Leita í fréttum mbl.is

Ljóð án lags

Steinn Steinarr hafði ótrúlegt vald á skáldmálinu og djúpan skilning á því hvernig yrkja átti alþýðuljóð sem jafnframt höfðuðu til þeirra sem djúpvitrari þóttust vera. Var mér mikil fyrirmynd þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á skáldabraut þegar ég var 14 ára. Margar tilfinningar hafa brunnið í brjósti mínu undanfarna daga og ef til vill lýsir þetta ljóð ágætlega hugarástandi landans í dag. Finnst sem fólk ráfi um í einskonar losti og virðist hafa týnt raust sinni og þeirri gæfu að vita að við getum öll haft áhrif á gang mála ef við stöndum saman, ekki til að hlusta á gleðibankann, heldur til að sýna í verki að okkur er nóg boðið. Ég hvet alla til að líta inn á bloggið hennar Láru Hönnu en þar kemur fram að á meðan þjóðinni blæðir sitja þeir enn að kjötkötlunum sem tóku þátt í braskinu, nú í boði ríkisstjórnarinnar. Tími til að finna röddina innra með okkur og láta almennilega í okkur heyra.

Setti síðan lagið við Ljóð án lags eftir Bergþóru Árnadóttur í tónhlöðuna, njótið vel.

Ljóð án lags
Ljóð: Steinn Steinarr


Ég reyndi að syngja
en rödd mín var stirð og hás,
eins og ryðgað járn
væri sorfið með ónýtri þjöl.
Og ég reyndi á ný,
og ég grét og ég bað eins og barn.

Og brjóst mitt var fullt af söng,
en hann heyrðist ekki.
Og brjóst mitt titraði
af brimgný æðandi tóna,
og blóð mitt ólgaði og svall
undir hljómfalli lagsins.
Það var söngur hins þjáða,
hins sjúka, hins vitfirrta lífs
í sótthita dagsins,
en þið heyrðuð það ekki.

 


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

SNÚUM BÖKUM SAMAN!

Hvatning til allra

Það ástand sem hefur skapast í þjóðfélaginu er hreint út sagt skelfilegt. Og
það á eftir að versna. Þeir ráðamenn sem sitja að völdum hafa sýnt að þeir
eru ekki vanda sínum vaxnir. Við viljum þá burt og betur menntað og
ábyrgðarfyllra fólk til að taka við.

Mótmæli verða hér eftir á Austurvelli daglega klukkan 12.00 á hádegi.
Þau byrjuðu í dag, laugardag 11. október. Hér með er skorað á fólk að láta
stjórnmálaskoðanir, eineltisaðferðir og ofbeldi í allri mynd, lönd og leið
og sameinast og mótmæla ríkjandi ástandi.

Krafist er þess að Seðlabankastjórn segi umsvifalaust af sér, eða verði
leyst frá störfum. Hún er rúin öllu trausti hérlendis og erlendis.

SNÚUM BÖKUM SAMAN! Hittumst og ræðum málin. FJÖLMENNUM!
mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsvíg í kreppu

Nú heyrir maður að fólk hafi tekið sitt eigið líf út af þessum sérkennilegu tímum sem við búum við. Aðstandendur þeirra eru fremja sjálfsvíg er týndur hópur í samfélaginu okkar og fá lítinn stuðning. Enn er alið á mikilli skömm varðandi sjálfsvíg. Það auðveldar ekki sorgarferlið fyrir þá sem missa ástvini sína á þann hátt.

Ég hef í gegnum tíðina talað við ýmsa aðila í heilbrigðisgeiranum og lagt til að aðstandendum sjálfsvíga verði veitt einskonar fagleg áfallahjálp. Fólk sem lendir í því að missa ástvini á þennan hátt er alveg jafn lamað og aðrir sem lenda í áföllum. Ég stakk líka upp á því að útbúinn yrði bæklingur með upplýsingum um hvert fólk gæti leitað. Ég hef ekki séð neitt slíkt framkvæmt ennþá. Legg til að þeir sem vinna að geðheilsu landsins geri nú eitthvað í þessu. Því án efa munu fleiri en áður falla í valinn á þennan hátt og afar mikilvægt að styðja við bakið á þeim fjölskyldum sem eiga sárt um að binda ekki aðeins út af fjárhagskrísu heldur bætist það ofan á að upplifa sektarkennd og skömm sem oft tengist sjálfsvígum aðstandenda.


mbl.is Mikilvægt að sofa nóg á tímum sem þessum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2008

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.