Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Slagorðið Norrænt velferðarsamfélag

Ég verð að viðurkenna að þegar ég fór að vinna sem þingmaður þá hvarflaði ekki að mér hve óvönduð vinnubrögð eru viðhöfð á þinginu. Ég hélt í einfeldni minni að þingið hefði einhver smá völd. En hef komist að því að þingmenn hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu eru einfaldlega strengjabrúður framkvæmdavaldsins. Ég veit að við lifum á sögulegum tímum þar sem reynt er að bjarga því sem bjarga má í algeru hruni. En þessi svokallaða björgun er í hæsta máta furðuleg. Í stað þess að tryggja að grunnstoðirnar bresti ekki er ákveðið að dæla peningum í verkefni sem í huga mér eru ekki þess eðlis að réttlætanlegt sé að veita fjármunum í þau á meðan ljóst er að við erum þegar komin á þann stað að öryggi sjúklinga og barna er skert.

Það er merkilegt að hlusta á orðræðu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra varðandi sína skjólstæðinga. Þegar ég spurði hana hvort að hún myndi ekki alveg örugglega tryggja að stofnanir eins og til dæmis SÁÁ leggist ekki á hliðina, þá hváði hún: "Í kreppunni verður hver að sjá um sig sjálfur." Ég hefði skilið þetta hugarfar hjá einhverjum sem aðhyllist einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og er á annarri línu en þeirrar að þróa hér Norrænt velferðarsamfélag eins og þessi ríkisstjórn lofaði. Annars þá held ég að slagorðið Norrænt velferðarsamfélag sé einmitt bara slagorð og engin innistæða fyrir því.

Í samræðum við félaga mína úr fjárlaganefnd, Margrét og Þór skipta þeirri vinnu á milli sín vegna þess að nefndarstörfin skarast á og oft þarf fólk að vera í mörgum nefndum á sama tíma, þá er ljóst að þessi orðræða um samstarf og samráð er líka bara innantómt orðagjálfur sem hljómar fallega en enginn vilji er til að framkvæma. Kannski halda valdhafar að samráð felist í því að sitja saman fundi og hlusta á ótal beiðnir um fjárstyrki fyrir verkefni sem mér finnst einfaldlega ekki eiga neitt erindi á borð alþingismanna. Ég hefði haldið að samráð ætti frekar að vera um vinnulag og megináherslur í stað þess að horfa upp á nefndarmenn meirihlutans fylla skjóður sínar með peningum skattborgara til að flytja í sín heimahéruð. Meira að segja spákonurnar fá enn sínar dúsur. Já það væri kannski snjallt að spyrja þessa sömu spákonu hvernig næsta ár verður, þegar hún fær sínar milljónir á meðan lokað verður fyrir grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. 

Ég hlusta ekki á þau rök að þetta hafi alltaf verið svona, það var einmitt út á loforðin um að breyta klisjunni: þetta hefur alltaf verið svona, sem þessi ríkisstjórn fékk sitt embætti. Það að forgangsraða peningum í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu samfélagsins er fullkomlega óásættanlegt í kreppunni. Það að greiða biskupsstofu aukalega nærri tvo tugi milljóna í þessari krepputíð er ekki réttlætanlegt. Þessi vinnubrögð er ófagleg og ómarkviss og í ósamræmi við þá tíma sem við lifum á. Öryggi þjóðarinnar er hunsað á kostnað ótal gæluverkefna víðsvegar um land og borg. Fjárlagagerðin gerð á hundavaði - svo miklu hundavaði að það þurfti að taka frumvarpið aftur inn í nefnd vegna þess að það gleymdist að setja inn réttar tölur inn í það. Við þurfum að vinna vinnuna okkar vel kæru samþingmenn meirihlutans. Við þurfum að hefja byltingu inni á þingi varðandi vinnubrögðum og þankagangi. Við þurfum að endurheimta völd þingsins frá framkvæmdavaldinu. Það að velta ábyrgðinni yfir á fortíðina mun ekki leysa þau vandamál sem við erum að glíma við í dag. 


mbl.is Geta sparað með tilfærslu sjúklinga og aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verða friðarstundirnar fleiri

Finnst þetta alveg dásamlega jákvæðar fréttir og ef það er eitthvað sem við ættum að styrkja þá er umburðarlyndi og mannúð. Vona að þetta verði að árlegum viðburði.

Dalai Lama er frumkvöðull á þessu sviði - að sameina fólk handan trúarbragða í umburðarlyndi gagnvart því sem fólk kýs að trúa á. Það sem mér þótti hve best að heyra hann segja í sjónvarpsþættinum frábæra sem var sýndur á RÚV í gær, var að hann væri ekki fyrir trúboð:) Það er algerlega eitthvað sem ég get kvittað undir...

Hér er slóð í heimildarmyndina sem Þóra Arnórsdóttir setti saman.


mbl.is Fjölmenni á friðarstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt að hafa valkost

Ég ætlaði ásamt nokkrum þingfélögum að vera úti á Austurvelli í stað þess að sækja messuna - finnst persónulega ekki rétt að blanda saman trúarbrögðum og þinghaldi. Veit að þetta er hefð og allt það en mér ber að fara eftir minni eigin siðferðisvitund varðandi þingstörf.

Ég gæti alveg hugsað mér að kíkja til Siðmenntar og hlusta á hann Jóhann en honum hefur tekist ljómandi vel upp við að veita börnunum mínum borgaralega fræðslu fyrir borgaralega fermingu.

Mér finnst það flott hjá þeim að bjóða upp á þennan valkost. Tek það fram að ég er ekki trúlaus - hef verið búddisti um langa hríð og finnst það fínn valkostur fyrir mig. Ég er ekki að fordæma þá þingmenn sem ákveða að fara í kirkju en kalla eftir umræðu um hvort fólki finnst í lagi að blanda saman trúarbrögðum og þingsetningu.


mbl.is Hugvekja í stað guðsþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaknaðu nú þjóðin mín!

dscf4143.jpgSamkvæmt úrslitum prófkjara og forvala og hvað þetta nú heitir allt saman - er ljóst að hér verða engar breytingar. Þeir sem sökktu skútunni með vanhæfni og hagsmunatengsl að leiðarljósi eiga semsagt að sjá um að sigla björgunarbátunum í strand líka.

Þarf ég að fara út á torg og kyrja vanhæf þjóð? Er þetta virkilega það sem þið viljið? Treystið þið fólkinu í sjálftökunni til að hætta að hygla að sér og sínum? Haldið þið virkilega að þeim sé ekki alveg sama um ykkur og heimilin ykkar sem þið eruð að missa? Haldið þið að þeir sem skópu hér landslag siðrofs og spillingar séu þess færir að rannsaka sjálfa sig og sína?

Hvað viljið þið? Hvernig viljið þið að framtíð okkar verði? Viljið þið að við verðum þekkt sem þjóð spillingar eða hugrekkis? Það krefst mikils hugrekkis að breyta til - að yfirgefa eitthvað jafn heilagt og flokkakerfið er fyrir mörgum - fjölskyldur hafa kannski kosið sama flokkinn kynslóð eftir kynslóð? Munið bara að þetta eru ekki trúarbrögð - maður svíkur engan nema sjálfan sig að hanga í eitthvað sem maður veit að stríðir gegn samvisku og réttlætiskennd. 

Ætlum við að segja við börnin okkar þegar við eigum ekkert eftir sem þjóð eftir ca 10 ár ef fer sem horfir - að við gerðum ekki neitt til að stoppa þetta feigðarflan? 

Vaknaðu nú þjóðin mín - vaknaðu og sjáðu veruleikann eins og hann er.

picture_1_812524.png18.000 atvinnulausir, enginn endir virðist vera á uppsögnum. 

Meira en helmingur fyrirtækja berjast í bökkum. Mörg orðin gjaldþrota.

Fólk flýr landið - skilur eftir þá sem eiga ekki tök á að flýja - hver á að sjá um gamla fólkið okkar? Varla er það að fara að taka sig upp og flytja.

IMF stjórnar landinu - hvað gerist þegar við getum ekki borgað skuldirnar okkar? Er mögulegt að við missum náttúruauðlindir okkar í hendurnar á alþjóðafyrirtækjum? Í sögulegu samhengi þeirra þjóða sem hafa þurft að leita á náðir IMF eru of góðar líkur á því til að ég geti horft fram hjá því.

Hvar á að skera niður? Hef heyrt að næsta haust byrji niðurskurðurinn fyrir alvöru. Engin raunveruleg svör fást frá neinum af fjórflokknum. Hvar eru efndirnar við stóru orðin SJS? 

Okkur er enn haldið í myrkrinu. Við vitum ekki hve stór jakinn er sem skútan er að stefna á. En óumflýjanlegt er að við verðum fyrir miklu höggi - margir eru enn ekki að sjá eða upplifa þungu höggin. Það er alveg ljóst að XD og XB geta ekki lagfært þann hringorms-ósóma hagsmunatengsla sem vefja sig um stjórnsýsluna alla. 

borgarahreyfingin - þjóðin á þingHvað getum við almenningur gert? Við getum haldið áfram að vera broddflugan - sem lætur þetta fólk verða friðlaust nema það hlusti á kröfur okkar um hreinsun, um heiðarlegt og réttlátt samfélag. En kæra þjóð - ekkert mun gerast ef þið gerið ekki neitt. Í guðanna bænum ekki kjósa þetta fólk aftur yfir okkur. Prófið að gera eitthvað verulega hugrakkt - nýtið ykkur það einstaka tækifæri sem Borgarahreyfingin er að skapa - labbið yfir brúnna á þing. Hún er byggð af okkur fyrir ykkur til að tryggja að við verðum aldrei aftur valdlaus þjóð. 

Vaknaðu nú þjóðin mín og mundu að ef þú vilt breytingar þá færðu aldrei þær breytingar sem þú vilt ef þú sækir þær ekki sjálf.


mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldur undir snjónum

Sýnishorn úr Fire under the Snow - heimildarmynd um munk frá Tíbet sem haldið var í fangelsi í 33 ár. Hann þurfti að þola pyntingar í öll þessi ár en sál hans og hugur var aldrei brotinn. Þetta er sagan hans og hinna fjölmörgu Tíbeta sem eru enn í fangelsi. Mörg þúsund Tíbeta hafa verið handteknir síðan í mars. Nokkur hundruð eruð horfnir. Ekki gera ekki neitt. Kynntu þér ástandið.
 

Raddir fyrir Tíbet - myndband

Á því er að finna ljósmyndir af öllum sem tróðu upp, myndbandsupptöku af Páli Óskari og Moniku að flytja "Betri líf" fyrir hörpu og rödd, dans snjóljónsins og þjóðsöng Tíbeta. Veisla fyrir augu, eyru og sálina:)

Hægt að horfa á það í high quality ef þið farið inn á youtube til að skoða það - mæli með því.


Og hún hló, og hún skelli skelli hló!

Það er að segja ég...

þessi ljósmynd er bara snilld. Er einmitt búin að liggja í MAD sérútgáfu tileinkaðri Star Wars síðustu daga og þessi mynd gæti einmitt verið teikning eftir einhverja af MAD mönnunum, en ekkert er þeim heilagt. Ég vona að fólk fari nú ekki að hneykslast á þessu, því þetta er bara fyndið. 

Fyrir þá sem vilja vita meira um Tíbet, þá setti ég fullt af slóðum á efni því tengdu sem og slóðir í heimildarmyndir á google video... Vona að fleiri taki sig til og kynni sér hvað er í gangi þarna og hefur fengið að viðgangast allt of lengi.

 


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lama Tenzin leiðir bæn fyrir kínversku þjóðina

klukkan 13:00 fyrir utan kínverska sendiráðið - Vinir Tíbets vilja sýna kínversku þjóðinni samkennd á þessum erfiðu tímum. Lama Tenzin munkurinn góði frá Tíbet mun leiða þessa bænastund, en hann er þekktur fyrir að bjarga munaðarlausum börnum og koma þeim til náms og betra lífs á Indlandi.

Í stað hefðbundinna mótmæla fyrir utan sendiráðið fannst okkur við hæfi að biðja fyrir kínversku þjóðinni og sýna þeim samhug í verki. 

Öllum sem hafa hug á að sýna að þeim er ekki sama þegar svona hörmungar dynja á heimbyggðinni er boðið að koma og taka þátt í þessari bænastund með okkur, burtséð hvaða skoðanir þeir aðhyllast.

 

 


mbl.is Ferðamanni bjargað úr rústum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munkurinn síkáti og skáldahátíð í Venezúela

Gærkveldið var í alla staði afar sérstakt og eftirminnilegt. Vinir Tíbets stóðu fyrir kvöldstund með Lama Tenzin á Kaffi Hljómalind. Það var ágæt mæting - hefði viljað sjá fleiri ný andlit en það var afar góðmennt. Lama Tenzin er með betri sögumönnum sem ég hef eytt kvöldstund með. Hann sagði frá aðdraganda þess að hann ásamt fjölskyldu sinni komu á fót skóla á Indlandi fyrir fátæk og munaðarlaus börn. Hann ferðast um í 19 daga gönguferð upp í einhver hættulegustu landsvæði í heimi til að bjarga börnun, sér í lagi stúlkum frá því að lifa við þrældóm um aldur og ævi. 

Eftir fundinn sem hófst á dásamlegri kyrjun og endaði með stórkostlegum fréttum sem ég get því miður ekki sagt frá strax, keyrði ég Lama Tenzin á dvalarstað hans. Hann bauð mér í mat og við áttum gott spjall. Fann mikinn vinarhug og fékk að heyra meira af skólanum hans sem og fann fyrir miklum stuðning við það starf sem ég er að inna af hendi varðandi Tíbet. Það er svo skemmtilegt að fá að kynnast svona fólki sem á einhvern hátt lifir stóru lífi. Á sér draum og lifir draum sinn með ráðum og dáðum. Hvet fólk til að kíkja á þessar YouTube myndir af hinu 19 daga ferðalagi til bjargar börnunum... 

Ég er svo að fara af landi brott á morgunn og mun sennilega ekki blogga mikið á meðan ég er á hinni alþjóðlegu skáldahátíð í Venezúela. Frétti að það kostaði morðfjár að fara á netið á hótelinu sem ég verð á. Læt hér fylgja með ljóð sem ég ætla að flytja á hátíðinni og er að sjálfsögðu um Tíbet:) 
 
Læt ykkur svo vita hvernig þessi ævintýraferð fór fram ... með björtum kveðjum og vinarþeli
Birgitta
 
 
 
Paradise lost 

 

At the roof of the world

frozen bodies

sterilized wombs

scars of torture

dying language

rumbling monasteries

empty sockets on temple walls

 

But Paradise lives on

in sand mandalas

made from foreign soil

the ancient sounds of chanting

in other worlds

in other words

 

In Dharamsala

in the sound of the Tibetan culture

determant to survive the genocide

 

In every corner of the world

Tibetan prayers sound

Tibetan thinking takes root

 

Om Om Om

Thick deep voices

Colorful prayer flags

and the longing for Phayul

Your spell is peace

and peace and peace again

While we learn the

meaning of compassion

through tolerance of divine nature

Such is the way of your teachings

 

 

Your forced exodus from Phayul

a great blessing for humanity

Your voices silenced

by the faceless Chinese regime 

Yet you speak through me

not only through my voice

but through my heart

 

Oh blessed are you who have suffered so much

Yet humanity has failed to

recognize your greatest gift:

Your monks walking among us

planting ancient seeds within the modern mind

our collective salvation

was materialsed

 

Without it we would have fallen

down down down

into the abyss of self destruction

 

Oh blessed are you

for you have awakened

the sleeper within

 

Today your flag flies higher and higher

The Snow Lion rises

not only in Tibet

but in the collective human heart

and I pledge to rise with you

 

As you return

into the heart of Phayul

we will again have a dome of peace in our world

at its rightful place at the roof of the world

 

Drifting in a steady stream

blessings towards

your heart - your soul

 

Om Tibet 

free Tibet 

Om Tibet 

Free Tibet

Om OM om OM 

Free Tibet NOW

 


Lama Tenzin á Kaffi Hljómalind

næstkomandi fimmtudagskvöld... 15. maí klukkan 21:00. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri á að hitta lama frá Tíbet en næstkomandi fimmtudagskvöld eiga við þess kost. Vinir Tíbets verða með upplýsingakvöld um Tíbet, um félagið og síðast en ekki síst mun Lama Tenzin kynna skóla sem hann rekur á Indlandi fyrir fátæk og munaðarlaus börn. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. 

 tibetinfonightice


Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 508655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.