6.4.2008 | 10:47
Stofnfundur Vina Tíbets á eftir
Þeir sem hafa ekki tök á að komast en vilja gjarnan vera félagar, endilega hafið samband við mig og ég finn leið til að skrá ykkur svo þið getið tekið þátt í starfinu eða fengið nánari upplýsingar um Tíbet. Hægt er að senda mér tölvupóst birgitta@this.is eða hringja í mig, er í símaskránni:)
Ég mun svo senda skýrslu eftir fundinn annað hvort í kvöld eða fyrramálið og láta vita hvernig fór. Fjöldi fólks búið að segjast ætla að mæta og ég vona að það verði svo. Fundurinn byrjar klukkan 13, á Kaffi Hljómalind, Laugavegi 23. Allir velkomnir.
Er núna að þýða yfirlýsingu sem var gefin út í morgunn eftir H.H. Dalai Lama - veit ekki hvort að mér takist að klára það fyrir fundinn en ég ætla að reyna að fá hana birta á prenti í þessari viku, ef það tekst ekki þá set ég hana bara hér á bloggið mitt góða. Bendi þeim sem vilja lesa sér til um skoðun mína á hinum alþjóðlegu Svindlleikum að kíkja á samnefnda grein sem ég skrifaði í gær.
![]() |
Ólympíueldurinn í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2008 | 16:52
Hinir alþjóðlegu Svindlleikar
Ég er mikið búin að vera að spá í þessu Ólympíuleikum. Ég verð að viðurkenna að ég horfi nú ekkert sérstaklega mikið á sjónvarp og því síður á íþróttir. Sér í lagi þegar kemur í ljós að þessi miklu afrek eru yfirleitt út af ólöglegri lyfjatöku íþróttamanna. Þetta er orðin sífellt útsmognari iðnaður, þar sem allt er lagt í sölurnar fyrir: að svindla á lyfjaprófum. Ekki er það neitt sérstaklega mikið í hinum Ólympíska anda.
Kannski ætti að kalla þetta hina alþjóðlegu Svindlleika. Það væri meira við hæfi. Ekki bara svindla íþróttamenn, heldur líka Ólympíunefndin. Hún hefur orðið uppvís af svindlum líka. Þá er það ekkert nema sjónhverfingar að setja kínverskum ráðamönnum skilyrði sem í engu verður fylgt.
Þeir hafa þverbrotið þau göfugu skilyrði sem þeim voru settir. Trúði því einhver að þeir myndu framfylgja þeim. Bara við það eitt að byggja hallirnar sem svindlarar með margmilljón króna sponsið sitt sýna sterasnilli hafa þeir þverbrotið mannréttindi. Þegar þjóðhöfðingjar fara í sturtu á fínu hótelunum sínum eru þeir að stela vatni frá bændum sem búa nú þegar við hungursneyð.
Hvernig getum við verið svo miklir hræsnarar að setja frama ofar mannslífum? Já en þau eru búin að æva allt sitt líf til að taka þátt í þessu. Hversu margir Íslendingar eiga von á verðlaunapening í ár?
Hversu mikil hræsni er að lofsyngja Ólympíuleikana sem eitthvað heilagt, þegar fjöldi íþróttamanna verða að skila sínum góðmálmapeningum út af svindli og vitað er að aldrei kemst upp um alla. Verum í það minnsta heiðarleg og köllum þessa leika réttu nafni.
Hættum líka í guðs bænum að segja að íþróttir og pólitík sé tvennt aðskilið og þess vegna eigum við að senda Geir í sinni einkaþotu á opnunarhátíðina. Við getum auðveldlega gert eitthvað gagn í þessum heimi, ef við hefðum hugrekki til. Skora á Geir að sitja heima. Nota peningana í eitthvað skynsamlegt, eins og til dæmis að kaupa hús undir eitthvað af þessu gamla fólki sem þarf að búa á spítalagöngum.
![]() |
Frakkar setja skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2008 | 08:29
Að vera aðgerðasinni
Stundum koma upp atburðir sem riðla öllu og maður finnur sig knúinn til að gera eitthvað í því. Þessu meira sem ég kynni mér sögu Tíbet, þessu meira sem ég les mér til um ástandið í landinu, þessu mikilvægara finnst mér að sitja ekki aðgerðalaus.
Stundum spyr fólk mig af hverju ertu ekki að mótmæla hinu eða þessu í stað þess sem ég er að gera. Ég gleymi alltaf að segja það sem er augljósast: "Af hverju ert þú ekki að því?" Það að gera eitthvað krefst ekki prófgráðu í aðgerðum. Það að gera eitthvað til að breyta því sem manni finnst að mætti betur fara er jafn einfalt og að taka ákvörðun um að fara að stunda meiri hreyfingu.
Maður þarf ekkert að hafa náðargáfu til að gera eitthvað, en maður þarf stundum að hafa náð leikni í að taka hlutunum ekki persónulega, því það er oft þannig að þeir sem ákveða að vekja athygli á einhverjum málstað og þrýsta til dæmis á ráðamenn og konur fá einatt yfir sig skítkast af einhverju tagi. Ég fékk yfir mig áhugaverðar gusur þegar ég tók þátt í að skipuleggja fyrstu mótmælabúðir Saving Iceland.
Nágranni minn og bloggfélagi Gísli talar alltaf um fólkið sem tengist Saving Iceland sem skítuga hippa eða eitthvað í þeim dúr og talar jafnan niður til okkar sem við værum skítaskán á rjóma samfélagsins. En þegar ég var að hamast í að vekja athygli á hve hallaði á náttúruna okkar og réttinn til að mótmæla því þá var það þannig að við vorum sárafá í þessu og þeir sem láta sig svona umdeild mál varða opinberlega fá auðvitað yfir sig allskonar birtingarmyndir af reiði og oft vanþekkingu þeirra sem að manni veitast.
Við erum ekki mörg hérlendis sem erum svokallaðir aðgerðasinnar. Þetta eru yfirleitt sömu andlitin sem mæta á mótmæli og eru leynt og ljóst að vinna að friðarmálum, náttúrvernd og mannréttindum. Það þykir ekki par fínt að mæta á mótmæli, það gæti einhver séð mann:) Kannski er það einmitt út af svona skrifum eins og Gísli og fleiri með hans hugarfar halda úti að fólk er feimið við að sýna sig í stuðningsaðgerðum fyrir friði, mannréttindum eða verndun jarðarinnar okkar.
Ég man að eftir fyrsta mótmælasumarið þá voru aðgerðasinnarnir sem höfðu komið að utan til að hjálpa okkur, fremur þunglyndir, þeim leið sem þau hefðu ekki áorkað miklu með sínum aðgerðum, verið hrakin burt frá Kárahnjúkum og voru undir umsátri frá lögreglunni sem handtók fólk til að afhenda því ógildan miða frá útlendingastofnun. Enginn hafði verið kærður en þó voru þau elt af óeinkennisklæddum lagana vörðum og vaðið inn á þá staði sem þau héldu til með nokkrum látum og ógnunum lögreglu.
Ég man að ég sagði við þau að þau hefðu haft gríðarlega mikil áhrif með sínum aðgerðum fyrir austan, en þar stoppuðu þau umferð vinnuvéla til að vekja athygli á því sem þar var að gerast. Þau höfðu farið yfir ákveðinn þröskuld hérlendis og gefið öðrum hugrekki til að gera hið sama. Og segja má að aðferðir þær sem bílstjórar hafa stundað undanfarið séu að einhverju leiti bein afleiðing aðgerða þeirra sem komu hingað til bjargar Íslandi, hinni ósnortnu náttúru landsins sem á undir stöðug högg að sækja.
Ég kynntist þessu fólki ágætlega, bauð sumum þeirra að gista hjá mér uns þau voru komin í öruggt skjól. Þetta unga fólk var ekki bara yndislegt og hjálplegt, heldur bráðskarpt fólk sem lætur sig varða um aðra hluti en aðeins að skara eld að sinni köku. Það hefur ríka samfélagsvitund og lifir samkvæmt sinni köllun. Það er auðvitað allt öðruvísi í sínum daglegu lifnaðarháttum en hinn klassíski góðborgari, því þau reyna að nota hinn svokallaða neysluheim sem minnst. Ástæða þess að ég er ekki ennþá á fullu í umhverfismálunum er einföld, það eru komnir svo margir á fullt í þessa baráttu, því almenningur er hægt og bítandi að vakna upp við þá staðreynd að þetta er eitthvað sem varðar okkur öll:) En betur má ef duga skal. Hver hörmungarfréttin dynur yfir varðandi þessi mál og við verðum að hætta þessum sofandahætti og gera eitthvað. Best er að velja sér eitt málefni, því þegar maður fer að kynna sér samfélagsmál og umhverfismál, þá kemst maður að því að potturinn er brotinn nánast allsstaðar.
Íslendingar hafa oftast verið frekar hlédrægir þegar kemur að mótmælum, sér í lagi undanfarna áratugi. Það er enginn að gera neitt þó bankarnir séu að leika sér að okkar hagkerfi eins þeir væru í Monopoly með fjárhagsöryggi þjóðarinnar. Allt í einu er góðærið búið og neyslan jafn ávanabindandi og heróín. Næsta fix er komið, álver í Helguvík. Til hamingju kæra þjóð, fráhvörfin munu bíða um stund, eða hvað?
5.4.2008 | 07:41
Hér er fréttatilkynningin í heild sinni
Stofnfundur Vina Tíbets og hin vikulega mótmælastaða
Tíbet er enn lokað af, fjölmiðlafólk og ferðamenn fá enn ekki aðgang að landinu. Símasamband og netsamband er enn rofið.
Herlög er enn í gildi og á næstu dögum verða yfir 1000 Tíbetar ákærðir fyrir þátttöku í mótmælum í Lhasa. Fjöldamörg dæmi eru um það að munkar hafi framið sjálfsvíg fremur en að þurfa að sitja undir þeim pyntingum sem bíða þeirra í kínverskum fangelsum.
Undanfarna laugardaga hefur fólk tekið sig saman og mótmælt mannréttindabrotum í Tíbet og komið saman til að sýna Tíbetum í verki að þeim er ekki sama um þessa merku þjóð. Þjóð sem verið er að fremja menningarlegt þjóðarmorð á. Þjóð sem var hernumin fyrir 50 árum og enginn þjóð í heiminum haft dug í sér til að styðja á víðtækan hátt.
Á mánudaginn var, tókum við þátt í alþjóðaaðgerðadegi til stuðnings Tíbet og afhentum ráðamönnum þjóðarinnar ákall til stuðnings Tíbet. Við kölluðum eftir því að þögninni um þetta mál myndi linna. Heldur hefur verið um fáa fína drætti að ræða frá stjórnaliðum. Eini flokkurinn sem hefur sýnt að þeir láta sig málefni Tíbet varða, eru einmitt þeir sem flestir hefðu síst átt von á að tækju á þessu máli - VG. Á miðvikudaginn var fundur haldinn í Utanríkisnefnd Alþingis og þar bókaði VG því sem næst allar okkar ábendingar um hvað íslenska ríkistjórnin og þingheimur gæti gert til að liðsinna Tíbet. Þetta eru ekki róttækar kröfur en afar mikilvægar til að binda enda á þá kúgun og hrottaskap sem á sér stað í Tíbet núna. Mikilvægt er að það sé brugðist strax við. Því má segja að VG sé eini flokkurinn sem sé að bregðast við ákallinu sem við sendum þingheimi.
SUS hefur lagt til að við sniðgöngum opnunarhátíð Ólympíuleikana og tökum við heilshugar undir það. En það er átakalegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki þegar á reynir styðja mannréttindi Tíbeta og löngun þeirra til að búa við lýðræðislegt stjórnarfar.
Við skorum á allar hinar pólitísku ungliðahreyfingar að standa saman fyrir þverpólitískri aðgerð til að sýna að við setjum mannréttindi ofar viðskiptahagsmunum, til að sýna að mannréttindi séu ofar pólitískum stefnum og straumum.
Laugardaginn 5. apríl klukkan 13, boðum við enn og aftur til mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið. Mótmælastaða okkar er til að sýna kínverskum yfirvöldum að við gleymum ekki mannréttindabrotum þeirra svo glatt, sem og að taka þátt í hinni alþjóðlegu bylgju stuðnings til handa Tíbetum og þeirra baráttu fyrir frelsi og mannréttindum.
Á sunnudaginn mun verða haldinn stofnfundur Vina Tíbets. Hann verður haldinn á Kaffi Hljómalind, Laugavegi 23, klukkan 13 og öllum frjálst að mæta sem vilja styðja við þetta málefni eða bara næla sér í aukna fræðslu um Tíbet.
![]() |
Stofnfundur Vina Tíbets |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |

Undanfarna laugardaga hefur fólk tekið sig saman og mótmælt mannréttindabrotum í Tíbet og komið saman til að sýna Tíbetum í verki að þeim er ekki sama um þessa merku þjóð. Þjóð sem verið er að fremja menningarlegt þjóðarmorð á. Þjóð sem var hernumin fyrir 59 árum og enginn þjóð í heiminum haft dug í sér til að styðja á víðtækan hátt.
Á mánudaginn var, tókum við þátt í alþjóðaaðgerðadegi til stuðnings Tíbet og afhentum ráðamönnum þjóðarinnar ákall til stuðnings Tíbet. Við kölluðum eftir því að þögninni um þetta mál myndi linna. Heldur hefur verið um fáa fína drætti að ræða frá stjórnaliðum. Eini flokkurinn sem hefur sýnt að þeir láta sig málefni Tíbet varða, eru einmitt þeir sem flestir hefðu síst átt von á að tækju á þessu máli - VG. Á miðvikudaginn var fundur haldinn í Utanríkisnefnd Alþingis og þar bókaði VG því sem næst allar okkar ábendingar um hvað íslenska ríkistjórnin og þingheimur gæti gert til að liðsinna Tíbet. Þetta eru ekki róttækar kröfur en afar mikilvægar til að binda enda á þá kúgun og hrottaskap sem á sér stað í Tíbet núna. Mikilvægt er að það sé brugðist strax við. Því má segja að VG sé eini flokkurinn sem sé að bregðast við ákallinu sem við sendum þingheimi.
SUS hefur lagt til að við sniðgöngum opnunarhátíð Ólympíuleikana og tökum við heilshugar undir það. En það er átakalegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki þegar á reynir styðja mannréttindi Tíbeta og löngun þeirra til að búa við lýðræðislegt stjórnarfar.
Við skorum á allar hinar pólitísku ungliðahreyfingar að standa saman fyrir þverpólitískri aðgerð til að sýna að við setjum mannréttindi ofar viðskiptahagsmunum, til að sýna að mannréttindi séu ofar pólitískum stefnum og straumum.
Laugardaginn 5. apríl klukkan 13, boðum við enn og aftur til mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið. Mótmælastaða okkar er til að sýna kínverskum yfirvöldum að við gleymum ekki mannréttindabrotum þeirra svo glatt, sem og að taka þátt í hinni alþjóðlegu bylgju stuðnings til handa Tíbetum og þeirra baráttu fyrir frelsi og mannréttindum.
Á sunnudaginn mun verða haldinn stofnfundur Vina Tíbets. Hann verður haldinn á Kaffi Hljómalind, Laugavegi 23, klukkan 13 og öllum frjálst að mæta sem vilja styðja við þetta málefni eða bara næla sér í aukna fræðslu um Tíbet.
Vinir Tíbets
![]() |
Hvetur til þess Ólympíukyndilinn fari ekki til Tíbet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 08:04
Tek undir áskorun SUS
Finnst að okkar ráðamenn ættu skilyrðislaust að sniðganga setningu og lokahátíð Ólympíuleikana. Mannréttindabrot kínverskra yfirvalda eru svo öfgakennd og þeir eru ekki neitt að taka sig á, hvorki varðandi sína eigin þegna né Tíbeta. Það væri róttæk hræsni að mæta þarna í sínu fínasta pússi með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina ef kínversk yfirvöld eru að brjóta á þeim skilyrðum sem þau skrifuðu upp á sem forsenda fyrir því að fá að halda þessa blessuðu Ólympíuleika.
Finnst reyndar absúrd að fólk sé að fara þarna og stuðla að hungursneyð hjá tugum þúsunda Kínverja vegna þess að vatnið verður tekið af þeirra ræktarsvæðum svo Ólympíugestir geti farið í sturtu.
![]() |
Kínverskur aðgerðarsinni fangelsaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2008 | 07:53
Fékk þetta í póstinum frá Amnesty International áðan
Sign our petition to the President of China demanding the immediate release of the 15 Tibetan Monks and other peaceful protesters. | ||||||||||||
![]() | ||||||||||||
![]() | ![]() | |||||||||||
![]() | Dear Birgitta, | ![]() | ||||||||||
![]() | You've seen the images on YouTube and in the news papers... ... Chinese security forces brutally attacking unarmed, non-violent protestors, including Buddhist monks, in Tibet. But, you don't have to sit idly by and just watch. You can take action right now to help secure the freedom of 15 Tibetan monks who were arrested on March 10 for staging a peaceful protest in Barkhor, Lhasa, the capital of the Tibetan Autonomous Region.
|
| ![]() | |||||||||
We have no information on the monk's current whereabouts. We don't know the nature of the charges brought against them. And, they're at very high risk of torture or other ill treatment. What we do know, is that by acting together we can place enormous pressure on the Chinese Government at a moment when they are trying to put their best face forward in the run up to the 2008 Olympic Games. By acting now, we can secure the immediate release of the 15 monks and the other peaceful protestors that were detained with them. In recent days, Amnesty International has met with Congressional leaders, including Speaker of the House Nancy Pelosi, and with senior White House officials. We are placing enormous pressure on the Chinese Government to stop the violence, open up the region to foreign reporters and to free peaceful protestors. But, we need your immediate help to keep the pressure on. |
![]() |
Mannréttindamál í Kína að versna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2008 | 06:27
Aukatónleikar til heiðurs minningu mömmu

Minni alla á að nú fer að líða að aukatónleikunum til heiðurs Bergþóru Árnadóttur. Tónleikarnir verða á laugardaginn kemur og verða þeir haldnir í Grafarvogskirkju klukkan 20:30. Tónleikarnir verða með sama sniði og síðast en státa tveimur auka söngvurum: Páli Óskari og Jóni Tryggva Unnarssyni. Markmið okkar sem stöndum fyrir tónleikunum er að gefa tónlistarfólki vettvang og tónlistarlega umgjörð með hinu frábæra bandi sem Hjörleifur Valsson valdi saman, en hljómsveitina skipa: Ástvaldur Traustason á píanó, Birgir Bragason á bassa og kontrabassa, Björgvin Gíslason á gítar og sítar, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Steingrímur Guðmundsson á slagverk og Tatu Kantomaa á harmonikku.
Okkar leið til að heiðra minningu Bergþóru er að hvetja annað tónlistarfólk flytja tónlistina hennar en lögin hennar eru tímalaus og völundarsmíð sem fallið getur inn í hvaða tónlistarstefnu sem er. Það sem ef til vill er einkennandi við lögin hennar er hin mikla virðing sem hún bar til ljóða en þau voru ómissandi efniviður laga hennar.
Söngvar sem voru með síðast og verða með aftur: Ragnheiður Gröndal, Hansa, Magga Stína, Jónas Sig og Svavar Knútur.
Hægt er að fá miða á midi.is, við innganginn, í verslunum Skífunnar og í völdum BT búðum á landsbyggðinni.
Meiri upplýsingar um tónleikana og tónlist Bergþóru er hægt að finna á Bergþórubloggi.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 20:03
UVG vilja dýpka umræðuna um sjálfstæðisbaráttu Tíbeta

Í gær eftir að við sem vorum að taka þátt í alþjóðaaðgerðadeginum til stuðnings Tíbet, rakst ég á nokkra vaska ungliða VG og spurði þau hvort að það væri ekki kominn tími á einhverjar aðgerðir af þeirra hálfu til stuðnings Tíbet. Og ekki þurfti ég að bíða lengi, fékk þennan póst í dag og það er ánægjulegt að sjá að Tsewang haldi tölu þarna því að það hefur verið mjög lærdómsríkt að tala við hann sem og aðra Tíbeta um þeirra sýn á ástandið. Þeir luma á mörgum áhugaverðum staðreyndum um af hverju Kína er svona hart í sinni afstöðu af hafa Tíbet sem fastast í sinni járngreip. Hvet alla til að mæta, ég hvet til þverpólitísks stuðnings við baráttu Tíbeta. Það á ekki að skipta máli hvort að maður er hægri vinstri miðja. Þetta er mál sem er fyrir löngu tímabært að við sem þjóð sem og heimsbyggð öll hætti að horfa framhjá og styðji með ráðum og dáðum.
Þöggunin er helsta vopn kínverskra stjórnvalda gegn mótmælendum í Tíbet.
Því miður er ástandið ekki mikið skárra hér á landi en í Kína og Tíbet að
því leyti að þótt rætt sé um mótmælin sjálf er sárasjaldan haft fyrir því
að fjalla um málstað þeirra, orsök þess að þeir mótmæla. Að sama skapi er
umfjöllunin oft því marki brennd að talað er um tíbetsku þjóðina án þess að
talað sé við hana.
Ung Vinstri græn bíða ekki boðanna heldur efna til opins fundar um málefni
Tíbets á morgun [miðvikudaginn 2. apríl] kl. 20 á Suðurgötu 3. Á fundinum
fjallar tíbetski stjórnmálafræðingurinn Tsewang Namgyal um ástandið í
heimalandi sínu og þingmaðurinn Ögmundur Jónasson um aðkomu Íslendinga
að lausn vandans.
1.4.2008 | 19:33
Stofnfundur Tíbetsvina á sunnudaginn

Ákveðið hefur verið að halda stofnfund vina Tíbets á sunnudaginn næstkomandi klukkan eitt á Kaffi Hljómalind, sem er staðsett á Laugarvegi, allir velkomnir. Hvet alla sem láta sig málefni Tíbet varða eða vilja kynna sér menningu og sögu landsins og þjóðarinnar að koma.
Ég vil gjarnan benda þeim sem hafa áhuga á að kynna sér sögu Tíbets að lesa síðasta Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. Þar er þessi blóði drifna saga rekin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 11:07
Eru kínversk yfirvöld alveg búnin að missa sig í bullinu?
Hér er áhugaverð mynd sem segir margt um hvernig kínversk yfirvöld hagræða veruleikanum... takið eftir á hverju kínverska löggæslan í Tíbet heldur á! Ég vona að heimurinn gleypi ekki við þessum nýjustu áróðursbrögðum ... hryðjuverkamunkar... vá þvílíkt hugmyndaflug hjá kínversku áróðursmaskínunni... ætli það séu þessir gaurar sem klæða sig upp í munkafötin yfir embættisbúningana sem sjá þá um það að sprengja sig upp.... svolítið langsótt en ekki eins langsótt en hryðjuverkamunkar:)

![]() |
Kínverjar segja Tíbeta skipuleggja árásir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.4.2008 | 10:06
Önnur viðbrögð við bréfinu góða
Bjarni Harðar frá Framsóknarflokkum hefur heitið því að taka þetta fyrir í sölum alþingis... nú er lag að taka á málefnum Tíbets á þverpólitískan máta...
Ég vona með sanni að þetta verði tekið fyrir sem fyrst inn á þingi... þakklæti til Bjarna fyrir að svara...
1.4.2008 | 09:58
Fyrstu viðbrögð við bréfinu til þingheims
Hér koma svörin frá Jóni Magnússyni - Frjálslynda flokknum: takk kærlega fyrir að svara:)
"Þakka þér fyrir. Ég er sammála áherslum ykkar og aðgerðum og styð ykkur í baráttunni.
svar: 1. Nei það er ekki rétt og það gildir alltaf, líka þegar um er að ræða að nýtingu á þræla- og/eða barnavinnu í þróunarlöndunum
spurning: 2. Hvernig ætlar þú að beita þér fyrir því að aðstoða Tíbeta í baráttu þeirra fyrir að mannréttindi þeirra verði virt?
svar: 2. Ég hef ítrekað bent á það í ræðu og riti að Tíbetar séu sviptir sjálfstæði sínu og ákveðnum grundvallarmannréttindum. Ég mun halda því áfram og leggja þeim lið sem berjast gegn hernámi Kínverja á Tíbet.
Að öðru leyti er ég sammála og þú getur leitað til mín með stuðning og aðgerðir þegar þú vilt."
1.4.2008 | 07:43
Whale riding at top of the world
1.4.2008 | 07:31
Búin að senda bréfið á þingheim
Nú er að sjá hverjir bregðast við ákallinu. Mun pósta svörunum hér á bloggið þegar þau berast. Finnst mikilvægt að vita hver hugur fólks er sem stjórnar landinu okkar varðandi málefni Tíbeta. Ég hef staðið fyrir og verið þátttakandi í að skipuleggja mótmæli af ýmsu tagi í gegnum tíðina og það sem virðist vera eðlislægt meðal manna er að gleyma málefninu um leið og það er ekki á forsíðum fjölmiðla, eða þá að fólk finnur fyrir sinnuleysi og doða ef þeirra aðgerðir bera ekki strax árangur... ég stefni að þrautseigju uns ég sé áþreifanlegan árangur.
Ef þið þekkið einhverja í þingheimum, endilega spyrjið viðkomandi hvort hann sé ekki örugglega búinn að svara bréfinu góða.
Stefnum að því að stofna félagið Vinir Tíbets á sunnudaginn... læt vita hér á blogginu um leið og staður og stund hefur verið ákveðið, allir að sjálfsögðu velkomnir sem láta sig málefni Tíbet varða...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
-
ADHD
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Alexandra Briem
-
Andrés Magnússon
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Ari Sigurðsson
-
Baldvin Björgvinsson
-
Baldvin Jónsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergur Þór Ingólfsson
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Binnan
-
Birgir Þórarinsson
-
Birna Rebekka Björnsdóttir
-
Bjargandi Íslandi
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
SVB
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynja skordal
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Daníel Haukur
-
Dorje
-
Dísa Dóra
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Guðjónsson
-
Einar Indriðason
-
Einar Vignir Einarsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Eldur Ísidór
-
Elyas
-
Elín Sigurðardóttir
-
Elísabet Markúsdóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Erna Hákonardóttir Pomrenke
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eydís Hentze Pétursdóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Finnur Bárðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Félag Anti-Rasista
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gaukur Úlfarsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gerður Pálma
-
Gestur Guðjónsson
-
Goggi
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Gunnar Pétursson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Bergmann
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðmundur M Ásgeirsson
-
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðný Lára
-
Guðrún S Sigurðardóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Hjálmar
-
Haffi
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haukur Már Helgason
-
Heidi Strand
-
Heilsa 107
-
Heiða Þórðar
-
Helga Auðunsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Himmalingur
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlynur Hallsson
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Hlédís
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Hulla Dan
-
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
-
Hörður B Hjartarson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Helga
-
Ingibjörg SoS
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Isis
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Bjarnason
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Sigurgeirsson
-
Jón Svavarsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þór Ólafsson
-
DÓNAS
-
Katrín Mixa
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Ketill Sigurjónsson
-
Ketilás
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Snorradóttir
-
Krummi
-
Kári Harðarson
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Árnason
-
Mafía-- Linda Róberts.
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
María Kristjánsdóttir
-
María Pétursdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Morgunblaðið
-
Myndlistarfélagið
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
Neo
-
Oddi
-
Paul Nikolov
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Rannveig H
-
Ransu
-
Róbert Björnsson
-
Rögnvaldur Hreiðarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
-
SeeingRed
-
Sema Erla Serdar
-
Sigga
-
Signý
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Skuldlaus
-
Snorri Sturluson
-
Soffía Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Stríða
-
Sveinbjörn Eysteinsson
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Finnbogason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
TARA
-
Tilkynning
-
Tinna Jónsdóttir
-
Trausti Traustason
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tína
-
TómasHa
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Vilborg Eggertsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Vinir Tíbets
-
Viðar Eggertsson
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
arnar valgeirsson
-
fingurbjorg
-
hreinsamviska
-
leyla
-
molta
-
oktober
-
Einhver Ágúst
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Ár & síð
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásgerður
-
Ásta Hafberg S.
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf de Bont
-
Ómar Ragnarsson
-
Óskar Arnórsson
-
Örlygur Hnefill Örlygsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þröstur Unnar
-
Þór Jóhannesson
-
Þór Saari
-
Þórhildur og Kristín
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Andrés.si
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Margrét Bjarnadóttir
-
Ari Jósepsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Barði Bárðarson
-
Bergþór Gunnlaugsson
-
Billi bilaði
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bogi Jónsson
-
brahim
-
Daði Ingólfsson
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Dóra litla
-
Dúa
-
Einar Björn Bjarnason
-
Elsabet Sigurðardóttir
-
Esther Anna Jóhannsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Grétar Eiríksson
-
Guðbjörg Hrafnsdóttir
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hreyfingin
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingvi Rúnar Einarsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Jack Daniel's
-
Jóhann Ágúst Hansen
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jóhann Pétur
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Jónas Bjarnason
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Lárusson
-
Karl Gauti Hjaltason
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Madhav Davíð Goyal
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Morten Lange
-
Óðinn Kári Karlsson
-
Ólafur Eiríksson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Rannsóknarskýrslan
-
Rúnar Freyr Þorsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sveinbjörn Ragnar Árnason
-
Vaktin
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson