Leita í fréttum mbl.is

XO og Icesave

Allir þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru að vinna að Icesave saman fyrir utan Þráinn en hann er ekki í neinum af þeim nefndum sem hafa fjallað um málið. Það er góð samstaða meðal okkar þriggja og við erum að reyna að finna leið til að tryggja að þessir óskapnaður sem þessi samningur er verði aldrei samþykktur í núverandi mynd en jafnframt tryggja að við sýnum ábyrgð og samstarfsvilja á alþjóðavettvangi. Það er einlæg skoðun okkar þriggja að Icesave skuldbindingarnar eigi fyrst að falla á þá sem efndu til skuldarinnar en síðast á þjóðina. Okkur finnst samt ekki vænlegt að gera ekki allt sem í okkar valdi stendur til að varpa ábyrgðinni á þessum meingallaða samning yfir á þá sem sömdu hann og undirrituðu hann.

Ef ekki er alveg örugg að samningunum verði hafnað á einn eða annan hátt munum við auðvitað segja NEI.


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

TAKK

Sigurður Þórðarson, 7.8.2009 kl. 08:03

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er ekki flókið, þó að þessi samningur nái ekki samstöðu, þá er ekki verið að segja að við borgum ekki, þetta er bara slæmur samningur, og íslenska þjóðin borgar þetta ekkert, það hallast allan á annan aðilann í þessu máli sem er Ísland, og það er óásættanlegt.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 7.8.2009 kl. 08:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit eð þetta er ekki auðvelt Birgitta mín.  Þessi pistill þinn er góður og vekur manni von um að ef til vill verði eitthvað gert til að hafna&eða laga skrýmslið.  Ekki gefast upp þá fólk tali hátt og illa.  Við erum öll orðin desperat og vonlaus vegna þess að fólki finnst stjórnvöld vaða áfram með eyrnatappa og leppa fyrir augum og hlusti alls ekki á þjóðina.  Þið eruð eini glugginn sem við höfum inn í ormagryfjuna, sú rödd má ekki þagna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2009 kl. 08:45

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Er ekki bara málið með Þráinn, að hann vill ekki styggja frænda sinn utanríkisráðherrann?  Hvar liggur hans trúnaður?  Er það hjá kjósendunum eða frændanum?  Ég skora á Þráinn að víkja og hleypa Katrínu að.  Þar er kjarnorkukona sem við getum verið stolt af að eiga á þingi.

Sigríður Jósefsdóttir, 7.8.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Gagntekin af einlægninni,   guð blessi Íslendinga.

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2009 kl. 10:37

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna fannst mér kveða við nýjan og betri tón en síðast, til hamingju með að hafa séð ljósið!!!!!

Jóhann Elíasson, 7.8.2009 kl. 11:04

8 Smámynd: Rafn Gíslason

Tek undir með Jóhanni. Gangi þér Birgitta og ykkur í Borgarahreyfingunni vel í baráttu ykkar gegn Icesave samningnum, og munið að það er best að tala skírt og skorinort svo að ekkert misskiljist einnig ti að hin almenni kjósandi skilji við hvað er átt.

Rafn Gíslason, 7.8.2009 kl. 11:21

9 identicon

Þetta er harður heimur, marg endurtók Steingrímur í Kastljósi í gær.  Ennfremur endurtók hann  margsinnis "við berum ábyrgð".  Því miður var svo að spyrjandi þáttarins spurði ekki hverjir eru þessir "við" og svo í framhaldi af hverju eigur þessarra manna séu ekki frystar, og gengið að eigum "góðu strákanna."   Mér fannst Steingrímur segja það berum orðum að hann legði allt undir til þess að þessar greiðslur féllu á almenning. í landinu. Hann minntist ekki einu orði á að "góðu strákarnir eru óðum að festa sig í sessi upp á nýtt í fjármálum og bönkum ríkisins með þegjandi þögninni samþykkir Steingrímur.  Það vantaði styrkinn hjá spyrjanda Kastljóss... Jæja honum gengur bara betur næst.......  Gangi ykkur þremenningum vel í eldlínunni, þið verðið að standa ykkur í gegnum þykkt og þunnt, og skrifa eins mikið og þið getið hvernig hjólin snúast í þinginu.

J.þ.A (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:46

10 identicon

Eru ekki allir þingmenn á alþingi að reyna að gera sitt besta hvað þennan samning varðar? Annað væri svik við þjóðina. Annars fannst mér þið þrjú svíkja lit þegar atkvæði voru greidd um ESB. Hvað er meira lýðræði en að láta þjóðina sjá samning um aðild að ESB og fara svo í þjóðaratkvæðagreiðslu? Er ánægð með Þráin.

Ína (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 13:18

11 identicon

Hvernig fengu þið sæti í þessum nefndum án þess að hafa þingstyrk til?

G (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 14:46

12 identicon

Aumingja Ína....

J.þ.A (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 16:04

13 Smámynd: Páll Blöndal

Birgitta,
Ríkistjórnin hefur 34 þingmenn. Það er meirihluti.
Frumskilyrði er að ríkisstjórnin sé ÖLL með.
Ef ekki 
þá eigið þið ekki að bjarga henni.

Páll Blöndal, 7.8.2009 kl. 16:32

14 Smámynd: Jón Sveinsson

Það eru aðeins landráðslíður sem skrifar undir

Jón Sveinsson, 7.8.2009 kl. 16:45

15 Smámynd: ThoR-E

Gott að vita af ykkur á alþingi að hugsa um okkar hag.

Þráinn er ágætur rithöfundur og kvikmyndagerðamaður, en hann hefur ekkert að gera á þing.

---

Keep up the good work!

Það á ekki að samþykkja Icesave í núverandi mynd! ekki nema áhugi sé fyrir því að dæma komandi kynslóðir í fátækt og eyðileggja lífsskilyrði þeirra. Nei takk!

ThoR-E, 7.8.2009 kl. 17:35

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ríkisábyrgð á lánum Breta og Hollendinga til Tryggingasjóðs Innstæðueigenda myndi beinlínis brjóta í bága við tilskipun 94/19 EB um innstæðutryggingar, en þar segir í inngangi (bls. 3): "Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun." Og enn fremur í 3. gr. 1. hluta: "Kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitastjórnir veita lánastofnun."

Þetta kemur líka fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2007 þar sem segir að fella skuli sjálfseignarstofnunina Tryggingasjóð Innstæðueigenda úr D-hluta ríkissjóðs, eða eins og segir á bls. 9 og bls. 57: "Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans."

Til að fjármagna ríkisábyrgð ef á hana reynir þyrftu stjórnvöld að leggja skatt á íslenskan almenning, en þar sem engin lagaheimild var til þess þegar Landsbankinn hrundi væri um afturvirka skattheimtu að ræða sem er beinlínis bönnuð í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 77. gr. 2. mgr.: Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Þetta er ekki spurning um hvort við viljum borga eða ekki, endilega leyfum Bretum að hirða þrotabú Landsbankans eins og það leggur sig upp í skaðabætur. En ríkisábyrgð á því sem upp á vantar getur hinsvegar aldrei staðist að lögum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það hlýtur að vera sameiginlegur vilji Íslendinga, Hollendinga og Breta, að þetta mál verði leyst í samræmi við gildandi lög og tilskipanir, en ekki þannig að brjóti í bága við þær.

Enga ríkisábyrgð á IceSave!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2009 kl. 18:27

17 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Guðmundur hefur mikið til síns máls:

"Til að fjármagna ríkisábyrgð ef á hana reynir þyrftu stjórnvöld að leggja skatt á íslenskan almenning, en þar sem engin lagaheimild var til þess þegar Landsbankinn hrundi væri um afturvirka skattheimtu að ræða sem er beinlínis bönnuð í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 77. gr. 2. mgr.: Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
Þetta er ekki spurning um hvort við viljum borga eða ekki, endilega leyfum Bretum að hirða þrotabú Landsbankans eins og það leggur sig upp í skaðabætur. En ríkisábyrgð á því sem upp á vantar getur hinsvegar aldrei staðist að lögum, hvort sem okkur líkar betur eða verr."

Jón Þór Ólafsson, 8.8.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband