Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlafríríkið Ísland!

Opinn hádegisfundur Félags stjórnmálafræðinga.

Félag stjórnmálafræðinga efnir til opins hádegisfundar í samstarfi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna.

Fundurinn verður föstudaginn 5. mars í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands.  Hann hefst klukkan 12:00 og lýkur klukkan 13:00.

Á fundinum verða ræddar hugmyndir um að gera Ísland að griðastað alþjóðlegrar fjölmiðlunar, fjórða valdið og tengsl frjálsrar fjölmiðlunar og lýðræðis.

Kynnt verður tillaga til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og upplýsingafrelsis sem nú er í meðförum Alþingis.

Að loknum stuttum framsögum verða umræður og tekið verður við spurningum úr sal.


Eftirfarandi verða gestir í pallborði:

Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og 1. flutningsmaður þingsályktunartillögu.

Elva Björk Sverrisdóttir, varaformaður Blaðamannafélags Íslands.

Julian Assange, blaðamaður og stofnandi vefsíðunnar Wikileaks.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Fundarstjóri er Svavar Halldórsson formaður félags stjórnmálafræðinga.

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar: Icelandic Modern Media Initiative


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Bjarnason

Birgitta, sæl.  Ég veit, að þú hefur verið mjög upptekin af Icesave málinu.  Ég vil þakka fyrir tillögu ykkar varðandi þingsályktunina um upplýsingamál og upplýsingaskyldur, ég man ekki nafnið nákvæmlega.

Manstu eftir því, að ég spurði þig um skýrslu rannsóknarnefndarinnar?  Ég hélt að hún væri komin í umferð hjá formanni allsherjanefndar.  Ertu enn jafnviss um að skýrslan sé ekki hjá einhverjum og það sé verið að snurfussa hana?  Rífa úr henni vígtennur og firra þingið gagnrýni?

Jónas Bjarnason, 5.3.2010 kl. 17:24

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

heill og sæll Jónas

ég veit ekki til þess að neinn hér á þinginu hafi fengið aðgang að skýrslunni. 

Birgitta Jónsdóttir, 9.3.2010 kl. 11:50

3 Smámynd: Gerður Pálma

Blessuð Birgitta,
Ég hlusta á þig á BBC og fylgist með þinni framgöngu, sem mér finnst frábær.  Ég vil reyndar að þú takir að þér forsætisráðherrastöðu í næstu ríkisstjórn. 
Ég styð tillöguna um Fjölmiðlafríríkið -  1sta skref yrði að leysa okkar eigin fjölmiðlafólk úr álögum sem þau eru föst í núna.
 Ísland sem ´fríríki´frá lánasjóðum sem hafa allt aðra stefnu en þá sem fólk vill trúar verður okkar eina leið til sjálfstæðis, sjálfstæðis sem við aldrei höfum borið ábyrgð á að styðja og vernda.  Allir Íslendingar eru að mínu sjálfstæðisfólk, en það fólk er vandfundið í Sjálfstæðisflokknum því miður. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður með sjálfstæði þjóðarinnar að marki, en Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann er í dag vinnur að  Sjálfstæði einstaklingsins hvernig svo sem og á hverra kostnað það sjálfstæði er varið.
Þessi sama sort sjálfstæðismanna er að finna í öllum flokkum, því miður.  Vegna þessa eru flokkakosningar algjörlega úrelt fyrirbrigði og ekkert mun breytast  þar sem engin er ábyrgðin. Breytum kerfinu og gefum von um heilbrigt samfélag til sannra ´sjálfstæðismanna'  Íslands.

Gerður Pálma, 9.3.2010 kl. 11:50

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Heyr heyr Gerður mín

Annars þá er alveg ljóst að hinar pólitísku skilgreiningar hægri vinstri hafa glatað allri merkingu.

Takk fyrir bréfin sem þú hefur sent mér og fyrirgefðu hve sein ég er til svara. Næ aldrei að gera allt sem ég þarf að gera á hverjum degi:)

Birtukveðjur 

Birgitta Jónsdóttir, 10.3.2010 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband