Leita í fréttum mbl.is

Hinir alþjóðlegu Svindlleikar

Ég er mikið búin að vera að spá í þessu Ólympíuleikum. Ég verð að viðurkenna að ég horfi nú ekkert sérstaklega mikið á sjónvarp og því síður á íþróttir. Sér í lagi þegar kemur í ljós að þessi miklu afrek eru yfirleitt út af ólöglegri lyfjatöku íþróttamanna. Þetta er orðin sífellt útsmognari iðnaður, þar sem allt er lagt í sölurnar fyrir: að svindla á lyfjaprófum. Ekki er það neitt sérstaklega mikið í hinum Ólympíska anda. 

Kannski ætti að kalla þetta hina alþjóðlegu Svindlleika. Það væri meira við hæfi. Ekki bara svindla íþróttamenn, heldur líka Ólympíunefndin. Hún hefur orðið uppvís af svindlum líka. Þá er það ekkert nema sjónhverfingar að setja kínverskum ráðamönnum skilyrði sem í engu verður fylgt. 

Þeir hafa þverbrotið þau göfugu skilyrði sem þeim voru settir. Trúði því einhver að þeir myndu framfylgja þeim. Bara við það eitt að byggja hallirnar sem svindlarar með margmilljón króna sponsið sitt sýna sterasnilli hafa þeir þverbrotið mannréttindi. Þegar þjóðhöfðingjar fara í sturtu á fínu hótelunum sínum eru þeir að stela vatni frá bændum sem búa nú þegar við hungursneyð. 

Hvernig getum við verið svo miklir hræsnarar að setja frama ofar mannslífum? Já en þau eru búin að æva allt sitt líf til að taka þátt í þessu. Hversu margir Íslendingar eiga von á verðlaunapening í ár?

Hversu mikil hræsni er að lofsyngja Ólympíuleikana sem eitthvað heilagt, þegar fjöldi íþróttamanna verða að skila sínum góðmálmapeningum út af svindli og vitað er að aldrei kemst upp um alla. Verum í það minnsta heiðarleg og köllum þessa leika réttu nafni. 

Hættum líka í guðs bænum að segja að íþróttir og pólitík sé tvennt aðskilið og þess vegna eigum við að senda Geir í sinni einkaþotu á opnunarhátíðina. Við getum auðveldlega gert eitthvað gagn í þessum heimi, ef við hefðum hugrekki til. Skora á Geir að sitja heima. Nota peningana í eitthvað skynsamlegt, eins og til dæmis að kaupa hús undir eitthvað af þessu gamla fólki sem þarf að búa á spítalagöngum.

 


mbl.is Frakkar setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Kvitt fyrir innlit og gæti ekki verið meira sammála.

Lilja Kjerúlf, 5.4.2008 kl. 23:05

2 identicon

kannski óþarfi koma með svona fullyrðingu um keppendurnar þótt staðarvalið sé vægast samt vafasamt

Siggi (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir áhugavert innlegg! Allt sagt sem þarf að segja. Vildi óska þess að ég gæti sagt það sem ég veit um steranotkun. Eltingaleikur við Gullpening, frægð og ALLIR þeir sem taka þátt, vita fyrirfram að ekki er hægt að vinna NEINA keppni á steralyfja. Og lyfja sem villa um fyrir mælitækjum lyfjaeftirlitsmanna. Lækna og lyfjafræðingakeppni eru þessir s.k. Ólympíuleikar orðnir af. Ég hef unnið sem meðferðarfulltrúi fyrir hópa í Svíþjóð, nokkra á Íslandi, hef ekki verið lengi hér á landi, sem hafa átt það sameiginlegt að vera stórskaðaðir tilfinningalega af þessum lyfjum.

Eitt frægt keppnislyf, Deka Dúrabóla er sérstaklega framleitt í Asíu og selt til bænda. Þess vegna er það aðgengilegt hverjum sem er, og litið á fólk sem kaupir þetta, líkt og þegar kúa- og kindabændur kaupa fóðurbæti. Hefur nokkur athugað kvað fóðurbætir er raunverulega sem seldur er á Íslandi?

Í fyrstalagi nej, í öðru lagi er hefðin sterkari en lögin.

Fóðurbætir er gefin þessum dýrum og síðan étum við "fóðurbætirinn" sem bændur gefa skepnum sínum. Enginn svo ég viti til, sér nokkuð athugavert við þetta. Nema neytendur sem vilja frekar lambakjöt en "rollukjöt", sem næstum óætur matur einmitt vegna fóðurbætis.

Langaði bara að skjóta þessu inn, vegna þess að þó ég hafi gefið þetta kindum og kúm sem barn og unglingur "í sveitinni" yrði ég úthrópaður sem öfgamaður og asni sem ekkert vissi um fóðurbætir.

Og er nákvæmlega sama. Vanur svoleiðis fólki sem er með ofnæmi fyrir raunveruleika lífsins.

Niðurstöður rannsókna á innihaldi fóðurbætir eru að öll efni eru "skaðlaus"! er jafneinföld  lygi og að ég sé Páll páfi. Ég er ekki Páll páfi, aldrei komið til Ítalíu, og aldrei séð Vatikanið. 

Ég var með á þeim árum þegar "skaðlausum" efnum var stráð á tún, svo gras yxi betur. Og það vantaði að það yxi betur. Það tvöfaldaðist og þrefaldaðist heyið af þessum svæðum sem "óskaðlega" áburðinum var dreift á.

Síðan voru sömu svæði ónýt eftir nokkur ár, allt læknað með kinda og kúaskít, enda ekki í önnur meðul að komast í, vegna peningaskorts hjá bændum. Ég var búin að keyra traktor í 5 á, áður en ég fékk ökuskírteini, á 17 ára afmælisdaginn minn.

Það verður ábyggilega sendar margar einkaþotur á þetta fyrirbæri sem þú lýsir svo snilldarlega. Kannski við ættum að næla með að íslendingar sem stunda íþróttir leysi upp fóðurbætir, setji hann í sprautuform, og sprauti sig á alla þá staði sem líkama vantar betri vöðva til að vinna keppni.

Árangurinn yrði hvort eð er svipaður og fóðurbætirinn frá Asíu, sem er skepnufóður, og nú er nýlega búið að gera samning milli lögreglu og World Class líkamsræktarfyrirtækis, svo lögreglu menn geti verið jafn stórir og sterkir sem menn sem hafa sprautað sig með fóðurbæti frá lyfjaverksmiðjum Rússlands og Asíu.

Menn verða kexruglaðir af þessu. Skapofsi, persónuleikabreytingar, karlar verða geldir, konar missa áhugann á kynlífi, nema fyrstu árin í eiturlyfjaneyslunni. Því það er rétta orðið yfir þessa gerð af kemískum efnum.

Sem betur fer vita áhugafólk um notkun eiturlyfja almennt ekki meira um eiturlyf en % - 7% af þeim sem eru til í heiminum.

Fólk trúir að  ef eitur sem ekki gefur vímu, sé skaðlaust. Samt er verið að banna tóbak sem er mest vanabindandi efni sem til er, á skemmtistöðum sem áfengi er selt á.

Kallast "fyrirbyggjandi" aðgerðir vegna skaðlegra áhrifa eiturlyfsins. Merkilegt, þegar Haraldur Dungal varaði við tóbaki fyrir 35 árum og var kallaðir öllum illum nöfnum fyrir  "öfgar" og undarlegar skoðanir. Sumir kollegar hans efuðust um að svona undarlegur maður eins og hann, ætti að hafa sín læknisréttindi yfirleitt,

Í dag eru menn búnir að viðurkenna allt sem hann sagði, en það er aldrei minnst á þann besta lækni sem þjóðin hefur átt, og honum varð fótaskortur á því að vera undan sinni samtíð og segja sannleikann, með tilheyrandi afleiðingum.

Takk fyrir að kjark þinn að koma með þennan sannleika, en þú eignast sjálfsagt ekki marga "vini" út á þennan boðskap. Ég hef alla vega þá reynslu að "krónist" ofnæmi fyrir sannleikanum er að verða mannsins versti óvinur.

Þú átt heiður skilið fyrir að benda á "Nýju föt keisarans" svo einfalt er þetta mál, svo rétt hefurðu fyrir þér, og afneitunin er alger hjá íþróttafólki og ráðamönnum þessa lands.

Vonandi hjálpar það eitthvað, að þú ert ekki ein um að "skilja ekki neitt" eins og hefur verið marg sagt við mig. Ég er búin að vera kennari í stærsta ráðgjafaskóla Svíþjóðar í 10 ár, sem sérhæfir  sig á að þjálfa fólk gegn öllum tegundum af fíkn í eitur.

Þess vegna er ég svona skilningslaus. 

Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 08:54

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk kærlega Óskar fyrir þitt fróðlega innlegg. Auðvitað eru sterar og áfengi eiturlyf, en það eru einmitt helst fólk sem annað hvort hefur farið í meðferð eða vinnur sem ráðgjafar sem kalla þessa hluti réttum nöfnum. Nú á að fara að gera kjötinnfluttning frjálsan og sjaldan hef ég glaðst eins mikið yfir því að hafa ekki étið kjöt í 20 ár.

Ég veit ekki hvað það er við mig en ég hef aldrei óttast að sigla á móti straumnum, því svo virðist sem ég kunni svo vel á undirölduna sem kalla má innsæi. En maður þarf að hafa harðan skráp og ekki taka allskonar árásum ekki persónulega:)

Birgitta Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:06

5 Smámynd: Bumba

Sæl Birgitta. Innlitskvitt og lýsi hér með ánægju minni og hrifningu yfir skrifum þínu sem é hef svo oft lesið. Þessum pistli er ég algjörlega sammála. Með beztu kveðju.

Bumba, 6.4.2008 kl. 10:14

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ánægjulegt að það er eitthvað fólk sammála mér í þessu:) Takk fyrir að segja það.

Birgitta Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:20

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Haltu þínu striki Birgitta. Á dóttir sem heitir sama nafni sem ég er ákaflega stoltur af. Hún er ekkert hrædd við að fara á móti sraumnum.

Þú ert með meiri kjark en gengur og gerist og ber ég mikla respekt fyrir því.. 

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31