9.8.2008 | 09:48
Rangfærslur í fréttinni
Í fyrsta lagi er Tsewang ekki munkur og hefur aldrei sagt sig vera slíkan, hann er stjórnmálafræðingur. Það stóð skýrt og skilmerkilega í tölvupósti sem sendur var. Þetta viðtal við hann og hvernig unnið er úr þessu er afar illa gert. Ég ætla að láta fylgja hér bréfið hans sem hann sendi á íslenska fjölmiðla og svörin sem hann sendi blaðamanninum svo þið getið séð hve þessi frétt er undarlega unnin. Það er til dæmis furðulegt að segja að hann sé að biðja um einhverskonar áróður. Ég kalla eftir vandaðri vinnubrögðum, finnst illa unnið úr góðum efnivið.
1. It is my understanding that you encouraged the icelandic participants of the olympic games to protest the Chinese government by all means necassarry. Is that true, and why did you ask them to do that. Yes I did my best to contact them and encourage them to use their freedom of speech which the Tibetan people are denied of in their own country. I think it is a good opportunity to let the Chinese government know that the eyes of the world are watching. The voice of the Tibetan people might has been silenced in Tibet but those of us who enjoy the freedom of speech can become their voice. 2. Did anyone of the athletes promise to protest in Beijing? No, but if they did I would obviously not tell.
3. For many years athletes have signed an oath of upholding the olympic spirit, before going to the games. According to the oath, they can be deprived of their medals if they fail to uphold their oath. Do you think that there is some other contract, written by the Chinese government, that the contestants have to sign? A promise not to protest? And if so, can you prove that there is such a contract?
From what I have heard then they were made to sign a contract, maybe it is only the oath, I don´t know but according to what they signed, they are not allowed to blog, to go on certain websites and are not to talk about their views on things that might insult the Chines regime such as the issue of Tibet. I can´t prove anything since i am not going to the games, maybe it is better to ask those that are going to participate in the Olympic games. 4. How do you recommend that the athletes protest?
They can make a sign with their hands - some are commonly known such as the T with their index fingers and the nine fingers for free Tibet. They can also after they are done compeating they can for example make a t- shirt that says Free Tibet and wear it. Make small banners Be creative. Be courageous, because they enjoy freedom - they should use it.5. Do you feel that the olympics, an ancient, non-political sporting contest, should be the venue for political protest or propoganda?
Tibetans don´t see events in life as separated from one another - it is all interconnected. The Olympics are also part of life, it can not be separated from life for convenience sake. Tibetan struggle for freedom and basic human rights are not part of politics it is about survival and saving the culture and their lives from extinction. It is a matter of life and death. It is the basic instinct of the human being a wish to live in freedom and happiness, the same applies to the Tibetan people. It is not right to classify it and brush it off the table as simply politics. We do not see our struggle for survival as a political propaganda.6. Do you think that nations should boycott the olympics for political reasons? Is that fair to the contestants? Olympics are a symbol of friendship and brotherhood among nations of the world. So first of all it is a mistake to allow a regime like the communist Chinese government who is not worthy of holding games who signify everything they are not able to do, like the values of respect for human life and human rights. Everyone knew they couldn't keep their promises or rather, wouldn´t. As seen in how they have been getting more and more brutal in Tibet. And the human right record in China has actually gotten worse after they won the bid to hold the games according to Amnesty International. Don´t forget that Tibet is closed. What is really happening there? Tibet has been under such strict control since March. It might be hard for someone who lives in Iceland to imagine how it is. But the terror it inflicts on the people living in Tibet is so great that there has never before been such an exodus despite the danger of fleeing.
I am not asking the athletes to boycott the olympics but to use their voice in an positive way and to remember that individuals can change the world.
Ákall um frið í Tíbet - kveikjan að fréttinni
Mig langar til að minna á orð forseta Evrópska þingsins Hans Gert Pottering, sem hvatti íþróttamenn til að sýna sannan íþróttaanda með því að andmæla mannréttindabrotum þegar þeir koma saman í Kína. Það geta þeir gert með því að sýna í verki að þeir hafi ekki gleymt Tíbet. Hver og einn íþróttamaður getur gert það á sinn hátt, með því að gefa merki sem umheimurinn skilur. Engin opinber starfsmaður getur hindrað það. Þar fyrir utan, er þetta kjörið tækifæri til að gefa kínverskum stjórnvöldum tækifæri til að sýna heiminum að þau virði mannréttindi og hafa í raun og veru áhuga á að bæta ástandið í Tíbet. Kína ætti að vera fært um að höndla meiri ábyrgð með vaxandi áhrifamætti og völdum á alþjóðavísu.
Ég, fyrir hönd allra þeirra Tíbeta sem hafa misst réttinn á að tjá sig undir kínverska einræðinu, langar til að biðja íþróttafólkið sem eru fulltrúar Íslands á Ólympíuleikunum í Peking um að sýna okkur stuðning ykkar á hvern þann hátt sem þeim finnst við hæfi. Þannig getur það lagt sitt að mörkum til að bæta stöðu mannréttinda í Kína og hvatt til að varanleg lausn finnist á málefnum Tíbets áður en menning þjóðar minnar þurrkast endanlega út.
Yfir tvöhundruð Tíbetar hafa verið drepnir í kjölfar mótmælana í mars í Tíbet og þúsundir hafa verið fangelsaðir þar sem þeir eru pyntaðir fyrir það eitt að eiga mynd af Dalai Lama í fórum sínum. Til að auka aðförina á þjóð mína hefur landinu verið lokað fyrir fjölmiðlum þannig að ógerlegt er fyrir alþjóðasamfélagið að fá vitneskju um það harðræði sem Tíbetar búa við í dag, en samkvæmt fréttum sem smyglað er út úr landinu verður ástandið sífellt verra.
Eina leiðin til að fá fréttir sem hægt er að treysta er frá þeim Tíbetum sem hefur tekist að flýja landið yfir Himalayafjöllin en það er um mánaðarganga yfir hæstu fjallagarða heimsins. Margir deyja á leiðinni, sérstaklega er mannfallið mikið meðal barna sem leggja í þessa háskaför til frelsis.
Þetta er einlægt ákall til allra þeirra sem eru að fara á Ólympíuleikana í Peking sem og íslensku þjóðarinnar um að sína þjóð minni stuðning. Saman getum við gert þessa Ólympíuleika enn minnisstæðari með því að sýna samstöðu með frelsi og mannréttindum. Björgum Tíbet með því að auka meðvitund okkar um hvað er að gerast þar og ljá þeim röddum sem hafa verið þaggaðar rödd okkar.
f.h. Tíbeta búsetta á Íslandi
![]() |
Hvetur keppendur til mótmæla á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2008 | 20:52
Frábær ljósahátíð í gærkvöld

Það var eitthvað stórkostlegt við það að taka þátt í aðgerð fyrir friði með milljónum manna um heim allan og sýna þannig Tíbetum sem enn þjást í Tíbet að heimurinn hafi ekki gleymt þeim, þó oft á tíðum virðist svo vera.
Mér finnst þessi tími sem nú er að líða vera einhver sá mikilvægasti í sögu Tíbet. Af hverju? Jú, staðreyndin er þessi: Tíbetar eru nú í minnihluta í sínu eigin landi. Markvisst er verið að eyða menningu þeirra og lífi þeirra. Þeirra barátta fyrir frelsi snýst ekki um lúxusvandamál heldur um baráttu upp á líf og dauða heillar þjóðar. Ef ekkert verður að gert er öruggt að heimsbyggðin beri ábyrgð á þjóðarmorði. Ég vil ekki naga mig í handarbökin síðar og þess vegna er ég að gera eitthvað. Stundum fallast manni hendur, eins og eftir þessa yndislegu stund sem við áttum í gær með kertum og fólki á Lækjartorgi, heimsviðburður og allt það, þá lét enginn fjölmiðill sjá sig. Ég fékk ekki fréttatilkynningar birtar í netmiðlum og RÚV fjallaði ekki neitt um þetta.
Svo fór ég að hugsa um hver er drifkrafturinn á bak við aðgerðirnar fyrir Tíbet og hann er ósköp einfaldlega sá að mér finnst svo óendanlega fallegt að sjá Tíbetana örfáu sem búa hér eflast í sinni umleitan að viðhalda menningu sinni. Það er nefnilega þannig með Tíbeta að eina leiðin fyrir þá til að varðveita menningu sína er í útlegð og því finnst mér að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að gefa þeim vettvang til þess.
Ég setti saman smá myndband frá hátíðinni okkar fábrotnu í gær og við sem vorum að skipuleggja Kerti fyrir Tíbet um allan heim fengum aðgang að tónlistinni sem er á Songs for Tibet - ég valdi Moby lagið því það passar bara eitthvað svo vel við stemmninguna sem var í gangi í gær meðal okkar milljónanna sem ekki eru frétta virði á Íslandi:) Minni svo á hin vikulegu mótmæli fyrir utan kínverska sendiráðið klukkan 13 á morgunn, Víðimel 29. Óformleg dagskrá - en núna er 23 eða 24 skiptið sem ég stend fyrir hitting á þessum slóðum til að minna á mannréttindabrot í Tíbet.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 16:34
Borgarstjórinn hefði sennilega ekki fengið að fara?
Hvað ætli skilgreining kínverskra yfirvalda sé á geðfötlun? Erfitt að lesa það úr bannlistanum. Borgarstjórinn okkar hefur átt við eitthvað geðrænt kvef. Ætli hann myndi fá leyfi til að fara til Peking?
Mér finnst þetta flott mótmæli hjá Hugarafli og styð þau heils hugar:) Á slatta af geðfötluðum ættingjum, eða átti þeir eru flestir látnir. Ég held reyndar að ég hafi svo sem aldrei hitt neinn sem er ekki með nett geðrænt kvef, og er ég þar engin undantekning.
![]() |
Táknræn mótmæli geðfatlaðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2008 | 16:29
Elsku Ólafur Ragnar
![]() |
Ólympíuleikarnir settir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2008 | 13:43
Monty Python stíll hjá aðgerðasinnum
Fannst þessi frétt bara svo ánægjuleg að ég varð að deili henni með ykkur:) Rosalega væri gaman ef okkar fólk væri með í einhverju til að vekja athygli á mannréttindabrotum þeim sem eru í gangi varðandi Tíbet, Burma, Darfur, kínversku þjóðinni.
"More than 40 athletes taking part in the Beijing Olympics have signed an open letter addressed to China's government today, urging the respect human rights and freedom of religion, particularly in Tibet.
Coming on the eve of the opening ceremony for the Games, it marks fresh embarrassment for the Olympics hosts, who today also faced critical comments on human rights from George Bush and renewed protests in Tiananmen Square.
Signatories to the letter included the men's 110m hurdles world record holder, Dayron Robles of Cuba, well known to Chinese fans as the main rival to their most famous track athlete, Liu Xiang, the reigning Olympic champion. Others involved included US 400m runner DeeDee Trotter and Croatian women's world high jump champion, Blanka Vlasic.
The latter calls on China's president, Hu Jintao, "to protect freedom of expression, freedom of religion and freedom of opinion in your country, including Tibet".
It asks Hu "to ensure that human rights defenders are no longer intimidated or imprisoned", and to end the death penalty.
"China is the focus of worldwide attention," it says. "Your decision on these issues will determine the success the Olympic games and the image the world will have of China in the future.
It will dismay Chinese authorities, who are desperate to shift the attention away from human rights and on to sporting matters.
This is, thus far, proving difficult. Earlier today, Bush, making what is likely to be his final speech as US president in Asia, told an audience in Thailand that the US "stands in firm opposition" to political and religious repression in China.
"We press for openness and justice not to impose our beliefs, but to allow the Chinese people to express theirs," he said.
In a more conciliatory tone, he added: "Change in China will arrive on its own terms and in keeping with its own history and its own traditions. Yet change will arrive."
A foreign ministry spokesman, Qin Gang, said China opposed any use of the human rights issue to interfere in the country's internal affairs.
"The Chinese government puts people first, and is dedicated to maintaining and promoting its citizens basic rights and freedom," he said in response to Bush's speech. "Chinese citizens have freedom of religion. These are indisputable facts."
Bush could face a potentially hostile reaction from ordinary Chinese on Saturday when he watches the US take on China in the men's basketball event. He is scheduled to have talks with Hu the next day.
The Chinese government says human rights have improved, with fewer death sentences, increased numbers of religious worshippers and a temporary relaxation of travel restrictions for foreign journalists.
But the run-up to the Games has been dogged by protests and calls by foreign leaders for greater openness and respect for civil rights.
As Bush flew into Beijing for the Olympic ceremony, three US Christian demonstrators were dragged away from Tiananmen Square by plain clothes police.
"We come here to speak out against the human rights abuses of the Chinese government," shouted Patrick Mahoney, director of the Christian Defense Coalition, as security officials held up umbrellas and their hands in a vain attempt to prevent the incident being filmed.
"We are the voice of those with no voice. We are the voice of Falun Gong practioners."
China's government allows religious worship but only within institutions which pledge primary allegiance to Beijing. Police regularly arrest people who choose to worship at underground "home" churches.
Yesterday, two Britons were among four foreigners deported after putting up 'Free Tibet' banners on lamp poles outside the Beijing National Stadium.
Most of the demonstrations, however, have been small-scale stunts aimed at foreign journalists rather than attempts to change public opinion inside China.
At times, they have blended Monty Python with vandalism with reporters being sent mysterious messages to pick up keys to empty hotel rooms where they found effigies left on a bed and slogans daubed on the walls."
![]() |
Bush kominn til Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2008 | 07:42
Kerti fyrir Tíbet í kvöld
Minni á kerti fyrir Tíbet í kvöld klukkan 21:00 - á Lækjartorgi, heima hjá þér, í vinnunni þinni.
Nánari upplýsingar og skráning á candle4tibet.org
Auðvitað er stórmerkilegt að heyra einn harðstjóra gagnrýna annan eins og þessi frétt ber með sér. En ég kýs að blanda ekki saman mínum aðgerðum varðandi stríðsrekstur bandarísku ríkisstjórninni við þetta málefni. Vinsamlegast virðið það. Getum spjallað um það á öðrum þræði, en komið endilega í kvöld á Lækjartorg eða kveikið á kerti heima hjá ykkur. Hægt að fá ódýr kerti í Bónus, bæði úti og inni kerti.
![]() |
Segir að frelsi muni koma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008 | 14:22
Innilega til hamingju
Þetta eru bara frábærar fréttir. Hann Ómar á svo sannarlega skilið að fá viðurkenningu fyrir linnulausa baráttu sína að koma upplýsingum til almennings.
Vona að þetta gefi honum enn frekari kraft til að halda kyndli náttúru landsins á lofti. Það er svo merkilegt við þessi blessuðu umhverfismál að um leið og maður heldur að einn sigur sé í höfn að þá spretta upp teikningar að enn frekari stóriðju og fórnum.
![]() |
Ómar Ragnarsson verðlaunaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2008 | 09:57
Yfir 100 milljón manneskjur tendra kerti fyrir Tíbet
Kerti fyrir Tíbet, hið alþjóðlega framtak Ísraelans David Califa hefur nú laðað að sér 100 milljón manneskjur sem hafa staðfest þátttöku sína í verkefninu. Dalai Lama og Robert Thurman hafa opinberað stuðning sinn við verkefnið og hvatt aðra til að taka þátt í þessu alþjóðafriðarátaki fyrir málstað Tíbeta.
5.8.2008 | 08:35
Ákall um frið í Tíbet
Frá vini mínum Tsewang til íslensku þjóðarinnar.

Mig langar til að minna á að orð forseta Evrópska þingsins Hans Gert Pottering, sem hvatti íþróttamenn til að sýna sannan íþróttaanda með því að andmæla mannréttindabrotum þegar þeir koma saman í Kína. Það geta þeir gert með því að sýna í verki að þeir hafi ekki gleymt Tíbet. Hver og einn íþróttamaður getur gert það á sinn hátt, með því að gefa merki sem umheimurinn skilur. Engin opinber starfsmaður getur hindrað það. Þar fyrir utan, er þetta kjörið tækifæri til að gefa kínverskum stjórnvöldum tækifæri til að sýna heiminum að þau virði mannréttindi og hafa í raun og veru áhuga á að bæta ástandið í Tíbet. Kína ætti að vera fært um að höndla meiri ábyrgð með vaxandi áhrifamætti og völdum á alþjóðavísu.
Ég, fyrir hönd allra þeirra Tíbeta sem hafa misst réttinn á að tjá sig undir kínverska einræðinu, langar til að biðja íþróttafólkið sem eru fulltrúar Íslands á Ólympíuleikunum í Peking um að sýna okkur stuðning ykkar á hvern þann hátt sem þeim finnst við hæfi. Þannig getur það lagt sitt að mörkum til að bæta stöðu mannréttinda í Kína og hvatt til að varanleg lausn finnist á málefnum Tíbets áður en menning þjóðar minnar þurrkast endanlega út.
Yfir tvöhundruð Tíbetar hafa verið drepnir í kjölfar mótmælana í mars í Tíbet og þúsundir hafa verið fangelsaðir þar sem þeir eru pyntaðir fyrir það eitt að eiga mynd af Dalai Lama í fórum sínum. Til að auka aðförina á þjóð mína hefur landinu verið lokað fyrir fjölmiðlum þannig að ógerlegt er fyrir alþjóðasamfélagið að fá vitneskju um það harðræði sem Tíbetar búa við í dag, en samkvæmt fréttum sem smyglað er út úr landinu verður ástandið sífellt verra.
Eina leiðin til að fá fréttir sem hægt er að treysta er frá þeim Tíbetum sem hefur tekist að flýja landið yfir Himalayafjöllin en það er um mánaðarganga yfir hæstu fjallagarða heimsins. Margir deyja á leiðinni, sérstaklega er mannfallið mikið meðal barna sem leggja í þessa háskaför til frelsis.
Þetta er einlægt ákall til allra þeirra sem eru að fara á Ólympíuleikana í Peking sem og íslensku þjóðarinnar um að sína þjóð minni stuðning. Saman getum við gert þessa Ólympíuleika enn minnisstæðari með því að sýna samstöðu með frelsi og mannréttindum. Björgum Tíbet með því að auka meðvitund okkar um hvað er að gerast þar og ljá þeim röddum sem hafa verið þaggaðar rödd okkar.
3.8.2008 | 12:37
Arnarfjörður og arnarunginn

Ég fór í örferðalag í vikunni og er enn að melta allt það sem ég fékk að upplifa. Hápunktarnir voru án efa Arnarfjörður og arnarunginn sem ég hitti á Snæfellsnesi.
Ég og einn besti vinur minn hann Friðgeir ásamt Neptúnusi og Delphin fórum á jazzbílnum Vernharði á vesturland til að byrja með. Tókum stefnuna á bóndabæ á Snæfellsnesi. Þar á stjúpi minn hlut í gömlum bóndabæ rétt við hafið. Við lögðum í hann á þriðjudag og vorum komin með góðum hléum um eftirmiðdaginn. Það var alveg yndisleg blíða og stillur. Fórum með Valda í smá ferð um spegilslétt hafið á gúmmíbát. Ætlunin var að fara í litla eyju og kíkja á arnarunga og athuga hvort að við myndum sjá selina sem synda þarna um. Og viti menn þrír selir kíktu á furðulega fólkið sem var á ferð. Lyftu sér hátt upp af forvitni og létu sig hverfa bara til að koma aðeins nær.

Það var að fjara svo við þurftum að drífa okkur út í eyju, yfir henni hringsólaði magnaðasti fuglinn í ríki fugla; örninn. Við fórum á eyjuoddann og sáum þar ófleygan arnarunga. Hann var þó engin smásmíði og vænghafið ótrúlega umfangsmikið. Greinilega vel nærður, stór kjötstykki í hreiðri og rándýrsblik í augum. Ég var hjá honum ein í smástund, fékk að ræna hann einni fjöður sem hann hafði misst og hugsaði um indíánablóðið í æðum mínum á meðan ég horfði í augu hans um stund. Það var á einhvern hátt eins og helgistund. Hljómar kannski furðulega en ég er auðvitað náttúrudýrkandi og fannst mikil forréttindi að fá að horfast í augu við örn um stund:)

Við skoðuðum lundana sem voru svo þungir af öllu æti dagsins að þeir ætluðu varla að geta hafið sig til flugs. Tókum svo stefnuna heim á bæ að fá okkur sjálf eitthvað í gogginn. Kíktum svo aðeins við á Stykkishólm í blíðunni og keyptum ís til að snæða með grilluðum banönum og suðusúkkulaði. Ég var orðin eitthvað veik en góður nætursvefn hressti mig við. Vaknaði klukkan 6 og náði að skrifa eitt ljóð í dagbókina mína, drakk í mig fegurðina allt um kring og vakti svo mannskapinn. Ég hafði sem betur fer keypt miða í ferjuna Baldur áður en ég fór á netinu - nokkrir þurftu greinilega frá að snúa. En strax klukkan hálf 9 var löng biðröð í ferjuna. Merkilegt hvað er hægt að troða mörgum bílum í þessa litlu ferju. Það er reyndar skömm frá því að segja að ég hafi aldrei farið í ferjuna áður á þann stað á landinu sem ég ber svo miklar og stórar tilfinningar til, þ.e.a.s. vestfjarða.

Mér finnst ferjan snilld og ætla að notfæra mér þessa þjónustu oft og mörgu sinnum. Það var gjóla og frekar kalt um morguninn en þegar við náðum landi á Brjánslæk var orðið vel heitt og kom síðar í ljós að slegin voru hitamet þennan dag líka fyrir vestan.
Stefnan var tekin á Arnarfjörð en mér lék forvitni að sjá þann stað sem búið er að taka frá fyrir olíuhreinsunarstöð. Við fórum fyrst yfir Dynjandisheiði og sáum þar líka þessa merkilega flottu styttu. Kom í ljós að hún var gerð af vegavinnumönnunum sem unnu við gerð brúarinnar yfir Pennu árið 1958. Mér finnst þetta flottasta stytta sem ég hef séð á vegum úti hérlendis.
Við stöldruðum aðeins við í botni Þernudals og hámuðum í okkur allskonar spikfeit ber. Delphin ofurhugi vildi endilega leggjast til sunds í kaldri ánni. Hann var á sundskýlunni mest allan daginn, alsæll í þessari vatnaveröld. Sá bregða fyrir stórum löxum í ljósgrænum hyl. Skemmtum okkur vel þarna í gróðurreit á hjara veraldar. Ofurhuginn varð reyndar svo yfir sig hræddur við geitung að það þurfti að bera hann að hellisbúa sið upp úr litla gilinu.
Við komum við í Bíldudal eftir að hafa heillast af glæsilegum flugvelli við bæjarmörkin. Ég reyndar heillaðist enn frekar af Bíldudal. Yndislegur bær og mér þótti furðu sæta að þar var enga ferðamenn að finna á þessum fallega degi. Ég mun með sanni koma aftur til

Bíldudals og vonandi hafa tök á að dvelja um einhvern tíma þar. Við rákumst á athafnamanninn Jón Þórðarson sem rekur skemmtilegt gallerí og vefsíðu bæjarins, hvet alla til að kíkja á vefinn, bildudalur.is. Ég ætla að skrifa meira um ferðalagið mitt. Þetta er bara að verða svo mikil ritgerð. Setti inn slatta af myndum frá ferðalaginu en á eftir að setja inn myndirnar frá Selárdal.
Verð að hætta núna en tek upp þráðinn á morgunn. Er að fara að hitta fyrsta internet vin minn sem ég kynntist árið 1995 og hef ekki enn hitt. Hlakka til að sjá hann í þrívídd:) Hann er skemmtilegur persónuleika af netnördakyni sem ferðast um heiminn með brúðleikhús í sérkennilegri kantinum.
Ferðalög | Breytt 6.8.2008 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.8.2008 | 10:11
Álgerður söm við sig
Merkilegt hvað fólk er að missa sig yfir fullkomlega eðlilegri framkvæmd. Er það ekki bara hið besta mál að það fari fram heildsætt umhverfismat? Af hverju er fólk að æsa sig svona mikið yfir þessu. Er það hrætt við að ef fram fari umhverfismat sem tekur til allra þátta að ekki verði hægt að byggja álverið?
Ég sé ekki betur en að umhverfisráðherra sé að vinna vinnuna sína og alveg ótrúlegt að það þurfi að ráðast að henni á þennan hátt fyrir það eitt að vera samviskusöm í vinnunni sinni.
Finnst gott að vita til þess að loksins höfum við manneskju í þessu embætti sem tekur það af alvöru og er ekki eitthvað peð í vasa iðnaðarráðherra eins og hennar forverar.
Mikið er ég annars þreytt á henni Valgerði álgerði - hún virðist hafa fengið stóriðju á heilann og mikið er ég þakklát að hún hefur nákvæmlega engin völd í dag.
![]() |
Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2008 | 14:17
Heimildarmynd sem sýnir vel spillinguna hjá Rio Tinto
1.8.2008 | 13:56
Fréttatilkynning frá Saving Iceland
Hvet fólk eindregið til að kynna sér fyrirtækið Rio Tinto.
Að gefnu tilefni fyrir þá sem hafa þörf á að tjá sig um hvort að fólk sem tekur þátt í aðgerðum Saving Iceland eigi að fá sér vinnu eður ei, þá bendi ég þeim hinum sömu á að flestir sem ég hef rætt við sem hingað koma vinna mikið á veturna til að hafa fjárhagsleg tök á að sýna Íslenskum aðgerðasinnum stuðning.
SAVING ICELAND STÖÐVAR UMFERÐ AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í STRAUMSVÍK
- ,,STÖÐVUM VIRKJUN ÞJÓRSÁR FYRIR HERGAGNAFRAMLEIÐANDA!
HAFNARFJÖRÐUR - Aðgerðasinnar frá Saving Iceland hafa nú stöðvað umferð að
álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem
hleypa umferð til og frá álverslóðinni. Saving Iceland mótmælir
fyrirhugaðri framleiðsluaukningu, nýjum álverum
og samhliða eyðileggingu íslenskri náttúru fyrir raforkuframleiðslu.
Samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur er einnig
fordæmt.
Rio Tinto-Alcan hyggst nú auka framleiðslu álversins í Straumsvík um 40
þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið sjálft. Einnig vinnur
fyrirtækið að undirbúningi nýs álvers á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn (1).
Orkuveita Reykjavíkur hugðist reisa Bitruvirkjun til að koma til móts við
orkuþörf stækkaðs álvers í Straumsvík (2) en nú hafa framkvæmdirnar á
Bitru verið fjarlægðar af teikniborðinu vegna andstöðu almennings og O.R.
ekki framlengt samning sinn við Alcan (3).
Á sama tíma stefnir Landsvirkjun nú ótrauð að byggingu þriggja virkjanna í
Þjórsá auk Búðarhálsvirkjunar í Tungnaá, en Landsvirkjun og Alcan eiga
sín á milli viljayfirlýsingar um orkuöflun fyrir stækkun álversins í
Straumsvík eða nýrra álvera (4). Í Desember 2006 skrifuðu Alcan og
Landsvirkjun einmitt undir samning um orkuöflun, en í samningnum sagði
einnig að Alcan tæki þátt í undirbúningskostnaði fyrirhugaðra
Þjórsárvirkjanna (5).
Spilling í Hafnarfirði
Í lok Mars 2007 fóru fram íbúakosningar í Hafnarfirði, þar sem stækkun
álversins var hafnað. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfirði, sagði sama
kvöld og kosningarnar fóru fram að þær væru ,,sigur fyrir lýðræðið og
bætti því við að hann myndi hlíta niðurstöðunni (6).
Aðeins þremur mánuðum seinna sat Lúðvík fund með Rannveigu Rist, forstjóra
Alcan á Íslandi, og Michel Jacques, forstjóra Alcan Primary Metal Group,
þar sem framhaldsstarfsemi fyrirtækisins hér á landi var rædd. Meðal
annars var rætt um mögulega stækkun á landfyllingu út í sjó (7), en um
mánuði áður höfðu forsvarsmenn Alcan hér á landi rætt um að flytja
starfsemi fyrirtækisins til Þorlákshafnar.
,,Er þetta það sem Lúðvík Geirsson kallar sigur lýðræðisins? Svikin
loforð? segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
,,Hegðun Lúðvíks sýnir vel hversu mikið vald álfyrirtækin hafa hér á
landi. Valdhafar virðast einfaldlega ekki þora að standa í vegi fyrir
uppgangi stóriðju.
Vafasamir viðskiptahættir Alcan
Þann 30. Ágúst 2006, skrifaði Alcan undir langtíma samning um þátttöku í
framleiðslu á orrustuþotunni F-35 Jointer Strike Fighter, ásamt
vopnaframleiðendunum Lockheed Martin, Northtrop-Grumman og BAE Systems
(8).
,,Þetta er ekki beint glæsilegur hópur segir Sofie Larsen frá Saving
Iceland. ,,Hingað til hefur athyglin hér á landi aðallega beinst að Alcoa
þegar kemur að tengslum álframleiðslu og stríðsreksturs. Alcan er hins
vegar engu skárri, því fyrirtækið er viðriðið fjölmarga
hergagnaframleiðendur.
Alcan framleiðir m.a. ál fyrir EADS (European Aerospace and Defense and
Space) (9), sem framleiðir herþyrlur, orrustuþoturnar Euorofighter Tycoon,
Mirage F1, EF18 Hornet og aðrar þotur. EADS er einnig leiðandi
framleiðandi flugskeyta (10).
,,EADS fullyrðir á heimasíðu sinni að vörur fyrirtækisins séu seldar til
landa þar sem sala á hátækni flughernaðartólum fer fram á ábyrgan hátt
segir Sofie. ,,En á sömu síðu má finna myndbönd frá Þýskalandi á tímum
nasismans, þar sem fyrri heimsstyrjöldin og flugvélar Nasista eru lofaðar
hástöfum (11). Hvers konar siðferði er það?
Virkjun Þjórsár
Nú stefnir allt í að Þjórsárvirkjanirnar þrjár og Búðarhálsvirkjun verði
að veruleika, þrátt fyrir sterka andstöðu bænda við Þjórsá. Landsvirkjun
hefur farið hverja ferðina á fætur annarri upp að Þjórsá í þeim tilgangi að
reyna að fá bændur til að samþykkja framkvæmdirnar. Eftir að níu bændur af
þeim tíu sem munu verða fyrir áhrifum af byggingu Urriðafossvirkjunar,
afhentu Landsvirkjun bréf um að þeir tækju ekki frekari þátt í umræðum um
virkjanirnar, hefur Landsvirkjun hótað að beita eignarnámi til að ná sínu
fram.
Í viðtali við Sunnlenska, sagði Jón Árni Vignisson, bóndi við Þjórsá, að
Sveitastjórn Flóahrepps hafi samþykkt breytingu á aðalskipulagi þar sem
gert er ráð fyrir virkjun Urriðafoss, eftir að Landsvirkjun hafi lofað að
koma að ýmsum málum innan sveitarinnar, t.d. betra farsímasambandi,
vegagerð og vatnsöflun ásamt peningagreiðslu (12).
Stækkun álvers Rio Tinto-Alcan og virkjun Þjórsár eru stórspilltar
framkvæmdir, sem þarf að stöðva áður en þær hefjast.
Um Saving Iceland
Saving Iceland varð til þegar íslenskir umhverfissinnar kölluðu eftir
alþjóðlegri aðstoð til að verna íslensk öræfi - og samfélag - frá græðgi
ál- og orkufyrirtækja. Í sumar hefur hópurinn staðið fyrir fjórðu
aðgerðabúðum sínum; í þetta sinn á Hellisheiði, en áður hafa búðirnar átt
sér stað á Mosfellsheiði, við Kárahnjúka og á Reyðarfirði.
Nánari upplýsingar:
Sofie Larsen - s. 821 8236
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson - s. 857 3521
savingiceland@riseup.net
www.savingiceland.org
Heimildir:
(1) Mbl.is, Álframleiðsla hjá Alcan aukin um 22 prósent,
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/12/29/alframleidsla_hja_alcan_aukin_um_22_prosent/
(2) Mbl.is, Fyrirhugaðar framkvæmdir og orkusala haldast í hendur,
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/11/13/fyrirhugadar_framkvaemdir_og_orkusala_haldast_i_hen/
(3) Mbl.is, 200 mw orkusala úr sögunni,
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/20/200_mw_orkusala_ur_sogunni/
(4) Vísir.is, Alcan keppir áfram um orku Þjórsár,
http://visir.is/article/20070909/FRETTIR01/70909058/0/leit&SearchID=73325485751226
(5) Heimasíða Rio Tinto-Alcan á Íslandi,
http://www.riotintoalcan.is/?PageID=12&NewsID=175
(6) Mbl.is, Sigur fyrir lýðræðið,
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/03/31/sigur_fyrir_lydraedid/
(7) Mbl.is, Álver á landfyllingu,
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/06/20/alver_a_landfyllingu/
(8) Vefsíða Alcan,
http://www.alcan.com/web/publishing.nsf/Content/Alcan+Becomes+Leading+Heavy+Gauge+Plate+Aluminum+Supplier+for+the+F-35,+Joint+Strike+Fighter+(JSF
(9) Vefsíða ABC Money, http://www.abcmoney.co.uk/news/13200786914.htm
(10) Vefsíða EADS,
http://www.eads.com/1024/en/businet/defence/mas/combat_aircraft/combat_aircraft.html
(11) Myndband sem segir sögu EADS,
http://www.eads.com/xml/content/OF00000000400004/0/64/41488640.asx
(12) Sunnlenska Fréttablaðið, 30. tölublað, Eigum marga aðra valkosti,
bls. 8-9, 24. Júlí 2008
![]() |
Loka vegi við álverið í Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2008 | 11:55
Ég ætla að dansa indíánadans um verslunarmannahelgina
Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að fara út úr bænum um verslunarmannahelgina en ætla að bregða út af vananum í ár og taka þátt í þessu.
Hjörtu okkar og hjarta jarðarinnar eru eitt.
Sunray námskeið haldið að Búlandi A Landeyjum
Verslunarmannahelgina 1-3 ágúst.
INDÍÁNA ÆFINGAR, dans HÖFUÐÁTTANNA,
OG HUGLEIÐSLA
Á tímamótum mikilla umbreytinga á jörðinni og hjá mannkyninu fáum við nú tækifæri til að marka spor friðar og jafnvægis í sérvöldum huldum náttúruperlum í næsta nágrenni við Búland.
Ven Dhyany Ywahoo hefur tjáð okkur að Ísland sé að kalla eftir hjálp hún hefur beðið okkur að hlusta á landið okkar.
Við hjónin á Búlandi ákváðum að bregðumst við því með því að bjóða þátttakendum Sunray aðstöðu á Búlandi.
Angelika Salberg Sunray kennari leiðir námskeiðið.
Ven Dhyany Ywahoo Indíánahöfðingja Cherokee ættbálksins
var barn að aldri valin af þeim eldri innan ættbálksins, til að kenna áfram heilög fræði forfeðra þeirra um samspil mannsins við himininn, jörðina og mannkynið.
Þetta nám hæfir öllum aldurshópum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í að styrkja, styðja og hreinsa okkar yndislega land af áhrifum sem hafa orðið af manna eða náttúruvöld þá er þetta.
Einstakt tækifæri til gera eitthvað algerlega öðruvísi, komast í snertingu við sjálfan sig án vímuefna í faðmi fjölskyldunnar og náttúrunnar.
Verð: 21.000 fyrir hjón
Einstaklingar 11.000
Ókeypis fyrir 18 ára og yngri.
Skráning.
Guðný Halla / Guðmundur 4878527 - 8936698 -8684500
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.7.2008 | 11:37
Kerti fyrir Tíbet
Vinir Tíbets taka þátt í stærstu ljósaaðgerð í heimi þann 7. ágúst klukkan 21:00 á Lækjartorgi og þér er boðið. Ef þú hefur ekki tök á að koma á Lækjartorg getur þú kveikt á kerti á þessum tíma og sett í gluggann þinn til að sýna Tíbetum stuðning í frelsisbaráttu þeirra. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á candle4tibet.org.
Áþekkar ljósaaðgerðir munu fara fram út um allan heim og hafa yfir 515.000 skráð sig. Ljós í myrkrinu fyrir Tíbet á meðan setning Ólympíuleikana fer fram.
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
-
ADHD
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Alexandra Briem
-
Andrés Magnússon
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Ari Sigurðsson
-
Baldvin Björgvinsson
-
Baldvin Jónsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergur Þór Ingólfsson
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Binnan
-
Birgir Þórarinsson
-
Birna Rebekka Björnsdóttir
-
Bjargandi Íslandi
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
SVB
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynja skordal
-
Brynjar Hólm Bjarnason
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Daníel Haukur
-
Dorje
-
Dísa Dóra
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Guðjónsson
-
Einar Indriðason
-
Einar Vignir Einarsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Eldur Ísidór
-
Elyas
-
Elín Sigurðardóttir
-
Elísabet Markúsdóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Erna Hákonardóttir Pomrenke
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eydís Hentze Pétursdóttir
-
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Finnur Bárðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Félag Anti-Rasista
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gaukur Úlfarsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gerður Pálma
-
Gestur Guðjónsson
-
Goggi
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Gunnar Pétursson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Bergmann
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðmundur M Ásgeirsson
-
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðný Lára
-
Guðrún S Sigurðardóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Hjálmar
-
Haffi
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haukur Már Helgason
-
Heidi Strand
-
Heilsa 107
-
Heiða Þórðar
-
Helga Auðunsdóttir
-
Kaleb Joshua
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Himmalingur
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlynur Hallsson
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Hlédís
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Hulla Dan
-
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
-
Hörður B Hjartarson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Helga
-
Ingibjörg SoS
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Isis
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakob Smári Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jón Bjarnason
-
Jón Gerald Sullenberger
-
Jón Sigurgeirsson
-
Jón Svavarsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þór Ólafsson
-
DÓNAS
-
Katrín Mixa
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Ketill Sigurjónsson
-
Ketilás
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Snorradóttir
-
Krummi
-
Kári Harðarson
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Árnason
-
Mafía-- Linda Róberts.
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
María Kristjánsdóttir
-
María Pétursdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Morgunblaðið
-
Myndlistarfélagið
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
Neo
-
Oddi
-
Paul Nikolov
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Rannveig H
-
Ransu
-
Róbert Björnsson
-
Rögnvaldur Hreiðarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samstaða - bandalag grasrótarhópa
-
SeeingRed
-
Sema Erla Serdar
-
Sigga
-
Signý
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigurgeir Þór Hreggviðsson
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Skuldlaus
-
Snorri Sturluson
-
Soffía Valdimarsdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Stríða
-
Sveinbjörn Eysteinsson
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Swami Karunananda
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Finnbogason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
TARA
-
Tilkynning
-
Tinna Jónsdóttir
-
Trausti Traustason
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tína
-
TómasHa
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Vilborg Eggertsdóttir
-
Vilhelmina af Ugglas
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Vinir Tíbets
-
Viðar Eggertsson
-
Viðar Freyr Guðmundsson
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
arnar valgeirsson
-
fingurbjorg
-
hreinsamviska
-
leyla
-
molta
-
oktober
-
Einhver Ágúst
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Ár & síð
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Ásgerður
-
Ásta Hafberg S.
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Ólaf de Fleur Jóhannesson
-
Ólafur fannberg
-
Ólöf de Bont
-
Ómar Ragnarsson
-
Óskar Arnórsson
-
Örlygur Hnefill Örlygsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þröstur Unnar
-
Þór Jóhannesson
-
Þór Saari
-
Þórhildur og Kristín
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Andrés.si
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Margrét Bjarnadóttir
-
Ari Jósepsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Barði Bárðarson
-
Bergþór Gunnlaugsson
-
Billi bilaði
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bogi Jónsson
-
brahim
-
Daði Ingólfsson
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Dóra litla
-
Dúa
-
Einar Björn Bjarnason
-
Elsabet Sigurðardóttir
-
Esther Anna Jóhannsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Grétar Eiríksson
-
Guðbjörg Hrafnsdóttir
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hreyfingin
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingvi Rúnar Einarsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Jack Daniel's
-
Jóhann Ágúst Hansen
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jóhann Pétur
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Jónas Bjarnason
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Lárusson
-
Karl Gauti Hjaltason
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Madhav Davíð Goyal
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Morten Lange
-
Óðinn Kári Karlsson
-
Ólafur Eiríksson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Rannsóknarskýrslan
-
Rúnar Freyr Þorsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sveinbjörn Ragnar Árnason
-
Vaktin
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson