7.8.2009 | 20:46
Að læra nýtt tungumál
Dagbók þingmanns - hin vikulega dagbók mín fyrir DV.
Að fara inn á þing með nýja hreyfingu er snúið mál. Undanfarnir mánuður hafa verið með lærdómsríkustu tímum lífs míns. Að koma inn á þing með nýjan þinghóp þar sem allir eru nýgræðingar er eins og að vera lokaður inni í veruleika þar sem allir tala framandi tungumál sem við þurfum öll að leggja okkur fram við að skilja á einhverjum þeim örlagaríkustu tímum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Sumarþing sem átti að standa í viku hefur nú staðið yfir í þrjá mánuði og enginn endir er í sjónmáli þó margir séu orðnir fullir vonar um að hægt verði að ljúka þingstörfum í komandi viku. Ég er ekki viss um að það sé endilega skynsamlegt að ljúka þingi útfrá einhverri fyrirfram gefinni dagsetningu nær væri að ljúka þessu stóra máli sem við erum að glíma við með sóma. Þetta er annars furðulegt starf og maður þarf að hafa þykkan skráp til að þola allt illa umtalið og reiðina sem dynur á manni ef manni verður á að misstíga sig eða fylgja sannfæringu sinni. Ég get alveg skilið af hverju ákveðið fólk velst inn á þing, það er ekki fyrir viðkvæma að vinna þessa vinnu eða fólk sem vill eiga eitthvað einkalíf. Þetta er vinna þar sem maður fær aldrei frí og þetta er vinna sem krefst þess af manni þ.e.a.s. ef maður vill sinna henni vel að maður nái því að halda áttum þó allt sé logandi í kringum mann. Þetta er vinna þar sem maður þarf að hafa náð því meistaralega vel að taka hlutina ekki persónulega og þar sem innsæið verður að fá að vega þungt. Mikið er ég rosalega þakklát fyrir að Borgarhreyfingin hefur eftirfarandi í sinni stefnu: Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar markmiðum stefnuskrár hennar hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.
Hvenær kemur réttlætið?
Það er alveg makalaust að ekki er búið ennþá að frysta eigur eða af hverju bankarnir eru ekki teknir út sem þær svikamyllur sem þeir greinilega eru. Það er ömurlegt að vita til þess að sumt fólk kemst upp með það að svíkja og pretta á siðlausan en löglegan hátt því vinir og vandamenn þeirra hafa samið regluverkið sem þeir fara eftir eða hafa ekki sett það í forgang að laga það. Það er ömurlegur veruleiki fyrir þá sem eru að glata öllu sínu að vita til þess að þeir sem eru að stela lífsgæðin frá börnunum þeirra fái enn að leika lausum hala í fjármálaheiminum með leppa sér til handa. Auðvitað kallar slíkt á almennt siðrof. Á meðan ekkert réttlæti fyrirfinnst í samfélagi okkar þá er ósanngjarnt og óréttlátt að ætlast til þess að almenningur fórni sér með lakari lífsgæðum og lifi í dauðans óvissu um afkomu sína næsta áratuginn. Það verður hreinlega að hætta þessum hvítþvotti og láta einhverja sæta raunverulegri ábyrgð. En það hefur aldrei verið sterka hlið okkar ráðamanna að taka pokann sinn sama hvað viðkomandi hefur verið uppvís af siðlausri framkomu. Hættum að vera eins og stór Sikiley og förum að haga okkur eins og siðmenntað fólk það mun enginn ekki nokkur maður taka mark á okkur á erlendri grund ef við höldum áfram á þessari braut. Það er líka alveg ótrúlegt að sá flokkur sem átti sinn stóra hlut í hruninu hafi í stað þess að vera látinn axla ábyrgð fengið meirihluta og þessi sami meirihluti hafi sett í æðstu embætti ríkisvaldsins og þingvaldsins fólkið sem sofnaði á vaktinni. Hvenær kemur réttlætið kemur það kannski ekki fyrr en næsta bylting brestur á? Framundan er greiðsluverkfall og fólksflótti. Hlutverk ráðamanna er að skapa réttlátt samfélag en þannig samfélag verður aldrei hér á meðan AGS ræður för.
p.s. ég þigg ekki greiðslur fyrir þessi greinaskrif... smá samfélagsþjónusta:)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 509214
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Réttlætið kemur ekki bara sísona, við verðum að sækja það. Réttlætið er eins og frelsið, ef ekki er hugað að því, þá hverfur það á brott. Réttlæti og frelsi er ekki gefið, heldur áunnið.
Minni bara á færslur mína um hvernig við verðum að horfa til framtíðar með nýjum lausnum http://jonl.blog.is/blog/jonl/entry/926292/ og svo vítið til varnaðar, örlög Fidjí búa, eins og koma fram í þýðingu Egils H. Lárussonar á umfjöllun Tolstoy um Fidjí búa.
Jón Lárusson, 7.8.2009 kl. 21:13
Hér er umfjöllunin um Fidjí í viðhengi við þessa færslu hjá mér http://jonl.blog.is/blog/jonl/entry/927064/
Jón Lárusson, 7.8.2009 kl. 21:14
ég birti þessa frábæru grein á facebook síðunni minni í dag
Birgitta Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 22:39
það er leitt að hafa valdið þér áfalli - þetta var tilraun til að sýna esb, icesave og imf saman og til að tryggja að hlutirnir væru unnir í réttri röð. Icesave fyrst svo esb en því miður mistókst það...
Birgitta Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 22:50
Saga Fidjí á að vera okkur víti til varnaðar. Það sem þeir stóðu frammi fyrir er sambærilegt stöðu okkar í dag. Við megum ekki gera sömu mistök og þeir, sagan er til að læra af henni.
Jón Lárusson, 7.8.2009 kl. 22:55
Þetta mikið að læra og harður heimur og eflaust kemur þetta allt saman hjá ykkur. Vonandi takið þið niðurstöðum fundarins í gær fagnandi og starfið með sáttarnefndinni. Svo er það bara að halda námskeiðið "Að starfa í félagi 101" og þá held ég að framtíðin sé björt.
Gangi ykkur allt í haginn á erfiðu þingi.
Jón Kristófer Arnarson, 7.8.2009 kl. 22:56
Ég væri verulega áhyggjufullur ef þið gerðuð engin mistök, eiginlega myndi ég fyllast tortryggni.
Þið eigið eftir að gera mörg mistök til viðbótar því þetta kerfi umber ílla nýliðun og breytingar og gerir allt til að bregða fæti fyrir nýliðanna.
Þó þið mynduð mæta í trúðsbúningi í vinnuna mun ég kjósa ykkur aftur, og það munu fleiri gera. Ég hef áhuga á auknu lýðræði og treysti betur þeim sem ekki kunna leikinn til að berjast fyrir þeim málstað.
Er orðin leiður á gervimennsku gömlu flokkana og gervilýðræðinu þeirra. Gangi ykkur vel.
Toni (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 23:24
Eg kaus ykkur og það eru stærstu mistök lífs míns. Mistök sem ALDREI verða endutekin né leiðrétt. Skömm mín er algjör. Nenni ekki að tína til allt það sem valdið hefur vonbrigðum því það er nánast allt. Vona bara að þið farið úr þingsölum sem fyrst því þangað eigið þið ekkert erindi. Vona samt að þið eigið gott líf utan þingsala.
Sigurður Þórarinsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 01:08
Sæl Birgitta, ég velti fyrir mér þessari grein: "Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar markmiðum stefnuskrár hennar hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð." Baráttan fyrir betra þjóðfélagi er eins og hringur sem hvorki byrjar né endar en við einstaklingarnir erum forgengilegir og yfirgefum hringinn í fyllingu tímans.
Það er aldrei hægt að gera svo öllum líki. Hér hefur komið fólk aðallega úr tilteknum stjórnmálaflokki og segist hafa orðið fyrir miklum og sárum vonbrigðum með þín störf og þær ákvarðanir, sem mér finnst þið þremenningarnir hafa vaxið hvað mest af.
Það er ábyggilega vanþakklátt starf að vera þingmaður og krefjandi ef fólk leggur sig allt fram eins og ég skynja að þið gerið. Með sama hætti og sumir koma til að skammast eða kvarta ætla ég að leyfa mér að þakka þér kærlega fyrir að vinna í þágu Íslands.
Sigurður Þórðarson, 8.8.2009 kl. 01:28
Þú ert hörð Birgitta og þingflokkur Borgarahreyfingarinnar er búinn að sanna það að það er hægt að spila góða pólitík án spillingar og valdagræðgi.
Sú hætta er alltaf fyrir hendi að fólk missi sjónar á málefnunum og reyni að troða sér í gegnum þvöguna að settu marki.
Miðstýrðir þingflokkar og ráðherravald, fyrirfram ákveðnar atkvæðagreiðslur og bisness milli flokka, allt eru þetta hlutir sem maður vill sjá minna af og þið hafið sýnt nýja pólitík í verki.
Það sést greinilega hve mikil ánægja er með ykkar störf í kommentunum hjá ykkur. Það eru jú alltaf niðurrifsmenn innan um en mér sýnist þeir drukkna bara í eigin ælu:).
sandkassi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 01:47
Kærar þakkir fyrir þetta, Birgitta. Þið eruð hetjur.
ES: Sigurður Þórarinsson, ef það eru stærstu mistök lífs þíns að kjósa Borgarahreyfinguna, þá hefur þú hingað til lifað í bómull.
Billi bilaði, 8.8.2009 kl. 03:02
þakka ykkur fyrir - Jón Kr við tókum þeirri sáttaumleitan vel sem barst okkur í gær eins og við höfum alla tíð gert.
Birgitta Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 09:09
Þið skituð svo innilega í buxurnar þegar þið reynduð og mistókst að nota ESB atkvæðagreiðsluna sem skiptimynt til að ná fram öðrum óskyldum hlutum. Vinnubrögð sem minna frekar á Framsóknarflokk eða aðra eins viðurstyggð. Ég vona að þið hafið ekki bara verið að skruma þegar þið sögðust fyrir kosningar vilja sjá Ísland í ESB. Og ég vona virkilega að ég þurfi aldrei að horfa upp á jafn brjóstumkennilega ömurlegann pólitískann gjörning eins og þessi uppákoma var.
bogi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 09:46
Mikið er minni þitt lélegt Bogi ef þetta er ömurlegasti pólitíski gjörningur sem þú hefur orðið vitni af... segðu mér, hvaða flokk kaust þú?
Birgitta Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 09:54
Borgarahreyfinguna.
Og ég sagði ekki að þetta væri "ömurlegasti pólitíski gjörningur sem þú hefur orðið vitni af" heldur að ég vonaðist til að þurfa ekki að horfa upp á slíkt aftur.
Ég kaus Borgarahreyfinguna meðal annars vegna þess að ég trúði því að þið mynduð vinna að því að koma Íslandi inn í ESB. Aukinheldur vegna þess að ég hélt að pólitísk hrossakaup væri eitthvað sem maður þyrfti ekki að hafa áhyggjur af úr þeim ranni.
Ég hef enn trú á ykkur sem einstaklingum, en það var skömm að þessari uppákomu.
bogi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 10:56
Birgitta, ég þekki mjög marga sem kusu Borgarahreyfinguna. Ég fullyrði við þig að þessar skítapillur sem við sjáum hér á víð og dreif frá ýmsum ip tölum sem t.d. kalla sig boga eru í engu samræmi við almenningsálitið og almennt viðhorf kjósenda til ykkar.
Ég verð að koma þessu á framfæri af því að mér blöskrar og grunar að hér sé skipulögð uppákoma. Þetta rugl er dæmt til að mistakast og mun ekki gera neitt annað en að styrkja ykkur.
Sigurður Þórðarson, 8.8.2009 kl. 11:57
Já takk Sigurður.
Ég er semsagt ekki fólkið. Gott að halda því til haga.
Ég fullvissa þig um að ég tala fyrir sjálfann mig og er ekki hluti af skipulagðri uppákomu. Það að nota ESB umsóknarferlið sem skiptimynt í pólitískum slag er og var léleg uppákoma og skömm að því. Sérstaklega þar sem Borgarahreyfingin setti fram í stefnumiðum sínum fyrir kosningar að
1) Leitast við að ganga í ESB
2) Standa fyrir heiðarlegri pólitískri framkomu.
Verknaðurinn að spyrða saman óskyldum málum og kjósa svo gegn því að sækja um aðild að ESB, ÞVERT Á það SEM TALAÐ VAR UM fyrir kosningar, segir mér að hér séu manneskjur sem ekki einungis eru óheiðarlegar heldur líka lélegir pólitíkusar. Maður getur ekki treyst því að þau gangi fram með það sem þau sögðu hvað skýrast til að komast í stólinn. Og maður getur ekki heldur treyst þeim fyrir því að sveigja af leið fyrir hugsanlega meiri ávinning, því brellan var gagnslaus með öllu, hún þjónaði einungis hagsmunum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks til að veikja tillögu sem margir af kjósendum Borgarahreyfingar myndu vilja sjá fram ganga.
Kallaðu það endilega skítapillu að minnast á svikin loforð. Reyndar var orðalag mitt þannig að þér fyrirgefst að vera ómálefnalegur. Hlífðu mér samt við því að vera hluti af þínum vænissjúku samsæriskenningum. Nóg er af samsærum þó maður sé ekki að búa þau til úr einhverjum bloggkommentum.
bogi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 16:10
er ekki mansnafnið "bogi" með stórum staf?
sandkassi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:32
Jú reyndar Gunnar, hvað kemur það nokkrum sköpuðum hlut við?
bogi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:47
haha kraftur í þér strákur-:)
sandkassi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.