Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Get ekki lengur setið á mér...

Eftir gott hlé frá því að vera MJÖG virk í umhverfisbaráttunni er ég aftur komin á skrið. Var mjög hrifin af ráðstefnu saving iceland um helgina og hún endurvakti og endurnýjaði þessi knýjandi þörf á að gera eitthvað NÚNA. Ég hef orðið vör við það sem kalla má media blackout á þessa ráðstefnu, mun því setja inn efni hér frá youtube um leið og það verður sett inn um ráðstefnuna þar á bæ. Þá sýnist mér ég hreinlega verði að halda áfram að blogga því það er bara svo mikið af skrifum hér sem eru hreint og klárt bull og siðgæðiskennd mín segir mér að það verði einhver að svara þessu bulli þó mér þyki það ömurlegt hlutskipti:)

Skellti inn smá frétt um þróun mála með efni sem tengist mömmu á bergthora.blog.is

Er enn á bleikum ástarhnoðra og ætla mér að vera þar um aldur og ævi...

Kameljónið hverfur um stund

Elsku bloggvinir og vinir...
Ég hverf um ókveðinn tíma... ert allt of upptekin af því að vera ástfangin til að eyða tíma mínum í virtual reality þegar veruleikinn er kraftaverkavél þar sem ég lifi ævintýrið.

Þetta hefur verið ómetanlegur tími og sérstakur að deila móðurmissinum með ykkur og öðrum hugrenningum. Er að setja upp blogg sem er tileinkað mömmu. Náði bergthora.blog.is:) Set þar inn upplýsingar um verkefni sem tengjast Bergþórunni minni...

Sorgin er ekki lengur eilífur saknaðurstingur heldur mjúk eins og eðalvín og minningarnar hrannast upp eins og sólstafir - ég er óendanelga glöð að ég gaf mér tíma til að komast að hjarta sorgarinnar. Borgar sig aldrei að geyma sorgina og láta aðra hluti ganga fyrir. Maður verður svo veikur í hausnum af því:)

Ni-kó-dí-n-dímoninn ógurlegi

Furðulegt, ég hef verið reyklaus í 18 daga og ekki haft neinar almennilegar langanir fyrr en núna... hvaða rugl er það? Núna er ég gjörsamlega að drepast úr sjúklegum hugsunum um að í raun og veru langi mig ekkert að hætta að reykja og bla bla bla.... Hygg að ég verði að drífa mig út að línuskautast og sjá hvort að ég missi ekki þessa þráhyggjulegu hugsanir úr höfði mér:)

Birgitta bleika

fishandflowerÉg verð að viðurkenna það að ég bara þoli ekki bleikan lit. Ég á engin bleik föt og mun því væntanlega þurfa að vera félagskítur í bleika dæminu í dag. En auðvitað er ég fylgjandi kvenfrelsi og jafnræði. En ekki undir neinum kringumstæðum gera væntingar um mig í bleiku, fyrr dett ég dauð niður:) Í tilefni dagsins læt ég hér með fylgja með photoshop tilraun og mun þetta verða eins nálægt bleiku og ég kemst. Þ.e.a.s.= stafræn:) Finnst þetta reyndar alveg geðveikt flott mynd. Fótóshoppaði mig til helvítis, klæddi mig í blóm og setti mig við frystihús við fagra höfn.

Óbærilegur léttleiki tilverunnar

Þá er það staðfest: hver dagur er ævintýri og engum um að kenna ef maður er ekki fær um að finna leiðina að því nema manni sjálfum. Ég bjó til smá ævintýri í dag. Fór í göngutúr út í Skerjó í dag með minni þýsku vinkonu sem fer heim á morgunn. Ég ákvað að taka mömmu með. Tók helling af myndum af henni í ýmsum skemmtilegum kringumstæðum. Við fundum heillegan krabba við sjávarmálið og ákvað ég að það væri bara nokkuð krúttilegt að skella maríuhænunni við hlið hans. Pabbi var nú einu sinni í krabbamerkinu og var óttalega mikill krabbi í sér. mamma og pabbiEins og sjá má á þessari mynd eru þau mjög sæt saman. Ég er annars að hugsa um að gera ljósmyndasýningu um ferðalag mömmu í búki maríuhænunnar. Vona að ég móðgi engann en það er liður í mínu lífi að láta dauðann vera tilefni gleði. Búa til nýjar minningar og gleðja sig yfir því sem eitt sinn var. Ég er búinn með tárakvótann fyrir mömmu. Hef verið sígrenjandi eftir að ég missti vinnuna og hafði ómældan tíma til að finna til. Hjálpaði náttúrulega ekki að hætta að reykja ofaní allt saman, ég verð alltaf svo mikil tilfinningavera þegar ég hætti að reykja. Ég er svo heppin að vera í krónísku hamingjukasti ofan í þetta allt saman og er ég því í hinum svokallaða óbærilega léttleika tilverunnar. 

The coconut revolution> mæli með þessari mynd

Ég er svo heppin að hafa aðgang að skemmtilegustu fréttastöð í heimi: Aljazeera: Á hverjum degi rekst maður á eitthvað þar sem maður vildi svo gjarnan sjá víðar. Áhugaverð sjónarhorn á fréttum sem við fáum því miður allt of sjaldan að sjá hjá vestrænum sjónvarpsstöðum. Eitt af því sem ég datt óvænt niður á í gær var alveg frábær heimildarmynd sem heitir the Coconut Revolution. Fjallar um fyrstu svokölluðu Eco revolution. Ætla ekki að fjölyrða um hana, mæli bara með að fólk sjái hana ef það hefur tök á. Hún gaf mér bæði innblástur og von.

Er ennþá reyklaus ... yes:) 16 dagurinn senn að kveldi kominn og það síðasta sem mig langar í er sígaretta, væri meira til í að fá mér frostpinna... eða göngutúr.

Hætt að reykja - dagur 10

Þetta hefur verið alveg fáránlega auðvelt:) Er reyndar að svindla smá, nota zyban til að hjálpa mér. Zyban eru svona hættu að reykja pillur.. án nikótíns. Vil alls ekki halda áfram að vera háð nikótíni. Zyban virkaði ekki á mömmu og ekki á bróðir minn. Veit ekki af hverju það virkar á mig, kannski vegna þess að ég trúi því að það virkar fyrir mig... lífið er jú alltaf endurspeglun væntinga manns. Ég nota zyban vegna þess að ég losna við að verða brjáluð í skapinu og vil ekki að börnin mín þjáist vegna skapstyggðar minnar.

Ég ákvað að hætta að reykja á mjög stressandi tímapunkti. Þá hef ég ekki afsökun til að byrja aftur ef ég lendi í miklu álagi. Ég er dugleg að hreyfa mig og hef enga sérstaka löngun í mat umfram hið hefðbundna. Ég er annars búin að kúpla mig út öllu og ætla að leyfa sorginni (sem lá þarna í leynum meðan ég varð að sinna vinnunni fyrir kosningar) að flæða í gegnum mig. Ég var eiginlega orðin þunglynd útaf þessu öllu, þannig brýst það út ef maður bælir sorgina niður. Alla vega hjá mér. Þegar maður upplifir hlutina aftur og aftur, eins og ég og samtöl mín við dauðann, þá vill það stundum magna upp fyrri reynslu. Ég er heppin, hef fundið á lífsleiðinni nokkur mögnuð verkfæri til að vinna með sorg, eymd og sjálfsvorkun. Hef náð að umbreyta þessari grunn tilfinningu fórnarlambsins í hetju. Ótta í kærleika. Drullu í gull:)

Fór í frábæra ferð út á Snæfellsnes í gær, meira um það þegar ég er búin að skella myndum úr ferðinni inn á bloggið...

Hætt að reykja - dagur 5


Ég hef ekkert bloggað undanfarið vegna þess að ég hef verið frekar eirðarlaus og átt frekar annríkt í að gera ekkert. Ég hef tekið þá ákvörðun að blogga ekki um pólitísk málefni hér vegna þess að þau eru svo þreytandi þessi komment sem maður fær frá einhverjum Jóni Jónssyni út í bæ og jafnframt allt of fyrirsjáanleg. Er að reyna að sjá betri hliðina á fólki og það að lesa komment eftir suma sem fara sem hæst hér í moggabloggheimum fær mig til að missa vonina um að það sé til slík hlið á mannfólkinu.

Ég er búin að vera að gera skemmtilega tilraun þegar ég er úti að labba: ef ég mæti einhverjum þá fer venjulega af stað fjöldasöngur fordóma í hausnum á mér. Þegar ég finn að þau leiðindi eru að hellast yfir mig prófa ég að segja í huganum við þetta fólk sem á vegi mínum verður "gangi þér vel" og þá hverfur þessi neikvæðni í huga mér sem ég hef uppgötvað er bara ótti. Ótti er undirrót alls þess slæma í heimi hér, en hann er fáránlega auðvelt að temja. Ég er semsagt skíthrædd við fólk. Til að hætta að vera hrædd þá er besta meðalið að hugsa jákvætt til þeirra og allur ótti hverfur eins og dögg fyrir sólu, einfalt ekki satt?

Ég er nikótínfíkill eins og fimmta stigs alki. Hef reykt síðan ég var 11 ára, tók fyrsta smókinn þegar ég var 6 ára, var kominn upp í tvo pakka af prins þegar ég var 14. Hef hætt en alltaf fallist í freistingar. Nikótínpúkinn kemur ótrúlega skemmtilega skapandi hugmyndum í kollinn á mér af hverju ég ætti nú að byrja aftur. Ekkert mælir með því að ég reyki. Mamma dó úr þessu og hið sama gerði blóðbandapabbi. Hún úr krabba og hann fékk hjartaáfall. Bæði dóu þau langt fyrir aldur fram. Ég er hætta óska mér snemmbærum dauða og væri alveg til í að verða 1000 ára. Delphin trúir því reyndar að ég sé 1040 ára:) Ef það laumast að mér löngum í smók þefa ég að reykmettuðum fötum móður minnar og minni mig á hennar raunsanna ilm sem var þessari viðbjóðslykt ekkert líkur.

Vona að ríkisstjórnin þori, vilji og geti ...

tekið á þessu mikilvæga máli. Hef mikið fylgst með þrautargöngu þeirra sem búa þarna og var mjög ánægð með Norðmenn að þyrðu að taka fyrsta skrefið í að viðurkenna réttkjörna ríkisstjórn Palestínu. Það hlýtur að myndast samstaða á þingi um að viðurkenna jafn sjálfsagðan hlut, sem þó við hin lýðræðislegu ríki þorum ekki að gera. Merkileg hræsni að krefjast lýðræðis af þessari þjóð en svo þegar hún kýs ekki það sem við viljum að hún geri þá snúum við baki í hana.

Mæli svo með alveg frábærri bók eftir Joe Sacco sem heitir Palestine og er ein af albestu "graphic novel" myndskáldsögu sem hafa verið gerðar. Hægt að fá hana í Borgarbókasafni og á Amazon. Fáar bækur hreyft eins hressilega við mér.


mbl.is Vilja að Ísland viðurkenni heimastjórn Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.