Leita í fréttum mbl.is

Er svona mikil hætta af 100 búddistum?


Þetta finnst mér skammarlegt athæfi og sýnir hve skoðanakúgun er víðtæk þegar kemur að því að styggja ekki Kínverja. Er hægt að kalla þetta umburðarlyndi? 100 fólk labbar í mótmælaskyni, ekkert ofbeldi engin læti og það er handtekið fyrir vikið...

Það er kominn tími til að fólk hætti að horfa undan þegar kemur að Tíbet. Það sem hefur átt sér stað í Tíbet síðan það var hernumið er hræðilegt og hvet ég fólk til að kynna sér það. Það má léttilega flokka það undir þjóðernishreinsanir sem og markviss eyðilegging ævafornrar menningar Tíbetbúa. Nú er svo komið að fleiri Kínverjar búa í Tíbet en Tíbetar og óttast þeir mjög að þjóð þeirra verði endanlega útrýmt ef ekkert verður að gert.


mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er kúgun og ekkert annað..

Hildur (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sú kúgun fer fram fyrir opnum tjöldum og enginn gerir neitt í því að aðstoða Tíbeta, þetta er sorglegt bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hæ Hildur og takk fyrir innlitið:)

Já þetta er vægast sagt ömurlegt ástand og heimsbyggðinni til skammar. Ég las ævisögu Dalai Lama fyrir allmörgum árum og varð djúpt snortin, hann er með sanni friðarhöfðinginn. En því miður hefur það verið misnotað hægri vinstri að hann hefur alltaf verið talsmaður friðsamlegra lausna á þessum stuldi á landi og þjóð. Ég ætla að hætta eftir fremsta megni að verlsa kínverskar vörur. Það eru mínu persónulegu mótmæli og til stuðnings þessu fólki sem enn þorir að mótmæla þjóðhreinsununum í Tíbet.

Birgitta Jónsdóttir, 13.3.2008 kl. 14:06

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er ekki bara málið að heimsbyggðin er hrædd við ofurveldið Kína? Þetta er auðvitað alveg ömurlegt og ömurlegast fyrir þá sem þurfa að þjást fyrir vikið.

Laufey Ólafsdóttir, 13.3.2008 kl. 17:26

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Kínversk stjórnvöld kúga fólk, brjóta mannréttindi og í þessum töluðum orðum æða þeir yfir heiminn eins og engisprettufaraldur í leit að nýjum fjárfestinganýlendum. Við styðjum þetta allt saman með bros á vör, bjóðum harðstjórunum í opinberar heimsóknir enda liðkar slíkt til fyrir útrásarliðinu sem fær fyrir fullt af þessum líka fína verkalýð til að vinna skítverkin á lúsarlaunum. Við eigum að skammast okkar fyrir að leggjast svona lágt. Ísland á að standa einart gegn kúgun í hvaða formi sem hún birtist  ... .

Pálmi Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 00:16

6 Smámynd: Agný

Tjáningafrelsi er því miður víða  ekki til. Þessvegna held ég að við sem enn höfum það eigum að nota það sem mest...Það er ekki mikið eftir þegar það er farið...

,,Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur"....

Agný, 14.3.2008 kl. 02:34

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ég sammála þér Pálmi... og þið öll sem hafið tjáð ykkur varðandi þetta. Er að viða að mér upplýsingum um mótmælendur. Veit að þeir sem handteknir voru í gær á meðan þeir voru í morgunhugleiðslu eru farnir í hungurverkfall.... gerum allt sem við getum til að styðja þau....

Birgitta Jónsdóttir, 14.3.2008 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 509215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.