Færsluflokkur: Tónlist
27.1.2008 | 16:36
Af tónleikum og lífsins gangi
Spennandi tímar framundan í tengslum við minningartónleikana hennar mömmu. Rás 2 ætlar að taka þá upp. Óli Palli sagði að það hefðu verið svo mikil viðbrögð við þættinum hennar Andreu Jóns um mömmu að við værum með allt of lítinn tónleikastað:) Það yljaði mér um hjartarætur að heyra það. Gott að minning hennar lifi, og allra best ef tónlistin hennar lifi...
Nú er að koma heildarmynd á tónleikana. Við erum næstum því búin að útdeila lögunum á söngvarana, en eigum enn eftir að skera nokkuð niður af lögum, svo þetta verði nú ekki allt of langir tónleikar. Ég er alveg rosalega spennt að sjá hvernig lögin munu lifna við í flutningi annarra. Mamma var nú alltaf frekar nísk á að láta lögin sín í annarra hendur og raddbönd...
Ekki fékk ég ritlaun til að geta unnið að ævisögu mömmu. Ég verð þá bara að bretta upp ermarnar og vinna að henni þegar borgin sefur. Bókin sú arna er að taka á sig mynd í hugarskoti eftir að hafa verið að þaulskoða myndafjöll, bréf og tala við vini hennar og samferðamenn. Ég get alla vega lofað ykkur því að þetta verður ekki eins og nein ævisögubók sem þið hafið áður lesið. Ætla að reyna að hafa hana í þeim anda sem við mamma höfðum talað um áður en hún dó. Fullt af skemmtilegum sögum, myndum og viðtölum bíða þess að verða dregnar saman í einskonar þrívíða lífsbók:) Hún mun verða jafn ríkulega þrædd myndum og skáldsagan mín og ætla ég að láta myndir og orð tvinnast saman helst á hverri síðu.
Ég ætla núna fram að tónleikum að skella lagi dagsins inn í tónhlöðu Bergþóru sem er að finna á blogginu hennar, ásamt ljóði. Þá mun ég tilgreina hvaða söngvari tekur viðkomandi lag á tónleikunum...
tónhlöðuna er að finna á bergthora.blog.is
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 19:30
Eitt ár í lífi Birgittu er eins og sjö ár hjá öðrum

sagði eitt sinn spök eldri kona við mig. Og það er margt til í þessu. Þegar ég lít yfir eitt ár frá og með nú hefur ótrúlega margt gerst og ég ætti með sanni að vera í viðstöðulausu taugaáfalli. Því lífið svo sannarlega gefur og lífið svo sannarlega tekur.
Ég nenni ekki að fara í smáatriði yfir þessi áföll á svona opinberum vettvangi en segja má að draumur minn hafi verið byggður á lygum, þá sér í lagi lygum er snúa að mér sjálfri. Ég hef víst erft það frá henni móður minni að vera allt of hrekklaus og trúa öllu sem mér er sagt. Í ofan á lag er ég algerlega vonlaus í því að ljúga. Það sést langar leiðir ef ég reyni að svara beinskeyttri spurningu með hvítri eða svartri lygi.
En alltaf þegar eitthvað tekur enda, þá þýðir það nýtt upphaf. Hver einasta reynsla er tækifæri á að verða fullnuma í sérhverjum kringumstæðum. Ég hef fengið nokkur hressileg áföll á þessu ári í miðjum deadlinum og á einhvern undraverðan máta tekist að halda fókus og sjá mitt í þessum krísum jákvæða pólinn á þeim. Fyrir það er ég þakklát. Segja má að þátttaka mín í samtökum sem eiga sér slagorðið "eymd er valkostur" hafi gefið mér þann styrk að þora að velja eitthvað annað en eymd og sjálfsvorkunn.
Ég er búin að vinna eins og brjáluð manneskja við að setja upp 64 síðna bækling sem fylgja á heildarútgáfu á tónlistinni hennar mömmu. Ég þurfti að fara aftur og aftur í gegnum fjöll af ljósmyndum til að gæða hann myndrænu lífi og það í sjálfu sér var frekar erfitt. Það eru svo margir draugar í þessum myndahrúgum. Frekar óþægilegt að vera alltaf minntur á að maður man ekki einu sinni lengur hvernig röddin þeirra hljómaði eða blik augna þeirra. Þess vegna er ég svo þakklát að eiga tónlistina hennar mömmu og sjónvarpsþættina.
Annars þá er ég mjög stolt af útliti og áferð á heildarútgáfunni. Það var algert kraftaverk að ná að láta þetta allt smella í fyrirfram gefna stærð. Að treysta innsæi er eiginleiki sem ég er þakklát fyrir að kunna að láta mig flæða áfram í lífsins ólgusjó eins og dropi sem ekki er ofaukið og hafa gaman að í leiðinni. Það hefur verið gefandi að vinna með fornvini mömmu, honum Aðalsteini Ásberg. Ég er mjög ánægð með að þetta er gefið undir hans útgáfu, mamma hefði verið mjög ánægð með það.
Framundan er að vera innan handar við tónleika undirbúning og byrja á að taka viðtöl fyrir æviminningabókina. Þetta ár verður árið sem ég helga ævistarfi mömmu. Hlakka ég bæði til að upplifa það og þegar það tekur enda:)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2007 | 09:53
Tsunami ljóð
Ég gleymi seint þessum hryllilegu dögum fyrir þremur árum síðan. Ég held að þetta hafi haft svona mikil áhrif á mig því ég vissi nákvæmlega hvernig aðstandendum þeirra sem voru hrifsaðir á haf út í einhverri ægilegustu greip Ægis í sögu mannkyns. Gleymi ekki þessari tilfinningu þegar var verið að leita að pabba á jólunum vitandi að hann hafi labbað út í ísakalda ánna ósyndur. Það eina sem maður gat haldið í var von sem hékk á þunnum þræði.
Ég samdi strax ljóð sem ég hef tileinkað aðstandendum þeirra sem fórust. Það ánægulega við þetta ljóð er að það hefur ferðast um heiminn í sinni ensku frummynd og oftar enn einu sinni endað á ströndum Indónesíu. Var notað í litlu þorpi sem fór illa út úr flóðunum til að setja á boli sem bæjarbúar seldu til að byggja upp þorpið sitt. Það hefur líka verið notað í fyrirlestrum hjá manni frá Indónesíu sem vinnur að gerð nýrri tæki flóðvarnagarða fyrir heimaland sitt. Hugur minn verður meðal fólksins í Indónesíu í dag.
En hér er ljóðið og nýlegt lag sem Jón Tryggvi samdi við það er að finna í tónhlöðunni.
Flóðbylgja
Þögult hafið
skyndilegur veggur eyðileggingar
Sofandi í mjúkum sandi
fjöldagröf
Þúsundir sálna
skerandi hvítt ljós
vefur sig milli heima
Sársaukabrot skerst
djúpt
inn í hjartað
Vaxandi fjöldi
lífvana
Tómar skeljar
Stærri en lífið sjálft
eru hlutföllin
Allt sem ég hef að gefa er
von
á þessum myrkustu tímum
Allt sem ég hef að gefa er
hafsjór gleði
við jaðar dagrenningar
Tsunami
The silent ocean
suddenly a wall of destruction
Sleeping in the soft sand
mass grave
1000 upon 1000's of souls
brilliant flash of light
spiraling in a world between worlds
Fragments of pain
deep
into the heart
Mounting numbers
of lifelessness
Empty shells
Larger than life
proportions
All I have to offer is
hope
in those darkest of times
![]() |
Fórnarlamba flóðbylgju minnst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 11:38
Leitin mikla!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2007 | 11:02
Með stækkunargler á fortíðina
Hef undanfarið verið á kafi í fortíð mömmu. Eyddi helginni meira og minna í að skoða gamla mogga á netinu þar sem fjallað var um hana. Komst að ýmsu sem ég var ekki meðvituð um sem tengist ferli hennar. Segja má að hún hafi verið á hátindi ferils síns þegar pabbi tók upp á því að láta sig hverfa í Sogið 1987 og Valdi tók upp á því að skilja við hana í kjölfarið. Eftir það rak hvert áfallið á fjörur hennar og hún hvarf meira og minna úr heimi tónlistar. Sú Bergþóra sem var til á Íslandi var ekki sama Bergþóra og var til í Danmörku svo mikið er víst. Það er skringilegt að sjá einhvern hverfa svona algerlega úr sviðsljósinu sem hún lifandi væri dáinn.
Finnst annars sú þjónusta að hægt sé að nálgast gömul blöð á netinu alveg frábær og gagnast vel í svona rannsóknarvinnu. Vona að það verði hægt að nálgast fleiri dagblöð á netinu fljótlega. Þetta er alveg ljómandi vel sett upp og greinilega mikil vinna lögð í alla bakvinnu á þessu.
Annars þá er ég líka búin að laga bloggið hennar mömmu og gera það rosalega flott og hvet ég þá sem hafa áhuga á að fylgjast með útgáfu og tónleikum sem tengjast henni að skrá sig sem bloggvini á bergthora.blog.is. Ég mun á næstunni setja í tónhlöðuna þar óútgefin lög með henni og einnig lög sem við höfum verið að setja í stafrænt form af vínilplötum.
Mér tókst að hafa upp á gömul samstarfsfélaga mömmu sem var landsþekktur hér á landi í eina tíð og gaf út eina nokkuð furðulega plötu með mömmu sem bar nafnið "Það vorar". Mamma var búin að leita að honum í fjölda ára án árangurs en með tilkomu myspace tókst mér að grafa hann upp. Sumir hverjir sem lesa þetta muna ef til vill eftir honum, en þetta er enginn annar en Graham Smith sem var mér góður vinur. Ég eignaðist mínar fyrstu búddhistabækur frá honum en þær fékk ég ásamt alls konar öðru dóti fyrir að þrífa piparsveinaíbúð hans þegar hann flutti úr landi. Hann bjó hjá okkur um stund á Skólavörðustíg og var meira að segja hjá okkur um jólin. Það voru skemmtilegustu jól sem ég man eftir. Mikið spilað á hljóðfæri og mikið hlegið. Ég er svo ánægð að hafa fundið karlinn, hann er enn að spila og gaman væri ef maður hefði tök á að fá hann til landsins í tengslum við tónleikana á næsta ári til heiðurs mömmu.
Af mínum ástkæra Jóni Tryggva er það helst að frétta að þó augað sé enn svart þá er kominn í það fallegur himnablár hálfmáni og aldrei að vita nema að sjónin komi aftur, en það verður tíminn að leiða í ljós. Hann er núna á Kúbu með foreldrum sínum með eina hækju og leppinn góða. Þar er bara sól og blíða og ég er að berjast við að öfunda hann ekki.
Á þessari stundu eru tveir erlendir farandverkamenn að brjóta rúðurnar í eldhúsinu mínu og ég er hér í leyni inn í stofu að reyna að einbeita mér að því að slá inn síðustu textana við lög mömmu áður en ég held á fund vegna útgáfumála.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.7.2007 | 06:55
Blogg um Bergþóru Árnadóttur

Slóðin á Bergþórubloggið er bergthora.blog.is, hægt að gerast bloggvinur og de hele. Mun skella þangað fréttum af gangi endurútgáfu, tónleikum og æviminningabókinni. Þætti vænt um ef fólk man eitthvað sem tengist henni að segja mér frá því svo ég geti athugað hvort það myndi passa inn í bókina um hana. Ætla að setja hana upp svipað og Dagbók kameljónsins, fullt af myndum, stuttum brotum, frásögum, textabrotum og viðtölum sem tvinnast í eins konar skrapbók...
Í dag er enn einn fullkominn dagur í vændum. Vona að ykkar verði eins góður og ég ætla mér að hafa minn:)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.6.2007 | 15:30
Eitthvað til að kitla hláturstaugarnar í dag:)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 12:17
Lífsbókin endurflutt
Útvarpsþátturinn fíni um mömmu, aka Bergþóru Árnadóttur sem var á dagskrá 1. maí verður endurfluttur á rás 2, fyrri hlutinn verður 28. maí klukkan 22:10 og seinni 29.maí klukkan 20:30
Frábær viðtöl við alls konar skemmtilegt fólk og hellingur af lögum sem ekki hefur verið auðvelt að finna til hlustunar um langa hríð.
Það er Andrea Jónsdóttir sem á heiðurinn af þessum þætti og á hún mikið lof fyrir að búa til svona einlægan og skemmtilegan þátt.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 20:35
Lífsbók: minningaþáttur um Bergþóru Árnadóttur kominn á netinu
Þá er þátturinn kominn á netið...
Smellið hér til að hlusta á fyrri hluta og hér til að hlusta á seinni hluta. Vil nota tækifærið og þakka RÚV fyrir að hafa þennan þátt 1. maí. Eiginlega allir nefndu tvennt sem var einkennandi fyrir mömmu: að hún hefði verið mikil baráttukona og brautryðjandi fyrir aðrar konur í tónlist og það að tónlistin hennar hefði ekki notið verðskuldaðrar virðingar.
Stefnt verður að því að endurútgefa allar plöturnar hennar, kannski í einu lagi í fallegu boxi, eða eina af öðrum. Kemur allt í ljós eftir kosningar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.5.2007 | 12:48
Endurfluttningur á þættinum eða netútgáfa?
Er að reyna að finna út hvort og hvenær þátturinn verður endurfluttur, set inn upplýsingar um það um leið og þær koma til mín...
Er líka að vonast til að þátturinn verði aðgengilegur á netinu, margir sem misstu af öðrum hvorum hlutanum....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 509459
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
-
ADHD
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Alexandra Briem
-
Andrés Magnússon
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Ari Sigurðsson
-
Baldvin Björgvinsson
-
Baldvin Jónsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergur Þór Ingólfsson
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Binnan
-
Birgir Þórarinsson
-
Birna Rebekka Björnsdóttir
-
Bjargandi Íslandi
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
SVB
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynja skordal
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Daníel Haukur
-
Dorje
-
Dísa Dóra
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Guðjónsson
-
Einar Indriðason
-
Einar Vignir Einarsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Eldur Ísidór
-
Elyas
-
Elín Sigurðardóttir
-
Elísabet Markúsdóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Erna Hákonardóttir Pomrenke
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eydís Hentze Pétursdóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Finnur Bárðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Félag Anti-Rasista
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gaukur Úlfarsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gerður Pálma
-
Gestur Guðjónsson
-
Goggi
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Gunnar Pétursson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Bergmann
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðmundur M Ásgeirsson
-
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðný Lára
-
Guðrún S Sigurðardóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Hjálmar
-
Haffi
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haukur Már Helgason
-
Heidi Strand
-
Heilsa 107
-
Heiða Þórðar
-
Helga Auðunsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Himmalingur
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlynur Hallsson
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Hlédís
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Hulla Dan
-
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
-
Hörður B Hjartarson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Helga
-
Ingibjörg SoS
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Isis
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Bjarnason
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Sigurgeirsson
-
Jón Svavarsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þór Ólafsson
-
DÓNAS
-
Katrín Mixa
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Ketill Sigurjónsson
-
Ketilás
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Snorradóttir
-
Krummi
-
Kári Harðarson
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Árnason
-
Mafía-- Linda Róberts.
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
María Kristjánsdóttir
-
María Pétursdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Morgunblaðið
-
Myndlistarfélagið
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
Neo
-
Oddi
-
Paul Nikolov
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Rannveig H
-
Ransu
-
Róbert Björnsson
-
Rögnvaldur Hreiðarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
-
SeeingRed
-
Sema Erla Serdar
-
Sigga
-
Signý
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Skuldlaus
-
Snorri Sturluson
-
Soffía Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Stríða
-
Sveinbjörn Eysteinsson
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Finnbogason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
TARA
-
Tilkynning
-
Tinna Jónsdóttir
-
Trausti Traustason
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tína
-
TómasHa
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Vilborg Eggertsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Vinir Tíbets
-
Viðar Eggertsson
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
arnar valgeirsson
-
fingurbjorg
-
hreinsamviska
-
leyla
-
molta
-
oktober
-
Einhver Ágúst
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Ár & síð
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásgerður
-
Ásta Hafberg S.
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf de Bont
-
Ómar Ragnarsson
-
Óskar Arnórsson
-
Örlygur Hnefill Örlygsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þröstur Unnar
-
Þór Jóhannesson
-
Þór Saari
-
Þórhildur og Kristín
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Andrés.si
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Margrét Bjarnadóttir
-
Ari Jósepsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Barði Bárðarson
-
Bergþór Gunnlaugsson
-
Billi bilaði
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bogi Jónsson
-
brahim
-
Daði Ingólfsson
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Dóra litla
-
Dúa
-
Einar Björn Bjarnason
-
Elsabet Sigurðardóttir
-
Esther Anna Jóhannsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Grétar Eiríksson
-
Guðbjörg Hrafnsdóttir
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hreyfingin
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingvi Rúnar Einarsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Jack Daniel's
-
Jóhann Ágúst Hansen
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jóhann Pétur
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Jónas Bjarnason
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Lárusson
-
Karl Gauti Hjaltason
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Madhav Davíð Goyal
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Morten Lange
-
Óðinn Kári Karlsson
-
Ólafur Eiríksson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Rannsóknarskýrslan
-
Rúnar Freyr Þorsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sveinbjörn Ragnar Árnason
-
Vaktin
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson