Leita í fréttum mbl.is

Sendum sendiherrann heim!

W020070828160995165125

Nú er ég búin að sökkva mér í heimildarmyndir um ástandið í "Kína" Kína og manni hryllir við að hafa sendiherra slíkrar þjóðar hérlendis að skála við forseta og ráðherra án þess að fá almennilegar ávítur í verki fyrir þann hrylling sem ríkisstjórn hans stendur fyrir. 

Þessi sami sendiherra sendir sína menn út á örkina með áróðursmyndbönd um að kínversk "frelsun" hafi verið mesta blessum Tíbeta á alla kínastaðina á höfuðborgarsvæðinu til að dreifa til viðskiptavina sinna. Er það ekki á mörkum þess sem kalla mætti löglegt starfssvið sendiherra? 

Þessi sami sendiherra sendi sína einkaþjóna til að vera með dónaskap við listakonu sem sýndi í Ráðhúsi Reykjavíkur og var jafnframt meðlimur Falun Gong. Ég var vitni af því. 

Þessi sami sendiherra hringir grenjandi út til Kína út af mótmælendum og krefst meiri löggæslu sem auðvitað er orðið við. 

Þessi sami sendiherra sendi áróðursmynd um ástandið í Tíbet á alla helstu fjölmiðla og sum voru svo yndæl að þýða það allt fyrir hann og birta á vefmiðlum sínum. 

Þessi sendiherra er fulltrúi ríkisstjórnar sem pyntar þegna sína, sem rænir þegna sína öllu sem þeir eiga til að græða meira, þeir kúga fólkið sitt, þeir drepa fólkið sitt og við vitum öll af því. En þeir láta ekki þar við sitja, þeir stela heilu löndunum eins og Tíbet og stunda þar þjóðarmorð í ró og næði og við vitum öll af því og í stað þess að gera eitthvað í því, þá bjóðum við þeim enn meiri ítök í landinu okkar og tvíhliða viðskiptasamninga. Hvað er í gangi!?!?!?

Er ekki kominn tími til að sleppa öllum viðskiptum við Kína til að sýna að við horfum ekki aðgerðalaus á svona glæpi? OkOK ég veit að nú mun ég fá fullt af kommentum um að ég sé einfeldningur og að USA sé líka vondu kallarnir og bla bla bla. En hey við verðum einhversstaðar að byrja. Byrjum á að senda kínverska sendiherrann heim, kannski getur hann notað sömu einkavinaflugvélina og Þorgerður Katrín sem er að fara á ópólitíska íþróttahátíð í Kína. 

Þið munið skilja af hverju ég er svona hvöss þegar þið hafið horft á eftirfarandi frétt frá Sky News:

 


mbl.is Þungir dómar í Lhasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef við látum buxur falla og beygjum okkur þegar kínverjar biðja okkur um að stoppa hryðjuverkasamtökin Falun Gong, er ekki hægt að búast við miklu. Það eru 110% líkur á að þingmenn hundsi þessa færslu og frétt og flest það sem þú hefur að segja vegna þess að það gæti skaðað feril þeirra.

Það er gott mál að Sky er að flytja gagnrýnar fréttir af ástandinu, en eins og Gullvagninn sagði, hlustar fólk ekki og lætur þetta þannig viðgangast.

Eitt að lokum. Kínverjar, eins og flest einræðisríki, hafa lengi verið hrifnir af því að endurskrifa söguna. Ég hef lengi haft áhuga á Tíbet. Keypti Lonely Planet: Tibet fyrir nokkrum árum með það í huga að fara þangað einhvern daginn. Konan mín fer stundum í viðskiptaferðir til Shanghai og hún keypti bók handa mér sem heitir Mystical Shangri-La. Eins og margir vita, er það nafn oft notað yfir Tíbet. Ég skoðaði bókina en fann hvergi minnst á Tíbet. Seinna komst ég að því að Kína er búið að gefa öðru svæði í fjöllunum Shangri-La nafnið. Það er eins og Tíbet sé ekki til. Shangri-La er eitthvað allt annað.

Villi Asgeirsson, 29.4.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Villa, með Falun Gong.  Það var hámark undirlægju íslenskra stjórnvalda.

Þetta myndband er skelfilegt að sjá.  Skelfilegra en tárum taki er viðhorf íslenskra stjórnvarlda.

Arg

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Rassinn á Kínverjum verður sleiktur ákaft og áfergjulega á meðan von er um að græða peninga þarna, bissness hefur ávalt gengið fyrir mannréttindum þegar upp er staðið og margur viðskiptamógúllinn ætlar sér stóra hluti þarna með ódýru vinnuafli sem er ekkert að kvarta(vegna ótta) yfir bágum kjörum og vinnuaðstæðum....money makes the world go round as usual

En það verður samt að styðja baráttu Tíbeta og sorglegt ef að stjórnmálamenn okkar þori ekki að tala tæpitungulaust um illvirki Kínverja til að styggja ekki gíruga peningamenn.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.4.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála um undirlægjuhátt þessara stjórnvalda á yfirvöldum í Kína, og ég hreinlega er farin að skammast mín fyrir íslensk stjórnvöld heilt yfir, hvernig er með tilmæli mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna um óréttlætið í fiskveiðistjórnunarkerfinu.  Það á að þegja það í hel.  Þeim er nefnilega ekki annt um frelsi og réttlæti, þó þau séu að skrattast út um allan heim, með frið í munninum, en hroka í hjartanu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:07

5 identicon

Íslendingar segja aldrei böö við neinn sem getur fært okkur tekjur. Íslensk stjórnvöld gagnrýna engan og sleikja upp skítinn sem hinu ýmsir "íslandsvinir" koma með.

Ég er í Hí að læra kínversku. Frá því að ég var unglingur, þá hef ég haft áhuga á tungumálum (Enska, Danska, Franska, Spænska og nú Kínverska). Það er voða erfitt að krefjast breytingar hálfa leið um hnöttinn - ég ætla mér að fara til Kína (þarf þess ef ég ætla að klára B.A). Ekki vegna aðdáunar minnar á ríkisstjórn Kína...heldur vegna þess að þar get ég gert eitthvað gagn, að einhverju leyti, á einhvern hátt.

Ég er ekki alltaf sammála þér Birgitta, en ég ber virðingu fyrir þeim skoðunum sem þú hefur. En að krefjast þess að sendiherran fari frá Íslandi er ekki rétta leiðinn. Kína mun aldrei falla fyrir viðskiptarþvingunum og breytingar geta tekið langan tíma. En ef við höldum áfram að tala um mannréttindabrot og skömm stjórnvalda í Kína...þá getur verið að það verið hlustað á okkur. Tölum nógu hátt og nógu oft og nógu mörg :D Svo getur líka verið að ég sé einfeldingur sem trúi ennþá á hið góða í heiminum og trúi því að réttlæti ná fram að ganga.....

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:54

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Kínverjar hafa hingað til sagt að mannréttindi, í skilningi Vesturlanda, séu lúxus sem þeir geti ekki leyft sér enn sem komið er, a.m.k. ekki að því marki sem tíðkast á Vesturlöndum.  Kínversk stjórnvöld hafa margsinnis gefið það út að þeirra markmið sé fyrst og fremst að forðast hungursneið og tryggja að fjöldinn hafi í sig og á.  Þurfi að fórna fáum fyrir marga þá sé það einfaldlega gjald sem þarf að greiða.  Þegar maður á mikið af einhverju (þ.m.t. fólki) þá er hver eining einfaldlega minna verði heldur en ef lítið er til.  Okkur finnst þetta að sjálfsögðu algerlega óásættanleg afstaða af hálfu Kínverjana þótt maður skilji hana upp að vissu marki og geri sér grein fyrir því að Róm var ekki byggð á einum degi.  Vesturlönd hafa tekið þá afstöðu að það að auka samskiptin við þessi lönd í gegnum námsmannaskipti, viðskipti og ýmiss konar samskipti og með því að vera stöðugt að ræða við þau um mannréttindi þannig sé helst hægt að mjaka risanum í rétta átt.  Ef við hættum öllum samskiptum og viðskiptum við þá mun spillingin og ógeðið grassera sem aldrei fyrr sem er klárlega ekki sú þróun sem við viljum sjá.  Það er bara þannig að heimurinn er ekki alltaf svartur og hvítur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.4.2008 kl. 16:42

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vildi segja Gleðilegt sumar Birgitta mín :)

Erna Friðriksdóttir, 29.4.2008 kl. 17:37

8 identicon

Heimurinn er svartur og hvítur, í fjölmörgum skilningi.  Þeir heita grámenn sem fara á milli.  Við erum meira og minna öll orðin grá.  Sinnulaus, ósjálfstæð, hugsanalaus, mötuð af skoðunum, of löt til að standa bak við prinsip.

Arkitektarnir sögðu að við myndum fá heim þar sem almenningur treysti sér ekki til að hugsa lengur fyrir sjálfa sig.  Sérfræðingar myndu sjá um alla ákvarðanatöku, og fólk myndi ekki einu sinni vita hvernig það ætti að klæða sig nema með hjálp sinna betri.  Það, er vísindalegt einræði.  Við erum þar í dag.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:26

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sigurður Viktor, kíktu á heimildarmyndir um kínverskt stjórnarfar áður en þú lætur áróður þeirra blinda þig. Ég var ekki að tala um að hætta samskiptum, heldur viðskiptum á meðan þeir haga sér svona. Mér finnst líka hneisa að þeir séu með þessa íþróttaleika. Þær blóðfórnir sem þeir hafa fært til að gera allt sem glæsilegast eru vægast sagt hrollvekjandi. Það hefur ekkert áunnist að vera í samskiptum við þá og hjálpa þeim að auka völd sín, nema ef til vill að ógeðið fær að grassera sem aldrei fyrr því við samþykkjum það með því að segja opinberlega að okkar hugur sé þungur á meðan meðan undir borði við handsölum þeirra opnu dyr inn í Evrópska efnahagssvæðið með hjáleiðinni Ísland.

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:32

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Erna mín takk takk... gleðilegt VOR:) í mínum huga kemur sumarið ekki fyrr en í júní eða júlí:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:34

11 identicon

Miðað við spillinguna sem fyrirfinnst í Ólympíunefndinni....þá er ég hissa að leikarnir hafi ekki verið haldi fyrr í Kína. Við megum líka ekki gleyma leikunum árið 1936 ;)

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:02

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þú meinar hina alþjóðlegu spillingaleika:) meiri stera, meiri mútur, meiri öryggisgæslu...

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:07

13 identicon

Akkúrat ;)

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:15

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ættum kannski að sækja sendiherra okkar í USA líka. Þeir stunda mannréttindarbrot, pyndingar og afttökur. Minni á pyndirigar í sér útbúinni aðstöðu til mannréttindabrota á Kúbu, aftökur á þroskaheftu fólki í Texas. Fangaflug og leyni pyndingarstöðvar um allann heim.

Einnig ættum við þá að hætta samskiptum við Rússa. Þeir hafa jú í gegnum tíðina stundað pyndingar og morð í stórum stíl.

Ísrael. Þeir eru ein af þeim þjóðum sem eru með í lögum heimildir fyrir pyndingum.

Fullt af öðrum stórum löndum sem hægt er að tiltaka.

Held að samskipti og samræður séu einu tækin sem við höfum til að berjast fyrir auknum mannréttindum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2008 kl. 10:12

15 Smámynd: SeeingRed

Við eigum allavegana að hafa hátt um þessi mannréttindabrot hjá USA, Rússum, Ísraelsmönnum eða hvaða stjórnvöld sem það eru sem brjóta mannréttindi yfirhöfuð, þögn er sama og samþykki Magnús Helgi.

En núna er fókusinn loksins á illvirkjum Kínastjórnar í Tíbet eftir langa þögn og ber að hamra á þeim í aðdraganda Ólympíuleikana þar sem Kínaharðstjórar eru viðkvæmir fyrir áliti umheimsins.

SeeingRed, 30.4.2008 kl. 13:47

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú er að standa í lappirnar Birgitta og mótmæla. 1. mai er dagur kröfugangna og hópfunda.Nú þarft þú að draga upp gömlu glósubókina um hvernig best er að nota þær aðstæður sem bjóðast á morgun til að mótmæla mannréttindabrotum valdstjórnarinnar og versnandi lífskjörum.Mannfjöldin mun fylgja þér um leið og þú lyftir hendi, hvort sem það verður að dyrunum á stjórnarráðinu eða eitthvað annað.  

Sigurgeir Jónsson, 30.4.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 508814

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.