Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vinir Tíbets sýna kvikmyndina Kundun

Fimmtudaginn 3.júlí n.k. klukkan 20:00 mun félagið Vinir Tíbets sýna stórmyndinni Kundun í Kaffi Hljómalind frá árinu 1997. Leikstjóri myndarinnar er hinn margrómaði Martin Scorsese en tónlistin er úr smiðju Philip Glass. Myndin var tilnefnd til fjögurra óskarsverðlauna árið 1998. Myndin er 134 mínútur og eftirá verður mögulegt að fræðast um ástandið í Tíbet í dag sem og menningu landsins.

Um myndina: Árið 1937 í afskektu héraði nálægt landamærum Kína var lítill tveggja ára drengur útnefndur hinn fjórtándi Dalai Lama eða Kundun, sem merkir “Nærveran” á tíbetsku. Tveimur árum síðar var hann fluttur til Lhasa, höfuðborgar Tíbet, þar sem hann fær þjálfun og er undir það búinn að taka við hlutverki þjóðhöfðingja. Scorsese gerir umbyltingarsömum tímum fyrir Tíbetsku þjóðina skil í þessari mynd en kínversks yfirvöld gerðu innrás í Tíbet árið 1950 þegar Dalai Lama var aðeins 14 ára gamall.

 

kundunbio
 

 

 


Slóð í dóminn

Held að þau muni fremur sitja dóminn af sér heldur en að greiða þetta. Spurning um hvort að þau fái ekki bara að fara í lúxusfangelsið fyrir vestan:)

Þessi dómur er í sjálfu sér fyrirséður. Gengið er harðar á mótmælendur en til dæmis kynferðisafbrotamenn. Veit að sama dag og nokkur þeirra sátu í 24 tíma í gæsluvarðhaldi skokkaði einn slíkur glæpamaður út eftir nokkurra klukkustunda vist. Það verður áhugavert að sjá hvað vörubílstjórar fái í sektir, en þeirra mótmæli voru mun viðameiri og höfðu mun víðtækari áhrif á allt samfélagið. 

Ég frábið mér athugasemdir frá fólki sem lítur á aðgerðasinna SI sem skítuga lopapeysuhippa og vil minna á að með aðgerðum sínum hafa þau rutt veginn fyrir "mainstream" flíspeysuaðgerðasinna:)

Hér er úttekt úr bréfi sem kom inn á póstlista sem ég er á sem einn af aðgerðasinnunum sendi áðan: "Þess má geta að Orkuveitan krafðist skaðabóta upp á 741.933 krónur en kröfunni var vísað frá. Enn einu sinni voru meðlimir Saving Iceland aðeins dæmdir fyrir að óhlýðnast lögreglu; ál- og orkufyrirtækin hafa mér vitandi aldrei hlotið neinar skaðabætur frá hópnum. Svo má einnig geta þess að 50.000 króna sekt til ríkisins má greiða með því að sitja fjóra litla daga í fangelsi. Aumingja ríkissjóður græðir því að öllum líkindum ekkert..."

Hér má lesa dóminn. Það er áhugavert að fara í gegnum svona skjal, t.d. þetta: 
"Haukur Hilmarsson gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Aðspurður kvaðst ákærði hafa tekið þátt í mótmælum Saving Iceland þann 26. júlí 2007. Kvaðst ákærði hafa verið fjölmiðlafulltrúi og hefði átt að ræða við fjölmiðla ef þeir hefðu mætt á svæðið og aðra þá sem kynnu að vilja ræða við ákærða eða ræða við hópinn. Ákærði kvaðst ekki hafa getað tekið ákvörðun fyrir aðra á staðnum en hann hefði getað svarað spurningum sem lutu að fréttatilkynningunni og aðgerðinni eins og hún hafði verið skipulögð. Ákærði neitaði að hafa tekið þátt í því að hindra umferð um veginn að vinnusvæðinu. Aðspurður hver nákvæmlega hans þáttur hefði þá verið sagði ákærði að hann hefði staðið á svæðinu, verið rækilega merktur að hann minnti með vesti og hann hefði haft fréttatilkynninguna undir höndum og verið reiðubúinn að svara spurningum. Ákærði kvaðst einnig hafa verið tilbúinn til að vera í samskiptum við fólkið sem var undir bílunum. Ákærði kvaðst ekki hafa fengið fyrirmæli frá lögreglu um að yfirgefa vettvang. Ákærði kvaðst hafa komið með öðrum meðákærðu á svæðið og hann hefði farið af staðnum í lögreglubifreið til Reykjavíkur og hefði verið í handjárnum. Ákærði Haukur gaf aftur skýrslu við framhald aðalmeðferðar málsins. Aðspurður um að vitnið Haukur Páll Ægisson hefði borið að hann hefði óskað eftir því að ákærði og meðákærða Eva þýddu lögreglufyrirmæli fyrir mótmælendur sem ekki voru íslenskumælandi sagðist ákærði ekki kannast við að hafa þýtt fyrirmæli lögreglumannsins fyrir fólkið."


mbl.is Dæmd til að greiða sekt fyrir mótmæli við Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður að kæfa í fæðingu

Ég vona að þjóðir heims hafi fengið nóg af þeim voðaverkum sem USA hefur staðið fyrir, sér í lagi í Írak. Stríð sem verður aldrei hægt að réttlæta. Ef það er réttlætanlegt af hverju er ekki búið að ryðja sér leið og taka út Mugabe úr sinni holu eða forseta alþýðulýðveldisins Kína?

Hér er afar sláandi myndband um frægðarverk USA í Írak. Ég missti eiginlega trúna á mannkynið eftir að sjá það, en við verðum að vita hvað er í gangi í okkar nafni. Við samþykktum þetta stríð og ég vona að við höfnum stríði gagnvart Íran án umhugsunar. Þetta stríð má aldrei gerast. Er ekki komið nóg af voðaverkum í heiminum okkar? Er hægt að réttlæta hvað sem er fyrir meiri hagvöxt? 

Ég vara við þessu myndbandi - það er ekki fyrir viðkvæmar sálir. 


mbl.is Hernaður gegn Íran í undirbúningi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er þegar þrennt er:)

Ég vona svo sannarlega að þetta takist í þetta sinn hjá honum Benedikt. Falleg hugsun á bak við þetta hjá honum. Ef veðurguðirnir setja sig ekki á móti honum eins og í hin skiptin, þá held ég að hann nái að framkvæma þetta afrek léttilega.

Benedikt er einn af þessum sérkennilegu kvistum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, einstaklega hlý manneskja með drauma sem stundum er nokkrum númerum of stórir. En hann má eiga það að hann leggur allt sitt í að hrinda sínum draumum í framkvæmd. Mikið held ég að heimurinn okkar væri fátæklegri ef ekki væri til svona fólk eins og Benedikt. 


mbl.is Benedikt lagður af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógleymanlegir tónleikar

Björk og Jónas Sen á Náttúrutónleikum

Ég var svo heppin að standa beint fyrir framan hátalarna og tónlistinn nötraði á tíðum eins og alvöru jarðskjálfti í gegnum mig. Það er mikill frumkraftur í Björk og mér finnst hún alltaf frábær á sviði. Það var gaman að sjá svona mikið margmenni og ég vona að alla vega stórt hlutfalla þeirra sem mættu gerðu það fyrir náttúruna okkar sem á svo sannarlega undir högg að sækja. 

Ég kíkti á vefinn nattura.info og hann er mjög fróðlegur og alveg ótrúlega mikið af fallegum myndum af náttúrunni sem fórna á. Ég hvet fólk til að skoða vefinn og njóta þeirrar fræðslu sem þar er að finna.

Ég náði ekki að upplifa þrjú síðustu lögin, yngri sonurinn orðinn svo þreyttur að við laumuðumst heim áður en lagið sem ég var að bíða eftir alla tónleikana var spilað... Declare independence .... sá reyndar brot af því í beinni á national geographic webcastinu.... 

 


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að styðja Tíbet?

Vinir Tíbets

Yfirleitt fæ ég afar jákvæð viðbrögð við baráttu minni um að upplýsa þjóðina mína um ástand mála í Tíbet. Stundum fæ ég þau viðbrögð að það sé áþekkar hörmungar í gangi um heimsbyggð alla. Það séu aðrar þjóðir sem þjást jafnvel enn meira en Tíbetar eða af hverju beini ég ekki kröftum mínum að mannréttindabrotum sem eiga sér stað hérlendis?

Auðvitað væri það frábært ef ég væri til í mörgum eintökum og gæti aðstoðað við sem flest málefni. En málið er það að allir sem finna hjá sér þörf á að kvarta yfir einhverjum málefnum ættu endilega að gera eitthvað í því. Allir geta haft einhver áhrif á gang mála í okkar stóra heimi. Upplýsingar eru til dæmis eitthvað sem krefst ekki mikils en þörf er á betra aðgengi að upplýsingum um flest málefni sem brenna á fólki.

Ég lít á aðgerðir mínar leynt og ljóst þannig að ég sé að sá fræjum. Ég trúi því að einstaklingar geti breytt heiminum, svo framarlega sem við hættum að láta undan hinni fremur algildu sjálfshyggju. Það er þessi sjálfshyggja sem er að ganga frá heiminum okkar. Því hún blindar okkur fyrir því að við erum öll saman í þessu, að allt er tengt á einn eða annan máta. 

Ég styð Tíbet vegna þess að enginn var að gera nokkurn skapaðan hlut hérlendis til að skapa vettvang eða umræðu um ástandið í Tíbet þegar ég byrjaði á mínum einkamótmælum fyrir utan kínverska sendiráðið. Á þessum fremur stutta tíma síðan ég byrjaði að gera eitthvað hefur mjög margt jákvætt gerst og félagið Vinir Tíbets orðið að veruleika. Ég hélt satt best að segja að slíkt félag væri starfandi hérlendis áður en við stofnuðum það.

Mér finnst það mikill heiður að fá að leiða saman þessi lönd. Bæði eiga þau sér ríka menningararfleifð sem hefur haft mikil áhrif á þjóðarsálina. Við vorum bara svo einstaklega lánsöm að fá okkar sjálfstæði án þess að þurfa að líða mikið fyrir það á meðan allir tilburðir Tíbeta til að öðlast sitt frelsi hefur aðeins þýtt meiri eyðileggingu og meira niðurbrot.  Það sem gefur mér ef til vill mest af öllu er að finna það þakklæti sem mér hefur verið sýnt frá þessum sárafáu Tíbetum sem búa hér. Það hlýtur að vera afar erfitt að sjá þjóð sína brotna á bak aftur af slíku offorsi eins og gerðist eftir mótmælin í mars í Tíbet. Það hlýtur að vera erfitt að heyra stöðugt um blóðsúthellingar og geta ekkert gert. Því er það þeim kærkominn léttir að fá tækifæri á að sýna sínum samlöndum stuðning með því að mæta fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardögum. Ég er ekki síst að sýna þeim minn stuðning með því að búa til þennan vettvang, í staðinn hef ég fengið að kynnast fólki sem ég get lært svo mikið af. 

Ef eitthvað fólk á einskonar rétt á gremju og reiði, þá er það fólk sem hefur þurft að upplifa að horfa upp á menningarlegt þjóðarmorð á þjóð sinni, fólk sem fær ekki að kalla sig Tíbeta í vegabréfum sínum, þau verða að vera skráð sem Kínverjar. Þjóð sem fær ekki að segja að þau séu flóttamenn frá Tíbet heldur Kína. Þjóð sem verið er leynt og ljóst að stela þjóðerninu frá. En þau eru ekki reið eða stýrast áfram að þörf til hefnda. Ég hef aldrei heyrt þau krefjast hefnda eða hallmæla kínversku stjórninni. Þau líta á kínversku þjóðina sem þjáninga bræður og systur sem búa undir sama járnhæl ómennskrar stjórnar. 

Nú hef ég verið að lesa merkilega bók sem heitir "The search for Panchen Lama". Mæli eindregið með þessari bók fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér sögu landsins og þeirra pólitísku afla sem hafa komið landinu í svona mikið óefni. 

Ég mun mæta fyrir utan kínverska sendiráðið uns ég sé einhvern árangur af þessum aðgerðum. En þær skila sér í það minnsta alltaf inn á borð hjá kínverskum stjórnvöldum sem hin vikulega staða fyrir utan sendiráðið, því sendiherranum ber skilda að tilkynna öll mótmæli til yfirmanna sinna.

Ég veit að sumir hræðast mótmæli og finnst þau til óþurftar. Mótmælin okkar gætu allt eins verið kölluð samstöðufundur eða PROTEST eða Pro Tibet aðgerð. Hvað við köllum þetta skiptir litlu máli. Það sem skiptir öllu máli er að við komum saman og sýnum Tíbetum að okkur stendur ekki sama um örlög þeirra og við erum að taka þátt í alþjóða vitundarvakningu um málefni Tíbets.


Alvöru vitundarvakning

Með því að sameina krafta sína hefur þeim tekist það sem ráðamenn vilja síst af öllu: að beina augum heimsins að þeirri eyðileggingu sem á sér stað hérlendis. Þetta er tvíeggja sverð fyrir ráðamenn. Samkvæmt skýrslu sem forsætisráðherra lét gera fyrir sig og ber yfirskriftina Ímynd Íslands á að gera út á náttúru, kraft þjóðarinnar og frið. Við getum varla gert út á náttúru sem á sífellt meira undir högg að sækja og varla getum við gert út á kraft sem fer allur í að halda uppi alþjóða risafyrirtækjum sem þekkt eru fyrir glæpsamlega hegðun gagnvart fólki og náttúru. Ber þar helst að nefna Rio Tinto Alcan og Alcoa. 

Það að SÞ hafi ákveðið að hefja samtarf við Björk og Sigur Rós er mikil og góð tíðindi fyrir þá sem hafa hve mest barist til að vekja almenning til vitundar um ástand mála hérlendis. Því það þýðir einfaldlega það að auðveldara verður að miðla upplýsingum til almennings. En augljóst er á því sem maður les að fólk er illa upplýst og án efa mun verða fyrir alvöru vitundarvakningu um mikilvægi þessa að axla ábyrgð gagnvart umhverfi sínu ef það fær réttar upplýsingar til að melta. Ég hef alltaf haldið því fram að besta leiðin til að breyta ástandi mála er að réttar upplýsingar séu til taks. Það hefur verið afar erfitt fyrir grasrótina að keppa að því, vegna þess að flest erum við að gera þetta í frítíma okkar og borga með þessu starfi og fæst okkar eiga mikla peninga til að leggja í púkkið.

Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur haft greiðan aðgang að peningum til að búa til sitt áróðursefni og haft fólk í fullu starfi við að miðla upplýsingum sem oftast eru afar vafasamar og einhliða. Þá hefur ríkisstjórnin sjálf eytt töluverðum fjármunum í að búa til ímyndarskýrslur um hvernig megi selja land og þjóð á sem ódýrastan máta til alþjóða álrisa. Ég hef mikla trú á því að fólk muni geta tekið betur upplýstar ákvarðanir ef við getum komið réttum upplýsingum í neytendavændar umbúðir. 

Þessi vika sem er að líða er annars hálf furðuleg. Álverið á Bakka fékk sína mikilvægu undirskrift frá Össuri á meðan mörg af hans flokkssystkinum eru meira en lítið súr yfir því. Enda stangast það verulega á við Fagra Ísland og það sem var kynnt fyrir þjóðinni sem framtíðarsýn og stefna flokksins. Ég styð umhverfisráðherra sem og Dofra ásamt ungliðahreyfingunni í þeirra baráttu að hindra að af þessu verði. Ef almenningur fengi að vita nákvæmlega hvað er í húfi, held ég að þetta háa hlutfall sem nú þegar er á móti frekari stóriðju muni vaxa enn frekar.  


mbl.is SÞ, Björk og Sigur Rós taka upp samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem sólin skín

DSCF2742

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég vakna og það er svokölluð Bongóblíða í höfuðborginni, dag eftir dag. Ég fyllist jafnan miklu eirðarleysi í slíku veðri og finnst það jaðra við helgispjöll að vera inni í svona veðri, það hefur yfirleitt verið þannig að svona dagar koma ekki í pörum, hvað þá vikupörum hérlendis. 

Allt fær á sig einhvern framandi blæ þegar sólin skín í borginni. Grámyglan sem hefur tekið á sig fasta mynd á gráum húsveggjum vestur í bæ sem búið er að friða og má ekki mála, er horfin inn í trjágróður sem skyndilega er þakinn litríkum og ilmsterkum blómum. 

Ég var úti í allan gærdag, í allskonar aðgerðum, fyrst fyrir utan kínverska sendiráðið, meðal Vina Tíbets, síðan tók ég þátt í menningarhátíðinni RÚST á Lækjartorgi. Þar skemmti ég mér við að hlusta á það hvernig fjöldi fræðimanna og kvenna sá fyrir sér ímynd Íslands, í boði forsætisráðuneytisins. Samkvæmt þessari skýrslu erum við varla til sem þjóð, nema að eiga sterka ímynd og vera þekkt stærð erlendis. Því er um að gera að dæla miklum fjármunum í ímyndarsköpun, enda ekki vanþörf á að bjarga þessum íslensku útrásarfyrirtækjum sem fóru í útrás án þess að eiga gott ímyndarbakland. Hvet fólk til að kynna sér þessa skýrslu á vef forsætisráðuneytisins. Þar kemur fram að við erum villt náttúrbörn sem jafnframt erum full af óbeisluðum krafti sem líkja mætti við hver, best í heimi og getum nýtt okkur börn frá stríðshrjáðum löndum til að efla ímynd okkar sem friðarþjóð. Fá þessa krakka til að koma og njóta friðar á Íslandi í viku og senda þau svo aftur heim í stríðshrjáða landið sitt, sem friðarsendiherra Íslands... 

Ég og yngri sonur minn sátum í góðum félagskap eftir lesturinn en ég fékk að lesa niðurlag ímyndarskýrslunnar fyrir vegfarendur sem sumir hverjir stöldruðu við. Elísabet Jökuls las sinn þátt eins og henni er einni lagið - náði að fanga þessi paník sem virtist einkenna ímyndina okkar hálfkaraða og ósastillta. Það er alveg rosalega langt síðan að ég hef notið þess að gera ekki neitt, eins og í gær. Hitti mikinn fjölda af fólki sem flokkast sem vinir og kunningjar sem voru greinilega með "ég verð að fara út í góða veðrið" óþreyjuna. Þetta var hið fullkomna líf.

Ég gleymi því oftast að ég þurfi að nota sólarvörn á Íslandi og er því með nokkuð rautt nef og bringu eftir 5 tíma útiveru í sólinni. En ég er svo lánsöm að eiga gríðarlega stóra aloa vera plöntu sem ég fæ að nota í neyð til að hlúa að brunasárum fjölskyldunnar:)  

Nú verð ég bara að fara út og skoða þessi fallegu ský sem kúra yfir Esjunni og fanga sólina á meðan tími gefst. Vona að helgin ykkar hafi verið endurnærandi og gefandi og geymi í það minnsta eitt lífsins ævintýr.   


Hér er tilkynningin frá okkur í heild sinni

Samkvæmt nýjustu fréttum frá þeim örfáu blaðamönnum sem fengu aðgang að Tíbet á meðan för Ólympíukyndilsins fór fram, er ástandið í Tíbet mun verra en talið var. Landið er sem risastórt fangelsi þar sem lítið má út af bregða til að sæta hörðum refsingum sem yfirleitt innibera grimmilegar pyntingar. Yfir 1000 manneskjur eru með öllu horfnar samkvæmt skýrslu Amnesty International og óttast er um líf þeirra. Samkvæmt heimildum blaðamanna sem nú eru staddir í Tíbet hefur mikill fjöldi fólks látið lífið í fangelsum eða borðið varanlegan skaða vegna pyntinga. Amnesty International segir að um 5000 hafi verið handteknir. Kínversk yfirvöld gera lítið úr skýrslu AI og segja samtökin ekki áreiðanlegur félagsskapur.

Nú er kyndilförin yfirstaðin og blaðamönnum verður gert að yfirgefa landið. Þeir hafa ekki haft neinn frjálsan aðgang til að afla heimilda og er því mikilvægt að halda áfram að þrýsta á kínversk yfirvöld að opna Tíbet fyrir alþjóða fjölmiðlum svo hægt sé að flytja fréttir af ástandinu. Landamærin að Tíbet eru enn lokuð, fólk er handtekið ef það sést með GSM síma og munkar eru neyddir til að fordæma og hafna Dalai Lama. Vegna mikillar öryggisgæslu í Tíbet, hefur það reynst þrautinni þyngri að að koma mat og vatni til sumra klaustranna og hafa því fjölmargir munkar dáið úr hungri.

Vinir Tíbets hvetja íslensk stjórnvöld til að þrýsta á kínversk yfirvöld um að opna Tíbet nú þegar fyrir alþjóða mannúðarsamtökum sem og fjölmiðlum. Félagsmenn munu halda áfram að hittast fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardögum kl. 13:00  uns þessum kröfum verður mætt. Samstöðufundurinn í dag er fimmtánda skiptið sem félagar hittast með þessum hætti á laugardögum. Öllum er frjálst að mæta og sýna Tíbetum stuðning í verki. 

mbl.is Umdeildur ólympíueldur í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 1000 Tíbetar horfnir

Samkvæmt AI hafa yfir 1000 Tíbetar horfið síðan mótmæli brutust út í mars. Fleiri þúsund manns eru í haldi og tölur látinna vaxa stöðugt. Vinir Tíbets hittast fyrir utan kínverska sendiráðið á morgunn laugardaginn 21. júní klukkan 13. Markmiðið er að sýna Tíbetum stuðning í verki á meðan farið verður með kyndilinn í gegnum landið þeirra án vilja þjóðarinnar. Fólki er gert að halda sig innandyra og horfa á þetta í sjónvarpinu. Krafa okkar er hin sama og áður. Að landið verði opnað fyrir alþjóðafjölmiðlum sem og mannréttindasamtökum.

Læt fylgja með frétt sem ég var að lesa frá Phayul...

Tensions are High as the Olympic Torch Arrives in Lhasa
TCHRD[Friday, June 20, 2008 18:36]
The Olympic torch relay will travel to the heavily guarded Tibetan capital, Lhasa, on 21 June after the three-day tour that was initially planned was cut to one day. The Tibetan Centre for Human Rights and Democracy (TCHRD) remains highly concerned about the level of restriction imposed on the Tibetan people's fundamental freedoms in the months that have followed in the wake of the March protests.

Since the beginning of June this year, several thousand of the People's Armed Police (PAP) and Public Security Bureau (PSB) forces were redeployed into main market squares, streets, major monasteries and road junctions around Lhasa city to check and respond to any untoward incidents during the Olympic torch relay, which is scheduled to travel from Norbulingka to Potala Palace square tomorrow. According to an official Chinese government website, the 11-km relay will start from Norbulingka, the summer palace of the Dalai Lama and end at the Potala Palace, but it has not mentioned the timing of the torch relay. An official internal circular had been sent to Chinese government departments ordering their heads to discourage their own employees, as well as the common citizens, from taking part in any political activities during the torch relay.

In a press conference during the third Chinese state sponsored media tour of Tibet on 3 June, in response to a question raised by a Hong Kong based journalist, Pema Thinley, the Vice-Chairman of the "Tibet Autonomous Region" ('TAR') government acknowledged the intensification of the security forces and identified what he saw as its three main motivations. He concluded that the increased pressure from the Chinese government might be an effort to reduce "the possibility of further unspecified 'incidents' in Lhasa during the Olympic torch relay, secondly to check any untoward incident during Saka Dawa (a Buddhist holy month) and finally to crush pro-Tibet Independence activists."

Mr. Thinley's perspective reemphasizes earlier comments made by Chinese authorities in Tibet who have promised to "severely punish" and "give no indulgence" to Tibetans who would try to "sabotage" the torch relay.

The move by the Chinese authorities to allow journalists from 29 foreign media groups to cover the Lhasa leg of Olympic torch relay, however, has been welcomed by those calling for increased media access to Tibet. Because the media tours allowed foreign journalists have been so closely monitored and controlled though, for many there still remains something to be desired. Many still believe that the authorities should provide free and unfettered access to all media to shed light on the situation on the ground. TCHRD believes that the media presence in Lhasa for the torch relay would not only do good, but also that Chinese authorities should provide unfettered access to foreign journalist to speak freely to Tibetans, visit prominent monasteries and nunneries which remain sealed off, visit those in detention, or otherwise investigate aspects of the recent protests.

Since there has been a complete lockdown in Tibet and restrictions on the travel of independent international observers to Tibet, as well as severe media censorship, the Chinese authorities currently have a pseudo state-sanctioned license to commit human rights abuses, including arbitrary detention, beatings, and abductions of Tibetans. The Centre has recorded the arrests or arbitrary detention of more than 6,500 Tibetans and the deaths of more than 100 others. Additionally, the cases of thousands of injured Tibetans remain unaccounted for since 10 March Protests across Tibet. Reportedly, many Tibetans have also died shortly after being released from Chinese custody, in which they were subjected to inhumane torture. In one instance, Nechung, a 38- year-old mother of four children from Charu Hu Village in Ngaba County, Ngaba "TAP", Sichuan Province, died days after being subjected to brutal torture in a Chinese prison on 17 April 2008. In another instance, Dawa, a 31 year-old Tibetan farmer from Dedrong Village, Jangkha Township, Phenpo Lhundup County, Lhasa City, "TAR", died on 1 April 2008 after being severely beaten by Chinese prison guards.

Numerous credible reports received by the TCHRD about the scale and intensity of the Chinese government's repression across Tibet suggests that authorities have used the March Protests as an opportunity to launch a systematic crackdown on Tibetans' fundamental rights. The Chinese authorities have deployed a large number of security forces to suppress further demonstrations and have intensified their "patriotic re-education campaign" across all sections of Tibetan communities. So far, the Chinese officials have given only limited information on those who have been sentenced after swift trial proceedings.

Following the March protests in Lhasa and other traditional Tibetan areas in the east and north, the Chinese authorities have repeatedly disregarded demands made by the Dalai Lama and the Tibetan Government-in-Exile to allow independent international observers into Tibet to report on the continuing protests there and the reactions of the Chinese government that occur in the aftermath. Recently, in response to the international condemnation of the brutal crackdowns on the protesters, the Chinese government organized three official media tours to Lhasa and Labrang and permitted 15 diplomats to visit Lhasa in late March, but seriously restricted their ability to speak freely to Tibetans.

In early April, a request was made by Ms. Louise Arbour, the United Nations High Commissioner for Human Rights, to the senior Chinese diplomats in Geneva to visit Tibet to independently witness first-hand the human rights violations in the ongoing crisis in Tibet. Her request was declined by the Chinese government on the grounds that 'the timing was not convenient." Similarly, the International Committee of the Red Cross, which is mandated to visit detention facilities and check on the well-being of prisoners worldwide, has never been allowed to carry out such work in China, and particularly not in Tibet, since 10 March protests, which subsequently led to mass arrests and detentions across Tibet. In addition, six United Nations Special Procedures mandate holders issued a joint statement calling for "greater and unfettered access to the regions for journalists and independent observers, guarantees for the free flow of information, and full implementation of international standards in regard to the treatment of protesters and those detained," but all of these demands were ignored.

Hundreds of Tibetans are still languishing in the Chinese administered prisons and detention centers for peacefully expressing their opinions, exercising fundamental human rights and even many whose families still have no knowledge of their whereabouts.

Human rights transgressions in China remain systematic and widespread and the communist regime continues to trample upon the civil liberties and democratic rights of Tibetans. The TCHRD calls upon government of the People's Republic of China (PRC) to respect the fundamental human rights of the Tibetan people to express their opinion peacefully as enshrined in the Chinese Constitution and numerous International human rights covenants that PRC had signed and ratified.

 


mbl.is Ólympíueldurinn á leið til höfuðborgar Tíbets
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 509731

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband