Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
12.8.2009 | 06:52
Samstaða
Boða samstöðufund á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
5.7.2009 | 07:46
ICESLAVE þingræðan mín
Ég flutti eftirfarandi ræðu á þinginu á föstudaginn, tilvísunin í skrattann á veggnum er fengin frá því að forsætisráðaherrann segir gjarnan í þau örfáu skipti sem hún hefur tjáð sig um þessi mál á þinginu - það er óþarfi að mála skrattann á vegginn. Annars þá finnst mér það alveg stórmerkilegt að forsætisráðherra landsins hafi ekki sett sig á mælendaskrá varðandi eitt stærsta mál íslandssögunnar. Er það venja að velta jafn stóru máli alfarið í fangið í samstarfsflokki sínum? Finnst skringilegt að það eigi að velta þessu öllu á VG þegar ljóst er að Samfylkingin á stóran þátt í Icesave klúðrinu.
Frú forseti
Skrattinn er á veggnum. Það þarf ekki að mála hann á hann eða ímynda sér hann, skrattinn er á veggnum og hann er ofinn úr vanhæfni, spillingu, siðrofi, órjúfanlegum tengslum viðskiptaheims og þingheims, skrattinn er á veggnum og hann er óttinn við framtíðina og hann er óvissan og þrælslundinn. Skrattinn er á veggnum og hann nærist á hræðsluáróðri og vanþekkingu og ósætti
Frú forseti
Við megum ekki láta óttann stjórna okkur þegar við skoðum Icesave samninginn og afleiðingar hans, með eða á móti. Við megum ekki halda að skrattinn sé neitt annað en mynd á vegg en ekki raunveruleikinn eins og sumir virðast halda að hann sé. Horfumst í augu við veruleikann frú forseti: Þessi samningur er nauðasamningur nýlenduherra við þjóð sem þeir bera litla sem enga virðingu fyrir, nauðsamningur sem allir bera jafn mikla ábyrgð á hvaða flokki sem þeir koma frá, það hafa nefnilega allir ráðamenn fyrr og síðar tekið þátt í að skapa þá vegferð sem við erum á núna. En ég vil vekja athygli þína á því frú forseti að það skiptir engu máli, það eina sem skiptir máli núna er eftirfarandi: Er hægt að skrifa undir þennan samning án þess að eiga það á hættu að steypa komandi kynslóðum í slíkt skuldafen að úr því verði aldrei komist sama hve duglegt, hæfileikarík, frábær, vel menntuð og gáfuð við erum. Það eru alveg til dæmi þess að þrælar séu ákaflega geðþekkt og vel gefið fólk. Mér er nóg boðið að háttvirtir ráðherrar bjóði þjóðinni upp á hræðsluáróður sem hér hefur verið málaður á vegginn sem raunveruleikur skratti á veggnum.
Mikilvægt er að spyrja sig nokkurra spurninga:
1. Hvað gerist ef við skrifum ekki undir og förum í nýtt samningaferli: EKKI NEITT nema að við semjum upp á nýtt. Ég hef ekki séð neitt annað en innantómar hótanir sem ólíklegt að verði efndar í öllum þeim gögnum sem ég hef lesið varðandi þetta mál. Ég er ekki að sjá neitt sem réttlætir þann hræðsluáróður sem ríkisstjórnin og hennar leiguliðar halda fram, ég fann ekkert sem rennir stoðum undir þá skemmtilegu kenningu að við gætum orðið Kúpa norðursins. Gleymum því ekki að við göngum nú þegar undir heitinu Nígería norðursins. Okkar mannorð á alþjóðavísu er ekkert sérstaklega gott. Ég held að það myndi ekki auka traust á okkur ef við skrifum upp á samning sem ljóst er að við getum ekki greitt.
Það sem ef til vill flækist fyrir þeim ágætu embættismönnum og ráðamönnum sem hafa kynnst sér samninginn er fyrst og fremst það sem hangir á spýtunni alræmdu. Ég hef fyrir því traustar heimildir að það sem hangir á spýtunni er eftirfarandi:
Bretar hótuðu því að ef ekki yrði skrifað undir, myndu þeir standa í vegi fyrir aðildarumsókn okkar að EBS og ef ekki er skrifað undir þá mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sitja á öðrum hluta lánsins til okkar. Það er reyndar alveg furðulegt því þessi skuldbinding stangast beinlínis á við 16. lið samningsins og kröfur AGS um hve mikið við megum skulda til að geta yfir höfuð fengið aðstoð frá þeim.
Samkvæmt núverandi skuldabyrði og ef ég má með leyfi forseta vitna í bréf sem ég las frá Gunnari Tómassyni um þessi mál:
Erlendar skuldir Íslands eru mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum.
Frank Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins hér á landi, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.
Samkvæmt útreikningum fréttastofu eru erlendar skuldir Íslands nú um 250% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir hvað mest til. Þess ber að geta að útreikningarnir eru byggðir á tölum um erlendar skuldir frá því í lok mars á þessu ári. Staðan hefur ekki verið birt opinberlega, hvorki af stjórnvöldum né Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október 2008 var samin á grundvelli mikillar óvissu um lykilstærðir, þar á meðal erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð.
Í greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánaumsókn Íslands sl. nóvember segir m.a. um horfur varðandi skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð:
Gert er ráð fyrir að hlutfall erlendra skulda verði um 160% af vergri landsframleiðslu árið 2009 .
Á meðan gert er ráð fyrir að þetta hlutfall lækki töluvert mikið í spám okkar mun það samt sem áður vera áfram afar hátt eða um 101% af vergri landsframleiðslu fram til ársins 2013
Hlutfall erlendra skulda mun halda áfram að vera afar viðkvæmt fyrir áföllum sér í lagi út af gengisþróun.
Gunnar heldur áfram:
Aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggði á því að hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins væri um 160% af landsframleiðslu við árslok 2009. Eins var það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hlutfall af stærðargráðunni 240% væri augljóslega óviðráðanlegt.
Í ICESAVE samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga er sérstaklega vísað til umsagnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sl. nóvember um skuldastöðu þjóðarbúsins næstu árin og kveðið á um frekari viðræður ef hún reynist lakari en ráð var fyrir gert.
Staðfesting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því að skuldastaðan sé af ofangreindri stærðargráðu myndi gera frekari viðræður við Breta og Hollendinga nauðsynlegar nú þegar þar sem forsendur fyrirliggjandi ICESAVE samnings eiga ekki við lengur."
Frú forseti
Nú er ekki tími fyrir skotgrafahernað Borgarahreyfingin heitir því að gera ekki atlögu að stjórninni þó að Icesave samningurinn verði felldur. Það á að vera réttur sérhvers þingmanns að fá að kjósa eftir sinni bestu vitund varðandi svona stór mál. Ég skora því á fjármálaráðherra og formann VG að hætta við það glapræði og það andlega ofbeldi að setja sjálfan sig og stjórnina að veði til að þvinga þennan samning í gegnum þingið með góðu eða illu. Ég þoli ekki lengur að hlusta á þetta pex er það virkilega svo frú forseti að hér sé það virkilega svo illa fyrir komið fyrir okkur að á svo sögulegum tímum að flokkshollusta vegi þyngra en hollusta gagnvart hagsmunum þjóðarinnar?
Þann 7. febrúar sl. hlustaði ég á frábæran fyrirlestur sem Gunnar Tómasson flutti í Reykjavíkur Akademíunni um kollsteypu íslenzka hagkerfisins. Þar lýsti hann m.a. þeirri skoðun sinni að framundan væri greiðsluþrot þjóðarbúsins. Í þessu sambandi spurði einn áheyrenda lykilspurningar:
Ef greiðsluþrot verður ekki umflúið, er betra að horfast í augu við vandann strax eða eftir nokkur ár?
Svar Gunnars var:
Strax.
Hæstvirt ríkisstjórn er ekki kominn tími til að athuga hvað 0 leiðin þýðir fyrir okkur það er beinlínis vítavert gáleysi að athuga ekki opinberlega hvort að sú leið sé ekki skynsamlegasta leiðin til að fara núna áður en það verður of seint of seint því að auðlindir okkar eru að veði. Landsvirkjun krúnudjásn þjóðarinnar gæti auðveldlega fallið í hendurnar á erlendum stórfyrirtækjum, það er afar skuldsett og stendur enn verr út af sívaxandi skuldsetningu þjóðar sem á ekki neitt eftir til að borga með nema með nýjum skuldum er það virkilega eina lausnin sem þessi stjórn hefur að skuldsetja þjóðina enn frekar...
Það er enginn skömm að því að horfast í augu við vandmálið við vanmáttinn til að leysa þetta vandamál áður en það verður of seint. Þetta er spurning um nokkur erfið ár eða erfið ár um aldir alda.
Að lokum vil ég lýsa þeirri einlægu skoðun minni að samninganefndin var vanhæf vegna þess að í henni var ekki nokkur maður til þess fær að semja við ævafornar samningaaðferðir Breta og Hollendinga sem eru jú sérfræðingar að semja við þriðja heims lönd um afarkosti, í þessa nefnd átti að skipa faglega en ekki pólitískt þá vil ég lýsa því yfir að hæstvirtur umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir er algerlega vanhæf til að fjalla um þetta mál eða greiða því atkvæði, því faðir hennar Svavar Gestsson var skipaður formaður samninganefndarinnar. Ég skora því á hæstvirtan ráðherra að sitja hjá í yfirstandandi atkvæðagreiðslu.
Geir Haarde: Hann tók því illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.7.2009 | 01:06
leyndo.is
Úr dagbók þingmanns sem ég skrifa og er birt í viku hverri í helgarblaði DV - ég tek það fram að ég þigg engar greiðslur fyrir þessa pistla aðrar en að fá blaðið í áskrift.
Afbrigðileg afbrigði
Þingið nær ekki að hafa stjórn starfáætlun sinni vegna þess að ríkisstjórnin sem lemur þingið áfram með því að ítrekað misnota svokölluð afbrigði á þingstörfum. Ég veit ekki hvort að almenningur sé meðvitaður um hvað þessi afbrigði eru eiginlega, í stuttu máli eru þau einfaldlega leið framkvæmdavaldsins að keyra mál í gegnum þingið á afbrigðilega stuttum tíma. Stundum er vissulega þörf á að afgreiða lagafrumvörp á stuttum tíma en oftast er það nú svo að þingmál verða að fá nauðsynlegan tíma í nefndum til að koma í veg fyrir mistök vegna of mikils hraða í úrvinnslu. Því hef ég tekið þá ákvörðun að greiða helst ekki atkvæði með þessum afbrigðum. Ég skil ekki af hverju þingmenn samþykkja alltaf þetta fyrirkomulag, þó svo að þeir segjast vera á móti flýtimeðferð af þessu tagi. Vandamálið við svona hraðmeðferð er að manni er gert það ómögulegt að kynna sér til þaula frumvarpið og kanna hvort að það sé með sanni til bóta fyrir þjóðina. Mér skilst á þeim sem hafa starfað lengi á þinginu að þetta sé einskonar herkænsku aðgerð hjá stjórnvöldum til að halda þingmönnum óupplýstum og fá sínu fram. Það getur varla verið skynsamlegt að haga málum þannig.
leyndo.is
Aðferðinni til að halda þingmönnum óupplýstum er einmitt beitt í einu stærsta máli íslandssögunnar: Icesave. Við fengum gögnin afhent um hálftíma eftir að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar átti að byrja gegnsæisblaðamanafundur. En gögnin voru heldur rýr, það var að finna frumvarpið um ríkisábyrgðina, samninginn og lista yfir gögn sem við mættum sækja inn á nefndarsvið sem væru hugsanlega mögulega trúnaðargögn. Á þessum tíma stóð yfir þingfundur en á hann var gert stutt stutt hlé á meðan Jóhanna spjallaði við blaðamenn um gögnin sem við vorum ekki enn farin að sjá. Síðan hélt þingfundur áfram og ég fór heim án þess að ná því að fá hugsanleg trúnaðargögn í hendurnar. Fann þau reyndar inni á island.is, öll með tölu og skyldi ekki af hverju við gátum ekki bara fengið senda slóðina í þetta í stað þess að standa í þessu ljósritunarveseni inni á nefndarsviði. Þegar ég svo mætti í vinnuna næsta dag beið mín þykk mappa sem á stóð Icesave-gögnin frá Utanríkisráðuneytinu með rauðum stimpli sem á stóð: TRÚNAÐARMÁL ég opnaði möppuna góðu og sá þá að þarna voru engin trúnaðargögn heldur allt það sem ég hafði rekist á inni á island.is m.a. fréttatilkynningar og annað sveipað miklum dularhjúp. Kannski var þetta leyndó dæmi einhver svona embættismannahúmor☺ Annars þá sat ég í dag í herbergi með einstaklega indælum starfsmanni nefndarsviðs sem mun víst vera mesti alþingisnörd landsins en hans hlutvert er að gæta þess að við þingmenn hlaupumst ekki á brott með aðra möppu sem er með alvöru trúnó upplýsingum. Mappan innihélt slatta af skjölum sem ég botna ekkert í að séu trúnaðarskjöl og að þjóðin megi ekki vita hvað innihaldi. Það var ekkert í þessari möppu sem kom mér á óvart í raun og veru þá staðfesti innihald hennar bara það sem ég hef heyrt víðsvegar um samfélagið: við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð. Við erum undir landshöfðingja komin sem er einskonar hlutafélag og þetta hlutafélag heitir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og stórir hluthafar í þessu hlutafélagið eru Bretland og Holland, það skyldi því ekki koma neinum á óvart ef samningurinn sé okkur ekki í hag ef þeir sem sátu í samninganefndinni nutu ráðgjafar AGS. Það má auðvitað aldrei gleymast að AGS er með sanni engin góðgerðasamtök og það kann ekki góðri lukku að stýra ef yfirvöld rugla þeim við ABC samtökin.
Ég ætla að róa ríkisstjórnina aðeins, því það er ekkert gaman að standa í þessu Icesave máli fyrir þau: ég mun aldrei gera atlögu að henni þó að ICESlave samningurinn verði felldur, né aðrir félagar mínir í þinghópi Borgarahreyfingarinnar.
Ekki öll gögn komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.7.2009 | 07:09
Nýjar forsendur vegna ICESAVE
Gunnar Tómasson hagfræðingur ritar eftirfarandi bréf:
Þann 7. febrúar sl. flutti ég fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni um kollsteypu íslenzka efnahagskerfisins í byrjun október 2008 og lýsti m.a. þeirri skoðun minni að framundan væri greiðsluþrot þjóðarbúsins. Í þessu sambandi spurði einn áheyrenda lykilspurningar:
Ef greiðsluþrot verður ekki umflúið, er betra að horfast í augu við vandann strax eða eftir nokkur ár?
Svar mitt var:
Strax.
Eins og fréttastofa sagði frá í gærkvöldi, segir í frétt á netinu í dag, eru erlendar skuldir Íslands mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum.
Frank Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins hér á landi, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi.
Samkvæmt útreikningum fréttastofu eru erlendar skuldir Íslands nú um 250% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir hvað mest til. Þess ber að geta að útreikningarnir eru byggðir á tölum um erlendar skuldir frá því í lok mars á þessu ári. Staðan hefur ekki verið birt opinberlega, hvorki af stjórnvöldum né Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Þetta kemur mér ekki á óvart - aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október 2008 var samin á grundvelli mikillar óvissu um lykilstærðir, þar á meðal erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð. (Ég benti sérstaklega á hið síðarnefnda í tölvupósti til aðila heima á sínum tíma.)
Í greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánaumsókn Íslands sl. nóvember segir m.a. um horfur varðandi skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð:
The external debt ratio is estimated at 160 percent of GDP in 2009 as the public sector takes on loans to finance reimbursement of foreign deposit insurance, and new loans to fill the financing gap. Thereafter some net debt repayments are made and external debt falls back as a percent of GDP.
While the external debt ratio falls back significantly over the forecast horizon, it remains very high at 101 percent of GDP by 2013.
Within the total, public sector external debt declines to 49 percent of GDP by 2013 from 100 percent in 2008, as a result of debt repayments and a resumption in GDP growth over the medium term.
External debt remains extremely vulnerable to shocks-most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30 percent would cause a further precipitous rise in the debt ratio (to 240 percent of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable.Með öðrum orðum, aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggði á því að hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins væri um 160% af landsframleiðslu við árslok 2009. Eins var það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hlutfall af stærðargráðunni 240% væri augljóslega óviðráðanlegt.
Í ICESAVE samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga er sérstaklega vísað til umsagnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sl. nóvember um skuldastöðu þjóðarbúsins næstu árin og kveðið á um frekari viðræður ef hún reynist lakari en ráð var fyrir gert.
Staðfesting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því að skuldastaðan sé af ofangreindri stærðargráðu myndi gera frekari viðræður við Breta og Hollendinga nauðsynlegar nú þegar þar sem forsendur fyrirliggjandi ICESAVE samnings eiga ekki við lengur.
Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.6.2009 | 07:33
Samantekt á IceSave farsanum (í löngu máli)
Ástæða þess að ég fór út í að reyna að meta skuldbindinguna vegna IceSave er að eftir 12 ára starf í banka tel ég mig vera farinn að skilja áhrif vaxta á skuldir. Þetta virtist eitthvað vefjast fyrir stjórnvöldum þar sem þau kynntu væntanlega skuld okkar vegna IceSave alltaf sem X ma.kr auk vaxta. Vitandi það að "auk vaxta" væri líklega hærri upphæð en skuldin reiknaði ég þetta út, og má sjá nýjustu niðurstöðu í næsta Note frá mér.
Eftir að hafa reiknað út skuldbindinguna, fór ég að velta fyrir mér þessum góðu eignum í Bretlandi sem ættu að koma á móti skuldinni. Alltaf var talað um eignasöfn í Bretlandi, en eftir smá grams á netinu fann ég kynningu á efnahagsreikningi Landsbankans sem birt var í febrúar en miðaðist við 14. nóvember 2008. Þá kom tvennt í ljós
1) Eignirnar eru að stærstum hluta útlán og þá til innlendra aðila (en í gjaldeyri)
2) Eignirnar eru metnar um 1.195 ma.kr.
Mér létti mjög við þetta þar sem þetta leit ekki illa út á þessum tímapunkti. Eignir upp á 1.195 ma.kr. en skuldbinding upp á tæpa 700 ma.kr. Það þyrfti að verða gríðarlegur eignabruni hjá Landsbankanum til að við fengjum ekki allt upp í skuldbindinguna.
Eina sem truflaði mig var að Jóhanna forsætisráðherra var alltaf að tala um að samninganefndin gerði ráð fyrir að 75% næðist upp í skuldbindinguna með eignum Landsbankans, og að virt ensk endurskoðunarskrifstofa hefði eftir skoðun á lánasafninu komist að þeirri niðurstöðu að það næðust jafnvel 95%.
Hvernig gátu 1.195 ma.kr. eignir lækkað í 525 ma.kr (75%) til 665 ma.kr. (95%) á ekki lengri tíma?
Þegar hér var komið í sögu var ljóst að það þyrfti að birta samninginn, ekki seinna en strax. Það var eitthvað sem ekki stemmdi.
Það fóru á þessum tímapunkti að leka valdar fréttir um samninginn (t.d. að það væri ákvæði um endurskoðun og nýtt mat á eignasafninu)
Þann 11. júní síðastliðinn birtist síðan í vefriti fjármálaráðuneytisins smá frétt um samninginn þar sem aðallega var verið að réttlæta 5,55% vextina á lánið. Það sem var skondið nið þessa umfjöllun var að þar voru lánin allt í einu orðin hærri í erlendum myntum (GBP og EUR) en þegar samningurinn var kynntur. Hvað var eiginlega í gangi. Vissu menn ekki hvað þeir voru að skrifa undir?
Þann 15. júní fóru ýmsir að hafa samband við mig sem eru mun lögfróðari en ég og benda mér á tvennt. Annars vegar að vegna laga um slitastjórnir væri varla hægt að borga inn á IceSave lánið með eigum Landsbankans fyrr en í fyrsta lagi eftir kröfulýsingarfrest (sem er í nóvember 2009) Hins vegar er það óvissa um hvort hægt væri að nota eigur Landsbankans til að greiða vextina af láninu, þar sem þeir falla ekki undir forgangskröfur.
Reyndar er það svo að nýlegar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki heimila að greiða fyrr út forgangskröfur en þá þarf að vera vissa fyrir því að greiða út allar jafnar forgangskröfur að fullu eða að jöfnu. Því er ennþá möguleiki á að skilanefnd Landsbankans geti byrjað að greiða inn á samninginn áður en kröfulýsingarfrestur rennur út, þ.e. ef IceSave samningurinn verður samþykktur.
Á þessum tímapunkti (16. júní) brást mér þolinmæði og sendi öllum alþingismönnum Íslands tölvubréf þar sem ég setti fram nokkrar spurningar og staðreyndir varðandi IceSave samninginn. Viðbrögð voru þokkaleg, sérstaklega frá VG.
Þann 18. júní var síðan rætt um samninginn á Alþingi. Í þeim umræðum kom meðal annars fram að forsætisráðherra teldi að samningurinn ætti að bæta lánshæfismat landsins, sérstaklega þar sem fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hefðu sagt það. Það hafði reyndar láðst að spyrja lánshæfismatsfyrirtækin sjálf.
Þetta er gríðarlega mikilvægt atriði, þar sem erlendar skuldir, bæði ríkis og ekki síst opinberra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar og Orkuveitunnar, eru verulegar og lánshæfismat ríkisins er einu skrefi fyrir ofan ruslbréf (e. junk bond). Fari lánshæfismat ríkisins niður í rusl, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðinga, svo sem að margir fjárfestar megi hreinlega ekki eiga skuldabréf/skuldir þessara fyrirtækja.
Þennan dag var síðan tilkynnt að birta ætti samninginn. Eftir að hann var síðan birtur upphófst heljarmikill sirkus varðandi lögfræðina bak við þennan samning, en þar sem ég er bara vesæll verkfræðingur og bankamaður reyndi ég að sneiða framhjá þeim umræðum. Forsendur útreikninga minna stóðust ágætlega, en sumt var nokkuð óljóst í samningnum (eða ég svona lélegur í ensku lagamáli)
Ég var ennþá að klóra mér í hausnum yfir því af hverju 1.195 ma.kr. eignir dygðu ekki fyrir 700 ma.kr. skuld. Eftir að hafa verið í viðtali í Speglinum á Rúv vegna þessa máls fórust mér að berast hinar ýmsu upplýsingar úr stjórnkerfinu og fjármálakerfinu um samninginn og hvernig raunverulega hann virkaði.
Til dæmis fékk ég loksins skýringu (sjá neðst í forsendum) á því af hverju 1.195 ma.kr. eignir duga ekki fyrir 700 ma.kr. skuld. Það er af því að Bretar og Hollendingar eiga líka forgangskröfu á eignirnar fyrir því sem þeir tryggðu umfram innistæðutryggingu samkvæmt tilskipun ESB. og því fengju þeir í raun ca. 630 ma.kr. forgangskröfu í eignirnar á móti 700 ma.kr. kröfu okkar, en þessar kröfur væru jafnréttháar.
Það þýðir á mannamáli að það er ekki krækiber í helvíti að það náist að borga upp alla skuldbindinguna og hvað þá vexti.(afsakið orðalagið)
Fram að þessum tímapunkti var ég á því að við þyrftum að taka þessa skuldbindingu á okkur þar sem kostnaðurinn við að hafna ríkisábyrgðinni og þar með samningum væri of há vs. að samþykkja samninginn. Þarna snérist ég alveg. Þessi samningur gerir ekkert annað en að lengja í hengingarólinni, eða eins og einhver kallaði samninginn "stærsta kúlulán sögunnar".
Ég fékk líka upplýsingar fyrir helgi um að eitthvað væri bogið við túlkun stjórnvalda á skýrslu "virtu ensku endurskoðunarskrifstofuna
Eitt mega stjórnvöld eiga. Þann 21. júní voru loksins komnar mjög ýtarlegar upplýsingar inn á island.is um samninginn, skýringar, fylgiskjöl og Q&A. Þar á meðal var hin margrædda skýrsla "virtrar enskrar endurskoðunarskrifstofu" og viti menn. Þetta er skýrsla um hvernig sveitarfélög eigi að fara með kröfur sínar á hendur íslensku bönkunum og dótturfélögum þeirra. Á einni blaðsíðu af 15 kemur fram að þeir hafa notað sömu kynningu og ég fann á netinu um eignir Landsbankans og reiknað sig fyrst í 90% heimtur upp í skuldir (1.330/1.195=90%) en vegna óvissu um verðmat á eignum milli gamla og nýja Landsbankans gáfu þeir sér að þetta gæti hækkað í 100%, en tóku síðan meðaltalið og fengu 95%. Ég hefði geta metið þetta á 5 mínútum.
Þannig var nú það, upplýsingarnar frá virtu ensku endurskoðendunum voru í raun unnar upp úr glærukynningu Landsbankans en ekki eftir skoðun á þessum blessuðu eignum sem eiga að standa bak við þetta. Erum við þá komin í hring?
Stjórnvöld virðast líka hafa gleymt að lesa alla skýrsluna. Á blaðsíðu 13 er farið yfir áhættuþætti varðandi mat á hvað fáist upp í skuldbindinguna. Þar kemur fram að það sé líklegt að aðrir kröfuhafar fari í mál til að reyna að fella neyðarlögin (þar sem innlán voru sett í hóp forgangskrafna) og ef þau falli er líklegt að það fáist eingöngu 33% upp í kröfuna !!!
Þann 22. júní var haldinn fundur í efnahags- og skattanefnd þar sem umræðuefnið var IceSave samningurinn. Var skilanefnd Landsbankans boðið. Þar var síðan staðfest það sem ég hafði verið að velta fyrir mér, þ.e. vextir af láninu eru ekki forgangskröfur og falla að fullu á íslenska ríkið og að við deilum aðgangi að eignum Landsbankans með hinum forgangskröfuhöfunum (Bretum og Hollendingum).
Þetta er sem sagt samantektin á IceSave farsanum séð frá mínum bæjardyrum. Einhvern veginn hefur sú tilfinning mín vaxið að kostnaðurinn og áhættan við að hafna ríkisábyrgðinni og þar með fella þennan samning hafi minnkað í hlutfalli við kostnað og áhættu við að samþykkja samninginn. Einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna að þessi samningur geri ekkert annað en að lengja í hengingarólinni. Það verður reyndar spennandi að sjá lagafrumvarpið sem lagt verður fram á Alþingi varðandi ríkisábyrgðina, en þá hljóta stjórnvöld að koma með útreikninga á getu þjóðarbúsins til að standa við samningana. Eitt sem þarf að varast við slíka kynningu er að það er rangt að bera greiðslugetuna saman við landsframleiðslu, heldur þarf að bera hana saman við afgang af erlendum viðskiptum okkar, því við verðum að greiða þetta í gjaldeyri, ekki íslenskum krónum.
Svona er málið fram á þennan dag séð frá mínum bæjardyrum. Ég mun halda ótrauður áfram að djöflast í þessu máli. Nú voru að berast upplýsingar um að ríkisábyrgðin yrði lögð fyrir Alþingi á föstudaginn. Spurning um að mæta á pallana?
Hagstæð ákvæði Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
20.6.2009 | 12:53
Bandormsræðan mín frá því í gær
Frú forseti
Undanfarna tvo áratugi hafa nánast allir sameiginlegar eignir þjóðarinnar verið seldar á útsölu í einkavinavæðingarklúbbnum sem á rætur sínar að rekja hingað í hina háu sali ráðamanna ríkisins. Enn sitja margir þeirra sem tilheyra þessum klúbbi á þinginu og því efast maður um að hér muni fara fram alvöru uppgjör og siðabót á þeirri miklu spillingu sem hefur fengið að grassera hérlendis. Spillingin og samtryggingin svo mikil að hún mælist ekki einu sinni á alþjóðastöðlum, samtygging sem skilgreina má sem mafíu.
Nú eru flestar stofnanir sem einkavæddar voru að komast í eigu þjóðarinnar að nýju með meiri blóðtöku en nokkurn hefði getað órað fyrir. En ekki má gleyma ábyrgð þeirra sem áður sátu hér við völd og því ósanngjarnt að velta allri gremjunni yfir á VG sem þarf að finna lausnir á þeim vanda sem ríkisstjórnir síðustu 18 ára hafa tekið þátt í að skapa. En Frú Forseti það er samt sem áður ósanngjarnt að taka á þessum erfiðleikum á þann hátt að þjóðin þurfi að taka enn meira á sig en hún þarf nú þegar að bera.
Það sem þjóðin þarf að finna fyrir í dag er réttlæti, trú á því að hún hafi ástæðu til að fórna enn meiru. Til að geta tekist á við langan dimman vetur samdráttar og lakari lífsgæða til lengri tíma. Sú staðreynd að enginn hefur verið dreginn til saka fyrir þá svikamyllu sem hér var stunduð fyrir opnum tjöldum í einkavinavæddu bönkunum er ekki til þess fallið að almenningur sé tilbúinn til frekari fórna. Það er ekki réttátt að þjóðin eigi að taka á sig skerðingu á sínum kjörum, þurfi að vinna lengur dag hvern fyrir brot af þeim lífsgæðum sem hún áður bjó við á meðan þetta fólk gengur laust. Kæra frú forseti það er verið að byrja á röngum enda. Fyrst þarf að taka á samtryggingunni og spillingunni. Fyrst hefði átt að kynna niðurskurð á spikinu en ekki mergsjúga þjóðina. Fyrst ætti að elta fjármagnið til huldueyjanna og gera eignir þeirra sem allir vita að eru sekir upptækar.
Norræna velferðarstjórnin er ekki öfundsverð og reyndar alveg stórmerkilegt að hæstvirt ríkisstjórn vilji spyrða velferð við þann niðurskurð sem framundan er.
Til þess að það náist sátt um niðurskurð er nauðsynlegt að einhenda sér í það að láta Evu Joly allt það í té sem hún óskar eftir svo að rannsóknin verði ekki fyrir frekari töfum. Það er nauðsynlegt að þeir sem bera ábyrgð á þessum alherjahruni axli ábyrgð nú þegar, áður frekari fórna er óskað af þjóðinni með aukinni skattheimtu og niðurskurði á velferðarkerfinu. Það eru ekki bara hinir svokölluðu útrásarvíkingar sem verða að sæta ábyrgð, það eru þeir yfirmenn stofnanna sem sváfu á verðinum sem þurfa að sæta ábyrgð, það er gjörvalt embættismannakerfið sem þarf nákvæmrar endurskoðunar við og þar verður að fara fram alvöru uppgjör, annars mun hér aldrei verða friður. Slíkar aðgerðir eru það eina sem mun verða til þess að fólk sé tilbúið að taka þátt í endurreisn samfélagsins. Til hvers að endurreisa samfélag sem getur allt eins hrunið á nákvæmlega sama hátt og það sem áður hrundi. Það er alveg ljóst að það mun gerast ef hér verða ekki róttækar stjórnsýslulegar breytingar. Það þýðir ekkert að setja plástra á innri mein, það verður að hreinsa meinið, taka bandorminn út úr görnunum. Því ættum við að styðja slíkt sníkjudýr sem mun éta inniviði samfélags okkar að forskrift alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ég skora á hæstvirtan fjármálaráðherra að benda mér á þjóðir sem hafa komið vel útúr AGS prógrammi. Ég get talið upp fjöldann allan af þjóðum sem hefur farið mjög illa út úr samskiptum við þennan sjóð. Það er sorglegra en tárum taki að horfa upp á hæstvirtan fjármálaráðherra hlýða AGS án þess að blikna og neita að horfast í augu við að aðrar leiðir séu færar út úr þessu vandamáli.
Ég ætla ekki að eyða dýrmætum tíma þingsins í að týna til hvaða þættir þessa frumvarps eru góðir eða slæmir. Þetta snýst um róttækt hugarfar og aðrar lausnir. Þetta snýst um réttlæti og óréttlæti. Þetta snýst um að fara eftir baneitruðum aðferðum alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða ekki. Þetta frumvarp er fyrsta skrefið sem hæstvirt velferðarríkisstjórnin tekur til að þóknast lénsherrum landsins. Ef við höldum áfram á þessari vegferð þá er alveg ljóst að við munum eyðileggja velferðarkerfið, hrekja fjöldann allan af fólki burt frá eyjunni okkar og glata auðlindum okkar frá okkur.
Flestir ráðamenn afskrifuðu slíkar varnaðarræður sem vænisjúka orðræðu og eitthvað sem myndi aldrei geta átt sér stað hér á landi, en því miður varð ég vitni að því að okkar hæstvirti fjármálaráðherra gaf umboð til undirskrifta á samning, þar sem vafaatriði eru um hvort að hann feli í sér framsal á auðlindum og eignum þjóðarinnar ef ekki er staðið í skilum á samning sem næsta ljóst er að við munum ekki geta efnt, sama hve viljinn er góður til slíks.
Við verðum að vera á varðbergi og ekki leyfa okkur að taka slíkar áhættur. Hvað með einhliða upptöku annars gjaldmiðils, eða er bara til ein mynt í þessum heimi sem kennd er við Evrópu? Er kannski bara til ein lausn hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Sú leið að gagna í ESB. Hvað gerist ef þjóðin hafnar því? Er eitthvað plan B ef svo verður?
Ég óska eftir plani B ef þjóðin hafnar aðild að ESB. Ég óska eftir hugrekki í því að taka erfiðar ákvarðanir eins og til dæmis að hafna Icesave samningunum því það er alveg ljóst að þessi samningur er ekki það sem hann sýnist.
Nú erum við beitt miklum óttaáróðri og grýlur einangrunar við hvert fótmál. Ég held reyndar að þessar grýlur séu nú þegar til staðar. Hér er allt frosið hvort er eð. Hvort sýnum við umheimum fram á ábyrga hegðum með því að steypa þjóðinni í slíkar fjárhagslegar skuldbindingar að við munum aldrei geta komið okkur úrvaxtagreiðslunum eða með því að taka raunsætt á málunum án hroka með aðstoð einhverra þeirra fjöldamörgu snillinga sem hafa áratugalanga reynslu af heiminum í kringum okkur og hafa boðist til að hjálpa okkur.
Ég er sannfærð um ef að við byrjum á réttum enda, ef við tökum fyrst á spillingunni, og færum þá til dómstóla sem arðrændu okkur og svívirtu okkar mannorð. Þá séu forsendur til að leggja upp með nýjar áherslur í samfélagi okkar, þar sem áherslur verða lagðar á að neyslumenning víki manneskjulegra og fjölskylduvænna samfélagi Ég er alveg viss um að þjóðin sé til í að leggjast á árarnar með hvaða ríkisstjórn sem er ef hún upplifir réttlæti og rétta forgangsröðun. Ég er viss um, ef þjóðin sjái fram á bjarta framtíð með raunverulegum breytingum og sanngirni eftir þessa dimmu nótt að hún sé til í að taka þátt í endurreisninni. Ég er viss um að ef þeim sem þjást núna vegna ónógs skilnings á erfiðleikum sem þeir standa frammi fyrir í ómanneskjulegu kerfi, ef þeim verður rétt hjálparhönd, að þeir hinir sömu séu til í að horfa handan þess taps sem það hefur orðið fyrir, en það verður réttlætið að hafa sinn gang. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á þær áherslur sem hæstvirt ríkisstjórn er með í þessu frumvarpi.
Fara framhjá gjaldeyrishöftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
17.6.2009 | 11:25
AGS einir um að sjá eignasafnið
Í gær áttum við Þór Saari fund með fulltrúa frá Hollandi sem var í samninganefndinni. Þar kom margt áhugavert í ljós. Það sem mér fannst ef til vill áhugaverðast að komast að var að enginn í samninganefndinni hefur séð eignasafnið. Þeir sem hafa séð hverjar raunverulegu eignirnar sem eiga að ganga upp í skuldina risastóru eru endurskoðendaskrifstofan breska sem mat að hægt væri að endurheimta 95% af eignunum og landsstjórar landsins: AGS. Landsstjórinn tjáði samningsfólkinu að þetta væri traust eignasafn og sennilega borið þau traustu tíðindi til okkar ástkæru landshjúa Jóhönnu og Steingríms. Steingrímur þessi étur nú úr hendi AGS sem þægur ...... og hinn dæmalausi viðsnúningur hans verður seint útskýrður. Skora á hann að segja okkur hvað veldur.
Við sögðum þessari ágætu manneskju að það væri ekki hægt að bjóða þingmönnum né þjóðinni upp á það að samþykkja sem enginn hefur séð. Við sögðum henni að við myndum fella þennan gjörning með öllum tiltækum ráðum ef við fengjum ekki allt upp á borðið - hvert einasta pappírsbleðil svo hægt væri að taka upplýsta ákvörðun. Við sögðum henni að við hefðum engra hagsmuna að gæta nema þjóðarinnar og að við gætum aldrei samþykkt að þjóðin yrði hneppt í kreppuástand til 2024 eða lengur.
Þessi ágæti fundargestur spurði hvort að við ætluðum virkilega að leggja til að einangra þjóðina (aftur) með því að skila AGS láninu, AGS teldi að við getum auðveldlega borgað allar okkar skuldir. Við þessi orð fékk Þór hláturskast enda verið hans vinna um nokkurt skeið að aðstoða lönd í Afríku sem AGS hefur rústað með sínum einstaklega skynsamlegu aðferðum. Hann taldi upp nokkur lönd sem AGS sagði nákvæmlega sama um og okkur og spurði fundargestinn um afdrif þeirra.
Síðan sagði hann sem fundargesturinn gat ekki hrakið: ef við skilum láninu þá munum við einangrast í mesta lagi í tvö ár en við erum nú þegar einangruð og það mun ekkert breytast - það eina sem mun breytast er að þjóðin mun ekki þurfa að taka á sig skuldir umfram greiðslugetu og vera í mörgum sinnum lengri kreppu en aðrar þjóðir. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að yfirmenn okkar og við mörg hver neitum að horfast í augu við veruleikann: við okkar vanmátt. Veruleikinn er þessi: við erum nánast gjaldþrota, við getum ekki greitt skuldirnar sem okkar ráðalausu ráðamenn eru að samþykkja og undirrita að þjóðinni forspurðri. Skynsamlegast væri að fara fram á afskriftir og leggja allt kapp á að endurbyggja það sem hrundi hér á öðrum forsendum en við höfum gefið okkur.
Við spurðum fundargestinn af hverju Bretland og Holland vildu ekki taka áhættuna með okkur og taka við eignasafninu í stað þess að láta okkur taka alla áhættuna. Gestinum varð fátt um svör. Við lögðum til að við myndum gera allt til að hjálpa þeim af hafa upp á þeim aðilum sem eru hinir eiginlegu glæpamenn í þessu öllu saman - fólk sem núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir leyfir að valsa um og halda áfram að blóðmjólka þjóðina. Mér verður alltaf betur og betur ljóst að okkar litla samfélag höndlar ekki að vinna úr þessari samspillingu.
Þór spurði þessa ágætu nefndarmanneskju hvort að ef dæminu væri snúið við og ef hún væri í okkar sporum á hollenska þinginu, hvort að hún gæti hugsað sér að samþykkja slíkan samning: svarið var auðvitað eins og okkar: NEI.
Ég spurði hvort að það væri rétt að hollendingar stæðu í vegi fyrir að þjóðin fengi að sjá samninginn og fékk svarið nei, og ekki nóg með það heldur féllu líka eftirfarandi orð: okkur er kennt um allt...
Við komum því skýrt til skila að auðvitað hefðum við fulla samúð með því fólki sem hafði verið rænt - en útskýrðum að það væri óréttlátt að þjóðin sem aldrei skrifaði upp á þessar skuldir hérlendis yrðu rænd. Við viljum að sjálfsögðu axla ábyrgð en það eru til aðrar leiðir en að arðræna þjóðina. Við erum í erfiðri stöðu og þurfum að sýna iðrun og ábyrgð - það gerum við með því að sýna hugrekki við að uppræta spillinguna - hér þarf að hugsa stórtækt og ekki þess virði að setja veð í vinnu komandi kynslóða til að taka til eftir slóðaskap og klíkusamfélag sem virðist hafa leyft hér spillingu að þvílíkum stærðargráðum að grassera að hún mældist ekki einu sinni í alþjóða könnunum... Það þurfa að fara fram hreinsanir og fyrsta skrefið væri að frysta eigur þeirra sem hafa með sanni sýnt sviksamlega hegðun. Hver dagur sem ekkert er gert - er þjóðinni dýr.
Niðurstaða mín af þessum fundi er einfaldlega þessi: Íslendingar stjórna ekki ríkisfjármálum sínum heldur eru þau alfarið í höndunum á alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Margir vissu það en ég held að fæstir viti hvað það þýðir til lengri tíma og hve víðtæk þeirra afskipti eru. Ég mun eftir að hafa lesið tillögur AGS sem ég fékk í hendurnar í gær, um hvernig ríkið á að fara eftir þeirra kröfum, skrifa um það á þann hátt að ég sjálf skilji það og þá vonandi aðrir:) Það er afar mikilvægt að almenningur skilji hvað framundan er og geti þá tekið upplýsta ákvörðun um það hvort að það vilji taka þátt í því eða einfaldlega fara. Ef almenningur veit ekki hvert er verið að stefna þá mun hann ekki geta veitt sínum fulltrúum á þingi nægilegt aðhald eða komið með lausnir. Hef fengið fullt af gagnlegum tillögum í tölvupósti og samtölum frá almenningi og mun gera mitt besta til að koma þeim að í þessu völdunarhúsi valdsins sem ég starfa í og er sagt að ég geti engum treyst þar innan búðar... það er dálítið skringilegt að vinna á þannig vinnustað.
Gátu ekki stöðvað Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (63)
11.4.2009 | 10:10
Skuldir Íslands og íslendinga.
Ljóst virðist að Ísland stendur á barmi þjóðargjaldþrots og að skuldir af völdum bankahruns og efnahags óstjórnar eru sennilega meiri en hægt er að ráða við.
Ekki fæst staðfest hversu háar skuldir þjóðarinnar eru, en stjórnvöld halda samt áfram með stöðugar yfirlýsingar um að fær leið sé út úr skuldafeninu með hefðbundum tekjustreymis aðferðum ríkissjóðs, s.s. skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði útgjalda.
Kominn er tími til að stjórnvöld geri þjóðinni nákvæmlega grein fyrir hverjar skuldirnar eru en hegði sér ekki eins og fyrrverandi ríkisstjórn sem hélt mikilvægum upplýsingum um væntanlegt hrun leyndum fyrir þjóðinni.
Nýlega fram komnar upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt.
Framsaga þeirra beggja í Silfri Egils s.l. sunnudag og á fundum í Háskóla Íslands og á Grand Hóteli á mánudaginn hefur vakið mikla athygli en jafnframt sætt nánast algerri þöggun í mörgum helstu fréttamiðlunum s.s. RÚV sjónvarpi og útvarpi og Morgunblaðinu.
Hér er á ferðinni mál sem skiptir alla íslendinga gríðarlegu máli, mál sem heggur að grundvallar lífsskilyrðum okkar, barna okkar og jafnvel barna-barna þar sem vegferð stjórnvalda virðist vera sú að skera hér samfélagsáttmálann í ræmur sem aldrei verður aftur byggt á.
Bæði Hudson og Perkins hafa bent á að aðferðir AGS, þær sömu og íslensk stjórnvöld hafa engist undir, hafa valdið stórkostlegum skaða til áratuga í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Á hinn bóginn hefur þeim löndum sem hafnað hafi meðulum AGS jafnan vegnað mun betur og þau verið fljótari að rétta úr kútnum eftir áföll.
Hagsmunir almennings hljóta að krefjast þess að samstarfið við AGS verði endurskoðað og að leitað verði annarra leiða út úr skuldafeninu. Gleymum því ekki að það var ekki almenningur sem stofnaði til þessara skulda heldur örfáir fjárglæframenn í samvinnu við vanhæfa ríkisstjórn og stjórnsýslu.
Það er krafa okkar að það verði fjallað um þetta mál í fjölmiðlum og á Alþingi.
Borgarahreyfingin þjóðin á þing, 8. Apríl 2009.
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
11.4.2009 | 09:58
Að fá hvergi að festa rætur
Ég hef hitt nokkra hælisleitur sem búa í limbói á Fit, þar á meðal Noordin. Ég hitti hann fyrst þegar hann var nýkominn til landsins og þá var hann í svo mikilli vanlíðan að hann svaf ekki og langaði í burtu - bara eitthvað. Það er kannski ekki skringilegt - hann kom inn á Fit nokkrum dögum eftir að þar var aðgerð lögreglu og menn vaktir með látum - sumir voru handjárnaðir á nærbrókinni og hundar voru notaðir í aðgerðinni. Ég veit ekki með ykkur en ég held að ég yrði nokkuð óttaslegin ef þetta myndi vera minn veruleiki - sér í lagi ef maður hefur búið við það í heimalandi sínu að foreldrar eða maður sjálfur væri í lífshættu. Ástandið á Fit eftir þessa aðgerð lögreglu var vægast sagt þrúgandi og fólkið þar hrætt.
Ég hitti svo Nour í fyrradag og hann er enn í limbói um hvað taki við á morgunn. Hann var einn af þeim sem átti að senda til Grikklands í fanga/flóttamannabúðir sem S.Þ. telja að séu ekki í lagi - S.Þ. hvetja lönd til að senda ekki flóttamenn þangað vegna slæms aðbúnaðar.
Eftir að hafa hitt Nour og Hassan er ljóst að þessir krakkar sem flýja löndin sín 17, 18 ára munu eyða bestu árum ævi sinnar í hverjum flóttamanna/fangabúðunum á fætur öðrum eða vera sendir heim í opinn dauðann. Hassan hefur verið á ferðinni frá því hann var 17 ára og er nú hér eftir að hafa verið á flótta í 6 ár.
Þetta eru frábærir og hæfileikaríkir strákar sem ég myndi gjarnan vilja hjálpa -og ég mun gera mitt besta til að hjálpa þeim - því líf okkar hér er paradís miðað við þann veruleika sem þeir koma frá.
Hér er bréf Nour með sögu hans:
My name is Nour Al-din Alazzawi, I am from Iraq/Baghdad. I left my home-country in 2006, because my father got killed by terrorist, because he worked as a translator for the USA in Baghdad green-zone. Because I also worked with the Americans, they threatened my life and tried to kill me. That is why me and my family fled from our country to Syria, where we stayed around 2 years.
Me, my sister and my brother decided to go to our older brother in Belgium. We had to go through Greece, where we were finger-printed, put managed to go to Belgium. From there we were sent back to Greece, because of the Dublin agreement. In Greece we were not treated like humans. Because of the unacceptable situation in Greece I sent my sister back to Syria to my mother. After some time, I got a permit to stay in Greece for six months. I tried to find work so me and my brother would survive. When I went to extend my permit they told me I had to leave the country within 30 days, because I did not have any papers in Greece. That is when I decided to go to Canada, because it is not a Schengen-country and the possibility that I could stay and live. My plan was to go through Iceland, but here they stopped me and I had to apply for asylum, so I would not be sent back to Greece. I have been here for 7 months now, not knowing what is going to happen.
Last Thursday the police picked me up and put me in jail, where I was told, that I was going to be deported to Greece early next morning. I had to sign a paper which was written entirely in Icelandic. I was told, that I can appeal to this decision within 15 days, but I would have to do this from Greece, which would be impossible and hopeless. Luckily the deportation was stopped. Now I am here and I do not know what is going to happen. I do not want to go back to my country and I ask of everybody who believes in humanity to help me to stay here. What you just read is only a small part of my story. What I am asking for, is just a simple life in peace and without the fear of being sent back.
Yours sincerely
Nour Al-din Alazzawi
Mannréttindi innantómt tal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 06:46
Hver á að borga ICESAVE?
Samfélagið okkur hefur aldrei verið í eins mikilli hættu. Michael Hudson sagði í gær að landið væri í herkví að við séum beitt hernaði án vopna. Hér höfum við reyndar lifað við það lengi að fólk sé myrt án vopna mannorðsmyrt á færi.
Við sem þjóð stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Við stöndum frammi fyrir því hvort við þorum að horfast í augu við sannleikann eða hvort við höldum áfram að láta eins og ekkert sé.
Það vilja fáir stjórnmálamenn tala um þá skerðingu sem framundan er það kemur ekki vel út í kosningaloforðapakkanum. Hvaða máli skiptir það sem ég segi hér um óskir mínar að hér ríki jöfnuður og gefi ykkur loforð um framtíð sem mun aldrei verða ef við rjúfum ekki tengsl okkar við AGS?
Um helgina komu fram upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins sem benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt. Og það þekkjum við öll sem höfum kynnt okkur sögu þeirra landa sem AGS hefur "hjálpað".
Ef við rjúfum ekki tengsl okkar við AGS þá verður hér niðurbrotið samfélag, þar sem fátækt, hungur, skortur á menntun og heilbrigðisþjónustu mun ekki verða fjarlæg matröð heldur framtíð barna minna. Ég vil ekki taka þátt í að skapa slíkt samfélag. Við munum ekki fá neina sérmeðferð hjá AGS. Við stofnuðum ekki til skulda vegna ICESAVE - við eigum ekki að borga það þegjandi og hljóðalaust. Það þarf að semja um þessa hluti á öðrum forsendum en hefur verið gert. Stefna XO kemur með góðar lausnir um hvernig hægt er að gera það: 6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.
Hættum að vera hrædd verum hugrökk og höfnum því að gera eitthvað sem t.d. Bandaríkin, skuldugasta land í heimi myndi aldrei gera: fara í prógramm hjá AGS.
Það skuldafen sem við erum að taka á okkur mun þýða að við verðum að vinna í 16 tíma í dag í stað 8 til að fá sömu laun og við fáum í dag, ef við þá fáum vinnu. Það skuldafen sem við stöndum frammi fyrir mun aðeins verða dýpra ogóyfirstíganganlegra ef við höldum áfram á sömu braut.
En hvað getum við gert? Er hægt að breyta einhverju? Já, því hvert og eitt okkar skiptir máli, hvert og eitt okkar getur krafist breytinga, getur þrýst á að hér sitjum við ekki með skuldabagga óreiðumanna vegna vanhæfni þeirra sem ráðskast með landið.
Verum hugrökk þorum að vera öðruvísi og látum ekki hræðsluáróðurinn hafa áhrif á ákvarðanir okkar. Við höfum aldrei haft annað eins tækifæri til að gera eitthvað róttækt, til að breyta handónýtu kerfi sem hefur leitt okkur fram á ystu nöf. Við getum snúið við og það er okkar ekki annarra að breyta því.
Skorum á ríkisvaldið að leyfa þjóðinni að kjósa um hvort við viljum AGS lánið, skorum á ríkisvaldið að aflétta allri leynd hvort heldur það sé bankaleynd eða AGS leynd. Við verðum að fá að vita sannleikann til að geta gefið stjórnmálafólki umboð okkar til valds.
Við erum valdið
Við erum kerfið
Fyrirlestur John Perkins í Háskólanum 6. apríl 2009
Viljum við það sem var, og hrundi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson