Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.10.2008 | 16:18
Í minningu krónunnar
Fékk þessa mynd í póstinum áðan:)Ætla að einbeita mér að því að muna hvað skiptir máli á þessu síðustu og skringilegustu tímum. Mamma sagði alltaf: "fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott."
![]() |
Evran dýr hjá kortafyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 23:13
NÝTT: Glitnismyndband úr smiðju Jóns Jónssonar
![]() |
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 09:59
Svipþungi á alþingi í gærkvöldi
Ég ákvað að drífa mig á þingpalla í gærkvöld. Við vorum ansi fá. Ég var eina kvendið þarna í þennan rúma klukkutíma sem ég var þar. Það sem landsmenn sáu ekki var vonleysissvipurinn sem var á andliti Geirs allan tíman sem ég sat þarna. Það sama má segja um flesta sem ég hafði í sjónlínu. Ég verð að viðurkenna að ég vorkenndi þeim svolítið og fór eiginlega að kyrja fyrir þeim í huga mér.
Ég vildi að ég hefði haft myndavélina mína með - þá hefði ég tekið örstutta kvikmynd fyrir ykkur til að sýna ykkur stemmninguna. Ég hef reyndar alltaf séð einskonar ofvaxið barn í Geir H. Haarde. Finnst það næsta furðulegt að hann sé í svo valdamikilli stöðu og kunni þó ekkert með vald að fara.
Ég held að það fólk sem veljist inn á þing sé einskonar sneiðmynd af þjóðinni. Það eru ekki bara ráðamenn og ríkimenn og græðgimenn sem hafa misst sig í neyslu. Þjóðin hlýtur að bera einhverja ábyrgð á þessari stöðu. Það var búið að vara fólk við fyrir margt löngu. Hvaðan fékk fólk þá hugmynd að bönkunum standi ekki nákvæmlega sama um það.
1. Bankarnir fara í samkeppni við íbúðalánasjóð, bjóða betri vexti og 100% lán.
2. Húsnæðisverð margfaldast á Höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma.
3. Almenningur hélt að það væri að græða út af því að það fékk helmingi meira verð fyrir húsnæðið sitt og virðist halda að það gæti notað svigrúmið sem 100% lán gaf þeim til að kaupa meira í stað þess að borga niður yfirdráttinn.
4. Almenningur virtist gleyma að helmingi dýrara húsnæði kallar á helmingi hærri fasteignaskatta.
5. Almenningur ákveður að nota tækifærið og fá sér myntkörfulán til að auka frekar á neysluna í stað þess að halda að sér höndunum.
6. Er almenningur ekki fær um að reikna einföld reikningsdæmi? Ef hús kostaði 10 millur í gær en 20 millur í dag, þá er alveg sama þó vaxtakjörin séu ofurlítið hagstæðari en hjá íbúðalánasjóði, hlutfallið hlýtur í raunvirði að vera hærra ef húsnæðisverð hefur hækkað svo mikið út af innspýtingu af fé sem í raun og veru var ekki til nema á einhverjum pappírum sem nú reynast verðlausir.
7. Við sýndum óráðshyggju og þurfum að nota tækifærið núna til að endurskoða verðmætamat okkar. Hætta að reyna að eiga meira en við höfum efni á. Pabbi minn heitinn, hann keypti aldrei neitt nema hann ætti innistæðu fyrir því. Hann tók aldrei lán. Þó var hann á sínum tíma maður sem komst upp úr sárustu fátækt í að vera aflakóngur landsins. Við áttum stórt hús og allt það. En fólk eins og pabbi er ekki fólk sem er markaðsvænt. Markaðurinn vill nefnilega blóðmjólka fólk með vöxtum og vaxtavöxtum og dráttarvöxtum. Ef við breytum neysluvenjum okkar og sjáum markaðsöflin fyrir hvað þau eru þá er einhver séns að við komust yfir þetta.
Það er eiginlega alger geðveiki ef við höldum að við getum haldið áfram á þeirri braut að líta aldrei til framtíðar og veljum alltaf skammtímalausnir.
Svipþunginn á alþingi í gær er endurspeglun á þjóðarsálinni. Við erum flest í greipum óttans og eina leiðin út úr honum er umbreyta þessari bitru og eitruðu reynslu í meðal. Hvert meðalið er, veit ég ekki. Kannski einfaldara líf með minni þörf á ytri gæðum og einbeita sér að raunverulegum lífsgæðum sem finnast ekki í sóun heldur nýtingu og virðingu og þakklæti fyrir því sem við höfum.
Hvernig væri að prófa að sýna öðru fólki nærgætni og umhyggju, eitt bros getur hrundið af stað keðjuverkun jákvæðni í þessum umrótartímum. Þetta er ekki tími til að fara í paník og taka ákvarðanir byggðar á því.
![]() |
Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 17:19
Fjölmennum á þingpalla
Mótmælum ráðaleysi forsætisráðherra, mætum á þingpalla klukkan 19:50 í kvöld.
Við verðum að sýna í verki að okkur er algerlega nóg boðið. Ég trúi því ekki að þjóðin ætli að láta þetta ganga yfir sig þegjandi og hljóðalaust.
Sá á visir.is að Bubbi sé búinn að boða til mótmæla næstkomandi miðvikudag:
"Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er búinn að fá nóg af efnahagsástandinu og slæmri stöðu krónunnar. Í dag sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann boðar til mótmæla við Austurvöll í hádeginu á miðvikudaginn í næstu viku.
"Er ekki komið nóg? Hvernig væri að fara niður á Austurvöll og láta ráðamenn vita að við viljum það eitthvað sé gert.
"Eða eigum við að láta krónuna og ráðamenn leiða okkur sem lömb til slátrunar?", spyr Bubbi.
Hann fullyrðir að þúsundir Íslendinga verði gjaldþrota ef ekkert verði gert. Hann segist því ætla að standa fyrir mótmælum.
"Ég tek með mér hljómsveit og við spilum. Þeir mæta bara sem mæta.""
Tekið af visir.is
![]() |
Úrvalsvísitalan lækkar mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 09:23
Virðum við mannréttindi?
Þó maður hafi eytt miklum tíma í lífinu að læra að taka ekki inn á sig sársauka annarra, þá verð ég að viðurkenna að ég var slegin af ástandi drengsins frá Írak, hann er jafn gamall eldri syni mínum og kallaði í mig þegar við vorum að fara og bað mig um að hjálpa sér.
Hér er sagan hans í grófum dráttum
Árið 2006 flýr hann ásamt móður sinni og systkinum frá Írak til Sýrlands. Þá var búið að drepa föður hans og helming nærfjölskyldu hans.
Hann ákveður að flýja Sýrland til Noregs fyrir u.þ.b. 6. mánuðum, m.a. vegna þess að hann vill gjarnan hjálpa móður sinni að draga fram lífið sem er yfirleitt ömurlegt í flóttamannabúðum. Hann ákveður að flýja hingað vegna þess að móðir hans sagði honum að hér væri ekkert stríð, enginn her, hér væri friður og möguleikar á að framfleyta sér í samfélagi sem legði rækt við mannréttindi.
Þegar hann kemur hingað er hann að sjálfsögðu ekki með neina pappíra, enda setur flóttafólk sig oft í hættu ef það reynir að fá vegabréf áður en það flýr heimalandið sitt. Nú virðast vera nýjar reglur hjá Útlendingastofnun og lögreglu eða kannski hafa þessar reglur verið til staðar, en ekki framfylgt.
Reglurnar eru semsagt þessar: ef þú ert ekki með vegabréf eða fæðingavottorð þá er þér umsvifalaust stungið inn á Litla-Hraun. Þessum dreng var semsagt stungið í steininn við komuna til landsins og haldið þar á aðra viku. Þegar hann kemur svo á Fitjar heyrir hann af rassíunni og óttast að það verði ráðist þangað inn aftur fyrirvaralaust. Stuttu eftir að ég var þarna í gær, réðst sérsveitin þarna inn til að handtaka hælisleitanda. Sá hefur víst ógnað öðrum þarna. Ég bara spyr er þetta staður til að geyma ungling sem hefur þurft að upplifa þann viðbjóð sem er í gangi í Írak? Er það eitthvað sem má kalla virðing fyrir hans mannréttindum?
Þessi drengur á erfitt með svefn en fær ekki svefnlyf og er sendur á milli Rauða Krossins og féló því hann má ekki hitta lækni án þess að féló samþykki það. Ég hef upplifað sjálfsvíg mér nákominna og ég verð að viðurkenna að ég óttast um að drengurinn geti valdið sér skaða ef hann fær ekki mannúðlegri meðferð.
Hann helsta ósk er að fá að fara aftur til Noregs og fá tækifæri til að sækja um hæli þar eða að fara til Kanada þar sem hann á fjölskyldu. En hann fær ekki að fara neitt, hann er enn einn draugurinn á Fitjum sem flestum virðist standa á sama um.
Hann bað mig um að hjálpa sér að komast héðan en ég veit að þegar ég hringi í hann í dag að ég verð að segja honum að ég geti ekkert gert fyrir hann. Ég veit að ég á ekki að taka þetta inn á mig - en mikið vildi ég að ég gæti gert eitthvað til að hjálpa án þess að koma allsstaðar að ómannúðlegum veggjum.
Ég hef nú ekki kafað djúpt í málefni hælisleitenda en það sem ég hef komist sýnir að það fólk sem kemur hingað hefur ekkert raunverulegt öryggisnet og virðist bara falla í hyldýpi vonleysis og óvissu án þess að við látum okkur það neitt varða.
Ef einhver les þetta sem veit leiðir til að hjálpa þessum dreng, vinsamlegast hafið samband við mig.
![]() |
Óttast um líf hælisleitanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2008 | 09:28
Neyslufráhvörf þjóðarinnar
Vikan sem var að líða var afar viðburðarík sem og lærdómsrík fyrir mig og mína. Það er allt of mikið að gera hjá mér og þess vegna hafði ég ekki tök né orku til að blogga neitt. Þrátt fyrir að klæja í puttana út af mörgu fréttaefni sem um mbl.is flæddi. Ég er nefnilega háð þeim ósköpum að þurfa að hafa skoðun á öllu og það er engum manni hollt.
Merkilegt hve logandi illdeilur og grimmd er vinsælt lesefni hér í heimi. Allir eru að rífast, Björn B og Jóhann, flestir í FF við aðra í FF. Mér finnst póltíkin vera oft á tíðum eins og Leiðarljós og ég hef aldrei nennt að horfa á sápuóperur þrátt fyrir tilraunir til slíks í veikindum.
Mikið er talað um kreppu. Ég kýs að kalla þetta eitthvað annað og leyfi mér að vera frekar ánægð með að neyslugeðveikin sé að brá af fólki. Það er ekki til neitt sem heitir endalaust góðæri sér í lagi ef fólk tekur alltaf meira en það getur torgað.
Ég hef tamið mér það alla tíð að lifa frekar spart. Hef ekki þörf á að kaupa mér eitthvað eins og tískuvarning eða skemmtun. Hef ekki þörf á að vera í samkeppni við nágranna eða vini um flottara heimili eða bíl. Hef ekki þörf á að fá handsnyrtingu eða strípur. Hef ekki þörf á að liggja á sólarströnd eða ferðast á fyrsta farrými. Hef ekki þörf á að eiga eitthvað, vegna þess að allir eiga það eða upplifa eitthvað út af því að allir eru að upplifa það.
Ég hef tamið mér að elda flestan mat frá grunni og fer nánast aldrei út að borða. Fer sjaldan í bíó eða á dýra tónleika. Ég nota bílinn stundum ekki dögum saman og valdi mér sparneytinn bíl. Því er þessi svokallaða kreppa ekki endilega að koma eins hart niður á mér og mörgum. Auðvitað finn ég fyrir því að matvara er orðin dýrari og hver poki af mat er dýrari en síðast. En ég er svo lánsöm að líta á það sem tækifæri til að einfalda líf mitt og læra eitthvað nýtt. Sá að risadósin af salsa sem ég keypti oft á góðu verði og nota til matargerðar var kominn upp í meira en 700 krónur. Finnst ekki réttlætanlegt að kaupa slíkt aftur og ætla því að búa til mitt eigið salsa sem er hvort er eð miklu betra en dósasalsa.
Það er ekki til nóg af hráefnum handa öllum á jörðinni ef við slökum ekki á neyslunni. Það er hrikaleg pressa að þurfa að taka þátt í þessu og fyrir vikið nýtur maður ekki þessarar einstöku stundar sem andartakið er. Maður er alltaf með hugann við hvað maður á eftir að gera, upplifa, kaupa.
Ég er að vona að með þessari "kreppu" að fólk endurskoði verðmætamat sitt. Við vinnum óhóflega mikið og oft án tilefnis. Við þurfum ekki svona mikið, við hendum og sóum og réttlætum vinnuálagið með meiri neyslu. Hrikalegur vítahringur. Á sama tíma og við neytum eins og fíklar eru burðarstoðir samfélags okkar að fúna og hafa ekki fengið nauðsynlega endurnýjun. Skólakerfið er sprungið og ekki í stakk búið að sinna námskrá og miklum fjölda barna með sérþarfir. Miklir biðlistar á sjúkrahús í lífsnauðsynlegar aðgerðir til að eiga möguleika á grunn lífsgæðum segja sína sögu.
Enginn mun breyta þessu ástandi nema við. Ef við erum ekki til í að endurskoða hvað raunveruleg lífsgæði eru, hvað ætti að vera í forgrunni þá mun ekkert breytast og fólk mun þjást mikið vegna þess að það lét hafa sig út í þetta mynstur sem í raun og veru læddi sér inn í líf okkar án þess að við værum endilega þess vör. Ég hef ekki tölu á hve oft ég heyri fólk segja að það sé brjálað að gera hjá þeim. Ég gerist oft sek um hið sama og ef ég ætti að segja frá mínum helsta lesti þá er það án efa stöðug þörf á að gera meira og meira og meira. Veruleikaflótti í gegnum vinnu hefur svo sannarlega sett sitt mark á mitt líf. Ég hef bara verið afar lánsöm að hafa búið svo í haginn að flest mín vinna fer fram hér heima fyrir framan tölvufressið mitt og því hef ég sveigjanlegri tíma en flestir.
Ég valdi þetta fyrir mörgum árum síðan, þess vegna heillaðist ég af netvinnu og annarri vinnu sem hægt er að gera í fjarvinnu. Ég sá fram að það að vera sjálfstætt foreldri, þyrfti ég að vera sjálfstæðari í því hvernig ég haga vinnustundum mínum. Nú lifum við í þannig veruleika að miklu fleiri ættu að hafa tök á að vinna á þennan hátt. Það að vera á vinnustað og sitja fyrir framan tölvu eða við síma er alger óþarfi, maður gæti hæglega gert þetta heima. Þegar maður vinnur heima, þá eru engir starfsfélagar sem maður freistast til að fara að spjalla við. Maður kemur miklu meira í verk og á meiri tíma til að vera með börnum sínum eða sinna áhugamálum sínum.
Það virðist vera tregða hjá yfirmönnum að sjá gildi þess að fólk vinni meira á heimilum sínum. Þó er þetta miklu skilvirkari vinnuaðferð en að sitja í opnum rýmum eins og er nýjasta tíska hérlendis. Ég þoli ekki opin rými. Hávaðinn og erillinn allt í kring er afar truflandi til lengdar.
Ég sá fyrir mér í árdaga netbólunnar að miklu fleiri tölvutengd störf myndu verða flutt út á land en raunin hefur verið. Skil ekki af hverju áherslan hefur verið eingöngu á að skapa láglaunastörf út á landi þegar svo miklir möguleikar felast í því að skapa atvinnutækifæri fyrir fólk sem hefur sótt í stærri samfélög til að mennta sig.
Við þurfum meiri nýsköpun í úrlausn vandamála en að sama skapi er heilmargt sem við getum lært af þeim kynslóðum sem kunnu að fara með hráefni og voru dugleg að búa til eitthvað úr nánast engu.
Það er talað um mikið álag á börnum og foreldrum. Börn eru oft í meira en 9 tíma á dag í leikskólum. Það er bara ekki ásættanleg. En ef foreldrar láta það yfir sig ganga og gera ekkert til að knýja á breytingar á þessum ósköpum þá mun lítið gerast. Okkur hefur verið talið í trú um að börn verði nánast félagsleg afstyrmi ef þau eru ekki sett ung að aldri í leikskóla. Ef sú er raunin þá eru ansi margar kynslóðir af félagslega vanhæfu fólki til um allan heim.
Við þurfum að endurlæra að hlusta á innsæi okkar og ekki taka öllu sem rétt er að okkur sem einhverjum algildum sannleik. Allt sem ég hef dælt út úr mér hér er auðvitað byggt á mínum veruleika og á kannski alls ekki við aðra. En ég ákvað að deila þessum með ykkur - því satt best að segja þá er ég bara nokkuð hamingjusöm mannvera og þarf ekki mikið til að gera mig glaða, þrátt fyrir dynjandi kreppudans allt í kring.
Þetta er orðið miklu lengra en ég ætlaði mér:) Ég vona að innan þessa dags leynist tilefni gleði og brosa í ykkar veruleika. Tek mér svo vikuhlé frá bloggi en fæ að fylgjast með þeim bloggvinum sem gjarnan fá mig til að hlæja eða hugsa:)
21.9.2008 | 15:02
Höldum upp á friðardaginn
Þó ekki væri nema með því að tendra á kerti og heita því að gera eitthvað fallegt fyrir þá sem á vegi okkar verða í dag. Upplagt að finna fyrir fyrirgefningu í hjarta okkar. Sagði ekki einhver að allar byltingar hefjast í hjarta okkar? Bylting er ekki neikvætt fyrirbæri heldur má líta svo á að til sé eitthvað sem heitir manneskjubylting. Umbylting gamalla hugmynda, að breyta eitri í meðal, að auðsýna þakklæti fyrir það sem við höfum, að brosa framan í heiminn. Það kostar ekki neitt.
Hvet ykkur til að kíkja á myndbandið sem ég setti hér í fyrri færsluna mína í dag. Þar er markmið þessa dags útskýrð betur. Hér er svo slóð í síðuna Peace One Day og bros handa þér frá mér:)
![]() |
Friðardagurinn haldinn í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2008 | 09:16
Dagurinn í dag er dagur friðar
paz
frieden
سلام
мир
klid
mir
fred
rauha
paix
ειρήνη
शांति
vrede
pace
fred
pokój
мира
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 07:25
Heima - Heiman
Kíkti í gær á ljósmyndasýningu sem ber yfirskriftina Heima - Heiman. Hún er haldin á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ég átti erindi í Borgarbókasafnið og sá að angar sýningarinnar teigðu sig þangað inn, finnst þau sem starfa á Borgarbókasafninu alveg einstaklega hugmyndarík þegar kemur að því að vekja athygli á mismunandi bókaflokkum. Það eru svo margir dýrgripir sem maður hreinlega gleymir að til eru í bókasöfnum landsins.
Það var allavega, mjög heppilegt fyrir mig að það fyrsta sem mér mætti á bókasafninu var rekki með bókum um flóttamenn, því ég er á þessari stundu að kynna mér þau málefni betur. Ákvað að taka mér að láni bókina "Lost on earth - nomands of the new world" eftir Mark Fritz. Í anddyri bókasafnsins voru líka fjölmargir sjónvarpsskjáir í gangi þar sem rúlluðu viðtöl við flóttamenn, ég hafði ekki tök á að staldra við það vegna þess að ég var með yngri soninn með, en ég kíkti upp á fimmtu hæð á ljósmyndirnar og það lesefni sem blasti við á veggjunum. Það var ekki annað hægt en að verða snortin. Afar falleg sýning sem sýnir jafnframt í örmynd brot af sögu þessa fólks sem finna má í orðum og augum og dýrmætasta hlutnum sem þeim tókst að taka með sér. Sumir tóku ekkert með sér nema fötin utan af sér.
Sá þarna mynd af einum flóttamönnunum frá Afganistan, sem ég spjallaði aðeins við, þegar ég fór til Njarðvíkur um daginn. Veit um fólk sem hefur starfað með flóttafólki í gegnum tíðina sem sjálft hefur brotnað saman við það eitt að heyra sögurnar og ekki getað haldið áfram í starfi.
Ég kynntist fjölskyldu frá Íran sem bjó í litla þorpinu hennar mömmu í Danaveldi, þau voru hluti af bylgju flóttamanna sem reyndi að flýja Íran þegar það var í tísku þar að senda kornunga drengi í stríðið með lykil að paradís um hálsinn og voru þeir nánast notaðir sem mennskir skyldir. Þau flúðu rétt áður en sonur þeirra hafði náð aldri til að vera lyklabarn af öllu hryllilegri toga en okkar lyklabörn.
Það hafði mikil áhrif á mig að kynnast þeim þegar ég var rétt um tvítugt. Þau voru vel menntuð og áttu eignir sem þau urðu að skilja eftir. Það sem er oftast erfiðast fyrir flóttamenn er að þurfa að skilja eftir ættingja sína og ekki vita um afdrif þeirra. Það er til óhugnanlegur fjöldi fólks sem gufar upp og enginn veit nokkru sinni hvað verður um það. Ég hef fengið að upplifa það í þrígang að vita ekki um afdrif fólks sem hefur verið mér afar nákomið. Það sem ég fékk að læra af því var hve óvissa getur verið lamandi tilfinning og ég þráði ekkert meira en að fá að vita um örlög þessa fólks míns. Því þá var hægt að bregðast við því sem hafði gerst.
Fólkið sem geymt er í Njarðvík býr við þessa óvissu stundum árum saman, ekki bara varðandi afdrif ættingja sinna og ástvina, heldur varðandi sín eigin örlög. Í stað þess að sýna þeim hlýju, virðist þjóðin mín frekar kjósa að snúa baki við þeim og hugsa um hversu mikið þau kosta okkur. Það er ekki þeirra val, þegar þau biðja um möguleikann að lifa án ógnar, að vera gerð ólögleg, að mega ekkert gera nema bíða. Kerfi ætti alltaf að snúast um að þjóna þörfum ekki hefta fólk. Auðvitað hljóta að vera til aðrar lausnir en að hneppa þau í enn strangari fangelsi. Það er nú ekki svo auðvelt að hverfa hér á landi. Kannski væri hægt að gefa þeim tækifæri á að vinna fyrir sér, eða að gera eitthvað annað en að bíða.
Ég ætlaði nú ekki að hafa þetta svona langt - mæli með því að fólk kíki á Heima - Heiman, frábærar ljósmyndir - frábær úrvinnsla á efninu. Hér gríp ég aðeins niður í sýningarskránna: "Á sýningunni heima - heiman hittum við fyrir ólíka einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín. Flest hafa þau neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna stríðsátaka. Sum hafa leitað skjóls í flóttamannabúðum, önnur hafa flúið land úr landi, en öll hafa þau að lokum komið hingað til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Á ljósmyndum Katrínar Elvarsdóttur horfast þau í augu við okkur. Við fáum að sjá hver þau eru - og við fáum vísbendingar um þá sögu sem þau hafa að geyma. Þau sýna okkur hluti sem skipa sérstakan sess í lífi þeirra. Hlutir sem tengja þau við gamla heimalandið og kalla fram sterkar tilfinningar." (Sigrún Sigurðardóttir)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 18:37
"Vel heppnuð" aðgerð?
2. Þetta eru ekki ólöglegir innflytjendur, heldur flóttafólk, þar er mjög stór munur á og allt of algengt að fólk tjái sig um málefni þeirra sem leita hér hælis hafi ekki hundsvit á því sem það lætur út úr sér.
3. Þessi "vel heppnaða" aðgerð innibar að 58 lögreglumenn með hunda réðust inn á 42 flóttamenn klukkan 7 að morgni, hurðir brotnar niður, fólk handjárnað og niðurlægt með því að neita því um að klæða sig í föt.
4. Margir af þeim sem bíða hér um langt skeið í von og óvon um landvist, mjög fáir fá hæli hérlendis. Held að það séu innan við 5 af hundruðum um langt skeið. Gaman væri að fá nánari tölur um það.
5. Fólk sem kemur frá löndum eins og til dæmis Afganistan, Írak og Íran hefur búið við meiri ógn og hrylling en við getum eiginlega gert okkur almennilega í hugarlund. Að vakna upp við svona læti myndi jafnvel láta duglega Íslendinga fá hland fyrir hjartað.
6. Ef það var rökstuddur grunur um að einhverjir væru að villa á sér heimildir, af hverju var ekki bara leitað hjá þeim í stað þess að láta öllum líða eins og þeir hefðu brotið af sér?
7. Ekki gleyma að langflestir sem þarna urðu fyrir þessari tuddalegu aðgerð hafa algerlega hreint mjöl í sínu pokahorni og eiga ekki skilið að fólk dæmi það án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um sögu þeirra.
8. Ég hitti þennan mann í gær og spjallaði við hann sem og 2 menn frá Afganistan. Ég held að þeim hafi sárnað hve mest að það væri búið að ljúga upp á þá að þeir væru eiturlyfjasölumenn, en ekkert sem rökstuddi þann grun lögreglu var sannað og því má segja að lögreglan hafi án þess að hafa fyrir að leiðrétta það, svert þeirra mannorð, þannig að þau sem þarna dvelja eru enn frekar litin hornauga í þessu litla samfélagi.
9. Mér finnst eitthvað rotið við það hvernig fólk virðist njóta þess að rægja fólk sem hér kemur út af því það hefur ekki um aðra kosti að ræða í ómögulegri stöðu sem það oft hefur aldrei valið að vera í. Mér finnst í það minnsta að við getum reynt að gefa þeim það að sýna þeim mannúð og virðingu á meðan þau eru hér, í stað þess að tala um þeirra líf sé minna virði en annarra sem hér dvelja.
10. Þó einhver rotin epli séu inn á milli eins og einhver segir, þá er rangt að dæma alla útfrá þeim.
11. Þeir sem eru þarna á gistiheimilinu í Njarðvík, fá 2.500 á viku í vasapening, ekki 7.000 á dag. Það kostar ríkið 7.000 á dag að halda úti þessum "flóttamannabúðum". Rauði Krossinn sér um matinn fyrir þau. Veit ekki hvernig það er með fatnað en símakort og sígó borgast með vasapeningnum. Þess vegna hafa þau aldrei efni á að skreppa til borgarinnar og einangrun þeirra er oft á tíðum mikil. Sumir hafa verið hér í nokkur ár án þess að þeirra mál séu afgreidd.
12. Þegar þau eru send úr landi fá þau að vita það 10 til 15 mínútum áður. Ástæða þess að fresturinn var styttur svona mikið var að maður sem hér bað um hæli frá Írak hengdi sig í stað þess að vera sendur til baka.
![]() |
Hælisleitandi mótmælir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 509715
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
-
ADHD
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Alexandra Briem
-
Andrés Magnússon
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Ari Sigurðsson
-
Baldvin Björgvinsson
-
Baldvin Jónsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergur Þór Ingólfsson
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Binnan
-
Birgir Þórarinsson
-
Birna Rebekka Björnsdóttir
-
Bjargandi Íslandi
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
SVB
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynja skordal
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Daníel Haukur
-
Dorje
-
Dísa Dóra
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Guðjónsson
-
Einar Indriðason
-
Einar Vignir Einarsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Eldur Ísidór
-
Elyas
-
Elín Sigurðardóttir
-
Elísabet Markúsdóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Erna Hákonardóttir Pomrenke
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eydís Hentze Pétursdóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Finnur Bárðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Félag Anti-Rasista
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gaukur Úlfarsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gerður Pálma
-
Gestur Guðjónsson
-
Goggi
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Gunnar Pétursson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Bergmann
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðmundur M Ásgeirsson
-
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðný Lára
-
Guðrún S Sigurðardóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Hjálmar
-
Haffi
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haukur Már Helgason
-
Heidi Strand
-
Heilsa 107
-
Heiða Þórðar
-
Helga Auðunsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Himmalingur
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlynur Hallsson
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Hlédís
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Hulla Dan
-
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
-
Hörður B Hjartarson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Helga
-
Ingibjörg SoS
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Isis
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Bjarnason
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Sigurgeirsson
-
Jón Svavarsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þór Ólafsson
-
DÓNAS
-
Katrín Mixa
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Ketill Sigurjónsson
-
Ketilás
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Snorradóttir
-
Krummi
-
Kári Harðarson
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Árnason
-
Mafía-- Linda Róberts.
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
María Kristjánsdóttir
-
María Pétursdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Morgunblaðið
-
Myndlistarfélagið
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
Neo
-
Oddi
-
Paul Nikolov
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Rannveig H
-
Ransu
-
Róbert Björnsson
-
Rögnvaldur Hreiðarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
-
SeeingRed
-
Sema Erla Serdar
-
Sigga
-
Signý
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Skuldlaus
-
Snorri Sturluson
-
Soffía Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Stríða
-
Sveinbjörn Eysteinsson
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Finnbogason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
TARA
-
Tilkynning
-
Tinna Jónsdóttir
-
Trausti Traustason
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tína
-
TómasHa
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Vilborg Eggertsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Vinir Tíbets
-
Viðar Eggertsson
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
arnar valgeirsson
-
fingurbjorg
-
hreinsamviska
-
leyla
-
molta
-
oktober
-
Einhver Ágúst
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Ár & síð
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásgerður
-
Ásta Hafberg S.
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf de Bont
-
Ómar Ragnarsson
-
Óskar Arnórsson
-
Örlygur Hnefill Örlygsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þröstur Unnar
-
Þór Jóhannesson
-
Þór Saari
-
Þórhildur og Kristín
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Andrés.si
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Margrét Bjarnadóttir
-
Ari Jósepsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Barði Bárðarson
-
Bergþór Gunnlaugsson
-
Billi bilaði
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bogi Jónsson
-
brahim
-
Daði Ingólfsson
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Dóra litla
-
Dúa
-
Einar Björn Bjarnason
-
Elsabet Sigurðardóttir
-
Esther Anna Jóhannsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Grétar Eiríksson
-
Guðbjörg Hrafnsdóttir
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hreyfingin
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingvi Rúnar Einarsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Jack Daniel's
-
Jóhann Ágúst Hansen
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jóhann Pétur
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Jónas Bjarnason
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Lárusson
-
Karl Gauti Hjaltason
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Madhav Davíð Goyal
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Morten Lange
-
Óðinn Kári Karlsson
-
Ólafur Eiríksson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Rannsóknarskýrslan
-
Rúnar Freyr Þorsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sveinbjörn Ragnar Árnason
-
Vaktin
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson