Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

AGS styður almennar aðgerðir: fyrir suma

Það hefur borið nokkuð á því að AGS hafi haldið því fram, á fundum með þingmönnum, hagsmunasamtökum og fjölmiðla, að sjóðnum finnist það nauðsynlegt að fara í almennar aðgerðir fyrir heimilin.

AGS boðaði Hreyfinguna á sinn fund á föstudaginn og var um margt afar fróðlegur. Á fundinn mættu þingmenn Hreyfingarinnar og 4 fulltrúar frá AGS.

Ég hef í nokkur ár viðað að mér upplýsingar um það hvernig þeim löndum sem hafa verið undir handleiðslu AGS hefur farnast í því prógrammi og því var ekki laust við það að ég hefði af því þungar áhyggjur þegar engin önnur leið virtist fær en að kalla eftir aðstoð þeirraí árdaga hrunsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og við höfum fengið að finna fyrir því á eigin skinni hvernig okkur farnast í þessu prógrammi. Margir sérfræðingar og stjórnmálamenn héldu því fram að við myndum fá sérmeðferð og að við myndum koma betur út úr AGS prógrammi en t.d.  Argentína. 

Nú er svo komið að það lítur út fyrir að það sé að takast að þurrka út millistéttina hérlendis eins og tókst í Argentínu. Það sem var gagnlegt við fundinn með 4 fulltrúum AGS í gær var að hægt var að leiðrétta misskilning og fá á hreint álitamál.

Ég hóf fundinn á því að spyrja hvort að það væri rétt að sjóðurinn væri fylgjandi almennum aðgerðum. Þeir sögðu svo vera.  Fulltrúar AGS viðurkenndu að þeir hefðu lagt það til síðan í upphafi árs 2009 og það hefði verið rætt við ríkisstjórnina, þingmenn og hagsmunasamtök. Mér fannst eitthvað ekki passa og þrýsti á að fá vitneskju um hvað þeir ættu nákvæmlega þegar þeir töluðu um almennar aðgerðir. Þá kom hið merkilega í ljós: AGS styður almennar aðgerðir fyrir suma!  (Í mínum huga er þá ekki hægt að kalla það almennar aðgerðir, ef það er bara fyrir suma.) 

Hér er skilgreining AGS á almennum aðgerðum varðandi húsnæðislán.

Það eru tveir hópar húsnæðislántakenda. Fyrsti hópurinn er fólkið sem getur ekki borgað. (Þeir sem eru nú þegar komnir fram yfir bjargarbrúnna.) Seinni hópurinn er fólkið sem enn getur borgað.

Vegna þess að fyrsti hópurinn á ekkert og getur ekki borgað, þá fær hann leiðréttingu. Hinn hópurinn getur borgað og því er ekkert réttlæti samkvæmt hugmyndafræði AGS þeim til handa. Þeim ber að borga. AGS finnst ranglátt að aumingja vesalings fjárfestarnir taki á sig eitthvað af því vandamáli sem þeir báru höfuðábyrgð á að skapa. 

Mér fannst merkilegt að þeir hefðu ekki skilgreint þetta sem þrjá hópa og lagði til að þeir myndu flokka þetta á annan hátt, það væri ekki hægt að horfa fram hjá því að þriðji hópurinn sem hægt væri að staðsetja á milli fyrsta og þriðja er hópurinn sem rétt nær svo að borga núna, þessi hópur er kominn út að bjargbrúninni og mun fara sömu leið og fyrsti ef ekkert verður gert. Það vill svo til að þetta er langstærsti hópurinn. Ég spurði Franek Roswadowski hvort að fulltrúar AGS á Íslandi vildu vera ábyrgir fyrir því að þessi hópur myndi hrynja fram að bjargbrúninni á næstu mánuðum og við tók aðeins þögn frá fulltrúum sjóðsins.

Það er deginum ljósara að AGS styður EKKI almennar aðgerðir og munu aðeins leggja til að þeir sem reiknaðir eru sem fólkið sem getur ekki borgað útfrá viðmiðum umboðsmanns skuldara fái leiðréttingu.

Mér finnst í það minnsta mjög gott að þetta er þá komið á hreint,  því sumir sem hafa barist fyrir leiðréttingu hafa fallið fyrir mjúkmælgi AGS og ekki gengið nægilega hart að þeim að skilgreina hvað þeir eiga við. Það má ekki gleymast að AGS hefur yfirleitt alltaf staðið vörð um fjármagnseigendur og því fannst mér eitthvað bogið við tal þeirra um almennar aðgerðir.

Þeir þvertóku fyrir að orðalag sem hægt væri að skilja sem tillögu um að orkufyrirtækin yrðu einkavædd væri rétt,  eftir útskýringar þeirra um hvað þessi texti þýddi get ég tekið þá trúarlega, þeir leggja semsagt til að einkavæðingin verði víðtækari, ekkert samt sem undanskilur orkufyrirtækin, en þeir leggja til almennar einkavæðingar hjá hinu opinbera.

Ég læt svo fylgja bréf frá Gunnari Tómassyni sem hann skrifaði Roswadowski í gær út af þessum málum.

 

November 6, 2010

 

Dear Mr. Roswadowski,

As an old IMF hand(1966-1989), I noted with interest Althing member Margrét Tryggvadóttir’s following comments on her Facebook page (in my translation):

“[I] met with four IMF staff members today [November 5]. They found it totally incomprehensible why we are requesting that creditors and debtors should share losses resulting from the economic collapse.”

And, indeed, it makes no sense in the context of the IMF’s mainstream economic world-view (The Washington Consensus) to re-allocate losses incurred on account of Iceland’s economic collapse between creditors and debtors through the political process.

However, many/most of those who emerged as substantial creditors from the collapse owed their good fortune to strictly non-economic causes, namely, actions taken through thepolitical process to shelter their capital at the cost of their fellow citizensand foreign creditors.

As a matter of principle, the IMF does not interfere in the internal affairs of member countries. Thus, the IMF did not oppose the Icelandic government’s expansion of deposit insurance and retroactive re-ordering of the priority status of claims on the financial system in October 2008. 

The request that creditors and debtors should share losses resulting from the economic collapseis predicated on grounds of equity and justice. It envisages a partial roll-back of the pro-creditor measures previously taken by the Icelandic government on non-economic grounds. 

The request is one that the IMF, as an institution, based on law and moral authority“ in the words of former Managing Director Jacques de Larosière, can and should embrace and support.

 

With kind regards,

 

Gunnar Tómasson

IMF Advisor, ret.

  


Mótmæli fyrir utan Seðlabankann á mánudaginn

Fann þessa auglýsingu á facebook: ég ætla að mæta.

Tilmælum FME og Seðlabanka Íslands gegn Hæstarrdómi mótmælt

Date:
Monday, 05 July 2010
Time:
12:00 - 13:00
Location:
Við Seðlabanka Íslands


dscf4627.jpgÍslendingum blöskrar!

Tekin er afstaða fjármálafyrirtækjanna eina ferðina enn, þar sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands leyfa sér að vaða yfir dóm Hæstarréttar með "TILMÆLUM UM LÆGSTU MEÐALVEXTI FRÁ 2007 SEM ERU 14.76%". (ekki 8,6%).

Hvert eru menn að fara með Ísland? Eiga þessar stofnanir að fá leyfi til að hnekkja dómi Hæstarrétar? Látum við þetta líka yfir okkur ganga?

Takið með ykkur verkfæri sem búa til mikinn hávaða ásamt spjöldum og öllu öðru sem þið hugsanlega hafið meðferðis.

Við kyngjum þessu ekki þegjandi - nú er mælirinn fullur! Bakkafullur bikarinn er ekki nægjanlega stór fyrir allt það óréttlæti sem yfir okkar þjóð hefur gengið! Næjanlega stór bikar fyrirfinnst ekki!

Stöndum saman öll sem eitt!

mbl.is Krafðir um háar bætur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki mál að linni þingheimur, er ekki mál að linni?

Ræða sem ég flutti í gærkvöldi um frumvarp iðnaðarráðherra um skattaívilnanir til fyrirtækis í eigu Björgólfs Thor, mér tókst að semja um að atkvæðagreiðslu yrði frestað þangað til eftir sveitastjórnarkosningar, finnst mikilvægt að það sé ekki kosið um svona umdeilt mál á miðnætti eins og til stóð. Enn og aftur er lítil sem engin fjölmiðlaumfjöllun um mikilvægt mál eins og þetta, það var til dæmis ekki stafkrókur um frumvarp sem forsætisráðherra flutti um fjármál flokkanna, en meira um það síðar. 

Frú forseti
 

Hér fjöllum við um mál sem ríkisstjórn og ríkisstjórnarþingmenn með dyggri aðstoð meirihluta minnihlutans hafa þurft að beita skapandi hugsun við að koma í gegnum þingið. Þetta er líka þannig mál að það er erfitt að réttlæta fyrir sér að styðja það eins og því er fyrirkomið hér á lokastigum þess hér í þinginu.

Hér eru nokkur atriði sem mér svíður undan: Það vita það allir sem hér sitja inni að það getur bara ekki verið rétt að verðlauna þá aðila sem hér tóku með einbeittum brotavilja þátt í því að koma þjóðinni í þá háskalegu stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig er hægt að réttlæta að maður sem einsýnt er samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar alþingis flokkast undir að vera fjárglæframaður, hvernig er hægt að réttlæta það að hann fái yfir höfuð að halda áfram að fjárfesta í framtíð landsins, og ekki nóg með það þá á að gefa honum skattaívilnanir. Nú kunna aðrir þingmenn að réttlæta þennan fáránlega gjörning með að blessaður maðurinn hefur afsalað sér afsláttinn í tíu ár og hafi skrifað auðmjúkt afsökunarbréf til þjóðarinnar. Flestir réttlæta þetta fyrir sér með því að það sé mikið atvinnuleysi á Reykjanesi og því verði þetta mikil búbót og mörg störf um að ræða. En það verður nú að segjast ágæti forseti að enginn virðist hafa hugmynd um hve mörg störf skapist eða hvernig störf þetta séu. Það hlýtur að vera hægt að finna aðra lausn, kannski væri lag að aðstoða íslensk fyrirtæki sem vilja setja upp smærri einingar af gagnaverum með því að gefa þeim sambærilega skattaafslætti og líta svo á að þau erlendu fyrirtæki sem hér munu hýsa gögn sín hafi um fjölbreytta kosti að velja í hýsingu og komi þar af leiðandi hér inn með fjölbreyttari störf sem slíkt umhverfi gæti leitt af sér.

4670_106795851718_722836718_2745093_5524593_n.jpgÉg vil vekja athygli á því að málið minnir mig á sögu sem hefur verið spunnin áfram af spunameisturum og kannski eru þeir spunameistarar kannski í stjórn fyrirtækisins sem vill gagnaverið byggja og tengjast auðvitað flokki með völd? Ó, hve dásamlegt þetta fjórflokkakerfi er - allir fá einhvern tíman tækifæri á að hygla sér og sínum.

Það að geta ekki hugsað handan stóriðju hvort heldur hún heitir álver eða gagnaver er sorgleg þróun. Sorgleg vegna þess að ef þetta fyrirtæki gengur illa, þá mun þetta sveitarfélag aftur líða fyrir stórmennskudrauma sem breyttust í martröð, ég hef hugleitt mikið hvernig hægt væri að bregðast við afleiðingum þeim sem maðurinn sem á að fá að halda áfram að fjárfesta í íslensku vinnuafli og nota þjóðina áfram sem veð – ég hef mikið hugleitt frú forseti hvort að það sé virkilega svo að það sé bara ein leið fær. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Það er aldrei bara ein leið fær. Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki eru miklu öruggari leið til að viðhaldi stöðugleika en ein risalausn. Ef eitt meðalstórt fyrirtæki af mörgum rúllar þá mun það hafa lítil áhrif á samfélagið, en ef fyrirtæki gerast svo stór að þau geta ekki axlað ábyrgð af óráðsíu eins og við upplifum nú, þá lendir baggi einkafyrirtækja sem fá afskriftir á skattborgurum og bökin er núna orðin ansi fá og veikburða og við getum ekki leyft okkur að halda svona áfram. Einhver þarf alltaf að borga fyrir uppgufun fjármagns þó íhaldsmenn haldi öðru fram.

Frú forseti, hvernig hefur verið staðið að því að finna annan aðila til að fjárfesta í þessu gagnaveri en Björgólf Thor og hans fyrirtæki? Frú forseti, ég veit að þessi spurning hefur borið á góma en ekki hafa fengist nægilega skýr svör við henni. Ég myndi með sanni styðja þetta mál ef Björgólfur Thor hefði sýnt þann manndóm að sleppa tökunum af þessum draumi og gefið öðrum kost á að fjárfesta í stað sín.

Best væri hreinlega ef að það á að halda áfram að gefa manninum gulleggin okkar að bíða í það minnsta uns rannsókn er yfirstaðin á gamla bankanum hans. Ég get ekki stutt þetta verkefni vegna þess að mig hreinlega svíður undan þessu í minni réttlætiskennd. Er þetta nýja Ísland frú forseti, er þetta sá hornsteinn að uppbyggingu landsins sem við viljum leggja? Ef Björgólfur Thor fær enn að fjárfesta í framtíð Íslands þrátt fyrir það sem kemur fram í skýrslunni, þá verður varla hægt að segja nei við hina fjárglæframennina, og til hvers þá að vera með einhverja sýndarmennsku varðandi réttarhöld og handtökur, hættum þessu bara og látum strákana okkar aftur við stjórntaumana og leyfum þeim að halda áfram í útrás og innrás.

Mér skilst að ríkissjóður hafi ábyrgst nokkra milljarða lán út af farice-strengsins sem flytur gögn á milli landa, móðurfélag Verne Holding fékk lán upp á nokkur hundruð milljónir sem nú er verið að afskrifa, ríkisábyrgðin mun því falla á herðar skattborgara eins og svo mörg önnur ævintýri út- og innrásar víkinganna.

Er ekki mál að linni frú forseti, er ekki mál að linni?

Ég skora á þingmenn að kanna innra með sér af hverju það sé svo að þingið nýtur ekki meiri trausts en svo að aðeins 1 af hverjum 10 landsmönnum treysta þingheimi  eins og kom fram í skoðanakönnun í dag: gæti það verið út af því að svona vinnubrögð sýna skort á siðgæði og almennri skynsemi.

Frú forseti er ekki mál að vitleysunni linni og að háttvirtir þingmenn og hæstvirtir ráðherrar beiti örlítið meiri skapandi hugsun til að koma í veg fyrir að þeir sem rændu okkur fái að halda áfram að ræna okkur?

William Black sagði til að ræna þjóð, skaltu kaupa banka… nú er það svo að við vitum ekki hverjir eiga nýju bankana, vitum ekki hvort að Magma Energy sé skúffufyrirtæki bankaræningja og áfram heldur leikurinn áfram og enn og aftur líður almenningi sem nóg sé komið en engin björg sé í boði nema að taka þessari siðblindu því það sé ekkert annað í boði.

Sýnum nú þjóðinni aðeins meiri virðingu en þetta, sýnum hugrekki, og höfnum því að gefa bankaræningja gullin úr tönnum okkar – því við eigum ekkert meira að gefa. Nú þegar verið er að seilast enn og aftur í tóma vasa öryrkja og ellilífeyrisþega til að borga fyrir sukkið hjá þessum sama aðila og við erum að gefa tækifæri á að fjárfesta áfram.


Nú er mál að linni frú forseti, nú er mál að linni.


Kjósum með fótunum í göngunni niður Laugaveg

Fréttatilkynning frá grasrótinni

Nú hafa nokkrir grasrótarhópar ákveðið að standa fyrir kröfugöngu frá Hlemmi laugardaginn 6. mars kl 14. Gengið verður niður Laugarveginn og að lokinni göngu verður haldinn útifundur á Austurvelli kl. 15.

Ræðumenn verða Andrés Magnússon læknir og Júlíus Valdimarsson húmanisti. Á fundinum verður Alþingi götunnar stofnað. Magnús Þór Sigmundsson mun syngja. Hljómsveitin Stjörnuryk mun flytja lag.

Helstu áhersluatriði Alþingis götunnar eru:
Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, fyrningu lána við þrot, jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né endurreistir, AGS í úr landi, manngildið ofar fjármagni, aukin völd til almennings, bættur neytendaréttur.  

Trommusláttur og lúðrablástur mun fylgja með niður Laugaveginn. Mælst er til þess að göngumenn taki með sér potta, pönnur, flautur eða annað sem getur framkallað hóflegan hávaða. Takið með kröfuspjöld.

Gerum næsta laugardag að sögulegum degi. Fjölmennum við formlega stofnun Alþingis götunnar. Gefum skýr skilaboð til umheimsins, lýðræðið er númer eitt, valdið er fólksins.

Gerum Alþingi götunnar að stórviðburði. Ekki láta þig vanta. Tölum einum rómi með samtökunum okkar. Látum það ekki fara neitt á milli mála hver vilji okkar er. Kjósum með fótunum í göngunni niður Laugaveg.


Hagsmunasamtök heimilanna,
Nýtt Ísland,
Attac samtökin á íslandi,
Siðbót,
Húmanistafélagið,
Rauður vettvangur,
Vaktin,
Aðgerðahópur Háttvirtra Öryrkja.


Ítarefni fyrir þá sem lesa ensku

Vek sérstaka athygli á lið 6 og 7
Classified cable from US Embassy Reykjavik on Icesave dated 13 Jan 2010
01/13/2010
FM AMEMBASSY REYKJAVIK
TO RUEHC/SECSTATE WASHDC PRIORITY
INFO RUEHZL/EUROPEAN POLITICAL COLLECTIVE PRIORITY
RUEKJCS/SECDEF WASHDC PRIORITY
RHEHNSC/NSC WASHDC PRIORITY
RUEATRS/DEPT OF TREASURY WASHINGTON DC PRIORITY

SIPDIS

TREASURY FOR SMART AND WINN, NSC FOR HOVENIER, DOD FOR FENTON

E.O. 12958: DECL: 01/13/2020
TAGS: ECON, EFIN, IC, PGOV, PREL
SUBJECT: LOOKING FOR ALTERNATIVES TO AN ICESAVE REFERENDUM

REF: REYKJAVIK 9

Classified By: CDA SAM WATSON FOR REASONS 1.4 (B) AND (D)

1. (C) Summary. CDA met with Ministry of Foreign Affairs PermanentSecretary Einar Gunnarsson and Political Advisor Kristjan Guy BurgessJanuary 12 to discuss Icesave. After presenting a gloomy pictureof Iceland's future, the two officials asked for U.S. support. Theysaid that public comments of support from the U.S. or assistance ingetting the issue on the IMF agenda would be very much appreciated. Theyfurther said that they did not want to see the matter go to a nationalreferendum and that they were exploring other options for resolving theissue. The British Ambassador told CDA separately that he, as well as theMinistry of Finance, were also looking at options that would forestalla referendum. End Summary.

2. (C) CDA met with Permanent Secretary Einar Gunnarsson and PoliticalAdvisor Kristjan Guy Burgess at the Icelandic Ministry of Foreign Affairson January 12 for a two hour marathon meeting to discuss Icesave. TheIcelandic officials painted a very gloomy picture for Iceland'sfuture. They suggested that the most likely outcome for the countrywas that the Icesave issue would fail in a national referendum. Shouldthat occur, they suggested, Iceland would be back to square one withthe British and the Dutch. The country, however, would be much worseoff because it would have lost international credibility and access tofinancial markets. Gunnarsson suggested that the Icesave issue, if itcontinues along its present course, would cause Iceland to default in 2011when a number of loans become due and could set Iceland back 30 years.

3. (C) The two government officials stressed that Iceland needsinternational support. CDA reiterated that the United States was neutralon this bilateral issue and hoped for a speedy resolution. Moreover,the U.S. had supported Iceland's position at the last IMF Review andexpected to do so again depending on the circumstances. Gunnarsson andBurgess responded that they understood the United States' stated positionof neutrality on the issue; however, they expressed the view that itwas impossible to remain neutral regarding the Icesave matter. Iceland,they said, was being bullied by two much larger powers and a positionof neutrality was tantamount to watching the bullying take place. Theysuggested that a public statement from the U.S. in support of Icelandwould be very helpful. They also felt that U.S. intervention in theIMF could be of assistance, specifically if it was targeted at gettingIceland's review placed on the IMF agenda. Gunnarsson acknowledged thatU.S. support during the review was appreciated but, realistically,the issue would never make it on the agenda unless external pressurewas applied on the IMF.

4. (C) Gunnarsson and Burgess were extremely pessimistic regardingthe national referendum and said that the Government of Iceland wasexploring other options to resolve the Icesave situation. They hintedthat renegotiation might be a viable alternative and referenced recentmeetings between the government and the opposition at which this optionwas discussed. Everyone could potentially save face, they suggested,if a new repayment agreement was reached with the British and Dutch thatcould possibly include a lower interest rate for the loan. This solution,they felt, would be palatable to the Icelandic people and potentiallyto the opposition as well. They did not know, however, whether theBritish and Dutch would agree to another round of negotiations. Theyalso acknowledged that any new agreement would have to be approved inparliament and, of course, signed by the president.

5. (C) On January 13, CDA also discussed the situation with BritishAmbassador Ian Whiting who said that Britain might consider options thatwould forestall a national referendum on the Icesave issue. The Ambassadorsaid, however, that the British Government was receiving mixed messagesfrom the Icelanders who, one week ago, seemed content to move forward witha referendum (as the Prime Minister had conveyed to her UK counterpart)but now appeared to be looking at other options. For example, the Ministryof Finance was already looking at ways to improve the agreement but notundermine the obligation or certainty of payment. He outlined for CDAa potential solution that he was exploring that would involve Norwayloaning Iceland the money to cover the Icesave debt. This idea, he felt,had merit because it would create a situation in which the IcelandicGovernment was dealing with a country that it perceived to be sympatheticto its situation, a fact that could remove some of the animosity from therenegotiations. Negotiating a good loan repayment agreement with Norway,said Whiting, would allow both sides to claim victory. The British andDutch would receive their money and Iceland would be able to repay itsdebts under more favorable terms. He was going to discuss the idea withthe Norwegian Ambassador that same day.

6. (C) On January 13, CDA also met Iceland's Ambassador to the UnitedStates Hjalmar Hannesson who was in Iceland. The Ambassador describedthe potential constitutional crisis that would likely ensue should thereferendum go forward and fail, in essence a vote of no confidence. Inthat case, the constitutionally apolitical Head of State would havebrought down the elected government, a possibility that several formerpoliticians in both parties had long ago agreed should not happen. Despitehis and his family's long association with the Progressive Party,Hannesson said that this was not the time for elections or a change ofgovernment. He added that he did not sense a willingness on the partof the opposition to take control of the government. Noting that thePresident, whom he has known for years, is considered "unpredictable,"he hoped that a solution palatable to all sides in Iceland could providea way out.

7. (C) Comment: It is quickly becoming clear that very few of theinvolved parties are comfortable with the Icesave issue being put toa vote in a national referendum. Both the ruling coalition and theopposition appear to understand that they must present a united frontfor there to be any possibility of discussing alternative solutions withthe British and Dutch. At present, such cooperation remains elusive;however, a number of closed door meetings between the opposition andgovernment will take place in the coming days to explore the full rangeof potential solutions and, hopefully, to forge consensus. All of this,however, remains in flux. WATSON

mbl.is Vildu ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, er í lagi?

Snilldarskaup - sér í lagi góður endir sem ég ætla að deila hér með ykkur:) Gleðilegt nýtt ár! 
 
 

Þegar kerfið hérna hrundi, þjóðin hræddist, þjóðin stundi. 
Þetta var víst bara bóla, allt í plati, á Tortóla. 
Nokkrir vinir fengu að græða, meðan hinir fengu að blæða. 
Lánin þeirra látin hverfa, þeirra mínus munum erfa. 

Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland? 
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland? 

Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja 
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja. 
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja, 
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur. 

Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland? 
Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? Er í lagi, Ísland?

Þú varst svikið, þú varst tekið af skrúðkrimmunum!

Okkar sjóðir voru tæmdir, megi sekir verða dæmdir. 
Næstu árin verða erfið, en við endurreisum kerfið. 

Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? o.s.frv. 

Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja 
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja. 
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja, 
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur. 

Ísland, er í lagi? Ísland, er í lagi? o.s.frv.

Þú varst svikið, þú varst tekið af skrúðkrimmunum!

Ísland, er í lagi? Ekki láta þessa peyja 
sem að allir hafa selt þig, nánast svelt þig, í svaðið beygja. 
Þegar allt er við að hrynja, og hörmungar á dynja, 
þá er rétt að rísa á fætur og rifja upp okkar rætur. 

Ísland, er í lagi? Það lifir enn í glæðum. 
Förum áfram út úr ryki, okkar striki, með eld í æðum. 
Nú er rétt að herða upp huga, ekki drepast, heldur duga! 
Saman verðum við að verjast öllu veseni og berjast - Ísland! 

Ísland, er í lagi? Það lifir enn í glæðum. 
Förum áfram út úr ryki, okkar striki, með eld í æðum. 
Nú er rétt að herða upp huga, ekki drepast, heldur duga! 
Saman verðum við að verjast öllu veseni og berjast - Ísland! 

Bless 2009! Ég vona að ég sjái þig aldrei framar! 

Gleðilegt nýtt ár Ísland! 

mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave utanríkismálanefndar álit mitt

Þetta er nánast orðið úrelt en þetta álit ritaði ég um miðjan síðasta mánuð en það var tekið úr utanríkismálanefnd allt of snemma að mínu mati - ég vil taka það fram að ég mun ekki undir neinum kringumstæðum geta samþykkt meirihlutaálit fjárlaganefndar nema búið sé að kanna á trúverðugan hátt hvort að þessir fyrirvarar verða virtir í breskum og hollenskum dómsstólum. Vonandi kemst það á hreint í dag - en erfiðlega gengur að fá meirihlutann til þessara verka. Þ.e.a.s. að fá þetta staðfest. Ítrekað hefur verið beðið um það. 

En hér er semsagt Icesave nefndarálitið mitt sem ég mun byggja ræðuna mína á í dag. 


um frv. til l. um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.


    Fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í utanríkismálanefnd gagnrýnir harðlega vinnubrögðin í nefndinni er lúta að Icesave-samkomulaginu. Það er skrumskæling á lýðræðinu að taka ekki tillit til og hunsa gagnrýni fjölmargra sérfróðra gesta nefndarinnar varðandi málið sem og annarra sem hafa tjáð sig um það. Þessi vinnubrögð kasta rýrð á fagmennsku þeirra sem eru á öndverðum meiði við þá sem mæra samninginn og segja hann með öllu hættulausan.
    Þá gagnrýnir Borgarahreyfingin að ekki fáist leyfi til að kalla til fleiri gesti er varða málið, en daglega koma fram nýjar upplýsingar sem gætu gefið nefndinni heildstæðari mynd af áhrifum þess að samþykkja samninginn í óbreyttri mynd.
    Það yrði þinginu til sóma að gefa Icesave-málinu nauðsynlegan tíma þó ekki væri til annars en að hrekja þau varnaðarorð sem um samninginn hafa fallið. Hins vegar er greinilegt að nefndarfundirnir hafa einungis verið settir upp sem leikrit um fyrirframákveðna atburðarás. Keyra skal þetta mál í gegn sama hve alvarleg gagnrýnin er. Erfitt er að skilja hvað vakir nákvæmlega fyrir meiri hluta nefndarinnar með þessari leiksýningu, en álit hans getur valdið þjóðinni stórtjóni ef einhver skyldi álpast til að þýða það og afhenda Bretum.
    Utanríkismálanefnd hunsar nánast með öllu í áliti sínu um Icesave þá gagnrýni fjölmargra gesta nefndarinnar að í samningnum séu stórhættuleg ákvæði og gallar, sér í lagi þeim breska, sem óvefengjanlega geta kostað þjóðina himinháar upphæðir ef ekki eru tekin af öll tvímæli um þessa gagnrýni. Utanríkismálanefnd hefur ekki tekist það og ef eitthvað er þá bætast við stöðugt fleiri sem gagnrýna þessa áhættuþætti samningsins.
    Þessi vinnubrögð eru óviðunandi því að samningurinn um Icesave-skuldbindingarnar er eitt stærsta mál sem Alþingi hefur fjallað um. Það að gefa út ríkisábyrgð á gjaldfallna skuld væri einsdæmi. Nefndin hefur ekki fengið nema örfáar vikur til að fjalla um Iceasave, enn heyrist af gögnum sem eiga eftir að koma fram sem og nauðsynlegum útreikningum um raunverulega skuldastöðu þjóðarinnar. Það er því enn ekki ljóst hvort við getum yfirhöfuð staðið við þessar skuldbindingar. Það er mat Borgarahreyfingarinnar að það auki ekki á trúverðugleika okkar erlendis að gangast við skuld sem vitað er að þjóðin getur ekki greitt. Því er næsta víst að reyna mun á þau ákvæði samningsins sem hlotið hafa hve mesta gagnrýni.
    Borgarahreyfingin hefur lýst því yfir að hún muni ekki gera atlögu að ríkisstjórninni verði Icesave-samkomulagið fellt á þinginu. Þetta er mál sem verður að taka ofar pólitíkinni og leysa af skynsemi og yfirvegun og finna þverpólitíska sátt um. Álit meiri hlutans tekur í engu tillit til þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram á fundum nefndarinnar frá gjörvöllum minni hlutanum og því er útilokað fyrir okkur að styðja álitið.
    Það er álit 1. minni hlutans að nauðsynlegt sé að fresta þessu máli fram á haust, skipa beri þverpólitíska sérnefnd um málið inni á þingi sem skili af sér áliti í haust. Skýra þarf vel fyrir hlutaðeigendum forsendur og nauðsyn þessarar frestunar og setja nú þegar saman hóp sem mun sjá um að kynna málið erlendis og ráða til þessa verkefnis sérfræðinga í almannatengslum hérlendis sem erlendis til að takmarka skaðann, ef einhver verður, ef þessu verður frestað. Ljóst er að þau tengsl sem reynt var að benda á varðandi Icesave og ESB eru til staðar og styður álit meiri hlutans þá gagnrýni okkar. Hræðsluáróðurinn í áliti meiri hlutans er slíkur að ætla mætti að við værum betur sett undir Danakonungi með ormamjöl og einokun.
    Langheiðarlegast væri að láta Breta og Hollendinga vita að það sé ekki vilji til að skrifa undir ríkisábyrgð án þess að koma með alvöru skilyðri um breytingar á samningnum. Fyrir nefndinni hefur verið sagt að það eitt og sér muni fella samninginn. Á sama tíma er ljóst að samningurinn verður felldur á þinginu ef engin alvöruákvæði um breytingar verða gerð. Því væri best að láta Breta og Hollendinga vita af þessu nú þegar og setja strax saman faglega samninganefnd ástamt því að kalla til almannatengslafyrirtæki í Bretlandi og Hollandi og undirbúa hvernig við ætlum að útskýra fyrir umheiminum okkar hlið á málinu. Það er alveg furðulegt þegar því er haldið fram að með því að fella samninginn í þeirri ómögulegu mynd sem hann er nú séum við að segja umheiminum að við ætlum okkur ekki að axla ábyrgð á þessu máli.
    Borgarahreyfingin skorar enn og aftur á ríkisstjórnina að gefa þingmönnum þann tíma sem þeir óska eftir til að ná sátt um þetta mál, til að eyða vafaatriðum og koma með heilsteyptar tillögur að úrbótum ef þörf er á eftir að hafa farið vandlega yfir málið.
    Jafnframt er mikilvægt að tekið sé tillit til þess og sett með skýrum hætti fram að þeir sem efndu til þessara skulda eigi á endanum að borga þetta skuldabréf en ekki almenningur í landinu.


Birgitta Jónsdóttir

Nýjar forsendur vegna ICESAVE

Gunnar Tómasson hagfræðingur ritar eftirfarandi bréf:

Þann 7. febrúar sl. flutti ég fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni um kollsteypu íslenzka efnahagskerfisins í byrjun október 2008 og lýsti m.a. þeirri skoðun minni að framundan væri greiðsluþrot þjóðarbúsins. Í þessu sambandi spurði einn áheyrenda lykilspurningar:

Ef greiðsluþrot verður ekki umflúið, er betra að horfast í augu við vandann strax eða eftir nokkur ár?

Svar mitt var:

Strax.

Eins og fréttastofa sagði frá í gærkvöldi, segir í frétt á netinu í dag, eru erlendar skuldir Íslands mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum.

Frank Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins hér á landi, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi.

Samkvæmt útreikningum fréttastofu eru erlendar skuldir Íslands nú um 250% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir hvað mest til. Þess ber að geta að útreikningarnir eru byggðir á tölum um erlendar skuldir frá því í lok mars á þessu ári. Staðan hefur ekki verið birt opinberlega, hvorki af stjórnvöldum né Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þetta kemur mér ekki á óvart - aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október 2008 var samin á grundvelli mikillar óvissu um lykilstærðir, þar á meðal erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð. (Ég benti sérstaklega á hið síðarnefnda í tölvupósti til aðila heima á sínum tíma.)

Í greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánaumsókn Íslands sl. nóvember segir m.a. um horfur varðandi skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð:

The external debt ratio is estimated at 160 percent of GDP in 2009 as the public sector takes on loans to finance reimbursement of foreign deposit insurance, and new loans to fill the financing gap. Thereafter some net debt repayments are made and external debt falls back as a percent of GDP.

While the external debt ratio falls back significantly over the forecast horizon, it remains very high at 101 percent of GDP by 2013.

Within the total, public sector external debt declines to 49 percent of GDP by 2013 from 100 percent in 2008, as a result of debt repayments and a resumption in GDP growth over the medium term.

External debt remains extremely vulnerable to shocks-most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30 percent would cause a further precipitous rise in the debt ratio (to 240 percent of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable.

Með öðrum orðum, aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggði á því að hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins væri um 160% af landsframleiðslu við árslok 2009.  Eins var það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hlutfall af stærðargráðunni 240% „væri augljóslega óviðráðanlegt”.

Í ICESAVE samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga er sérstaklega vísað til umsagnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sl. nóvember um skuldastöðu þjóðarbúsins næstu árin og kveðið á um frekari viðræður ef hún reynist lakari en ráð var fyrir gert.

Staðfesting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því að skuldastaðan sé af ofangreindri stærðargráðu myndi gera frekari viðræður við Breta og Hollendinga nauðsynlegar nú þegar þar sem forsendur fyrirliggjandi ICESAVE samnings eiga ekki við lengur. 


mbl.is Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandormsræða 2

Hér eru rök mín fyrir að samþykkja EKKI bandorm meirihlutans:

Virðulegi forseti

Hvar er ríkisstjórnin – væri ekki eðlilegt að hún væri hér að verja þennan skelfilega gjörning sem bandormurinn hennar er?

Hvar er vonin sem þjóðin þarf svo sárlega á að halda? Hana er ekki að finna í áherslum ríkisstjórnarinnar, því nú hefur hin svokallað skjaldborg umbreyst í gjaldborg.

Ég hef gefið mér tíma til að tala við þá hugrökku öryrkja sem hafa staðið vaktina fyrir utan þinghúsið. Mér finnst ljótt að bæta á áhyggjur fólks sem nú þegar berst í bökkum ofan á það að búa við heilsubrest. Mér finnst það algerlega óafsakanlegt. Þetta ágæta fólk býr við næga óvissu til að bæta þessu ekki ofan á.

Því er Hæstvirtur forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir ekki hér til að verja lagasetningu sem hrifsar það sem hún barðist fyrir með kjafti og klóm til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum? Getur það verið rétt, að hæstvirtur forsætisráðherra stjórni ekki landinu heldur séu öll okkar ríkisfjármál og jafnvel pólitískar áherslur runninn undan rifjum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Sagt var hér fyrr í dag að það væri þekkt aðferð hjá AGS að láta hýsilinn sinn skera niður í þá hópa sem síst mega við því – það er gert til að öðlast trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu um að þetta sé allt gert af mikilli alvöru og engum verði eirt til að tryggja stöðugleika. Er þetta eitthvað sem við viljum taka þátt í? Er þetta eitthvað sem hægt er að verja?

Ríkisstjórnin virðist hafa villst frá vinstri vængnum og ástundar nú meiri nýfrjálshyggju með niðurskurði sínum en sá flokkur sem gjarnan er kenndur við nýfrjálshyggju.

Nú hef ég hlustað á áherslur og lausnir hjá öllum flokkunum sem sitja á þingi og ég held að ef ríkisstjórnin væri einhver alvara með samvinnu og samráð að hún ætti hreinlega að setja þennan bandorm í endurvinnsluna – þiggja aðstoð frá minnihlutanum – ég held nefnilega að það væri skynsamlegt að nýta sér þá margvísilegu styrkleika sem hér eru til innanhúss – þá ólíku sýn sem hér fyrirfinnst – ef hæstvirt ríkisstjórn væri alvara með að vinna sameiginlega að lausnum þá ætti hún að boða til alvöru samráðs – ég held að þá gætum við náð utan um þetta risavandamál saman og fengið stærri sýn á orsök og afleiðingu þeirra gjörninga sem boðaðir eru hér. Þá getum við komist hjá því að gera alvarleg mistök – því að það er ljóst að margt af því sem hér er kynnt er ekki alveg hugsað til enda.

Tökum bara niðurskurð sem tengist öldruðum og öryrkjum sem dæmi: þetta er aðeins um 1800 milljónir – það er bara dropi í hafið af þeim niðurskurði sem á að framkvæma.
Ég sat í fjárlaganefnd í fjarveru Þórs Saari og hlustaði þar á velferðarráðuneytin okkar tala um að þau væru komin að þolmörkum og að niðurskurður næsta árs myndi þýða uppsagnir og lokanir á stofnunum. Það hlýtur að vera til önnur lausn en sú sem er boðuð með þessum aðgerðum. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki heildarlausn en það er aldrei bara til ein leið. Það væri ef til vill ekki vitlaust fyrir ríkisstjórnina að byrja á réttum enda og til dæmis skera niður ofurlaun skilanefndamanna sem hlaupa víst á milljónum í mánaðarlaun. Það kostar okkur 500 milljónir að taka þátt í bókaráðstefnu og 140 milljónir að taka þátt í heimssýningu í Kína – þetta eru nú bara nokkur atriði sem detta inn í huga mér núna, ég er alveg viss um að það mætti með smá hugarflugi finna leiðir til að seilast í aðra vasa en hálftóma vasa heldri borgara og hæstvirtra öryrkja.

Ég hefði átt von á heildrænni aðgerðum en að setja frekari skatta á heimilin í landinu án þess að aftengja vísitöluna – því jafnvel sykurskatturinn mun hækka húsnæðislánin hjá fólki sem berst í bökkum nú þegar og hjá þeim má lítið út af bera til að þau fari hreinlega í greiðsluþrot.

Ég skilaði ein séráliti í fjárlaganefnd þar sagi ég meðal annars:
Því er alveg ljóst að það myndi brjóta gegn stefnu Borgarahreyfingarinnar að samþykkja þessa aðferð til að standast fjárlög. Við erum alfarið á móti þeim niðurskurði sem boðaður er í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Við teljum að með því að fylgja ráðgjöf og rammaáætlun AGS séum við að hefja vegferð sem mun enda á því að veikja svo mjög undirstöður velferðarkerfis okkar að það mun á endanum verða þjóðinni dýrkeyptara en svo að hægt sé að réttlæta það. Borgarahreyfingin skorar á hæstvirta ríkisstjórn að leita annarra leiða til að laga halla ríkissjóðs og styður almennt aðhald í ríkisfjármálum án þess þó að núverandi ríkisstjórn svíki kosningaloforð sitt um að standa vörð um velferðina. Ljóst er að bandormur þessi mun ekki standast ef marka má skýrslur úr ráðuneytunum. Því væri heillaráð að vinna betur að gerð hans og jafnvel horfast í augu við að halla ríkissjóðs verði ekki mætt með þeim aðferðum sem boðaðar eru í honum.

Frú forseti ég hef fullan skilning á því að þessi ríkisstjórn standi frammi fyrir því sem næst ókljúfanlegum vanda – en Afsakið æruverðugi forseti, er þetta ekki ríkisstjórnin sem boðaði að staðið yrði vörð um velferðarkerfið FYRIR kosningar?


mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband