14.3.2007 | 07:24
Jarðarförin hennar mömmu mun fara
fram í Hveragerðiskirkju seint í þessum mánuði. Þorum ekki að auglýsa dagsetningu fyrr en öruggt er að askan skili sér til landsins. Mun setja dagsetninguna hér inn og í blöðin um leið og við fáum öskuna til okkar.
Mamma mun verða jarðsett í Kotstrandarkirkjugarði, hjá afa, bróður sínum og langömmu. Það er ótrúlega fallegur staður og gott að hafa einhvern stað til að vitja til að minnast hennar í friði og ró.
Annars þá þykir mér afskaplega vænt um öll bréfin sem ég hef fengið og hlýjuna. Vildi óska að mamma hefði ekki hætt við að láta mig skrá sögurnar sínar því hún var svo brimfull af ótrúlega skemmtilegum sögum. Reyndar hafði hún keypt sér diktafón rétt áður en hún dó til að taka upp lögin sín sem komust aldrei í upptöku í stúdeói og til að setja inn eitthvað af öllum þessum sögum... en henni vannst ekki tími til þess.
en lögin lifa enn inn í ljóðum og textum... spurning hvort að einhver dreymi þau...
Mamma er búin að vera dugleg að láta vita af sér eftir að hún yfirgaf þessa jarðvist... hún er og verður greinilega alltaf dálítill prakkari ...
Kannski var það gott að hún bjó svona í öðru landi, því að söknuðurinn hefur komist upp í vana:) og það er nú einu sinni fjölskyldumottóið að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
13.3.2007 | 08:03
Ég er komin heim
og mikið er það gott. Erfitt að takkla svona atburð í framandi umhverfi. Ég er að reyna að skilja hvað ég get lært að þessu öllu. Ég er aðeins nær því:) Hef svo oft upplifað dauðann í kringum mig og í sjálfu sér fær maður aldrei BA próf í því að missa ástvini sína. Ég held að aðalatriðið er að lifa lífi sínu þannig að hvert andartak gæti verið hið síðasta á þessari jörð og maður ætti aldrei að geyma það til morguns það sem manni finnst að maður eigi að gera í dag.
Ég vissi að mamma ætti ekki langt eftir af þessu lífi eftir að ég sá hana þegar hún kom til Íslands til að vera hjá strákunum mínum á meðan ég fór til Níkaragva. Ég hef eiginlega verið frekar þung og beið eftir þessu símtali með beig í hjarta. En ég er fyrst og fremst þakklát fyrir það að ég finn inni í mér á sama hátt og ég fann að hún væri að fara að deyja, að henni líður mjög vel hvar svo sem hún er núna. Miklu fargi er af henni létt. Hún var jú í stöðugri líkamlegri þjáningu eftir bílslysið 1993 og hafði mjög háan sársaukaþröskuld, bæði andlega og líkamlega. Það kom mér því ekki á óvart að henni jafn hetjulega og raun bar vitni tókst að fela hve rosalega veik hún væri áður en hún féll frá núna. Ég get svo sem alveg skilið hana að hafa ekki viljað fara á þennan hryllilega spítala í Álaborg. Þetta er meira eins og verksmiðja en spítlali og hremmingarnar sem við lentum í þar þegar við komum til að sjá hana voru vægast sagt eins og í bók Kafka "Réttarhöldin". En allt svona skiptir í raun og veru litlu máli. Það sem skiptir máli er hvernig heldur maður sjálfur áfram að lifa eftir að einhver deyr. Það sem skiptir máli er að geta lyft sér ofar smáatriðunum og séð heildarmyndina. Það er nefnilega ótrúlegt hvernig lífið vefur sig í mynstur og hvernig hlutirnir fá á sig merkingu ef maður sér þá heildrænt. Og það er það sem ég er að reyna að gera núna. Að sjá hvernig þessi atburður og það sem leiddi til hans hefur áhrif á þetta risastóra gangverk sem heitir lífið, mitt og annarra í kringum mig.
Lífið er nefnilega svo skemmtilega mystískt og já brimfullt af litlum kraftaverkum sem maður má alveg vera þakklátur fyrir. Það sem mér finnst alltaf best að upplifa eftir svona harmleik er að það sem raunverulega skiptir máli fer á þeirri stundu í skýran fókus og allt þetta dægurþras verður aftur það sem það er hjóm eitt. Ég ætla að halda þessum skýra fókus í þetta sinn eins lengi og ég mögulega get.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2007 | 09:06
Í minningu Bergþóru Árnadóttur
Er að setja inn nokkur sérvalin lög í tónlistarspilarann eftir mömmu og myndir af henni. Ég er enn í Danmörku. Vildi helst vera komin heim. Fann áðan ljóð sem ég skrifaði kvöldið áður en hún dó.
Ekki deyja fyrr en ég kem
Ég á ofgnótt friðar
en stálteinninn innra með mér
er tærður
og ryðgaður
Heyri pípið í vélum
eru það vítisvélar
sem halda krabbadýrunum lifandi
eða líkn
Ég á ofgnótt líknar
ég skal lesa fyrir þig Stein Steinarr eða Dag Sigurðar
ég skal lesa fyrir þig um lífið
eða dauðann
Ég skal bera smyrsl á andlit þitt
og strjúka burt storkanað blóðið í þykku hárinu þínu
og syngja fyrir þig vögguvísunar sem gleymdist
að syngja fyrir þig í bernsku
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2007 | 22:33
Mamma dó í morgunn
Þegar við bróðir minn vorum að stíga um borð í flugvélina til Danmerkur hringdi maðurinn hennar mömmu í okkur sagði okkur að hún hefði dáið í svefni við sólarupprás. Hef aldrei upplifað eins erfitt ferðalag. Tíminn sniglaðist og ég var að springa úr harmi. Ekki beint góð tímasetning en hvenær er dauðinn það? En á sama tíma fann ég til þakklætis yfir því að hún þurfti ekki að þjást. Hún var kominn á mjög hátt sig krabbameins í lungum og hafði dáið í fyrradag en verið endurlífguð...
Hún vildi fá að deyja eðlilega og fékk það með friði. Ég get ekki líst því hvað það er erfitt að hafa ekki fengið að kveðja hana almennilega, hún var svo hress þegar ég talaði við hana í síma í gær. Vildi í fyrstu ekki að við kæmum en samkvæmt læknunum leit þetta ekki allt of vel út. En hún var ógleymanleg lífsorku súper nóva sem tókst að lifa langt umfram en henni hafði verið gefið.
Ég er svo þakklát að hafa fengið að sjá hana þó að hún væri búin að yfirgefa þessa skel sem við köllum líkama. Finn að hvar svo sem hún er að henni líður betur og eins og amma sagði: "hún er bara búin að klæða sig úr þessari slitnu kápu sem líkami hennar var orðinn og miklu fargi af henni létt". Og ég gæti ekki verið meira sammála.
Annars merkilegt að áður en ég fór þá setti ég lagið sem hún samdi þegar föðursystir mín var að deyja fyrir margt löngu hér í tónlistarspilarann á síðunni "Veistu að þinn vinur er að deyja". Og það var mamma mér miklu frekar en móðir, góður vinur. Ég mun gera mitt besta til að láta minningu hennar lifa....
Bjartar kveðjur og takk fyrir samúðarkveðjurnar
tími til að reyna að veiða hana til mín í draumheimum
Í minningu Bergþóru Árnadóttur - 15.02.48 - rip 08.03.07
8.3.2007 | 04:01
Er á leiðinni til Danmerkur
eftir hálftíma. Fyrir þá sem lesa þetta og þekkja mömmu, aka Bergþóru Árnadóttur, þá er hún komin á sjúkrahús í Álaborg og við systkinin á leið til hennar. Hægt að hafa samband við mig via tölvupóst ef einhverjar spurningar vakna: birgitta@this.is en ástandið er ekki gott á henni þó hún beri sig hetjulega að vanda.
5.3.2007 | 05:58
Ævintýraljóðið
er eitt af þessum ljóðum mínum sem hefur átt sér hve ævintýralegasta lífið utan hugarheims míns. Fékk í dag póst frá presti í Kanada þar sem hún bað um að fá að nota það við guðsþjónustu næsta sunnudag. Ég sagði að sjálfsögðu já, enda hafa ljóðin mín verið notuð við ýmsar furðulegar uppákomur. Ævintýraljóðið var valið í skólabók á Indlandi fyrir enskukennslu barna. Það hefur líka verið tekið inn í einhverjar safnbækur, ég er eiginlega hætt að fylgjast með hvert ljóðin mín rata. Eitt rataði á loftbelg og annað á boli og önnur í tölvuleik. Þetta tiltekna ljóð samdi ég sérstaklega fyrir Drápu sem var fyrsta margmiðlunarhátíð okkar Íslendinga. Ég fékk hina ágætu hljómsveit Reptilicus til að semja tónlist fyrir ljóðið og útfærði svo róluatriðið fyrir herlegheitin. (Sem síðar var notað í kosningarsjónvarpinu 1996.) Þetta var fyrsta og eina áhættuatriði sem ég hef gert. Drápa fór fram í Tunglinu sáluga. Ég hafði fundið þessa ágætu rólu og hafði viðað að mér einhverjum ósköpum af glimmeri. Ég keypti mér glimmerkjól og hafði vafið um höfuð mitt heilu moskítóneti sem ævintýralegum túrban...lol.
Þegar ég svo átti að flytja þetta atriði þar sem ég svifi úr loftinu á tunglinu flytjandi ævintýraljóðið, dreifandi glimmer yfir áhorfendur við ævintýralega furðulega tónlist Reptilicus þá fór ekki betur en svo að þeir sem áttu að passa að ég myndi ekki skella í handriðið á annarri hæð gleymdu því. Því skall ég svo harkalega í riðið að ég datt úr rólunni og fékk rosalegan skell á mjóhrygginn. Ég var sem betur fer með einhvern öryggisbúnað sem ég hafði reyndar sett bandvitlaust á mig og var lagað rétt áður en ég fór í róluna fyrir einhverja "tilviljun". Það tók enginn eftir þessu nema að einhver ljósmyndari festi þetta á filmu. Ég lét sem ekkert væri og stráði glimmer og reyndi að missa ekki moskítónetið af höfði mér en það hafði aflagast við skellinn. Þetta var ákaflega ævintýralegt í minningunni en ég var nokkuð ánægð með sjálfa mig að þora vegna þess að ég er með eina fóbíu og það er lofthræðsla. Ég þurfti að hafa mig alla við að þora að fara í róluna, þurfti nefnilega að standa upp á handriðinu til að koma henni í loftið og lofthæðin í tunglinu var mikil. Hef aldrei þolað að hræðast lofthæð og geri allt sem í mínu valdi stendur til að komast yfir ótta minn. Dreymi reyndar um að fara í fallhlífarstökk...
... held reynar að einhvern myndi þurfa að henda mér út úr flugvélinni en ég myndi þora að taka fyrsta skrefið.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 05:35
Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér
sagði einhver ágætur maður. Því finnst mér frekar sorglegt að þetta framboð sé að fara af stað, sé ekki fyrir mér að það muni ná manni eða konu inn. Það mun frekar eins og framboð aldraðra og öryrkja taka atkvæði frá öllum og sér í lagi frá vinstri flokkunum. Það hafa nefnilega fjölmargir hægri grænir ákveðið að kjósa eitthvað annað en XD til að sýna andstöðu sína við atlögunni að landinu og stóriðjustefnunni. Það fólk hefði kosið vg og samfó. Það mun ekki fjölga grænum þingmönnum heldur gæti þetta orðið trygging fyrir áframhaldandi setu ríkisstjórnarinnar.
Auðvitað vona ég að það muni ekki gerast. Ég er búin að leggja svo mikla orku og tíma til að reyna að sporna við stóriðjustefnunni að ég hygg að ég myndi ekki þola að horfa upp á meiri eyðileggingu á landinu mínu. Síðast þegar þessi ríkisstjórn hélt velli þá flutti ég á heimsenda og ætlaði ekki aftur heim fyrr en hún væri jarðsett. Ég reyndar flutti aftur heim, sá að það væri skilda mín að gera eitthvað til að reyna að koma henni frá. Í það minnsta að gera eitthvað sem einstaklingur til að upplýsa almenning um þá helför gagnvart landinu sem er í gangi.
Var í gær að þræða vefi með upplýsingum um hvernig það er að vinna í álverksmiðju og komst að því að það er ekki sá draumavinnustaður sem Alcan og Alcoa vilja halda fram. Vísindarannsóknir á heilsu starfsmanna þar eru mjög sláandi. Stafsmenn í álverksmiðjum eru að setja sig í stórhættu á að fá lungna- og þvagfærakrabbamein og margir fá svokallaðan vinnustaðaastma sem hættir reyndar þegar þeir hætta að vinna í þessu umhverfi. Engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis. Rannsóknirnar sem ég fann voru frá Kanada, Ítalíu og Noregi.
Þá fann ég líka sláandi upplýsingar um fólk sem býr nálægt námunum sem framleiða Báxíð. Verst er ástandið í Jamica. Þar býr fólk nálægt þessum námum og þjáist af allskonar kvillum, sérstaklega astma og öðrum lungnakvillum. Þá lekur menguninn í drykkjarvatnið þeirra. Ekkert er hlustað á þetta fólk því of miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. Þá fann ég líka áhugaverðar upplýsingar um flúormengun og aðför Alcoa að viðkvæmri náttúru Ástralíu til að stækka námurnar sínar. Veit fólk að til að búa til súrál þarf að blanda saman jarðvegi og vítissóta. Þegar ég keypti eitt sinn vítissóta þegar ég var ung að árum og var frekar óupplýst manneskja þá var þetta eitthvað það skelfilegasta eitur sem hægt var að kaupa út í búð. Búðarsveinninn kom með skærgula dós með stórri hauskúpu sem hann færði mér hanskaklæddur og sagði "farðu mjög varlega með þetta". Ég var dauðhrædd við eitrið þegar ég helti því í vaskinn, slík voru lætin í því er það át sig í gegnum stífluna.
En þetta eru allt svo góðir menn og konur sem stjórna þessum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi og verksmiðjurnar okkar eru svo traustar.... er það ekki!?
![]() |
Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2007 | 15:41
Að búa sér til veruleika
Sumir sem skrifa og skrafa virðast ekki vilja né geta séð veruleikan í heilstæðu samhengi. Svona fólk er til á öllum samfélagsþrepum, en sínu verst er hvað það fær mikla athygli fyrir svartagaldur sinn. Þetta fólk er slúðurslefkerlingar og karlar nútímans sem fara stórum í netheimum og afbaka sannleikann sér til þægðar.
Oft er betra að segja ekkert, skoða veruleikan frá eins mörgun sjónarhólum og manni er fært og ef eitthvað skyggir á, að reyna að sjá hvað er þar að baki. En fæstir gefa sér tíma til slíks, heldur stökkva á munnræpuhraðlestina og dæla út úr sér bullinu án þess að eiga nokkra innistæðu fyrir því.
Það hefur verið frekar átakalegt og jafnframt sorglegt að sjá fólk fara stórum í þessari klám- og netlögguumræðunni. Þarna er talað af svo mikilli fáfræði og rætni að manni setur hljóðan.
Ég vildi óska þess að allt þetta frelsi sem við eigum væri notað í eitthvað uppbyggilegt en ekki endalaust grjótkast á hvert annað. Kannski búum við öll í glerhúsum og ættum einfaldlega að einbeita okkur að því hvað við getum gert, hvort heldur sem flokkar eða einstaklingar til að bjarga þessum heimi af heljarslóð. Okkar er ábyrgðin, ef við vitum af einhverju miður góðu þá hættir það ekki að vera til þó við afneitum því eða segjum að það sé ekki okkar vandamál. Er ekki tími kominn á að við sem mannkyn hættum að stríða gegn hvert öðru, hvort heldur það sé með andlegu eða líkamlegu ofbeldi? Er ekki kominn tími á að við finnum eitthvað sem við getum verið sammála um og sameinumst þá um að vinna að því. Auðvitað er barnalegt að halda að maður geti verið sammála um allt en eitthvað er það sem við ættum að geta sameinast um: til dæmis að bjarga jörðinni áður en það er um seinan.
Blómabarnspönkarinn hefur lokið ræðu sinni að sinni...
25.2.2007 | 08:24
Undanfarnir dagar
hafa allir farið í að sinna hinni bráðskemmtilegu vinnu minni fyrri VG. Landsfundurinn okkar hefur verið miklu mun skemmtilegri og fróðlegri en ég þorði að vona og gengið nokkurnveginn snuðrulaust fyrir sig þrátt fyrir hinn mikla fjölda fólks sem sækir hann.
En ég er semsagt ekki dauð úr öllum bloggæðum enn, er þó að gera það sem mér þykir mun skemmtilegra en að sitja við tölvuna: að tala við fólk og læra nýja hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 12:43
Loksins
![]() |
Hvetja til þess að ónýtum rafhlöðum verði skilað til úrvinnslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2007 | 07:27
Klám er klám
og erótík er erótík. Þetta er bara alls ekki sami hluturinn. Mig langar nú að spyrja frjálshyggjufélagið hvort að það hafi verið samþykkt því að hefta för Falun Gong til landsins eða annarra mótmælenda. Hvernig er í þessu samhengi hægt að réttlæta að hefta för Hell Angels til landsins. Þeir voru ekki búnir að gera neitt af sér hérlendis og ætluðu kannski bara að funda um mansal en það er svosem ekkert að því ef það fer fram í hótelherbergjum en ekki á opinberum vettvangi.
Ráðamenn bera því við að ekki sé hægt að hefta för þessa fólks vegna þess að það hefur ekki gert neitt ólögmætt hérlendis. Hvernig stendur þá á því að meðlimir Falun Gong voru stöðvaðir við landamærin? Mér finnst þetta vægast sagt þrungið tvískinnungi.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2007 | 07:12
Mikið rosalega væri ég til í
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 07:02
Ghandi endurfæddist á heimilinu



Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 08:05
Rosalega langaði mig á þessa tónleika
ekki síst út af málefninu, reyndar voru þarna eiginlega allir mínir uppáhalds tónlistarmenn og konur að koma fram og hefði ég gefið mikið til að komast. En yngsti sonur minn var með mikinn hita í gær þannig að heima ég varð að sitja.
Ég vildi óska að þessi staður fengi að vera í friði. Það er alveg hægt að leggja þennan veg annars staðar. Það myndi reyndar þýða að íbúar þessa nýja hverfis þyrftu að taka á sig smá krók en varla getur það verið mikið mál ef fólk er að kaupa sér húsnæði í návígi við slíka paradís sem Álafosskvosin er. Ég hef oft komið þarna og eigi ég erindi í Mosó þá verður mér að einhverjum orsökum alltaf hugsað til þessar vinjar í stórborgarskrímslinu.
Lifi Álafoss... lifi Álafoss.
![]() |
Húsfyllir á tónleikunum Lifi Álafoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007 | 08:55
Sandino, uxar og ævintýr
Fleiri frásagnir frá skáldahátíð í Granada, Níkaragva:
Það sem var sérstakast við þessa hátíð voru öll börnin sem tóku þátt í henni. Eftirminnilegasta upplifunin var að fara til bæjarins sem Sandino fæddist og ólst upp í. Bærinn heitir Niquinohomo og í honum búa rétt rúmlega 7000 manneskjur. Þeir sem ekki þekkja til Sandino bendi ég á að kíkja á netið, en í stuttu máli þá er hann þjóðahetja. Hann er gjarnan kallaður faðir byltingarinnar og var sá sem hóf andóf gegn veru bandaríska hersins um 1929. Sandanistahreyfingin sótti sér beinan innblástur til hans og verka hans þegar byltingin hófst í kringum 1980. Var að fara í gegnum veraldarvefinn í leit að upplýsingum og það er ágæt grein á wikipedia um sögu þessa lands sem svo fáir þekkja til.
Ég var hve mest snortin yfir örlæti og hlýjunni sem við fundum fyrir þarna gagnvart okkur. Þegar við komum til Niquinohomo var tekið á móti okkur með lúðrasveit barna og voru þau öll í sínu fínasta pússi. Þá tók bæjarstjórinn og öll bæjarstjórnin á móti okkur. Teknar voru myndir af okkur við styttu af Sandino. Lítil stúlka, held að hún hafi verið átta ára flutti ræðu og ljóð utanbókar með miklum tilþrifum og fegurð. Ég vöknaði ásamt fleirum. Við vorum svo leidd að blómum skrýddum vögnum, held að þeir hafi verið þrír og uxum beitt fyrir þá. Við fórum upp í vagnana og fórum svo um aðalgötuna ásamt skrúðgöngu barna og fullorðinna. Mér leið vægast sagt furðulega og sér í lagi þegar fólkið tók að veifa okkur. Þá veifaði maður til baka og brosti sínu breiðasta. Við enduðum við bókasafn bæjarins sem bar heiti Sandino og þar var safn til heiðurs honum. Mikið var hann fallegur maður og mikið er hann enn elskaður og virtur af samlöndum sínum. Svo fórum við út í garð og átti upplesturinn að fara fram þar. Þar var lítið útileikhús og við sátum þar í skjóli fyrir brennandi heitum geislum sólarinnar. Fyrsta atriðið var fyrir okkur. Börn sem dönsuðu þjóðdansinn fyrir okkur. Öll skáldin, við vorum átta frá hinum ýmsustu heimshornum voru verulega snortin yfir gestrisninni gagnvart okkur. Þá tók við upplestur bæði frá skáldum frá Niquinohomo og okkur. Ég hafði fengið þýtt eldsnemma um morguninn ljóðið mitt Reykjavík, borg árstíða og flutti það á ensku en byrja það alltaf á nokkuð magnaðri vísu til fluttnings úr Völuspá. Kúbverska skáldið flutti svo ljóðið fyrir mig á spænsku við nokkurn fögnuð. Við fengum meiri dans og svo vorum við leist út með gjöfum. Höfðu verið búnar til handa okkur viðarstyttur með Sandino þar sem nafn sérhvers okkar var haglega komið fyrir. Mjög flott, svo fengum við blóm í barminn og viðurkenningarskjal sem heiðursgestir í bænum. Ég sé að þessi frásögn nær alls ekki að lýsa því sem ég vil lýsa. Kannski færi best á að segja að svo mikil er þrá mín eftir að koma þarna aftur og gera eitthvað fyrir þetta fólk að ég er algerlega friðlaus.
Eftir þetta ævintýr var okkur boðið í mat á veitingahúsi við jaðar bæjarins. Bæjarstjórinn snæddi með okkur og spurði hvort að það væri nokkuð mögulegt að koma á systurþorpsprógrammi við Niquinohomo frá okkar bæjarfélögum. Við skáldin sem vorum þarna ákváðum að mynda einskonar bandalag til að hjálpa þeim með því að senda skólunum einhverja glaðninga áður en um langt líður.
Enn var dansað fyrir okkur og ég neydd til að dansa með dönsurunum. Ég lét mig hafa það. Síðan fór ég í viðtal fyrir heimildarmynd um ljóð og skáldahátíðina eftir matinn og fékk far til baka með leikstjóranum.
Eitt er víst að ég mun gera mitt besta til að hjálpa við að kynna þessa hátíð sem var í alla staði ógleymanleg og mikill innblástur. Ef þau geta haldið jafn glæsilega hátíð þá ættum við að geta gert hið sama. Þau eru ein fátækasta þjóð heimsins og við erum ein ríkasta. Skringilegt hve ljóðið ferðast neðanjarðar hér en er á allra vörum þarna og litið á það sem eitthvað sem skiptir miklu máli.
Ég þarf vart að taka það fram að eftir ár verð ég svo sannarlega þarna aftur og aftur og aftur.
Viva la Poesia! Viva!
Ætla að reyna að finna myndir til að skreyta þessa færslu. Fékk 200 myndir til að fara í gegnum frá skipuleggjendum hátíðarinnar:) Var sent myndskeið frá Karnivali ljóðsins, hér er það:
![]() |
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 509820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
-
ADHD
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Alexandra Briem
-
Andrés Magnússon
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Ari Sigurðsson
-
Baldvin Björgvinsson
-
Baldvin Jónsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergur Þór Ingólfsson
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Binnan
-
Birgir Þórarinsson
-
Birna Rebekka Björnsdóttir
-
Bjargandi Íslandi
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
SVB
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynja skordal
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Daníel Haukur
-
Dorje
-
Dísa Dóra
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Guðjónsson
-
Einar Indriðason
-
Einar Vignir Einarsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Eldur Ísidór
-
Elyas
-
Elín Sigurðardóttir
-
Elísabet Markúsdóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Erna Hákonardóttir Pomrenke
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eydís Hentze Pétursdóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Finnur Bárðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Félag Anti-Rasista
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gaukur Úlfarsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gerður Pálma
-
Gestur Guðjónsson
-
Goggi
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Gunnar Pétursson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Bergmann
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðmundur M Ásgeirsson
-
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðný Lára
-
Guðrún S Sigurðardóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Hjálmar
-
Haffi
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haukur Már Helgason
-
Heidi Strand
-
Heilsa 107
-
Heiða Þórðar
-
Helga Auðunsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Himmalingur
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlynur Hallsson
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Hlédís
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Hulla Dan
-
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
-
Hörður B Hjartarson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Helga
-
Ingibjörg SoS
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Isis
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Bjarnason
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Sigurgeirsson
-
Jón Svavarsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þór Ólafsson
-
DÓNAS
-
Katrín Mixa
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Ketill Sigurjónsson
-
Ketilás
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Snorradóttir
-
Krummi
-
Kári Harðarson
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Árnason
-
Mafía-- Linda Róberts.
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
María Kristjánsdóttir
-
María Pétursdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Morgunblaðið
-
Myndlistarfélagið
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
Neo
-
Oddi
-
Paul Nikolov
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Rannveig H
-
Ransu
-
Róbert Björnsson
-
Rögnvaldur Hreiðarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
-
SeeingRed
-
Sema Erla Serdar
-
Sigga
-
Signý
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Skuldlaus
-
Snorri Sturluson
-
Soffía Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Stríða
-
Sveinbjörn Eysteinsson
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Finnbogason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
TARA
-
Tilkynning
-
Tinna Jónsdóttir
-
Trausti Traustason
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tína
-
TómasHa
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Vilborg Eggertsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Vinir Tíbets
-
Viðar Eggertsson
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
arnar valgeirsson
-
fingurbjorg
-
hreinsamviska
-
leyla
-
molta
-
oktober
-
Einhver Ágúst
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Ár & síð
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásgerður
-
Ásta Hafberg S.
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf de Bont
-
Ómar Ragnarsson
-
Óskar Arnórsson
-
Örlygur Hnefill Örlygsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þröstur Unnar
-
Þór Jóhannesson
-
Þór Saari
-
Þórhildur og Kristín
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Andrés.si
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Margrét Bjarnadóttir
-
Ari Jósepsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Barði Bárðarson
-
Bergþór Gunnlaugsson
-
Billi bilaði
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bogi Jónsson
-
brahim
-
Daði Ingólfsson
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Dóra litla
-
Dúa
-
Einar Björn Bjarnason
-
Elsabet Sigurðardóttir
-
Esther Anna Jóhannsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Grétar Eiríksson
-
Guðbjörg Hrafnsdóttir
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hreyfingin
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingvi Rúnar Einarsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Jack Daniel's
-
Jóhann Ágúst Hansen
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jóhann Pétur
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Jónas Bjarnason
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Lárusson
-
Karl Gauti Hjaltason
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Madhav Davíð Goyal
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Morten Lange
-
Óðinn Kári Karlsson
-
Ólafur Eiríksson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Rannsóknarskýrslan
-
Rúnar Freyr Þorsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sveinbjörn Ragnar Árnason
-
Vaktin
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson