dag. Ég vona að heimsókn hans til Íslands muni einnig vekja fólk til umhugsunar um þá áþján sem Tíbetar búa við í dag og hvetji okkar ráðamenn til að setja kröfur á kínversk yfirvöld um að í það minnsta hefja alvöru samræður við Dalai Lama um lausn á þeim gríðarlega mikla vanda sem Tíbet stendur frammi fyrir. Menningarlegt þjóðarmorð blasir við.
Tökum vel á móti Dalai Lama en fyrst og fremst opnum huga og hjarta fyrir þeirri visku sem hann býr yfir. Það er gott að fá leiðsögn og von í öllu þessu myrkri sem hefur lagst yfir þjóðina okkar eins og mara.
Þeir sem hafa áhuga á að vera virkir í starfi fyrir Tíbet ættu endilega að skrá sig í félagið Vinir Tíbets sem var stofnað í apríl í fyrra til að vekja athygli á ástandinu í Tíbet og treysta böndin á milli þjóðana.
Sendið mér bara línu ef áhugi er á að ganga í félagið: birgitta@tibet.is - tek það fram að Vinir Tíbets standa ekki að komu Dalai Lama þannig að ég get ekki reddað einu eða neinu varðandi hitting eða neitt slíkt:)
Dalai Lama kemur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2009 | 10:44
Enn grafa þeir gjá
Augljóst er að kínverska alræðisstjórnin ætlar sér aldrei að fara í neinar málamiðlanir varðandi Tíbet. Ástandið í Tíbet hefur aldrei verið verra en hér ríkir einatt mikil þögn um málefni Tíbets. Ég hef fylgst með ástandinu í landinu og hef þungar áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið horfir fram hjá því þjóðarmorði sem þar fer fram fyrir nánast opnum tjöldum. Landið er enn lokað fyrir opinberar rannsóknir mannúðarsamtaka á afdrifum þeirra þúsunda Tíbeta sem hurfu eftir óeirðirnar í mars í fyrra.
Enn er fólk sett í fangelsi fyrir það eitt að neita að afneita Dalai Lama. Enn hverfur fjöldi fólks á ári hverju eða deyr út af pyntingum í fangelsum. Kínversk yfirvöld ögra og slá á útréttar hendur þeirra er vilja finna friðsamlega lausn og fá að fremja sitt menningarlega þjóðarmorð í friði fyrir alþjóðasamfélaginu. Skammarlegt.
Útlegð Dalaí Lama verði minnst með hátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíbet | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2009 | 14:46
Að vera kvöldgestur hjá Jónasi
Ég ákvað loks að láta verða af því að mæta í spjall í útvarpsþáttinn Kvöldgestur sem Jónas Jónasson hefur umsjón með. Mér tókst að tala svo mikið að ég verð víst gestur hans í þrjú föstudagskvöld í röð. Þeir sem vilja kynnast hinni hliðinni á mér geta svo sem alveg hlustað á þetta - er hálf feimin við þetta enda miklu feimnari en flest fólk heldur.
Fyrsti þátturinn verður annað kvöld klukkan 23:00 á rás 1. Þar spjalla ég vítt og breitt um líf mitt. Fyrstu mótmælin mín sem ég stóð fyrir þegar ég var 14, sjálfsvíg, ljóð, Tíbet, sjálfskipaða útilegukvendislíf í Danaveldi, Ástralalalalíu, sterkar skoðanir, réttlætiskennd, sjálfsæviskáldsöguna mína: Dagbók kameljónsins og sitthvað fleira. Ég hreinlega man ekki hvað ég talaði um og ég vona að það sem ég segi muni gefa einhverjum von - enda lífshlaupið mitt eins og argasta skáldsaga og þó er ég rétt að byrja:) Hef alltaf verið heppin með það að vera bjartsýnismanneskja þótt öll sund virðist lokuð.
Jónas les smá upp úr Dagbók kameljónsins og gerir það vel. Ég les einhver ljóð og vel lag með mömmu sem mér finnst fallegasta lagið hennar.
Það hefur verið áhugavert að kynnast Jónasi aðeins enda einstakur maður. Ég spjallaði líka aðeins við tæknimanninn hann Jan sem var látinn fjúka í undarlegum uppsögnum RÚV. Vona að hann verði endurráðinn enda fagmaður með ástríðu fyrir þeim gildum sem RÚV á að standa fyrir, annálaður rúvari eins og það er kallað.
Tíbet | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.9.2008 | 06:23
Óttinn í Lhasa
eftir tíbesku skáldkonuna Woeser
Lhasa kvödd í skyndi. Nú borg óttans.
Lhasa kvödd í skyndi. Þar er óttinn magnaðri en ef óttanum eftir 1959, 1969 og 1989 væri spyrnt saman.
Lhasa kvödd í skyndi. Þar sem óttinn býr í andardrætti þínum, í hjartslættinum. Í þögninni, þegar þér langar til að tjá þig en gerir það ekki. Röddin föst í hálsinum.
Lhasa kvödd í skyndi. Þar sem síbylja óttans rennur undan rifjum hersveita með vélbyssur. Frá mergð lögreglumanna með byssurnar mundaðar. Frá óteljandi óeinkennisklæddum njósnurum og enn bætir í óttann með risavaxinni vél ríkisvaldsins sem gnæfir yfir þeim, nótt sem nýtan dag. En þú mátt ekki beina myndavél að þeim, þá beinist byssa að þér, þú kannski dreginn inn í skuggann og enginn mun nokkru sinni vita af því.
Lhasa kvödd í skyndi. Þar sem óttinn í Potala magnast eftir því sem þú ferð lengra í austur, þar sem Tíbetarnir búa. Kvíðvænleg skóhljóð bergmála allsstaðar, en í dagsbirtunni nærðu ekki einu sinni að sjá skugga þeirra. Þeir eru eins og ósýnilegir djöflar á daginn, en hryllilegur óttinn við þá er verstur, þess megnugur að láta þig missa vitið. Ég hef gengið fram hjá þeim, fundið kuldann frá vopnunum í höndum þeirra.
Lhasa kvödd í skyndi. Þar sem óttinn er grandskoðaður öllum stundum með upptökutækjum og myndavélaaugum á hverju götuhorni, húsasundi og skrifstofu, í öllum klaustrum og musterissölum; allar þessar myndavélar, soga allt í sig. Snúast frá ytri heiminum og þvinga sér inn í huga þinn. Zap zap jé! Þeir eru að fylgjast með okkur. meðal Tíbeta, fornt máltæki með nýrri merkingu, hvíslað hljóðlega manna á milli.
Lhasa kvödd í skyndi. Ég er harmi slegin vegna óttans í Lhasa. Verð að skrifa um það.
23. ágúst 2008
Á leiðinni frá Lhasa
[Ég var í Lhasa frá 17. ágúst til 23. ágúst 2008. Stysta heimsókn mín til þessa og ég var nauðbeygð til að fara
þessi orð eru skrifuð svo ég gleymi ekki hvað gerðist þar. Það er eitt sem ég verð að segja við kínversk yfirvöld: Þú hefur byssur. Ég hef penna.]
Woeser var handtekinn meðan hún var í Lhasa en var svo lánsöm að vera sleppt.
Um höfundinn:
(Tsering) Woeser fæddist í Lhasa árið 1966. Hún er dóttir yfirhershöfðingja í kínverska frelsishernum. Þegar hún var fjögurra ára flutti fjölskylda hennar til Kardze, Sichuan. Þar stundaði hún bókmenntanám sem allt fór fram á kínversku. Hún vann í tvö ár sem blaðamaður áður en hún flutti til Lhasa árið 1990. Þar hóf hún störf sem ritstjóri fyrir tímaritið Tíbeskar bókmenntir. Fyrsta ljóðabók hennar Xizang zai shang kom út árið 1999. Vegna þess að hróður hennar óx óðum í bókmenntaheimum, var henni gefinn kostur á að hefja nám við Lu Xun stofnunina í Peking.
Árið 2003 kom út eftir hana safn ritgerða þar sem hún var ekkert að skafa utan af hlutunum, safnið fékk heitið; Notes from Tibet, bókin var bönnuð opinberlega vegna pólitískra rangfærslna. Í kjölfarið missti hún vinnuna sína sem ritstjóri og þurfti að flytja alfarið til Peking, þar sem hún hélt áfram að skrifa og fékk nokkrar bækur útgefnar í Taívan, ber þar helst að nefna bókina Forbidden Memory, en hún fjallar um kínversku "menningarbyltinguna" í Tíbet og prýða bókina jafnframt ljósmyndir sem faðir hennar tók á meðan á "menningarbyltingin" stóð yfir. Árið 2006, þegar lokað var fyrir bloggin hennar af yfirvöldum, hóf hún að blogga á erlendum netþjóni. Eftir óeirðirnar og mótmælin í mars á þessu ári hafa kínversk stjórnvöld lokað Tíbet sem og lokað fyrir allar upplýsingar um ástandið þar, þar á meðal hefur verið lokað fyrir bloggið hennar, þannig að Kínverjar hafa ekki haft aðgang að skrifum hennar. Bloggið hennar varð fyrir síendurteknum árásum hakkara og varð fyrir vikið ónothæft, en hægt er að finna athugsemdir og skýringar um ástandið í Tíbet á ensku á vefsvæði China Digital Times.
Árið 2007 hlaut Woeser verðlaun frá norska rithöfundasambandinu, verðlaun til heiðurs tjáningarfrelsi. Hún býr í Peking með eiginmanni sínum Wang Lixiong. Hún hefur ekki frelsi til að ferðast til annarra landa.
Þýðingin er byggð á enskri þýðingu Andrew Clark á ljóði Woeser frá kínversku. Hægt er að lesa ljóðið í þýðingu Andrews á Ragged Banner. Hægt er að finna fleiri ljóð eftir hana á þessum vef, en því miður hefur ekki mikið af verkum hennar verið þýtt yfir á ensku, nema ljóðabókin Tibet´s True Heart sem Andrew Clark þýddi. Hægt er að finna nokkur ljóð á vefnum Ragged Banner úr þessari mögnuðu bók.
Með björtum kveðjum
Birgitta
Tíbet | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson