Leita í fréttum mbl.is

Fall eða endurreisn?

Grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni

BjarnafossÍslenska þjóðin var fyrst til að falla í hyldýpi kreppu sem engan endi  virðist ætla að taka. Þögnin um eiginlega stærð vandans er bæði  þrúgandi og skammarleg.

Heimurinn horfði á okkur falla, en mun heimurinn sjá hér raunverulega  endurreisn? Við höfum tækifæri til að gefa bæði þjóðinni okkar von sem  og heimsbyggðinni um að hægt sé að taka á spillingu þó hún nái inn á  æðstu stofnanir.  Við höfum tækifæri til að sýna að við þorum að reisa 
hér samfélag þar sem krafan um gegnsæi og raunverulegt lýðræði rís hærra en óttinn við breytingar.

Heimurinn horfir til okkar því við erum fyrsta landið til að kjósa  í  kjölfar efnahagshrunsins eftir að ríkisstjórn var steypt af stóli með raunverulegri byltingu. Við berum því mikla ábyrgð að láta ekki tæla 
okkur til að endurnýja umboð þess fólks sem brást algerlega  trausti okkar. Heldur einhver að þau séu best til þess fallin að leiða  landið úr þeim ósköpum sem þau létu dynja yfir okkur án nokkurrar 
iðrunar? Tveir flokkar skópu þessa atburðarrás með fádæma  tengslamyndun á milli viðskiptaheims og þingheims. Treystið þið  virkilega þeim til að rannsaka sjálfa sig og vini sína?

Ef við viljum breytingar þá verðum við að gera eitthvað til að  þessar breytingar verði að veruleika. Ég treysti hvorki kerfinu né  fólkinu sem situr í öllum æðstu embættum til að tryggja að við 
almenningur fáum meiri völd. Ég treysti þeim ekki til að hafa dug í  sér til að uppræta þá spillingu sem hér er orðin svo samofin veruleika  allra að fólk er nánast hætt að sjá hana.

Hvað ætlar þú að gera til að tryggja að við losnum úr viðjum  flokkakerfisins? Hvað ætlar þú að gera til að sýna umheiminum að þér  er nóg boðið? Ég veit hvað ég ætla að gera, ég ætla að leggja allt 
undir til að tryggja að það fólk fái brautargengi sem ég veit að hefur enga hagsmuni aðra að leiðarljósi en að tryggja þjóðinni aftur þau völd sem hún hélt sig hafa. Ég ætla að styðja Borgarahreyfinguna – þjóðin á þing með  ráðum og dáð til að hér verði í boði raunveruleg lausn fyrir þá sem hafa 
fengið nóg af svikum og sérhagsmunagæslu ráðamanna.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er tími skæruhernaðar, virkja litlu grasrótina sem er svo fjölmenn en svo ósýnileg (hvert strá fyrir sig).

Þú ert grasrótarmanneskja, ef einhver er það.  Virkjaðu hin stráin til að höggva gegn fjórflokknum.  Ný framboð geta ekki unnið fjórflokkinn, nema með bellibrögðum.  Þeir hafa svo sem ekki sparað bellibrögðin sjálfir, samanber 5% regluna og ósýnileika smáframboða í sjónvarpi.

Fólk er enn reitt, en það kannski lætur gabbast af fagurgala fjórflokksins.  Notaðu grasrótina til að fara út og tala við fólkið í kring. Útskýra hvernig 4-flokkurinn er í raun ábyrgur - hversu falskur tónn "endurnýjunarinnar" er, það er auðveld sala.

En það sem tekur við er: En ég get ekki sóað atkvæði mínu á smáframboðin, ég vil velja eitthvað eitt málefni og leggja því lið, ég vil stuðla að ESB og kjósa Samfó (ég vil koma í veg fyrir ESB og kjósa Sjálfstæði) ég vil 20% niðurfellingu skulda og kjósa framsókn, ég vil leggjast undir kolefnisfótinn og kjósa vg...

Bolabragðið er að selja fólkinu þá hugmynd, að ef það ætlar að kjósa fjórflokkinn, þá eigi það að sitja heima.  Það er þá allavega ekki ábyrgt fyrir frekari hörmungum (þeir réttlæta allt ruglið með því að fólkið kaus þá) og þó þeir gali fagurt núna, þá hafa þeir svo sem brugðist áður.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:11

2 identicon

ps - svo ég klári nú að útskýra strattið -

því að þið smáframboðin eruð mestmegnis að berjast gegn venjulega fólkinu sem ekki er flokksbundið og kýs bara af skyldurækni og einverri tálsýn um að hafa eitthvað um sín mál að segja.

Á kjörskrá 2007 voru 221.330.  Þáttaka hér er frekar góð, gerum bara ráð fyrir að 100% hafi kosið 2007.  Landsfundur sjálfstæðismanna sem nú er að ljúka var fjölmennur miðað við fyrri ár og taldi rúmlega 2000 manns.  Sjálfstæði fékk eitthvað nálægt 40% atkvæða síðast, segjum bara 30%, það eru 66.400 atkvæði.  Þar af kannski 2000-4000 hard core sjálfstæðisfálkar. 

Restina er hægt að fá til að sitja heima með mínu bellibragði, svona í teóríu allavega.  Það er auðveldara að splundra 5% múrnum ef þáttakendur fjórflokksins eru alls 13.900 heldur en ef þeir eru nær 200.000, ekki satt?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband