Leita í fréttum mbl.is

Vonlaus í vonleysinu

Það fór eitthvað fyrir brjóstið á sumum félögum mínum að SME setti okkur undir hatt vonlausu framboðana. Ég er bara þannig að eðlisfari að ég er frekar vonlaus í því að vera vonlaus:)

Þetta var merkileg upplifun fyrir mig - fyrstu útvarpsumræðurnar fyrir XO og fyrstu svona umræður sem ég hef tekið þátt í yfirhöfuð í útvarpi. Í þættinum voru ásamt mér, Bjarna Harðar og Grétari Mar - þátturinn heitir  Sprengisandur og er í umsjón Sigurjóns M. Egilssonar. Þessi þáttur var sunnudaginn 22. mars. Smellið hér til að hlusta.

Ég skemmti mér bara mjög vel og held að ég drífi mig bara í fleiri svona þætti ef mér verður boðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bindur hann semsagt vonir við fjórflokkana? Hann er húmoristi kallinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Dag skal að kveldi lofa og mey að morgni.  Mætti minna SME á það.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 02:36

3 identicon

Þátturinn var skemmtilegur ekki síst fyrir það hvað þú varst áheyrileg. Borgarahreyfingin hlýtur að hafa fengið nokkur atkvæði þarna.

Eg hef haldið því fram að fjórflokkurinn hafi búið um sig í höfði fólks. Fréttamenn eru þar engin undantekning. Það er skýringin á orðum sme.

Menn eiga hreinlega erfitt með að hugsa út fyrir fjórflokkinn, hina heilögu almennu kirkju. Jafnvel þau sem ekki geta hugsað sér að kjósa yfir sig meira af því sama 25. apríl.

Vonandi munu sem flest þeirra velja XO. Ekkert breytist nema til verri vegar ef við breytum ekki.

Rómverji (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: TARA

Tek undir þetta að mestu leyti...og Birgitta þú stóð þig vel.

Ætla að nota tækifærið og segja þér að ég styð baráttu Tibet-búa fyrir sjálfstæði sínu og mannréttindum og er ekki sátt út í kínversk stjórnvöld. Hvar get ég gerst vinur Tibet ?

TARA, 2.4.2009 kl. 11:36

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Tara þú getur skrifað mér birgitta@this.is - sent mér nafn og kennitölu og símanúmer og þá skrái ég þig í félagið:)

takk öll fyrir að kommenta... 

Birgitta Jónsdóttir, 4.4.2009 kl. 08:29

6 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hvernig stendur á því Birgitta, að þú býður þig fram undir appelsínugulum borða þeirra sem hylla ofbeldi ríkisvaldsins? Þeirra sem bundu enda á trommuuppreisnina og sýna  búsáhöd sem minjagripi áður en þeim er hent á hauga sögunnar í Þjóðminjasafninu? Auk þess ertu í slagtogi með vonsvikinni framsóknarfrekju sem hangir með StóriðjuÖssuri. Svei þér stelpa!

Þorri Almennings Forni Loftski, 4.4.2009 kl. 20:06

7 identicon

Ekki svona reiður Þorri.

XO stendur jú fyrir persónukjöri þannig að það er varla við Birgittu eða aðra frambjóðendur XO að sakast þó einhver þeirra á meðal fari í taugarnar á þér.

Ef XO réði, þá þyrftir þú ekkert að pirra þig á svona hlutum, þú kysir bara þann sem þér þóknaðist.  Því ráðlegg ég þér að beina pirringi þínum að fjórflokknum sem í ótta sínum ákveður núverandi kerfi.

Björn I (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:35

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Björn sagði allt sem ég vildi segja um þetta.

Birgitta Jónsdóttir, 5.4.2009 kl. 10:29

9 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Ég er nú ekki reiður né nógu ungur lengur. Félagsskapurinn getur nú sagt ymislegt um folk þótt uppröðun lista sé svona ægilega frljálsleg hjá ykkur. En það er appelsínuguli borðinn sem hrindir frá eftir að trommuppreisnin var stöðvuð undir merkjum appelsínugula borðans í lok janúar s.l. táknar liturinn gagnbyltinguna og skipulagt ofbeldi ríkisvaldsins og þræla þess.

Þingkosningar munu ekki breyta neinu. Málefnin er skipta máli eru ekki einu sinn á dagskrá. Ekki taka þátt í afvegaleiðingunni,

Þorri Almennings Forni Loftski, 6.4.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 509141

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.