22.3.2009 | 08:54
Lögfest hjá ESB
Þetta er undarleg framsetning á einhverju sem hvort er eð þarf að fylgja samkvæmt aðildarumsóknaferlinu hjá ESB.
Enginn getur orðið fullgildur aðili eftir aðildarviðræður nema að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Auðvitað næst full sátt um það - einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að framkvæma það öðruvísi.
En auðvitað er gaman að lofa einhverju sem er alveg öruggt að þarf að efna:)
Þjóðin sjálf hafi síðasta orðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
"Enginn getur orðið fullgildur aðili eftir aðildarviðræður nema að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið."
Hmm.. áttu við að um sé að ræða eitthvert skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið af hálfu sambandsins? Svo er þó alls ekki heldur er það viðkomandi þjóð í sjálfsvald sett. Austurríkismenn kusu t.d. ekki um inngöngu mér vitanlega árið 1995. Ef eitthvað er þá er Evrópusambandið sjálft alls ekki spennt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 09:23
Nokkrir ESB sérfræðingar héldu þessu fullum fetum fram - ég verð að viðurkenna að ég er afar ringluð varðandi þessi evrópumál - finnst ég í sjálfu sér geta verið með einn daginn og á móti næsta vegna þess að upplýsingar varðandi þetta mál eru afar misvísandi.
Best að fá þetta staðfest - áður en ég ver þetta.
Birgitta Jónsdóttir, 22.3.2009 kl. 09:33
Íslenskir ráðamenn geta ekki framselt vald þjóðarinnar til ESB án þess að um það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla, samkvæmt íslenskri stjórnarskrá.
Það eru skilyrði af hálfu Íslendinga, ekki Evrópusambandsins.
Baldvin Jónsson, 22.3.2009 kl. 10:19
Takk fyrir að leiðrétta mig Baldvin - þetta er allt komið í graut í hugarskoti
Birgitta Jónsdóttir, 22.3.2009 kl. 10:32
Aðildarumsókn og svo víðtæk kynning, umræða og þjóðaratkvæðagreiðsla virðist vera orðin stefna ansi margra. Þetta er m.a. sú leið sem Borgarahreyfingin leggur til.
Þetta er enda eina raunhæfa og lýðræðislega leiðin sem í boði er. Það að fara halda hér einhvers konar MORFÍS keppni um aðild áður en sótt er um er einfaldlega gagnslaust. Því miður hefur það verið þannig að bæði fylgjendur og andstæðingar ESB aðildar hafa búið til s.k. "strámann" þ.e. gervi-viðfangsefni sem þeir svo takast á við með það í huga að "sigra" í einhverju sem þeim finnst vera umræða en er í raun bara áróður.
Þór Saari, 22.3.2009 kl. 10:48
Skil vel aðþetta sé oft ruglandi. En reyndar er ekkert í stjórnarskránni okkar sem segir að halda þurfi þjóðaratkvæði ef framselja ætti fullveldið til Evrópusambandsins eða einhvers annars. En stjórnmálaflokkarnir hafa allir sagt að slík atkvæðagreiðsla yrði haldin kæmi einhvern tímann til þess að sótt yrði um inngöngu í sambandið og vonandi verður staðið við það ef á reynir.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 10:50
Þór:
Þetta mál hefur verið höndlað með lýðræðislegum hætti til þessa. Stjórnmálaflokkar hafa mótað sér stefnur fyrir kosningar í Evrópumálum eins og öðrum og lagt þær í dóm kjósenda. Ef innganga í Evrópusambandið væri raunverulega eitthvað sem fólk vildi og raunverulega eitthvað sem skipti það miklu máli myndi það væntanlega kjósa þau framboð umvörpum sem hafa það að stefnu sinni. Það hefur hins vegar ekki gerzt til þessa. Það er ekkert ólýðræðislegt við þetta fyrirkomulag. Fólk hefur valið.
Þess utan liggur í flestum tilfellum fyrir hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 10:55
Þetta er ekkert mál
Við kjósum bara aftur
.
.
.
.
.
.
.
.
.
og aftur
.
.
.
.
.
.
.
.
.
og aftur
.
.
.
.
.
.
.
.
.
og aftur
.
.
.
.
.
.
.
.
.
og aftur
.
.
.
.
.
.
.
.
.
og aftur
.
.
.
.
.
.
.
.
.
þangað til það kemur RÉTT út úr kosningunum. Svo verður aldrei kosið aftur. Aldrei. Ég lofa því.
Með bestu kveðjum
fyrir hönd
eins flokks kerfisins ESB
Mr. Kommissar
Ímat Úrmat
25900 Euro Road
2369825 Brussel
Bygging númer 25.698
Herbergi númer 2.058.978
Er við eina klukkustund á ári
Til að hitta mig er best að taka flugið frá Keflavík og panta miða á ferðamannaklassa og fá svo endurgreitt miða á Saga Class - auðvitað frá skattgreiðendum. Einnig vil ég benda íslenskum stjórnmálamönnum sem vilja ganga í ESB á að við höfum auka lífeyrissjóð með bankaleynd í Lúxemburg. Við ávöxtum peningana þar í kyrrþey. Þannig að VIÐ (ekki þú) fáum góðar tvöfaldar greiðslur til æfiloka. Nánar um þetta glæsilega fyrirkomulag okkar hér: Ekstra pension til EU-politikere
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2009 kl. 11:03
Íslendingar eru svo hryllilega sjálfhverfir og sannfærðir um eigin kosti. Það gleymist alltaf að spá í hvort 27 aðildarþjóðir ESB munu sammþykkja aðild Íslands að sambandinu. Þær þurfa nefnilega að gera það hver og ein, engin undanskilin. Fyrir einu ári síðan hefðu þessar vangaveltur mínar verið tilefnislausar en nú er öldin önnur. Hvernig ætla Íslendingar að sýna að þeir séu eitthvað annað en tómir tækifærissinnar og fjársvikamenn?
Sigurður Hrellir, 22.3.2009 kl. 21:11
Kæri Sigurður. Mjög góð spurning
Svar:
Þeir senda Forseta Íslands af stað
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2009 kl. 21:29
Þið eruð gersamlega vonlaus í þessu efni, að svo komnu máli, þessari Borgarahreyfingu. Það hefur mér nú skilizt fullkomlega eftir Silfur Egils með Þráni Bertelssyni í dag og einnig með hliðsjón af orðum fleiri frammámanna ykkar.
1) Þið stefnið á "aðildarviðræður" og "að þjóðin fái að kjósa um þetta".
2) Þið setjið ekki einu sinni fram eitt einasta formlegt og skýrt skilyrði né samningsmarkmið; það gerði þó Framsókn á flokksþinginu og fleiri en eitt og fleiri en tvö.
3) Ykkur virðist ekki koma til hugar, að með þessari leið ykkar eruð þið að bjóða því heim, að minnihluti íslenzkra kjósenda geti ráðið því, að Ísland innlimist í Evrópubandalagið! (Og hugsið ykkur nú um, hvernig það getur gerzt.)
4) Þið eruð fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum og að tiltekinn fjöldi manna geti krafizt þeirra. Þar með virðizt þið samt ekki sjá, að þessi leið býður upp á það, að jafnvel þótt fylgi við EBé-innlimun yrði ekki í meirihluta nema í fimmtu hverri skoðanakönnun, en andstaða við hana í meirihluta í hverjum fjórum könnunum af fimm, þá er þetta samt kjörin leið fyrir tækisfærismennsku-áhlaup af hálfu EBé-sinna til að sæta einfaldlega lagi og fara í þessa undirskriftasöfnun með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu og vinna hana síðan (jafnvel með minnihluta atkvæða ísl. kjósenda, eins og fyrr sagði!), af því að svo vilji þá til, að ve viðri til fyrir þá, af því að EBé-dýrkun hafi náð einum af sínum hæstu öldutoppum (en sunki svo niður aftur, eftir að EBé-innlimun á sér stað, eins og gerðist í Svíþjóð, þar sem EBé-fylgið fór eftir á niður fyrir 40%).
5) Þið virðizt að sjálfsögðu ekki mjög vakandi fyrir því, að innlimun/innganga okkar í Evrópubandalagið feli í sér fullveldisafsal heilagra þjóðréttinda okkar: æðsta löggjafarvalds, æðsta dómsvalds, æðstu yfirráða yfir fiskveiðilögsögu okkar!
6) Þið virðizt ennfremur ekki átta ykkur á því, að við gætum ekki gengið aftur úr þessu bandalagi, ef við gengjum inn í það áður en Lissabon-sáttmálinn yrði lögfestur í bandalaginu. Og jafnvel þrátt fyrir að hann yrði lögfestur með ákvæði um, að segja megi upp "aðild", þá yrði það svo gríðarlega snúið og erfitt (NB: sjá innlegg Hjartar J. Guðmundssonar um það nýlega á netinu evropunefnd.is hjá Sjálfstæðisflokknum), að jaðrar við praktískan ómöguleika.
Frumatriði í öllum þessum málum er, að menn kunni að meta það, sem þeir hafa. Sjálfstæði okkar hefur EKKI verið lítils virði, það færði okkur 4, 12, 50 og 200 mílna fiskveiði- og efnahagslögsögu; hefðum við verið komin í EBé árið 1971, hefðum við ekki getað stækkað í 50 mílur 1972, af því að þau mál hefðu þá ekki verið í okkar höndum, og það sama átti við um stækkunina í 200 mílur 1975.
Sjálfstæðið gaf okkur rétt til að semja við aðrar þjóðir um hagstæð viðskipti, lækkun tolla og afnám þeirra, um varnir okkar, aðild að Sameinuðu þjóðunum, Norðurlandaráði o.s.frv. Og stjórnarskráin hefur EKKI verið gagnslaus og einskis nýt; það sama á við um fjölmargt annað í okkar eigin, sjálfstæðu löggjöf, sem er afspringur fullveldis okkar.
Að þessu athuguðu eiga menn nú að setja sér princíp og hafa sjálfsvirðingu okkar sem þjóðar jafnan með í farteskinu, þegar þeir fara að hugleiða þessi Evrópubandalagsmál, "aðildarviðræður" o.s.frv.
Frumatriði er að vinna heimavinnuna sína. Hún á að vera í því fólgin, að við köstum engu frá okkur af fengnum þjóðréttindum á ódýran, billegan, lítilsvirðandi hátt við grundvöll stjórnskipunar okkar, grundvöll laganna og samfélagsins. Ísland er sjálfstætt ríki með sérstökum ákvæðum um þá stjórnskipan og um þjóðréttarstöðu þessa ríkis í grundvallarlögunum, stjórnarskránni.
Þessu má enginn minnihluti nokkurn tímann fá rétt til að kasta frá okkur, framselja fullveldisréttindi okkar í hendur erlends ríkis eða yfirríkjabandalags. Ekki heldur (a) tilfallandi minnihluti né jafnvel (b) tilfallandi, þ.e. tímabundinn, sáralítill meirihluti allra kjósenda. Það fyrrnefnda (a) gerðist í Svíþjóð (rúml. 52% þeirra, sem kusu, en ekki allra með kosningarétt). Það síðarnefnda gæti jafnvel gerzt hér vegna yfirgnæfandi styrks Evrópubandalagsins (1670 sinnum fjölmennara en við, með gríðarlega fjárhagsgetu og óendurskoðaða reikninga um margra ára skeið og þannig afar erfitt að henda reiður á sjóðum þess og áróðurs-, mútu- og undirróðursfé í umferð). Bndalagið beitti t.d. þeim ofurstyrk í Tékklandi og Svíþjóð við kosningabaráttu um innlimun/inngöngu þeirra ríkja í EBé - og dugði til!
Okkar heiðarlega, sjálfsvirðingarfulla, manndómslega lausn á að vera sú að tryggja grundvallar-fullveldisréttindi stjórnskipunar okkar með sama hætti og gert var í Sambandslagasáttmálanum: að gera það að skilyrði, að 2/3 atkvæða þingmanna þyrfti til, svo að leyfilegt yrði að hvika frá kjarna stjórnarskrárinnar, og í 2. lagi, að kosið yrði um slíkt fullveldisframsal í almennum kosningum, sem yrðu því aðeins martækar, að 75% allra með kosningarétt tækju þátt í þeim, og í 3. lagi að 75% atkvæða þyrfti til, svo að fullveldisframsalið teldist gilt. Það sama ætti ennfremur að gera með kosningum um yfirráð yfir auðlindum okkar.
Ef einhverjum þykir 75% lágmarksfylgi við EBé-innlimum mikið, sérstaklega þegar a.m.k. 75% allra með kosningarétt þurfa líka að kjósa, þá athugið, að 75% af 75% fólks með kosningarétt er ekki nema 56,25% allra Íslendinga með kosningarétt.
Sjá nánar um þetta hér: http://xd.is/?action=malefnanefndir_2009_nanar&id=922, í innlegginu fyrsta þar til hægri handar (frá mér) og í tilvísaðri vefslóð þar.
Með góðri von um, að þið áttið ykkur á risavöxnu mikilvægi þessa mál, þegar þið gefið ykkur að því að hugsa um það ekki síður grandgæfilega en þið hafi hugsað ýmislegt annað í stefnumótun ykkar, í efnahagsmálum o.s.frv.
Lifi frjálst og sjálfstætt Ísland!
Jón Valur Jensson, 23.3.2009 kl. 01:18
Þú ert eitthvað að misskilja stefnu okkar Jón Valur. Við leggjum til að 7% þjóðarinnar geti kallað til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni er varða þjóðarhag.
Auðvitað er sjálfsagt að setja skilyrði um það hve margir þurfi að taka þátt í atkvæðagreiðslu um jafn mikilvæg mál og ESB til að atkvæðagreiðslan gæti talist gild. Kannski er hægt að setja inn einhverja reglugerð að þegar búið er að kjósa um tiltekið mál 3x að þá sé ekki hægt að kjósa um það aftur um einhverja hríð.
Ég skil vel ótta fólks við aðildarviðræður - legg til að þið komið með tillögur um hvernig best sé að takast á við þá hefð sem hefur myndast um að kjósa aftur og aftur uns jáið fæst. Ég persónulega veit ekki hvaða afstöðu skal taka gagnvart ESB - Ég held að meirihluti þjóðarinnar upplifi svipaðar tilfinningar -því finnst okkur í Borgarahreyfingunni mikilvægt að fá allt upp á borðið. Erfitt er að semja um eitthvað án þess að ganga til samninga. Ef fólk treystir sér til að koma með tillögur um hvernig við getum séð heildarmyndina án þess - þá endilega komið með þær. Ég hef ekki séð neina haldgóða lausn.
Þá vil ég benda þér á Jón að við erum langt í frá að vera fullvelda. Fyrst vorum við peð hjá USAnu - núna erum við peð hjá IMF. Það er ekki ríkisstjórn landsins sem hér ræður för - heldur IMF. Veit ekki hvort að okkur sé betur borgið þar eða innan ESB.
Ef ríkisstjórnin væri við stjórn þá er ljóst að stýrivaxtarbrandarinn að lækka niður í 17% hefði ekki orðið - eina skýringin sem ég hef fengið á því er: af því að IMF vildi það!
Mér finnst þetta vonleysishjal afar hæpinn málfluttningur og finnst að þú ættir frekar að koma með uppbyggilegar tillögur en hræðsluáróður. Við náum engum árangri í landi óttans.
Birgitta Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 06:55
Það er löngu kominn tími til að Íslendingar fari að horfast í augu við að þeir eru ekkert yfir aðrar þjóðir hafnar. Það er mikilmennskubrjálæði af verstu sort sem kom okkur í þá stöðu sem við erum núna, því miður. Þjóðin þarf einfaldlega að horfast í augu við að hún á margt eftir ólært og þarf nauðsynlega á stuðnini annarra þjóða að halda.
Sigurður Hrellir, 23.3.2009 kl. 07:33
Leiðrétting: stuðningi annarra þjóða
Sigurður Hrellir, 23.3.2009 kl. 07:34
Það er enginn að tala hér um mikilmennskubrjálæði nema þú, Sigurður Hrellir!
Takk fyrir að svara mér, Birgitta. "Auðvitað er sjálfsagt að setja skilyrði um það hve margir þurfi að taka þátt í atkvæðagreiðslu um jafn mikilvæg mál og ESB til að atkvæðagreiðslan gæti talist gild," segirðu, og þeim orðum tók ég með gleði eins og þegar Baldvin Jónsson svaraði mér á sömu lund – og raunar gerði hann það mjög eindregið, varðandi aukna meirihlutann (fordæmið frá 1918) – á minni vefsíðu, þar sem ég hafði birt þennan sama pistil í nótt (og stafavillur dottnar þar út!).
En þegar þú bætir svo við í beinu framhaldi: "Kannski er hægt að setja inn einhverja reglugerð að þegar búið er að kjósa um tiltekið mál 3x að þá sé ekki hægt að kjósa um það aftur um einhverja hríð," þá sýnist mér þú ætla að fara með þessa tillögu mína um aukið atkvæðavægi og 75%-lágmarkskosningaþátttöku út á allt aðra braut og raunar kannski sniðganga hana með öllu og setja inn í staðinn eitthvað sem mér sýnist jafnvel lítið sem ekkert gagn að og er þar að auki þannig, að aðrir flokkar fengjust jafnvel síður til að samþykkja það.
Sjálf kveðstu raunar óviss mjög um allt þetta mál og telur þjóðina það líka. En þjóðin VEIT aftur á móti hitt: hvað hún hefur haft, gott sjálfstæði í 90 ár og lýðveldi næstum 65 ár. Þessu mega menn ekki missa sjónar af, mitt í öllu masinu sem umlykur þetta EBé-mál í öllum fjölmiðlum.
Við erum fullvalda í okkar löggjafarmálum, Birgitta, og samningurinn við IMF (AGS) er tímabundinn, en ég er hins vegar fylgjandi því, að við segjum upp EES-samningnum. Og ekki ætla ég að ræða við þig um herverndarsamninginn við Bandaríkin að öðru leyti en því, að það kemur skýrt fram í bandarískum gögnum, sem gerð hafa verið opinber eftir á (sjá bækur dr. Vals Ingimundarsonar sagnfræðiprófessors), að ráðamenn þar ætluðu sér alltaf að fara með herinn, ef sú yrði óhvikul stefna íslenzkrar ríkisstjórnar.
Innlegg mitt í umræðuna var ekki "hræðsluáróður", Birgitta, heldur nauðsynleg áminning um grundvallaratriði og raunsæismat á því, hvaða manndómslegu ákvarðanir við þurfum að taka til þess að koma í veg fyrir, að "aðild að EBé" verði í skyndingu (og í einhverri EBé-fylgis-uppsveiflu) ákveðinn jafnvel af minnihluta þjóðarinnar, af því að hún hafi ekki sett sér nein sjálfsvirðingarfull skilyrði fyrir því, hvernig hún geti hugsað sér að láta af hendi háleitustu fullveldisréttindi sín, þau sem tók um öld að ávinna henni aftur.
Þetta sá einn af andlegum leiðtogum þjóðarinnar fyrir á heimastjórnarárunum og reit á bók, raunar á mun skýrari og einbeittari hátt en það sem liggur í orðum mínum hér á undan:
"Þetta er hættan á samningaveginum. Þjóðin má aldrei gera neinn samning, er sýni að hún afneiti fús og sjálfráð drottinvaldi sínu, því að þá verður hún vegin með því vopni, sem hún hefir lagt sjálf í hönd mótstöðumönnum, ef hún vill auka frelsi sitt. Þjóðin verður því að banna alla samninga, sem fela ekki í sér viðurkenning á drottinvaldi (souverainitet) hennar."
Það, sem höfundurinn kallar hér drottinvald þjóðarinnar, er nú þýtt: fullveldi hennar (sovereignty á ensku).
Með góðum óskum fyrir land og þjóð,
Jón Valur Jensson, 23.3.2009 kl. 09:41
Vil láta þess getið, að umræða um þessi mál, út frá því, sem var hér fyrra og lengra innlegg mitt, fer einnig fram á þessari vefsíðu minni, og þar átti Baldvin Jónsson m.a. allverulegt framlag, sem ég hef líka svarað, en ýmsir taka þar þátt í umræðunni.
Jón Valur Jensson, 23.3.2009 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.