Leita í fréttum mbl.is

Er öllum sama?

Endalaust sér maður fólk hafa skoðanir á einhverju sem oft á tíðum er afar lítilvægt miðað við þær hörmungar sem dynja yfir heimsbyggð alla. Þetta er frétt um börn sem voru myrt. Hvað annað er hægt að kalla þetta. Hvað ef þau hétu eitthvað, hvað ef við fengjum myndir af þeim þegar þau voru á lífi. Stoppum um stund og hugsum um þau sem manneskjur en ekki bara tölur.

Ég hef tekið eftir því að fólk hefur almennt engar skoðanir á hungri, svona morðum á börnum, þjóðarhreinsunum. Ég skil ekki af hverju. Aftur á móti er allt logandi í kringum Amy, Britney, og hvað þær nú heita allar saman.   


mbl.is Fjögur börn létust í árás Ísraelshers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Þetta er stundum alveg fáránlegur heimur. Fullur af ógeði og rugli. Kannski er það ekkert skrýtið að Pétur og Páll hafi svona mikinn áhuga á því hvort Britney sé komin í pillurnar eða hvort Amy sé ennþá í varðhaldi. Þetta er hið nýja ópíum fólksins.

Jonni, 28.4.2008 kl. 07:55

2 Smámynd: halkatla

þetta er alveg satt.

halkatla, 28.4.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mér finnst þessi fyrirsögn alröng hjá mbl.is - það ætti að standa fjögur börn voru drepin. Létust er meira í ætt við, móðir mín lést á spítala, en þessi börn voru drepin það er alveg á hreinu. Af hverju reyna fréttamenn að milda þetta, og ýkja síðan fyrirsagnir af eggjakasti!!???

Birgitta Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 08:58

4 identicon

hvaða máli skiptir það einar hvort einhverjir samlandar krakkanna voru vopnaðir í kringum þá? finnst þér það réttlæting á að þeir voru drepnir?

kristín ketilsd. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:27

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég skil fyllilega hvað þú ert að fara Birgitta. Hef velt þessu mikið fyrir mér með Amy og Britney og álika vs. óbreytta borgara sem falla í stíði.

Held að svarið felist að einhverju leyti í því að þær stöllur eru fórnarlömb ákveðins hernaðar sem við almennir Vesturlandabúar erum daglegir gerendur í: græðgisvædd efnishyggja og popular culture. Við tökum flest þátt. Bíðum ekki einu sinni eftir formlegri kvaðningu.

Börnin í Ísrael eru svo að einhverju leyti líka fórnarlömb Norðursins sem fitnar á kostnað Suðursins. Maður sofnar með óbragð í munninum á hverju kvöldi - en það er oftast gleymt að morgni. Er það ekki bara vandamálið?

Soffía Valdimarsdóttir, 28.4.2008 kl. 09:46

6 Smámynd: Jonni

Einar; kannski voru þeir bara heima hjá sér, en það voru samt aðalega drepin börn og ekki "vígamenn" eins og hermenn palestínu eru kallaðir í þessum miðli. Þú gætir eins spurt; hvað voru þessi börn að gera í Gaza? Vissu foreldrar þeirra ekki að það er stórhættulegt að vera þar? Allt sem hreyfist verður drepið.

Jonni, 28.4.2008 kl. 10:49

7 identicon

Því miður er það stundum svo í íslenskum fjölmiðlum að Ísraelar fella, en Palestínumenn drepa.

Hér er grein sem ég skrifaði í Mogganum málið fyrir átta árum, og vakti nokkra athygli.

Grein þessi byrtist sem lesendabréf í Morgunblaðinu 28. nóvember 2000Fjöldamorðin í Palestínu halda áframÍsraelsmenn, öflugasta hernaðarveldi Mið-Austurlanda, eru í vanda. Þjóðin sem þeir hernema í trássi við alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sýnir þeim óhlýðni. Palestínskir unglingar og börn mótmæla hernámi þeirra með uppþotum og grjótkasti. Friðarferlið hefur stöðvast. Ísraelar treysta sér ekki til að semja við þjóð sem lætur ekki að stjórn undir byssuhlaupum þeirra og herþyrlum. Þeir hafa refsað Palestínumönnum grimmilega fyrir óhlýðnina. Á átta vikum hafa Ísraelsmenn myrt rúmlega 230 Palestímenn, þar af um 70 börn, og limlest og slasað að minnsta kosti 6.000 óvopnaða borgara.



Ísraelar þvertaka fyrir að alþjóðleg rannsókn fari fram á upptökum þessara mestu átaka á svæðinu í áraraðir. Blóðbaðið hófst þegar herforinginn Ariel Sharon heimsótti Haram Al-Sharif moskuna í palestínska hluta Jerúsalem ásamt 3.000 manna liði hers og lögreglu. Sharon ber ábyrgð á fjöldamorðunum sem stunduð voru í palestínsku flóttamannabúðunum Sabra og Shatila árið 1982 og var heimsókn hans í moskuna því hrein ögrun við Palestínumenn, sem

mótmæltu henni harðlega. Mótmælunum var mætt með skothríð; fjöldamorð Ísraela voru hafin.

Rót átakanna liggur þó dýpra en svo að kenna megi Sharon um blóðbaðið. Ástæðan er hernám og kúgun Ísraelsmanna á Vesturbakkanum, Jerúsalem og Gaza sem nú hefur staðið í 33 ár í trássi við alþjóðalög og samþykktir S.Þ. Margir Palestínumenn bundu vonir við að friðarsamkomulag PLO og Ísraels, sem undirritað var árið 1993, myndi verða til þess að hernáminu lyki og að brottreknir Palestínumenn fengju að snúa aftur til heimalands síns í samræmi við ályktanir S.Þ. nr. 194, 242 og 338. Samkomulagið átti að ná fram að ganga á fimm árum. Nú eru sjö ár liðin og Ísraelar hafa aðeins skilað fáeinum prósentum þess lands sem þeir hersitja. Þolinmæði Palestínumanna er á þrotum.



Hlutdrægni fjölmiðla

Það er sorglegt að sjá hvernig íslenskir fjölmiðlar kjósa að fjalla um fjöldamorðin í Palestínu. Þó þeir segi skilmerkilega frá því hve margir eru drepnir á hverjum degi og frá aldri fórnarlambanna, er lítið farið í það sem er raunverulega að gerast. Staðreyndin er sú að

palestínska þjóðin er að rísa upp gegn kúgun Ísraelsmanna og ólöglegri hersetu þeirra í landi sínu.

Þegar sagt er frá atburðum dagsins nota fjölmiðlar nánast undantekningarlaust þá þumalputtareglu að segja frá hve margir Palestínumenn hafi verið "skotnir til bana", "felldir" eða "orðið fyrir" byssukúlum Ísraelsmanna. Ísraelsmenn eru hins vegar "myrtir" af Palestínumönnum, jafnvel "á hrottalegan hátt, af æstum múg". Ríkisútvarpið hefur brugðið á það ráð að segja frá því hve margir Palestínumenn eru "skotnir" á degi hverjum og sleppa því að bæta við "til bana". Sögnin að skjóta er hér búin að fá nýja merkingu; "að drepa". Tugir Palestínumanna eru skotnir af hernámsliðinu á hverjum degi, en kúlurnar örkumla og særa

fleiri en þær drepa.

Annað undarlegt atriði við fréttafluttninginn er sá munur sem gerður er á óhæfuverkum Ísraela og Palestínumanna. Þegar Ísraelsmenn skjóta eldflaugum á flóttamannabúðir, bifreiðar eða íbúðarblokkir Palestínumanna, með þeim afleiðingum að konur og börn láta

lífið, er talað um "aðgerðir Ísraelsmanna", eða "harðar aðgerðir" þegar þeir ganga hvað lengst í hrottaskapnum. Þegar Palestínumenn sprengja hins vegar upp herstöðvar Ísraela eða óbreytta borgara er talað um "hryðjuverk" og stundum bætt við að þarna séu múslimskir öfgasinnar að verki. Það er rétt að taka það fram að um fjórðungur Palestínsku þjóðarinnar er kristinn og sumar andspyrnuhreyfingar þeirra eru leiddar af kristnum mönnum.



Fórnarlömbin gerð ábyrg

Hræsni og heigulsháttur Ísraelsmanna á sér fá takmörk. Þeir reyna að slá ryki í augu heimsbyggðarinnar með því að gera fórnarlömb blóðbaðsins ábyrg fyrir eigin fjöldamorðum og neita þar með að horfast í augu við gerðir sínar. Yfirlýsingar á borð við þær að Palestínskir foreldrar oti börnum sínum fram fyrir skriðdreka og vélbyssur Ísraelsmanna eru ekki bara fáránlegar heldur bera vott af rasisma af verstu tegund. Eins og Hanan Ashrawi, palestínsk baráttukona, bendir á þá vernda flest dýr afkvæmi sín gegn ógn og hættum. Því verður maður að líta á Palestínumenn sem ómennskar ófreskjur til að taka eitthvert mark á þessum

yfirlýsingum.

Ísraelsmenn hafa líka drepið og örkumlað ófá börn með skothríð og sprengjuárásum á heimili þeirra. Hin 18 mánaða gamla Sara Abdel-Athim Hassan var t.a.m. drepin með skoti í höfuðið í aftursæti bíls föður síns. Samkvæmt skýrslum alþjóðlegra barnasamtaka á

borð Save the Children miða Ísraelskir hermenn byssum sínum á börn með þeim ásettningi að særa þau og drepa ("Children and youth being the target of deliberate wounding and killing"-ályktun Save the Children 11.11 2000). Í skýrslu Defence for Children International kemur fram að nokkur börn hafi verið drepin með "dum-dum" kúlum sem springa og flísast í fórnarlambinu. Í sömu skýrslu er sagt frá barni sem lést eftir að ísraelsk eldflaug klauf

höfuð þess í tvennt.



Alþjóðleg aðstoð og vernd

Nú er svo komið að Palestínumenn sem lifa undir hernámi Ísraelsmanna biðja um alþjóðlega vernd. PLO og önnur samtök Palestínumanna hafa farið fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að sent verði friðargæslulið til að tryggja öryggi fólksins. Ísraelsmenn þvertaka fyrir að slíkt lið verði sent til Palestínu.

Palestínsk sjúkrahús hafa sent neyðarbeiðni til heimsins og beðið um lyf og aðstoð við að hjúkra þeim sem sem særst hafa í skotárásum Ísraelsmanna. Nokkur lönd hafa tekið við særðu fólki og sent lækna til herteknu svæðanna og ætti ríkisstjórn Íslands að sjá sóma sinn í því að veita aðstoð. Félagið Ísland-Palestína hefur tæmt félagssjóð sinn til kaupa á lyfjum og sjúkragögnum og beðið félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki um styrki. Þessum peningum er komið milliliðalaust til sjúkrahúsa á herteknu svæðunum.

Það er nauðsynlegt að við Íslendingar styðjum réttmæta baráttu Palestínumanna fyrir almennum mannréttindum, sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæðu ríki. Það er líka nauðsynlegt að við fordæmum grimmdarverk Ísraelsmanna og tökum þátt í að þrýsta á að þeir fari eftir alþjóðalögum og samþykktum S.Þ. Því miður sat Ísland hjá í síðustu atkvæðagreiðslu S.Þ.

þegar borin var upp ályktun sem fordæmdi hörku Ísraelsmanna. Meirihluti ríkja heims greiddi atkvæði með henni. Þó við séum fámenn þjóð og látum stundum lítið að okkur kveða á alþjóðavettvangi er engin ástæða til að loka augunum fyrir fjöldamorðunum í Palestínu!



Eldar Ástþórsson

-varaformaður Félagsins Ísland-Palestína






Eldar Ástþórsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:22

8 Smámynd: Einar Þór Strand

Eldar smá spurning, hvernig á að komast á friður þegar samtök á borð við Hamas og fl. vilja ekki frið?  Það er gömul saga og ný að það eru öfl í miðausturlaöndum sem vilja ekki frið og gera allt til að spilla honum þar á meðal að ráðast á skóla og drepa börn, það er ekki bara við Ísralesmenn að sakast heldur Palestínumenn líka.

Einar Þór Strand, 28.4.2008 kl. 19:33

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Eldar fyrir þessa fróðlegu grein. Og takk fyrir allt þitt starf í málefnum er tengjast Palestínu. Merkilegt hvað ekkert breytist með tímanum. Ég er með flensu og hef ekkert sérstakt taumhald á gremju minni mitt í henni og átti alveg hrikalega bágt með mig yfir kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. Svona fréttaflutningur er bara rangur og til þess gerður að milda sekt þeirra sem drepa. Ég hef reyndar afar lítið álit á fréttum ríkissjónvarpsins, hef allt of oft orðið vitni af rangfærslum og hagræðingu innan hins lagalega ramma með loðnu orðalagi eða með því hreinlega að sleppa því að flytja fréttir sem öllu jafna þættu fréttnæmar.

Einar Þór það hefur komið fram að Hamas hefur boðið fram vopnahlé sem Ísrael vill ekki þekkjast við,

Birgitta Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:27

10 identicon

Ástæðan fyrir því af hverju Ísrael neitar að taka við vopnahléi frá Hamas, er vegna stefnu Hamas - Þeir neita að viðurkenna Ísraelsríki og aðastefna þeirra er að þurrka Ísrael af kortinu. Ísrael er þekkt fyrir að neita að semja við hryðjuverkamenn - og miðað við núverandi ástand - þar sem Vesturbakking og Gaza eru stjórnað af annars vegar af Fatah og hins vegar Hamas...Hverjar eru líkurnar á því að Ísrael semji við einn eða neinn ? Á meðan borgaraleg átök eru milli Hamas og Fatah, þá er Ísrael ekki að flýta sér að semja frið. Og það er sorg og skömm að segja frá því, en ég efast um að nokkur ráðamaður (frá hvaða landi/hreyfingu sem er) er að emja og óa sér yfir dauðum börnum....nema það kæmi sér vel fyrir P.R.

"THE FIRST VICTIM IN EVERY WAR, IS THE TRUTH...AND INNOCENCE FOLLOWS."

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 00:20

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eldari er einna bezt svarað með því að skoða röksemdir lögspekingsins Alans Dershowitz, sem yngstur manna varð prófessor í Harvard, í viðtali hans við Karl Blöndal ritstjóra í Mbl. í 4. apríl sl. (sbr. og hér).

En hvað vefgrein Birgittu varðar, þá get ég svo sannarlega tekið undir þessi orð hennar:

  • "Ég hef tekið eftir því að fólk hefur almennt engar skoðanir á hungri, svona morðum á börnum, þjóðarhreinsunum. Ég skil ekki af hverju. Aftur á móti er allt logandi í kringum Amy, Britney, og hvað þær nú heita allar saman."
.

Í alvöru talað: Vill nútíminn – eða einhverjir, t.d. ráðandi öfl landanna – mata menn á hégóma? (gamalt ráð var að bjóða brauð og leiki). Er verið að reyna að afvegaleiða okkur í heimspressunni, ala okkur upp í léttvægri hugsun, þegar við ættum fremur að sinna ábyrgð okkar gagnvart þeim sem líða þjáningu?

Jón Valur Jensson, 29.4.2008 kl. 01:02

12 identicon

Jón Valur á lof skilið fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum Tíbeta.

Mér finnst það hins vegar merkilegt hvernig Jón Valur setur alltaf annan staðal á mannréttindabrot og kúgun Ísraela gagnvart Palestínumönnum en mannréttindabrot og kúgun Kínverja gagnvart Tíbetum. Þau fyrri ver hann en þau seinni fordæmir hann. Mér sýnist að hér sé ekki sama hvort rætt er um Jón eða séra Jón.

Ég tek það fram að ég styð fyllilega rétt Tíbeta til heimastjórnar eða frelsis, rétt eins og frelsisbaráttu víðar í heiminum og er andvígur hvers konar kúgun og mannréttindabrotum.

Ég vil minna Jón Val og aðra lesendur á grein Uri Avnery um Tíbet og frelsisbaráttu víðar um heim, sem nefnist "Not You! You!!" Hana má nálgast hér: http://zope.gush-shalom.org/home/en/channels/avnery/1207434781/

Avnery lýsir stuðningi við frelsisbaráttu Tíbeta en gagnrýnir hvernig fjölmiðlar og stjórnvöld sýna henni athygli á meðan þau hundsa á sama tíma frelsisbaráttu annars staðar í heiminum. Avnery telur viðbrögð stjórnvalda og fjölmiðla einkennast af hræsni. Hann fer fram á að ekki sé gert upp á milli þjóða sem berjast fyrir frelsi sínu heldur ættu sömu grundvallarreglur að ganga yfir alla:

"I would propose a pragmatic moral principle: Every population that inhabits a defined territory and has a clear national character is entitled to independence. A state that wants to keep such a population must see to it that they feel comfortable, that they receive their full rights, enjoy equality and have an autonomy that satisfies their aspirations. In short: that they have no reason to desire separation."

Einar Steinn (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 16:33

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Tek það fram að ég hef mótmælt mannréttindarbrotum hvort sem þó passi við vinstri hægri miðju stefnu... ég hef aldrei getað skilið hvernig hægt er að réttlæta þjóðarmorð, hvort heldur það er í Palestínu, Tíbet, Darfur, Rúwanda eða Þýskalandi. Nú er ég að einbeita mér að Tíbet og það er alrangt að þeir hafi fengið eitthvað meiri athygli en aðrir... veit ekki betur en að heimurinn hafi brugðist þeirra ákalli um aðstoð síðan 1949... á meðan kínversk yfirvöld hafa verið að murka úr þeim lífið í ró og næði ... meiri en milljón Tíbeta hafa verið drepnir... er það ekki nóg... þarf að endanlega þurrka þá út til að við getum farið út sektarkennd og búið til endalausan straum af hollívúdd myndum um hve við brugðumst kalli þeirra eins og ákalli gyðinga á sínum tíma og Palestínumanna núna .... mér finnst alltaf þessi rök að það sé of mikið gert til að beina athygli að mannréttindabrotum út af því að einhver annar fái ekki nóg, léleg afsökun... til aðgerðaleysis.

Birgitta Jónsdóttir, 2.5.2008 kl. 10:15

14 identicon

Ég veit, það Birgitta, enda var ég ekki að gagnrýna þig. Ég sé ekki betur en að við séum á sama máli. Ég hef ekki kynnst öðru hjá þér en sterkri réttlætiskennd og þykist vita að þú farir ekki í manngreinarálit þegar mannréttindi eru annars vegar. Það angraði mig hins vegar að Jón Valur skyldi réttlæta aðgerðir Ísraels á sama tíma og hann fordæmir aðgerðir Kínverja. Það fannst mér anga af tvískinnungshætti af hans hálfu.

Hvað athyglina gagnvart Tíbet varðar, þá er hér átt við skammtíma athygli fjölmiðla, sem hampa einni frelsisbaráttu á kostnað annarar "jumping the bandwagon", þar sem oft ráða misjafnir hagsmunir, ekki hugheilt baráttufólk eins og þig.

 Bestu sumar/vorkveðjur

Einar Steinn (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.