Leita í fréttum mbl.is

Verið að bjarga ímynd Ólympíuleikana

Samkvæmt því sem ég hef lesið í öðrum fréttamiðlum er verið að bjarga ímynd Kína en lítill raunverulegur áhugi að gera eitt eða neitt varðandi Tíbet. Persónulega eigum við að taka þessu af fúlustu alvöru og bjóða þeim að hittast hér, meiri möguleikar á að hægt sé að verða vitni af því hvað fer fram á þessum fundi. Ef fundurinn verður haldinn í Kína verður hann marklaus með öllu og með sanni verið að stofna lífi Dalai Lama í hættu.

Annars bendi ég öllum á að líta á færsluna Take-Away áróður Kínverja á Íslandi hjá Lárusi Vilhjálmssyni. Ég kaupi aldrei skyndimat hvort heldur vestrænn eða austrænn, þannig að ég er greinilega að fara á mis við merkilega upplifun. Hvet fólk sem kaupir svona mat til að athuga hvort að þeirra kínverski veitingastaður bjóði upp á sömu þjónustu og þeir í Hafnarfirðinum. 


mbl.is Boða viðræður um Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Þórisdóttir

Alveg sammála, því miður fæ ég ekki á tilfinninguna að kínversk stjórnvöld hafi áhuga á viðræðum við Dalai Lama í sambandi við stjórn í Tíbet.  Kínversk stjórnvöld eru enn að halda því fram að Dalai Lama vilji ekki sætta sig við neitt annað en að þeir viðurkenni að Tíbet er ekki hluti af Kína.  Dalai Lama hefur nú þegar minnkað sínar kröfur mjög, mjög mikið til þess að ná friði.  Ég las bloggið um kínverska skyndibitann, alveg til skammar en í takt við hvað kínversk stjórnvöld hafa haldið fram.

Aðalheiður Þórisdóttir, 27.4.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er frábær hugmynd, Birgitta, að bjóða þeim hingað í Höfða. Mér var einmitt órótt í huga, að Dalai Lama færi kannski til Kína; kommúnistarnir hafa áður leikið hann þar grátt, þegar hann var enn bráðungur. Og hann ætti nú að gera það fyrst að skilyrði, að þeir leysi Panchen Lama úr haldi – piltinn, sem í gær varð 19 ára, en var rænt af Kínverjum, þegar hann var 6 ára, og allri fjölskyldu hans með. Afsal þjóðarréttinda er þó ekki skiptimynt fyrir Panchen Lama. – Kær kveðja til ykkar Aðalheiðar beggja, og vonandi eruð þið að ná ykkur eftir flenzuna.

Jón Valur Jensson, 27.4.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég hef verið að viðra þetta við stjórnarliða... vona að það verði eitthvað úr því ... gætir þú ekki rætt þetta við hann Geir? Þetta fellur alveg undir þá ímynd sem hann vill skapa erlendis af þjóðinni: Friðarþjóðin:)

Takk fyrir dugnaðinn að skrifa um Tíbet Jón Valur. Ég ætla um leið og mér er batnað að skrifa grein um Panchen Lama og hve hlutverk hans er gríðarlega mikilvægt við fráfall Dalai Lama.

Með björtum kveðjum

Birgitta

Birgitta Jónsdóttir, 27.4.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef verslað mikið við þetta æðislega fólk á Duang Huang.  Velt fyrir mér hversu mikið af kínverskum gestum væru oft þarna. Greinilegt að kínverska sendiráðið heldur þeim við efnið. Spurning hvort maður fái aðra þjónustu við að gagnrýna kínverja?????? Mér finnst samt að við vesturlandabúar ættum að velta betur fyrir okkur því að við stöndum á bak við þrælakistur Kínverja með kaupum á Nike, Adidas ofl. vörum. Kínversk menning nær þúsundum ára aftur fyrir okkar hvað þá Bandaríkjanna. Kannski eru þeir á réttri leið þó að okkur finnist ganga hægt. Gleymum ekki hvað er í gangi hér, í Bandaríkjum örvitans, fyrrum Júgoslavíu sem eftir þúsund ára ríki Hitlers hélt ég að myndi aldrei gerast aftur. Eða Rúanda. Mér finnst við vesturlandabúar stundum dæma þjóðir sem hafa staðið okkur miklu framar um þúsundir ára útfrá nokkur hundruð ára gildismötum og siðferðisstöðlum. Getur ekki verið að það þurfi bara nokkur hundruð ár í viðbót til að slétta þetta út? Ekki voru víkingar svo heilsubætandi í sínum útrásum.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.4.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ævar minn kíktu á Undercover in Tibet og svo skulum við tala saman:)

Birgitta Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 508814

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband