Leita í fréttum mbl.is

Um tilgangsleysi allra hluta

mótmælendurEr fólk ekki farið að missa sjónar af því sem skiptir máli? Ég skil bara ekki tilganginn með þessum mótmælum - 99% þeirra sem mæta á önnur mótmæli eru þarna til að upplifa samstöðu og skapa þrýsting á stjórnvöld um að axla ábyrgð og taka poka sinn. Mér finnst alveg ógurlega kjánalegt að mótmæla öðrum mótmælendum enda alveg víst að nákvæmlega sama fólk myndi mæta á bæði fyrir utan kannski 1% sem eru á móti hver öðrum.

Einbeitum okkur að því að skipið er að sökkva og hættum að spá í hver er á hvaða þilfari. Við verðum að fá hér nýja stjórnarskrá, nýja kosningalöggjöf og neyðaraðgerðir fyrir almenning í landinu - höldum áfram að mótmæla því að það er ekkert verið að gera sem stuðlar að þjóðarhagsmunum. 

 


mbl.is Mótmæli gegn ofbeldi og eignaspjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Til þess að við getum einbeitt okkur að því sem skiptir máli þá þurfum við að losna við óeirðarseggina úr mótmælunum. Þá fáum við miklu fleiri til að koma niður í bæ og mótmæla því ástandi sem er í þjóðfélaginu og fara fram á kosningar hið fyrsta.

Þetta er því frábært framtak sem ég styð 100%

Gunnar Þór Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Við losnum ekki við þá á þennan hátt Gunnar Þór - þarna er verið að taka fókusinn af öllu því fólki sem hefur mætt á mótmæli og ekki sýnt neitt ofbeldi eða ollið skemmdarverkum og í raun gert lítið úr því fólki. Þarna er verið að setja fókusinn á örfáa einstaklinga sem fóru yfir strikið og enginn veit hver er. Best er að fókusera á allt það fólk sem hefur mætt á mótmælin og staðið með friði - var ekki slegin hlífarskjöldur um löggurnar í gær. Þögnuðu ekki mótmælendur á meðan jarðaför fór fram. Mér finnst þessi mótmæli eiga það skilið að fá á sig athygli fyrir fullt af jákvæðum hlutum sem þau hafa framkallað en að búa til einhverja gjá á milli mótmælenda er bara kjánalegt ...

Birgitta Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ekki hvítliðabragur á þessu Birgitta?

Ég held það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

sammála þér Jenný Anna... þó svo ég sé mikil friðarmanneskja ætla ég ekki að mæta á mótmæli gegn mótmælendum - finnst það bara svo algerlega tilgangslaust - af hverju mótmælir þetta fólk ekki skrílnum inn á þingi ef það hefur svona mikla þörf á að mótmæla?

Birgitta Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:47

5 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Mér finnst rétt að þeir sem telja að þeir séu að hjálpa málstaðnum með því að nota ofbeldi megi alveg sjá að það er ekki vilji meirihluta þjóðarinnar. Ég ítreka einnig það sem ég sagði hérna áðan að ef ekki væri þetta ofbeldi þá kæmu miklu fleiri að mótmæla ástandinu.

Það er ekki sama hvaðan "gott" kemur. Frekar vildi ég standa einn og mótmæla en að vera í hóp þar sem ekki er farið eftir grundvallarlögum í þessu þjóðfélagi.

Gunnar Þór Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 10:52

6 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Birgitta, þetta eru ekki mótmæli gegn mótmælendum. Þetta eru mótmæli gegn ofbeldi og eignaspjöllum. Í mínum huga eru þeir sem stunda slíkt ekki verðir að kallast mótmælendur.

Gunnar Þór Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 10:53

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Eins og ég segi í þessari grein þá er það skoðun mín að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir skemmdarverk eða ofbeldi á mótmælafundum - í raun og veru skiptir engu máli hver yfirskrift mótmæla er eða tilgangur - það er alltaf til fólk sem er tilbúið að snapa sér fæting. Mér finnst bara mikilvægara að einbeita sér að stóru málefnunum en smáatriðunum.

Birgitta Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:04

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála Gunnari, við skulum líka varast að koma af stað undirróti hjá fólki, hvað þið kallið "hvítliðar" skil ekki það orð 

Friðsamir mótmælendur ættu kanski sjálfir að ganga á milli svokallaðra óeirðaseggja sem af óskiljanlegum ástæðum ná að leynast sem og lögreglu - sýna gott fordæmi sem og meiningu orða sinna um kröfuna um friðsöm mótmæli

Jón Snæbjörnsson, 22.1.2009 kl. 11:08

9 Smámynd: LM

Mér finnst stórkostlega furðulegt að fólk sem gefur sig út fyrir að vera friðelskandi sé að gera lítið úr umræddum mótmælum.  Hefði haldið að friðarsinnar vildu einmitt ekki ofbeldi og eignaspjöll eins og einkennt hafa þessi "austurvallarmótmæli" undanfarna daga.  En það sýnir kannski betur en allt annað að þessi mótmæli eru pólitísk.  Þeir sem bera ábyrgð á mótmælunum hingað til vilja ekki að aðrir komi og "steli" af þeim sviðsljósinu.

LM, 22.1.2009 kl. 14:39

10 identicon

Alveg er það nú einkennandi fyrir Íslendinga að mæta á mótmæli til að mótmæla nokkrum heimskum mótmælendum sem voru í hópi eðalmótmælenda. Þarna verður semsagt fólk að gráta yfir flísinni í lófanum, og á meðan logar krabbameinið í hausnum. Þetta er svo forheimskandi og smáborgaralegt að tilgangur mótmælana er að gufa upp í kaffispjall atvinnuhneykslara um ljótt ofbeldi, og um leið gleymist hvað hefur verið að gerast hérna undanfarna mánuði. Þetta er kallað að færa brennipunktinn yfir á blinda blettinn... Og missa sjónar á takmarkinu. 

 Ísland er greinilega land fyrir embættisaðal og fólk sem eru sérfræðingar að gapa af hneykslan...en yfir aukaatriðunum.

Beggi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 509112

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband