Leita í fréttum mbl.is

Homepage Hall of Fame 1998

Eitt sinn var vefurinn minn Womb of Creation ákaflega vinsæll viðkomustaður og fékk margskonar skringilegar alþjóða viðurkenningar í netsamfélaginu. Gróf þetta myndskeið upp af myndbandi og skemmti mér svo vel yfir þessu að ég mátti til með að deila þessu með bloggvinum mínum. Það getur vel verið að ég skelli líka tónlistarmyndbandi sem við Graham Smith gerðum saman þegar ég var 17 ára hér á bloggið ef ég kemst yfir aulahrollinn. Eitt af fyrstu tónlistarmyndböndunum sem gerð voru hérlendis og er ekki að eldast vel:) 

 

 


Margt framundan hjá Vinum Tíbets

DSCF2081
Að venju hittast þeir sem vilja fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardögum klukkan 13:00 - markmiðið er að sýna Tíbetum stuðning í verki og minna á að við erum meðvitum um mannréttindabrot kínverska yfirvalda sem viðgangast í Tíbet. Okkar krafa nú sem endranær er að alþjóðfjölmiðlum verði hleypt inn í Tíbet tafarlaust.

Nánast engar fréttir eru að finna um hvernig ástandið er í Tíbet á þessari stundu og hvetjum við ykkur til að skrifa undir nýjan undirskriftarlista þar sem farið er fram á við IOC að þeir þrýsti á CCP að hleypa fjölmiðlum inn í Tíbet http://actionnetwork.org/campaign/Tibet_access

Við ætlum að taka þátt í alþjóðaaðgerðum næstkomandi miðvikudag, klukkan 17:30, þar sem við munum vera með táknræna afthöfn sem mun innibera kyndil og göngu frá kínverska sendiráðinu að stjórnarráðinu. Gott væri að fá uppástungur um hvað við getum gert meira til að fá athygli fjölmiðla á aðgerðina, en mikilvægt er að sýna Tíbetum stuðning á þessum örlagaríku dögum sem kyndilhlaupið í gegnum landið þeirra fer fram.

Verið er að skipuleggja fjölbreytta dagskrá sem mun fara fram væntanlega í Nasa eða Iðnó þegar lokaathöfn Ólympíuleikana fer fram. Við óskum eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við þessa uppákomu. Ef þið hafið áhuga á að hjálpa hafið samband við okkur á info@tibet.is.  Markmiðið með hátíðinni er að safna peningum fyrir flóttamenn frá Tíbet. En margir þeirra missa heilsu á flóttagöngunni löngu og mikið af flóttafólkinu eru einstæð börn sem eiga hvergi höfði sínu að halla og einnig að vekja athygli á Tíbet.

Við erum jafnframt með í bígerð að hafa kertaathöfn þegar opnunarhátíð Ólympíuleikana á sér stað og hvetjum alla félaga til að taka þátt í henni. Við ætlum að búa til risastórt friðarmerki með kertum.

Við verðum væntanlega mjög fljótlega með bíósýningu í Hljómalind. Læt ykkur vita þegar dagsetning hefur verið ákveðin.

Ef einhver á þessum lista langar að gera eitthvað, eins og til dæmis að halda upplýsingakvöld, skrifa greinar og fá þær yfirlesnar eða hvað sem gæti gagnast félaginu ekki hika við að hafa samband og við erum tilbúin að hjálpa ykkur eftir fremsta megni. 

Okkur vantar einnig sjálfboðaliða til að halda utan um vefinn okkar, sjá um að skrifa og þýða greinar og efni. Þá langar okkur líka að gera lítið dreifirit og óskum eftir aðstoð við það.

Við ætlum að hafa opinn félagsfund næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:00 í Kaffi Hljómalind - allir sem hafa áhuga á að leggja félaginu lið eru velkomnir að koma. 


Er barnalegt að vilja axla ábyrgð?

Aldrei hef ég tekið mikið mark á Árna Johnsen og geri ekki enn. Finnst furðulegt af hverju maður heyrir svo oft talað um barnalegheit þegar Björk gerir eitthvað sem falla mætti undir hetjudáð fremur en bernskubrek. Hún hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér og nýtt sér frægð sína í að gera heiminn okkar betri. Það mættu aðrir taka sér til fyrirmyndar. Björk er fædd með snilligáfu á mörgum sviðum, burtséð hvað fólki finnst um söng hennar, sem reyndar hreyfir við minni sál meira en margur. Þannig fólk bæði stuðar aðra og hvetur aðra til dáða.

Það að vilja axla ábyrgð þegar kemur að umhverfismálum sem og að minna á að við getum öll gert eitthvað til að snúa við þeirri þróun sem við eigum við að etja, er ekki barnalegt, það er miklu frekar afar fullorðinslegt. Þeir sem hrópa á meiri iðnvæðingu og meiri sóun mætti frekar kalla bernska. Björk sér hlutina í samhengi, Árni Johnsen og hans hirð hafa einskonar rörsýn eða þröngsýn sem stefnir jörðinni okkar í meiri voða en flest fólk er tilbúið að horfast í augu við. 

Við þurfum öll að gera eitthvað til að snúa þróuninni við, breyta áherslunum. Við Íslendingar mengum meira per haus en aðrar "fyrsta" heims þjóðir og miðað við hvað við höfum mikinn aðgang að upplýsingum þá er það sorgleg staðreynd og ekkert skringilegt að risaeðlur eins og Árni ráðist að því sem sýnir hve eigingjarn lífsmáti þeirra er. Í þessu tilfelli Björk. Hann í það minnsta lamdi hana ekki eins og margar söngvara sem voga sér upp á svið á Þjóðhátíð og gætu skyggt á frægðarljóma hans:) 


mbl.is Barnalegt að hækka koltvísýringslosun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein ekki fréttin

Hvernig getur þetta talist fréttnæmt? Ætla að nota tækifærið og minna á vikulegan útifund hjá kínverska sendiráðinu á morgunn laugardag klukkan 13:00. Markmið fundarins nú sem endranær er að minna á að enn er landið lokað fyrir alþjóðlegum fjölmiðlum. Engar haldbærar fréttir hafa komið frá skjálftasvæðunum í Tíbet, veit að þar sem skjálftinn var sem verstur býr fólk við fremur frumstæðar aðstæður og á bágt með að sækja sér hjálp. Las í morgunn að blaðamönnum er meinaður aðgangur að því svæði. Hvað er eiginlega að alþjóðasamfélaginu að gera ekki neitt til að þvinga CCP til að í það minnsta tala við Dalai Lama og að landið verði opnað aftur þannig að hægt sé að fá að vita hvað er í gangi þarna?

Er að spá í að vera með aðgerð á miðvikudaginn, þegar kyndillinn kyndugi mun fara um Tíbet. Þessi kyndilför rekur sögu sína til Hitlers og Ólympíuleikana hans og gerði hann sér leik að því að senda sitt fólk á hlaupum um löndin sem ætlunin var að hernema með hinn helga loga sem hans áróðursmeisturum fannst gráupplagt að bendla við paganisma og fengu þá snjöllu hugmynd að nota spegla til að kveikja logann sem um kyndlana leikur. Þessi kyndilför um Tíbet er enn ein aðgerð CCP til að láta sem svo að landið Tíbet sé þeirra og upplifa margir Tíbetar í Tíbet það sem mikla niðurlægingu á heimsvísu. Því má búast við mótmælum af einhverju tagi í Tíbet. 

Held að ég hafi kyndilaðgerð... á einhver kyndil sem við getum fengið lánaðan. Helst Ólympíukyndil. Held að við þurfum að fara að vera með götuleiksýningar til að fá athygli fjölmiðla að nýju, en ég fæ ekki lengur birtar fréttatilkynningar og er því hætt að nenna að senda slíkar. Hef séð fullt af skemmtilegum aðgerðum - kannski getum við fengið svarthöfða lánaðan:) kannski gæti hann táknað CCP! 

Ein ástæða þess að maður stendur fyrir aðgerðum er að fá umfjöllun um málefni sem stundum eru kölluð jaðarmálefni og komast oft ekki í fjölmiðla því það eru ekki nógu margir að spá í málefnin. Stundum eru þessi málefni þó þess eðlis að þau varða okkur öll. Mér finnst mannréttindabrot varða okkur öll. Sérstaklega fólk sem um frjálst höfuð getur strokið. Frelsi er ekki eitthvað sem við eigum að líta á sem sjálfsagðan hlut. Það er mikil gjöf að búa í herlausu landi, þar sem flest okkar vandamál eru svokölluð lúxusvandamál. 

CCP hefur hótað Tíbetum afar hörðum aðgerðum ef þeir voga sér að sýna opinberlega löngun í frelsi frá þeirra hendi. Þeir sem eitthvað þekkja til harðra aðgerða kínverskra yfirvalda vita að það þýðir oft aftaka eða fangelsi til langs tíma. Á miðvikudaginn 18. júní verða alþjóðaaðgerðir sá ég rétt í þessu og ástæðulaust að taka ekki þátt. 

Óska eftir vitrænum hugmyndum um hvað ég get gert til að beina aftur kastljósinu að Tíbet. 


mbl.is Bjölluat á forsetaskrifstofu
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Ekki minnst á tilefni tónleikana

Hvorki Icelandair né Iceland Express nefndu tilefni útitónleikana í fréttaskeytum sínum til að lokka ferðamenn hingað á þá. Ég er áskrifandi að báðum póstlistum og í þeim var hvergi minnst á að þetta eru tónleikar til að vekja almenning til umhverfisvitundar. Þeir ættu nú að sjá að það er einnig þeirra hagur að standa vörð um náttúrna okkar. 


mbl.is Áhugi erlendis frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hún hló, og hún skelli skelli hló!

Það er að segja ég...

þessi ljósmynd er bara snilld. Er einmitt búin að liggja í MAD sérútgáfu tileinkaðri Star Wars síðustu daga og þessi mynd gæti einmitt verið teikning eftir einhverja af MAD mönnunum, en ekkert er þeim heilagt. Ég vona að fólk fari nú ekki að hneykslast á þessu, því þetta er bara fyndið. 

Fyrir þá sem vilja vita meira um Tíbet, þá setti ég fullt af slóðum á efni því tengdu sem og slóðir í heimildarmyndir á google video... Vona að fleiri taki sig til og kynni sér hvað er í gangi þarna og hefur fengið að viðgangast allt of lengi.

 


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítarleg grein um ekki neitt

Paradísarblóm

Ætla mætti að hin illræmda gúrkutíð sé hafin. Þessi frétt er byggð á tölum sem alveg á eftir að vinna og segja manni nákvæmlega ekki neitt. Það er til hafsjór af málefnum sem krefjast ekki mikillar yfirlegu sem mættu alveg fá meira vægi þegar gúrkutíðin ríður yfir eins og stormsveipur af einskisverðum fréttum. Til dæmis Tíbet. Finnst alþjóðasamfélag blaðamanna hafa brugðist þeim sem og öðrum löndum þar sem engir fjölmiðlar fá aðgengi. Er það sennilega vegna þess að alþjóðafréttaveitur dæla ekki út greinum sem auðvelt er að þýða án mikillar rökhugsunar eða þekkingar. En þekkingarskortur háir nútíma blaðamennsku svo mikið að telja má að það sé nokkuð hættuleg þróun, því fólk virðist ekki vera duglegt að leita sér heimilda handan þess sem það les í þessum alþjóðahring helstu fjölmiðla. 

Eins og áður kemur fram fæ ég alltaf mín fréttaskeyti varðandi Tíbet frá google. Það þýðir að ég hef ágæta yfirsýn yfir hvað er að gerast varðandi landið. En þessi skeyti eru harla einsleit og oft sama fréttin umskrifuð á fjölda tungumála. En ég fæ samt um 15 skeyti á dag. Flest skeytin hafa nokkrar fréttir. En skeytunum fækkar stöðugt og greinilegt að heimsbyggðin er að gleyma því sem er í gangi í landinu. Vona því að það verði hressileg mótmæli, því það er það eina sem virðist koma Tíbet á kortið. Netið er líka allt vaðandi í áróðri frá valdaklíkunni í Kína. 

Það er annað sem ég hef rekið mig á eftir að hafa átt fullt af samtölum við fólk frá öllum heimshornum sem flest þekkir einhverja Kínverja persónulega og það er samróma álit allra að vinir þeirra kínversku eru afar gagnrýnir á stjórnvöld í Kína varðandi mannréttindabrot enda flestir flúið landið út af einskonar ofsóknum. En þegar kemur að málefnum Tíbets þá er þeim fyrirmunað að horfast í augu við að þeir séu beittir sömu kúgun og samlandar þeirra. Og þeir eru algerlega fastir í þeirri sýn að í Tíbet séu allir að "deyja" úr hamingju. Merkilegt.

Ég kalla eftir innihaldsríkum og fræðandi fréttum í gúrkutíð. Ég kalla líka eftir jákvæðum fréttum, því heimurinn okkar er stöðug kraftaverkamaskína og má alveg minna á það miklu oftar.  

Set hér svo með mynd af paradísarblómi og mun án efa skrifa færslu um plöntur, því það er enn eitt dæmið um eitthvað sem er stöðugt að gleða mann, með litum, lykt og fegurð. (Ég er mjög væmin inn við beinið):)


mbl.is Aukin sala á áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar fréttir frá Tíbet!

Ekki höfðu blöðin fyrir því að birta fréttatilkynningu Vina Tíbets fyrir fundinn í dag. Og ekki fann ég neinar fréttir af ráði um Tíbet í netfjölmiðlum hérlendis. Ég ætla að reyna að ráða bót á þessu og þýða eitthvað daglega úr öllum þessum fréttaskeytum sem ég fæ daglega sem tengjast Tíbet.  

Lögreglan í Nepal notaði kylfuróspart til að berja á mótmælendum og leysa upp fund þar sem fjöldi fólks hafðisafnast saman til að sýna Tíbet stuðning sinn í Kathmandu. Lögreglan handtók450 manns. Fólkið verður leyst úr haldi síðar í dag. Vitni sögðu að mikill fjöldi flóttamanna frá Tíbet, þar á meðal nunnur og munkar hafi ætlað að haldastuðningsfund fyrir utan kínverska vegabréfsáritunar-skrifstofu þegar förþeirra var hindruð.

Mikill fjöldi Tíbeta varð fyriráhrifum af jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Kína og Tíbet, en engar fréttirhafa borist um mannfall eða skemmdir þar, enda landið lokað fyrir alþjóðaaðstoðaf hvaða tagi sem er. Engir fjölmiðar hafa ekkert fjallað um þessa hlið málsins. 


Jarðskjálftinn í Kína var líka í Tíbet

Vinir Tíbets Vinir Tíbets hittast sem endranær á laugardögum klukkan 13:00 fyrir utan kínverska sendiráðið. Með því viljum við sýna Tíbetum stuðning í verki og sýna CCP að við erum meðvituð um mannréttindabrot þeirra gagnvart tíbetsku þjóðinni. Allir eru velkomnir sem vilja sýna tíbetsku þjóðinni vinarhug og stuðning.

Hljótt hefur verið um þá staðreynd að jarðskjálftinn mikli sem reið yfir Kína og grandaði svo mörgum, reið einnig yfir Tíbet. Vegna þess að engir fjölmiðlar hafa aðgang að landinu, er ómögulegt að vita um afdrif þeirra sem búa á skjálftasvæðinu. Við finnum til hluttekningar með kínverskum almenning og höfum lesið fréttir þess efnis að foreldrar barna sem létust í húsarústum skóla sinna, séu barðir, handteknir og hótað af kínverskri lögreglu þegar þau mótmæla því hvernig að verki hefur verið staðið.
Þessi grimmd gagnvart sínum eigin þegnum vekur hjá okkur ótta um að ástandið á skjálftasvæðunum í Tíbet geti verið afar slæmt og krefjumst við þess að mannúðarsamtökum, læknum án landamæra og fjölmiðlum verði hleypt inn í Tíbet.

Við gagnrýnum íslensku ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðaleysi og svo virðist sem atkvæði kínversku ríkisstjórnarinnar með Íslandi í öryggisráð S.Þ. sé mikilvægara en að standa vörð um mannréttindi í heiminum. Við héldum að öryggisráðið væri einmitt til að tryggja öryggi allra þegna heimsins, en slíkt virðist gleymast í vinsældarkosningunni. Málið virðist hafa snúist í andhverfu sína.

Undanfarið hafa kínversk yfirvöld handtekið fjölda munka og nunna, í þessari viku voru 18 munkar handteknir og gefið það að sök að hafa staðið fyrir sprengingum. Virðist sem kínversk yfirvöld ætli að beita sama blekkingarleiknum og vesturveldin til að ala á ótta almennings og beita aðferðum til að ala á tortryggni í garð Tíbeta án þess að færa fyrir því nein sönnunargögn.

Nánari upplýsingar um ástandið í Tíbet er að finna á vefnum, http://www.phayul.com/

Alvöru aðgerð

Ég er sammála Björk, það vantar aðgengilegar upplýsingar til almennings um hverju er verið að fórna fyrir skammtímalausnir. Finnst þetta frábært framtak og ég veit fyrir víst að fólkið sem stendur á baki þessari stóru og metnaðarfullu aðgerð til að vekja hinn almenna Íslending úr dvala er þetta mikið hjartans mál. 

Það er kominn tími til að við gerum eitthvað, við sem erum samviska þjóðarinnar, það eru ekki bara einhverjir útvaldir aðgerðasinnar eða sérvitringar sem eru samviska þessarar þjóðar, heldur hvert og eitt okkar. Okkur ber að sýna landinu okkar virðingu og alúð. Án þessa lands gætum við varla verið það sem við erum í dag. Það hefur mótað okkur og þroskað. Það hefur gefið okkur allt sem við eigum.

Tími eyðileggingar og álvæðingar er liðinn. Tími kominn til að virkja mannauð þann sem við montum okkur af á tyllidögum, helst við útlendinga. Minn draumur er að þetta verði upphafið að endalokum stóriðjustefnunnar og segja má að sú aðgerð að hætta við Birtuvirkjun sé með sanni skref í rétta átt.

Mikilvægt er að við fljótum ekki áfram sofandi á myntkörfulánum til að fjármagna tómið sem neyslan fyllir aldrei. Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum má ekki verða að veruleika. Ég vona að þjóðin mín geri eitthvað. Hvet þá sem nóg hafa fengið til að gera eitthvað. Það breytist aldrei neitt ef maður gerir ekki neitt. Áfram aðgerðasinnar, þekktir og óþekktir. Takk Björk og Sigur rós og allir hinir sem hafa og eru að leggja hönd á plóg fyrir bættri umhverfisvernd og vitund um mikilvægi þess að standa vörð um þá málefni. 

Hlakka til að upplifa magnaða tónlist með meðvitund. 


mbl.is Ísland verði áfram númer eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skugga hamfara viðgangast enn voðaverk í Tíbet

Nánast engar fréttir hafa borist frá Tíbet í íslenskum fjölmiðlum undanfarnar vikur. Ég er með google news alert og fæ allar fréttir sem tengjast Tíbet í pósthólfið mitt. Ljóst er að voðaverkin halda áfram í Tíbet. Gleymum því ekki að jarðskjálftinn reið einnig yfir Tíbet og þar er fólk líka í sárum. 

Á meðan heimsbyggðin beinir augum sínum að hamförunum í Kína er þeim nánast ekkert beint að Tíbet. Þar er enn fjöldi fólks handtekinn, sér í lagi munkar og nunnur og skotið er á þá sem voga sér að mótmæla. Enn hafa engir fjölmiðlar aðgang að landinu og ekkert, ekki neitt hefur verið gert af íslenskum yfirvöldum til að fordæma þessi voðaverk. Atkvæði Kína til að koma okkur í vita gagnslaust öryggisráð virðist vega svo þungt í huga utanríkisráðherra Íslands að það vegur þyngra en mannréttindi. 

Því má með sanni segja að Ingibjörg styðji mannréttindabrot kínverskra yfirvalda og ég hef ekki séð neitt sem sýnir hið gagnstæða frá hennar ráðuneyti nema síður sé. Hún lýsti því yfir opinberlega að hún styddi Eitt Kína. Taka átti málefni Tíbets fyrir í utanríkisnefnd en það eins og svo mörg mál sem lenda þar inn á borði virðist hafa dottið út af borðinu. Margir þingmenn hafa sagst ætla að fjalla um Tíbet inn á þingi, ég hef bara ekki séð neinn fordæma kínversk yfirvöld eða kalla eftir einum né neinum aðgerðum til að tryggja mannréttindi í Tibet nema síður sé. Einn ráðherra sýndi þessi málefni áhuga: Björgvin viðskiptaráðherra og á hann heiður skilið fyrir sína framgöngu, en það er allt og sumt. 

Svo virðist sem öllum ráðamönnum sem boðið er á opnunarhátíð Ólympíuleikana ætli að fara og með því að taka þátt í blessun sinni á því að CCP hefur þverbrotið alla samninga sem urðu til þess að þeir fengu leyfi til að halda þessa hátíð.

Ég mun halda áfram að mæta fyrir utan kínverska sendiráðið á hverjum laugardegi. Næsta laugardag ætla ég að reyna að vekja athygli á fórnarlömbum jarðskjálftans mikla frá Tíbet en gott væri að fá staðfestingu á hvort að Tíbet njóti sömu aðstoðar og þeir sem kínverskir eru. 

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með fréttum frá Tíbet, bendi ég á að kíkja á http://www. phayul.com og þeir sem hafa áhuga á sýna Tíbetum stuðning sinn bendi ég á að kíkja á samstöðufundina fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardögum klukkan 13.  


Ónauðsynlegt

Nýverið voru hvítabirnir friðaðir vegna þess að þeir eru í útrýmingarhættu. Rök þeirra sem skutu björninn halda ekki vatni. Engin ógn var af þessu dýri ef rétt hefði verið staðið af verki. Allir sem tóku þátt í þessari lúalegu athöfn eru ábyrgir. Ef vilji hefði verið fyrir hendi og almenn þekking á atferli dýrsins þá hefði verið hægt að koma honum til síns heima án þess að illa færi fyrir neinum. 

Heyrst hefur að það hefði orðið honum til miska að flytja hann á haf út. Fannst mér sem þau rök séu fremur afsökun en eitthvað sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Ef aðal ógnin af dýrinu var að þefa af skotglöðu veiðimönnunum, af hverju fóru þeir þá ekki fjær og földu sig fyrir honum? Það var allt fullt af fólki þarna og harla eðlilegt að björninn nasaði af mannfjöldanum. Af hverju var svæðinu ekki lokað fyrir almenning? Ég hef heyrt ágætis rök og lausnir á því hvernig við hefðum getað bjargað honum frá þessum örlögum og þykir mér leitt að sjá virðingarleysið gagnvart birninum þar sem karlarnir fimm stilla sér upp með bráð sína sem um einhvern safaríleik hefði verið um að ræða.

Ég þarf varla að taka það fram að ég veit gjörla að hvítabirnir eru hættuleg dýr og langt í frá að vera krúttlegir bangsar sem hægt er að knúsa, en þó dýr séu mönnum hættuleg, þá skulum við ekki gleyma hvaða dýr er öllum hættulegast: maðurinn sjálfur.

Annars var gærdagurinn hálfgerður sorgardagur ef maður hefur í huga kvöldfréttir sjónvarpsins. Fyrst þetta tilhæfulausa dráp og síðan stórkallalegar yfirlýsingar um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Ég var einmitt að skoða eina slíka fyrir viku síðan í Venezúela og hvet ég fólk sem berst sem harðast fyrir þessu að kíkja í heimsókn í slíka stöð - er þetta framtíðarsýn Vestfjarða? Ég sem á ættir mínar að rekja þangað og hef dvalið vetrarlangt í Dýrafirði á ekki orð yfir skammsýni og rörsýni varðandi þetta mál.

Nú er góðærið að víkja fyrir samdrætti fyrir austan. Illa gengur að manna álverið og sér maður stöðugar auglýsingar frá Alcoa eftir verkafólki til að vinna hjá óskabarninu sjálfu. Hátækniálverinu sem átti að bjarga austurlandi frá volæði og vesæld. Hverjir maka krókinn fyrir austan og ætti ekki að banna þeim sem hæst góluðu eftir stóriðju þar á bæ að flytja til annarra landshluta ef herða fer á sultarólinni?

Nákvæmlega sama ferlið mun verða á Vestfjörðum, nokkrir munu græða mikið og sumir smá um stutta stund en þeir sem þurfa mest á því að halda munu ekki græða nokkurn skapaðan hlut enda gleymir fólk því allt og oft að þegar það er að eiga við stórfyrirtæki, hvort sem þau eru frá Evrópu, USA eða Rússlandi að þessi fyrirtæki hafa aðeins eitt markmið: tafarlausan gróða fyrir sig. Ég var að lesa merkilegar greinar sem tengjast banana-stórfyrirtækjunum sem eru við það að eyðileggja sjálfan bananann eins og við þekkjum hann. Plantan sem hann elur hefur þróað með sér einskonar myglu sem ekki er hægt að útrýma og er þessi fungi við það að ganga frá stofninum. En þeim er alveg sama svo framarlega sem þeir græði sem mest NÚNA; Samskonar hugsunarháttur einkennir öll þessi fyrirtæki og fyrir þá sem efast og halda að fyrirtæki eins og Alcoa eða rússamafían sé umhugað um samfélagið sem það nær í sína greip. Ég bendi hinum sömu að sjá hina stórgóðu mynd "the Corporation" eða "the Yes Men". 

Ég vil líka taka það fram við þá sem ætla að byrja á vælinu: maður borðar ekki falleg fjöll og þú hefur ekki  komið með betri lausn fyrir Vestfirði að ég hafði reyndar í samfloti við annað fólk lagt fram tilboð að rekstri fyrsta sjálfbæra samfélagsins á landinu, í mínum gamla heimavistarskóla í Dýrafirði en greinilegt var að taka átti fjörðinn frá fyrir olíuhreinsunarstöð, því engum af tilboðum þeim sem bárust nefndinni var tekið. Við ætluðum einnig að stofna til sumarskóla þarna með menningarlegu ívafi og eco-tourism en hópurinn af fólkinu sem tók þátt í verkefninu var skemmtileg blanda af fólki sem var tilbúið að flytja þarna vestur úr stórborginni og skapa atvinnutækifæri en það virðist best að flæma fólk burt sem hefur áhuga á einhverju öðru en stóriðju og skyndilausnum. 

Ég var að vona að fórnin mikla fyrir austan væri nóg til að fólk gæti lært af öllum þeim mistökum sem hafa átt sér stað í þeim landshluta. Í gær sá ég að búið var að leggja niður stöðu blaðamanns Morgunblaðsins og Iceland Express hætt með beinar ferðir frá Egilsstöðum til Köben... Austurland mun hægt og sígandi fara í sama horf og fyrir fórnina miklu sem er miklu verri og meiri en flestir þar á bæ vildu horfast í augu við. Lögurinn fallegi orðinn að Gruggi og sorglegt verður að horfa upp á gróðurinn kafna undan dauðasallinu úr Hálsalóni. 

Elsku þjóðin mín: berum virðingu fyrir landinu okkar. Án gjafa þess, hefðum við ekki neitt.  


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venezúla: fréttir frá skáldahátíð

Út um gluggann á Hilton, Caracas

Þá er ég loksins öll komin heim. Það tekur mig alltaf smá tíma að koma alveg heim eftir svona skáldahátíðir og ferðir á framandi slóðir. Hugurinn við fólkið og það sem snart mann í ferðinni. Í þetta sinn kom ég heim andlegum gjöfum hlaðin og lærði margt um sjálfa mig og það ferðalag sem ég hef verið á innra með mér undanfarin ár. Segja má að þetta rétt rúmlega ár síðan mamma hvarf yfir móðuna miklu hafi verið mér afar lærdómsríkt og fært mig nær því að vera sú manneskja sem ég vil vera í þessu lífi. 

Borgin sem hýsti hátíðina, höfuðborg Venezúela er afar undarleg borg, eins og súrrealískur draumur. Þarna ægði saman afar sýnilegri fátækt - við jaðar mikils ríkidæmis. Ég bjó á fyrrum Hilton hóteli ásamt öllum hinum sem komu að þessari hátíð og út um gluggann minn mátti sjá stærstu fátæktarhverfi í Latín-Ameríku. Enginn veit nákvæmlega hve margir búa þar, en húsin eru byggð af litlum efnum og eiga það til að hrynja við minnstu hræringar. Þó mátti sjá á kvöldin að húsin höfðu öll rafmagn, þegar þau lýstu upp hlíðarnar eins og stjörnurnar hefðu fært sig nær jörðinni. Mér var sagt að fólkið vildi fremur vera í þessu samfélagi sem var háð sínum eigin lögum og reglum en að flytja aftur í sveitirnar. Þó ku vera einskonar prógram til að aðstoða þau til þess. Þá voru mörg þessa híbýla fyllt ýmiskonar lúxus tækjum. Plasma sjónvörpum og þess háttar. Ég hef eingöngu orð þeirra fyrir því en fór ekki í gönguferð þarna og bankaði ekki upp á hjá neinum, enda var ekki með góðu móti hægt að fá túlkinn minn og leiðsögukonu til þess:)

Birgitta og Isabel... túlkurinn góði

Ég fékk að ferðast um landið og var send í 3 fylki til að lesa upp. Mikið er Venezúela fallegt land. Þvílíkir litir og gróður. Húsin sum eins og úr undarlegri geimmynd eða óræðri framtíð. En þetta er líka land án laga. Að þvælast um á þjóðvegum landsins ekki fyrir hjartveika eða bílveika. Fengum úthlutuðum ökumanni sem keyrði okkur til Lara sem er í um 5 til 6 tíma fjarlægð frá Caracas. Stundum þaut bílinn áfram á 160 km og hann var svo sannarlega ekki eini ökumaðurinn sem keyrði svo hratt. Ég sá engar löggæslumyndavélar né merki um hámarkshraða. Fólk drakk undir stýri, það notaði ekki barnabílstóla eða öryggisbelti. En það var enginn pirringur í umferðinni. Enginn lá á flautunni, þrátt fyrir miklar raðir sem mynduðust út af einhverjum mótmælum. Fólk snéri bara bílunum við á móti umferð og einhverjir tóku það að sér að stýra umferðinni á rétta braut.

Bílstjórinn okkar sem bar hið ítalska heiti: Eldur ... sagði frá því glaður í bragði að hann gæti fyllt bílinn eldsneyti fyrir aðeins einn dollara: 75 krónur íslenskar og  enginn var að spá í sparakstri á götum úti. En því miður þá leit út fyrir að trén væru að deyja sem og gróðurinn allur við þjóðvegina. Við keyrðum fram hjá olíuhreinsunarstöð og ég vona að þeir sem tala sem hæst um að fá slíkt til Vestfjarða drífi sig og eyði fríinu sínu við slík skrímsli. Bæði var greinileg mengun við slíka staði og þá eru þetta eingin augnayndi nema síður sé. Þetta er bara ljótt og frekar ógnvekjandi fyrirbæri. Hef séð fleiri slíkar á ferðalögum mínum um heiminn og það er allt dautt í kringum slíkar verksmiðjur. Ég vildi að ég hefði tekið myndir af þessu fyrir ykkur að sjá og dæma. 

Það var greinileg pólitísk spenna í landinu og maður fór varlega í það að ræða mikið pólitík - það er sumt sem er bara ekki rætt um þessa dagana í Venezúela. En ég varð samt heilluð af landi og þjóð og ætla aftur til þessa lands. Þarna var albesti matur sem ég hef fengið á ferðalögum mínum um Latín-Ameríku og ég held að ég hafi nú bætt á mig smá aukakílóum - því þarna er borðað seint og mikið:) 

 


Tíbet: engin skipulögð mótmæli í dag

Þá er ég komin heim eftir áhugaverða skáldaferð til Venezúela. Ég las ljóð sem ég samdi um Tíbet í ríkisútvarpinu þar og á upplestrum mínum, þá dreifði ég ljóðinu sem víðast til að skapa umræðu um málefni Tíbet og sá fræjum. 

Ég var algerlega sambandslaus við umheiminn, síminn minn virkaði ekki þarna og erfitt að komast á netið. En ég frétti að útifundirnir hefðu gengið ágætlega og vonandi hafa einhverjir verið duglegir að skrifa greinar eða ræða um þessi mál.

Útlagastjórn Tíbeta hefur mælst til þess að það séu ekki skipulögð mótmæli þessa vikuna vegna hamfarana í Kína og ég held það sé rétt  að virða þá ósk. 
Ég mun samt sem áður kíkja við fyrir utan sendiráðið á sama tíma og venjulega til að biðja fyrir fólkinu sem á um sárt að binda vegna hamfaranna. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessar hamfarir urðu á landsvæði þar sem fjöldi Tíbeta búa og langar mig að biðja ykkur um að skrifa undir ákall um að Tíbetunum verði tryggð aðstoð. http://actionnetwork.org/campaign/earthquake_wen?rk=O1w25KFq4v2RE

Hljótt hefur farið um málefni Tíbets undanfarið - en við vitum sennilega öll sem erum á þessum lista að enn er landið lokað - enn er fólk pyntað og drepið og enn er þörf á að við ljáum þeim rödd okkar. Íslenska ríkisstjórnin er farin í frí án þess að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir þessa þjóð sem á svo margt sammerkt okkur. En þingmenn og ráðherrar lesa tölvupóst sinn þó í sumarfríi séu og hvet ég félagsmenn til að skrifa þeim ef eitthvað brennur á þeim. Ég hef tölvupóstföng þeirra allra ef ykkur vantar. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að spyrja mig. 

Í dag eru nokkrir félagar með upplýsingabás um Tíbet á þjóðahátíð Alþjóðahúss í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði milli kl. 12:00-18:00. 

Á morgunn verður svo haldin fjölskylduhátíð í Gerðubergi klukkan 13:00. Hátíðin er haldin í þágu barna frá hinu fátæka héraði Dolpho í Himalaya, en allur ágóði mun renna til heimilis og skóla sem rekið er af tíbetskum munkum fyrir fátæk börn frá Tíbet. Aðgangseyrir er 1.000 krónur,  en jafnframt er tekið við frjálsum framlögum. Hópur íslenskra listamanna stendur fyrir þessari fjáröflun og hvet ég alla félagsmenn sem eiga þess tök að kíkja á þetta.


Loks frá fórnarlömb þjóðarmorðsins í Tíbet að vitna

 Þið verðið að fyrirgefa mér að setja þetta svona inn á ensku, hef ekki tíma til að þýða þetta en finnst þetta merk frétt - hvet einhvern blaðamann að kíkja stundum á http://www.phayul.com/ til að fá hina hliðina á málefnum Tíbets... og jafnvel skrifa eitthvað sem tengist þessari frétt en atburðurinn er sögulegur...

er að hlaupa á flugvöllinn í Boston eftir að hafa dreymt um Sparrow sem var eins spakur og feitur köttur ... hvað ætli það þýði!?!?

 Victims of the Genocide in Tibet will Testify in Spain's High Court as the Olympic Games Approach

CAT[Sunday, May 18, 2008 09:53]
After more than fifty years’ impunity regarding the genocide of the Tibetan people, victims will finally testify about their sufferings on 19th May 2008 at 9:30 in Court nº 2 of Spain’s Audiencia Nacional. Foremost among the voices to be heard is that of Palden Gyatso. A monk from Drepung monastery (where the first protests arose in this latest repression) and author of the book “Fire under the snow”, Palden was arrested in 1959 for organizing demonstrations by a group of monks, and spent 33 years in prison. During his imprisonment he witnessed the deaths of many Tibetan prisoners as a result of torture in prison and forced labour in veritable extermination camps. Hearing he was to travel to Madrid, the Tibetan monk declared: “After more than fifty years’ genocide against my people, in which more than a million Tibetans have died as a result of the military occupation, a court of justice is at last going to listen to our suffering. A few years ago when I was being tortured in prison in Tibet, my dream was that one day a law court would hear about the horrors endured by thousands of my brothers.”

Also to testify is Jampel Monlam, another former monk from Drepung monastery, who was tortured after witnessing what was until now the worst crackdown in Tibet, that of March 1989, which was ordered personally by then Secretary of the Chinese Communist Party in Tibet, Hu Jintao, currently President of China. Mr. Monlam is now director of the Tibetan Centre for Human Rights and Democracy in exile in Dharamsala, India, and before leaving for Spain he declared: “I hope our testimony and the investigation of the case of Tibet in the Spanish Courts will help to clarify the events that have taken place against our people. We trust this case will contribute towards the international community’s finally taking a stand for human rights, which come before commercial interests, and that China, host of the Olympic Games, will respect the fundamental rights of the Tibetan people”. The judge has called two other victims to testify: Bhagdro, a former monk from Ganden, who was arrested and tortured with 60 other monks in May 1996 for refusing to cooperate with the patriotic re-education campaign in the Tibetan monasteries that was responsible for vilifying the Dalai Lama among the monks; and lastly, the activist, Tenzin Tsundue, who has not been able to attend the legal proceedings due to the short notice given him by the judge.

Since March 10th a new wave of repression has been unleashed on the Tibetan people, and to date there have been 203 deaths, more than four thousand people arrested and hundreds of cases of torture and abuse. The protests that gave rise to this new crisis reveal the desperation felt by an entire people after more than fifty years’ systematic human rights violations.

These are not just isolated incidents, as, with the world focused on China and the Olympic Games, the Tibetan people have decided to raise their voice and address the international community. Experts from the United Nations, the International Commission of Jurists and human rights organizations, such as Amnesty International and Human Rights Watch, have asked for an international commission to investigate the events.

Several weeks having gone by since China refused a commission of any sort, and expelled all foreign correspondents, the victims of the genocide in Tibet are once again raising their voices and will testify to an impartial body that knows all about international justice: Court nº 2 of the Audiencia Nacional. Since the acceptance of this lawsuit in which seven former Chinese leaders are accused of genocide, torture, crimes against humanity and terrorism, including former President, Jiang Zemin, and former Prime Minister, Li Peng, little progress has been made. From the very beginning, the judge and the public prosecutor have opposed most of the judicial steps requested by CAT. After the Chinese Government’s protests at the declaration in court of Thubten Wangchen, victim and director of the Fundación Casa del Tíbet in Barcelona, the Court decided, with support from the public prosecutor, that the victims would testify through rogatory commissions. Likewise, due to the repeated refusals of the judge, the accused have not been questioned either. In a surprising reply to a Swiss colleague asking about questioning a Tibetan victim, the Spanish judge declares that “apparently” he had no knowledge that Jiang Zemin had had his immunity lifted, when it is common knowledge that the former President of China gave up that post and is no longer protected by any immunity according to international law with numerous precedents.

All these facts that the investigation into the genocide in Tibet has kept silent are now arousing the interest of the public, after the Indian Government’s refusal to cooperate with the rogatory commission sent by the Spanish judge. The impossibility of victims living in exile in India being able to testify in that country has led to them testifying in Madrid this coming Monday 19th May at 9:30, in the presence of the judge, Ismael Moreno.


CAT: Comité de Apoyo al Tibet
Costa Rica 11 (1, A26)
28016 Madrid Spain
Tel. (0034) 91 350 2414
info@tibetcat.com
www.tibetcat.com

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509626

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband