Leita í fréttum mbl.is

Ísland marki sér lagalega sérstöðu á heimsvísu í þágu tjáningar- og upplýsingafrelsi

Flutti þessa ályktun á þinginu í síðustu viku, þetta er ræða númer 2 í þeirri umræðu, ályktunin er núna til umfjöllunar í allsherjarnefnd.

Ráðgjafar og stuðningsmenn ályktunarinnar eru aðilar sem hafa víðtæka reynslu og yfirsýn yfir ástand mála þegar kemur að skerðingu tjáningar og upplýsingafrelsi í heiminum. Ber þar helst að nefna Evu Joly, Julian Assange aðalritstjóra wikileaks, hinn virta breska rannsóknarblaðamann Martin Bright, Smára McCarthyfrá félagi um stafrænt frelsi og David Dadge en hann veitir TheInternational Press Institute forstöðu.

Eva Joly sagði um ályktunina eftirfarandi með leyfi forseta:
“Ég er stolt af því að vera til ráðgjafar til að tryggja alþjóðlega vernd fyrir rannsóknarblaðamennsku. Í huga mér inniber þessi ályktun sterk skilaboð og hvatningu til eflingar heilinda og gagnsæis hjá ríkisstjórnum víðsvegar um heim, þ.á.m. á Íslandi. Í starfi mínu við rannsóknir á spillingu hef ég orðið vitni af því hve mikilvægt það er að hafa öflugt regluverk til tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. Ísland getur með nýstárlegri sýn á samhengi tilverunnar og vegna tilhneigingar til að fara sínar eigin leiðir orðið hinn fullkomni staður til að hrinda af stað verkefni af þessu tagi sem yrði til þess að efla gagnsæi og réttlæti á heimsvísu. “

Hrunið varð til þess að þjóðin vaknaði og þurfti að horfast í augu við að ekki var allt sem sýndist í samfélaginu okkar, en með því að taka höndum saman náðum við að koma á sögulegum breytingum. Ríkisstjórnin var þvinguð til að segja af sér, seðlabankastjórinn og stjórn fjármálaeftirlitsins voru jafnframt neydd til afsagnar. Íslendingar áttuðu sig á því að með samtakamætti gætu raunverulegar breytingar orðið að veruleika.

Fólk áttaði sig á því að innviðir samfélagsins sem það hafði reitt sig á höfðu brugðist. Akademíska stéttin, ríkisstjórnin, þingheimur, Seðlabankinn og fjölmiðlar brugðust öll hlutverki sínu. Almenningur áttaði sig á því að fjölmiðlar landsins voru máttlausir, að gagnsæi skorti, að spillingin var víðtækari en menn óruðu fyrir og til þess að getað lifað í heilbrigðu samfélagi yrði almenningur að taka þátt í að móta það.

Fólkið í landinu hefur áttað sig á því að það þarf að gera grundvallarbreytingar sem lúta að lýðræðisumbótum og að ný löggjöf sem byggir á gagnsæi og pólitískri ábyrgð er nauðsynleg.

Vegna þess hve heimurinn er samofinn á flestum sviðum, sér í lagi þegar kemur að frjálsu flæði fjármála og upplýsinga er deginum ljósara að þær tálmanir á birtingu upplýsinga sem almenningur á rétt á að hafa aðgang að er ekki aðeins okkar vandamál, heldur hnattrænt vandamál. Réttur almennings til að skilja hvað er að gerast í samfélögum þeirra þarf að verða styrktur. Með því að setja hér bestu mögulegu löggjöf sem völ er á til að tryggja öruggt starfsumhverfi fyrir þá hugrökku blaðamenn og rithöfunda sem margir hverjir hafa misst vinnu sína við að fjalla um efni þeirra sem eitthvað hafa að fela og vilja leggja allt í sölurnar til að halda huldu, með því erum við að standa vörð um réttlæti, heiðarleika og mannréttindi.

Julian Assange aðalritstjóri Wikileaks hafði eftirfarandi að segja um þingsályktun þessa: með leyfi forseta;

Wikileaks er álitið leiðandi afl þegar kemur að birtingu efnis sem oft er haldið frá almennri umræðu og varðar spillingu. Til að afhjúpa spillingu höfum við þurft að leggja mikið á okkur. Til að mynda höfum við þurft að dulkóða samskipti okkar, dreifa starfseminni um víða veröld og verja hærri fjárhæðum til málareksturs fyrir dómstólum en gagnaðilar okkar sem í einu tilfelli var stærsti svissneski einkabankinn.

En það er ekki hægt að ætlast til að allir útgefendur og félagasamtök geti staðið undir slíku fjárhagslegu álagi. Jafnvel stórir fjölmiðlar á borð við BBC og mörg stærri dagblöð veigra sér reglulega við að birta fréttir af ótta við íþyngjandi kostnaði við málarekstur. Smærri baráttuaðilar gegn spillingu, allt frá GlobalWitness til TCI Journal eru hundeltir heimshorna á milli til að koma í veg fyrir þessir aðilar geti flutt fréttir eða komið upplýsingum til almennings. Það er kominn tími til að slíkum ofsóknum verði hætt. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið spyrni við fótum og segi hingað og ekki lengra, sannleikurinn þarf að vega þyngra en fjárhagslegur styrkur, sagan verður að haldast varðveitt án tilrauna til að fjarlægja hana úr upplýsingasamfélaginu. Við sem stöndum að baki wikileakserum stolt af því að hafa verið til ráðgjafar við gerðþingsályktunartillögun
nar, sem hér er flutt. Íslendingar virðast hafa djúpstæðan skilning á mikilvægi gagnsæis og heiðarleika eftir hrunið, það þarf hugrekki til að standa með mannréttindum og sannleikanum, það er eitthvað sem Íslendingum virðist ekki skorta.”

Index on Censorship, leiðandi bresk samtök á sviði frjálsrar fjölmiðlunar lýstu stuðningi á eftirfarandi máta, með leyfi forseta, “Samhæfing og nútímavæðing upplýsinga og málfrelsislöggjafar sem þessi ályktun felur í sér tekur á lykilatriðum varðandi tjáningarfrelsi á stafrænum tímum og gæti reynst farvegur lagalegra umbóta sem eru öllum lýðræðisþjóðfélögum nauðsynleg á 21. öldinni. “

Í nýlegri grein í New York Times er haft eftir David Ardia, sem hefur umsjón með verkefni um lagaumhverfi borgaralegrar fjölmiðlunar í Harvard, með leyfi forseta; Ef Ísland gerir þessa löggjöf að veruleika er líklegt að áhrifa hennar muni gæta til langframa. Hann laut lofi á þá skynsemi sem lægi á baki þess að búa til heildræna löggjöf um öflun, dreifingu og lesningu frétta í hinu stafræna umhverfi. Hin heildræna sýn og löggjöf er dýrmætt verkfæri þegar kemur að því að skapa umhverfi til að hlúa að vandaðri blaðamennsku. Valdamiklar stofnanir hafa sýnt í verki vilja sinn til að notfæra sér völd sín til að hindra að fréttir sem þeim hugnast ekki séu fluttar. Allt það sem tryggir jafnræði í þeim ójafna leik er til hins góða.”

Aldrei hefði mig órað fyrir þeim mikla stuðning og athygli sem þetta verkefni hefur fengið um heiminn allan. Það sýnir svo ekki er um að villast að rík þörf er á að leggja fram heildræn lög, ekki bara um þennan málefnaflokk heldur öllu jafna um allt sem þarf að endurskoða í ljósi þess hve ört heimurinn okkar breytist. Ég vona að sú góða samvinna sem um þetta mál hefur mótast muni halda áfram innan þings sem utan. Það er ljóst að þessi löggjöf mun ekki leysa þann vanda sem íslenskir fréttamenn standa frammi fyrir þegar kemur að starfsöryggi, en þetta mun með sanni efla aðgengi þeirra að upplýsingum og verndun á samskiptum heimildarmanna og fréttamanna er eitthvað sem er afar brýnt hérlendis vegna fámennis.

David Dadge, forstöðumaður, International Press Institute: sendi frá sér eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu,með leyfi forseta;
Félagasamtök okkar hafa barist fyrir frelsi fjölmiðla í hjartnær 60 ár, þess vegna fögnum við af fullri einurð ályktun sem fara mun fyrir íslenska þingið á næstunni. Með því að velja það besta frá núgildandi lögum víðsvegar um heim og setja þau saman í heilstæða mynd, getur Ísland orðið að sterku leiðarljósi fjölmiðlafrelsis á heimsvísu. Þingsályktunin býður upp á trausta löggjöf til verndar málfrelsi, gagnsæi, vernd heimildarmanna, vernd innri samskipti fjölmiðla, vernd frá meinyrðamálaflakki, vernd fyrir þá sem reka vefþjóna og hýsa efni fyrir fjölmiðla, sem og vernd gegn lögbannskröfum á efni áður en það er birt. Ísland hafði mjög gott orð á sér í alþjóðasamfélaginu þegar kom að frelsi fjölmiðla, þessi löggjöf mun renna styrkari stoðum undir fjölmiðla landsins og endurheimtur á þeim góða orðstír sem fór af landinu áður en til bankahrunsins kom.

Við hjá IPI vonum að restin af heimbyggðinni, sér í lagi þau lönd sem hafa verið hve öflugust í að tryggja vernd fjölmiðlunar, munu taka sér Ísland til fyrirmyndar og skapa áþekka löggjöf, viðbíðum spennt eftir að sjá hvernig þessu muni farnast á íslenska þinginu.

Við verðum að vera búin að koma okkur saman um það hvert við stefnum varðandi upplýsingar og gagnsæi áður en skýrslan kemur frá rannsóknarnefndinni. Það er mikilvægt að finna tón samstöðu til að fyrirbyggja að við stöndum aftur í sömu sporum og við gerum núna. Það er einlæg von mín að við getum risið upp úr rústum fjárglæfra, siðrofs og niðurlægingar með stefnu á eitthvað í farateskinu sem færir okkur aftur einskonar stolt yfir því að tilheyra þessu örsamfélagi okkar úti við jaðar heimsins á forsendum sem sýna hvað það er sem þjóðin vill hlú að eins og kom fram á þjóðfundinum: heiðarleiki, frelsi, jafnrétti og réttlæti.


Smelltu hér til að sjá þessa ræðu í samhengi á Skuggaþingi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæl, að vera einhvers konar hápunktur frjálsrar umræðu, væri mjög virðingarvert hlutverk fyrir Ísland.

*Það gæti þó verið, að við þurfum að efla einhver konar eigin öryggissveitir. Eitt af því fáa, sem ég var sammála honum Byrni Bjarna um, var nauðsyn á eflingu öryggissveita. Þetta var gjarnan haft að háði og spotti, af andstæðingum hans.

*En, hafa ber í huga, að ef Ísland fer að gegna því hlutverki, að aðilar geti komið hingað, og fengið byrtingu á viðkvæmum upplýsingum til upplýsingar almenningi í öðrum löndum, þá er það líklegt til að valda reiði valdamikilla og fjársterkra aðila, annars staðar.

*Eins og staðan er í dag, gæti fámennur herflokkur hreinlega tekið landið. Ég sé fyrir mér möguleika á, að einhver reiður aðili þarna úti, ráði sér málaliða, smygli þeim hingað, til að refsa Íslandi og/eða þeim, sem eru hér að koma upplýsingum á framfæri í okkar skjóli.

*Hryðjuverk sem hefnd, væri einnig möguleiki.

*Við meigum ekki vera náív. Þ.e. hættulegt fólk þarna úti, eins og þú kæra Birgitta veist.

Ég styð þessar hugmyndir, en tel að við þurfum að efla okkar öryggi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.3.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband