Leita í fréttum mbl.is

Borgarahreyfingin - nýtt stjórnmálaafl

Borgarahreyfingin kynnti framboð og stefnumál sín. Fréttir Stöðvar 2 og RÚV, Kastljósið og Mbl-Sjónvarp 4. mars 2009. 
 
 
Hvet ykkur til að lesa stefnuskránna okkar. Hún er að mörgu leiti einstakt plagg. Fjöldi fólks úr grasrótinni sem hefur verið að funda í sitt í hvoru lagi um landið allt lagði hönd á plóg við að gera þessa stefnu þess eðlis að hún taki á því sem almenningur vill að verði gert. Borgarahreyfingin er brú almennings inn á þing - við viljum afnema allar þessar hindranir sem búið að setja upp innan úr þingi.
 
Okkar markmið eru skýr - við viljum að ÞJÓÐIN skrifi sína stjórnarskrá. Ekki einhverjir útvaldir heldur verði tekið slembiúrtak úr þjóðskrá.  Við viljum afnema 5% þröskuldinn, við viljum að öll atkvæði hafi sama vægi. Við viljum persónukjör þvert á alla flokka. Ekkert er eðlilegra en að prófkjör fari fram inni í kjörklefa. Í mínum huga er fátt þó mikilvægara en að hér verði komið á skýrum reglum um þjóðaratkvæðagreiðslum - þar sem u.þ.b. 7% þjóðarinnar getur kallað eftir slíkri atkvæðagreiðslu um málefni er varða þjóðarhag. Þá er nauðsynlegt aðhald fyrir þingheim sú vissa að við getum beitt annarri aðferð en byltingu að til að láta rjúfa vanhæft þing eins og við upplifðum nýverið. 
 
Auðvitað er líka mikilvægt að koma með lausnir á þeim brýnu efnahagslegu vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð - því var mikill fengur að fá hagfræðinga til liðs við okkur sem hafa ekki fetað hefðbundna slóða heldur hafa þorað að gagnrýna þetta gjörspillta kerfi sem við búum við. 
 
Það er líka mikilvægt að fólk viti að við erum hreyfing sem hefur það markmið að ná þessum grundvallarbreytingum í gegn og þegar við höfum náð þeim markmiðum þá munum við leggja þetta framboð niður. Við erum fólk sem hefur barist fyrir því að uppræta spillingu og okkar markmið er að færa valdið aftur til almennings. En það er afar mikilvægt að almenningur taki þátt í að byggja upp nýtt Ísland - þess vegna erum við opin fyrir því að fá til liðs við okkur fólk sem lætur sig samfélagið sitt varða án þess að eiga einhverja hagsmuni í húfi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir sem mögulega nutu fyrirgreiðslu hjá þeim fyrirtækjum sem talin eru vafasöm, rannsaki sig sjálfa. 
 
Ég skora á fólk sem verkjar í sálina út af þeirri siðspillingu sem hér gapir við okkur dag hvern, að koma til liðs við okkur - bjóðið ykkur fram - það er kannski ekki mjög spennandi að setja sjálfan sig í eldlínuna og eitthvað sem ég til dæmis er með hnút í maganum út af - en ég ætla samt að gera það - ég get ekki ætlast til þess að einhver annar breyti samfélaginu fyrir mig ef mér hugnast ekki hvernig það er. 
 
Það er svo mikilvægt að við fáum þverskurð af samfélaginu til liðs við okkur að hrinda þessum breytingum í framkvæmd - ég skora á alla þá sem láta sig þetta land og þessa þjóð sig varða að vera með. Þegar við svo höfum náð þessum breytingum í gegn - þá losnum við að sitja uppi með æviráðna pólitíkusa inn á þingi. Held að það sé hverjum manni gott að vera á almennum vinnumarkaði og takast á við lífið án forréttinda. Líka fyrir fólk sem fer í opinber þjónustustörf í þingsölum. Þingið er okkar - Okkar þing - Okkar kerfi - Okkar ábyrgð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú ert glæsileg kona og skynsöm. Ég mun fylgjast með hreyfingu þinni fram að kosningum enda hef ég ákveðið nú að halda öllum möguleikum opnum áður en ég kýs.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka þér fyrir það Hilmar:)

Birgitta Jónsdóttir, 9.3.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband