Leita í fréttum mbl.is

Munkurinn síkáti og skáldahátíð í Venezúela

Gærkveldið var í alla staði afar sérstakt og eftirminnilegt. Vinir Tíbets stóðu fyrir kvöldstund með Lama Tenzin á Kaffi Hljómalind. Það var ágæt mæting - hefði viljað sjá fleiri ný andlit en það var afar góðmennt. Lama Tenzin er með betri sögumönnum sem ég hef eytt kvöldstund með. Hann sagði frá aðdraganda þess að hann ásamt fjölskyldu sinni komu á fót skóla á Indlandi fyrir fátæk og munaðarlaus börn. Hann ferðast um í 19 daga gönguferð upp í einhver hættulegustu landsvæði í heimi til að bjarga börnun, sér í lagi stúlkum frá því að lifa við þrældóm um aldur og ævi. 

Eftir fundinn sem hófst á dásamlegri kyrjun og endaði með stórkostlegum fréttum sem ég get því miður ekki sagt frá strax, keyrði ég Lama Tenzin á dvalarstað hans. Hann bauð mér í mat og við áttum gott spjall. Fann mikinn vinarhug og fékk að heyra meira af skólanum hans sem og fann fyrir miklum stuðning við það starf sem ég er að inna af hendi varðandi Tíbet. Það er svo skemmtilegt að fá að kynnast svona fólki sem á einhvern hátt lifir stóru lífi. Á sér draum og lifir draum sinn með ráðum og dáðum. Hvet fólk til að kíkja á þessar YouTube myndir af hinu 19 daga ferðalagi til bjargar börnunum... 

Ég er svo að fara af landi brott á morgunn og mun sennilega ekki blogga mikið á meðan ég er á hinni alþjóðlegu skáldahátíð í Venezúela. Frétti að það kostaði morðfjár að fara á netið á hótelinu sem ég verð á. Læt hér fylgja með ljóð sem ég ætla að flytja á hátíðinni og er að sjálfsögðu um Tíbet:) 
 
Læt ykkur svo vita hvernig þessi ævintýraferð fór fram ... með björtum kveðjum og vinarþeli
Birgitta
 
 
 
Paradise lost 

 

At the roof of the world

frozen bodies

sterilized wombs

scars of torture

dying language

rumbling monasteries

empty sockets on temple walls

 

But Paradise lives on

in sand mandalas

made from foreign soil

the ancient sounds of chanting

in other worlds

in other words

 

In Dharamsala

in the sound of the Tibetan culture

determant to survive the genocide

 

In every corner of the world

Tibetan prayers sound

Tibetan thinking takes root

 

Om Om Om

Thick deep voices

Colorful prayer flags

and the longing for Phayul

Your spell is peace

and peace and peace again

While we learn the

meaning of compassion

through tolerance of divine nature

Such is the way of your teachings

 

 

Your forced exodus from Phayul

a great blessing for humanity

Your voices silenced

by the faceless Chinese regime 

Yet you speak through me

not only through my voice

but through my heart

 

Oh blessed are you who have suffered so much

Yet humanity has failed to

recognize your greatest gift:

Your monks walking among us

planting ancient seeds within the modern mind

our collective salvation

was materialsed

 

Without it we would have fallen

down down down

into the abyss of self destruction

 

Oh blessed are you

for you have awakened

the sleeper within

 

Today your flag flies higher and higher

The Snow Lion rises

not only in Tibet

but in the collective human heart

and I pledge to rise with you

 

As you return

into the heart of Phayul

we will again have a dome of peace in our world

at its rightful place at the roof of the world

 

Drifting in a steady stream

blessings towards

your heart - your soul

 

Om Tibet 

free Tibet 

Om Tibet 

Free Tibet

Om OM om OM 

Free Tibet NOW

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo himneskt að til sé svona fólk eins og Lama Tenzin og fjölskylda hans og svo ert þú sjálf að gera frábæra hluti líka. 

Fallegt ljóðið þitt en hrikalega sorglegt og grípur mann alveg. 

Góða ferð og gangi þér vel. 

alva (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.