Leita í fréttum mbl.is

Fréttatilkynning: Mótmælum mannréttindabrotum í Tíbet

Tíbet hefur verið lokað af, fjölmiðlafólki og ferðamönnum hefur verið
vísað frá landinu. Símasamband og netsamband verið rofið.
Herlögum hefur verið komið á og fólk handtekið fyrir þá einu sök að
eiga mynd af trúarleiðtoga sínum, Dalai Lama í fórum sínum.

Undanfarið hafa mikil mótmæli brotist út í Tíbet, þau mestu í sögu
landsins. Í það minnsta 1000 manneskjur hafa verið handteknar í Lhasa.
Þeir sem þekkja til mannréttindabrota kínverskra yfirvalda vita að
þetta fólk mun sæta miklu ofbeldi í fangelsunum. Dæmi eru um það
að munkar hafa fremur skorið sig á púls en að þurfa að sitja undir
þeim pyntingum sem bíða þeirra í kínverskum fangelsum.
 
Á laugardaginn 29. mars klukkan 13, boðum við til mótmæla fyrir utan
kínverska sendiráðið. Tilgangur mótmælana er tvíþættur:
Að þrýsta á kínversk yfirvöld að virða mannréttindi Tíbeta og hleypa
alþjóðlegum mannréttindasamtökum inn í landið og sýna
Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í sínu eigin landi.

mbl.is Dalai Lama hvetur til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein blóðug rósin í hnappagat Kína

Við sem upplýst þjóð, hreinlega verðum að leggja okkar á vogaskálar réttlætis og gera eitthvað til að þrýsta á kínversk yfirvöld og láta þau vita að okkur er ekki sama um mannréttindi í heiminum. Þau kynda undir þetta stríð en hafa því sem næst komist upp með öll sín myrkraverk óáreitt vegna þess að, ég veit það ekki, Kína er svo langt í burtu!!???

Frábært framtak hjá hjálparstofn kirkjunnar að vekja athygli á Darfúr... það er vægast sagt skelfilegt ástandið þar. 


mbl.is „Vandinn í Darfúr kallar á ábyrgð okkar allra”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slóð í fréttina sem vitnað er í

Finnst þessi frétt frekar hrá og ekki nógu vel unnin, set því hér slóð í fréttina sem er þýtt upp úr, hún gefur manni raunsannari mynd en þetta litla skeyti:) Smellið hér til að lesa. Hvet alla sem vettlingi geta valdið að koma fyrir utan kínverska sendiráðið, Víðmel 29, á laugardaginn klukkan 13.

Eigum við að láta efnahagslega hvata stoppa okkur í að virða mannréttindi? Það vill Ingibjörg Sólrún í okkar nafni. Hvet fólk til að kynna sér aðbúnað verkafólks í Kína, en þar eru verkalýðsfélög bönnuð og fólk er í þrælabúðum svo við getum keypt ódýrt dót, sem er langt í frá að vera nauðsynjavara. Er ekki tími kominn á að fólk skoði aðeins hvað það er að taka þátt í. Allt sem við gerum hefur áhrif, líka það sem við verslum. 

tibet_learn

 


mbl.is Munkar trufla skoðunarferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kínverski sendiherrann siðblindur eða heilaþveginn?

Við ætlum að kíkja í heimsókn til sendiherrans trúverðuga á laugardaginn kemur klukkan 13. Erum að skella saman skemmtilegri dagskrá og svo mun viðra vel til meðmæla með friði, mannréttindum og þess háttar. Ég hef verið að lesa fréttir frá hinum og þessum fjölmiðlum og þetta áróðurmyndband er bara sorglegt og siðlaust, því það er svo fjarri sannleikanum.

Hér eru nokkur myndbönd af youtube frá fréttamönnum sem voru á staðnum og eru ekki þátttakendur í kínversku áróðursmaskínunni. Ásamt sögu Tíbet, viðtöl við munka, og fleira sem ætti að gefa aðra mynd af þessu öllu... Endilega ef þið hafið ekki séð kvikmyndina Kundum, þá mæli ég með henni, alveg mögnuð sem og æviminningar Dalai Lama, friðarhöfðinginn.

 

 

 

 

 


mbl.is Skrílslæti, ekki mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikhús fáránleikans heldur áfram í Kína

Þarf ekki einhver að útskýra fyrir Kínverjum hvað fjölmiðlafrelsi er? Ég veit ekki hvort skal hlægja eða gráta. Vona bara að fólk fatti að þetta er leiksýning frá kínverska áróðursleikhúsinu og þessir vesalings fréttamenn strengjabrúður leikrits sem gæti mögulega heitið "Ánauð er frelsi - stríð er friður". 
mbl.is Erlendir blaðamenn í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg vill eitt Kína

Hvað ætli þeim í Tíbet finnist um það sem hafa verið að berjast fyrir sjálfstæði Tíbet? Hvað ætli konunum í Tíbet sem hafa verið neyddar í fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerðir af hendi Kínverja finnist um það? Ég vona að Ingibjörg sjái sóma sinn í því að kynna sér hvað er raunverulega í gangi í Tíbet áður en hún ákveður fyrir hönd okkar Íslendinga að styðja nýlendustefnu Kína. 

Þessi frétt er afar villandi miðað við hvað hún lét út úr sér í tíufréttum sjónvarpsins. En við vitum þá alla vega hvar við höfum hana í þessu máli. Skora á aðra ráðamenn að leyfa okkur að vita þeirra afstöðu. Skora á blaðamenn að spyrja þá. 


Loksins

Nú fær Ingibjörg prik hjá mér:) Er að elda kvöldmat... meira seinna. Vildi bara hrósa henni strax fyrir að bregðast við á þennan máta.
mbl.is Utanríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum vegna Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló halló auglýsi eftir íslensku ríkisstjórninni

Þögn ykkar er neyðarleg og jafnframt skammarleg. Á meðan sendir eru lögreglubílar á klukkutíma fresti fyrir utan kínverska sendiráðið svo dögum skiptir, til að vernda sendiráðið fyrir kertaljósum og gulum úlpum, geta íslensk stjórnvöld ekki séð sóma sinn í að segja eitthvað um ástandið sem skekur heiminn allan... Við höfum kallað eftir svörum. Ég krefst þess að fá að vita hvar okkar ríkisstjórn stendur varðandi mannréttindabrot í Kína, NÚNA.
mbl.is Sarkozy útilokar ekki hunsun Ólympíuleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver segir að þrýstingur skipti ekki máli

Ríki heims hafa þrýst all rækilega á kínversk yfirvöld að efna loforð sín um aðgang fjölmiðla að landinu sem og aðgang almennings að fjölmiðlum, sem voru forsenda þess að Ólympíuleikarnar verða haldnir í Kína. Það er aðeins út af þessum þrýsting sem þetta er að gerast og hið besta mál. En gleymum ekki mannréttindabrotunum sem eru í gangi þarna. Í gær maður hnepptur í 5 ára fangelsi fyrir það eitt að safna undirskriftum fyrir bættum mannréttindum í Kína... Skora á íslenska ráðamenn að gera eitthvað til að auka á þrýsting gagnvart hinni miskunnarlausu stefnu kínverskra ráðamanna varðandi mannréttindi og annan munað eins og til dæmis tjáningarfrelsi.



mbl.is Opnað fyrir vefsíðu BBC í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband frá mótmælunum á laugardaginn

Skellti saman smá myndbandi sem ég skaut á myndavélina mína góðu á laugardaginn var og fékk svo lánað lag frá vini mínum Jón Tryggva en hann samdi stórgott lag og texta út frá því sem hann hefur verið að upplifa í tengslum við Tíbet undanfarið. Það var svo hrikalega kalt á laugardaginn og gleymdi að taka vettlinga, þannig að ég var ekkert að skjóta neitt mikið ... enda fullt af fólki að taka upp efni:)

 


Ég er áskrifandi að google fréttaskotum um Tíbet

og hef fundið þar miklu ítarlegri og raunsannari fréttir frá helstu fréttaveitum heimsins en það sem ég er að sjá hér á mbl.is. Það er ekki hægt að taka mark á fréttum frá kínverskum fréttastofum. Bendi þeim sem hafa áhuga á að fá afar fróðlegar og vel unnar fréttar að kíkja á ítarefni á news.bbc.co.uk um Tíbet. 

Ríkisstjórn sem ritskoðar beinar útsendingar ítrekað og undanfarið oft á dag, er varla marktæk til að segja sannleikan. Kalla eftir því að mbl.is hætti að vitna svona mikið í kínverskar fréttaveitur þegar kemur að mannréttindamálum. Það jaðrar við að vera absúrd. Hef reyndar tekið eftir að ríkissjónvarpið okkar gerir þetta líka og mér er algerlega fyrirmunað að skilja slíka fréttamennsku.

Hér er fín grein sem ætti að lýsa því nokkuð vel sem ég er að reyna að segja:)

Chinese Blogger Says Censorship in Tibet will Only Foster Ultra Nationalism
March 21st, 2008

In an obvious reference to the ongoing Chinese Government crackdown in Tibet and denial of access to independent media, a Xiamen-based Chinese journalist has come up with his analysis of the development saying censorship will only foster ultra nationalism.

Lian Yue, a freelance writer in the Chinese coastal city of Xiamen, writes in his Eighth Continent blog on March 21, 2008 that "Information blocking is the only reason for making the divide deeper and the situation worse, since people in different positions are all talking from their own perspectives, and cannot be verified."

"Ultra-nationalism is an emotion, not reason; therefore censorship is a bed for such emotion, fostering extreme-Tibetan, extreme-Han, Japan hatred, Taiwan hatred and other extreme emotions," the blog said.

China Digital Times, which translated his points into English, says Lian is known for his advocacy for environmental protection in Xiamen. Following is the full text of the translation.

Tibet Information Theory - Lian Yue

1. If there is a power that wants to block information, then we should assume this power is bad.

2. If this power actually blocked the information, then this power should be assumed to be worse.

3. If the power which blocked information now publishes only one-sided information, then we should assume this information is false.

4. For all untrue information, the power which blocks information should be held most responsible.

5. The power which blocks information has no credibility to judge related information that flows around.

6. Information blocking is the only reason for making the divide deeper and the situation worse, since people in different positions are all talking from their own perspectives, and cannot be verified.

7. Ultra-nationalism is an emotion, not reason; therefore censorship is a bed for such emotion, fostering extreme-Tibetan, extreme-Han, Japan hatred, Taiwan hatred and other extreme emotions.

8. Mainland China is a place full of such extreme emotions. This extreme emotion supports the power, and likely prevents reform of the power.

9. Only sufficient information and sufficient expression can dissolve such extreme emotion. Trying to control so-called "dangerous speech" is the biggest danger.

10. Therefore, allowing the media to freely enter Tibet to report is a critical way to solve this problem.

March 21, 2008. 

 


mbl.is Hundruð mótmælenda gáfu sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki Kínversk stjórnvöld búin að rjúfa samninginn?

Var ekki forsenda þess að Kína fengi að halda Ólympíuleikana eftirfarandi: Meira fjölmiðlafrelsi: Virða mannréttindi? Hafa þeir ekki þverbrotið þessi ákvæði? Eiga þeir ekki að axla neina ábyrgð?

Var að lesa áhugaverða grein varðandi Ólympíuþorpið og spyr íslenska íþróttamenn í hjartans einlægni hvort að þeir geti hugsað sér að fara þarna og bera þá ábyrgð sem því fylgir. 

Til að hægt sé að fá nægilega mikið vatn fyrir Ólympíuleikana og þorpið fína, þarf að taka vatn frá svæðum sem nú þegar hafa þurft að líða mikinn uppskerubrest. Fólkið sem þar býr, horfir fram á hungursneyð vegna þess að það þarf að dæla um 30% meira vatni til Beijing í kringum Ólympíuleikana. Allir þeir sem taka þátt í Ólympíuleikunum eru því að taka þátt í enn frekari neyð milljóna. Eru íþróttir virkilega þess virði? Eða voru það stærstu mistök Ólympíunefndarinnar að treysta klofinni tungu kínverskra yfirvalda? Það er enn hægt að hætta við. 

Hvet alla til að lesa þess grein á BBC vefnum, hún er afar fróðleg, hér er slóðin. 


mbl.is Útsending rofin frá Ólympíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nöldur vs. aðgerðir

Ég hef oft eytt miklum tíma í að nöldra yfir ráðamönnum og hinu þessu sem ég er ekki ánægð með í stjórnsýslunni. Ég er á því að þetta er mesta orkusóun sem hægt er að stunda. Ef ég er óánægð með eitthvað þá er um að gera að koma því á framfæri við rétta aðila, í stað þess að fá huglæga fullnægju í stutta stund yfir mínu eigin nöldri við vini og ættingja. 

Við höfum ríkisstjórn sem við réðum til starfa, ef okkur líkar ekki það sem hún er að gera, þá eigum við að koma því á framfæri við starfsmenn hennar milliliðalaust. Ef nógu margir gera eitthvað í þá veru og axla sína samfélagslegu ábyrgð í að koma þá með lausnir í stað kvartana, þá væri þessu heimur allt öðru vísi en við upplifum hann í dag.  

Til eru fjöldamörg dæmi um það að einstaklingar hafi haft áhrif á gang sögunnar. Kannski ert þú þessi einstaklingur - því hvet ég alla sem eru óánægðir með óréttlæti eða skort á jarðtengingu hjá stjórnvöldum að láta að sér kveða. Sendið þeim bréf, pantið tíma hjá þeim og komið skoðunum ykkar á framfæri.

Bara ekki gera ekki neitt... það að gera eitthvað er alveg stórmögnuð tilfinning. Það þarf ekki að taka meiri tíma en hefði annars farið í nöldur, sem er afar niðurbrjótanleg orka og til lítils gagns. 


Uppkast að bréfi til að senda forseta ólympíunefndar Evrópu

To the President of the NOC of Europe, 

As a citizen concerned about fundamental respect for human rights and dignity, I am deeply concerned that the International Olympic Committee and the organizers of the Beijing games are continuing with plans to carry the Olympic torch through Tibet. 

Right now in Tibet, there is no freedom of speech or movement and the entire nation is under martial law. International sources report that over a hundred Tibetans have been killed and hundreds more arrested or detained. As reports spread of arbitrary arrests, house-to-house raids, killings, and even beatings of schoolchildren, it is unthinkable that the IOC would continue to move forward with 'business as usual.' 

Allowing the torch to be carried through Tibet will greatly escalate tensions, giving the Chinese government an excuse to continue its violent crackdown, which will undoubtedly lead to more detentions and deaths.Allowing the torch through Tibet would indelibly tarnish not only the 2008 Olympics but the Olympic movement. The Olympic torch relay should be a celebration that unites people, not a propaganda exercise in which one people seeks to assert its dominance over another.

 

Tibetan people everywhere have made it clear that they do not want the Olympic torch to pass through their borders. The Chinese government's fervent desire to see the torch pass through Tibet is politically motivated, aimed at saving face despite the widespread protests, and asserting its sovereignty over Tibet. I urge you to place the needs of the Tibetan people and the values of the Olympic movement ahead of the Chinese authorities' desire to project an image of power and invincibility.

Please immediately appeal to the the IOC to withdraw the Tibetan Autonomous Region and the Tibetan provinces of Amdo and Kham - now annexed into China's Qinghai, Sichuan, Yunnan, and Gansu - from the Beijing Olympic Torch Relay route.

People, athletes and governments of conscience worldwide have responded with an outpouring of support for Tibetans inside Tibet. Please join us in saying "no torch through Tibet."

Thank you.

Sincerely,


mbl.is Mótmæli boðuð í Ólympíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn þegja íslensk stjórnvöld

Ætla að senda þeim öllum ályktunina eftir mótmælafundinn í gær, prívat og persónulega og sjá hvort að ég fái einhver viðbrögð.

Læt yfirlýsinguna fylgja með og hvet aðra til að þrýsta á íslensk stjórnvöld með því að senda póst og kalla eftir viðbrögðum við þessu ástandi.

Ályktun eftir mótmælafund við kínverska sendiráðið laugardaginn 22. mars

 

Við höfum þungar áhyggjur af stöðu Tíbeta í Tíbet og andvaraleysis íslenskra stjórnvalda í þeim efnum.

 

Við skorum því á ríkisstjórn Íslands að mynda sér skoðun og koma henni á framfæri opinberlega. Þá skorum við jafnframt á ríkisstjórnina að svara eftirfarandi spurningum: Styður ríkisstjórn Íslands mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda í Tíbet?

Ef hún gerir það ekki, er ríkisstjórnin tilbúin að fordæma og hvetja til þess að mannréttindi verði virt í Tíbet á opinberum vettvangi, sem og í alþjóðasamfélaginu.

 

Þögn íslenskra yfirvalda, forsætisráðherra, utanríkisráðherra sem og forseta Íslands verður að linna. Við viljum vita hug ykkar nú þegar, því mannréttindabrotin í Tíbet verða æ svæsnari. Í morgunn lýstu kínversk stjórnvöld því yfir að 100 þjóðir styðji aðgerðir þeirra. Erum við á þessum lista?

 

Við förum þess á leit að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og bjóði sig fram til að miðla málum á milli Tíbet og Kína til að finna varanlega lausn á vandamálum þeim er hrjá Tíbet.

 

Við krefjumst þess jafnframt að rannsóknarnefnd á vegum S.Þ. verði tafarlaust hleypt inn í Tíbet til að komast að hlutskipti þeirra sem hafa verið handteknir og drepnir í tengslum við mótmælin í Tíbet undanfarið. 


mbl.is Norðmenn gagnrýna Kína harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509626

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband