Leita í fréttum mbl.is

Viðtal við hælisleitendann John

Þessi maður var sendur frá Íslandi í dag ásamt einum öðrum sem ég hef því miður engar upplýsingar um. Mér finnst mikilvægt að hugsa til þessa fólks sem hverfur bak við orð og tölur. Ég hitti hann aðeins þegar ég fór í heimsókn á Fit-hostel stuttu fyrir fallið okkar. Gleymum því ekki að fjölmargir Íslendingar munu fara til annarra landa sem efnahagslegir flóttamenn. Við skulum vona að þeir fái mannúðlegri meðferð en þeir sem hafa leitað til okkar mitt í góðærinu svokallaða. Hér er viðtal sem ég fékk í pósti í morgunn og myndin af John er eftir Leó Stefánsson. Viðtalið tók Bryndís Björgvinsdóttir.

john1.jpgJohn frá Líberíu

„How are you?“

„Fine...“
„Hvað hefur þú beðið lengi á Fit-hostel eftir svari frá Útlendingastofnun?“
„Svona... einn mánuð og tvær vikur.“
„Hvaðan komstu hingað til lands?“
„Í gegnum Ítalíu. Ég en ég vil ekki vera þar. Ítalía er ekki gott land fyrir Afríkumenn. Ég kom hingað því hérna eru meiri líkur á hjálp. Ég þurfti að bíða í 6 ár á Ítalíu eftir hæli, en ég þó unnið þar aðeins á meðan ég beið".
„Komstu hingað til lands með öll skjöl sem til þarf?“
„Ég er bara persónuskilríki á  mér núna en lögreglan á að vera með öll skjölin mín“.
„Veistu eitthvað um stöðu þína í kerfinu hér á landi?“
„Þeir töluðu um að ég þyrfti að bíða allavega í þrjá mánuði eftir að fá að vita eitthvað. Svo ég bíð bara“.
„Áttu fjölskyldu?“
„Já, það er vandamálið. Við erum flóttafólk. Kona mín hefur flúið Líberíu og dvelst núna í Ghana. Kona mín og börn eru þar núna. Og ég hef 40 daga til að reyna að hjálpa konunni minni. Hún hefur hringt í mig einu sinni og segist ekki þekkja neinn í Ghana, og að hún fái enga hjálp þar í landi. Ég þarf að finna einhver ráð. Börnin eiga að byrja í skóla og konan vill að ég reddi þeim pening til að borga skóla barnanna. En ég má ekki vinna hér á Íslandi.“
„En þú færð 2500 krónur á viku til að framfleyta þér, er það ekki?“
„Ég er búin að fá 2500 krónur einu sinni“
„Einu sinni! En þú átt að fá 2500 krónur vikulega og þú ert búin að vera hér í 6 vikur!“
„Nei hælisleitandi fær ekki 2500 krónurnar fyrr en hann er búin að vera hér í mánuð. Svo ég fékk fyrsta peninginn um daginn. En ég get ekki séð um fjölskylduna mína. Hvernig getur þú hugsað um fjölskyldu ef þú mátt ekki vinna? Og eftir þrjá mánuði veit ég ekki hvort ég fái Já eða Nei frá Útlendingastofnun, og börnin eru að byrja í skólanum í næstu viku“.
„Viltu fá fjölskylduna þína hingað og búa hér?“
„Já. Ef það er í lagi þá er það mjög gott. Og ef ég gæti unnið. Ég kom hingað til að reyna að fá að vinna svo ég geti fært fjölskyldu minni lifibrauð“.
„Hvenær yfirgafst þú heimaland þitt og byrjaðir á flótta?“
„Árið 2002 flúði ég fyrst frá Líberíu með fjölskyldu minni. En svo ákváðum við að ég færi til Ítalíu. Og þar var ég í sex ár, þangað til núna“.
„Hver er staða þín í heimalandi þínu?“
„Nei, nei. Ég get ekki farið þangað. Ekki að ræða það. Þar er hrikalegt ástand. Ég hef hvergi höfði mínu að halla þar, þar eru allar dyr luktar.“
„Ertu vongóður um að fá jákvætt svar“
„Ég á mér svo litla von, þess vegna vona ég að þeir leyfi mér að vera hér. Og að fjölskylda mín gæti komið hingað líka“
„Hversu mikinn pening þurfa börnin þín núna til að geta farið í skólann og borðað mat?“
„Í Evrum væri það um þrjú hundruð Evrur handa öðru þeirra, en hitt er yngra og það þarf að borga 175 Evrur. En auðvitað vantar mig meira fyrir mat og húsnæði og svona“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.