Færsluflokkur: Bækur
4.12.2008 | 10:41
Hann sem ekki má nefna
Sumir segja að Davíð eigi bágt, aðrir segja að maður eigi ekki að tala um hann og er nafn hans orðið nánast eins og nafn Voldemort - betra er ekki að nefna það. Ég vorkenni ekki Davíð, ég vorkenni ekki neinum sem er ábyrgur af þeim landráðum sem hér hafa verið framin. Ég hef engar lausnir fyrir þessa þjóð, því samkvæmt öllu er hreinlega ekki til hæft fólk innan landsteina til að stýra landinu og þess vegna engin ástæða til að mynda hér neyðarstjórn. Allir landsmenn algerlega vanhæfir til að taka við og stoppa spillinguna. Þá er annað hvort að trúa hræðsluáróðrinum eða gera eitthvað.
Ég verð að viðurkenna að ég er alveg að gefast upp á þessu rugli og langar bara helst að gleyma þessu öllu - fara að dæmi múmínálfa og leggjast í hýði yfir svartasta skammdegið. Ég þoli ekki alla þessa refaskák sem er landlæg hér - getur fólk ekki bara verið ærlegt og hætt þessu eilífa leikriti? Mikið værum við betur sett ef fólk gæti komið sér saman um að vinna að þeim málefnum sem það er sammála um. Allir eru sammála þeirri staðreynd að spillinguna þarf að hreinsa út úr samfélaginu. Ef við erum öll svona óheiðarleg að engum er treystandi að stýra þjóðarskútunni nema þeim sem sigldu henni í kaf, er þá ekki lag að við færum í vægðarlausa heiðarleika naflaskoðun og skoðuðum í leiðinni siðferðisvitund okkar.
Það er augljóslega eitthvað að hjá okkur sem þjóð að leyfa svona víðtækri spillingu að grassera. Við höfum alltaf skotið sendiboðana umsvifalaust sem hafa reynt að benda á siðspillinguna hérlendis og héldum því fram á alþjóðavettvangi að enginn þjóð væri siðvandari en við og montuðum okkur af því að vera minnst spillta þjóð í heimi. Nú er komið að skuldaskilum. Hvað ætlum við að gera. Þetta mun ekki reddast í þetta sinn. Hver í ósköpunum á að redda þessu nema við sjálf? Varla förum við að láta fólk eins og hann sem ekki má nefna taka við stjórn landsins? Það nýjasta nýtt er að spillingaröflin munu rannsaka sig sjálf og hvað getum við gert? Látið þetta yfir okkur ganga? Sennilega mun fólk ekki gera nokkurn skapaðan hlut fyrr en fokið er í ÖLL skjól. Það er hryggilegt að vita og geta ekki gert neitt til að sporna við því. Þjóðin verður að vakna áður en það er orðið of seint en mikill er dróminn sem yfir henni marar.
Ég skrifaði eftirfarandi ljóð fyrir Írak stríðið en merkilegt nokk þá gæti það allt eins átt við okkur í dag.
Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Í mótspyrnu þess sem
glatað hefur öllu
er kraftur sem fáir skilja
Harðstjórarnir fleiri en einn
handsal
blóðugar hendur
einræðisríkja hins frjálsa heims
Fánar brenndir
með iðandi táknum
blátt svo blátt
bláar hendur
hvítt svo hvítt
rautt svo rautt
blóðug kvika
skotmörkin
ekki lengur fjarlæg
Þar sem eitt sinn var heimili
þar sem eitt sinn fjölskylda hjúfraði
sig saman í gleði og sorg
er ei meir
Konur og menn sem eiga enginn tár
eftir í vonlausum augum
Kvöl þeirra
nær til mín
í kraftmiklum táknum
Í þeirri auðn sem áður var
fæðist von
takmarkalaus innri ólga
Það er hafin bylting í hjarta mínu
hún einkennist af alúðlegum litlum
breytingum í hinu daglega lífi
Mín hverdagslegu stríð
hjákátlega innantóm
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.11.2008 | 12:53
Viðtal við hælisleitendann John
Þessi maður var sendur frá Íslandi í dag ásamt einum öðrum sem ég hef því miður engar upplýsingar um. Mér finnst mikilvægt að hugsa til þessa fólks sem hverfur bak við orð og tölur. Ég hitti hann aðeins þegar ég fór í heimsókn á Fit-hostel stuttu fyrir fallið okkar. Gleymum því ekki að fjölmargir Íslendingar munu fara til annarra landa sem efnahagslegir flóttamenn. Við skulum vona að þeir fái mannúðlegri meðferð en þeir sem hafa leitað til okkar mitt í góðærinu svokallaða. Hér er viðtal sem ég fékk í pósti í morgunn og myndin af John er eftir Leó Stefánsson. Viðtalið tók Bryndís Björgvinsdóttir.
John frá Líberíu
How are you?
Fine...
Hvað hefur þú beðið lengi á Fit-hostel eftir svari frá Útlendingastofnun?
Svona... einn mánuð og tvær vikur.
Hvaðan komstu hingað til lands?
Í gegnum Ítalíu. Ég en ég vil ekki vera þar. Ítalía er ekki gott land fyrir Afríkumenn. Ég kom hingað því hérna eru meiri líkur á hjálp. Ég þurfti að bíða í 6 ár á Ítalíu eftir hæli, en ég þó unnið þar aðeins á meðan ég beið".
Komstu hingað til lands með öll skjöl sem til þarf?
Ég er bara persónuskilríki á mér núna en lögreglan á að vera með öll skjölin mín.
Veistu eitthvað um stöðu þína í kerfinu hér á landi?
Þeir töluðu um að ég þyrfti að bíða allavega í þrjá mánuði eftir að fá að vita eitthvað. Svo ég bíð bara.
Áttu fjölskyldu?
Já, það er vandamálið. Við erum flóttafólk. Kona mín hefur flúið Líberíu og dvelst núna í Ghana. Kona mín og börn eru þar núna. Og ég hef 40 daga til að reyna að hjálpa konunni minni. Hún hefur hringt í mig einu sinni og segist ekki þekkja neinn í Ghana, og að hún fái enga hjálp þar í landi. Ég þarf að finna einhver ráð. Börnin eiga að byrja í skóla og konan vill að ég reddi þeim pening til að borga skóla barnanna. En ég má ekki vinna hér á Íslandi.
En þú færð 2500 krónur á viku til að framfleyta þér, er það ekki?
Ég er búin að fá 2500 krónur einu sinni
Einu sinni! En þú átt að fá 2500 krónur vikulega og þú ert búin að vera hér í 6 vikur!
Nei hælisleitandi fær ekki 2500 krónurnar fyrr en hann er búin að vera hér í mánuð. Svo ég fékk fyrsta peninginn um daginn. En ég get ekki séð um fjölskylduna mína. Hvernig getur þú hugsað um fjölskyldu ef þú mátt ekki vinna? Og eftir þrjá mánuði veit ég ekki hvort ég fái Já eða Nei frá Útlendingastofnun, og börnin eru að byrja í skólanum í næstu viku.
Viltu fá fjölskylduna þína hingað og búa hér?
Já. Ef það er í lagi þá er það mjög gott. Og ef ég gæti unnið. Ég kom hingað til að reyna að fá að vinna svo ég geti fært fjölskyldu minni lifibrauð.
Hvenær yfirgafst þú heimaland þitt og byrjaðir á flótta?
Árið 2002 flúði ég fyrst frá Líberíu með fjölskyldu minni. En svo ákváðum við að ég færi til Ítalíu. Og þar var ég í sex ár, þangað til núna.
Hver er staða þín í heimalandi þínu?
Nei, nei. Ég get ekki farið þangað. Ekki að ræða það. Þar er hrikalegt ástand. Ég hef hvergi höfði mínu að halla þar, þar eru allar dyr luktar.
Ertu vongóður um að fá jákvætt svar
Ég á mér svo litla von, þess vegna vona ég að þeir leyfi mér að vera hér. Og að fjölskylda mín gæti komið hingað líka
Hversu mikinn pening þurfa börnin þín núna til að geta farið í skólann og borðað mat?
Í Evrum væri það um þrjú hundruð Evrur handa öðru þeirra, en hitt er yngra og það þarf að borga 175 Evrur. En auðvitað vantar mig meira fyrir mat og húsnæði og svona.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 08:09
Munu kínversk yfirvöld ræða við hann?
Ég var að klára að lesa afar fróðlega bók sem heitir "Leitin að Panchen Lama". Í henni er fjallað um sögu tíbeskra lama sem og sögu Tíbets með höfuð áherslu á tvö atriði, samband Dalai Lama og Panchen Lama. Þeir hafa jú báðir endurholdgast um langa hríð og átt í miklum samskiptum í gegnum aldirnar. Sú hefð hefur verið á að Panchen Lama stjórnar leitinni að næstu endurholdgun af Dalai Lama og Dalai Lama að Panchen Lama.
Kínversk yfirvöld rændu þeim dreng sem Dalai Lama útnefndi sem Panchen Lama og hefur ekkert til hans spurst né fjölskyldu hans síðan 1995. Kínversk yfirvöld völdu sjálf sinn Panchen Lama sem er merkilegt því þeirra stefna er trúleysi en samt telja þau sig hafa yfir nægilegum andlegum burðum til að geta tekið ákvörðun af þessu tagi gagnstætt vilja þeirra sem trúa á endurholdgun.
Maður hlýtur því að spyrja sig hver tilgangur þess hafi verið og ef til vill var það þeirra ósk að þeir gætu breytt gangi sögunnar í þessari mikilvægustu athöfn tíbetskrar þjóðmenningar með þessum gjörningi.
Dalai Lama eldist og þrátt fyrir almenna góða heilsu þá veit maður aldrei hvenær dauðinn knýr dyra. Það er einlæg ósk Tíbeta sem og þeirra er láta sig málefni landsins varða að kínversk yfirvöld hefji viðræður við Dalai Lama um framtíð landsins. Að því hefur verið unnið leynt og ljóst um langa hríð, en engu hefur sú viðleitni skilað. Kannski hafa kínversk yfirvöld málað svo ljóta mynd af þessum manni friðar og manngæsku að þeir geta ekki farið úr þessu að ræða við hann og jafnframt haldið andliti. Ég vona að pólitíska spil CCP verði ekki að hunsa Dalai Lama uns hann deyr. Ég vona að þeir muni hafa gæfu til að snúa við þessari harðneskju sem þeir beita Tíbeta.
Bókin fjallar einnig um pólitíska sögu Tíbet og verður manni það deginum ljósara að Kína átti ekki meira tilkall til Tíbet en Danmörk til Íslands.
Þá fjallar bókin um hvaða hlutverk Panchen Lama lék í að reyna sannfæra þjóð sína um að kommúnismi væri þeim til góða. Það verður að hafa í huga að bæði Dalai Lama og Panchen Lama voru ansi ungir að árum þegar innrásin var gerð í landið. Honum varð þó ljóst eftir að hann sá með eigin augum á ferðalagi um landið hve illa var farið með landa sína að kínverskum yfirvöldum var ekkert heilagt, hvort heldur það kom að mannslífum eða menningu Tíbeta. Hann skrifaði merkilegt bréf þar sem hann gagnrýnir kínversk yfirvöld harðlega fyrir ofbeldið á þjóð sinni og fær fyrir það að dúsa um langa hríð í fangelsi og sæta pyntingum og niðurlægingu. Þetta var annar valdamesti trúarleiðtogi Tíbeta á þessum tíma. Leiddar eru að því líkur í bókinni að Panchen Lama hafi verið myrtur í Tíbet og sú manneskja sem lék aðalhlutverkið í þeim harmleik var enginn annar en núverandi forseti Kína, Hu.
Meðan ég var að lesa þessa bók og um hlutverk þessa manns í nokkrum verstu voðaverkum sem tíbeska þjóðin hefur orðið að þola, fór forseti okkar miklum og drakk kampavín og talaði fjálglega um hvað litlar þjóðir væru í eðli sínu stórar, hann talaði um frekara samstarf á sviði viðskipta en minntist aldrei á mannúð eða mannréttindi. Svo stór þjóð erum við að við eigum forseta sem þorir ekki að tala um mannréttindi. Hvað ætli það segi um okkur?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessum málefnum, ég veit eiginlega ekki af hverju. Ég hef lesið og hlustað á fræði Dalai Lama og komist að því að þessir maður er nánast guðlegur, ekki vegna þess að hann geti framkvæmt kraftaverk eða gengið á vatni. Nei guðlegur í því hvernig hann er mennskur. Þrátt fyrir að liggja á spítala, þá fastaði hann í 12 tíma táknrænni föstu sem snérist öll um að biðja fyrir hamingju og friði allra sem á þessari jörð búa, með höfuð áherslu á frið meðal Tíbeta og Kínverja.
Á meðan styggðaryrðin hnjóta af vörum kínverska yfirvalda í hans garð, biður hann fyrir því að þeir öðlist hamingju á sjúkrabeði í fyllstu einlægni, mér finnst það bera vott um að laða fram það besta sem í mannlegu eðli býr og get ekki annað en notað hann sem mína fyrirmynd í þessu lífi.
Vegna þess að ég hef aldrei séð eða heyrt hann segja neitt sem brýtur gegn minni samvisku eða siðferðiskennd, vegna þess að ég hef alltaf séð hann velja veg friðar, þó manni sé fyrirmunað að skilja hvernig það sé hægt, vegna þess að hann hefur þurft að missa vini, ættingja, og eina milljón af þjóð sinni yfir móðuna miklu vegna aðgerða kínverskra yfirvalda. Vegna þess að þrátt fyrir að horfast í augu við þjáningu heimsins hefur hann slíka útgeislun að ósjálfrátt læðist bros frá innstu hjartarótum þegar maður sér hann, vegna þess finnst mér það vera mikil blessun að slík manneskja sé til sem getur með tilveru sinni einni verið leiðarljós á tímum sem auðvelt væri að missa trúna á manneskjunni.
Fyrir það er ég þakklát og vegna þess vil ég gera það sem er í mínu mannlega valdi til að hjálpa þjóð hans sem engum hefur gert neitt en verið er að þurrka út. Ég er þakklát fyrir þessa menningu friðar og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni frá bernsku, ég er þakklát og hef skilið að það sem færir mér mesta hamingju í lífinu kemur frá þeim einfalda gjörningi að hjálpa öðrum af hjartans einlægni.
Bókina sem ég vísa í má fá á Amazon, hún heitir The Search for the Panchen Lama og er eftir Isabel Hilton. Ég er að byrja á annarri bók sem heitir Why the Dalai Lama Matters eftir Robert Thurman, hef heyrt að hún sé mjög góð. Læt ykkur vita hvernig mér finnst sú lesning:)
Dalai Lama útskrifaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 07:34
Þar sem ljóðið lifir enn
Ég er svo lánsöm að fá boð í það minnsta ár hvert á einhverjar skringilegar og skemmtilegar skáldahátíðir víðsvegar um heim. Eftir að hafa mætt á nokkrar miður skemmtilegar í Austur-Evrópu ákvað ég að fara aldrei aftur á slíkar samkomur. En þegar mér var boðið til Níkaragva í fyrra stóðst ég ekki freistinguna, því Suður- og Mið- Ameríka eiga enn í afar sérstæðu sambandi við ljóðið og telst það enn vera eitthvað sem almenningur þráir og virðir sem hluta af sínu daglega lífi, ekki ósvipað og við upplifum tónlist.
Sú upplifun er mjög spennandi fyrir skáld eins og mig - því ég álít mig miklu fremur alþýðuskáld en háskólaskáld. Það er svo merkilegt að sjá hve hispurslaust fólkið þarna er gagnvart ljóðinu, en jafnframt fullt virðingar gagnvart því. Fyrir þeim er það enn helgidómur sem eftirsóknarvert er að eiga hlutdeild í.
Þar eru ljóðin ekki krufin sem dauð þau væru, heldur lærð utan að og lifa á vörum og í hjörtum almennings. Mér fannst líka svo dásamlegt að upplifa menningu eins og Kólumbíu og Níkaragva þar sem fólk er enn saklaust og frjálst frá þessari síbylju sjálfhverfunnar sem við búum við í hinum vestræna heimi. Okkar heimur er laus við bráðavanda og því erum við í sífellu að skilgreina lúxusvandamálin okkar. Við erum orðin þrælar sjálfhyggjunnar og okkar fix felst helst í því að vera stöðugt að greina vandamálin okkar með óendanlegu miklu magni af huglægum skyndilausnum.
Ég frábið mér því að þurfa að kryfja ljóð, ég vil fá þau beint í æð - heillast og tengjast. Ljóð eru görótt galdratæki til að leiða hug og hjarta saman meðal manna um heimbyggð alla, rétt eins og tónlist.
Ég hlakka til að hitta fólk að nýju sem elskar ljóð, ég hlakka til að vera með öruppreisn í Venesúela, þar sem ég mun lauma Tíbetljóðum í dagskránna og hitta skáld frá öllum heimshornum, en mest, allra mest hlakka ég til að lesa ljóðin mín fyrir fólk sem enn elskar ljóð án allrar tilgerðar.
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2008 | 14:18
Ég er að þýða bókina the Mastery of Love... tillögur óskast að þýðingu á titlinum:)
Kæru bloggvinir, ég er búin að vera að hugsa um viðeigandi titil á þessari bók í hálft ár og nú væri gaman að sjá hvort að þið séuð með þetta, því ég er bara ekki að finna titilinn sem mér finnst passa:)
Ég er ákaflega þakklát fyrir að þýða þessa bók, hún er einskonar sjálfstætt framhald af Lífsreglunum fjórum sem ég þýddi fyrir rúmlega ári síðan. Að þýða bók af þessu tagi gefur manni tækifæri á að lesa hana aftur og aftur og læra að nýta sér þann lærdóm sem er að finna í viðkomandi bók. Ég hafði reyndar lesið Lífsreglurnar nokkrum sinnum áður en ég þýddi hana og enn les ég hana ef ég þarf leiðsögn um hugans kræklóttu stigu.
The Mastery of Love er alveg frábær leiðsögn um sambönd, sér í lagi sambandið við sjálfan sig, því ef maður er ekki með það á hreinu, þá er næsta víst að önnur sambönd verði nokkuð lituð af því:....:
Ef einhver nær því að draga fram rétta titilinn sem mér finnst passa mun viðkomandi fá að gjöf frá mér eintak af bókinni þegar hún kemur út.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
30.1.2008 | 16:38
Dregur nær tónleikum og Bergþórulag dagsins
Ég mun fram að minningartónleikum til heiðurs Bergþóru Árnadóttur setja inn nýtt lag á hverjum degi sem verður flutt á tónleikunum inn á bergthora.blog.is. Hvert lag verður bara inni í einn dag í senn, ég set jafnframt inn nafn flytjanda og ljóðið. Hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur dag hvern og leggja við hlustir og lesa eitt gott ljóð í kaupbæti:)
Ég er orðin mjög spennt að heyra og sjá dagskránna. Enda alveg frábært samansafn af tónlistarfólki sem mun taka þátt.
Annars er ég líka spennt yfir öðru sem ég hef verið að setja saman. Ég fann alveg frábæra skáldkonu þegar ég var í Níkaragva í fyrra og þegar hún sendi mér handrit af óútgefnu handriti, þá varð ég hreinlega að gefa bókina út. Ég er að leggja lokahönd á uppsetningu bókarinnar en hún verður gefin út í litlu handgerðu upplagi í byrjun febrúar og flest eintökin fara til Níkaragva með skáldkonunni Margréti Lóu sem fer út í þetta sinn til að taka þátt í algerlega ótrúlega sérstakri skáldahátíð þar í landi. Mér finnst alltaf svo mikil gjöf að fá að hjálpa öðru fólki að láta drauma sína rætast:) En bókin hennar Helen Dixon er ein af bestu ljóðabókum sem ég hef verið svo lánsöm að lesa.
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2008 | 16:36
Af tónleikum og lífsins gangi
Spennandi tímar framundan í tengslum við minningartónleikana hennar mömmu. Rás 2 ætlar að taka þá upp. Óli Palli sagði að það hefðu verið svo mikil viðbrögð við þættinum hennar Andreu Jóns um mömmu að við værum með allt of lítinn tónleikastað:) Það yljaði mér um hjartarætur að heyra það. Gott að minning hennar lifi, og allra best ef tónlistin hennar lifi...
Nú er að koma heildarmynd á tónleikana. Við erum næstum því búin að útdeila lögunum á söngvarana, en eigum enn eftir að skera nokkuð niður af lögum, svo þetta verði nú ekki allt of langir tónleikar. Ég er alveg rosalega spennt að sjá hvernig lögin munu lifna við í flutningi annarra. Mamma var nú alltaf frekar nísk á að láta lögin sín í annarra hendur og raddbönd...
Ekki fékk ég ritlaun til að geta unnið að ævisögu mömmu. Ég verð þá bara að bretta upp ermarnar og vinna að henni þegar borgin sefur. Bókin sú arna er að taka á sig mynd í hugarskoti eftir að hafa verið að þaulskoða myndafjöll, bréf og tala við vini hennar og samferðamenn. Ég get alla vega lofað ykkur því að þetta verður ekki eins og nein ævisögubók sem þið hafið áður lesið. Ætla að reyna að hafa hana í þeim anda sem við mamma höfðum talað um áður en hún dó. Fullt af skemmtilegum sögum, myndum og viðtölum bíða þess að verða dregnar saman í einskonar þrívíða lífsbók:) Hún mun verða jafn ríkulega þrædd myndum og skáldsagan mín og ætla ég að láta myndir og orð tvinnast saman helst á hverri síðu.
Ég ætla núna fram að tónleikum að skella lagi dagsins inn í tónhlöðu Bergþóru sem er að finna á blogginu hennar, ásamt ljóði. Þá mun ég tilgreina hvaða söngvari tekur viðkomandi lag á tónleikunum...
tónhlöðuna er að finna á bergthora.blog.is
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2007 | 09:17
Birtuhátíð heldur áfram
Ég hef átt vægast sagt stórkostlega birtuhátíð fram til þessa og hygg að ég muni halda áfram að njóta hennar uns yfir líkur. Fyrir mér eru allir dagar jólin og jólaskapið er ekki eitthvað spari. Það sem mætti ef til vill spara er stressið sem maður finnur hjá fólki í kringum árstíma sem allir ættu að fara sér hægar, rétt eins og múmínálfarnir sem hafa vit á því að fara í hýði þegar veturinn gengur í garð:)
Ég er afar hamingjusöm, fékk frábæra og óvænta jólagjöf frá lífinu. Í pósthólfið mitt datt tölvupóstur á aðfangadag. Boð um að taka þátt í alþjóðlegri skáldahátíð í Venesúela. Þeir sem þekkja mig vita hve mjög ég er heilluð af þessum heimshluta. Dett í hressilegt hamingjukast þegar ég er þarna suðurfrá. Elskaði að vera í Kólumbíu og Níkaragva, ekki síst út af því hve fólkið þar er einstaklega hjartastórt og lifandi. Bónusinn er að sjálfsögðu að ljóð eiga sér allt annan sess í suður- og mið Ameríku. Þau eru hluti af hinu daglega lífi alþýðu manna og þar hafa skáldin ennþá hlutverk en eru ekki eitthvað lúxus fyrirbæri fyrir menntafólk og sérvitringa.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.12.2007 | 10:30
Almenningur hefur ekki áhuga á ljóðum
Hef nánast ekki skrifað nein ljóð síðan í júlí en ákvað að tími væri kominn á að kalla til innblástur. Ég settist því niður við tölvuna þegar ég vaknaði með rósterkt kaffi og einbeittan vilja og galopið hjarta. Tókst að láta frá mér flæða sjö ljóð. Stundum skrifa ég ekkert ljóð árum saman, píni mig eins lengi og ég get og þá sprettur einatt frá mér á einum sólarhring heil bók. Svo nenni ég ekki að labba um og selja þessi andans hugarverk. Hver vill lesa ljóð? Er það ekki steindautt tjáningarform? Svo virðist sem menningavitum þessa lands, sér í lagi þeim sem hafa völdin í fjölmiðlaheimum, þyki það. Þeir neita að fjalla um ljóðabækur, segja: "Þær eru aldrei á metsölulistum, almenningur hefur ekki áhuga á ljóðum." Þetta er alveg satt, vini mínum Ljóðadrekanum var sagt þetta þegar hann reyndi að koma bók sinni á framfæri í sjónvarpsumfjöllun. Forlögin líta á ljóðabækur sem einkennileg afstyrmi sem þeim þykir þó pínu vænt um og gefa út af einskærri góðmennsku. Markaðslega er þetta náttúrulega bara sjálfsmorð. Ljóðskáld borga helst fyrir sig til að fá að lesa upp. Rithöfundataxtinn á sjaldan við þau. Ritlaunasjóður verðlaunar varla ljóðskáld og segja má að skáldastéttin sé að verða útdauð. En það er allt í lagi á meðan við fáum krýndar drottningar og kónga í glæpasögum. Það er allt í lagi á meðan hægt er að mjólka Nóbelskáld og áþekka peyja. Bókmenntaheimurinn er strákaheimur það er alveg satt. Egill Helga sagði að það væru bara miklu fleiri karlar að skrifa. Af hverju ætli það sé?
Þegar ég er í fullri vinnu ásamt því að ala upp börn og sjá um heimilið, þá hef ég hreinlega ekki neina orku í að skrifa heila bók. Það er ástæða fyrir því að það tók mig 18 ár að klára skáldsöguna mína. Ég er að springa úr sköpunarþörf en skortir tíma til að sinna henni. Ég er ekki feiminn við að skrifa eða tjá mig eins og sumir hafa sagt að sé forsenda þess að konur séu lítið áberandi í bókmenntaheimum og víðar. Nei, langt í frá. Ég var bara svo furðuleg að velja mér þá einkennilegu og lítt vinsælu braut að þurfa að yrkja. Og sama hve mjög ég reyni að bæla þennan andskota, þá bara ágerist þetta með árunum:)
En ég harma ekki hlutskipti mitt, það eina sem harma má er hve léleg ég er orðin í mínu ástkæra ilhýra tungumáli miðað við kollega mína frá síðustu öld.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2007 | 23:53
Næstum því að gera ekkert dagur
Þeir sem þekkja mig vita að ég á afar erfitt með að gera ekki neitt. Mér tókst að gera mest lítið um helgina. Ég fór reyndar í bleikgrísabúðina sem er í eign manna sem segjast vera bestu vinir litla mannsins. Ég er ekkert sérstaklega lítil enda þýðir nafn mitt hinn háa. En mér finnst gaman að fara í þessa bleiku búð því þar eru konur á kössum frá öllum heimshornum og það er gaman að sjá hve fljótar þær eru að læra íslensku. Svo hitti ég alltaf einhvern sem ég þekki og Delphin elskar að leika sér með drullusokkana eða fara í njósnaraleik. Þessi búð er nánast tóm um helgar af fólki því hún er ekki í molli. Ég hef lært það að besti tími til að versla þarna er sá tími sem Kringlan og Smáralind eru yfirfullar af fólki í svitasósu og mannfnykurinn blandast óþægilega jólaæðinu. Já ég elska að eiga heima í svona hverfi þar sem maður fer helst aldrei neitt nema að hitta einhvern sem maður kannast við. Þorparinn í mér dásamar þetta.
Ég hef reyndar verið með öllu þessu fortíðargramsi að finna ýmsa persónulega gullmola sem leynst hafa í ýmsum kössum. Ég keypti mér til að fylla holuna í hjartanu þegar mamma dó svona DVD/VHS tæki sem döbbar gamlar spólur í stafrænt form með því að ýta á einn takka. Alveg dásamleg græja. Ég hef bara ekki haft tíma til að gramsa í mínu dóti fyrr en núna þegar ég ætlaði að gera ekki neitt. Ég er byrjuð að dæla efni á DVD og mun innan tíðar skella öllu Drápu dótinu inn á YouTube eða einhvern annan stað sem tekur lengri myndir og ýmsu öðru sem er kannski frekar niðurlægjandi fyrir mig vegna þess hve óhemju gothik ég var til fara og ákaflega listræn og jafnvel væmin en þetta er nú allt hluti af því hver ég er og um að gera að vera svo væn að gefa öðrum tilefni til hláturs.
Það eru bara einhverjar spónarplötur fyrir gluggunum mínum og óhemju kalt. Draup meðfram í stríðum straumum í storminum um daginn. Ég er að reyna að vera ekki að springa úr gremju. Þarf að klæða mig upp eins og pólfari væri í hvert sinn sem ég þarf að fara sofa og Esjan mín sem ég ráðskast við á degi hverjum er mér algerlega hulin. Skil reyndar alls ekki þessi vinnubrögð hjá gluggamanninum en tja ekki er ég gluggasérfræðingur.
Nú ætla ég að fara að lesa eldgamla jólabók, nánar tiltekið LoveStar og lauma í mig innfluttum ís með ljúffengu kökudegi til að mér verði eins kalt að innan sem utan.
p.s. ef einhver sem þetta les fékk lánað hjá mér Draumalandið þá er hinn sami vinsamlegast beðinn
um að skila henni, sem fyrst!
Bækur | Breytt 3.12.2007 kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson