23.3.2008 | 16:54
Kínverska áróðsmaskínan orðið dálítið ryðguð og úr sér gegnin
Ég vona að fólk lesi í gegnum lygarnar og áróðurinn sem virðist flæða frá Kína þessa dagana. Mér finnst að við ættum að gera allt sem við getum bæði sem þjóð á alþjóðavettvangi og einstaklingar til að styðja Tíbet, Darfur og aðrar þjóðir sem blæða undan mannvonsku kínverskra ráðamanna.
Ég bjó til gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem komu á mótmælin í gær, vegna þess að oft langar mig eftir mótmæli að halda áfram að gera eitthvað. Ég læt það fylgja þessu bloggi. Ætla aðeins að yfirfara það og sjá hvort að það sé nokkuð morandi í hraðavillum... var svo mikið að flýta mér í gær að koma öllu heim og saman.
Ég var að eins að lesa um ástandið í Darfur og langar að beita mér fyrir því líka, því það er vægast sagt hræðilegt en ég er því miður ekki margföld og vona bara að einhver annar geri það, ætla að einbeita mér að Tíbet þangað til að ég hef náð einhverjum árangri með því sem ég er að gera varðandi það.
![]() |
Segja Pelosi skapvonda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2008 | 19:44
Þakklæti og mótmælaskýrsla
Mikið er ég þakklát fyrir þá athygli sem málefni Tíbet hefur fengið. Fannst reyndar pínu skringilegt að eyða svona miklum tíma í að sýna áróðursmyndbönd frá Kína í fréttatíma sjónvarpsins. En það er ekki hægt að fá allt sem maður vill, alltaf.
Mótmælin voru frábær. Fólk frá öllum, stéttum, flokkum og trúarlegum bakgrunni dreif að. Ég taldi um 65 manneskjur en fólk kom og fór. Ætli við höfum ekki verið allt í allt í kringum 75 þarna í dag. Eitthvað ætlaði lögreglan að vera með stæla til að byrja með. Við áttum ekki að fá að standa á gangstéttinni fyrir framan sendiráðið. En við fundum málamiðlun að lokum. Fengum að standa hálfan metra frá sendiráðströppunum:) Ég gleymdi reyndar að telja hve margir lögreglumenn og konur stóðu yfir okkur en það hefur sennilega verið í kringum 8 þegar mest var. Á meðan var verið að murka lífið úr einhverju úthverfafólki í Breiðholti. En við vorum í það minnsta alveg örugg fyrir kínverskum harðstjórum með þennan fríða flokk löggæslumanna og kvenna hjá okkur...
Tíbetinn Tsewang hélt ræðu þar sem hann fór yfir ýmiss atriði er varða Tíbet og Kína og var það fróðlegt að hlusta á. Við héldum á okkur hita með að hrópa nokkur slagorð og Jón Valur hélt smá tölu sem að vanda var fróðlegt. Snorri stýrði fundinum af röggsemi og alveg frábært hvað hann og fleiri hafa verið dugleg að fara fyrir utan sendiráðið á hverjum degi, með kerti, fána, söngla slagorð, eiga í misskemmtilegum samskiptum við lagana verði. Ég flutti svo yfirlýsingu sem ég sauð saman stuttu fyrir fund útfrá ræðunni hans Tsewang og nýjustu fréttum um stöðu mála.
Yngri sonur minn veiktist reyndar af flensupest í nótt og var ég því ekki með eins mikinn tíma til að gera allt sem ég vildi gera fyrir fundinn. Mér tókst þó að setja saman gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem komu á mótmælin til að taka með sér heim svo hægt væri að afla sér meiri upplýsinga, skrifa bréf og annað slíkt sem mikilvægt er í þessari baráttu.
Ég var að keyra vin minn á stofnun til að halda erindi og hitti þar aðra félaga, þær fóru eitthvað að tala um flott dæmi í Fréttablaðinu í dag en ég kom alveg af fjöllum. Var samt spennt að sjá hvað þetta væri fyrst þau sögðu að þetta væri svona frábært:) Kom svo heim og sá hvað þetta var sem þau voru að vitna í og viti menn. Ég er bara maður vikunnar... og ég verð nú eiginlega hálffeimin við þá fallegu hluti sem þar voru sagðir um mig. En mikið þykir mér vænt um að fá að sjá að annað fólk sjái mig á þennan máta. Gefur mér kraft og orku til að halda áfram í þessari baráttu sem og öðru sem er mér hjartans mál.
Ég er Fréttablaðinu þakklát fyrir að gera svona fallegan hlut um mig og öllum þeim sem tjáðu sig um mig. Ef þetta hjálpar til að varpa athygli á málefni Tíbet þá er þetta mikil blessun. Mér finnst nefnilega þetta vera svo gífurlega mikilvægt mál og svo krítískur tími fyrir þessa þjóð sem hefur gefið mér svo mikið síðan ég var krakki og ég las fyrstu bækurnar mínar um munkana í Tíbet. Ef einhver manneskja hefur verið mér mikil fyrirmynd í lífinu þá er það hann Dalai Lama. Hann hefur alltaf náð því að vinna sig í gegnum allar þessar hörmungar með bros á vör. Það að vera uppljómaður er ekki eitthvað sem maður fær bara, maður þarf að vinna fyrir því með miklum sjálfsaga og miklu og stöðugu þakklæti.
Takk og takk og takk allir sem hafa hjálpað til við mótmæli, allir sem hafa ljáð mér falleg orð, hér sem og annarsstaðar. Mér finnst ég svo óendanlega rík að eiga svona vini og kunningja.
Verið er að skipuleggja önnur mótmæli við kínverska sendiráðið næstkomandi laugardag... nánar um það síðar.
22.3.2008 | 14:18
Ályktun mótmælenda vegna ástandsins í Tíbet
eftir mótmælafund við kínverska sendiráðið laugardaginn 22. mars
Við höfum þungar áhyggjur af stöðu Tíbeta í Tíbet og andvaraleysis íslenskra stjórnvalda í þeim efnum.
Við skorum því á ríkisstjórn Íslands að mynda sér skoðun og koma henni á framfæri opinberlega. Þá skorum við jafnframt á ríkisstjórnina að svara eftirfarandi spurningum: Styður ríkisstjórn Íslands mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda í Tíbet?
Ef hún gerir það ekki, er ríkisstjórnin tilbúin að fordæma og hvetja til þess að mannréttindi verði virt í Tíbet á opinberum vettvangi, sem og í alþjóðasamfélaginu.
Þögn íslenskra yfirvalda, forsætisráðherra, utanríkisráðherra sem og forseta Íslands verður að linna. Við viljum vita hug ykkar nú þegar, því mannréttindabrotin í Tíbet verða æ svæsnari. Í morgunn lýstu kínversk stjórnvöld því yfir að 100 þjóðir styðji aðgerðir þeirra. Erum við á þessum lista?
Við förum þess á leit að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og bjóði sig fram til að miðla málum á milli Tíbet og Kína til að finna varanlega lausn á vandamálum þeim er hrjá Tíbet.
Við krefjumst þess jafnframt að rannsóknarnefnd á vegum S.Þ. verði tafarlaust hleypt inn í Tíbet til að komast að hlutskipti þeirra sem hafa verið handteknir og drepnir í tengslum við mótmælin í Tíbet undanfarið.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2008 | 10:16
Mótmæli fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13 í dag
Minni á mótmæli fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan eitt í dag. Fann eftirfarandi inn á vef Tibetan Women´s association í morgunn,
"We call upon all the World Leaders of governments, religions, businesses, and all organizations not to condemn us with your silence. Please support us, as we feel helpless. Without your support we are handicapped. Please ask the Chinese ministry to stop this mass massacre of Tibetans who are dumped into pits, sliced into pieces and bathed in blood.
People of the world!! Please save Tibet from getting raped in the broad daylight. China has slammed its door on us; the Tibetans. Therefore its only you who can reach our voice through you to China."
Hlýðum kalli þeirra, látum í okkur heyra, krefum íslensk stjórnvöld um yfirlýsingu hvort heldur hún er með eða á móti mannréttindabrotum Kína gagnvart Tíbetum. Þessi þögn er óafsakanleg og siðlaus.
![]() |
Hótað hörðum refsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2008 | 20:30
Frábært framtak
![]() |
Jóga fyrir Tíbet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2008 | 20:26
Minni á mótmæli gegn mannréttindabrotum - meðmæli með sjálfræði Tíbet
á morgunn fyrir utan sendiráð Kína klukkan 13, að Víðimel 29. Vara jafnframt við upplýsingum frá Kína varðandi mannfall, ótrúlegt að fylgjast með fréttaflutningi þeirra af þessu sem og öðru. Ég hef legið í allskonar upplýsingaveitum málefni Tíbeta fyrr og nú. Og þessu meira sem ég kemst að, þessu meira vil ég gera til að vekja athygli á því sem þessi þjóð hefur þurft að þola.
Hvet alla til að kíkja á vef Tibetan Centre for Human Rights and Democracy, þar er hægt að finna mikið af gagnlegum upplýsingum..
![]() |
19 látnir og 623 særðir í Lhasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2008 kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2008 | 17:45
Á þessari stundu er Hansa að syngja Ráðið
á Rás 2, stórkostleg lag eftir hana móður mína og ekki síður magnað ljóð eftir Pál J. Árdal. Verið er að flytja minningartónleika Bergþóru Árnadóttur í heild sinni... frábært að fá að endurupplifa tónleikana. Kærar þakkir til Rás 2 fyrir að taka þá upp og senda þá út.
Læt ljóðið fylgja hér því það minnir mig svo mikið á það hvernig Kína vinnur markvisst að því að sverta mannorð Dalai Lama
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
En láttu það svona í veðrinu vaka
Þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
Þá segðu, að til séu nægileg rök,
En náungans bresti þú helzt viljir hylja,
Það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.
Og gakktu nú svona frá manni til manns,
unz mannorð er drepið og virðingin hans.
Og hann er í lyginnar helgreipar seldur
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.
En þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helzt eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
Og segðu: ,,Hann brotlegur sannlega er,
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir.
En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd.
Með hangandi munnvikum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja, þú fáir þá náð
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.
En máske, að þú hafir kunnað þau áður.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2008 | 09:57
Hvenær ætla íslensk stjórnvöld
að gera eitthvað... var að sjá þetta statement frá kanadíska forsætisráðherranum:
Prime Minister Stephen Harper issued the following statement today:
Canada shares the concerns about what is happening in Tibet. As His Holiness the Dalai Lama told me when I met him and as he has been saying recently, his message is one of non-violence and reconciliation and I join him in that call. Canada calls upon China to fully respect human rights and peaceful protest. Canada also calls on China to show restraint in dealing with this situation.
21.3.2008 | 09:38
Mótmælum mannréttindabrotum í Tíbet

Undanfarið hafa mikil mótmæli brotist út í Tíbet, þau mestu í sögu landsins. Í það minnsta 1000 manneskjur hafa verið handteknar í Lhasa. Þeir sem þekkja til mannréttindabrota kínverskra yfirvalda vita að þetta fólk mun sæta miklu ofbeldi í fangelsunum. Dæmi eru um það að munkar hafa fremur skorið sig á púls en að þurfa að sitja undir þeim pyntingum sem bíða þeirra í kínverskum fangelsum.
Á laugardaginn 22. mars klukkan 13, boðum við til mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið, Víðimel 29. Tilgangur mótmælana er að þrýsta á kínversk yfirvöld að virða mannréttindi Tíbeta og hleypa alþjóðlegu mannréttindasamtökum inn í landið og sýnaTíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í sínu eigin landi.
![]() |
Pelosi ræddi við Dalai Lama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2008 | 11:00
Mótmæli næstkomandi laugardag klukkan 13
Fyrir utan kínverska sendiráðið... mótmælum mannréttindabrotum kínverskra yfirvalda og sýnum stuðning okkar í verki með því að mæta á laugardaginn. Nánari upplýsingar um mótmælin á blogginu mínu seinna í dag eða í kvöld.
Við krefjumst þess að fjölmiðlar fái að fara til Tíbet og að það fari fram alþjóðleg rannsókn á hlutskipti mótmælenda, nú þegar.
![]() |
Kínverjar herða eftirlit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2008 | 11:10
Utanríkisnefnd ætti að koma tafarlaust saman
og krefjast þess að mannréttindasamtökum verði hleypt inn í Tíbet og að tafarlausri rannsókn verði komið á um hlutskipti þessa fólks sem var handtekið, kínversk stjórnvöld hafa hótað þeim miskunarleysi og við vitum öll hvað það þýðir. Limlestingar, pyntingar og dauði.
Ég hvet fólk til að skrifa sendiherra Kína á Íslandi og láta í ljósi áhyggjur sínar af þessum föngum sem og kerfja þá um að hleypa fjölmiðlum í landið sem og koma á símasambandi við Tíbet...
![]() |
Þúsund Tíbetar handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2008 | 09:16
Undirskriftarlisti til að þrýsta á Kína að virða mannréttindi v. Tíbet
After decades of repression under Chinese rule, the Tibetan people's frustrations have burst onto the streets in protests and riots. With the spotlight of the upcoming Olympic Games now on China, Tibetans are crying out to the world for change.
The Chinese government has said that the protesters who have not yet surrendered "will be punished". Its leaders are right now considering a crucial choice between escalating brutality or dialogue that could determine the future of Tibet, and China.
We can affect this historic choice--China does care about its international reputation. China's President Hu Jintao needs to hear that the 'Made in China' brand and the upcoming Olympics in Beijing can succeed only if he makes the right choice. But it will take an avalanche of global people power to get his attention--and we need it in the next 48 hours.
The Tibetan Nobel peace prize winner and spiritual leader, the Dalai Lama has called for restraint and dialogue: he needs the world's people to support him. Click below now to sign the petition--and tell absolutely everyone you can right away--our goal is 1 million voices united for Tibet:
http://www.avaaz.org/en/tibet_end_the_violence/6.php
China's economy is totally dependent on "Made in China" exports that we all buy, and the government is keen to make the Olympics in Beijing this summer a celebration of a new China, respected as a leading world power. China is also a very diverse country with a brutal past and has reason to be concerned about its stability -- some of Tibet's rioters killed innocent people. But President Hu must recognize that the greatest danger to Chinese stability and development comes from hardliners who advocate escalating repression, not from Tibetans who seek dialogue and reform.
We will deliver our petition directly to Chinese officials in London, New York, and Beijing, but it must be a massive number before we deliver the petition. Please forward this email to your address book with a note explaining to your friends why this is important, or use our tell-a-friend tool to email your address book--it will come up after you sign the petition.
The Tibetan people have suffered quietly for decades. It is finally their moment to speak--we must help them be heard.
With hope and respect,
Ricken, Iain, Graziela, Paul, Galit, Pascal, Milena, Ben and the whole Avaaz team
PS - It has been suggested that the Chinese government may block the Avaaz website as a result of this email, and thousands of Avaaz members in China will no longer be able to participate in our community. A poll of Avaaz members over the weekend showed that over 80% of us believed it was still important to act on Tibet despite this terrible potential loss to our community, if we thought we could make a difference. If we are blocked, Avaaz will help maintain the campaign for internet freedom for all Chinese people, so that our members in China can one day rejoin our community.
Here are some links with more information on the Tibetan protests and the Chinese response:
BBC News: UN Calls for Restraint in Tibet
Human Rights Watch: China Restrain from Violently Attacking Protesters
Associated Press: Tibet Unrest Sparks Global Reaction
New York Times: China Takes Steps to Thwart Reporting on Tibet Protests
--------------------------------------------

ABOUT AVAAZ
Avaaz.org is an independent, not-for-profit global campaigning organization that works to ensure that the views and values of the world's people inform global decision-making. (Avaaz means "voice" in many languages.) Avaaz receives no money from governments or corporations, and is staffed by a global team based in London, Rio de Janeiro, New York, Paris, Washington DC, and Geneva.
Don't forget to check out our Facebook and Myspace pages!
![]() |
Segir við Dalai Lama að sakast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2008 | 22:37
Mótmælaskýrsla og mjög alvarlegar fréttir frá Tíbet
Mótmælin í dag gengu vonum framar. Ég tók ákvörðun í morgunn um að gera þetta eftir að hafa fengið bréf frá fólkinu í aftöku um að þau væru til í að hjálpa mér. Svo var Ögmundur svo elskulegur að ræða um mótmælin í þeim viðtölum sem hann fór í dag og hvatti mig til að skrifa grein um ástandið í Kína sem hann setti inn á vefinn sinn og setti svo út á póstlistann sinn.
Allt þetta hjálpaði mikið til að fá þann fjölda sem kom þó að nánast enginn aðdragandi hefði verið að mótmælunum. Ég mætti korter í fimm og stuttu eftir það kom lítill hópur af Tíbetum. Ég var sérstaklega ánægð að sjá þau og spjalla við þau. Finnst mikilvægt að gera næstu mótmæli í samstarfi við þau. Það hlýtur að vera hræðilega erfitt fyrir þau að fá svona litlar fréttir af ástvinum sínum og fátt betra en að gera eitthvað þegar maður bíður í óvissu sem léttir á spennunni.... eins og mótmæla óréttlætinu og kúguninni.
Ég spurði löggunar hve margt fólk væri þarna að þeirra mati og þeir sögðu um 70 og myndi ég þá áætla tæplega 100 vegna þess að fólk kom og fór á meðan við stóðum þarna. Ég hafði útbúið ræðu á tölvuna mína en prentarinn þurfti endilega að verða bleklaus þegar ég ætlaði að prenta hana út. Ég varð því bara að spila ræðuhöld af fingrum fram og hélt hana reyndar á ensku til að allir skildu hvað ég væri að segja.
Nokkrir tóku til máls, meðal annars einn af Tíbetunum og útskýrði hann aðeins söguna í kringum þetta allt. Þá tók Birna Þórðar líka til máls og hann Snorri sem og fróðleiksbrunnurinn Jón Valur, en hann hefur skrifað fjölda greina um Tíbet sem innihalda gagnlegar upplýslingar og hægt að finna það á moggabloggi.
Allskonar fólk frá allskonar bakgrunni var að finna þarna, pönkarar og þingmenn, skáld og vísindamenn, verkafólk og kennarar, börn og heldra fólk og sérstæðir kvistir:) Það er greinilegt að það brennur á fólki að fá að tjá sig um þetta málefni og ég skal svo sannarlega gera mitt besta til að skapa tækifæri til þess, en ég hvet líka aðra að fara að fordæmi mínu og gera bara svona að eigin frumkvæði, kalla til aðstoðar ef til þarf og finna hvað það er gefandi að fá hugmynd og framkvæma hana vegna þess að allt er betra en að sitja heima og í bullandi gremju;)
Ég tók einhverjar myndir og smá vídeó en batteríin þurftu endilega að klárast þannig að ég hleð þeim inn í dag... tækin ekki alveg með mér í dag en það er allt í lagi því dagurinn hefði ekki getað orðið betri.
Það var margt annað sem ég hef þörf á að tjá mig og ætla því miður að skilja ykkur eftir með eitthvað sem ætti að hvetja ykkur áfram í að gera eitthvað, fékk eftirfarandi bréf áðan frá póstlista the Tibetan Uprising movement... ég vara við myndunum sem vísað er í og ætti þeir sem eru viðkvæmir alls ekki að skoða þær. Ég hef séð ýmislegt en barsmíðarnar sem drógu munkana úr hofinu í Kriti til dauða voru svo ómennskar að ég á engin orð til að lýsa harmi mínum. Munið að þessir munkar voru vopnlausir, að í öllum þeim mótmælum sem hafa átt sér stað í Tíbet undanfarið þá eru það borgarar sem hafa brugðist við með skemmarverkum ekki munkarnir. En þeir sem þora ættu að skoða þessar myndir og minnast svo orða kínverskra yfirvalda að þeir hafi ekki beitt ónauðsynlegu ofbeldi. Einn hafði greinilega verið barinn í kynfærin þannig að það var blóði drifið...
Kæru vinir Tíbet og mannréttinda, látum í okkur heyra, skrifum sendiráðinu, sendum þeim þessar myndir og segjumst að við séum að fylgjast með obeldi og mannréttindabrotum þeirra, en ef þér blöskrar ástandið, í guðana bænun, ekki gera ekki neitt....
Subject: A Helpless Cry and fresh Images from Inside Tibet
Below is a desperate call from a journalist colleague of mine who's having a hard time dealing with the situation for Tibetans, both inside and outside- as I'm sure many of us are.. Please take a look at the link of photos.. that just arrived!
peace, wasfia
Viewers discretion required.
http://www.phayul.com/photogallery/flash/2008/
----------------------------------------------------
Dearest all,
At the moment I am just too saddened by the situation in Tibet. China claims only 10 lifes lost in Tibet but in reality it is more. When I see the poor response from UN and countries like Russia say it is a domestic problem or internal problems, I feel we are too helpless. I feel there is no human values or I feel the ideals of non-violent has no values.
I feel we are pathetic and desperate to have or gain strong
International supports anyhow. Tell me what can we do more? We are really helpless. Everyday I am hearing the death tolls in Tibet is
mounting up so rapidly. And on the other side these athiest China
tells lie to the world. Today at the protest at the main temple in
Mc'leod I saw atleast more than 10 people fainting while they are
protesting. And after seeing some pictures of the death bodies from Kriti monastery in eastern Tibet I am pretty much disturbed.
With the great hope from you and your friends please try to tell the world that China is doing genocide in Tibet. They want to erase our ethnicity from the world.
Please visit phayul.com picture news, we have posted some pictures of some people killed in Tibet. I can't see it again and again.
God bless Tibet!
with much love,
Tenzin Dasel
17.3.2008 | 18:46
takk fyrir að lagfæra fyrirsögnina:)
og alla ykkar umfjöllun um ástandið í Tíbet...
17.3.2008 | 18:08
Ungmenni hvað?
Ég var að koma heim af mótmælunum sem voru vægast sagt frábær. Ég er nú ekkert ungmenni. Að verða 41 árs og ekki var eldri konan sem ég var að tala við frá Tíbet neitt ungmenni, þó hún hafi geislað af fegurð og þakklæti. Elsku besta mbl.is ekki kalla mig ungmenni, þó ungleg ég sé.
Meira um fundinn seinna, þarf víst að elda kvöldmat handa börnum mínum:)
Þúsund þakkir allir sem komu, lögrelglan áætlaði um 70 manneskjur hafi tekið þátt í mótmælunum...
![]() |
Mótmæla við sendiráð Kínverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509626
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
-
ADHD
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Alexandra Briem
-
Andrés Magnússon
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Ari Sigurðsson
-
Baldvin Björgvinsson
-
Baldvin Jónsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergur Þór Ingólfsson
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Binnan
-
Birgir Þórarinsson
-
Birna Rebekka Björnsdóttir
-
Bjargandi Íslandi
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
SVB
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynja skordal
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Daníel Haukur
-
Dorje
-
Dísa Dóra
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Guðjónsson
-
Einar Indriðason
-
Einar Vignir Einarsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Eldur Ísidór
-
Elyas
-
Elín Sigurðardóttir
-
Elísabet Markúsdóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Erna Hákonardóttir Pomrenke
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eydís Hentze Pétursdóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Finnur Bárðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Félag Anti-Rasista
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gaukur Úlfarsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gerður Pálma
-
Gestur Guðjónsson
-
Goggi
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Gunnar Pétursson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Bergmann
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðmundur M Ásgeirsson
-
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðný Lára
-
Guðrún S Sigurðardóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Hjálmar
-
Haffi
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haukur Már Helgason
-
Heidi Strand
-
Heilsa 107
-
Heiða Þórðar
-
Helga Auðunsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Himmalingur
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlynur Hallsson
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Hlédís
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Hulla Dan
-
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
-
Hörður B Hjartarson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Helga
-
Ingibjörg SoS
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Isis
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Bjarnason
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Sigurgeirsson
-
Jón Svavarsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þór Ólafsson
-
DÓNAS
-
Katrín Mixa
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Ketill Sigurjónsson
-
Ketilás
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Snorradóttir
-
Krummi
-
Kári Harðarson
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Árnason
-
Mafía-- Linda Róberts.
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
María Kristjánsdóttir
-
María Pétursdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Morgunblaðið
-
Myndlistarfélagið
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
Neo
-
Oddi
-
Paul Nikolov
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Rannveig H
-
Ransu
-
Róbert Björnsson
-
Rögnvaldur Hreiðarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
-
SeeingRed
-
Sema Erla Serdar
-
Sigga
-
Signý
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Skuldlaus
-
Snorri Sturluson
-
Soffía Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Stríða
-
Sveinbjörn Eysteinsson
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Finnbogason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
TARA
-
Tilkynning
-
Tinna Jónsdóttir
-
Trausti Traustason
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tína
-
TómasHa
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Vilborg Eggertsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Vinir Tíbets
-
Viðar Eggertsson
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
arnar valgeirsson
-
fingurbjorg
-
hreinsamviska
-
leyla
-
molta
-
oktober
-
Einhver Ágúst
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Ár & síð
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásgerður
-
Ásta Hafberg S.
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf de Bont
-
Ómar Ragnarsson
-
Óskar Arnórsson
-
Örlygur Hnefill Örlygsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þröstur Unnar
-
Þór Jóhannesson
-
Þór Saari
-
Þórhildur og Kristín
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Andrés.si
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Margrét Bjarnadóttir
-
Ari Jósepsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Barði Bárðarson
-
Bergþór Gunnlaugsson
-
Billi bilaði
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bogi Jónsson
-
brahim
-
Daði Ingólfsson
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Dóra litla
-
Dúa
-
Einar Björn Bjarnason
-
Elsabet Sigurðardóttir
-
Esther Anna Jóhannsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Grétar Eiríksson
-
Guðbjörg Hrafnsdóttir
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hreyfingin
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingvi Rúnar Einarsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Jack Daniel's
-
Jóhann Ágúst Hansen
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jóhann Pétur
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Jónas Bjarnason
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Lárusson
-
Karl Gauti Hjaltason
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Madhav Davíð Goyal
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Morten Lange
-
Óðinn Kári Karlsson
-
Ólafur Eiríksson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Rannsóknarskýrslan
-
Rúnar Freyr Þorsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sveinbjörn Ragnar Árnason
-
Vaktin
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson