Færsluflokkur: Bloggar
15.5.2009 | 07:31
Fjölmenningardagurinn
Fjölmenningardagurinn í Reykjavík verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 16. maí nk. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölmenningardagurinn er haldinn en markmiðið er að fagna fjölbreytileikanum sem borgarsamfélagið býður upp á. Glæsileg dagskrá er í boði sem miðar að því að allir fái notið sín og fjölbreytileikinn blómstri.
Dagskráin hefst klukkan 13.00 með fjölþjóðlegri göngu sem fer af stað frá Hallgrímskirkju. Fjölþjóðagangan er samstarfsverkefni Heimsgöngunnar og ýmissa samtaka innflytjenda á Íslandi. Markmið Heimsgöngunnar, sem fer fram síðar á þessu ári, er að stuðla að friði í heiminum og tilveru án ofbeldis. Yfirskrift Fjölþjóðagöngunnar að þessu sinni er friður og eining sem á mjög vel við um þessar mundir. Ómar Ragnarsson hefur samið Heimsgöngumars sem Lúðrasveitin Svanur mun frumflytja við upphaf göngunnar og svo aftur þegar komið er á leiðarenda í Vonarstræti við Ráðhús Reykjavíkur.
Í Ráðhúsi Reykjavíkur og Iðnó hefst svo fjölbreytt skemmtidagskrá frá klukkan 14.00- 17.00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þar kennir ýmissa grasa, meðal annars Bambusdans, dans Snæljónsins frá Tíbet, Japönsk teathöfn og söngur frá Kenía, Sri Lanka, Írak, Búlgaríu og Indlandi svo eitthvað sé nefnt. Af nógu verður að taka og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Fjölmenningardagurinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Alþjóðahúss og Heimsgönguhópsins og er stefnt að því að gera Fjölmenningardaginn að árlegum viðburði í borginni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2009 | 17:34
Fínt að hafa valkost
Ég ætlaði ásamt nokkrum þingfélögum að vera úti á Austurvelli í stað þess að sækja messuna - finnst persónulega ekki rétt að blanda saman trúarbrögðum og þinghaldi. Veit að þetta er hefð og allt það en mér ber að fara eftir minni eigin siðferðisvitund varðandi þingstörf.
Ég gæti alveg hugsað mér að kíkja til Siðmenntar og hlusta á hann Jóhann en honum hefur tekist ljómandi vel upp við að veita börnunum mínum borgaralega fræðslu fyrir borgaralega fermingu.
Mér finnst það flott hjá þeim að bjóða upp á þennan valkost. Tek það fram að ég er ekki trúlaus - hef verið búddisti um langa hríð og finnst það fínn valkostur fyrir mig. Ég er ekki að fordæma þá þingmenn sem ákveða að fara í kirkju en kalla eftir umræðu um hvort fólki finnst í lagi að blanda saman trúarbrögðum og þingsetningu.
Hugvekja í stað guðsþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
3.5.2009 | 06:19
Hér duga engin vettlingatök
Þið hafið ekki tíma kæra tilvonandi ríkisstjórn til að taka ykkur allan þann tíma sem til þarf. Fólk er búið að bíða með ótrúlega miklu langlundargeði eftir því að sjá til lands og margir við það að gefast upp. Það er ykkar að koma með alvöru aðgerðir til hjálpar en því miður eru þær aðgerðir sem þið hafið sett í forgang ekki nógu róttækar - hér var hrun - það er ekki hægt að byggja upp undirstöðurnar með legókubbum.
Það er ekki neitt réttlæti í því að fólk sem er orðið örmagna vegna óvissu og ótta um framtíð sína sé látið bíða enn lengur. Þið lofuðu gegnsæi en stjórnarmyndunarviðræðurnar ykkar sem nú eru búnar að taka viku hafa í engu létt á áhyggjum almennings.
Það er ljóst að við getum ekki staðið við skuldbindingar þær sem þið hafið ákveðið að láta þjóðina bera. Engar áhættur verða teknar ef þið viljið ekki styggja ESB. Nú er ESB umræðan farin að minna á álver álver umræðuna - eina lausnin og ekkert plan B. Hvað er plan B hjá ykkur - hvað á að gera fyrir heimilin NÚNA?: fólk er reitt og það mun rísa upp að nýju ef óréttlætinu linnir ekki.
Kæra tilvonandi ríkisstjórn - hér duga engin vettlingatök - hlustið á tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna og gerið að ykkar. Borgarahreyfingin leggur til að allir flokkar og hreyfingar sameinist um að koma þeim tillögum í framkvæmd strax eftir helgi. Hættið að gera hlutina svona flókna - það var hægt á sínum tíma að stroka út verðtryggingu launa með einu pennastriki. Það er líka hægt að setja í framkvæmd bráðaaðgerðir fyrir heimilin okkar með einu pennastriki ef þið hafið til þess nægilegt hugrekki og þor.
Hvet ykkur til að lesa bréf á blogginu hans Egils Helga frá Gunnari Tómassyni, en þar reifar hann hugmyndir að því hvernig má leysa bráðavanda heimilanna.
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.4.2009 | 10:49
Völdin til fólksins
Bjarni Ben kaus fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
21.4.2009 | 16:06
Stór helgi framundan
Á sunnudaginn næstkomandi verður frumburðurinn minn 18 ára og dóttir mín mun fermast að borgaralegum sið. Kosningadagurinn fellur smá í skuggann á þessum stóru viðburðum í lífi barnanna minna:)
En því er ekki að neita að ég er rosalega spennt að vita hvað mun koma upp úr kjörkössunum - ég vona að það verði breytingar - ekki stöðnun. Ég vona að flokkarnir beri gæfu til að horfa á aðalatriðin en ekki gleyma sér í einhliða stefnum og ofsatrú á einhæfum lausnum. Það er svo mikilvægt að þjóðin utan þings sem innan geti einbeitt sér að því að finna lausnir sem við getum verið sammála um. Það er hörmulegt til þess að vita að það eigi að draga fólk í skotgrafir varðandi ESB.
Ég held að farsælast sé að fá að vita hvað stendur í boði og leyfa þjóðinni svo að taka upplýsta ákvörðun. En best væri ef þjóðin hefði rétt á að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum óháð þessum tilteknu deilum. Það myndi taka þessar umræður frá flokkunum til fólksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.4.2009 | 23:21
Hvaða málshátt fékkst þú?
Ég ætla að venda mínu kvæði í kross og reyna að tala ekki um það sem allir hafa talað um páskana og forvitnast frekar um málshætti þeirra sem lesa bloggið mitt.
Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég las minn: Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér:) Finnst það viðeigandi að hafa fengið það eftir alla þá miklu vinnu sem ég ásamt fjölda fólks höfum lagt á okkur að sameina grasrótina fyrst með almennum félagskap sem ber heitið: Samstaða - bandalag grasrótarhópa, ég ku vera í stjórn Samstöðu:) síðan Borgarahreyfingin - þjóðin á þing.
Finnst þessi málsháttur hafa hitt í mark fyrir mig og fyrir það sem við þurfum að gera sem þjóð.
Hvað fenguð þið? Passaði það við ykkar tilveru eða var það bara eitthvað algjört bull?
Gleðilegt vor vinir og lesendur - nú er ég alveg viss um að vorið er komið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.4.2009 | 10:09
Leyndarmálamenning=lágmenning
Ég skora á almenning að krefjast þess af flokkum þeim sem þau ætla sér að kjósa að flokkarnir afnemi allri leynd. Ég skora á almenning að krefjast þess að bankaleynd verði afnumin ellegar neita að kjósa, ég skora á almenning að krefjast þess að leynd á orkuverði til fyrirtækja verði afnumin ellegar neita að kjósa, ég skora á almenning að krefjast þess að leynd á skilmálum IMF/AGS verði aflétt, ellegar neita að kjósa.
Við höfum valdið, við eigum þetta kerfi kæru landsmenn. Í leyndarmálamenningu þrífst spilling og óvissa. Leyndarmálamenning er lágmenning sem við eigum að hafna að taka þátt í. Við viljum allt upp á borðið hjá öllum flokkum. Hverjir styrkja flokka og menn í prófkjörum frá t.d. 2000. Aðeins með því að koma öllu upp á borðið er hægt að byrja að taka á spillingu og siðrofi sem einkennir allt hérlendis.
Allt komið fram sem máli skiptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2009 | 10:10
Skuldir Íslands og íslendinga.
Ljóst virðist að Ísland stendur á barmi þjóðargjaldþrots og að skuldir af völdum bankahruns og efnahags óstjórnar eru sennilega meiri en hægt er að ráða við.
Ekki fæst staðfest hversu háar skuldir þjóðarinnar eru, en stjórnvöld halda samt áfram með stöðugar yfirlýsingar um að fær leið sé út úr skuldafeninu með hefðbundum tekjustreymis aðferðum ríkissjóðs, s.s. skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði útgjalda.
Kominn er tími til að stjórnvöld geri þjóðinni nákvæmlega grein fyrir hverjar skuldirnar eru en hegði sér ekki eins og fyrrverandi ríkisstjórn sem hélt mikilvægum upplýsingum um væntanlegt hrun leyndum fyrir þjóðinni.
Nýlega fram komnar upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt.
Framsaga þeirra beggja í Silfri Egils s.l. sunnudag og á fundum í Háskóla Íslands og á Grand Hóteli á mánudaginn hefur vakið mikla athygli en jafnframt sætt nánast algerri þöggun í mörgum helstu fréttamiðlunum s.s. RÚV sjónvarpi og útvarpi og Morgunblaðinu.
Hér er á ferðinni mál sem skiptir alla íslendinga gríðarlegu máli, mál sem heggur að grundvallar lífsskilyrðum okkar, barna okkar og jafnvel barna-barna þar sem vegferð stjórnvalda virðist vera sú að skera hér samfélagsáttmálann í ræmur sem aldrei verður aftur byggt á.
Bæði Hudson og Perkins hafa bent á að aðferðir AGS, þær sömu og íslensk stjórnvöld hafa engist undir, hafa valdið stórkostlegum skaða til áratuga í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Á hinn bóginn hefur þeim löndum sem hafnað hafi meðulum AGS jafnan vegnað mun betur og þau verið fljótari að rétta úr kútnum eftir áföll.
Hagsmunir almennings hljóta að krefjast þess að samstarfið við AGS verði endurskoðað og að leitað verði annarra leiða út úr skuldafeninu. Gleymum því ekki að það var ekki almenningur sem stofnaði til þessara skulda heldur örfáir fjárglæframenn í samvinnu við vanhæfa ríkisstjórn og stjórnsýslu.
Það er krafa okkar að það verði fjallað um þetta mál í fjölmiðlum og á Alþingi.
Borgarahreyfingin þjóðin á þing, 8. Apríl 2009.
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
11.4.2009 | 09:58
Að fá hvergi að festa rætur
Ég hef hitt nokkra hælisleitur sem búa í limbói á Fit, þar á meðal Noordin. Ég hitti hann fyrst þegar hann var nýkominn til landsins og þá var hann í svo mikilli vanlíðan að hann svaf ekki og langaði í burtu - bara eitthvað. Það er kannski ekki skringilegt - hann kom inn á Fit nokkrum dögum eftir að þar var aðgerð lögreglu og menn vaktir með látum - sumir voru handjárnaðir á nærbrókinni og hundar voru notaðir í aðgerðinni. Ég veit ekki með ykkur en ég held að ég yrði nokkuð óttaslegin ef þetta myndi vera minn veruleiki - sér í lagi ef maður hefur búið við það í heimalandi sínu að foreldrar eða maður sjálfur væri í lífshættu. Ástandið á Fit eftir þessa aðgerð lögreglu var vægast sagt þrúgandi og fólkið þar hrætt.
Ég hitti svo Nour í fyrradag og hann er enn í limbói um hvað taki við á morgunn. Hann var einn af þeim sem átti að senda til Grikklands í fanga/flóttamannabúðir sem S.Þ. telja að séu ekki í lagi - S.Þ. hvetja lönd til að senda ekki flóttamenn þangað vegna slæms aðbúnaðar.
Eftir að hafa hitt Nour og Hassan er ljóst að þessir krakkar sem flýja löndin sín 17, 18 ára munu eyða bestu árum ævi sinnar í hverjum flóttamanna/fangabúðunum á fætur öðrum eða vera sendir heim í opinn dauðann. Hassan hefur verið á ferðinni frá því hann var 17 ára og er nú hér eftir að hafa verið á flótta í 6 ár.
Þetta eru frábærir og hæfileikaríkir strákar sem ég myndi gjarnan vilja hjálpa -og ég mun gera mitt besta til að hjálpa þeim - því líf okkar hér er paradís miðað við þann veruleika sem þeir koma frá.
Hér er bréf Nour með sögu hans:
My name is Nour Al-din Alazzawi, I am from Iraq/Baghdad. I left my home-country in 2006, because my father got killed by terrorist, because he worked as a translator for the USA in Baghdad green-zone. Because I also worked with the Americans, they threatened my life and tried to kill me. That is why me and my family fled from our country to Syria, where we stayed around 2 years.
Me, my sister and my brother decided to go to our older brother in Belgium. We had to go through Greece, where we were finger-printed, put managed to go to Belgium. From there we were sent back to Greece, because of the Dublin agreement. In Greece we were not treated like humans. Because of the unacceptable situation in Greece I sent my sister back to Syria to my mother. After some time, I got a permit to stay in Greece for six months. I tried to find work so me and my brother would survive. When I went to extend my permit they told me I had to leave the country within 30 days, because I did not have any papers in Greece. That is when I decided to go to Canada, because it is not a Schengen-country and the possibility that I could stay and live. My plan was to go through Iceland, but here they stopped me and I had to apply for asylum, so I would not be sent back to Greece. I have been here for 7 months now, not knowing what is going to happen.
Last Thursday the police picked me up and put me in jail, where I was told, that I was going to be deported to Greece early next morning. I had to sign a paper which was written entirely in Icelandic. I was told, that I can appeal to this decision within 15 days, but I would have to do this from Greece, which would be impossible and hopeless. Luckily the deportation was stopped. Now I am here and I do not know what is going to happen. I do not want to go back to my country and I ask of everybody who believes in humanity to help me to stay here. What you just read is only a small part of my story. What I am asking for, is just a simple life in peace and without the fear of being sent back.
Yours sincerely
Nour Al-din Alazzawi
Mannréttindi innantómt tal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 15:26
Detox í sjálfstæðisflokknum
Sérfræðingar segja að löngu sé orðið tímabært fyrir sjálfstæðis/tökuflokkinn að annað hvort að leysa sig upp eða fara í alvöru detox - hef heyrt að það hreinsi út allan skít/spillingu með undraverðum árangri.
Þá hygg ég að gott væri fyrir flokkinn að drífa sig í huglæga atferlismeðferð vegna áráttuhegðunar sem kennd er við lygar og sjálfseyðingarhvöt á háu stigi.
Þá virðist flokkurinn eiga erfitt með að viðurkenna mistök og axla ábyrgð. Alvarlegt minnistap virðist jafnframt vera að færast í aukana með ógnvænlegum hraða.
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson