Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Orðræðan sem skömm er að

Ég fanga því að þjóðin fái að kjósa um framtíð sína í dag. Mér finnst aftur á móti sorglegt hvert umræðan er komin og sannfærð um að bæði meðal þeirra sem segja já og nei séu góðar manneskjur sem og siðspillingar. Það hefur nákvæmlega engin áhrif á það hvernig ég kýs.
 
Það er svo mikilvægt fyrir okkur að læra að rökræða og hafa skoðanaskipti án þess að fara út í svona mikla heift og reiði. Ég skora á alla að tóna aðeins niður umræðuna sem virðist vera komin út í öfga sem mér finnst til háborinnar skammar. 

Neyðarkall frá íslenskum borgurum til AGS og ESB

Að frumkvæði Gunnars Tómassonar, hagfræðings og fyrrverandi ráðgjafa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og fleiri Íslendinga var meðfylgjandi bréf sent til Dominiques Strauss-Khans, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og José Manuels Barrosos, forseta Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Bréfið var sent til þeirra í ljósi þess lykilshlutverks sem AGS og ESB skipuðu í nóvember 2008 þegar samningaviðræðurnar vegna Icesave hófust.

Á þessum tíma setti AGS fram spár um efnahagshorfur Íslands og gengið var frá samkomulagi um að ef efnahagsþróun landsins yrði umtalsvert verri en þessar spár gerðu ráð fyrir þá gæti Ísland farið fram á viðræður við Bretland og Holland vegna þeirra þátta sem liggja til grundvallar frávikinu og um sjálft viðfangsefnið Icesave.Nýlegt mat AGS á þróuninni á árunum 2009 til 2010 og spár fyrir 2011 til 2013 gefa mun verri mynd en fyrri spár.

Bréfritarar hafa áhyggjur af því að núverandi frumvarp um Icesave-samninginn, sem verður lagt fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k., endurspegli ekki þessa neikvæðu þróun. Því fara bréfritarar þess á leit við AGS og ESB að þessar stofnanir„geri ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands annars mun vanhugsuð úrlausn Icesave-málsins þröngva Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.“

 

Reykjavík 28. mars 2011

Hr. Dominique Strauss-Kahn
framkvæmdarstjóri
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Washington
, DC 20431
USA

/
Hr. José Manuel Barroso
forseti Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins
1049 Brussels, Belgium

Kæri, hr. Strauss-Kahn. / Kæri, hr. Barroso.

Eftir hrun íslenska bankakerfisins í október 2008 féll verg landsframleiðsla (VLF) um 25% á næstu tveimur árum eða úr 17 milljörðum bandaríkjadala niður í 12‚8 milljarða bandaríkjadala (USD). Ef spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um 14,8% vöxt vergrar landsframleiðslu næstu þrjú árin gengur eftir mun hún nema 14,7 milljörðum bandaríkjadala árið 2013 og vera 13% lægri en árið 2008.

Horfurnar eru aðeins skárri ef mið er tekið af vergri landsframleiðslu á stöðugu verðlagi í íslenskum krónum . AGS spáir að árið 2013 verði verg landsframleiðsla um 2-3% lakari en árið 2008 sem þýðir að hún verður 4-6% lægri en AGS spáði í nóvember 2008.

Með öðrum orðum þá eru efnahagshorfur Íslands umtalsvert lakari en gengið var út frá við gerð svokölluðu Brussels viðmiða fyrir ICESAVE samninga sem aðilar málsins samþykktu undir handleiðslu viðkomandi stofnunar Evrópusambandsins (ECOFIN) í nóvember 2008.

Jafnframt telur AGS að vergar erlendar skuldir Íslands í lok ársins 2009 hafi verið um 308% af vergri landsframleiðslu. Það þýðir nærri tvöfalt það 160% hlutfall sem sjóðurinn spáði í nóvember 2008. Í skýrslu AGS um Ísland, dagsettri 22. desember 2010, er því spáð að vergar erlendar skuldir Íslands muni nema 215% af vergri landsframleiðslu í árslok 2013 (sjá töflu 3, bls. 32 í umræddri skýrslu) eða liðlega tvöfalt það 101% hlutfall sem spáð var í nóvember 2008 (sjá töflu 2, bls. 27 í sama riti).

Vergar erlendar skuldir Íslands í lok 2009 voru langt umfram það 240% hlutfall  af vergri landsframleiðslu sem starfsmenn AGS mátu sem „augljóslega ósjálfbært” í skýrslu þeirra sem er dagsett 25. nóvember 2008 (sjá bls. 55 í þessari skýrslu).

Meginmarkmið þess samningaferils um ICESAVE sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2008 var að tryggja uppgjör á flóknum málum sem viðkomandi aðilar, að meðtöldum ESB og AGS, voru einhuga um að leiða til farsællar lausnar samhliða endurreisn íslenska hagkerfisins. 

Við undirritaðir Íslendingar höfum verulegar áhyggjur af því að fyrirliggjandi drög að samkomulagi um ICESAVE samrýmist ekki þessu meginmarkmiði, og vísum í því sambandi til umsagna AGS um þróun og horfur varðandi innlendar hagstærðir og erlenda skuldastöðu Íslands hér að ofan.  

Því förum við þess virðingarfyllst á leit við ESB og AGS að þessar stofnanir takist á hendur ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands svo að vanhugsuð úrlausn ICESAVE-málsins þröngvi ekki Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

 

Ásta Hafberg, háskólanemandi

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Helga Þórðardóttir, kennari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna

Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari

Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar

Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar


Siðferðisleg togstreita friðarsinna

Þetta ár hefur verið markað sögulegum viðburðum í Miðausturlöndum og í Norður Afríku. Almenningur hefur boðið valhöfum byrgin og í sumum tilfellum náð fram lýðræðisumbótum sem fáir hefðu trúað að væru mögulegir fyrir nokkrum mánuðum síðan.


unknown.jpg

Bylgja mótmæla og umbyltinga undanfarna mánuði hefur hrakið hvern einræðisherrann af öðrum frá völdum og ákall ungs fólks eftir breytingum hefur smitað frá sér von um heim allan að hægt sé að umbylta óréttlæti og kúgun með samstöðu almennra borgara.


Viðbrögð yfirvalda við mótmælabylgjunni hafa verið margþætt, í Egyptalandi og víðar var aðgangi almennings að netinu og farsímanetum lokað. Yfirvöld hafa beitt hermönnum og sérsveitum gegn samborgurum sínum. Slík valdbeiting hefur þó yfirleitt orðið til þess að fleira fólk ákvað að streyma út á götur og á endanum hafa yfirvöld séð að slík aðferðafræði gæti aðeins leitt til fullkominnar upplausnar ef ekki yrði við kalli mótmælenda.


Í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Bahrain hafa valdsjúkir menn þó ekki skilið að þeirra tími er uppurinn og beiting hervalds gegn almennum borgurum sé aðeins leið til glötunar en ekki sigurs til langtíma litið.


Ég hef hlustað á ákall margra þjóðarbrota og hópa um að alþjóðasamfélagið beiti sér til að bjarga þeim frá slátrun eða hægfara þjóðarmorði og kallað eftir því að alþjóðasamfélagið bregðist við. Ég hef fylgst náið með ástandinu í Líbýu í gegnu

gadhafi-militia-open-fire-amid-libya-protests-2011-02-25_l.jpg

m tengslanet mitt á Twitter, hlustað á fréttir hjá BBC og horft á Al Jazeera. Fyrir u.þ.b. viku síðan heyrði ég átakalegt ákall frá fólkinu í borginni Bengasi en hún er undir stjórn mótmælenda í Líbýu. Gaddafi hafði í hótunum í þarlendum fjölmiðlum að fara um borgina með herliði sínu og flæma svikara út úr húsum sínum sem höfðu mótmælt honum og kremja fólkið eins og kakkalakka. Ég sá fyrir mér skelfileg fjöldamorð á almennum borgurum. Fólkið í borginni kallaði eftir loftferðabanni og ég í einfeldni minni lét eftirfarandi haft eftir mér í ræðustól alþingis í utandagskrárumræðum við Utanríkisráðherra: “Ég var að horfa á Al Jazeera í gærkvöldi og hlusta á símtal við fólk í borginni Bengasi þar sem það kallaði eftir því að það yrði sett á loftferðabann. Ég sá í morgun að það stefnir í að það verði fjöldamorð í Bengasi á næstu dögum, innan 36 tíma. Hvað gerir maður þá ef maður er friðarsinni? Ég verð að viðurkenna að ég er í mikilli flækju með þetta mál, mér finnst þetta ekki sambærilegt við Írak, mér finnst það sem er að gerast núna í Norður-Afríku, Líbýu og Bahrain og fleiri löndum, vera allt annars eðlis. Þetta snýst ekki um trúarbragðastríð, heldur almenna borgara sem eru búnir að fá nóg af kúguninni. Ég tek undir með hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni að það sé mjög mikilvægt að þetta fari undir hatt Sameinuðu þjóðanna, þ.e.a.s. næstu skref og aðgerðir. Ég verð að segja að ég styð loftferðabann eftir að hafa hlustað á almenning í Líbýu kalla eftir aðgerðum.

Þá megum við líka beina sjónum okkar að öðrum löndum eins og Bahrain. Ég horfði á myndband rétt í þessu sem er á netinu þar sem ég horfði upp á að vopnlaus maður var skotinn beint í hausinn af lögreglunni frá Sádi-Arabíu og ég krefst þess að Íslendingar skori á aðra á alþjóðavettvangi að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Sádi-Arabíu sem sendi herinn sinn inn í Bahrain til að slátra almennum borgurum, við eigum skilyrðislaust bæði að slíta, ef við höfum stjórnmálasamband við þessa þjóð, og hvetja Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til að slíta samstundis öllum samskiptum við Sádi-Araba."


Síðan gerist það að á skömmum tíma kemst öryggisráðið að þeirri niðurstöðu að það ætli að verða við bæði ákalli borgaranna í Bengasi sem og Arababandalagsins um loftferðabann. Ég horfði á beina útsendingu Al Jazeera þegar ályktunin var lesin upp og að mér setti óendanlegri djúpstæðri sorg, sorg sem þó var kæfð að einhverju leiti því á sama skjá mátti sjá mikinn fögnuð fólksins í Bengasi sem trúði því að háski sá sem hafði færst óðum nær var ei meir. En sorgin situr enn í mér því strax á fyrsta degi tilrauna til að verja lofthelgina varð ljóst að ekki væri hægt að verja loftið flugumferð stríðstóla nema að beita sömu tólum.


Ég hef jafnframt séð að verið er að selja heimbyggðinni réttlætingu á miklu meiri hernaði en flest okkur sem vildum bregðast við ákalli mótmælenda í Líbýu vildum trúa að væri þörf á. Ég vildi trúa því að hægt væri að mynda verndarhjúp um borgina Bengasi án þess að stofna almenningi í hættu en auðvitað er það draumsýn ein og dæmigerð viðbrögð við aðsteðjandi vá.


En ég verð að spyrja mig í fullkominni vægðarlausri hreinskilni hvað hefði verið hægt annað að gera til að varna því að þessu fólki yrði slátrað og ég verð að viðurkenna að ég hef fátt um svör og þeir friðarsinnar sem ég hef talað við hafa jafnframt fátt um svör. Og hvað ef ekkert hefði verið að gert? Hefði ég þá getað réttlætt fyrir mér að þessu fólki hefði verið fórnað vegna þess að hernaðaríhlutun er ekki réttlætanleg? Hefði ég þá fordæmt alþjóðasamfélagið fyrir að gera ekki neitt til að stoppa blóðbaðið? Sennilega, ég hef fordæmt og fyllst hrylling á því hvernig farið hefur verið með almenning í Palestínu, Tíbet, Rúanda, Kongó, Fílabeinsströndinni, Búrma, Sýrlandi, Bahrain og hvernig alþjóðasamfélagið hefur hunsað ákall þeirra um tafarlausa hjálp. Í fyrradag heyrði ég viðtal við konu frá Fílabeinsströndinni þar sem hún hafði orðið vitni af því að sjö konur sem mótmæltu forseta sem stal völdum voru myrtar og hún spurði, “hefur heimurinn gleymt okkur?” Þar hefur fólkið kallað eftir aðstoð en enga fengið.


Það sem hefur gengið á, eftir að ákveðið var að setja á loftferðabann í Líbýu eru miklu viðameiri aðgerðir en ég hélt að fólkið í Líbýu væri að kalla eftir og ljóst er að ég get ekki stutt misnotkun á heimild öryggisráðsins eins og raun ber vitni um. Ég lýsi því harðri andstöðu við frekari íhlutun og kalla eftir alvöru umfjöllun um málið á þinginu. Ég vil þó taka það fram að afstaða utanríkisráðherra hefur verið skýr í umræðum á þinginu og það er að sjálfsögðu þingsins að kalla eftir því hvort að ríkisstjórnin gjörvöll fylgi honum að máli.


Ég bað um umræðu og fund með utanríkismálaráðherra síðastliðinn föstudag til að fara yfir stöðu mála því samkvæmt því sem Össur tjáði mér byggt á heimildum sem hann hafði aðgang að er vopnabúr Gaddafi og hans stuðningsmanna fornt og ekki til mikilla afreka andspænis hátækni morðtólum bandalagsríkja hins vestræna heims. Formanni nefndarinnar Árni Þór Sigurðarsyni ásamt öðrum nefndarmönnum þótti ekki tilefni til að fá utanríkisráðherra á fund nefndarinnar sem mér þótti miður. Í gær miðvikudaginn 23. mars var haldinn fundur á hefðbundnum fastatíma hjá utanríkismálanefnd og var þar fenginn starfsmaður ráðuneytisins til þess að fara yfir málin ekki bara í Líbýu heldur á gjörvöllu svæðinu en engin málefnaleg umræða um afstöðu nefndarinnar á málinu né framhald á því. Ég lagði til í lok fundarins eftir að ákveðið var að taka málefni Líbýu af dagskrá því það var eingöngu samræður á milli mín og fulltrúans úr ráðuneytinu, að fenginn yrði fulltrúi frá SHA, tilnefndur frá þeirra hönd var Sverrir Jakobsson og kom ég þeim skilaboðum áleiðis. Ég hef enn ekki fengið fundarboð og geri ekki ráð fyrir að hann verði kallaður fyrir nefndina fyrr en í næstu viku á hefðbundnum fundartíma.


Mér finnst ómögulegt að hafa þetta í lausu lofti og mun halda áfram að freista þess að fá fund fyrr, taka má fram að helmingur nefndarinnar situr fund á morgun föstudaginn 25. mars til að fara yfir ESB umsóknarferlið og þykir mér ærið tilefni að kalla alla nefndina saman til að kanna hvort að það sé vilji til þess að senda yfirlýsingu af einhverju tagi eða semja ályktun þar sem hægt væri kanna stuðning þingsins við áframhaldandi hernað í Líbýu. Nató mun vera ræst út og vegna aðildar okkar að því bandalagi finnst mér brýnt að þingið leggi á sig smá vinnu til að koma áleiðis skýrum skilaboðum um hver stefna rauðgrænu ríkisstjórnarinnar er sem og annarra þingmanna.


Ég studdi upprunalega að verða við kalli almennings í Bengasi um flugbann ef öryggisráðið samþykkti það, eins og komið hefur fram var það mér þungbær ákvörðun og eftir að sjá framvindu mála undanfarna daga þá hef ég alfarið horfið frá stuðningi mínum.


Ég óska eftir alvöru umræðu um málið í þinginu og að það álykti hvort að það sé með eða á móti áframhaldandi hernaðaraðgerðum í Líbýu.


Mér skilst að t.d. þing Spánverja hafi gefið leyfi fyrir þátttöku landsins í að framfylgja flugbanni í mánuð, þannig að ljóst er að í það minnsta var fjallað um málefnið á spænska þinginu og greidd atkvæði um stuðning við aðgerðirnar.


Það er nauðsynlegt að málið fái lýðræðislegri meðferð í þinginu til þess að þingmenn viti hvaða rök liggi að baki ákvörðun um stuðning við flugbann ef slíkur stuðningur er með sanni ályktun ríkisstjórnarinnar. 


Samstaða með Tíbetum Í tilefni að 51 ára afmæli "Tibetan Uprising"

Miðvikudaginn 10. mars er 51 ár liðið síðan Dalai Lama flúði Tíbet - 2 ár eru liðin frá blóðugum átökum í Lhasa sem brutust út vegna mótmæla munka og almennings gegn því alræði sem þjóðin býr við.

Vinir Tíbets taka þátt í alþjóðaaðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í baráttu þeirra fyrir mannréttindum og trúfrelsi. Safnast verður saman fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29, miðvikudaginn 10. mars kl: 17:30. Tsewang Namgyal flytur erindi um ástandið í Tíbet. Birgitta Jónsdóttir fer yfir í stuttu máli hvað við getum gert til að treysta böndin á milli þjóðanna.

Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að eiga fána Tíbets. Í Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að glatast. Í Tíbet hafa verið herlög í meira en tvö ár og harkan gagnvart íbúum landsins virðist engan enda taka. Fyrir tveimur árum síðan lýsti Dalai Lama ástandinu í Tíbet á þann veg að þar væri verið að fremja menningarlegt þjóðarmorð.

Fjölmennum og sýnum tíbesku þjóðinni samstöðu í verki.

Fjölmiðlafríríkið Ísland!

Opinn hádegisfundur Félags stjórnmálafræðinga.

Félag stjórnmálafræðinga efnir til opins hádegisfundar í samstarfi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna.

Fundurinn verður föstudaginn 5. mars í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands.  Hann hefst klukkan 12:00 og lýkur klukkan 13:00.

Á fundinum verða ræddar hugmyndir um að gera Ísland að griðastað alþjóðlegrar fjölmiðlunar, fjórða valdið og tengsl frjálsrar fjölmiðlunar og lýðræðis.

Kynnt verður tillaga til þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og upplýsingafrelsis sem nú er í meðförum Alþingis.

Að loknum stuttum framsögum verða umræður og tekið verður við spurningum úr sal.


Eftirfarandi verða gestir í pallborði:

Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og 1. flutningsmaður þingsályktunartillögu.

Elva Björk Sverrisdóttir, varaformaður Blaðamannafélags Íslands.

Julian Assange, blaðamaður og stofnandi vefsíðunnar Wikileaks.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Fundarstjóri er Svavar Halldórsson formaður félags stjórnmálafræðinga.

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar: Icelandic Modern Media Initiative


Ísland marki sér lagalega sérstöðu á heimsvísu í þágu tjáningar- og upplýsingafrelsi

Flutti þessa ályktun á þinginu í síðustu viku, þetta er ræða númer 2 í þeirri umræðu, ályktunin er núna til umfjöllunar í allsherjarnefnd.

Ráðgjafar og stuðningsmenn ályktunarinnar eru aðilar sem hafa víðtæka reynslu og yfirsýn yfir ástand mála þegar kemur að skerðingu tjáningar og upplýsingafrelsi í heiminum. Ber þar helst að nefna Evu Joly, Julian Assange aðalritstjóra wikileaks, hinn virta breska rannsóknarblaðamann Martin Bright, Smára McCarthyfrá félagi um stafrænt frelsi og David Dadge en hann veitir TheInternational Press Institute forstöðu.

Eva Joly sagði um ályktunina eftirfarandi með leyfi forseta:
“Ég er stolt af því að vera til ráðgjafar til að tryggja alþjóðlega vernd fyrir rannsóknarblaðamennsku. Í huga mér inniber þessi ályktun sterk skilaboð og hvatningu til eflingar heilinda og gagnsæis hjá ríkisstjórnum víðsvegar um heim, þ.á.m. á Íslandi. Í starfi mínu við rannsóknir á spillingu hef ég orðið vitni af því hve mikilvægt það er að hafa öflugt regluverk til tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. Ísland getur með nýstárlegri sýn á samhengi tilverunnar og vegna tilhneigingar til að fara sínar eigin leiðir orðið hinn fullkomni staður til að hrinda af stað verkefni af þessu tagi sem yrði til þess að efla gagnsæi og réttlæti á heimsvísu. “

Hrunið varð til þess að þjóðin vaknaði og þurfti að horfast í augu við að ekki var allt sem sýndist í samfélaginu okkar, en með því að taka höndum saman náðum við að koma á sögulegum breytingum. Ríkisstjórnin var þvinguð til að segja af sér, seðlabankastjórinn og stjórn fjármálaeftirlitsins voru jafnframt neydd til afsagnar. Íslendingar áttuðu sig á því að með samtakamætti gætu raunverulegar breytingar orðið að veruleika.

Fólk áttaði sig á því að innviðir samfélagsins sem það hafði reitt sig á höfðu brugðist. Akademíska stéttin, ríkisstjórnin, þingheimur, Seðlabankinn og fjölmiðlar brugðust öll hlutverki sínu. Almenningur áttaði sig á því að fjölmiðlar landsins voru máttlausir, að gagnsæi skorti, að spillingin var víðtækari en menn óruðu fyrir og til þess að getað lifað í heilbrigðu samfélagi yrði almenningur að taka þátt í að móta það.

Fólkið í landinu hefur áttað sig á því að það þarf að gera grundvallarbreytingar sem lúta að lýðræðisumbótum og að ný löggjöf sem byggir á gagnsæi og pólitískri ábyrgð er nauðsynleg.

Vegna þess hve heimurinn er samofinn á flestum sviðum, sér í lagi þegar kemur að frjálsu flæði fjármála og upplýsinga er deginum ljósara að þær tálmanir á birtingu upplýsinga sem almenningur á rétt á að hafa aðgang að er ekki aðeins okkar vandamál, heldur hnattrænt vandamál. Réttur almennings til að skilja hvað er að gerast í samfélögum þeirra þarf að verða styrktur. Með því að setja hér bestu mögulegu löggjöf sem völ er á til að tryggja öruggt starfsumhverfi fyrir þá hugrökku blaðamenn og rithöfunda sem margir hverjir hafa misst vinnu sína við að fjalla um efni þeirra sem eitthvað hafa að fela og vilja leggja allt í sölurnar til að halda huldu, með því erum við að standa vörð um réttlæti, heiðarleika og mannréttindi.

Julian Assange aðalritstjóri Wikileaks hafði eftirfarandi að segja um þingsályktun þessa: með leyfi forseta;

Wikileaks er álitið leiðandi afl þegar kemur að birtingu efnis sem oft er haldið frá almennri umræðu og varðar spillingu. Til að afhjúpa spillingu höfum við þurft að leggja mikið á okkur. Til að mynda höfum við þurft að dulkóða samskipti okkar, dreifa starfseminni um víða veröld og verja hærri fjárhæðum til málareksturs fyrir dómstólum en gagnaðilar okkar sem í einu tilfelli var stærsti svissneski einkabankinn.

En það er ekki hægt að ætlast til að allir útgefendur og félagasamtök geti staðið undir slíku fjárhagslegu álagi. Jafnvel stórir fjölmiðlar á borð við BBC og mörg stærri dagblöð veigra sér reglulega við að birta fréttir af ótta við íþyngjandi kostnaði við málarekstur. Smærri baráttuaðilar gegn spillingu, allt frá GlobalWitness til TCI Journal eru hundeltir heimshorna á milli til að koma í veg fyrir þessir aðilar geti flutt fréttir eða komið upplýsingum til almennings. Það er kominn tími til að slíkum ofsóknum verði hætt. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið spyrni við fótum og segi hingað og ekki lengra, sannleikurinn þarf að vega þyngra en fjárhagslegur styrkur, sagan verður að haldast varðveitt án tilrauna til að fjarlægja hana úr upplýsingasamfélaginu. Við sem stöndum að baki wikileakserum stolt af því að hafa verið til ráðgjafar við gerðþingsályktunartillögun
nar, sem hér er flutt. Íslendingar virðast hafa djúpstæðan skilning á mikilvægi gagnsæis og heiðarleika eftir hrunið, það þarf hugrekki til að standa með mannréttindum og sannleikanum, það er eitthvað sem Íslendingum virðist ekki skorta.”

Index on Censorship, leiðandi bresk samtök á sviði frjálsrar fjölmiðlunar lýstu stuðningi á eftirfarandi máta, með leyfi forseta, “Samhæfing og nútímavæðing upplýsinga og málfrelsislöggjafar sem þessi ályktun felur í sér tekur á lykilatriðum varðandi tjáningarfrelsi á stafrænum tímum og gæti reynst farvegur lagalegra umbóta sem eru öllum lýðræðisþjóðfélögum nauðsynleg á 21. öldinni. “

Í nýlegri grein í New York Times er haft eftir David Ardia, sem hefur umsjón með verkefni um lagaumhverfi borgaralegrar fjölmiðlunar í Harvard, með leyfi forseta; Ef Ísland gerir þessa löggjöf að veruleika er líklegt að áhrifa hennar muni gæta til langframa. Hann laut lofi á þá skynsemi sem lægi á baki þess að búa til heildræna löggjöf um öflun, dreifingu og lesningu frétta í hinu stafræna umhverfi. Hin heildræna sýn og löggjöf er dýrmætt verkfæri þegar kemur að því að skapa umhverfi til að hlúa að vandaðri blaðamennsku. Valdamiklar stofnanir hafa sýnt í verki vilja sinn til að notfæra sér völd sín til að hindra að fréttir sem þeim hugnast ekki séu fluttar. Allt það sem tryggir jafnræði í þeim ójafna leik er til hins góða.”

Aldrei hefði mig órað fyrir þeim mikla stuðning og athygli sem þetta verkefni hefur fengið um heiminn allan. Það sýnir svo ekki er um að villast að rík þörf er á að leggja fram heildræn lög, ekki bara um þennan málefnaflokk heldur öllu jafna um allt sem þarf að endurskoða í ljósi þess hve ört heimurinn okkar breytist. Ég vona að sú góða samvinna sem um þetta mál hefur mótast muni halda áfram innan þings sem utan. Það er ljóst að þessi löggjöf mun ekki leysa þann vanda sem íslenskir fréttamenn standa frammi fyrir þegar kemur að starfsöryggi, en þetta mun með sanni efla aðgengi þeirra að upplýsingum og verndun á samskiptum heimildarmanna og fréttamanna er eitthvað sem er afar brýnt hérlendis vegna fámennis.

David Dadge, forstöðumaður, International Press Institute: sendi frá sér eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu,með leyfi forseta;
Félagasamtök okkar hafa barist fyrir frelsi fjölmiðla í hjartnær 60 ár, þess vegna fögnum við af fullri einurð ályktun sem fara mun fyrir íslenska þingið á næstunni. Með því að velja það besta frá núgildandi lögum víðsvegar um heim og setja þau saman í heilstæða mynd, getur Ísland orðið að sterku leiðarljósi fjölmiðlafrelsis á heimsvísu. Þingsályktunin býður upp á trausta löggjöf til verndar málfrelsi, gagnsæi, vernd heimildarmanna, vernd innri samskipti fjölmiðla, vernd frá meinyrðamálaflakki, vernd fyrir þá sem reka vefþjóna og hýsa efni fyrir fjölmiðla, sem og vernd gegn lögbannskröfum á efni áður en það er birt. Ísland hafði mjög gott orð á sér í alþjóðasamfélaginu þegar kom að frelsi fjölmiðla, þessi löggjöf mun renna styrkari stoðum undir fjölmiðla landsins og endurheimtur á þeim góða orðstír sem fór af landinu áður en til bankahrunsins kom.

Við hjá IPI vonum að restin af heimbyggðinni, sér í lagi þau lönd sem hafa verið hve öflugust í að tryggja vernd fjölmiðlunar, munu taka sér Ísland til fyrirmyndar og skapa áþekka löggjöf, viðbíðum spennt eftir að sjá hvernig þessu muni farnast á íslenska þinginu.

Við verðum að vera búin að koma okkur saman um það hvert við stefnum varðandi upplýsingar og gagnsæi áður en skýrslan kemur frá rannsóknarnefndinni. Það er mikilvægt að finna tón samstöðu til að fyrirbyggja að við stöndum aftur í sömu sporum og við gerum núna. Það er einlæg von mín að við getum risið upp úr rústum fjárglæfra, siðrofs og niðurlægingar með stefnu á eitthvað í farateskinu sem færir okkur aftur einskonar stolt yfir því að tilheyra þessu örsamfélagi okkar úti við jaðar heimsins á forsendum sem sýna hvað það er sem þjóðin vill hlú að eins og kom fram á þjóðfundinum: heiðarleiki, frelsi, jafnrétti og réttlæti.


Smelltu hér til að sjá þessa ræðu í samhengi á Skuggaþingi

 


Ítarefni fyrir þá sem lesa ensku

Vek sérstaka athygli á lið 6 og 7
Classified cable from US Embassy Reykjavik on Icesave dated 13 Jan 2010
01/13/2010
FM AMEMBASSY REYKJAVIK
TO RUEHC/SECSTATE WASHDC PRIORITY
INFO RUEHZL/EUROPEAN POLITICAL COLLECTIVE PRIORITY
RUEKJCS/SECDEF WASHDC PRIORITY
RHEHNSC/NSC WASHDC PRIORITY
RUEATRS/DEPT OF TREASURY WASHINGTON DC PRIORITY

SIPDIS

TREASURY FOR SMART AND WINN, NSC FOR HOVENIER, DOD FOR FENTON

E.O. 12958: DECL: 01/13/2020
TAGS: ECON, EFIN, IC, PGOV, PREL
SUBJECT: LOOKING FOR ALTERNATIVES TO AN ICESAVE REFERENDUM

REF: REYKJAVIK 9

Classified By: CDA SAM WATSON FOR REASONS 1.4 (B) AND (D)

1. (C) Summary. CDA met with Ministry of Foreign Affairs PermanentSecretary Einar Gunnarsson and Political Advisor Kristjan Guy BurgessJanuary 12 to discuss Icesave. After presenting a gloomy pictureof Iceland's future, the two officials asked for U.S. support. Theysaid that public comments of support from the U.S. or assistance ingetting the issue on the IMF agenda would be very much appreciated. Theyfurther said that they did not want to see the matter go to a nationalreferendum and that they were exploring other options for resolving theissue. The British Ambassador told CDA separately that he, as well as theMinistry of Finance, were also looking at options that would forestalla referendum. End Summary.

2. (C) CDA met with Permanent Secretary Einar Gunnarsson and PoliticalAdvisor Kristjan Guy Burgess at the Icelandic Ministry of Foreign Affairson January 12 for a two hour marathon meeting to discuss Icesave. TheIcelandic officials painted a very gloomy picture for Iceland'sfuture. They suggested that the most likely outcome for the countrywas that the Icesave issue would fail in a national referendum. Shouldthat occur, they suggested, Iceland would be back to square one withthe British and the Dutch. The country, however, would be much worseoff because it would have lost international credibility and access tofinancial markets. Gunnarsson suggested that the Icesave issue, if itcontinues along its present course, would cause Iceland to default in 2011when a number of loans become due and could set Iceland back 30 years.

3. (C) The two government officials stressed that Iceland needsinternational support. CDA reiterated that the United States was neutralon this bilateral issue and hoped for a speedy resolution. Moreover,the U.S. had supported Iceland's position at the last IMF Review andexpected to do so again depending on the circumstances. Gunnarsson andBurgess responded that they understood the United States' stated positionof neutrality on the issue; however, they expressed the view that itwas impossible to remain neutral regarding the Icesave matter. Iceland,they said, was being bullied by two much larger powers and a positionof neutrality was tantamount to watching the bullying take place. Theysuggested that a public statement from the U.S. in support of Icelandwould be very helpful. They also felt that U.S. intervention in theIMF could be of assistance, specifically if it was targeted at gettingIceland's review placed on the IMF agenda. Gunnarsson acknowledged thatU.S. support during the review was appreciated but, realistically,the issue would never make it on the agenda unless external pressurewas applied on the IMF.

4. (C) Gunnarsson and Burgess were extremely pessimistic regardingthe national referendum and said that the Government of Iceland wasexploring other options to resolve the Icesave situation. They hintedthat renegotiation might be a viable alternative and referenced recentmeetings between the government and the opposition at which this optionwas discussed. Everyone could potentially save face, they suggested,if a new repayment agreement was reached with the British and Dutch thatcould possibly include a lower interest rate for the loan. This solution,they felt, would be palatable to the Icelandic people and potentiallyto the opposition as well. They did not know, however, whether theBritish and Dutch would agree to another round of negotiations. Theyalso acknowledged that any new agreement would have to be approved inparliament and, of course, signed by the president.

5. (C) On January 13, CDA also discussed the situation with BritishAmbassador Ian Whiting who said that Britain might consider options thatwould forestall a national referendum on the Icesave issue. The Ambassadorsaid, however, that the British Government was receiving mixed messagesfrom the Icelanders who, one week ago, seemed content to move forward witha referendum (as the Prime Minister had conveyed to her UK counterpart)but now appeared to be looking at other options. For example, the Ministryof Finance was already looking at ways to improve the agreement but notundermine the obligation or certainty of payment. He outlined for CDAa potential solution that he was exploring that would involve Norwayloaning Iceland the money to cover the Icesave debt. This idea, he felt,had merit because it would create a situation in which the IcelandicGovernment was dealing with a country that it perceived to be sympatheticto its situation, a fact that could remove some of the animosity from therenegotiations. Negotiating a good loan repayment agreement with Norway,said Whiting, would allow both sides to claim victory. The British andDutch would receive their money and Iceland would be able to repay itsdebts under more favorable terms. He was going to discuss the idea withthe Norwegian Ambassador that same day.

6. (C) On January 13, CDA also met Iceland's Ambassador to the UnitedStates Hjalmar Hannesson who was in Iceland. The Ambassador describedthe potential constitutional crisis that would likely ensue should thereferendum go forward and fail, in essence a vote of no confidence. Inthat case, the constitutionally apolitical Head of State would havebrought down the elected government, a possibility that several formerpoliticians in both parties had long ago agreed should not happen. Despitehis and his family's long association with the Progressive Party,Hannesson said that this was not the time for elections or a change ofgovernment. He added that he did not sense a willingness on the partof the opposition to take control of the government. Noting that thePresident, whom he has known for years, is considered "unpredictable,"he hoped that a solution palatable to all sides in Iceland could providea way out.

7. (C) Comment: It is quickly becoming clear that very few of theinvolved parties are comfortable with the Icesave issue being put toa vote in a national referendum. Both the ruling coalition and theopposition appear to understand that they must present a united frontfor there to be any possibility of discussing alternative solutions withthe British and Dutch. At present, such cooperation remains elusive;however, a number of closed door meetings between the opposition andgovernment will take place in the coming days to explore the full rangeof potential solutions and, hopefully, to forge consensus. All of this,however, remains in flux. WATSON

mbl.is Vildu ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstök stund í sögu þjóðarinnar ! Mætum öll á morgun á Bessastaði og látum alla vita um atburðinn

Sæl öllsömul

Laugardaginn 2. janúar næstkomandi, kl. 11, mun Indefence hópurinn afhenda forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftir fólks sem skorað hefur á hann að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. 

Enn eru Íslendingar að skrá sig í þessa áskorun á vefslóðinni: www.indefence.is sem verður opin fram að undirskrift Ólafs Ragnars Grímssonar.

Við í hópnum erum nú að leggja drög að skipulagningu þessa fundar og köllum eftir fólki sem er tilbúið til þess að taka þátt í afhendingu undirskriftanna. 

Tekið skal fram að um er að ræða virðulega athöfn ekki mótmæli.

Þetta á að vera söguleg stund fyrir alla fjölskylduna sem seinna verður líklega fjallað um í sögubókum.

Byrjað verður á því að hlýða á kór " InDefence " undir stjórn Egils
Ólafssonar þar sem fundargestir taka undir.

Að því búnu mun almenningur á svæðinu tendra rauð neyðarblys sem ákall til alþjóðasamfélagsins um að Íslendingar séu að ganga að nauðarsamningum sem þjóðin vill fá að taka afstöðu til.

Lykilatriðið nú er að þeir sem við getum treyst að muni taka þátt í þessari athöfn láti skipuleggjendur vita í netfangið olaf@simnet.is. 

Best væri ef hver og einn komi með bíl fullan af fólki og tveimur rauðum blysum á mann. 

Ath, bara rauð blys og enga skotelda.

Búið er að kaupa 300 blys og hjáparsveitirnar segjast eiga nóg til að selja okkur í dag eða laugardagsmorgun. Við skulum leggja áherslu á að þetta séu ekki mótmæli heldur fjölskyldufundur sem krakkarnir hafi gaman af að vera á.

Frábær útivist fyrir fjölskylduna. (mörg hundruð blys , mjög áhrifamikið)

Einnig skulum við leggja áherslu á virðulega framkomu.

Afhendingin verður auglýst opinberlega og þjóðin hvött til þátttöku en við viljum þó geta tryggt að ákveðinn hópur fólks sé á staðnum til að tryggja ákveðið yfirbragð.

Bestu kveðjur,

f.h. Indefence, 

Ólafur Elíasson, píanóleikari

Hvetjum alla til að mæta, mann á mann !

mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave utanríkismálanefndar álit mitt

Þetta er nánast orðið úrelt en þetta álit ritaði ég um miðjan síðasta mánuð en það var tekið úr utanríkismálanefnd allt of snemma að mínu mati - ég vil taka það fram að ég mun ekki undir neinum kringumstæðum geta samþykkt meirihlutaálit fjárlaganefndar nema búið sé að kanna á trúverðugan hátt hvort að þessir fyrirvarar verða virtir í breskum og hollenskum dómsstólum. Vonandi kemst það á hreint í dag - en erfiðlega gengur að fá meirihlutann til þessara verka. Þ.e.a.s. að fá þetta staðfest. Ítrekað hefur verið beðið um það. 

En hér er semsagt Icesave nefndarálitið mitt sem ég mun byggja ræðuna mína á í dag. 


um frv. til l. um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Frá 1. minni hluta utanríkismálanefndar.


    Fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í utanríkismálanefnd gagnrýnir harðlega vinnubrögðin í nefndinni er lúta að Icesave-samkomulaginu. Það er skrumskæling á lýðræðinu að taka ekki tillit til og hunsa gagnrýni fjölmargra sérfróðra gesta nefndarinnar varðandi málið sem og annarra sem hafa tjáð sig um það. Þessi vinnubrögð kasta rýrð á fagmennsku þeirra sem eru á öndverðum meiði við þá sem mæra samninginn og segja hann með öllu hættulausan.
    Þá gagnrýnir Borgarahreyfingin að ekki fáist leyfi til að kalla til fleiri gesti er varða málið, en daglega koma fram nýjar upplýsingar sem gætu gefið nefndinni heildstæðari mynd af áhrifum þess að samþykkja samninginn í óbreyttri mynd.
    Það yrði þinginu til sóma að gefa Icesave-málinu nauðsynlegan tíma þó ekki væri til annars en að hrekja þau varnaðarorð sem um samninginn hafa fallið. Hins vegar er greinilegt að nefndarfundirnir hafa einungis verið settir upp sem leikrit um fyrirframákveðna atburðarás. Keyra skal þetta mál í gegn sama hve alvarleg gagnrýnin er. Erfitt er að skilja hvað vakir nákvæmlega fyrir meiri hluta nefndarinnar með þessari leiksýningu, en álit hans getur valdið þjóðinni stórtjóni ef einhver skyldi álpast til að þýða það og afhenda Bretum.
    Utanríkismálanefnd hunsar nánast með öllu í áliti sínu um Icesave þá gagnrýni fjölmargra gesta nefndarinnar að í samningnum séu stórhættuleg ákvæði og gallar, sér í lagi þeim breska, sem óvefengjanlega geta kostað þjóðina himinháar upphæðir ef ekki eru tekin af öll tvímæli um þessa gagnrýni. Utanríkismálanefnd hefur ekki tekist það og ef eitthvað er þá bætast við stöðugt fleiri sem gagnrýna þessa áhættuþætti samningsins.
    Þessi vinnubrögð eru óviðunandi því að samningurinn um Icesave-skuldbindingarnar er eitt stærsta mál sem Alþingi hefur fjallað um. Það að gefa út ríkisábyrgð á gjaldfallna skuld væri einsdæmi. Nefndin hefur ekki fengið nema örfáar vikur til að fjalla um Iceasave, enn heyrist af gögnum sem eiga eftir að koma fram sem og nauðsynlegum útreikningum um raunverulega skuldastöðu þjóðarinnar. Það er því enn ekki ljóst hvort við getum yfirhöfuð staðið við þessar skuldbindingar. Það er mat Borgarahreyfingarinnar að það auki ekki á trúverðugleika okkar erlendis að gangast við skuld sem vitað er að þjóðin getur ekki greitt. Því er næsta víst að reyna mun á þau ákvæði samningsins sem hlotið hafa hve mesta gagnrýni.
    Borgarahreyfingin hefur lýst því yfir að hún muni ekki gera atlögu að ríkisstjórninni verði Icesave-samkomulagið fellt á þinginu. Þetta er mál sem verður að taka ofar pólitíkinni og leysa af skynsemi og yfirvegun og finna þverpólitíska sátt um. Álit meiri hlutans tekur í engu tillit til þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram á fundum nefndarinnar frá gjörvöllum minni hlutanum og því er útilokað fyrir okkur að styðja álitið.
    Það er álit 1. minni hlutans að nauðsynlegt sé að fresta þessu máli fram á haust, skipa beri þverpólitíska sérnefnd um málið inni á þingi sem skili af sér áliti í haust. Skýra þarf vel fyrir hlutaðeigendum forsendur og nauðsyn þessarar frestunar og setja nú þegar saman hóp sem mun sjá um að kynna málið erlendis og ráða til þessa verkefnis sérfræðinga í almannatengslum hérlendis sem erlendis til að takmarka skaðann, ef einhver verður, ef þessu verður frestað. Ljóst er að þau tengsl sem reynt var að benda á varðandi Icesave og ESB eru til staðar og styður álit meiri hlutans þá gagnrýni okkar. Hræðsluáróðurinn í áliti meiri hlutans er slíkur að ætla mætti að við værum betur sett undir Danakonungi með ormamjöl og einokun.
    Langheiðarlegast væri að láta Breta og Hollendinga vita að það sé ekki vilji til að skrifa undir ríkisábyrgð án þess að koma með alvöru skilyðri um breytingar á samningnum. Fyrir nefndinni hefur verið sagt að það eitt og sér muni fella samninginn. Á sama tíma er ljóst að samningurinn verður felldur á þinginu ef engin alvöruákvæði um breytingar verða gerð. Því væri best að láta Breta og Hollendinga vita af þessu nú þegar og setja strax saman faglega samninganefnd ástamt því að kalla til almannatengslafyrirtæki í Bretlandi og Hollandi og undirbúa hvernig við ætlum að útskýra fyrir umheiminum okkar hlið á málinu. Það er alveg furðulegt þegar því er haldið fram að með því að fella samninginn í þeirri ómögulegu mynd sem hann er nú séum við að segja umheiminum að við ætlum okkur ekki að axla ábyrgð á þessu máli.
    Borgarahreyfingin skorar enn og aftur á ríkisstjórnina að gefa þingmönnum þann tíma sem þeir óska eftir til að ná sátt um þetta mál, til að eyða vafaatriðum og koma með heilsteyptar tillögur að úrbótum ef þörf er á eftir að hafa farið vandlega yfir málið.
    Jafnframt er mikilvægt að tekið sé tillit til þess og sett með skýrum hætti fram að þeir sem efndu til þessara skulda eigi á endanum að borga þetta skuldabréf en ekki almenningur í landinu.


Birgitta Jónsdóttir

Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.