Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Alvöru þjóðskáld

Vinkona mín gaf mér eitt sinn safn ljóða eftir þetta magnaða skáld. Bókin heitir, "Unfortunately, it was Paradise" og ljóðin hans náðu að taka sér bólfestu í hjarta mínu og leyfa mér að skyggnast inn í þjóðarsál sem aðeins þjóðskáld eru fær um.

Hér er eitt af ljóðum hans sem ég hreyfst af.


I Come From There
 
 
 I come from there and I have memories 
Born as mortals are, I have a mother 
And a house with many windows, 
I have brothers, friends, 
And a prison cell with a cold window. 
Mine is the wave, snatched by sea-gulls, 
I have my own view, 
And an extra blade of grass. 
Mine is the moon at the far edge of the words, 
And the bounty of birds, 
And the immortal olive tree. 
I walked this land before the swords 
Turned its living body into a laden table. 

I come from there. I render the sky unto her mother 
When the sky weeps for her mother. 
And I weep to make myself known 
To a returning cloud. 
I learnt all the words worthy of the court of blood 
So that I could break the rule. 
I learnt all the words and broke them up 
To make a single word: Homeland..... 


mbl.is Þúsundir við jarðarför ljóðskálds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venezúla: fréttir frá skáldahátíð

Út um gluggann á Hilton, Caracas

Þá er ég loksins öll komin heim. Það tekur mig alltaf smá tíma að koma alveg heim eftir svona skáldahátíðir og ferðir á framandi slóðir. Hugurinn við fólkið og það sem snart mann í ferðinni. Í þetta sinn kom ég heim andlegum gjöfum hlaðin og lærði margt um sjálfa mig og það ferðalag sem ég hef verið á innra með mér undanfarin ár. Segja má að þetta rétt rúmlega ár síðan mamma hvarf yfir móðuna miklu hafi verið mér afar lærdómsríkt og fært mig nær því að vera sú manneskja sem ég vil vera í þessu lífi. 

Borgin sem hýsti hátíðina, höfuðborg Venezúela er afar undarleg borg, eins og súrrealískur draumur. Þarna ægði saman afar sýnilegri fátækt - við jaðar mikils ríkidæmis. Ég bjó á fyrrum Hilton hóteli ásamt öllum hinum sem komu að þessari hátíð og út um gluggann minn mátti sjá stærstu fátæktarhverfi í Latín-Ameríku. Enginn veit nákvæmlega hve margir búa þar, en húsin eru byggð af litlum efnum og eiga það til að hrynja við minnstu hræringar. Þó mátti sjá á kvöldin að húsin höfðu öll rafmagn, þegar þau lýstu upp hlíðarnar eins og stjörnurnar hefðu fært sig nær jörðinni. Mér var sagt að fólkið vildi fremur vera í þessu samfélagi sem var háð sínum eigin lögum og reglum en að flytja aftur í sveitirnar. Þó ku vera einskonar prógram til að aðstoða þau til þess. Þá voru mörg þessa híbýla fyllt ýmiskonar lúxus tækjum. Plasma sjónvörpum og þess háttar. Ég hef eingöngu orð þeirra fyrir því en fór ekki í gönguferð þarna og bankaði ekki upp á hjá neinum, enda var ekki með góðu móti hægt að fá túlkinn minn og leiðsögukonu til þess:)

Birgitta og Isabel... túlkurinn góði

Ég fékk að ferðast um landið og var send í 3 fylki til að lesa upp. Mikið er Venezúela fallegt land. Þvílíkir litir og gróður. Húsin sum eins og úr undarlegri geimmynd eða óræðri framtíð. En þetta er líka land án laga. Að þvælast um á þjóðvegum landsins ekki fyrir hjartveika eða bílveika. Fengum úthlutuðum ökumanni sem keyrði okkur til Lara sem er í um 5 til 6 tíma fjarlægð frá Caracas. Stundum þaut bílinn áfram á 160 km og hann var svo sannarlega ekki eini ökumaðurinn sem keyrði svo hratt. Ég sá engar löggæslumyndavélar né merki um hámarkshraða. Fólk drakk undir stýri, það notaði ekki barnabílstóla eða öryggisbelti. En það var enginn pirringur í umferðinni. Enginn lá á flautunni, þrátt fyrir miklar raðir sem mynduðust út af einhverjum mótmælum. Fólk snéri bara bílunum við á móti umferð og einhverjir tóku það að sér að stýra umferðinni á rétta braut.

Bílstjórinn okkar sem bar hið ítalska heiti: Eldur ... sagði frá því glaður í bragði að hann gæti fyllt bílinn eldsneyti fyrir aðeins einn dollara: 75 krónur íslenskar og  enginn var að spá í sparakstri á götum úti. En því miður þá leit út fyrir að trén væru að deyja sem og gróðurinn allur við þjóðvegina. Við keyrðum fram hjá olíuhreinsunarstöð og ég vona að þeir sem tala sem hæst um að fá slíkt til Vestfjarða drífi sig og eyði fríinu sínu við slík skrímsli. Bæði var greinileg mengun við slíka staði og þá eru þetta eingin augnayndi nema síður sé. Þetta er bara ljótt og frekar ógnvekjandi fyrirbæri. Hef séð fleiri slíkar á ferðalögum mínum um heiminn og það er allt dautt í kringum slíkar verksmiðjur. Ég vildi að ég hefði tekið myndir af þessu fyrir ykkur að sjá og dæma. 

Það var greinileg pólitísk spenna í landinu og maður fór varlega í það að ræða mikið pólitík - það er sumt sem er bara ekki rætt um þessa dagana í Venezúela. En ég varð samt heilluð af landi og þjóð og ætla aftur til þessa lands. Þarna var albesti matur sem ég hef fengið á ferðalögum mínum um Latín-Ameríku og ég held að ég hafi nú bætt á mig smá aukakílóum - því þarna er borðað seint og mikið:) 

 


Munkurinn síkáti og skáldahátíð í Venezúela

Gærkveldið var í alla staði afar sérstakt og eftirminnilegt. Vinir Tíbets stóðu fyrir kvöldstund með Lama Tenzin á Kaffi Hljómalind. Það var ágæt mæting - hefði viljað sjá fleiri ný andlit en það var afar góðmennt. Lama Tenzin er með betri sögumönnum sem ég hef eytt kvöldstund með. Hann sagði frá aðdraganda þess að hann ásamt fjölskyldu sinni komu á fót skóla á Indlandi fyrir fátæk og munaðarlaus börn. Hann ferðast um í 19 daga gönguferð upp í einhver hættulegustu landsvæði í heimi til að bjarga börnun, sér í lagi stúlkum frá því að lifa við þrældóm um aldur og ævi. 

Eftir fundinn sem hófst á dásamlegri kyrjun og endaði með stórkostlegum fréttum sem ég get því miður ekki sagt frá strax, keyrði ég Lama Tenzin á dvalarstað hans. Hann bauð mér í mat og við áttum gott spjall. Fann mikinn vinarhug og fékk að heyra meira af skólanum hans sem og fann fyrir miklum stuðning við það starf sem ég er að inna af hendi varðandi Tíbet. Það er svo skemmtilegt að fá að kynnast svona fólki sem á einhvern hátt lifir stóru lífi. Á sér draum og lifir draum sinn með ráðum og dáðum. Hvet fólk til að kíkja á þessar YouTube myndir af hinu 19 daga ferðalagi til bjargar börnunum... 

Ég er svo að fara af landi brott á morgunn og mun sennilega ekki blogga mikið á meðan ég er á hinni alþjóðlegu skáldahátíð í Venezúela. Frétti að það kostaði morðfjár að fara á netið á hótelinu sem ég verð á. Læt hér fylgja með ljóð sem ég ætla að flytja á hátíðinni og er að sjálfsögðu um Tíbet:) 
 
Læt ykkur svo vita hvernig þessi ævintýraferð fór fram ... með björtum kveðjum og vinarþeli
Birgitta
 
 
 
Paradise lost 

 

At the roof of the world

frozen bodies

sterilized wombs

scars of torture

dying language

rumbling monasteries

empty sockets on temple walls

 

But Paradise lives on

in sand mandalas

made from foreign soil

the ancient sounds of chanting

in other worlds

in other words

 

In Dharamsala

in the sound of the Tibetan culture

determant to survive the genocide

 

In every corner of the world

Tibetan prayers sound

Tibetan thinking takes root

 

Om Om Om

Thick deep voices

Colorful prayer flags

and the longing for Phayul

Your spell is peace

and peace and peace again

While we learn the

meaning of compassion

through tolerance of divine nature

Such is the way of your teachings

 

 

Your forced exodus from Phayul

a great blessing for humanity

Your voices silenced

by the faceless Chinese regime 

Yet you speak through me

not only through my voice

but through my heart

 

Oh blessed are you who have suffered so much

Yet humanity has failed to

recognize your greatest gift:

Your monks walking among us

planting ancient seeds within the modern mind

our collective salvation

was materialsed

 

Without it we would have fallen

down down down

into the abyss of self destruction

 

Oh blessed are you

for you have awakened

the sleeper within

 

Today your flag flies higher and higher

The Snow Lion rises

not only in Tibet

but in the collective human heart

and I pledge to rise with you

 

As you return

into the heart of Phayul

we will again have a dome of peace in our world

at its rightful place at the roof of the world

 

Drifting in a steady stream

blessings towards

your heart - your soul

 

Om Tibet 

free Tibet 

Om Tibet 

Free Tibet

Om OM om OM 

Free Tibet NOW

 


Tsunami:

Allur þessi fjöldi andvana maður verður eitthvað svo magnvana

Ég man þegar allt þetta fólk lést út af risaflóðbylgjunni við strendur Indónesíu - hvað mér leið eins og ég gæti ekkert gert. Ákvað samt að semja ljóðastúf og skellti á netið. Ljóðið náði að skola á land sem ofur lítill vonargneisti á strönd Indónesíu og prýddi boli í smáþorpi sem fólk búsett þar seldi til að afla fjár til uppbyggingar. Þó að manni líði sem það sé nánast ekkert sem maður geti gert, þá er alltaf betra að gera eitthvað en ekki neitt. Ein lítil bæn, smá fjármunir, kerti, hugleiðsla, allt telur þetta...

Læt fylgja með þetta ljóð og í tónhlöðunni má heyra mig lesa það í hljóðheimi Jóns Tryggva vinar míns. 

Þögult hafið

skyndilegur veggur eyðileggingar

Sofandi í mjúkum sandi

                             fjöldagröf

Þúsundir sálna

skerandi hvítt ljós

vefur sig milli heima

 

Sársaukabrot skerst

                        djúpt

           inn í hjartað

Vaxandi fjöldi

             lífvana

Tómar skeljar

Stærri en lífið sjálft

              eru hlutföllin

 

Allt sem ég hef að gefa er von

á þessum myrkustu tímum


 

 


mbl.is Yfir 34 þúsund látnir á Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðmæli, stuðningsfundur, upplestur, erindi... fyrir Tíbet

Ron Whitehead
Vikulegir útifundir til stuðnings baráttu Tíbeta fyrir mannréttinum halda áfram fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29. Hefð hefur skapast fyrir því að hittast fyrir utan sendiráðið á laugardögum klukkan 13:00. Fundirnir eru óformlegir en fólk sem hefur áhuga á að kynna sér málefni Tíbets hvatt til að koma og spyrja spurninga. Fundirnir verða haldnir uns íbúum Tíbet verður tryggð mannréttindi og hinu skipulagða þjóðarmorði verði hætt. 

Tsewang Namgyal stjórnmálafræðingur frá Tíbet heldur erindi hlutverk og sögu útlagastjórnar Tíbets. Þá munu bandaríska beat skáldið Ron Whitehead og Birgitta Jónsdóttir flytja saman hið heimsþekkta ljóð "Aldrei gefast upp" á íslensku og ensku en ljóðið samdi Ron með Dalai Lama.


Þar sem ljóðið lifir enn

Skrauteldar

Ég er svo lánsöm að fá boð í það minnsta ár hvert á einhverjar skringilegar og skemmtilegar skáldahátíðir víðsvegar um heim. Eftir að hafa mætt á nokkrar miður skemmtilegar í Austur-Evrópu ákvað ég að fara aldrei aftur á slíkar samkomur. En þegar mér var boðið til Níkaragva í fyrra stóðst ég ekki freistinguna, því Suður- og Mið- Ameríka eiga enn í afar sérstæðu sambandi við ljóðið og telst það enn vera eitthvað sem almenningur þráir og virðir sem hluta af sínu daglega lífi, ekki ósvipað og við upplifum tónlist. 

Sú upplifun er mjög spennandi fyrir skáld eins og mig - því ég álít mig miklu fremur alþýðuskáld en háskólaskáld. Það er svo merkilegt að sjá hve hispurslaust fólkið þarna er gagnvart ljóðinu, en jafnframt fullt virðingar gagnvart því. Fyrir þeim er það enn helgidómur sem eftirsóknarvert er að eiga hlutdeild í.  

Þar eru ljóðin ekki krufin sem dauð þau væru, heldur lærð utan að og lifa á vörum og í hjörtum almennings. Mér fannst líka svo dásamlegt að upplifa menningu eins og Kólumbíu og Níkaragva þar sem fólk er enn saklaust og frjálst frá þessari síbylju sjálfhverfunnar sem við búum við í hinum vestræna heimi. Okkar heimur er laus við bráðavanda og því erum við í sífellu að skilgreina lúxusvandamálin okkar. Við erum orðin þrælar sjálfhyggjunnar og okkar fix felst helst í því að vera stöðugt að greina vandamálin okkar með óendanlegu miklu magni af huglægum skyndilausnum. 

Ég frábið mér því að þurfa að kryfja ljóð, ég vil fá þau beint í æð - heillast og tengjast. Ljóð eru görótt galdratæki til að leiða hug og hjarta saman meðal manna um heimbyggð alla, rétt eins og tónlist.

Ég hlakka til að hitta fólk að nýju sem elskar ljóð, ég hlakka til að vera með öruppreisn í Venesúela, þar sem ég mun lauma Tíbetljóðum í dagskránna og hitta skáld frá öllum heimshornum, en mest, allra mest hlakka ég til að lesa ljóðin mín fyrir fólk sem enn elskar ljóð án allrar tilgerðar.

 


Whale riding at top of the world

Shangri la and the Water world
sacred worlds of water and ice
 
Invisible threads
weaving in through
around
us
 
The edge
the roof
the below
as the above
 
Cultural genocide
Natural genocide
We are dying
our threads rotting
the whales stranded
the ceremonial tea staled by chemicals
 
We are dying
and I am calling the whales
the keepers of records
I am calling the elder brothers and sisters
who guard what is sacred
 
We are dying
to be reborn
if we choose
Or we might lead the way
to a homo sapien genocide
Bring the world down with us
but we can’t kill her
Her heart beats
within every living creature
with her eternal gratitude
We can’t kill her
for she is the source of life
 
In my dreams
I gaze from the roof of the world
I weave stories
with the Tibetan people
stories of peace
stories of justice
I weave stories
of my ancestors from the great lakes from the Cherokees
and I weave stories
of the whale riders
from the edges of the world
from Iceland and from the Land of the long sky
I have looked into the eyes of the ancestors
and I am weaving this story to
tell you
history is not meant to repeat itself
we can and must learn
 
By giving the Tibetans their culture
their land back
we are saving grace
for we as humanity
carry heavy karma
from the colonies
the killings of the natives
the stealing of the spirit
 
And as I weave this story
from threads of strength
compassion hope and peace
I know this is a story
humanity dreams of
a whale rider in the sky
riding the clouds
there is no divide between heaven and earth
 
We are dying
unless we claim responsibility for
enlightenment
Seamless logic of the heart
in our daily actions
 
I am writing these words from the fiber of my heart
I am manifesting
the reality of heaven
and in this reality
Tibet is free
leading the way for the freedom
of all the others who have sacrificed everything
but their dream
of freedom
of oneness
our path is
the same
We are all walking the same path
towards the same destiny of peace
justice
freedom
compassion
love
peace freedom justice compassion love
peace freedom justice compassion love
 
Copyright (c) 2008 Birgitta Jonsdottir

Á þessari stundu er Hansa að syngja Ráðið

á Rás 2, stórkostleg lag eftir hana móður mína og ekki síður magnað ljóð eftir Pál J. Árdal. Verið er að flytja minningartónleika Bergþóru Árnadóttur í heild sinni... frábært að fá að endurupplifa tónleikana. Kærar þakkir til Rás 2 fyrir að taka þá upp og senda þá út. 

Læt ljóðið fylgja hér því það minnir mig svo mikið á það hvernig Kína vinnur markvisst að því að sverta mannorð Dalai Lama

 

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,

Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,

En láttu það svona í veðrinu vaka

Þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

 

En biðji þig einhver að sanna þá sök,

Þá segðu, að til séu nægileg rök,

En náungans bresti þú helzt viljir hylja,

Það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.

 

Og gakktu nú svona frá manni til manns,

unz mannorð er drepið og virðingin hans.

Og hann er í lyginnar helgreipar seldur

og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.

 

En þegar svo allir hann elta og smá,

með ánægju getur þú dregið þig frá,

og láttu þá helzt eins og verja hann viljir,

þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

 

Og segðu: ,,Hann brotlegur sannlega er,

en syndugir aumingja menn erum vér,

því umburðarlyndið við seka oss sæmir.

En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.”

 

Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd.

Með hangandi munnvikum varpaðu önd,

og skotraðu augum að upphimins ranni,

sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.

 

Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,

ég held þínum vilja, þú fáir þá náð

og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.

En máske, að þú hafir kunnað þau áður. 


Skáldahátíð á Kúbu

Var að fá í morgunn bréf þar sem mér er boðið að taka þátt í alþjóðlegu skáldahátíðinni á Kúbu. Mig langar alveg rosalega mikið að fara. Veit bara ekki hvort að ég geti samþætt Kúbu hátíð við hátíðina sem ég er að fara að taka þátt í Venesúela. Þyrfti að fá eins og eitt kraftaverk þegar kemur að pössun, það verður alveg nógu snúið að fá slíkt á meðan ég verð í Venesúela. 

Það eru bara svo spennandi og áhugaverðir tímar á Kúbu þessa stundina. Mikil undiralda og áhugavert að fá innsýn í hana frá þjóðskáldum Kúbu. Skáld og listamenn hafa yfirleitt aðra sýn á því sem gerist í kringum þá og ég hef oft fengið dýrmæta innsýn í líf þjóða sem við þekkjum lítið nema af einhliða fréttaflutningi.

Kynntist smá einu skáldi frá Kúbu meðan ég var í Níkaragúa í fyrra, ótrúlega skemmtileg og lifandi týpa. Ég hafði svo fá þýdd ljóð með mér og langaði að lesa eitt pólitískt ljóð þegar kom í ljós að ég ætti lesa upp í ljóðakarnavalinu stórkostlega. Hann ásamt þremur öðrum skáldum hjálpuðu mér að þýða ljóðið yfir morgunkaffinu. Það var ótrúlega skemmtilegt:) Svo hefur mig alltaf dreymt um að fara til Kúbu og upplifa landið öðru vísi en ferðamaður. Ég hef reyndar þá gullnu reglu að þegar ég ferðast að þekkja helst einhverja á staðnum, því ég kann ekki almennilega að vera ferðamaður og hef alltaf miklu meiri áhuga á að kynnast raunveruleika hvers staðar fyrir sig.

Veit einhver, hvort hægt sé að flúga til Kúbu frá Flórída? Eða þyrfti ég að taka flugið beint frá Venesúela?  


Dagur hins óskilyrta kærleika

**********(¨`·.·´¨)*************

**********(¨`·.·´¨)*************

******(¨`·.·´¨).¸..(¨`·.·´¨)********

*(¨`·.·´*·. ¸.·´ ** `·.¸.·´ `·.·´¨)****

* `·.¸.·*****ÁST*****.¸.·´****

*******(¨`·.·´¨) (¨`·.·´¨)*********

********`·.¸(¨`·.·´¨)..·´**********

************`·.¸.·´**************

******(¨`·.·´¨).¸..(¨`·.·´¨)********

*(¨`·.·´*·. ¸.·´ ** `·.¸.·´ `·.·´¨)****

* `·.¸.·*****ÁST*****.¸.·´****

*******(¨`·.·´¨) (¨`·.·´¨)*********

********`·.¸(¨`·.·´¨)..·´**********

************`·.¸.·´**************

**********(¨`·.·´¨)*************

******(¨`·.·´¨).¸..(¨`·.·´¨)********

*(¨`·.·´*·. ¸.·´ ** `·.¸.·´ `·.·´¨)****

* `·.¸.·*****ÞÚ*****.¸.·´****

*******(¨`·.·´¨) (¨`·.·´¨)*********

********`·.¸(¨`·.·´¨)..·´**********

************`·.¸.·´**************

**********(¨`·.·´¨)*************

******(¨`·.·´¨).¸..(¨`·.·´¨)********

*(¨`·.·´*·. ¸.·´ ** `·.¸.·´ `·.·´¨)****

* `·.¸.·*****MIG*****.¸.·´****

*******(¨`·.·´¨) (¨`·.·´¨)*********

********`·.¸(¨`·.·´¨)..·´**********

************`·.¸.·´**************

**********(¨`·.·´¨)*************

******(¨`·.·´¨).¸..(¨`·.·´¨)********

*(¨`·.·´*·. ¸.·´ ** `·.¸.·´ `·.·´¨)****

* `·.¸.·*****ÁST*****.¸.·´****

*******(¨`·.·´¨) (¨`·.·´¨)*********

********`·.¸(¨`·.·´¨)..·´**********

************`·.¸.·´**************



« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband