Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.4.2009 | 23:13
Ekkert um stórtíðindi dagsins á mbl.is, visir.is og dv.is
Í Silfri Egils voru tvö mögnuð viðtöl við þá mætu menn Micahel Hudson og John Perkins. Það er ekki neitt fjallað um það sem þeir höfðu að segja um IMF og skuldir landsins á helstu fréttamiðlum landsins: mbl.is, visir.is og dv.is. Fann myndskeiðin úr silfrinu hjá Láru Hönnu og leyfði mér að skella þeim hér inn - til að tryggja að sem flestir landsmenn fái tækifæri á að hlusta á þá.
Michael Hudson
John Perkins
Eftirfarandi frétt var inn á ruv.is: "Íslendingar passi auðlindir sínar
Versnandi staða Landsvirkjunar getur verið ávísun á sölu íslenskra auðlinda til stórfyrirtækja og Ísland á að forðast allt samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta segir John Perkins, fyrrverandi efnahagsböðull, sem vann við að gera nauðasamninga við ríkisstjórnir þriðja heims ríkja.
John Perkins er höfundur bókarinnar The Confessions of an economic hit man en í henni segir hann frá reynslu sinni þegar hann starfaði sem svokallaður efnahagsböðull fyrir bandarísku þjóðaröryggisstofnunina. Þar vann hann við að gera nauðarsamninga við ríkisstjórnir þriðja heimsríkja til að knésetja þær svo bandarísk stórfyrirtæki ættu greiðan aðgang að auðlindum þeirra. Perkins horfir í þessu sambandi til versnandi fjármögnunarstöðu Landsvirkjunar en undanfarið hafa fjármögnunarmöguleikar fyrirtækisins verið metnir litlir sem engir og staða fyrirtækisins því erfið eða slæm að mati fjárfesta.
Perkins segir þetta er ótrúlega sorglegt og fyrirsjáanlegt. Náttúrulegar orkulindir séu mestu auðlindir Íslendinga og stór áliðnaðarfyrirtæki hafa komið hingað til lands til að notfæra sér það. Hann segir algjörlega fáránlegt að ríkisrekið orkufyrirtæki tapi peningum. Þar með séu Íslendingar ekki aðeins að gefa auðlindir til erlendra stórfyrirtækja heldur tapa gríðarlegum fjármunum. Perkins spyr hvort það myndi ekki gangast Íslendingum betur að nota náttúrulegu orkuna til að hita upp stór gróðurhús til matvælaframleiðslu. Þessi þróun sé alveg dæmigerð þegar svokallaðir efnahagsböðlar komi til sögunnar. Og með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður ástandið aðeins verra. Perkins segir að alþjóðlegar lánastofnanir taki þátt í leiknum af fullum krafti og varar sterklega við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum."
og þessi líka:"Segir Ísland ekki eiga að borga
Michael Hudson, prófessor í hagfræði við Missouri-háskóla, segir að íslenska ríkið eigi ekki að borga skuldir sem það hefur ekki sjálft stofnað til og að hætta eigi samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Verið sé að ráðast á íslenska hagkerfið.
Markmiðið með árásinni segir hann vera að ná yfirráðum yfir náttúruauðlyndum og fjármunum Íslendinga. Hudson var gestur í Silfri Egils í dag. Hann segir að fólk átti sig kannski ekki á þessu en haldi að það séu eðlilegir viðskiptahættir að lánardrottnar krefjist þess að fá greitt strax en svo sé ekki.
Lífsgæði geti ekki aukist undir þessum kringumstæðum þegar vextir og skuldir eru að sliga þjóðarbúið sem geti ekki staðið undir greiðslunum. Hudson gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að láta Ísland greiða af skuldum sem það ræður ekki við og mælir með því að samstarfinu við sjóðinn verði hætt."
Þetta er það eina sem ég fann á öllum fréttavefum landsins fyrir utan það sem Egill Helgason skrifar sjálfur um þáttinn. Finnst furðulegt þetta áhugaleysi fjölmiðla á stórfrétt af þessu tagi. Bloggheimar loga í umræðum en engum fréttamanni finnst ástæða til að fjalla um þetta.
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
5.4.2009 | 10:28
John Perkins og Micael Hudson á Íslandi
Í dag mun Egill Helgason spjalla við þessa merku menn í Silfri Egils. Ég skora á alla sem lesa þetta að láta það ekki fram hjá sér fara.
Að auki mun John Perkins halda eftirfarandi erindi klukkan 17:00 á mánudaginn í stofu 102, Háskólatorgi.
Er allt uppi á borðinu ? / Is everything on the table?
Síðastliðin 40 ár hefur Ísland, lítið land í norðurhöfum, leitað stórra lausna í orku-, atvinnu-, og efnahagsmálum. Á þessu málþingi verður fjallað um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar, hnattvæðingar og efnahaglegs sjálfstæðis.
Sérstakur gestur á málþinginu verður bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur The Confessions of an Economic Hitman. Perkins er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar Draumalandið, sem byggð er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, en Perkins kemur fram í myndinni.
17:00 | Introduction |
17:10 | John Perkins, höfundur Confessions of an Economic Hitman Economic crisis: Hitmen hit Iceland and the world |
18:00 | Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur What is Iceland´s benefit when dealing with foreign investors? |
18:15 | Hjálmar Gíslason, DataMarket What does the data tell us? |
18:30 | Pallborðsumræður/Panel Discussion |
19:00 | Fundarlok/End |
31.3.2009 | 22:59
Vonlaus í vonleysinu
Það fór eitthvað fyrir brjóstið á sumum félögum mínum að SME setti okkur undir hatt vonlausu framboðana. Ég er bara þannig að eðlisfari að ég er frekar vonlaus í því að vera vonlaus:)
Þetta var merkileg upplifun fyrir mig - fyrstu útvarpsumræðurnar fyrir XO og fyrstu svona umræður sem ég hef tekið þátt í yfirhöfuð í útvarpi. Í þættinum voru ásamt mér, Bjarna Harðar og Grétari Mar - þátturinn heitir Sprengisandur og er í umsjón Sigurjóns M. Egilssonar. Þessi þáttur var sunnudaginn 22. mars. Smellið hér til að hlusta.
Ég skemmti mér bara mjög vel og held að ég drífi mig bara í fleiri svona þætti ef mér verður boðið.
30.3.2009 | 17:59
Að fara í framboð
Lífið er skringilegt ferðalag og enginn veit sína ævi fyrir, svo mikið er víst. Ég get ekki sagt að ég hafi tekið þá ákvörðun að leiða lista með léttum hug. Ég veit að við erum að fara að kljást við einhverja þá verstu tíma sem þjóð mín hefur staðið frammi fyrir. En það er annað hvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst mikilvægt að hafa hugrekki til að stíga inn í óttann sem felst í því að takast á við þetta hlutverk. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að venjulegt fólk bjóði sig fram í þetta hlutverk. Ég er ósköp venjuleg manneskja sem rétt eins og svo margir óttast um framtíð komandi kynslóða, óttast hvað koma skal ef við þurfum að bera skuldir óreiðumanna. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til þess að fleiri gefi kost á sér sem hafa engin hagsmunatengsl, sem eru að upplifa á eigin skinni þá kreppu sem við erum rétt að byrja að stíga inn í. Ég vona að þið komið til liðs við okkur og hjálpið okkur að ryðja veginn að auknu lýðræði hérlendis. Oft hefur mér liðið sem ég búi fremur í einveldi en lýðveldi. Flokksræðið er algert og stendur án efa fyrir því að þau mál er brenna hve mest á að koma í gegnum þingið, virðast pikkföst.
Ég óttast að skjaldborgin svokallaða verði notuð sem kosningamál - skil ekki af hverju þau mál er varða þessa skjaldborg séu ekki í algerum forgangi inni á þingi. Ég skil ekki af hverju hér var hægt með einu pennastriki að setja á neyðarlög sem ganga á skjön við stjórnarskrá okkar, ég skil ekki af hverju það er ekki hægt með einu pennastriki að stoppa að fólk sé borið út á götu. Ég í einfeldni minni hélt að það væri það sem gera ætti fyrst þegar ný stjórn tók við. Hvað á þessi seinagangur að þýða?
Ég ætla ekki að lofa neinu sem ég veit ekki hvort að ég geti staðið við - ég get bara lofað að gera mitt besta. Ég get lofað því að starfa eftir stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar - Ég mun vera dugleg að fá lánaða dómgreind frá ykkur sem eruð baklandið - þið sem eruð rétt eins og ég sannfærð um að hér verður að hrinda af stað róttækum breytingum á stjórnsýslu og valdi - hér verði að komast á þrískipting valds og að hér þurfi að losa um þau höft sem flokksræðið hefur þvingað þjóðina inn í. Það er ekki eðlilegt að heil helgi fari í að tala um foringja og glæsileika landsfunda á meðan þjóðinni blæðir. Ég hef engan áhuga á að daga uppi á þingi - ég vil aftur á móti fara og moka flórinn - ég vil fá aðgang að þeim upplýsingum sem þjóðin kallar eftir en fær bara þögn - ekkert hljóð - bara yfirvofandi niðurskurðarblóð.
Ég get lofað því að svíkja aldrei samvisku mína eða siðferðiskennd sem oft er stærri en góðu hófu gegnir. Ég mun frekar víkja en að fara inn á grá svæði. Ég mun frekar víkja en að þynna út stefnu okkar þannig að hún verði svipur hjá sjón.
Ég hef aldrei litið á þann stuðning sem Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, tengist beint persónum - við erum öll aðalleikendur í þessu leikriti lífsins og við skiptum öll máli - rödd okkar hefur aldrei þagnað þó sumir haldi því fram að raddir fólksins séu þagnaðar - við erum líka raddir fólksins - við vorum líka í mótmælum frá upphafi hrunsins - skipulögðum viðburði og fundi - við slógum á búsáhöld og hrópuðum okkur hás en síðast en ekki síst þá höfum við unnið myrkrana á milli við að finna lausnir - í allskonar hópum - frá öllum mögulegum þjóðfélagshópum.
Næg eru verkefnin sem framundan eru - ég hef engan áhuga á að sitja með hendur í skauti. Þetta er mín leið til að sá fræjum - til að hafa áhrif, til að breyta því sem mér finnst vera ólíðandi.
Nóg um mig: hvað vilt þú? Hvað finnst þér mikilvægast að gera til að upplifa réttlæti og sátt innra með þér, meðal þjóðarinnar?
Rithöfundar leiða í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 12:28
Nýtt myndband frá Tíbet
Dalaí Lama þakkar Indverjum hjálpina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2009 | 10:33
Borgarahreyfingin hafnar leiðtogadýrkun
Fréttatilkynning
Nýlega efld stjórn Borgarahreyfingarinnar hefur tekið til starfa og í kjölfarið sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. Borgarahreyfingin hafnar leiðtogastjórnmálum eins og þau hafa birtst hér á landi hvort sem um er að ræða undanfarna mánuði eða áratugi. Þess vegna hefur Borgarahreyfingin ákveðið að skipta ekki með sér verkum skv. hefðbundnum aðferðum í hlutverk formanns, varaformanns og ritara og nota ekki þá titla í starfi sínu. Um yfirstandandi helgi eru haldnir landsfundir tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Almenningur þarf að sæta því að horfa upp á nánast stanslausa umfjöllun á starfsemi þessara flokka í öllum fjölmiðlum þar sem fyrirferð flokksleiðtoga og leiðtogakjörs varpar stórum skugga á þá málefnalega umræðu sem annars ætti að vera í landinu. Landsfundir sem þessir og sú skefjalausa leiðtogadýrkun sem þeir upphefja er lýðræðinu ekki til framdráttar.
Borgarahreyfingin þjóðin á þing bendir á að það er einmitt leiðtogadýrkun af þessu tagi sem leiddi til þeirrar ömurlegu niðurstöðu að Alþingi varð óstarfhæft. Ríkisstjórn landsins hrökklaðist svo frá þegar vanhæfni þeirra leiðtoga sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu á að skipa kom berlega í ljós. Stjórn Borgarahreyfingarinnar mun koma fram sem heild og meta það í hverju tilviki hver kemur fram sem talsmaður hennar, eftir því hvert tilefnið er. Þess vegna mun Borgarahreyfingin sýna mörg andlit í aðdraganda kosninganna. Í því skyni hefur Borgarhreyfingin skipað sér talsmenn sem munu skipta með sér hinu s.k. leiðtoga hlutverki sem gamaldags stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun kallar svo sterkt eftir.
Nýr formaður kosinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2009 | 09:57
- BROTTVÍSUN ER MORÐ! -
Krafa um að íslensk yfirvöld hætti að senda fólk út í opinn dauðan!
Hist verður á Lækjartorgi klukkan 15:00 á morgun, sunnudag, til að mótmæla
meðferð íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum á Íslandi.
- BROTTVÍSUN ER MORÐ! -
Dauðadómur frá Íslandi
Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með
eingöngu tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar
hafa ásakað Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum
hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir
verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.
* Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín
vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa
fastan stað til að búa á.
* Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum, hlutfallslega, af öllum
löndum heims. Frá 1990 til 2007 sóttu 603 einstaklingar um hæli á
Íslandi. Einungis einn hlaut hæli. Á sama tíma eru það fátækustu lönd
heims sem taka við flestum hælisleitendum.
* Ísland nauðgar Dyflinnarsamkomulaginu með því að senda
hælisleitendur aftur til þess Schengenlands sem þeir komu fyrst til.
Þaðan verða þeir sendir aftur til sins heimalands.
Að senda fólk til lands þar sem geisar stríð er morð!
Að senda fólk til lands þar sem það er ofsótt fyrir skoðanir sínar er morð!
Berjumst fyrir lífi. Mætum á mótmælin á Lækjartorgi Sunnudaginn 29. mars,
kl. 15:00.
---
Bréf Hassan Raza , hælisleitanda frá Afghanistan.
Ég kom frá Afganistan til Evrópu til að finna friðsamlegt líf, og ég hélt
að allt yrði í góðu lagi. Í Grikklandi lærði ég fyrst tungumálið og
tileinkaði mér svo lífsstílinn. Í 2 ár hélt ég að allt hefði breyst til
hins betra, þegar náungar sem höfðu valdið mér vandræðum í Afganistan,
komu til Grikklands. Þeir fundu mig og handleggsbrutu mig svo
handleggurinn hefur ekki komist í samt lag síðan, og stungu mig fjórum
sinnum hnífsstungu í brjóst, bak og háls. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu
að Grikkland og jafnvel öll Evrópa væri mér ekki örugg. Ég flutti og hélt
að ef til vill myndi Kanada reynast betur. Á leiðinni þangað millilenti ég
á Íslandi og hér stöðvaði lögregla för mína. Þá átti ég einskis annars völ
en sækja um hæli á Íslandi.
Nú hef ég verið hér í 11 mánuði. Á þessum 11 mánuðum hef ég gert mitt
besta. Ég fann starf sem aðstoðarmaður kokks á veitingastað á hóteli í
Keflavík, og tímabundið atvinnuleyfi, til þriggja mánaða. Ég starfaði á
veitingastaðnum í þrjá mánuði án þess að fá nokkurn tíma greitt, því
veitingastaðurinn varð gjaldþrota. Ég hef rætt við Rauða krossinn um málið
og þau fengu mig til að afhenda þeim atvinnuleyfið, þannig að þau gætu
sótt um hæli fyrir mína hönd. Það var fyrir fjórum mánuðum síðan og ég hef
ekkert heyrt frá þeim síðan þá. Og nú hafa þau ákveðið að senda mig aftur
til Grikkland, þar sem þau vita að ég er í lífshættu. Nú hef ég þannig
engan stað þar sem mér finnst ég öruggur.
Ég þarfnast og á tilkall til þess að komið sé fram við mig í samræmi við
alþjóðleg mannréttindalög. Ég fer fram á hjálp við stjórnvöld og
fjölmiðla. Líf mitt er í ykkar höndum.
28.3.2009 | 16:35
Bein útsending á ræðu Davíðs
Verðum að halda í vonina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009 | 13:46
Opið fyrir alla nema Snorra
Snorri bauð sig fram á móti Bjarna Ben í formannsstólinn - en reynt hefur verið með ráðum og dáðum og hunsa framboð hans. Hér er bráðskemmtileg ræða sem hann hélt í Valhöll - ég er ekki viss um að hann fái að halda ræðu í Laugardalshöllinni í dag. Flokkurinn vill sem sagt bara vera opinn fyrir suma - sér í lagi þá sem eru til í að halda sig til hlés.
Þurfum að opna flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009 | 12:54
Fall eða endurreisn?
Grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni
Íslenska þjóðin var fyrst til að falla í hyldýpi kreppu sem engan endi virðist ætla að taka. Þögnin um eiginlega stærð vandans er bæði þrúgandi og skammarleg.
Heimurinn horfði á okkur falla, en mun heimurinn sjá hér raunverulega endurreisn? Við höfum tækifæri til að gefa bæði þjóðinni okkar von sem og heimsbyggðinni um að hægt sé að taka á spillingu þó hún nái inn á æðstu stofnanir. Við höfum tækifæri til að sýna að við þorum að reisa
hér samfélag þar sem krafan um gegnsæi og raunverulegt lýðræði rís hærra en óttinn við breytingar.
Heimurinn horfir til okkar því við erum fyrsta landið til að kjósa í kjölfar efnahagshrunsins eftir að ríkisstjórn var steypt af stóli með raunverulegri byltingu. Við berum því mikla ábyrgð að láta ekki tæla
okkur til að endurnýja umboð þess fólks sem brást algerlega trausti okkar. Heldur einhver að þau séu best til þess fallin að leiða landið úr þeim ósköpum sem þau létu dynja yfir okkur án nokkurrar
iðrunar? Tveir flokkar skópu þessa atburðarrás með fádæma tengslamyndun á milli viðskiptaheims og þingheims. Treystið þið virkilega þeim til að rannsaka sjálfa sig og vini sína?
Ef við viljum breytingar þá verðum við að gera eitthvað til að þessar breytingar verði að veruleika. Ég treysti hvorki kerfinu né fólkinu sem situr í öllum æðstu embættum til að tryggja að við
almenningur fáum meiri völd. Ég treysti þeim ekki til að hafa dug í sér til að uppræta þá spillingu sem hér er orðin svo samofin veruleika allra að fólk er nánast hætt að sjá hana.
Hvað ætlar þú að gera til að tryggja að við losnum úr viðjum flokkakerfisins? Hvað ætlar þú að gera til að sýna umheiminum að þér er nóg boðið? Ég veit hvað ég ætla að gera, ég ætla að leggja allt
undir til að tryggja að það fólk fái brautargengi sem ég veit að hefur enga hagsmuni aðra að leiðarljósi en að tryggja þjóðinni aftur þau völd sem hún hélt sig hafa. Ég ætla að styðja Borgarahreyfinguna þjóðin á þing með ráðum og dáð til að hér verði í boði raunveruleg lausn fyrir þá sem hafa
fengið nóg af svikum og sérhagsmunagæslu ráðamanna.
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 509137
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson