15.3.2009 | 23:25
Vaknaðu nú þjóðin mín!
Samkvæmt úrslitum prófkjara og forvala og hvað þetta nú heitir allt saman - er ljóst að hér verða engar breytingar. Þeir sem sökktu skútunni með vanhæfni og hagsmunatengsl að leiðarljósi eiga semsagt að sjá um að sigla björgunarbátunum í strand líka.
Þarf ég að fara út á torg og kyrja vanhæf þjóð? Er þetta virkilega það sem þið viljið? Treystið þið fólkinu í sjálftökunni til að hætta að hygla að sér og sínum? Haldið þið virkilega að þeim sé ekki alveg sama um ykkur og heimilin ykkar sem þið eruð að missa? Haldið þið að þeir sem skópu hér landslag siðrofs og spillingar séu þess færir að rannsaka sjálfa sig og sína?
Hvað viljið þið? Hvernig viljið þið að framtíð okkar verði? Viljið þið að við verðum þekkt sem þjóð spillingar eða hugrekkis? Það krefst mikils hugrekkis að breyta til - að yfirgefa eitthvað jafn heilagt og flokkakerfið er fyrir mörgum - fjölskyldur hafa kannski kosið sama flokkinn kynslóð eftir kynslóð? Munið bara að þetta eru ekki trúarbrögð - maður svíkur engan nema sjálfan sig að hanga í eitthvað sem maður veit að stríðir gegn samvisku og réttlætiskennd.
Ætlum við að segja við börnin okkar þegar við eigum ekkert eftir sem þjóð eftir ca 10 ár ef fer sem horfir - að við gerðum ekki neitt til að stoppa þetta feigðarflan?
Vaknaðu nú þjóðin mín - vaknaðu og sjáðu veruleikann eins og hann er.
18.000 atvinnulausir, enginn endir virðist vera á uppsögnum.
Meira en helmingur fyrirtækja berjast í bökkum. Mörg orðin gjaldþrota.
Fólk flýr landið - skilur eftir þá sem eiga ekki tök á að flýja - hver á að sjá um gamla fólkið okkar? Varla er það að fara að taka sig upp og flytja.
IMF stjórnar landinu - hvað gerist þegar við getum ekki borgað skuldirnar okkar? Er mögulegt að við missum náttúruauðlindir okkar í hendurnar á alþjóðafyrirtækjum? Í sögulegu samhengi þeirra þjóða sem hafa þurft að leita á náðir IMF eru of góðar líkur á því til að ég geti horft fram hjá því.
Hvar á að skera niður? Hef heyrt að næsta haust byrji niðurskurðurinn fyrir alvöru. Engin raunveruleg svör fást frá neinum af fjórflokknum. Hvar eru efndirnar við stóru orðin SJS?
Okkur er enn haldið í myrkrinu. Við vitum ekki hve stór jakinn er sem skútan er að stefna á. En óumflýjanlegt er að við verðum fyrir miklu höggi - margir eru enn ekki að sjá eða upplifa þungu höggin. Það er alveg ljóst að XD og XB geta ekki lagfært þann hringorms-ósóma hagsmunatengsla sem vefja sig um stjórnsýsluna alla.
Hvað getum við almenningur gert? Við getum haldið áfram að vera broddflugan - sem lætur þetta fólk verða friðlaust nema það hlusti á kröfur okkar um hreinsun, um heiðarlegt og réttlátt samfélag. En kæra þjóð - ekkert mun gerast ef þið gerið ekki neitt. Í guðanna bænum ekki kjósa þetta fólk aftur yfir okkur. Prófið að gera eitthvað verulega hugrakkt - nýtið ykkur það einstaka tækifæri sem Borgarahreyfingin er að skapa - labbið yfir brúnna á þing. Hún er byggð af okkur fyrir ykkur til að tryggja að við verðum aldrei aftur valdlaus þjóð.
Vaknaðu nú þjóðin mín og mundu að ef þú vilt breytingar þá færðu aldrei þær breytingar sem þú vilt ef þú sækir þær ekki sjálf.
Ragnheiður Elín sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Trúmál og siðferði | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Mér finnst þið gildisfella ykkur með því að vera að skilgreina VG með hinum flokkunum. VG kom hvergi nærri hruninu og er algjörlega laus við alla spillingu. Svo er algjörlega út í hött að tala um að nýtt fólk sé ekki að komast að hjá VG Birgitta og ótrúlega svekkjandi að sjá þig - eins heiðarlega manneskju og þú ert - snúa svona út úr sannleikanum. Lítum á þá sem líklega eru áleið á þing fyrir VG:
Reykjavíkurkjördæmin (bæði):
Katrín Jakobsdóttir - kom fyrst á þing fyrir 2 árum og því nýliði
Svandís Svavarsdóttir - nýliði
Lilja Mósesdóttir - nýliði
Árni Þór Sigurðsson
Álfheiður Ingadóttir
Kolbrún Halldórsdóttir
Suðvesturkjördæmi:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - nýliði
Ögmundur Jónasson
Norðvesturkjördæmi:
Jón Bjarnarson
Lilja Rafney Magnúsdóttir - nýliði
Norðausturkjördæmi:
Steingrímur J. Sigfússon
Þuríður Backman
Björn Valur Gíslason - nýliðið
Suðurkjördæmi:
Atli Gíslason
Arndís Soffía Sigurðardóttir - nýliði
Hér sjáum við að næstum helmingur - 7 af 15 - væntanlegra þingmanna VG eru nýliðar á þingi. Ekki bjóst fólk við því að það ætti að sópa öllum út? Líka þeim sem hafa unnið sér það eitt til saka að hafa verið kjörin á þing áður - en hafa samt ekkert til saka unnið og alls ótengdir spillingunni?
Það ætti líka að gleðja jafnréttissinna að 6 af 7 nýliðum VG eru konur og 9 af væntanlegum 15 manna þingflokki VG skuli vera konur.
Þannig að þessi ranga ályktun (mundu nú Four agreements) sem þú dregur um að ekki sé neitt um nýliðun hjá öllum flokkum er beinlínis röng hjá þér Birgitta. VG er að vinna fyrir fólkið í landinu alla leið og fyrir jafnréttið sem aldrei fyrr - en Borgarahreyfingin er því miður eingöngu að sækja fylgi til vinstri og þá fyrst og fremst til VG (sjá færslu frá Gísla Freyr Valdórssyni þar sem hann fangar Borgarahreyfingunni á þessum forsendum: http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/entry/820148/).
Því miður þá er þetta svona og sárt að sjá byltingarbræður og -systur setja saman andvana fæddan flokk sem tryggir á endanum höfuð óvininum betri útkomu en ella í komandi þingkosningunum.
En hvað sem öður líður - ekki bera VGsaman við hina flokkana! Það er einfaldlega ekki viðeigandi. Og þessi fjórflokka upphrópun er farin að minna á hræðsluáróðurinn frá BNA á tímum. VG er vissulega einn af fjórum flokkum sem hafa náð að festa rætur á Íslandi en VGá akkúrat ekkert annað skylt með hinum þremur flokkunum.
Þór Jóhannesson, 15.3.2009 kl. 23:53
Sæll nafni.
Það er ekki nóg að skipta um fólk það þarf líka stefnubreytingu og því miður hefur ekki örlað á henni hjá VG. Það á bara að velta skuldaklafanum yfir á almenning að tillögu AGS, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hvergi og ég endurtek, hvergi hjá "Fjórflokknum" hefur komið fram tillaga um að reyna t.d. að nálgast allt það fé sem hirt var af erlendum sparifjáreigendum og íslenskum skattborgurum (í gegnum Seðlabankann) og einfaldlega skila því.
Vissulega á VG ekki skilið sömu útreið og hinir þrír en hinn kryddsíldarjaplandi SJS virðist því miður gengin í björg með hinum álfunum í boði RíóTintóAlcan, Hvals 8 og Viðskiptaráðs.
Þó Borgarahreyfingin sé ekki gömul né stór hefur hún þó engan sakaferil og meðlimir hennar ekki áhuga á slímþingsetu til æviloka og mun ekki selja sálu sína fyrir slíkt. Borgarahreyfingin hefur og gegnheilar tillögur til lausnar efnahagsvandanum og mun, ef hún fær framgang í kosningunum, gera slíkar breytingar í lýðræðisátt að slík spillingarsúpa sem þjóðin nú sýpur seyðið af verður aldrei aftur soðin.
Við stefnum okkur ekki gegn VG og munum sennilega síst taka atkvæði þaðan og sú sífrandi hræðslurödd ykkar sem halda það, er einfaldlega að enduróma línu samin var í Valhöll.
Ef VG snýr við blaðinu og fær kjark til þess að segja þjóðinni allt af létta um stöðuna að ekki sé talað um hvað þeir vilja gera, þá þurfið þið ekkert að óttast. En eins og Steini Magg sagði í lagi hér um árið, "Lekri kænu lýgin rær, lastafárið stýri snýr...." og það endar ekki vel.
mbk,
Þór
Þór Saari, 16.3.2009 kl. 01:39
Þór J., ef þú skoðar efstu sætin hjá VG - þá er ekki mikil nýliðun þar. Það er langur vegur frá því að ég sé að kenna VG um fallið - enda veit ég mæta vel að það ágæta fólk sem starfar fyrir flokkinn er fólk sem ég myndi alveg treysta til að vinna í þágu þjóðarinnar. Ég á góða vini sem starfa fyrir VG en ég verð samt að viðurkenna að það olli mér vonbrigðum að sjá til dæmis ekki Grím ofarlega á blaði í NV og Hlyn í NA. Rétt eins og mér fannst sorglegt að sjá Sigurbjörgu ekki komast á blað hjá Samfó. Ég hefði viljað sjá eðalfólk eins og Kjartan J og Einar Ólafsson komast á blað á höfuðborgarsvæðinu - allt menn sem ég þekki bara til góðra verka.
Ég leyni því ekki að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með störf SJS - hann hefur ekki gert neitt af því sem hann lofaði varðandi IMF - ekki nýtt sér tilboð til að fá ráðgjöf frá Joseph Stiglitz - ekki kallað til sín erlenda sérfræðinga að eigin frumkvæði. Eva Joly kom hingað að frumkvæði útgefandi síns.
Ég skil ekki hvernig þú færð þá niðurstöðu Þór að ég sé að ráðast á VG - ég er að benda á að fjórflokkurinn sé ekki hæfur til að rannsaka sig. Sonur Jóns Bjarna var yfir greiningadeild Kaupþings - er hann til dæmis hæfur til að ganga hart á eftir spillingarmálum í Kaupþings - er ekki að segja að sonur hans sé spilltur, en þræðir hagsmuna liggja víða.
Þú ættir að vera meðvitaður um það Þór að okkar helsta markmið er að leysa þjóðina úr viðjum ónýtrar stjórnsýslu og þeirri skelfilegu staðreynd að við höfum ekki neitt vald nema á fjögurra ára fresti - sem þó er afar takmarkað. Ég hef engan áhuga á veikja VG - en ég hef heldur engan áhuga á að segja ekki neitt ef fólk er ekki að standa sig og satt best að segja finnst mér VG ekki vera að standa við stóru orðin.
Ég myndi vilja sjá að í næstu ríkisstjórn yrðu ráðherrar ráðnir aftur á faglegum forsendum eins og t.d. Ragna og Gylfi voru ráðin. Hér hefði í raun og veru þurft að vera sett neyðarstjórn eins og ég og félagar mínir úr grasrótinni vonuðum- þá hefði þingið ekki verið hertekið af prófkjörsbaráttu á slíkri ögurstund sem við erum á.
Birgitta Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 07:45
það er eins og öll fargin þjóðin sé haldin Stockholm syndrome
http://en.wikipedia.org/wiki/Stockholm_syndrome
Hillbillar er það sem við erum ef þetta fer allt sem horfir, við eigum skilið allt sem við kjósum yfir okkur AGAIN
DoctorE (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 08:55
Af hverju voruði ekki í silfrinu? Er pressan að leiða ykkur hjá sér?
Villi Asgeirsson, 16.3.2009 kl. 10:08
Borgararhreyfingin er andvana fædd - því miður!
Hefur ekkert með Stockhóm að gera - og ég efa að þú vitir í raun hvað liggur á bakvið það syndróm að gera Doc fyrst þú notar það í þessu samhengi - dæmigerður upphrópari á spjallþræði sem er ómarktækur með öllu.
Því miður er það á mörkum rökvísinnar að stofna framboð sem hefur nánast sömu markmið og VG - en mun á endanum aðeins styrkja sameginlega fjandvin þeirra, og það sem skelfilegast er - stykja hann jafnvel til valda.
Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 11:36
Þór - hvað meinar þú eiginlega með slíkri fullyrðingu? Okkar andlát er stórlega ýkt - fyrir réttum 3 vikum var hreyfingin stofnuð og nú þegar höfum við mikinn meðvind fólks sem vill raunverulegar breytingar. Hvað meinar þú með að okkar markmið séu nánast þau sömu? Þú ættir nú að slaka aðeins á fullyrðingunum - því frá þínum vörum rennur viðstöðulaus steypa orðræðu sem er byggð á fljótfærni og reiði.
Okkur var ekki boðið í Silfrið en vonandi mun verða þar bót á - ég er fara í sprengisandsviðtal ásamt öðrum fulltrúum smáframboða sem fer í loftið næstkomandi sunnudag - ef almenningur er þreytt á gylliboðum og loforðum sem það veit í hjarta sínu að verða ekki efnd - þá er ég viss um að sama hve orðræða maskínunnar verður mikil að okkar raddir munu á endanum fá að óma.
Ef þjóðin kýs að láta afvegaleiða sig enn og aftur með glysi og orðagjálfri - þá getum við í það minnsta huggað okkur við það að sennilega mun engin stjórn - sama hve góð lifa af árið - því árferðið er svo dæmalaust svart.
Við munum halda áfram að leggja okkar tíma og orku í að finna lausnir á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir en fyrst og fremst viljum við tryggja að þjóðin verði aldrei aftur valdlaus og að stjórnlagaþinginu sem í býr endurreisnin verði stolið af okkur.
Birgitta Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 18:17
Já, þið eruð einu boðberar réttlætis á Íslandi Birgitta - sannkallaðir píslarvottar!
Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 18:25
Hvað á þessi ömurlega heift í þér að þýða Þór? Ég hélt annars að hin heilaga Jóhanna væri táknmynd píslavottsins:)
Birgitta Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 18:29
Og að lokum Þór því ég nenni ekki að taka þátt í svona ómálefnalegum öskrum - við erum sammála um eitt - og það er að XD og XB þurfi að fara í smá frí? Getum við frekar enn að vera í svona orðaskaki einbeitt okkur að því að tryggja að þeir komist ekki að völdum á ný á meðan regluverkið verði gert þannig að erfiðara sé að viðhalda spillingu og sérhagsmunasemi. Þér finnst VG vera eina leiðin - hvað gerir þú ef VG fer í samstarf við, segjum XD?
Birgitta Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 18:32
Þá hverfur flokkurinn - en þú veist það jafn vel og ég að VG myndi aldrei fara í samstarf mað Sjálfstæðisflokknum.
Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 18:44
Ég vildi óska að ég gæti trúað því í hjarta mínu Þór ...
Birgitta Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 19:42
Og ég vildi óska að ég gæti trúað því í hjarta mínu að O-listi og L-listi muni ekki orsaka það að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda...
...svona er með þetta hjarta stundum!
Þór Jóhannesson, 16.3.2009 kl. 19:49
Ég leyfi mér að taka undir með Þór Jóh. þegar hann segir að nýju tækifærisframboðin, hverju nafni sem þau nefnast, eiga það öll sameiginlegt að sækja fylgi sitt í vinstri arminn og veikja þannig möguleika vinstra þenkjandi fólks til að sækja á sjálftökuhyskið í sjallaflokknum. Þessi örframboð eru einungis vatn á myllu Kölska.
corvus corax, 16.3.2009 kl. 20:42
Skoðanakannanir eru ómarktækar margar hverjar og oft gerðar til að hræða fólk frá því að breyta til. Ég þekki þetta vel frá minni vinnu við Frjálslynda flokkinn, hann er nánast þagaður í hel, en við erum hér semt ennþá. gangi ykkur vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 21:04
Ég ætla að taka undir tvennt af því sem þú segir Birgitta í fyrsta lagi þetta: maður svíkur engan nema sjálfan sig að hanga í eitthvað sem maður veit að stríðir gegn samvisku og réttlætiskennd.
Og í öðru lagi þetta: Hér hefði í raun og veru þurft að vera sett neyðarstjórn eins og ég og félagar mínir úr grasrótinni vonuðum- þá hefði þingið ekki verið hertekið af prófkjörsbaráttu á slíkri ögurstund sem við erum á.
Ég ætla engu að spá í sambandi við Borgarahreyfinguna en það er eina nýja framboðið sem mér finnst eitthvert vit í. Mér líst fjarskalega vel á stefnuskrá ykkar og finnst þið þess vegna eiga skilið mörg atkvæði. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:09
Af hverju er það að fólk sem er vinstra sinnað fer alltaf í þennan ólýðræðislega grátkór um atkvæðastuld? Borgarahreyfingin er hreyfing ekki flokkur - ég held að flestir sem ég er að starfa með eru ekki fastir í hægri vinstri hugsun - heldur sér að það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem er orðið samdauna kerfinu sé hæft til að uppræta spillingu.
Takk Ásthildur mín - smá sólartýra í allri þessari neikvæðni:)
Birgitta Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:15
Birgitta! Ég veit t.d. um nokkra sem hafa skilað auðu hingað til en hafa fengið flokk til að kjósa með Borgarahreyfingunni. Vertu bjartsýn Borgarahreyfingin er sennilega það besta sem boðið er upp á í komandi kosningum. Það verða kannski ekki allir sem átta sig á því núna en í næstu kosningum sem ég spái að verði innan fjögurra ára þá spái ég því að þið uppskerið það sem þið sáið til núna!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:19
Takk Rakel mín - það er eins og blessaðir drengirnir hafi ekki lesið færsluna mína - gleður mig að þú hafir gert það. Ég hef engan sérstakan áhuga á að fara í þessa baráttu - en ég get ekki hugsað mér að gera ekki neitt, vitandi hve ástandið er alvarlegt og hve lítið örlar á upplýsingum til almennings um raunverulegt ástand. Eina leiðin sem virðist fær er að fara inn á þing og ná í þessar upplýsingar :) Annars er harla lítið hægt að gera til að þrýsta á ef við önum öll í blindni.
Birgitta Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 22:00
Ég dáist að þér og öðrum réttlætissinnum sem standið í þessari baráttu. Ykkur sem farið alla leið! Rödd ykkar er nauðsynleg í þessari kosningabaráttu. Það verður að halda þjóðinni meðvitaðri. Það verður líka að halda leiðtogum annarra flokka við efnið þannig að þeir afvegaleiði ekki komandi kosningabaráttu. Þeir munu reyna og rembast en ég trúi því að Borgarahreyfingin muni a.m.k. neyða þá til að halda sér við þau málefni sem skipta þjóðina mestu máli í dag.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.3.2009 kl. 22:10
Gott hjá þér Birgitta
Hörður B Hjartarson, 17.3.2009 kl. 02:51
Sammála Rakel - ég hef áður tekið þátt í nýju framboði og það sem var áhugvert við að sitja hvert pallborðið á fætur öðru með frambjóðendum annarra flokka var að okkar stefnumál voru farin að enduróma í þeirra tali - minna varð þó um efndirnar. Lífið snýst um að stórum hluta að planta fræjum - hvað verður um þau er erfitt að segja - en ef þau eru eitthvað annað en illgresi þá er maður kannski að láta eitthvað gott af sér leiða.
Ég er bara manneskja og ekkert öðruvísi en annað fólk nema að ég hef tekið ákvörðun um að mér er nóg boðið hvernig er farið með okkur sem þjóð - ég er búin að fá nóg af spillingu og eigingirni - ég óttast IMF og ég óttast þögnina - þá er það mitt að rjúfa þögnina og minn eigin doða með því að framkvæma - framboð og að skapa einingu meðal fólks sem á lítið sameiginlegt nema að hafa fengið nóg af þögn - lygum - óheiðarleikanum sem einkennir stjórnsýsluna frá því örófi alda. Ég þoli ekki pólitíska refaskák og þessi endalausu leikrit sem okkur eru boðin upp á.
Takk Hörður:)
Birgitta Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 06:28
Heyr Birgitta mín...hver violl ganga til svo mikilvægtra kosninga og kjósa ekki samkvæmt sannfæringu sinni og trausti heldur út frá ótta sínum?
Við höfum nógu lengi verið hrædd nú verðum við að vera hugrökk og taka skrefin í átt að þeim breytingum sem við viljum raunverulega sjá!!!!! Þess vegna mun ég bjóða mig fram með Borgarahreyfingunni og taka þátt í uppbyggingu hennar með öllum þeim sem eru sama sinnis..og vilja raunverulegt lýðræði og frelsi og eru óhrædd við breytingarnar. Í borgarahreyfingunni sé ég ´folkið sem stóð úti í vetur og stóð með sjálfu sér og sannfæringu sinni. Svoileiðis fólki treysti ég best núna.
Takk fyrir góðan pistil!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2009 kl. 11:52
Mikið er gott að lesa svarið þitt Birgitta. Mikið erum við heppin að eiga fólk eins og þig. Vildi að allir sem bjóða sem fram til þingsetu hugsuðu það eins og þú.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.3.2009 kl. 11:58
Ég vona svo sannarlega að Íslendingar séu ekki þeir aumingjar að þora ekki að kjósa Borgarahreyfinguna af þeirri aumu ástæðu að þeir eru hræddir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einhvern sigur af því. Hvar er eiginlega andinn sem réð hér ríkjum fyrir utan Alþingishúsið fyrr í vetur? Erum við þær talhlýðniskindur að trúa því innst inni að engu sé hægt að breyta? Mér heyrist jafnvel á fólki sem ég sá með hlemmstórar pönnur fyrir utan Alþingi tala þannig núna... Fjallið tók jóðsótt...
En hér er svo dálítið kviksmælki til að lyfta fólki upp og sýna hvað er hægt að gera ef menn hafa hugmyndir og þora...
http://www.ted.com/index.php/talks/dave_eggers_makes_his_ted_prize_wish_once_upon_a_school.html
Beggi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:05
Ég hef mikila ánægju af því að lesa bloggið hans Þórs. Hlæ oft og skemmti mér mikið. Hann er búinn að þróa með sér ótrúlega fjölbreyttan orðaforða þegar kemur að lýsingum á siðlausum auðvalds- og spillingarsinnum sem víða koma við þessa dagana. T.d. nýyrðið: liðormur af olíusamráðsættinni
Það væru ömurleg örlög að vera nauðbeygður til að nota útilokunaraðferðina á kosningadag. Væru hér eingöngu umræddir 4-flokkar væri ég knúinn til að kjósa VG eða Samfylkinguna. Og þar með viðurkenna þetta steinrunna apparat sem þessi flokkskipan er orðin að með viðeigandi goggunarröðum. Það þurfti ekki annað en að fylgjast með prófkjörssprikli manna - nú svo ekki sé minst á fáránleg "kosninga-tilboð". Sorglegt.
En svo er ekki. Þökk sé m.a. lifandi fólki í Borgarahreyfingunni sem lætur ekki beygja sig en heldur sannfæringu sinni.
Það verður ekki raunveruleg breyting hér nema það byggist upp ný öfl sem taka af skarið í mikilvægum málaflokkum.
Við þurfum breytingu og nýja sýn, sem m.a. grundvallast af frelsi frá klöfum fortíðar.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:27
Kæri Hákon.
Ef þú sleppur því að hæðast að fólki fá færslur þínar meira vægi.
Alveg sama þó að þú sért ósammála honum Þór. Og ég tek það fram að ég er ekki málkunnugur honum, og þekki hann ekki að neinu leyti.
Svona háðsglósur sem virðast innifela þá skoðun að „allt sé leyfilegt“ er ekkert nema pólitísk tómhyggja, og síst til eftirbreytni.
Sérstaklega ef þú telur þig vera að styðja góðan málstað, sem ég dreg ekki í efa.
Gangi þér allt í haginn.
Kveðja, Kristian.
Kristian Guttesen (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:11
Birgitta,
Tid verdid hreinlega ad reyna ad vinna i tvi ad gera nyjum flokki kleift ad hljota kosningu, t.d. med tvi ad krefjast tess ad kosinn verdi flokkur til vara. Tannig geta allir komid i veg fyrir ad mogulega daud atkvaedi fari til haegri, eda vinstri ef tvi er ad skipta, og miklu fleiri munu tora ad veita atkvædi sin teim sem eru kannski teirra fyrsti kostur, en vilja samt ekki taka ahættu a kosningu sjalfstædisflokks.
Bestu kvedjur,
Hrefna
Hrefna (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.