Leita í fréttum mbl.is

Fréttatilkynning frá Saving Iceland

Ég er búin að vera að lesa misvitur komment við þessa aðgerð og ætla því að hvetja fólk til að lesa fréttatilkynninguna frá SI áður en það opinberar vanþekkingu sína. Markmiðið með svona aðgerðum er að vekja athygli á málefninu. Að miðla upplýsingum til almennings, upplýsingum sem fólk á rétt á að vita og myndi væntanlega mynda sér upplýsta skoðun í kjölfarið. Vil minna það fólk sem talar um að henda fólkinu úr landi að það vorum Íslenskir umhverfissinnar sem kölluðu eftir aðstoð erlendis frá vegna þess að við erum jú að kljást við alþjóðafyrirtæki. 


SAVING ICELAND STÖÐVAR VINNU Á LÓÐ NORÐURÁLS Í HELGUVÍK

HELGUVÍK - Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu
löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í
Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana.
Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á
suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í
Afríku og á Jamaíka .

Rétt eins og Century, vilja fleiri álfyrirtæki t.d. Alcoa og Rio
Tinto-Alcan reisa ný álver hér á landi. Verði framkvæmdirnar að veruleika
þarf að virkja hverja jökulá og jarðhitasvæði landsins.

Starfsemi fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík krefst frekari
eyðileggingar á einstökum jarðhitasvæðum á Hellisheiði og Reykjanesi (1).
Framkvæmdir hófust í Júní án þess að heilstætt umhverfismat hafi farið
fram, og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi hvorki orðið sér út um alla þá
orku sem álverið þarfnast né þau leyfi sem gera starfsemi þess mögulega,
t.d. leyfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (2).

Umhverfismatið fyrir álverið í Helguvík var gert af verktakafyrirtækinu
HRV sem hefur tekið þátt í hönnun álvera Alcoa og Norðuráls (3).

‘Það er stórskrýtið að verkfræðistofa sem hefur fjárhagslegra hagsmuna að
gæta varðandi byggingu álversins skuli framkvæma umhverfismatið. Í
skjalinu koma fram furðulegar fullyrðingar, t.d. þegar gert er lítið úr
mengunarþáttum álversins vegna þess hversu vindasamt er í Helguvík' segir
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

‘Rétt eins og gerðist í tengslum við byggingu álvers Alcoa Fjarðaráls,
virðist ríkisstjórn Íslands engan áhuga hafa á því að fylgja löglegu og
sanngjörnu ferli. Þess í stað lætur hún eins og framkvæmdin sé
óhjákvæmileg og skapar það ótrúlegt sinnuleysi í samfélaginu. Á sama tíma
hafa mannréttindabrot Century að mestu leyti fengið að vera ósýnileg'
segir Snorri.

Mannréttinda- og umhverfiglæpir
Century er bandarískt fyrirtæki að uppruna en stærsti eigandi þess er hið
ný sameinaða Sviss-Rússneska námufyrirtæki Glencore-RUSAL. Century
Aluminum er viðriðið allmörg verkefni í Afríku og í Karabíska hafinu sem
umhverfis- og mannréttindasamtök berjast gegn.

Á Jamaíka á Century hlut í 4.8 milljón tonna báxít-námu, sem veldur
gífurlegri eyðileggingu regnskóga (4,5,6,7). Fyrirtækið hyggst einnig
reisa aðra námu og súrálsverksmiðju í samstarfi við kínverska fyrirtækið
Minmentals, sem á þátt í fangaknúnum verksmiðjum og ógeðfelldum
mannréttindabrotum í Kína sem og annars staðar í heiminum (8).

Í Febrúar 2007, skrifaði Century undir viljayfirlýsingu við ríkisstjórn
Vestur Kongó um að reisa báxítnámu, súrálsverksmiðju og álver í Pointe
Noire en framkvæmdirnar krefjast 500 MW af orku og verða allar knúnar
áfram af gasi (9).

‘Það er mjög ólíklegt að þeir fátæku græði nokkuð á þessari þróun heldur
munu þess í stað verða fyrir barðinu á umhverfisáhrifunum. Tekjur af olíu
hafa aldrei endað hjá þeim, hvers vegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi
með báxítið? Transparency International hefur sagt ríkisstjórn Vestur
Kongó vera eina þá spilltustu í heiminum en það eru einmitt þannig
ríkisstjórnir sem álfyrirtækin vilja helst stunda viðskipti við...' segir
Snorri (10).

‘Fjárhagsleg svik álfyrirtækjanna hafa leitt af sér eyðileggingu efnahags
og umhverfis í ótal löndum, sem bitnar svo á þúsundum borgara. Áður en
framkvæmdirnar hefjast fer alltaf fram löng og kostnaðarsöm áróðursherferð
þar sem nýjum tímum velmegunar er lofað' segir Samarendra Das, indverskur
rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn (11). Samarendra mun á næstu
dögum halda fyrirlestra á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í Reykjavíkur
Akademíunni þann 23. júlí ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi (12).

Nánari upplýsingar:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson s. 857 3521
Miriam Rose s. 869 3782
Jaap Krater s. 8671493
Netfang: savingiceland@riseup.net

---

Heimildir:

(1) Skýrsla frá Landvernd, Nóvember 2007, 'Athugasemdir vegna
umhverfisáhrifa orkuöflunar fyrir álver í Helguvík, sbr. frummatsskýrslur
Orkuveitu Reykjavíkur fyrir Bitruvirkjun og virkjun við Hverahlíð.'

(2) Í töflunni hér að neðan segir Skipulagsstofnun frá því hvar Norðurál
hyggst fá orkuna fyrir álverið í Helguvík. Starfsemin þarfnast 435 MW sem
mun koma frá jarðhitasvæðum á Reykjanesi og Hellisheiði. Einnni af
áætluðum jarðvarmavirkjunum, Bitruvirkjun, hefur nú verið slegið á frest
vegna umhverfisáhrifa. Orkumagn á Reykjanesi er ekki á hreinu og
umhverfismat hefur ekki átt sér stað. Árið 2007 var einungis vitað um 60%
af nauðsynlegri orku (sjá heimild 1.) en það var áður en Bitruvirkjun var
slegið á frest.
Fyrir nánari upplýsingar um skort á almennilegu umhverfismati má sjá grein
í The Ecologist, Október 2007, ‘Aluminium Tyrants' eftir by Jaap Krater,
Miriam Rose og Mark Anslow.


(3) HRV, Umhverfismat fyrir álver Norðuráls í Helguvík.
http://savingiceland.puscii.nl/wordpress/wp-content/uploads/2008/07/hrv-helguvik-impact-assessment.pdf

(4) Heimsaíða Century. http://www.centuryca.com/st_ann.html

(5) Zadie Neufville, 6. Apríl 2001, 'Bauxite Mining Blamed for
Deforestation'. Sjá http://forests.org/archive/samerica/bauxmini.htm.

(6) Skýrsla frá Mines and Communities,'Bauxite Mine Fight Looms in
Jamaica's Cockpit Country', 24. Október 2006. Sjá
http://www.minesandcommunities.org/article.php?a=6513.

(7) 'Century Aluminum in Jamaica mining deal', 15. Maí 2006, Silicon
Valley / San Jose Business Journal.

(8) Árið 2004 hafði Minmentals í huga að taka yfir kanadíska
námufyrirtækið Noranda, en var hafnað árið 2005 vegna alvarlegra
athugasemda um mannréttindabrota Minmentals. Þessi skýrsla segir frá
frekari mannréttabrotum fyrirtækisins:

Source: Aaron A. Dhir, 'Of Takeovers, Foreign Investment and Human Rights:
Unpacking the Noranda-Minmetals Conundrum', Banking & Finance Law Review,
Vol. 22, pp. 77-104, 2006.

(9) http://sec.edgar-online.com/2007/03/01/ ... tion11.asp
og http://www.afriquenligne.fr/news/africa ... 83302.html

(10) Transparency International (2006). Corruption Perceptions Index 2006.
Transparency International, Berlin.

(11) Samarendra Das, 'Mining sacred mountains to fuel the war on terror'.
Júní 2008. See
http://savingiceland.puscii.nl/wordpress/wp-content/uploads/2008/07/2008voicesofthewilderness2lowres.pdf

(12) Miðvikudaginn 23. Júlí, kl. 19:30 heldur Saving Iceland ráðstefnu þar
sem indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um áliðnaðinn, Samarendra Das
kemur fram ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Þeir munu að mestu ræða
um hnattrænar afleiðingar álframleiðslu, þá sérstaklega í þriðja heiminum
þar sem báxítgröftur fer fram. Einnig mun goðsögnin um svokallaða ‘græna
og hreina' álframleiðslu hér á landi verða brotin á bak aftur.
Fyrirlesturinn fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121.


mbl.is Lögregla ræðir við mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Eiríksson

Það er alveg makalaust hvað íslensk stjórnvöld selja sig og náttúru Íslands ódýrt til þessa risafyrirtækja sem eru þekktust fyrir náttúrueyðilegginu og mannréttindabrot.
Svo er mjög svart að ekki sé hægt að treysta því þegar svæði eru orðinn friðuð að þau verði það áfram, heldur geti starfandi "umhverfisráðherrar" "affriðað svæðin.  Áfram SI

Birgir Eiríksson, 19.7.2008 kl. 12:01

2 identicon

kæra Birgitta

Þetta er flott hjá þeim. Tími til kominn að láta verk tala og fanga með því athygli fjölmiðla. Vonandi að sem flestir vakni af doðanum.

Dáldið skondið þó að við þurfum erlenda mótmælendur til að kenna okkur hvenig á að fara að.

sig (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:12

3 identicon

Það er líka alveg þræl merkilegt að það séu eiginlega bara Menningar"hálf"vitar og Mentasnobbfólk sem er mest að hafa sig frammi í bloggheimum um þessi mál, semsagt fólk sem af einskærri þörf til að koma sér á frammfæri notar þetta málefni til að auglýsa sig... 

Ástæðan er sú að við hin sem þurfum að fæða og klæða börnin okkar og eiga fyrir þaki yfir höfuðið vitum að það þarf að vera vinna handa fólkinu í landinu...

Þið neifólkið hafið engar aðrar lausnir í staðin og einblínið bara á að eitthvað risafyrirtæki út í heimi sé að notfæra sér lágt orkuverð hér, hugsið ekki einusinni út í það að mörg hundruð manns fá hálaunavinnu og borga þar af leiðandi góða summu í skatt til þjóðfélagsins....

 Og jú þið Tráknúsararnir bendið á ferðaþjónustu og seigið jafnvel, og meiraðseiga trúið því að ferðamennska minki ef álver verða reist á íslandi! Þvílík argasta heimska það er!!! Ég veit ekki betur en allir ferðamenn sem koma til landsins og fara lengra enn í Bláa lónið keyri framm hjá einu álveri til að komast til Reykjavíkurhrepps og ef þeir halda afram þaðan þá fara þeir frammhjá öðru þegar það yfirgefur sollan í norður átt!   Og hefur ferðamönnum fækkað eftir að þessi álver voru reist?  Nei aldeilis ekki!!!!! 

Og annað.  í álverum eru hálaunastörf, í ferðaþjónustu eru varla til hálaunastörf...  og til að meðal maðurinn með meðalstóra fjölskyldu lifir af í þessu landi okurvaxta og dýrtíðar þarf hálaunastörf fyrir almenning... ef þið Björgum Íslandi orvitar náið því ekki eru ykkur ekki við bjargandi...  

 Lifið heil.

Eggert Ólafsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið ertu fyndin Eggert. Eins og ég þurfi ekki að fæða og klæða mín börn. Ég vil bara taka ábyrgð á þeirri framtíð sem bíður þeirra en þér er sennilega alveg nett sama um þín.

Birgitta Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 15:10

5 Smámynd: Hanna

Þetta var nú eins ódýrt og það gat verið hjá þér Birgitta.

Það er ekkert fyndið við athugasemd Eggerts, bara staðreyndir.  En þið kjósið alltaf að neita að rökræða málin - sjáið bara ykkar hlið.  Er það furða að fólk nenni ekki að tala við ykkur.

Hanna, 19.7.2008 kl. 15:21

6 identicon

Sæl, Rio Tinto er ekki að reisa álver á Íslandi þeir, linkar sem hér er vitnað í hafa verið uppvísir að fölsunum.

Í dag er framleiðsla á áli á Íslandi gefur þjóðarbúinu yfir 80 milljarðar við hvert tonn af áli losnar 1.6 tonn af CO2 til baka kemur þegar ál er notað 13.2 Tonn af CO2 . Framleiðsla á Íslandi sparar hnattranalosun á CO2 10. 4 milljón tonn á ári sem þíðir að álvinnsla á Íslandi er vistvæn iðnaður.

Ferðaþjónustan menga 4.2 milljón tonn á ári af CO2 og er stærsti mengunar valdurinn.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 15:53

7 identicon

Sæll. Grétar flutningur á ál hráefni til og frá Íslandi er um 120-140 af CO2 kg á tonn á áli framleiddu sparnaður er 13,2 tonn af CO2, 10. 4 miljón tonna yfir heildina, yfir 80 milljarðar verða eftir í landinu, fyrirhugaðar virkjanir í Þjósá eru í neðrihluta ,,, ekki  í Þjórsárdal það er rugl. Öll virt náttúruvermdasamtök víða í  heiminum benda á ál sem sparnað á losun CO2 og verndun andrúmsloftsins.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:59

8 identicon

Finnst Saving Iceland viðeigandi að stela skammstöfun Samtaka Iðnaðarins og gera að sýnum. SI er og hefur verið frá stofnun Samtaka Iðnaðarins notuð af þeim opinberlega, það verður því valla talið viðeigandi fyrir ykkur að notast við þessa skammstöfun.

Er þetta kannski merki um ykkar vinnubrögð almennt og virðingu fyrir því sem er ekki ykkar?

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:10

9 identicon

Jón Sveinsson, hvaða falsanir ertu að tala um?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:12

10 identicon

"Þið neifólkið hafið engar aðrar lausnir í staðin" þetta er nú að verða frekar gamalt tyggjó. Það er búið að skrifa heila bók um aðrar lausnir, m.a.s. metsölubók. Lesið hana áður en þið haldið því fram að ekki hafi verði bent á neinar lausnir nema fjallagrös og ferðaþjónustu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:15

11 identicon

Sæl. Eva staðreyndin er einfald lega sú að stór hluti af þessum linkum eru frá vafa sömum aðiljum, það veistu því þú hefur kynnt þér þá  mótmæl SI er hluti af lýðræðinu, ég geri ekki athugasemdir við það.

Það sem ég geri athugasemdir er að þeir fara rangt með til að fá fólk með sér, varðandi bók þá eru að koma fram ýmsar upplýsingar um staðreyndarvillur í þeirri bók og Andri Snær er komin í vörn, vegna við öflun gagna vandaði hann sig ekki nógu mikið, bjallaðu í hann.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:30

12 identicon

Jón Sveinson: ef þú getur ekki rökstutt þessar fullyrðingar þínar geturðu heldur ekki búist við því að fólk taki mark á þeim.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:38

13 identicon

Sæl. Eva erti 12 ára eða yngri eða eldri?

Er tekið mark á Si, eru þeir ekki kallaðir trúðar hvers vega. 

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:49

14 identicon

Samtök Iðnaðarins eiga engan einkarétt á þessum upphafsstöfum. Ekki frekar en Stomsveitir nasista á SS eða ég á EH.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:52

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hér kemur linkur Jón, sem varla getur talist vafasamur af virkjunarsinnum. Mikið getum við íslendingar verið hreyknir af okkar þætti í að skaffa heiminum ódýr og "örugg" hergögn.

Eggert Ólafsson; Ég sé að þér er ekki raun af því að  það fari fyrir landinu eins og nafna þínum forðum og því sé drekkt fyrir nokkrar álkrónur.

Íslensk ferðamennska (túrismi) varð ekki að alvöru atvinnu grein fyrr en löngu eftir að álverið í Hafnarfirði var reist. Hafandi starfað við ferðamennsku í allmörg ár, hef ég tekið eftir því að álit erlendra ferðamanna  á ráðsmennsku okkar í landinu, fer versandi með hverju árinu. Þeir skilja ekki hvernig þjóð sem lifir við munað hreinnar og ómengaðrar náttúru, selur lífsblóð sitt til að breyta auðvirðulegu dufti í hervélar og stríðstól, samanber þetta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.7.2008 kl. 20:06

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Segðu mér eitt Birgitta...

Afhverju einblínið þið ekki meira á að upplýsa fólk hérlendis um forsögu álfyrirtækjanna heldur en að hlekkja ykkur við jarðýtur ?

Nú spyr ég hér í fáfræði minni því vel má vera að það sé ykkar aðaláheyrsla.Mér þótti mjög athyglisverð heimildir um forsögu Rio tinto og alcoa sem ég las í Draumalandinu.

Allaveganna vissi ég vel að margir fjölmiðlar myndu mála ykkur sem skrattan á veggin og gera úr ykkur stórhættulegt fólk. Mér er það velkunnugt að svo er ekki enda sýndist mér kannast við nokkra sem tóku þátt í þessum mómælum. 

T.d er ég málkunnugur honum Snorra síðan hann sá um tónleikahald á kaffi hjómalind og þekki ég af eigin raun að hann er mjög geðfeldur drengur og kemur ákaflega vel fyrir. Bæði rökfastur og fylgin sér.

Brynjar Jóhannsson, 19.7.2008 kl. 20:18

17 identicon

Aðgerðir SI eru bara fyndnar enda virðast persónurnar hafa keypt fötin sín á flóamarkaði og lifa eins og kannabishippar.  Mjög ótraustvekjandi fólk með slæman málstað sem snýst um að koma þjóðinni aftur í torfkofann.

Ísland verður djúpborað þvers og kruss í framtíðinni og það alla leið með flekaskilunum.  Við verðum ofboðslega rík og fyrirmynd gagnvart öðrum jarðarbúum.  Sagan mun gera ykkur að enn meira aðhlátursefni en þið eruð í dag.

Gylfi (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:29

18 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gylfi

"Ef Ísland verður djúpborað þvers og kruss í framtíðinni og það alla leið með flekaskilunum.  Við verðum ofboðslega rík og fyrirmynd gagnvart öðrum jarðarbúum.  Sagan mun gera ykkur að enn meira aðhlátursefni en þið eruð í dag"

það er ekki verið að spara stóryrðinn og alhæfingarnar og þú talar eins og spámaður..

Á sínum tíma varaði Jakob Jakobsson fiskifræðingur ( minnir að hann heitir það) við því að síldarveiðin væri ofveiði. Fyrir vikið uppskar hann gríðarlega reiði skipstjóra sem öskruðu á hann að svona máfluttningur afleiddur því sjórinn væri svartur af síld. Hann var upphrópaður öllum illum nöfnum og hann gerður að svipuðu athlæi og þú ert einmitt núna að nátturuverndarsinna. 

Það vill gleymast að túrismi eru um "35milljarðar" af landstekjum og fer vaxandi og það er borðliggjandi staðreynd að stærstur hluti þessa fólk kemur hinngað á klakan til þess að njóta grasgrænnar nátturunar en ekki til að skoða álver.

Rafmagn hér á íslandi mun ekki nýtast í neitt nema járnblendi og áliðnað vegna þess að engin eftir spurn er eftir jafn miklu rafmagni í öðrum iðnaði. 

Brynjar Jóhannsson, 19.7.2008 kl. 22:51

19 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það er aldeilis búið að vera líf og fjör hér í allan dag. Ég er búin að vera fjarri góðu gamni, Var að koma heim eftir að hafa átt dásamlegan dag með vinafólki mínu. Finnst sumt sem hér hefur verið sagt varla svararvert - en sé að hér hafi vaskir menn og konur svarað því sem ég hefði viljað segja... takk fyrir það.

Birgitta Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 23:16

20 identicon

Brynjar, þú spyrð af hverju við einblínum ekki á að upplýsa fólk um sögu álfyrirtækjanna. Það er nú einmitt það sem við erum að gera.

Undanfarin ár höfum við, ásamt fjölmörgum öðrum umhverfisverndarhópum, lagt áherslu á að kynna þær hættur sem náttúrunni stafar af vatnsorku- og jarðvarmavirkjunum. Við höfum staðið fyrir ráðstefnum og kynningum, gefið út lesefni, haldið úti netsíðu, skrifað bréf og blaðagreinar, gengið á fund umhverfisráðherra, notað ýmsar listrænar uppákomur til kynningar o.fl.  Þetta hafa ýmis önnur samtök, hreyfingar og einstaklingar gert líka. Einu aðgerðirnar sem hafa virkilega vakið athygli fjölmiðla og almennings eru þó þær sem geta flokkast sem borgaraleg óhlýðni. 

Nokkur árangur hefur náðst í því að kynna umhverfisvána á undanförnum árum. Ganga Ómars Ragnassonar er besta sönnun þess hvað almenningur hefur vaknað mikið til meðvitundar. Nú ríður Saving Iceland á vaðið og kynnir almenningi tengsl stóriðjunnar við hernað og mannréttindabrot. Janframt vekjum við athygli á ábyrgð okkar sem neytenda. Við byrjuðum aðeins á þessu í fyrra með trúðamótmælunum og uppákomunni í Kringlunni og nú höldum við áfram. Sem fyrr munu "hófsamar" aðgerðir fá litla athygli en bloggheimur fer hinsvegar á límingunum ef einhver hlekkjar sig við vinnuvél. Þessvegna erum við líka búin að ná okkur í fullt af keðjum, lásum og allskonar skemmtilegu hryðjuverkadóti. Markmiðið er að fremja eftirtektarverð hryðjuverk á hugmynd Íslendinga að það komi áliðnaðinum ekkert við hvort öreigar á Indlandi geti fóðrað kýrnar sínar. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 23:28

21 identicon

Brynjar. Orka á bara eftir að aukast í verðmætum og það sér hver hálfgreindur maður mætavel. Við erum á byrjunarreit hvað gufuafl snertir og búum á gríðarlegum orkuforða sem er ekki að fara neitt.  Um leið eiga matvæli eftir að hækka í verði og gera heilsársgarðyrkju og útflutning að raunverulegum valkost sem kallar á enn meiri virkjun fyrir annan iðnað en stóriðnað.

Austfirðir blómstra vegna álframkvæmdanna og Kárahnjúkar eru vinsælli en þeir hefðu nokkru sinni orðið án virkjunar.  Norðurland krefst álvers og álver skulu þeir fá því þjóðin er orðin vön að hafa það gott og vill halda því áfram.

það fyndna í fari andstæðinga virkjana er að þeir bjóða engar lausnir og engin svör við atvinnuleysi heldur vísa í draumkennda bók sem hefur engum skapaða starf nema prenturum til þessa.

Gylfi (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 23:29

22 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Eva ...

takk fyrir heilsteypt og gott svar. ástæða þess að ég spurði er vegna þess að ég stið málstað ykkar og finnst eins og það sé verið að mála ykkur sem einhvers konar "diter mainhoff" gengi hér í bloggheimum. Ég hef margsinnis t.d farið á Kaffi hljómalind þar sem margir umhverfisverndarsinnar venju komu sínar og er það fyllilega ljóst að sú mynd er eins alröng og hugsast getur..

Gylfi...

Ég er með tillögu ... hvernig lýst þér á að við rökræðum án upphrópanna og ræðum hlutina af gagnkvæmri virðingu. Eða finnst það ekki sniðugra en að kalla menn hálfgreinda eða vera með einhver spádómköll án þess að rökstiðja mál sitt.

Ég er nefnilega að fara með hárrétt mál. Eini iðnaður sem þarf svona mikla orku er járnblendi og áliðnður það er borðliggjandi staðreynd og ef þú trúir mér ekki þá hvet ég þig að lesa Draumalandið en þessi heimild kemur fram í þeirri bók auk þess að bróðir minn sem er dúx og doktorsnemi í rafmagnsfræðinni staðfestir fyrir mér þessa staðreynd. TIl þess að þjóna þessum fyrirtækjum þurfum við að fórna gríðarlega miklu landflæmi og nátturuauðlindum. Það var ekki sellt neitt rafmagn í Blönduvirkjun í 10 ár eftir að hún var byggð einfaldlega vegna þess að það fanst engin kaupandi þess.

Við þurfum 3 þúsund terrowatt til að sinna öllum fyrirtækjum og iðnaði á íslandi ef álver eru ekki tekin með í reykningin. en þrjátíuþúsund terrowatt til að halda álverum gangandi.

Um það snýst þetta mál. Við þurfum að fórna gríðarlegum nátturuauðlindum fyrir fyrirtæki sem er mjög vafasöm og gefa þegar allt kemr til alls ekki mikið meira en 5% af landframleiðslu á meðan túrisminn er miklu stærri.

Ég vona að ég hafi gefið þér upplýsandi svör.

Brynjar Jóhannsson, 20.7.2008 kl. 02:38

23 identicon

alva (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 01:50

24 identicon

komið sæl öll sömul.

þetta er allt gott innlegg í umræðuna, þið hafið öll sannfæringu fyrir þvi sem þið eruð að segja.  En hvað munið þið segja að ef ríkisvaldið hafi rétt fyrir sér, þegar þið skoðið söguna eftir 10-20 ár?  Kannske kusuð tið rétt í þann tíma er þið gátuð haft "rétt " fyrir ykkur.  Kannski er möguleiki á því að megun álvera og vikjana hafi tortímt veröldinni? það er  ætíð möguleiki á það einhver hafi rétt fyrir sér í  framtíðarspádómnum? 

Það er einnig framtíð  hjá  yfirvaldinu, sem við kusum í kosningum sl. þeir eru valdið sem við fólum þeim.  þeim á að treysta þar til að þeim bregst.  það er lágúrulegt að hengja sig á jarðýtu eða krana, þvi þetta eru dau verkfæri án mannsins. Það á að treysta manninum"alþingismanninum" til þess að gera það sem hann fékk umboð til frá ykkur. 

Velferð íslensk samfélags er ekki háð því hort þigð hangið á gröfum og járðýtum og hrópið " björgum 'Islandi. 

Þið eigið að treysta þeim mönnum sem þið kusuð í löglegri kosninu til alþingis,  til að leiða ykkar framtíð og barna ykkar til velsældar.

Ef á kreppir hjá okkur íslendingum (ca, 350.000.manns) og því viljið gefa allt upp á bátinn, þá skuluð þið selja ykkur sjáltf til þess fjölda Evropu + 250 milljóir íbúa, og þess herra. Þegar salan er yfirstaðin þá standið þið frammi fyrir þeirri spurningu hvort þið hafið valið rétt?
 

Mótmæli ykkar hafa mikinn rétt , en réttur okkar til að mótmæla hefur líka rétt á sér!

kær kveðja

Eggert Guðmundsson 

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 01:20

25 identicon

Hverju erum við að fórna. ? Eru náttúruauðlindirnar ekki enn til staðar?

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 01:30

26 identicon

Til Birgittu

Þú svarar manni sem hefur einhverja athugasemd fram að færa að, ´þú þurfir aö sinna þínum eins og þú getur best, og þér er "nett sama#hvað öðrum fynnst.  'Ut af hverju ertu að gefa "komment á umræðuefnið" ef þér stedur á sama, hvað fólk segir.  

Á þetta svar að endurspegla hugmyndir ykkar? Á lífið að vera" kyrrt" fyrir suma en ekki aðra?  Sumir halda að allt komi að sjálfu sér , eins og velmegun síðastliðin 20 ár.  Þið fólk sem þekkið ekki annað en velmegun ættuð að kynna ykkur íslenskt samfélag fyrir ykkar tíma.

Þið gætuð orðið forviða?

Eggert Guðmundson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 01:55

27 identicon

Til þess að fólk geti kosið yfir sig stjórnendur sem er treystandi, þarf almenningur fyrst að vita hvað er í húfi.

Stóriðjufyrirtækin eyða mjög miklum peningum í að slá ryki í augu okkar og fá okkur til að trúa því að þau séu umhverfisvæn og temji sér háan siðgæðisstandard þegar raunin er þveröfug.

Hlutverk mótmælenda er að vekja athygli á þessu og öðrum blekkingum sem haf áhrif á val fólksins. Ef við treystum stjórnvöldum í blindni er bara tímaspursmál hvenær við sitjum uppi með harðstjórn. Vald spillir -alltaf. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 02:17

28 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Er einhver að banna þér að mótmæla Eggert? Mér finnst svo furðulegt hve árásagjarnt fólk verður í netmiðlum. Fúkkyrðin sem ég hef séð gagnvart Saving Iceland meðlimum væri auðvelt að kæra fyrir meinyrði ef fólk nennti að standa í slíku.

Vil bara minna á, eins og hefur komið fram ítrekað að tilgangur mótmæla Saving Iceland er að vekja athygli á málefnum sem gjarnan hafa ekki fengið neina umfjöllun.

Ég kaus ekki þessa ríkisstjórn. Ég er ein af þeim fjöldamörgu sem er óánægð með þessa ríkisstjórn.

Ég er ekki aðeins að hugsa um framtíð minna barna, ég er að hugsa um framtíð allra sem eiga eftir að erfa landið eftir okkur. Það að halda að eina lausnin sé álver álver álver er mikil þröngsýni. Stærsti óvinur okkar mannfólksins er óttinn.

Hvað áttu við Eggert með að segja "Hverju erum við að fórna. ? Eru náttúruauðlindirnar ekki enn til staðar?" Ég skil þig ekki alveg, útskýra betur takk.

Ég mæli annars með að þú Eggert standir fyrir stuðningsmótmælum fyrir fleiri álverum, það virðist nefnilega vera þér svo mikið hjartans mál að fá fleiri.

Ég sagði aldrei að mér væri nett sama um hvað öðrum finnst, það er bara útúrsnúningur hjá þér. Annars þá nenni ég ekki að tala við fólk á þessum rifrildisnótum. Ég er ekki að biðja um að lífið eigi að vera kyrrt fyrir suma, ég veit samt eiginlega ekki hvað þú átt við með því.

En það er eitt sem mér finnst afar mikilvægt og það er að fólk axli ábyrgð á neyslu sinni. Hvaða áhrif hefur neysla okkar á framtíðina ef við getum ekki hamið okkur í kaupæðinu? Finnst það vera græðgi þegar fólk kaupir og kaupir, oft á lánum, bara til þess að kaupa. Við þurfum öll að skoða hvernig við getum nýtt auðlindir heimsins á sem vistvænstan máta og fara að hugsa heildrænt. Við eigum bara eina jörð og án hennar ættum við ekki neitt:)

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 07:04

29 identicon

Gylfi segir: Það fyndna í fari andstæðinga virkjana er að þeir bjóða engar lausnir og engin svör við atvinnuleysi heldur vísa í draumkennda bók sem hefur engum skapaða starf nema prenturum til þessa.

Jón Þ: Kannt þú annan?

Þá ætla ég að vitna í Steingrím J Sigfússon

Steingrímur: Ég held að það sé best að nefna dæmi til að kveða þessa vantrú á sjálfstrausti sem er í raun og veru fólgið í spurningunni ef þú vilt ekki álver eða kannski olíuhreinsunarstöð hvað vilt þú þá? Því hvað er þetta eitthvað allt annað? Svar allt hitt

1. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir kannski 10 árum að hugmynd í kollinum á Magnúsi Schefing um íþróttaálf sem stendur á höfði væri allt í einu orðin að verðmætri útflutningsafurð?

2. Hverjum hefði dottið í hug að Íslendingar ættu 1 af leiðandi tölvuleikjafyrirtækjum í heiminum?

3. Hverjum hefði dottið í hug fyrir bara nokkrum misserum að sjómannsfjölskylda á Árskógströnd væri búinn að stofna bjórverkssmiðju og væri að stækka hana því hún annar ekki eftirspurn?

4. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 15 árum að Húsavík yrði nú að hvalaskoðunarmiðstöð heimsins?

5. hverjum hefði dottið það í hug fyrir 30 árum að stoðtækjafyrirtækið hans Össurar Kristinnsonar er orðið að því sem það er í dag?

það er ekki skortur á möguleikum og hugmyndum sem stendur okkur fyrir þrifum heldur frekar að við höfum ekki skapað hina réttu umgjörð sem leyfir öllum þessum hlutum að blómstra.

Þá sér Gylfi ekki herkosnaðinn af stóriðjustefnunni það er að uppbygging álvers og virkjunar í þágu álvers hafa í för með sér ruðningsáhrif í hagkerfinu sem þýðir hvað?

Jú ruðningsáhrif verða til þess að seðlabankinn þarf að hækka stýrivexti sem þýðir hvað?

Jú stýrivextirnir verða til þess að útflutnings og samkeppnis atvinnugreinarnar, nýköpunar og sprotafyrirtæki hrökklast úr landi og þar tapast störf á móti störfum í álveri.

lausnin er einmitt ekki álver heldur þvert á móti allt annað en álver og olíuhreinsunarstöðvar.

jæja þá og hverjir sjá ekki lausnirnar?

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.