Leita í fréttum mbl.is

Takk hugrakka fólk

Ég kemst ekki - vil ekki vera óábyrg móðir og taka son minn í mótmælin. En ég er ánægð með að það sé svona mikið fjölmenni þarna. Við verðum að sýna samstöðu - það er búið að brjóta svo illilega á okkur og enginn hefur sætt ábyrgð nema við almenningurinn - aðfarirnar að almenningi eru næst því sem kalla má landráð. Ég skora á ríkisstjórnina að segja af sér- vanhæfni hennar er alger að takast á við það sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Ég vona að þetta fari ekki út í ofbeldi. Ég vona að þetta verði hávaði en ekki handalögmál. En takk allir sem lögðu leið sína að alþingi í dag.

Fann þessa frétt inn á Smugunni núna rétt í þessu: "Sífellt fjölgar mótmælendum á Austurvelli og nú fyrir nokkrum mínútum gengu tveir þingmenn vinstri grænna út úr Alþingishúsinu og inn í hóp mótmælenda. Álfheiður Ingadóttir og Katrín Jakobsdóttir þingmenn sögðust ekki geta setið lengur inni í Alþingishúsinu.

Hávaðinn við Alþingishúsið hefur stigmagnast frá því klukkan eitt. Lögregla hafði lokað fyrir innganginn að húsinu með gulum borða. Fólk fór fljótlega inn fyrir borðann og gerði lögregla ekkert til að hindra það.

Fólkisfjöldinn hefur nú dreifst og er allt í kringum Alþingishúsið. Margir berja húsið að utan með berum höndum, en sumir með sleifum eða pottlokum. Margir lögreglubílar eru í nærliggjandi götum, hávaðinn á Austurvelli er ærandi og óttast menn að upp úr sjóði í mótmælunum."

 


mbl.is Mótmælendur við alla innganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki grafa höfuð þitt í sandin. Ekki vera svona blind.

Af þeim myndum sem ég hef séð núna á vefmiðlu þá er einhverjir sem eru með klúta og hettur fyrir andlitum sínum og það fólk er EKKI komið í friðsömum tilgangi. Það er komið til að láta skoðun sína í ljós með öllum ráðum og ef þessu fólki finnst að eingin sé að hlusta á þeirra "skoðanir" þá er snúið sér að skemdarverkum og ofbeldi.

Bylting er ekki háð á bakvið klúta og grímur. Ef þetta fólk hefur svo sterk rökk fyrir þeim "málstað" sem það stendur fyrir þá á það að koma fram og berjast fyrir því sem það trúir að sé rétt. Þeir sem fela sig bakvið andlitsklútta eru ekkert annað en skríll sem vill breytta friðsömum mótmælum í skrílslæti og skemmdarverk.

Þorgeir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Æi Þorgeir taktu sjálfur haus þinn úr sandinum

kíktu á sjónvarpið og haltu svo áfram jafn glórulausum fullyrðinum - meiri hluti þeirra sem eru þarna eru ekki með klúta eða lambhúshettur og hvað er að því að mæta undirbúinn - lögreglan hefur haft tilhneiginu til að úða á fólk fyrirvaralaust

Birgitta Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 14:56

3 identicon

Þorgeir:

Auðvitað er hægt að færa rök fyrir því að það að sýna andlit sitt hjálpi málstaðnum. Það eru líka augljósar ástæður fyrir því að vilja hylja andlit sitt. Þetta skiptir bara engu máli. Málið er að hvorki þú né aðrir eruð í stöðu til að skipa fólki fyrir um hvernig það eigi að mótmæla.  

Ég sá nokkra þarna med hettur. aðra med loðhúfur með eyrnahlífum. Sæmir slíkur klæðnaður alvöru mótmælendum í þínum bókum eða er þetta líka bleyðuskríll? 


Gummi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: corvus corax

Þorgeir er fífl ef hann heldur að mótmælendur hafi hulið andlit sitt í dag við þinghúsið. Það liggur við að telja megi þá á fingrum annarrar handar en hópurinn var líklega hátt í tvöþúsund manns þegar mest var. Og RÚV fréttafölsurunum til upplýsinga voru þetta ekki ungmenni með læti heldur var þorrinn fullorðið fólk allt upp í gamalmenni eins og t.d. ein eldri kona sem fékk að sitja á bekk í Alþingisgarðinum í friði fyrir löggunni. Fréttastofa RÚV getur reynt að falsa eins mikið af fréttum og hún vill en breytir ekki því að þarna var þjóðin saman komin.

corvus corax, 20.1.2009 kl. 18:11

5 Smámynd: Isis

Held að þetta sé ekkert "næst lándráði"... þettu eru hreint og beint landráð... það verður bara ljósara með hverjum deginum sem líður.

Þú mætir bara næst

lifi byltingin!

Isis, 20.1.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.