Færsluflokkur: Mannréttindi
3.7.2010 | 11:21
Mótmæli fyrir utan Seðlabankann á mánudaginn
Fann þessa auglýsingu á facebook: ég ætla að mæta.
Tilmælum FME og Seðlabanka Íslands gegn Hæstarrdómi mótmælt
Date: | Monday, 05 July 2010 |
Time: | 12:00 - 13:00 |
Location: | Við Seðlabanka Íslands |
Tekin er afstaða fjármálafyrirtækjanna eina ferðina enn, þar sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands leyfa sér að vaða yfir dóm Hæstarréttar með "TILMÆLUM UM LÆGSTU MEÐALVEXTI FRÁ 2007 SEM ERU 14.76%". (ekki 8,6%).
Hvert eru menn að fara með Ísland? Eiga þessar stofnanir að fá leyfi til að hnekkja dómi Hæstarrétar? Látum við þetta líka yfir okkur ganga?
Takið með ykkur verkfæri sem búa til mikinn hávaða ásamt spjöldum og öllu öðru sem þið hugsanlega hafið meðferðis.
Við kyngjum þessu ekki þegjandi - nú er mælirinn fullur! Bakkafullur bikarinn er ekki nægjanlega stór fyrir allt það óréttlæti sem yfir okkar þjóð hefur gengið! Næjanlega stór bikar fyrirfinnst ekki!
Stöndum saman öll sem eitt!
Krafðir um háar bætur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2010 | 09:59
Óvanalegt ástand í Hérðasdómi Rvk (Vakandi auga)
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2010 | 06:10
Hverjum datt í hug að kæra útfrá 100 greininni? Svar óskast!
1. Þingpallar eiga samkvæmt 57. grein stjórnarskrár okkar, að vera opnir almenningi, svo almenningur geti með góðu móti fylgst með löggjafarsamkundunni. 57. gr. Fundir Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.
Útskýring: Það þarf að halda þingfund og skera úr um það hvort vísa á utanþingsmönnum burt. Það er ekki hlutverk annarra en þingforseta og þingmanna. Hvorki þingverðir, lögregla né aðrir hafa heimild til að vísa fólki burt sem á stjórnarskrárbundinn rétt til að fylgjast með störfum alþingis.
2. Oft er fólki meinaður aðgangur að þingpöllum vegna geðþóttaákvarðana þingvarða, enda hafa þeir engar skýrar reglur nema úr stjórnarskrá, sjá 57 greinina hér að ofan, um til dæmis hvort að tiltekinn klæðnaður sé bannaður. En það hefur komið fyrir ítrekað að fólki er meinaður aðgangur vegna klæðnaðar. (Ekki nógu fínar lopapeysur, merki, húfur, bolir og svo framvegis.)
3. Fleiri þúsund manneskjur tóku þátt í mótmælunum og því þykir það furðu sæta að 9 manneskjur séu kærðar á forsendu 100 greinar hegningarlaga: 100. gr. Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.
Það er 100 greinin sem fólk hefur gagnrýnt, en EKKI er verið að leggja til að þeir sem kunna að vera ábyrgir fyrir líkamstjóni annarra svo sem þingvarða og lögreglumanna verði ekki látnir svara fyrir dóm.
106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.]
4. Það ætlar ekki að ganga þrautarlaust að komast að því hver ákærir útfrá 100. greininni. Hið dæmigerða athæfi íslenskra ráðamanna er enn við líða: þ.e.a.s. hver stal kökunni syndromið. Skrifstofustjóri alþingis hefur bent á þáverandi saksóknara Valtý (sá hinn sami og varð að segja sig frá málinu vegna náinna vensla við einn þingvarðanna sem kært var út af). Valtýr sagði að hann hefði ekki fengið hin stórsnjöllu hugmynd að kæra útfrá 100 grein, heldur hefði það komið frá þinginu. Spjótin beinast því að skrifstofustjóra alþingis eða eins og Ásta Ragnheiður kallaði hann eitt sinn úr embættisstól sínum: yfirmanni þingsins.
Hér er svar forseta Alþingis við fyrirspurn minni um ákærur vegna atburða í Alþingishúsinu og við það 8. desember 2008. (athugið að hvergi er minnst á 100 greinina í svarinu heldur aðeins fjallað um 106 greinina).
1. Með hvaða hætti var tekin ákvörðun um aðkomu Alþingis að ákærum gegn níu einstaklingum vegna atburða sem áttu sér stað í Alþingishúsinu og við það 8. desember 2008?
Þegar þingfundur hófst á Alþingi kl. 3 síðdegis mánudaginn 8. desember 2008 opnuðu þingverðir bakdyr Alþingishússins til þess að gestir, sem þess óskuðu og fylgdu almennum reglum, kæmust á þingpalla. Þegar fyrstu pallagestir voru komnir í húsið kom hópur manna í kjölfarið og ruddi sér leið fram hjá þingvörðum, sumir með klúta fyrir andliti, og komst upp í stigagang Alþingishússins. Sex þingverðir og lögreglumaður, sem var á vakt í þinghúsinu, lentu í átökum við hópinn þegar hann var stöðvaður. Ýmsir þeirra hlutu meiðsl í átökunum sem kunna að vera varanleg.
Strax í kjölfarið var farið nákvæmlega yfir myndbandsupptöku sem sýndi hvernig hópurinn þröngvaði sér inn í þinghúsið. Þá áttu aðallögfræðingur Alþingis (sá hinn sami og fékk vinnu í síðustu viku sem dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur) og forstöðumaður rekstrar- og þjónustusviðs samtöl við þingverðina og lögreglumanninn um atvikið. Myndbandsupptakan sýnir að þingvörður, sem átti að gæta inngangsins, var yfirbugaður til að tryggja að mannsöfnuðurinn kæmist óhindraður inn í húsið. Því mátti ætla að hann væri ekki kominn í friðsamlegum tilgangi. (er hægt að kæra út af ályktunum?) Af samtölunum við þingverði og lögreglumanninn varð enn fremur ráðið að hópurinn skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn sem sátu í þingsalnum á fundi. (hmm er ekki alveg að skilja hvað þetta þýðir, er það slæmt að komast í tæri við þingmenn? Það er vonlaust að komast í tæri við þingmenn af þingpöllum, miklu mun auðveldara að gera það bara út í kjörbúð). Það var því mat aðallögfræðings Alþingis að rík ástæða væri til að málið yrði rannsakað af lögreglu með tilliti til þess hvort ákvæði almennra hegningarlaga, einkum 106. gr. þeirra, (þarna vantar að fá svar við því hver ákvað að meta það svo að nota ætti 100 greinina, engin hefur gert athugasemd við 106. greinina þó að það hafi verið látið í veðri vaka í umræðunni.) hefðu verið brotin. Þar sem ekki var ljóst hvort lögreglan mundi eiga frumkvæði að rannsókn málsins ákvað skrifstofustjóri Alþingis (næsta skref er að fá þetta bréf birt almenningi), að óska eftir því bréflega fyrir hönd skrifstofu Alþingis og þeirra starfsmanna, sem í átökunum lentu, að málið yrði tekið til lögreglurannsóknar. Áður hafði málið verið borið undir starfsmennina sem hlut áttu að máli.
2. Hver óskaði eftir rannsókn málsins og í umboði hvers var það?
Um fyrri liðinn í þessari spurningu er vísað til svars við 1. tölul. Skrifstofustjóri Alþingis fer með ráðningarvald yfir öðrum starfsmönnum þingsins og ber ábyrgð á rekstri skrifstofu Alþingis, sbr. 11. gr. þingskapalaga, nr. 55/1991, sbr. 6. gr. laga nr. 68/2007. Hann er því forstöðumaður skrifstofunnar í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Eins og fram hefur komið urðu starfsmenn þingsins fyrir meiðslum í átökum meðan þeir gegndu skyldustörfum fyrir Alþingi. Forseti Alþingis lítur svo á að á skrifstofustjóra Alþingis hvíli sjálfstæð skylda til að standa vörð um öryggi starfsmanna Alþingis sem og alþingismanna. Að mati forseta er augljóst að skrifstofustjórinn var bær til að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort óskað yrði eftir rannsókn á atvikinu. Til þess þurfti hann hvorki atbeina forseta né annarra eins og ýjað er að í spurningunni. (Hvet fólk til að lesa fyrirgreinda málgrein vel og vandlega, oftast er það enginn annar sem sjálfur skrifstofustjórinn sem svarar fyrirspurnum eins og þessari sem þú ert að lesa núna. Hver er yfirmaður þingsins: forseti eða skrifstofustjórinn?)
Þá er til þess að líta að lögreglurannsókn á atvikinu var ekki háð því að sá sem misgert var við eða bar ábyrgð á starfseminni sem brotið var á óskaði eftir henni. Beiðni um rannsókn var því ekki nauðsynleg forsenda þess að rannsóknin færi fram. Hver sem bjó yfir upplýsingum um atburðinn gat aftur á móti vakið athygli lögreglu á að efni væri til að rannsaka málið.
Það er grundvallarregla í réttarríki að þeir sem hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi sæti ákæru og séu beittir lögmæltum viðurlögum. Að því vinna lögregla, handhafar ákæruvalds og dómstólar hér á landi sem starfa sjálfstætt og af hlutlægni. Mikilvægt er að þessir aðilar fái svigrúm til að meta atvik í réttu ljósi og án utanaðkomandi þrýstings.
3. Er það rétt sem fram kom í máli verjanda tveggja hinna ákærðu fyrir héraðsdómi að skrifstofa Alþingis hafi haft aðkomu að málinu og ef svo er, hver var sú aðkoma og hver var formlegur grundvöllur hennar?
Sjá svar við fyrri töluliðum fyrirspurnarinnar.
Ljóst er að enginn vill gangast við því að leggja til að 100 greinin var notuð: Ég skora á þann aðila, hvort heldur þáverandi saksóknara, skrifstofustjóra þingsins, aðallögfræðing þingsins eða forseta þingsins að svara þessu með afgerandi hætti.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.8.2009 | 09:07
Hvar er myndefnið sem sannar málstað mótmælenda?
Ég hef nú kíkt á alla fjölmiðlana og finn hvergi myndefnið sem fylgdi fréttatilkynningunni frá SI. Ég fékk þessa tilkynningu og myndefnið og ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli en það er ekki neitt nýtt að fjölmiðlar gleypi hrátt það sem lögreglan segir þeim, samanber mótmælin í vetur.
Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2009 | 07:55
Fáránleg regla sem þarf að afnema eigi síðar en strax
Nú er það þannig að það er nánast ómögulegt að finna vinnu fyrir þúsundir manna - það er hreinlega ekki nein vinna í boði fyrir u.þ.b. 18.000 þúsund manneskjur - (þó svo einhverjir svindli á kerfinu þá eru það með sanni langt í frá allir). Hvað á fólk að gera sem á ekki neitt orlof til að nota? Ég á ekki von á því að þeir sem hafa verið atvinnulausir síðan í haust eigi mikinn pening til að fara í frí. Hverskonar afbökun á réttindum atvinnulausra er þetta eiginlega.
Þegar ég sat nefndarfund í fjárlaganefnd þá var það greinilegt að starfsmenn í félags- og tryggingamálaráðuneytinu höfðu lítinn áhuga á að finna lausnir handa þessum stóra hluta þjóðarinnar sem er atvinnulausir - það sem þau vildu fá fjármagn í fyrst og fremst var að hafa uppi á svindlurum. Það er gegnið fram af miklu offorsi og veit ég um eina konu sem fékk hótunarbréf um að bæturnar yrðu teknar af henni vegna þess að hún hafði fengið greiddar 10.000 krónur í orlof og átti fyrir vikið að vera einn af þessum meintu svikurum. Hversu margar ætli þurfi að búa við slíka ógn út af hörku í framferði vinnumiðlunar?
Ég skora stjórnvöld á að sína mennsku og hætta að láta stóra þjóðfélagshópa engjast sundur og saman af áhyggjum út af óvissu sem auðvelt væri að laga.
Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það að allir óháð því hvort þeir eigi orlof inni eða ekki þurfi að vera án greiðsla úr atvinnutryggingasjóði í heilan mánuð. Engu skiptir þó fólk vilji vera virkt í atvinnuleit - því er skikkað í frí án þess að hafa nokkuð um það að segja. Það þarf að laga þessa ambögu eigi síðar en strax. Það er alveg ljóst að þessi reglugerð var sett á í góðærinu og það eru einfaldlega engar forsendur í dag til að halda þessu til streitu.
Atvinnulausir eiga ekki rétt á bótum í orlofi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
24.4.2009 | 08:34
Enginn er ólöglegur
Fyrstu sumartónleikar ársins verða haldnir á nýja hljómleikastaðnum Sódóma við Tryggvagötu (Gamla Gauk á Stöng). Tónleikarnir eru haldnir til að vekja athygli á stöðu hælisleitenda hér á landi - sem og annarsstaðar í heiminum. Fjölmargir listamenn koma fram, þar á meðal: Vicky, Blóð, Megasukk & Ágústa Eva, Tóta & Djassbandið, Þrjár raddir beatur, Rapparinn Nour frá Bagdad, Skorpulifur og AMFJ.
Kynngimagnað kvöld: Íslensk músik, stutt erindi um stöðu hælisleitenda, og arabískt rapp. Aðgangseyrir er 1000 kr.
Um hælisleitendur
Um 20-30 hælisleitendur dvelja á Íslandi hverju sinni. Margir þeirra eru flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan og Írak. Þeir dvelja í herbergjum í Njarðvík, en flestir Íslendingar vissu ekki af tilvist þeirra fyrr en nú í vetur. Sumir þeirra hafa beðið eftir svari við hælis-umsókn sinni í nokkur ár. Á meðan þeir bíða mega þeir ekki vinna, ekki stunda nám, og eins eiga þeir erfitt með að fá lágmarks læknaþjónustu. Þeir vita ekki hvort þeir fái svar frá Útlendingastofnun á morgun, í næsta mánuði eða eftir ár. Líf þeirra er því ein nagandi óvissa.
Á árunum 1990 til 2007 sóttu 601 manns um hæli á Íslandi, öllum var hafnað nema einum. 53 fengu hinsvegar tímabundið dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur veitt vinum ráðamanna greiða og skjóta þjónustu, á meðan þeim hælisleitendum, sem hingað koma með réttum leiðum, hefur kerfisbundið verið hafnað. Þess vegna er Ísland langt undir þeim tölum sem nágrannalönd okkar hafa markað sér varðandi hælisveitingar. Þessu verður að breyta!
Af hverju ekki Grikkland?
Hælisleitendum er vísað frá Íslandi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Reglugerðin var samin til að tryggja hælisleitendum athvarf leiti þeir þess innan Schengen-svæðisins. Hún að tryggja það að fyrsta landið, innan Schengen-svæðisins, sem hælisleitendur koma til, sé skylt að skoða mál þeirra. Hælisleitendur eiga þó einnig rétt á að sækja um hæli í öðrum löndum innan svæðisins. Hér á landi hafa hælisleitendur iðulega verið sendir aftur til fyrsta Schengen-landsins sem þeir ferðuðust í gegnum, í mörgum tilvikum er það Grikkland - án þess að mál þeirra sé skoðað hérlendis.
Að undanförnu hefur Grikkland ekki uppfyllt skilyrði Dyflinnarreglugerðarinnar, en um 2,4% hælisleitenda sem eru sendir þangað fá þá sanngjörnu málsmeðferð sem Dyflinnarreglugerðin lofar þeim. Á heimasíðu Rauða kross Íslands stendur:
Íslensk stjórnvöld verða að ganga úr skugga um að [hælisleitandi] fái umsókn sína til meðferðar og að hann eigi ekki á hættu að verða sendur til heimaríkis... Íslensk stjórnvöld eru bundin af Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem banna endursendingu... til heimalands eða annars ríkis þar sem viðkomandi á hættu á að verða fyrir ofsóknum... Væri t.d. ljóst að íslensk stjórnvöld gætu sent hælisleitanda til annars aðildarríkis Dyflinnarsamkomulagsins og hefði rökstuddan grun um að það ríki myndi síðan strax senda viðkomandi til síns heimalands þar sem hann ætti á hættu að verða fyrir ofsóknum þá væru íslensk yfirvöld mjög líklega að brjóta gegn skuldbindingum sínum.
Ítrekað hafa hælisleitendur verið sendir af íslenskum stjórnvöldum til Grikklands, án þess að íslenskt stjórnvöld hafi fengið staðfestingu frá Grikklandi um að þeir taki mál hælisleitandans að sér. Því eru mörg dæmi um að þeir hælisleitendur séu sendir frá Grikklandi aftur heim - til Afganistan eða Íraks, eða þess lands sem þeir flúðu upphaflega.
Í Grikklandi búa hælisleitendur í tjöldum, í flóttamannabúðum, þar sem aðgengi að hreinu vatni er takmarkað. Þeir njóta engra réttinda - sé þeim nauðgað, eða þeir beittir ofbeldi, geta þeir ekki leitað sér hjálpar eða réttar síns. Þess vegna hafa samtök eins og Amnesty International og Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna lagt til að ríki sendi ekki hælisleitendur til Grikklands.
Dómstólar í Belgíu úrskurðuðu einnig, í apríl 2008, að þarlendum stjórnvöldum sé óheimilt að vísa hælisleitendum til Grikklands vegna slæmrar meðferðar. Sama ár var lögð fyrir Evrópuþingið 68 blaðsíðna skýrsla sem norskar og finnskar stofnanir unnu um beitingu Dyflinnarsáttmálans í tilfelli Grikklands. Þar kemur fram að móttaka og hýsing flóttafólks sem er handtekið við komuna til Grikklands er fært í varðhald og hýst til lengri tíma í varðhaldsmiðstöðvum. Dvölin þar feli í sér linnulaus mannréttindabrot, aðstæður og meðferð séu óviðunandi og vitnisburður liggi fyrir um skelfilegt ofbeldi og pyndingar af hálfu lögreglu.
21. öldin verður öld flóttamannsins.
Ísland verður að standa við þær alþjóðlegu skuldindingar sem landið hefur þegar skrifað undir. Á síðasta ári sagði hælisleitandi frá Afganistan að honum væri ítrekað svarað, þegar hann fengi höfnun um hæli, að hann væri einfaldlega ólögleg manneskja. Í september síðastliðinn var hann sendur með lögreglufylgd frá Íslandi, og aftur til Afganistan. Enginn manneskja er ólögleg! Enginn er ólöglegur!
Nánari upplýsingar
- Flóttamenn á Íslandi
- Nánari upplýsingar um stöðu hælisleitenda í Grikklandi má m.a. finna hér: Greek Asylum Policy and the Dublin II Regulation
Hér er youtube myndband frá búðunum í Grikklandi:
15.4.2009 | 07:16
Líf þeirra er í okkar höndum
Yfirlýsing vegna mótmæla
Frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 15. apríl 2009, munu nokkrir aðilar taka sér stöðu fyrir framan Alþingi. Um er að ræða mótmæli, fyrir hönd allra hælisleitenda á Íslandi. Tilgangur þeirra er að minna valdhafa á tilvist hælisleitenda og bið þeirra. Við erum enn að bíða eftir svörum og þeirri sanngjörnu málsmeðferð sem hér á að vera að finna, handa hælisleitendum.
Þrátt fyrir að einstaka reynslusögur hælisleitenda hafi náð athygli fjölmiðla, viljum við einnig minna á að fjöldi fólks bíður enn í Njarðvík, á milli vonar og ótta, eftir því að fá að lifa mannsæmandi lífi. Þetta fólk eyðir stórum hluta ævi sinnar í tímalausu limbói, án þess að geta stigið fæti niður á fasta jörð.
Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld hætti að misnota Dyflinnar-reglugerðina, sem gerir þeim kleyft að senda hælisleitendur kerfisbundið til annarra Evrópulanda, rétt eins og að þar segi að hér sé alls ekkert skjól eða pláss þeim til handa. Þau lönd sem Íslendingar senda hælisleitendur einna helst til eru þéttsetin af þúsundum hælisleitenda sem munu aldrei sjá umsóknir sínar skila árangri.
Þess vegna krefjum við þess að íslensk stjórnvöld sýni þá ábyrgð sem hún hefur þegar skrifað undir, með því að virða mannréttindi og sýna mannúðlegri meðferðir. Sú krafa er krafa mótmælana, og vonumst við til að fólk skilji þá kröfu og styðji.
Hjálparbeiðni: Mál hælisleitenda frá stríðshrjáðum svæðum
21. öldin verður öld flóttamannsins. Ísland er með fyrstu löndum til að stíga inn í þessa nýju öld. Við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um það hvernig við bregðumst við þessari áskorun.
Stríðsrekstur í Afghanistan og Írak var studdur, á Íslandi sem annars staðar, með vísun í hugmyndir um lýðræði, mannréttindi og alþjóðlega samhjálp. Á sama tíma voru útlendingalög hert á Íslandi og hælisleitendum frá stríðshrjáðum löndum vísað kerfisbundið frá landinu.
Þeirra á meðal hafa verið margir frá Afghanistan og Írak.
Örlög þeirra sem leita hingað eftir hjálp eru tvenns konar: Þeir enda ýmist sem réttlausir flóttamenn í Grikklandi eða og það gildir um flesta þeir eru sendir aftur til upprunalands síns, í fang átaka og stríðs sem þeir flúðu.
Þegar fólki er synjað um hæli hérlendis er vísað til svonefnds Dyflinnarsáttmála. Ákvæðið í sáttmálanum sem vísað er til var samið til að tryggja hælisleitendum málsmeðferð í fyrsta landinu sem þeir koma til innan Schengen-svæðisins, en ekki til að fría önnur ríki ábyrgð. Ísland hefur beitt þessu ákvæði sem opinni gátt til undanbragða, til að losna við hælisleitendur af landinu.
Fyrsta land margra hælisleitenda innan Schengen-svæðisins er Grikkland, og þangað vísar Útlendingastofnun fjölda einstaklinga sem hingað leita. Rauði krossinn og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna leggjast gegn því að aðildarríki Schengen sendi hælisleitendur til Grikklands, þar eð Grikkir hafi ekki veitt hælisleitendum sanngjarna málsmeðferð, sem er grundvallarkrafa Dyflinnarsáttmálans.
Dómstólar í Belgíu úrskurðuðu í apríl 2008 að þarlendum stjórnvöldum sé óheimilt að vísa hælisleitendum til Grikklands vegna slæmrar meðferðar. Sama ár var lögð fyrir Evrópuþingið 68 blaðsíðna skýrsla sem norskar og finnskar stofnanir unnu um beitingu Dyflinnarsáttmálans í tilfelli Grikklands. Þar kemur fram að móttaka og hýsing flóttafólks sem er handtekið við komuna til Grikklands er fært í varðhald og hýst til lengri tíma í varðhaldsmiðstöðvum. Dvölin þar feli í sér linnulaus mannréttindabrot, aðstæður og meðferð séu óviðunandi og vitnisburður liggi fyrir um skelfilegt ofbeldi og pyndingar af hálfu lögreglu. Aðeins 2,4% hælisleitenda sem sendir eru til Grikklands eru sagðir njóta sanngjarnar málsmeðferðar.
Yfirvöld hér á landi hafa veitt fjölskylduvinum íslenskra ráðamanna frá tiltölulega friðsælum ríkjum heimsins sérmeðferð en þeim sem hingað koma eftir réttum leiðum af bæði lögmætum ástæðum og knýjandi þörf m.a. þeim sem flýja stríðsástand er markvisst hafnað.
Hælis- og dvalarleyfisveitingar Íslands til hælisleitenda og flóttafólks eru langt undir þeim mörkum sem nágrannalönd okkar hafa markað sér og stjórnvöldum til skammar.
Nú ríður á að Ísland marki nýja stefnu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi.
Rök sem vísa í núverandi efnahagsástand eða smæð Íslands verða ekki tekin gild. Ef Íslendingar líta nægilega stórt á sig til þess að taka þátt í og leggja nafn sitt við stríðsrekstur í fjarlægum löndum hlýtur Ísland að geta tekið á móti fórnarlömbum þess sama stríðsreksturs. Sjónarmið um atvinnuerfiðleika í íslensku þjóðfélagi geta ekki vegið á móti lífshættu og mannréttindabrotum sem bíða hælisleitenda sé þeim vísað brott.
Við upphaf nýrrar aldar krefjumst við þess að ný ríkisstjórn marki nýja stefnu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
Við krefjumst þess að hælisleitendum sem hafa beðið hér á landi svo mánuðum skiptir eftir úrskurði Útlendingastofnunnar verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinnarsáttmálans, heldur verði veitt tækifæri til þess að hefja mannsæmandi líf á Íslandi og taka þátt í endurreisn íslensks samfélags.
Sex þeirra einstaklinga sem nú bíða eftir svari frá Útlendingastofnun, og hafa flestir nú þegar fengið neitun, eru frá Afganistan eða Írak.
Nánari upplýsingar um flóttamenn á Íslandi: this.is/refugees
Hælisleitendur mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
11.4.2009 | 09:58
Að fá hvergi að festa rætur
Ég hef hitt nokkra hælisleitur sem búa í limbói á Fit, þar á meðal Noordin. Ég hitti hann fyrst þegar hann var nýkominn til landsins og þá var hann í svo mikilli vanlíðan að hann svaf ekki og langaði í burtu - bara eitthvað. Það er kannski ekki skringilegt - hann kom inn á Fit nokkrum dögum eftir að þar var aðgerð lögreglu og menn vaktir með látum - sumir voru handjárnaðir á nærbrókinni og hundar voru notaðir í aðgerðinni. Ég veit ekki með ykkur en ég held að ég yrði nokkuð óttaslegin ef þetta myndi vera minn veruleiki - sér í lagi ef maður hefur búið við það í heimalandi sínu að foreldrar eða maður sjálfur væri í lífshættu. Ástandið á Fit eftir þessa aðgerð lögreglu var vægast sagt þrúgandi og fólkið þar hrætt.
Ég hitti svo Nour í fyrradag og hann er enn í limbói um hvað taki við á morgunn. Hann var einn af þeim sem átti að senda til Grikklands í fanga/flóttamannabúðir sem S.Þ. telja að séu ekki í lagi - S.Þ. hvetja lönd til að senda ekki flóttamenn þangað vegna slæms aðbúnaðar.
Eftir að hafa hitt Nour og Hassan er ljóst að þessir krakkar sem flýja löndin sín 17, 18 ára munu eyða bestu árum ævi sinnar í hverjum flóttamanna/fangabúðunum á fætur öðrum eða vera sendir heim í opinn dauðann. Hassan hefur verið á ferðinni frá því hann var 17 ára og er nú hér eftir að hafa verið á flótta í 6 ár.
Þetta eru frábærir og hæfileikaríkir strákar sem ég myndi gjarnan vilja hjálpa -og ég mun gera mitt besta til að hjálpa þeim - því líf okkar hér er paradís miðað við þann veruleika sem þeir koma frá.
Hér er bréf Nour með sögu hans:
My name is Nour Al-din Alazzawi, I am from Iraq/Baghdad. I left my home-country in 2006, because my father got killed by terrorist, because he worked as a translator for the USA in Baghdad green-zone. Because I also worked with the Americans, they threatened my life and tried to kill me. That is why me and my family fled from our country to Syria, where we stayed around 2 years.
Me, my sister and my brother decided to go to our older brother in Belgium. We had to go through Greece, where we were finger-printed, put managed to go to Belgium. From there we were sent back to Greece, because of the Dublin agreement. In Greece we were not treated like humans. Because of the unacceptable situation in Greece I sent my sister back to Syria to my mother. After some time, I got a permit to stay in Greece for six months. I tried to find work so me and my brother would survive. When I went to extend my permit they told me I had to leave the country within 30 days, because I did not have any papers in Greece. That is when I decided to go to Canada, because it is not a Schengen-country and the possibility that I could stay and live. My plan was to go through Iceland, but here they stopped me and I had to apply for asylum, so I would not be sent back to Greece. I have been here for 7 months now, not knowing what is going to happen.
Last Thursday the police picked me up and put me in jail, where I was told, that I was going to be deported to Greece early next morning. I had to sign a paper which was written entirely in Icelandic. I was told, that I can appeal to this decision within 15 days, but I would have to do this from Greece, which would be impossible and hopeless. Luckily the deportation was stopped. Now I am here and I do not know what is going to happen. I do not want to go back to my country and I ask of everybody who believes in humanity to help me to stay here. What you just read is only a small part of my story. What I am asking for, is just a simple life in peace and without the fear of being sent back.
Yours sincerely
Nour Al-din Alazzawi
Mannréttindi innantómt tal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 09:39
Ætlum við að endurtaka leikinn?
Höfum við efni á því að hlusta ekki á varnarorð hagfræðinga, sem og annarra sem vara okkur við þeirri feigðarför sem við erum að fara með IMF/AGS? Það eru ekki bara Perkins og Hudson sem vara okkur við, Lilja Móses og Þór Saari hafa varað okkur við síðan í upphafi kreppunnar - SJS hafði um það stór orð að skila láninu áður en hann gerðist fjármálaráðherra.
Höfum við virkilega efni á að skella við skollaeyrum enn og aftur eins og fyrir hrunið mikla? Þá voru allir sem sögðu eitthvað um óeðlilega bankastarfssemi mannorðsmyrtir á færi eins og verið er að gera við Perkins og Hudson núna.
Segir John Perkins vera á villigötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 12:28
Nýtt myndband frá Tíbet
Dalaí Lama þakkar Indverjum hjálpina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson