Leita í fréttum mbl.is

Sendið IMF bréf

Bréf sem fjölmargir eru að senda IMF: 

Dear sirs

I, the undersigned citizen of Iceland request that you do not submit the IMF loan to the government of Iceland until it has been investigated who is responsible for the economic collpase of the country and until those found responsible have been removed from all authoritative positions

Warm regards,

XXXX XXXXXXXXXX

Ef ykkur hugnast að senda bréfið þá skaltu skrifa undir og senda það á publicaffairs@imf.org. Ég hvet alla að senda svona bréf. Réttlætið þarf fram að ganga með góðu eða illu.


mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru hagsmunir hins almenna íslendings að lánið komi í gegn sem allra fyrst til að reyna að sporna við þessari kreppu sem gengur yfir landið.

Hvað hef ég að græða á því að rannsókn verði framin núna? Þá vill ég frekar reyna að redda málunum í staðinn fyrir að vera í einhverjum sandkassaleik.

Ingvar (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Skaz

Það eru ekki endilega þínir hagsmunir að lánið komi í geng einn, tveir og binfó bara svo að óhæfir einstaklingar sói því í vanhugsaðar aðgerðir.

Þú skuldar lánið en græddir ekkert á því að taka það.

Skaz, 20.11.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Rétt hjá Skaz...við verðum að flýta okkur hægt á ögurstundum og gera það sem betra er til langs tíma. Miðað við það sem ráðamenn tala um..eru líkur á að við sitjum eftir með skuldirnar af þessu láni en engin not. Ekki viljum við það..ha?? Verðum að fá fólk sem við treystum og hefur meira vit á efnhagsmálunum en gamla gengið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Katrínu og Skaz. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Hjálpin kemur að utan í þessu máli sem og oft áður: - erlend yfirvöld bjarga okkur frá innlendum illvirkjum í valdastöðum.  Jón Hreggviðsson átti þegar allt kom til alls frekar hald í kónginum . . . . fremur inn valdsmönnum eigin lands . . .

Benedikt Sigurðarson, 20.11.2008 kl. 19:54

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Þetta er það sem býr í brjósti flestra.

Úlfur, Úlfur, ... engan þjóðarsátt á gömlum belgjum. Mér var ekki boðið í neina sukkveislu: Þó ég greiddi vexti og verslaði í Bónus, þriggja banka verslun?. Borgum við ekki vexti til að greiða niður verð í lágvörubúðum?

Júlíus Björnsson, 20.11.2008 kl. 20:09

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

N'u eru Lettar að sækja um lán hjá IMF ekki voru Geir og Davið við stjórnvöl þar ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2008 kl. 21:16

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Urðu almennir Lettar(ekki með sérfræðiþekkingu) fyrir því að vera gert tilboð bréflega og munnlega um að leggja sparfé sitt í sjóð sem væri sá vinsælasti af almenningi með hæstu vöxtum og engri áhættu.

Viðkomandi (lögbrjótur) starfsmaður vitandi  að sjóðurinn innhélt áhættubréf. Sem gerir hann sekan um auðgunarbrot á  Letta sem ekki búa yfir slíkri sér þekkingu. Skrítið að Ríkissaksóknari skulu ekki hafa farið í málið. Frelsi til að féflétta.

Segja öðrum letta að þegar gjaldeyrir er í sögulegu lámarki og allar líkur að hann fari almennt hækkandi að þá sé best í stöðunni að taka myntkörfulán. Ég býst við það gildi líka aðrar og meiri ástæður fyrir vanda Íslensku þjóðarinnar sem var hlunnfarinn og rænd meir en 1000 ári mannorði sínu. Þögn er sama og samþykki. Kallast líka yfirhylming oft samsekt. Þetta er ekki spurning um siðferði þetta eru dæmi um hrein lögbrot. Sá sem brýtur af sér í litlu brýtur oftast af sér í stóru. Við eru brennd því erum við hrædd. Það eru tvö máli í gangi á Íslandi annað er ekki hægt að saka aðrar þjóðir um.

Júlíus Björnsson, 20.11.2008 kl. 22:00

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætla að láta orð Jónasar E. Svafár lýsa afstöðu minni til lántökunnar:

Þjóðsaga

að koma fyrst við sögu
eins og álfur út úr hól

og eiga draugafé á fjalli
sem verður kveðið niður

að reisa við sjávarútveginn
hamraborg yfir huldufólkið

að verða sjálfstætt lýðveldi
af forfeðranna tröllatryggð

að gerast með vélum og vinnu
dverghagir á iðnað og listir

en glata frelsi og efnahag
til erlendra útilegumanna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.