Leita í fréttum mbl.is

Auglýsingar og ekki auglýsingar á moggabloggi

Ég var ein af þeim sem hafði hátt þegar skyndilega auglýsing frá fyrirtæki sem ég er lítið hrifin af birtist á bloggi mínu. Moggabloggsstjórar hafa brugðist við athugasemdum bloggverja sem kærðu sig ekki um þetta og getur maður nú keypt auglýsingarnar burt af sinni síðu. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir það. Ég er ekki ein af þeim sem ætlast til að fá hlutina ókeypis en margir kverúlantar hafa talað niður til okkar sem vildum valkost og sagt okkur vera frekjur og nöldurskjóður. Ég hygg að margur haldi mig sig:)

Ég er allavega búin að kaupa þessa auglýsingu burt og býð mínum lesendum og vinum upp á auglýsingafrítt blogg:) og get þá farið að blogga af kappi á ný. Auðvitað hefur margt gott gerst í blogghléi og ég hef oft verið alveg að springa úr löngum að tala um það. Þetta svæði hefur verið einskonar tilraunasvæði í mannlegum samskiptum hjá mér og hefur mér fundist þessi tilraun í 99% skipta hafa verið mjög jákvæð upplifun. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á netheimum og verið forvitin um hvernig það þróast. Hélt meira að segja út bloggi í aðdraganda fyrstu margmiðlunarhátíð landsins árið 1996. Hygg að það hafi verið eitt af fyrstu bloggum landsins. Það er enn til í netheimum sem söguleg heimild. Skammast mín smá fyrir afleita ensku á því... en það er samt eins og mörg góð blogg einlægt og laust við hroka.

Enn og aftur : takk fyrir að hafa valkost:) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sést vel hér að þú ert fylgin þér Birgitta mín, mamma þín hefði orðið stolt af stelpunni sinni núna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk yndislegu konur:)

Maður er alltaf að vinna í því að vera betri mannvera... reyna að skapa þann veruleika sem maður þráir að lifa við... það gerir það enginn fyrir mann...:)

Birgitta Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ágæta birgitta!

Þitt sjónarmið í þessu finnst mér bara heilbrigt og í lagi, en sumum þykir samt alveg öfugt og segjast alls ekki ætla að láta bjóða sér að borga!

En vegna þess að þína góðu móður bar hér á góma langar mig að spyrja þig hvort stutt sé í að kassinn með plötunum hennar komi út eða hann sé kannski bara þegar komin!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 19:38

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég læt vita hér og á Bergþórubloggi um leið og diskarnir koma... við erum líka að undirbúa aukatónleika... það voru svo rosalega margir sem komust ekki á hina....

.....á aukatónleikunum verður hægt að fá diskana á sérdeilis frábæru verði

Birgitta Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl aftur og blessuð birgitta!

Hef mikin áhuga á plötunum, en hef ekki tækifæri á að sækja tónleikana, er norðan heiða á Akureyri.

EF þér væri það ekki á móti skapi, þætti ér vænt um ef þú sendir mér póst um útgáfuna og hvernig væri hægt að kaupa hana.

mgeir@nett.is.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 21:11

6 identicon

Hæ Birgitta.  Þú ert samkvæm sjálfri þér.   Mér finnst það sjálfsagt að geta haft val.  Ég reyndar gafst upp á öðru bloggsvæði fyrir löngu, einmitt vegna auglýsinga fyrst og fremst.   Ég vil heldur borga fyrir að sleppa við auglýsingar og sleppa þá við þetta áreiti. 

kv,

Bára

Bára (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Magnús Geir, var að tala við útgefandann og hann sagði að það væri hægt að fá diskinn á Akureyri. Það gæti tekið um tíu daga fyrir þá að koma norðan heiða... Það er Dimma sem gefur diskana út og mér skilst að þeir muni líka fást á netinu. En sem sagt ég var að fá diskana í hendur, þeir komu til landsins í dag og þetta er alveg ótrúlega vel úr garði gert:)

Birgitta Jónsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband