Leita í fréttum mbl.is

Athugið, athugið... Kameljónið á afmæli á morgunn

Í tilefni stórafmælis míns á morgunn 17. apríl, þar sem ég mun verða hálf áttræð og komast á hinn virðulega fimmtugsaldur mun ég vera til viðtals fyrir vini og vandamenn. Engin afmælisveisla fyrr en ég verð 41, enda miklu flottari tala... Vænti þess að vinir og velunarar sendi mér afmælisskeyti via tölvupóst ellegar mun ég falla í hamslausa sjálfsvorkun... Það er líka alveg nóg að skilja eftir skilaboð hér á blogginu:) Takið daginn frá á næsta ári... lofa stórafmælisveislu með allskonar velgjörningi...

Ég mun eyða deginum á morgunn í minni stórskemmtilegu vinnu en láta mér bregða í Mál og Menningu klukkan 10 þegar þjóðargjöfin hefst...

Gjafir, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en ég hygg bjóða öllum þeim sem vilja að þiggja skáldsögu mína Dagbók kameljónsins að gjöf á morgunn. Afmælisdagar eru miklu skemmtilegri þegar maður gefur eitthvað. Ég gaf til dæmis ömmu minni gjöf sem hún gat gefið öðrum þegar hún varð 80 ára. Bjó til fallega bók með skýjamyndum eftir hana og ljóðum og öðru fallegu, svo gat hún gefið öllum sem henni langaði þessa sérútgáfu.. Handgerð og allt:) Ömmu þótti mjög gaman að gefa bókina sína og þannig gat ein gjöf glatt marga...

Þeir sem vilja bókagjöfina mína geta nálgast hana í Kaffi Hljómalind, mun fara með nokkur eintök þangað í fyrramálið, kannski mun ég líka skilja hana eftir á skringilegum stöðum, eins og í strætóskýlum ef ég hef tíma...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma þín tók það loforð af mér í den, þegar ég gekk með eldri stelpuna mína, að ég myndi fæða hana 17. apríl, það væri afmælisdagurinn þinn og þar af leiðandi alveg dásamlegur dagur. Mér tókst ekki að halda í mér. Ragnheiður mín er sem sagt 22 ára í dag þessi elska en ennþá man ég afmælisdaginn þinn. Til hamingju með daginn - knús

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið, kæra frænka ... svona fyrirfram. Sniðugt að gefa afmælisgestum sínum, þetta þarf ég að gera í næsta afmæli ... sem þú ert velkomin í. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með afmælið.  Ekki væri ég á móti svona bók.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju, og þú mátt alveg senda mér bókina áritaða í póstkröfu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 19:02

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Óska þér til hamingju með morgundaginn, megi hannvera þér ánægjulegur. Ekki væri ég á móti því að komast yfir bókina góðu.

Sigfús Sigurþórsson., 16.4.2007 kl. 21:01

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Anna, 16. apríl er líka góður dagur, þá á Elísabet Jökulsdóttir vinkona mín afmæli:) Óska þér til hamingju með Ragnheiði... Dóttir mín er fædd 18. apríl, var eiginlega ánægð að fá hana nokkrum klukkustundum of seint í afmælisgjöf svo hún hefði sinn spes dag...

Sendi þér bók Ásthildur og hinir sem vilja bók geta náð sér í hana í Kaffi Hljómalind, Laugavegi 22, læt starfsfólkið vita.

Birgitta Jónsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:29

7 Smámynd: IGG

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Birgitta, hún á afmæli í dag!
Til hamingju með daginn kæra frænka!

IGG , 17.4.2007 kl. 11:47

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk takk fyrir að muna eftir mér:)

Igga mín kæra frænka gætir þú sent mér símanúmerið þitt í tölvupósti?

Birgitta Jónsdóttir, 17.4.2007 kl. 12:48

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Til hamingju með daginn Birgitta og hafðu það sem best og skemmtilegast í dag.

Kveðja.

Jóhannes Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 12:55

10 identicon

Til hamingju - aftur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:00

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með merkisafmælið í dag Birgitta. Hafðu það gott og bestu baráttukveðjur að norðan,

Hlynur Hallsson, 17.4.2007 kl. 13:20

12 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Innilega til hamingju með hálfáttræðisáfangann Birgitta mín eða eins og góð kona sem ég þekki myndi segja „ barnið er orðið brókarhæft“

Pálmi Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 15:59

13 identicon

Til hamingju með afmælisdaginn. Líst vel á hugmyndina um að halda almennilega upp á það að ári.

Einar J

EinarJ (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 17:23

14 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Til hamingju með daginn. Það er svo gott að vera fertugur ummm.

Kveðja úr Ólafsfirði

*Bjarkey

Bjarkey Gunnarsdóttir, 17.4.2007 kl. 20:53

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju elsku Birgitta mín.  Núna er fyrsti þáttur búinn kynningin eins og í bókmenntunum.  Þá er bara Flettan og lausnin eftir.  Þá verður fyrst gaman að leikritinu okkar.  Ég minni á samkvæmt þúsaldarþrætunni miklu að þú verður ekki búin að lifa í fjörutíu ár fyrr en á 41. afmælisdaginn þinn.  Þú getur verið 39 í ár í viðbót.  Hana...þar gaf ég þér ár í afmælisgjöf.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 20:55

16 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku vinir, þakka ykkur fyrir fallegu kveðjurnar og hlýhuginn:::

Þið voruð öll hluti af hinum fullkomna afmæisdegi og mun þessi dagur lengi í minnum hafður vegna þess lærdóms sem mér tókst að draga af honum.... segi meira af því í næstu bloggfærslu... en ég er alsæl og ekki er verra að fá eitt ár í afmælisgjöf::::

Birgitta Jónsdóttir, 18.4.2007 kl. 06:59

17 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Til hamingju með daginn´Kamelljón! Njóttu dagsins...

Kveðja,

Sveinn Hjörtur , 18.4.2007 kl. 10:03

18 identicon

Ja må hon leva, ja må hon leva ja må hon leva uti hundrade år ...

sorrý hvað söngurinn er  lengi á leiðinni til þín héðan av Vesturströnd Svíþjóðar,

elsku littla kamelljón; til hamingju med þessi merkistímamót og hvernig þú heldur uppá þau með gjöfum. Knús og ást til Birgittu frá Kristínu, ég mæti að ári!

Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:00

19 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Til hamingju með afmælið Gitta mín. Gangi þér allt í haginn.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 18.4.2007 kl. 14:08

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir hlakka til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 12:41

21 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

elsku vinir mínir einlægt þakklæti.... sendi inn dæmisögu hér á bloggið um afmælið mitt stórkostlega eigi síðar en í fyrramálið...

hlakka til að skipuleggja ógleymanlegt afmæli að ári með ykkur innanborðs

bjartar kveðjur

birgitta

Birgitta Jónsdóttir, 19.4.2007 kl. 16:27

22 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

vonandi áttirðu góðan afmælisdag birgitta mín :)

Andrea J. Ólafsdóttir, 19.4.2007 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband