Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Ég elska Laugaveginn

hljomalind

Ég viðurkenni fúslega, að ég elska Laugaveginn. Því varð ég fyrir verulegu áfalli þegar ég fletti í gegnum myndir af öllum húsunum sem fyrirhugað er að rífa eða fjarlægja frá götunni sem ég elska að labba og hef arkað svo oft að ég hef ekki tölu á því.

Ég átti eitt sinn heima í einum af þessum sérdeilis sérstöku húsum sem til stendur að taka í burtu. Það eru 20 ár síðan og þá stóð einmitt til að rífa húsið. Ekki var mikið gert fyrir húsið á þessum tíma vegna þess að það átti að rífa það einhvern næsta daginn. En mikið var rosalega góður andi í þessu húsi og tréð sem slútti yfir innganginn er víst næst elsta tré borgarinnar. Þetta hús er Laugavegur 21 og hefur hýst alls konar merkilega og manngöfgandi starfsemi síðan ég leigði þar. Nú síðast hefur Hljómalind verið með vinalegasta kaffihús bæjarins í húsinu og tréð aldrei fallegra. Á sumrin er portið iðandi af lífi og oft opið inn í Sirkusportið og alls konar skemmtilegir markaðir þar sem hægt er að kaupa sögulega nútíma hluti. Ég get ekki sætt við mig að það eigi að endanlega ganga frá þessari götu sem er einmitt skemmtileg vegna þess að þessi hús grípa augað með sögu sinni og handverki. 

Hver hefur ekki farið í Brynju til að fá aukasett af lyklum og eins og einn nagla. Það sem er kannski sorglegast við þetta allt saman er sú staðreynd að þeir sem ákváðu að það væri í lagi að rífa og breyta, sjá ekki að sérstaða Laugavegins er þessi fullkomna alkemía þess gamla og nýja. Það er stór hópur fólks sem fer aldrei í verslunarmiðstöðvar vegna þess að þeim hugnast ekki hve ópersónulegar þær eru. Laugavegurinn er persónuleg gata, þar sem hægt er að fá hluti sem fást ekki annars staðar í borginni okkar.

Ég er frekar fúl yfir þeim mistökum sem gerð voru þegar hin ólýðræðislega einveldisborgarstjórn tók upp á því að kaupa tvö hús um daginn fyrir 600 milljónir, þetta eru í raun og veru lang ljótustu húsin sem stendur til að rífa eða færa. Af hverju var ekki hægt að bíða eftir úrskurði Menntamálaráðherra? Ég kemst ekki hjá því að hugsa um maðka í mysu. Veit ekkert hverjir þessir maðkar eru en þetta er bara svo mikið ofurklúður að maður á bágt með að trúa því að fólk geti klúðrað svona stórt án þess að gera það að yfirlögðu ráði!

Mér finnst þessi ákvörðun veikja möguleikana stórum á að hægt sé að bjarga götunni minni, en sem betur fer þá eru fullt af duglegu og kláru fólki að vinna að því að hindra þetta slys. Hér er slóð í vefinn Laugavegur og nágrenni, þar sem hægt er að skoða húsin sem eru á útrýmingarlistanum. Þau eru í afar misjöfnu ástandi en þau eiga að það skilið að vera gerð upp og sýnd virðing. Við eigum alveg nóg af götum í borginni sem eru einsleitar. Þeir sem sækja í stóru verslunarmiðstöðvarnar, fara hvort er eð ekki að spássera um Laugaveginn í verslunarerindum.

Það sem mætti gera fyrir Laugaveginn væri að leyfa honum að vera eins og hann er. Þessi gata þarfnast einskis, nema skilning á að húsin megi standa og eitthvað verði gert fyrir þau. Það er nóg af bílastæðum, gönguleiðum, skringilegum og skemmtilegum verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum til að halda áfram að laða að sér mannfólk um langa hríð.

Læt hér fylgja með ljóð úr smákverabók minni Reykjavík sem ég skrifaði þegar ég bjó

Við Laugaveg

 

Hvít hönd

strýkur burt frostrós.

Börn borgar 

     ljós borgar

í einum punkti

í miðju borgar.

 

Bros mót götuvitum

og sól við tjörn.

 

Augu anda og svana

fyllt grátklökkum

saknaðartárum

þegar vorið sem 

aldrei varð 

sekkur í djúpin.

 

Þá rís upp úr 

vatninu

andi horfinna tíma.

Kallast á við fuglana.

 

En svanirnir synda um

í blúndugardínu í glugga

sem vísar út á lífið.

Tileinkað húsinu að Laugavegi 21 

þar sem þetta ljóð var skrifað 1988. 


Dregur nær tónleikum og Bergþórulag dagsins

Ég mun fram að minningartónleikum til heiðurs Bergþóru Árnadóttur setja inn nýtt lag á hverjum degi sem verður flutt á tónleikunum inn á bergthora.blog.is. Hvert lag verður bara inni í einn dag í senn, ég set jafnframt inn nafn flytjanda og ljóðið. Hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur dag hvern og leggja við hlustir og lesa eitt gott ljóð í kaupbæti:)

Ég er orðin mjög spennt að heyra og sjá dagskránna. Enda alveg frábært samansafn af tónlistarfólki sem mun taka þátt.

Annars er ég líka spennt yfir öðru sem ég hef verið að setja saman. Ég fann alveg frábæra skáldkonu þegar ég var í Níkaragva í fyrra og þegar hún sendi mér handrit af óútgefnu handriti, þá varð ég hreinlega að gefa bókina út. Ég er að leggja lokahönd á uppsetningu bókarinnar en hún verður gefin út í litlu handgerðu upplagi í byrjun febrúar og flest eintökin fara til Níkaragva með skáldkonunni Margréti Lóu sem fer út í þetta sinn til að taka þátt í algerlega ótrúlega sérstakri skáldahátíð þar í landi. Mér finnst alltaf svo mikil gjöf að fá að hjálpa öðru fólki að láta drauma sína rætast:) En bókin hennar Helen Dixon er ein af bestu ljóðabókum sem ég hef verið svo lánsöm að lesa.


« Fyrri síða

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509133

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband