Leita í fréttum mbl.is

Bloggið virkar

Áríðandi leiðrétting: fékk símtal frá Bónusvídeó og fyrirtækið er ekki farið í gjaldþrot. Mun birta hér bréf frá þeim þegar ég fæ það. En maðurinn var almennilegur og baðst innilegrar afsökunar á mínum óförum og virði ég það. Ég mun því leiðrétta þessa færslu í takt við innihald bréfsins. Vinsamlegast ekki senda haturspóst á fyrirtækið. Ég er allavega ánægð með að þessi bloggfærsla var til þess að fyrirtækið er fúst til að lagfæra vinnubrögð sín í framtíðinni og slíkt ber að virða og fagna. 

Hér er bréfið: ég ætla ekki að ritskoða færsluna mína en strika yfir rangfærslur. Ég er sátt að máttur neytanda er að aukast og að það virki að blogga ef maður lendir í vandræðum. Ég hefði ekki skrifað þessa færslu ef ég hefði ekki reynt allt sem ég gat til að hafa upp á forsvarsmönnum fyrirtækisins. Segið svo að bloggið virki ekki:) 

Sæl Birgitta,
 
Mér þykir mjög leitt að myndin hafi ekki borist til þín á réttum tíma og biðst innilegrar afsökunar á því.  Að þú hafir ekki náð til okkar er einnig mjög slæmt en við erum búnir að vera í vandræðum með símakerfið í nokkra daga.  Við erum þjónustufyrirtæki og viljum standa okkur 100% enda þrífumst við eingöngu á ánægðum viðskiptavinum.  Takk fyrir hressilega ábendingu og ég get lofað þér því að við  tökum alla punktana þína til greina strax...endilega láttu mig vita beint á bjarki@bonusvideo.is ef ég get gert eitthvað fyrir þig í framtíðinni.
 
Enn og aftur, takk fyrir þína gagnrýni.  Hún verður til þess að við lögum okkar mál strax.
 
Virðingarfyllst,
 
Bjarki  Pétursson
 
 
P.s. myndin er á leiðinni til þín.

 ----------------------------------

Gjaldþrota Bónusvídeó rænir fólk á vef sínum

Siðleysið virðist vera algerlega takmarkalaust hérlendis. Ég var að leita að DVD mynd fyrir yngri son minn sem ég hafði lofað honum í verðlaun fyrir góða frammistöðu. Fann loks myndina hérlendis á vefnum bonusvideo.is sem heyrir undir Bónusvídeó ehf. Þar keypti ég myndina í góðri trú fyrir rúmlega viku. Skildi ekki af hverju myndin skilaði sér ekki á tilgreindum tíma og hóf því að hringja í símanúmer sem gefið var upp á vefnum. Það var alltaf á tali og prófaði ég því að hringja beint á skrifstofu fyrirtækisins. Þar var líka á tali. Prófaði ég því að senda tölvupóst en fékk engin svör. Þá prófaði ég að hringja í allar leigurnar sem eru í símaskránni og heyra undir Bónusvídeó. Alls staðar á tali, uns ég loks næ sambandi við eina af þessum leigum.

Spyr viðmælanda minn hvort að það geti verið að Bónusvídeó sé farið í þrot. Maðurinn sagðist halda það, því búið sé að loka fyrir símanúmer þeirra. Ég fór svo inn á vefinn þeirra áðan og viti menn enn hægt að kaupa sér myndir eða leigja þrátt fyrir að fyrirtækið sé augljóslega í þroti. Þetta er siðlaust með öllu. Ég hafði samband við einn af bönkunum mínum og vildi fá að vita hvort að hægt væri að bakfæra þessa greiðslu en það er ekki hægt. Þá bað ég starfsmanninn um að vinsamlegast að láta Valitor vita af þessu svo aðrir lendi ekki í sama óláni og ég. Auðvitað á að loka fyrir þetta drasl samstundis. Ég tapaði ekki miklum peningum en mér finnst þetta bara svo ótrúlega grófur þjófnaður.

Svo labbar þetta lið um og strýkur sínu frjálsa höfði, keyrir um að Game Over bílunum sínum og hlær að okkur fábjánunum sem þurfum að borga allar þeirra skuldir á meðan þeir þjóðnýta okkur á allan mögulegan hátt. Kannski ætti ég að skreppa niðrí 1011 og ná mér í mynd þar á sama verði og ég keypti þessa á sem ég mun aldrei fá og sjá hvort að ég verði ákærð fyrir þjófnað.

1011 og Bónusvídeó er sama fyrirtækið að nokkrum kennitölum aðskildum.

En sem sagt í guðanna bænum ekki versla við þetta fyrirtæki. Það mun sennilega láta sig gossa og sleppa því að borga starfsfólkinu sínu eins og þeir gerði með BT.

 


mbl.is Ekkert fellur á skattgreiðendur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki bara siðlaust heldur líka ólöglegt. Prófaðu að kæra til lögreglu ef þeir eru enn með vefinn opinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.2.2009 kl. 18:54

2 identicon

Borgaðiru með vísakorti?

Gummi (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:20

3 identicon

Ég hefði haldið bankinn þinn ætti að geta bakfært þessa greiðslu þar sem þetta eru svik á skilum á vöru. Ég lennti í svipuðu og fékk greiðsluna bakfærða.Ég held að þú hafir ekki talað við rétta manneskju í bankanum þínum.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:47

4 identicon

Leigði mér spólu hjá Bónusvideo í Keflavík í gær og þar eru þeir ekki farnir á hausinn. Ég ef því að svo sé.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:50

5 identicon

Eitt ef fyrirtækið er farið á hausinn, þá eru þetta enginn svik. Fyrirtækið er sett í gjaldþrotameðferð og því skipaður skiotastjóri sem metur kröfur o.s.frv. það sem þú þarft að gera er að gera kröfu í búið þó óliklegt sé að þú fáir hana greidda.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:59

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þetta snýr ekki beint að mér heldur að þeirri staðreynd að aðalbatterí bónusvídeó er gjaldþrota, það heldur úti þessum vef sem er enn að selja myndir í gegnum vefinn - þeas tekur við greiðslum en afhendir ekki vörurnar. það er bara hreinn og klár þjófnaður. þetta er búið að vera svona í meira en viku.

bónusleigurnar eru oft reknar af sömu aðilum og áttu leigurnar áður en þeir fóru í samstarf við bónusvídeó. sér í lagi á þetta við smærri leigur eða leigur úti á landi. það er búið að loka síma fyrirtækisins fyrir um það bil viku - það er ekki hægt að ná í neinn á aðalskrifstofu fyrirtækisins. það er eitthvað rotið þarna. sér í lagi finnst mér alvarlegt að það sé enn verið að plata fólk til að versla við þá í gegnum vefinn.

ég er með svona visa debetkort - ég ætla að prófa að hringja í lögguna og valitor á morgunn og sjá hvort að það sé ekki ólöglegt að stunda svona blygðunarlausan þjófnað.

Birgitta Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:46

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Takk fyrir þessa færslu Birgitta.

Skil bara ekki hvað íslendingum finnst þetta viðskiptasiðleysi á þessu landi lítið mál. Fólk er svo fast uppi í r..... á sér að það lætur eins og ekkert sé og þegar það lendir svo sjálft í svipuðu þá er eins og það sætti sig bara við svona málalok - "úps hvað ég var óheppinn," hugsar það með sér og fer í Bónus!

Kannski það sé bara best að gera það - kjósa Sjálfstæðisflokkinn og vonast til að maður verði aldrei alvarlega veikur eða neinn náinn manni því innan tíðar verður eingöngu vellauðugum fært að sækja sér - eðlilega læknisþjónustu - ef þessi flokkur kemst aftur til valda.

Kannski "ignorance" sé bara "bliss" eftir allt saman!

Þór Jóhannesson, 6.2.2009 kl. 01:38

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bónusvídeo er ennþá starfrækt í verzlunum 10-11 þar sem hægt er að leigja myndir af tölvuskjá (getur skrollað í gegnum úrvalið þar).

Mér finnst því að þú ættir bara að mæta með kvittun í 10-11 (ef Bónusvídjó er búið að loka öllum sínum útibúum) og heimta að fá myndina!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.2.2009 kl. 03:52

9 identicon

Vildi bara vekja athygli ykkar á því að vídeóleigan í 10-11 er í eigu

Bónusvideos.

Jóna (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 08:10

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Bingo!

Júlíus Valsson, 6.2.2009 kl. 12:05

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta var það sem Davíð var allan tímann að reyna að segja og nú á að reka hann fyrir það. Bjarnabófarnir unnu. 

Forsættes i næste nummer...

Júlíus Valsson, 6.2.2009 kl. 12:16

12 identicon

Bilaður síminn... rite

DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:43

13 identicon

Frábært.Neytendameðvitund er nauðsynleg.Við verðum að halda vöku okkar á öllum sviðum.Takk fyrir þinn hlut í vökunni

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:45

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott hjá þér Birgitta.  Tek einnig undir með Birnu Dís, um að neytendameðvitund er nauðsynleg.

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband