Leita í fréttum mbl.is

Ég elska Laugaveginn

hljomalind

Ég viðurkenni fúslega, að ég elska Laugaveginn. Því varð ég fyrir verulegu áfalli þegar ég fletti í gegnum myndir af öllum húsunum sem fyrirhugað er að rífa eða fjarlægja frá götunni sem ég elska að labba og hef arkað svo oft að ég hef ekki tölu á því.

Ég átti eitt sinn heima í einum af þessum sérdeilis sérstöku húsum sem til stendur að taka í burtu. Það eru 20 ár síðan og þá stóð einmitt til að rífa húsið. Ekki var mikið gert fyrir húsið á þessum tíma vegna þess að það átti að rífa það einhvern næsta daginn. En mikið var rosalega góður andi í þessu húsi og tréð sem slútti yfir innganginn er víst næst elsta tré borgarinnar. Þetta hús er Laugavegur 21 og hefur hýst alls konar merkilega og manngöfgandi starfsemi síðan ég leigði þar. Nú síðast hefur Hljómalind verið með vinalegasta kaffihús bæjarins í húsinu og tréð aldrei fallegra. Á sumrin er portið iðandi af lífi og oft opið inn í Sirkusportið og alls konar skemmtilegir markaðir þar sem hægt er að kaupa sögulega nútíma hluti. Ég get ekki sætt við mig að það eigi að endanlega ganga frá þessari götu sem er einmitt skemmtileg vegna þess að þessi hús grípa augað með sögu sinni og handverki. 

Hver hefur ekki farið í Brynju til að fá aukasett af lyklum og eins og einn nagla. Það sem er kannski sorglegast við þetta allt saman er sú staðreynd að þeir sem ákváðu að það væri í lagi að rífa og breyta, sjá ekki að sérstaða Laugavegins er þessi fullkomna alkemía þess gamla og nýja. Það er stór hópur fólks sem fer aldrei í verslunarmiðstöðvar vegna þess að þeim hugnast ekki hve ópersónulegar þær eru. Laugavegurinn er persónuleg gata, þar sem hægt er að fá hluti sem fást ekki annars staðar í borginni okkar.

Ég er frekar fúl yfir þeim mistökum sem gerð voru þegar hin ólýðræðislega einveldisborgarstjórn tók upp á því að kaupa tvö hús um daginn fyrir 600 milljónir, þetta eru í raun og veru lang ljótustu húsin sem stendur til að rífa eða færa. Af hverju var ekki hægt að bíða eftir úrskurði Menntamálaráðherra? Ég kemst ekki hjá því að hugsa um maðka í mysu. Veit ekkert hverjir þessir maðkar eru en þetta er bara svo mikið ofurklúður að maður á bágt með að trúa því að fólk geti klúðrað svona stórt án þess að gera það að yfirlögðu ráði!

Mér finnst þessi ákvörðun veikja möguleikana stórum á að hægt sé að bjarga götunni minni, en sem betur fer þá eru fullt af duglegu og kláru fólki að vinna að því að hindra þetta slys. Hér er slóð í vefinn Laugavegur og nágrenni, þar sem hægt er að skoða húsin sem eru á útrýmingarlistanum. Þau eru í afar misjöfnu ástandi en þau eiga að það skilið að vera gerð upp og sýnd virðing. Við eigum alveg nóg af götum í borginni sem eru einsleitar. Þeir sem sækja í stóru verslunarmiðstöðvarnar, fara hvort er eð ekki að spássera um Laugaveginn í verslunarerindum.

Það sem mætti gera fyrir Laugaveginn væri að leyfa honum að vera eins og hann er. Þessi gata þarfnast einskis, nema skilning á að húsin megi standa og eitthvað verði gert fyrir þau. Það er nóg af bílastæðum, gönguleiðum, skringilegum og skemmtilegum verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum til að halda áfram að laða að sér mannfólk um langa hríð.

Læt hér fylgja með ljóð úr smákverabók minni Reykjavík sem ég skrifaði þegar ég bjó

Við Laugaveg

 

Hvít hönd

strýkur burt frostrós.

Börn borgar 

     ljós borgar

í einum punkti

í miðju borgar.

 

Bros mót götuvitum

og sól við tjörn.

 

Augu anda og svana

fyllt grátklökkum

saknaðartárum

þegar vorið sem 

aldrei varð 

sekkur í djúpin.

 

Þá rís upp úr 

vatninu

andi horfinna tíma.

Kallast á við fuglana.

 

En svanirnir synda um

í blúndugardínu í glugga

sem vísar út á lífið.

Tileinkað húsinu að Laugavegi 21 

þar sem þetta ljóð var skrifað 1988. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér verður hreinlega illt í hjartanu og ómótt við að skoða þessar myndir.... hvað er þetta helv... pakk að hugsa?  Eða hugsar það bara nokkuð yfir höfuð?  Að rífa allar þessar yndislegu perlur er hrein og bein GEÐVEIKI!!!

Eina húsið sem ég gæti samþykkt niðurrif á, er ljóti steinkumbaldinn Laugavegur 22A, en reyndar grunar mig að þarna séu mistök á ferð og leyfið um niðurrif standi fyrir hornhúsið á Laugavegi/Klapparstíg þar sem fólk í dag þekkir skemmtistaðinn 22

Það er líka athyglisvert að á kaflanum Frakkastígur/Vitastígur er bara eitt hús með "skotveiðileyfi" á sig - á þessum kafla eru steinkumbaldarnir hver á eftir öðrum og hver öðrum ljótari t.d. þar sem "sautján" var í "gamla daga" þar sem "Kjörgarður" er og þar sem m.a. "Jón og Óskar" eru!!!!

Ég er eins og þú Birgitta, fer helst ekki í verslunarmiðstöðvar - mér leiðast þær óumræðanlega mikið - en að rölta Laugaveginn og njóta þessa sérstaka andrúmslofts sem þar er, er sko allt annað og miklu betra.  Það jafnast EKKERT á við 101 Reykjavík í þeirri mynd sem hún er núna áður en hún verður skemmd meira en komið er. Hættum þessum fíflalátum og byggjum steinkumbaldana þar sem þeir tilheyra - nálægt "nýja" miðbænum eða hvar sem er..... bara ekki í hundraðogeinum.

Kær kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, það væri hægt að gera upp ansi mörg hús á Laugaveginum fyrir starfslokasamninga íslenskra auðmanna. Sorgar saga!

Ásgeir Rúnar Helgason, 3.2.2008 kl. 14:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En nú er einmitt við völd borgarstjóri sem hugsar eins og þið.  Mikill húsafriðunarsinni, og þess vegna skil ég ekki alveg alla andúðina í hans garð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ég er alveg laus við að hafa áhyggjur af þessu en sendi þér risastórt faðmlag mín kæra.

Kristín Snorradóttir, 3.2.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Laugavegurinn á vera eins og hann er: fjölbreytni í byggingasögu frá lokum 19.aldar og fram á 20. öld.

Því miður hafa yfirvöld sýnt mikla léttúð að leyfa húsagerð sem er í miklu ósamræmi við þau hús sem fyrir eru. Hvers vegna skyldi svo vera? Það skyldi ekki vera fasteignamatið? Tilgangur fasteignamatsins er að mat fasteigna „endurspegli“ markaðsverð fasteigna. Ef fasteign er seld á „góðum stað“þá hefur það þau áhrif að rífa upp fasteignamat í öllu hverfinu og þar með miðbænum! Þetta nær ekki nokkurri átt og þarf að sporna við þessari hugmyndafræði og hvetur til brasksæðis eins og við höfum þurft að horfa upp á.

Við þurfum að breyta fasteignamatinu þannig að það „endurspegli“ fremur þá nýtingu fasteignar sem þegar er fyrir en ekki sem hugsanlega gæti orðið miðað við stórkarlalegar byggingar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.2.2008 kl. 09:00

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sorglegt Birgitta, mjög sorglegt. Það sem búið er að gera á Stjörnubíósvæðinu er t.d. alger hörmung og ef það er eitthvað í þeim anda sem fyrirhugað er að byggja í staðinn þá er ég virkilega reið. Það hefur þegar nóg eyðilegging átt sér stað í hverfinu okkar og mér finnst nóg komið. Friða það eins og það leggur sig. Þessir verktakar geta farið eitthvert annað.

Laufey Ólafsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:00

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir athugasemdirnar kæru bloggfélagar. Samkvæmt fréttum í gær, hygg ég að baráttan fyrir Laugaveginum sé rétt að byrja. Borgarmeirihluti virðist aðeins hafa keypt þessi tvö hús til að búa til það sem kallað er spin til að taka athyglina frá öðrum málefnum og umtal í tengslum við stólaskipti í borginni okkar.

Það sem gleymist oft í öllu þessu tali er að í mörgum þessum húsum sem stendur til að rífa er blómlegleg starfsemi. Fólk sem hefur lagt mikið á sig til að gera húsin sem það leigir vistleg. Var aðeins að hjálpa til um helgina við að mála nýju Hljómalind. Húsið var í molum þegar þetta dugnarfólk tók við því og hið sama má segja um gömlu Hljómalind. Þó er húsið við Laugarveg 21 friðað. Skil ekki alveg þessi friðunarlög, taka þau aðeins til ytra útlits? Allt þetta vinnuframlag er til lítis metið hjá borg og verktökum.

Svo sorglegt að það sé alltaf verið að laga það sem ekki þarf að laga. Eins og til dæmis Laugaveginn, hann er fínn eins og hann er.

Birgitta Jónsdóttir, 6.2.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband