Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Ætlum við að endurtaka leikinn?

Höfum við efni á því að hlusta ekki á varnarorð hagfræðinga, sem og annarra sem vara okkur við þeirri feigðarför sem við erum að fara með IMF/AGS? Það eru ekki bara Perkins og Hudson sem vara okkur við, Lilja Móses og Þór Saari hafa varað okkur við síðan í upphafi kreppunnar - SJS hafði um það stór orð að skila láninu áður en hann gerðist fjármálaráðherra.

Höfum við virkilega efni á að skella við skollaeyrum enn og aftur eins og fyrir hrunið mikla? Þá voru allir sem sögðu eitthvað um óeðlilega bankastarfssemi mannorðsmyrtir á færi eins og verið er að gera við Perkins og Hudson núna. 


mbl.is Segir John Perkins vera á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að borga ICESAVE?

Samfélagið okkur hefur aldrei verið í eins mikilli hættu. Michael Hudson sagði í gær að landið væri í herkví – að við séum beitt hernaði án vopna. Hér höfum við reyndar lifað við það lengi að fólk sé myrt án vopna – mannorðsmyrt á færi.

Við sem þjóð stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Við stöndum frammi fyrir því hvort við þorum að horfast í augu við sannleikann eða hvort við höldum áfram að láta eins og ekkert sé.

Það vilja fáir stjórnmálamenn tala um þá skerðingu sem framundan er – það kemur ekki vel út í kosningaloforðapakkanum. Hvaða máli skiptir það sem ég segi hér um óskir mínar að hér ríki jöfnuður og gefi ykkur loforð um framtíð sem mun aldrei verða ef við rjúfum ekki tengsl okkar við AGS?

Um helgina komu fram upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins sem benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt. Og það þekkjum við öll sem höfum kynnt okkur sögu þeirra landa sem AGS hefur "hjálpað".

Ef við rjúfum ekki tengsl okkar við AGS þá verður hér niðurbrotið samfélag, þar sem fátækt, hungur, skortur á menntun og heilbrigðisþjónustu mun ekki verða fjarlæg matröð heldur framtíð barna minna. Ég vil ekki taka þátt í að skapa slíkt samfélag. Við munum ekki fá neina sérmeðferð hjá AGS. Við stofnuðum ekki til skulda vegna ICESAVE - við eigum ekki að borga það þegjandi og hljóðalaust. Það þarf að semja um þessa hluti á öðrum forsendum en hefur verið gert. Stefna XO kemur með góðar lausnir um hvernig hægt er að gera það: 6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. 

Hættum að vera hrædd – verum hugrökk og höfnum því að gera eitthvað sem t.d. Bandaríkin, skuldugasta land í heimi myndi aldrei gera: fara í prógramm hjá AGS.

Það skuldafen sem við erum að taka á okkur mun þýða að við verðum að vinna í 16 tíma í dag í stað 8 til að fá sömu laun og við fáum í dag, ef við þá fáum vinnu. Það skuldafen sem við stöndum frammi fyrir mun aðeins verða dýpra ogóyfirstíganganlegra ef við höldum áfram á sömu braut.
En hvað getum við gert? Er hægt að breyta einhverju? Já, því hvert og eitt okkar skiptir máli, hvert og eitt okkar getur krafist breytinga, getur þrýst á að hér sitjum við ekki með skuldabagga óreiðumanna vegna vanhæfni þeirra sem ráðskast með landið.

Verum hugrökk – þorum að vera öðruvísi og látum ekki hræðsluáróðurinn hafa áhrif á ákvarðanir okkar. Við höfum aldrei haft annað eins tækifæri til að gera eitthvað róttækt, til að breyta handónýtu kerfi sem hefur leitt okkur fram á ystu nöf. Við getum snúið við og það er okkar – ekki annarra að breyta því.

Skorum á ríkisvaldið að leyfa þjóðinni að kjósa um hvort við viljum AGS lánið, skorum á ríkisvaldið að aflétta allri leynd – hvort heldur það sé bankaleynd eða AGS leynd. Við verðum að fá að vita sannleikann til að geta gefið stjórnmálafólki umboð okkar til valds.
Við erum valdið
Við erum kerfið



Fyrirlestur John Perkins í Háskólanum 6. apríl 2009

mbl.is Viljum við það sem var, og hrundi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundir með Perkins og Hudson 6. apríl

Fundur með John Perkins í dag klukkan 17:00, Háskólatorgi, stofa 102.

Fundur með Michael Hudson og Gunnari Tómassyni verður haldinn á Grand Hóteli í kvöld kl. 20.00. 

Michael Hudson - The Financial War Against Iceland - and Within It

Michael Hudson verður með hádegisfyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, þriðjudaginn 7.apríl kl: 12:00 - 13:00 í stofu 101, Ofanleiti. "The Financial War Against Iceland - and Within It"

 


mbl.is Skýrslan þungur dómur yfir Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

John Perkins og Micael Hudson á Íslandi

Í dag mun Egill Helgason spjalla við þessa merku menn í Silfri Egils. Ég skora á alla sem lesa þetta að láta það ekki fram hjá sér fara.

Að auki mun John Perkins halda eftirfarandi erindi klukkan 17:00 á mánudaginn í stofu 102, Háskólatorgi.

Er allt uppi á borðinu ? / Is everything on the table?

Síðastliðin 40 ár hefur Ísland, lítið land í norðurhöfum, leitað stórra lausna í orku-, atvinnu-, og efnahagsmálum.  Á þessu málþingi verður fjallað um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar, hnattvæðingar og efnahaglegs sjálfstæðis.

Sérstakur gestur á málþinginu verður bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur The Confessions of an Economic Hitman.  Perkins er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar Draumalandið, sem byggð er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, en Perkins kemur fram í myndinni.                

17:00Introduction
 17:10 John Perkins, höfundur Confessions of an Economic Hitman
 Economic crisis: Hitmen hit Iceland and the world
 18:00 Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur
 What is Iceland´s benefit when dealing with foreign investors?
 18:15 Hjálmar Gíslason, DataMarket
 What does the data tell us?
 18:30  Pallborðsumræður/Panel Discussion
19:00 Fundarlok/End

 


Vonlaus í vonleysinu

Það fór eitthvað fyrir brjóstið á sumum félögum mínum að SME setti okkur undir hatt vonlausu framboðana. Ég er bara þannig að eðlisfari að ég er frekar vonlaus í því að vera vonlaus:)

Þetta var merkileg upplifun fyrir mig - fyrstu útvarpsumræðurnar fyrir XO og fyrstu svona umræður sem ég hef tekið þátt í yfirhöfuð í útvarpi. Í þættinum voru ásamt mér, Bjarna Harðar og Grétari Mar - þátturinn heitir  Sprengisandur og er í umsjón Sigurjóns M. Egilssonar. Þessi þáttur var sunnudaginn 22. mars. Smellið hér til að hlusta.

Ég skemmti mér bara mjög vel og held að ég drífi mig bara í fleiri svona þætti ef mér verður boðið.


Að fara í framboð

Lífið er skringilegt ferðalag og enginn veit sína ævi fyrir, svo mikið er víst. Ég get ekki sagt að ég hafi tekið þá ákvörðun að leiða lista með léttum hug. Ég veit að við erum að fara að kljást við einhverja þá verstu tíma sem þjóð mín hefur staðið frammi fyrir. En það er annað hvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst mikilvægt að hafa hugrekki til að stíga inn í óttann sem felst í því að takast á við þetta hlutverk. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að venjulegt fólk bjóði sig fram í þetta hlutverk. Ég er ósköp venjuleg manneskja sem rétt eins og svo margir óttast um framtíð komandi kynslóða, óttast hvað koma skal ef við þurfum að bera skuldir óreiðumanna. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til þess að fleiri gefi kost á sér sem hafa engin hagsmunatengsl, sem eru að upplifa á eigin skinni þá kreppu sem við erum rétt að byrja að stíga inn í. Ég vona að þið komið til liðs við okkur og hjálpið okkur að ryðja veginn að auknu lýðræði hérlendis. Oft hefur mér liðið sem ég búi fremur í einveldi en lýðveldi. Flokksræðið er algert og stendur án efa fyrir því að þau mál er brenna hve mest á að koma í gegnum þingið, virðast pikkföst.

Ég óttast að skjaldborgin svokallaða verði notuð sem kosningamál - skil ekki af hverju þau mál er varða þessa skjaldborg séu ekki í algerum forgangi inni á þingi. Ég skil ekki af hverju hér var hægt með einu pennastriki að setja á neyðarlög sem ganga á skjön við stjórnarskrá okkar, ég skil ekki af hverju það er ekki hægt með einu pennastriki að stoppa að fólk sé borið út á götu. Ég í einfeldni minni hélt að það væri það sem gera ætti fyrst þegar ný stjórn tók við. Hvað á þessi seinagangur að þýða?

Ég ætla ekki að lofa neinu sem ég veit ekki hvort að ég geti staðið við - ég get bara lofað að gera mitt besta. Ég get lofað því að starfa eftir stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar - Ég mun vera dugleg að fá lánaða dómgreind frá ykkur sem eruð baklandið - þið sem eruð rétt eins og ég sannfærð um að hér verður að hrinda af stað róttækum breytingum á stjórnsýslu og valdi - hér verði að komast á þrískipting valds og að hér þurfi að losa um þau höft sem flokksræðið hefur þvingað þjóðina inn í. Það er ekki eðlilegt að heil helgi fari í að tala um foringja og glæsileika landsfunda á meðan þjóðinni blæðir. Ég hef engan áhuga á að daga uppi á þingi - ég vil aftur á móti fara og moka flórinn - ég vil fá aðgang að þeim upplýsingum sem þjóðin kallar eftir en fær bara þögn - ekkert hljóð - bara yfirvofandi niðurskurðarblóð. 

Ég get lofað því að svíkja aldrei samvisku mína eða siðferðiskennd sem oft er stærri en góðu hófu gegnir. Ég mun frekar víkja en að fara inn á grá svæði. Ég mun frekar víkja en að þynna út stefnu okkar þannig að hún verði svipur hjá sjón. 

Ég hef aldrei litið á þann stuðning sem Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, tengist beint persónum - við erum öll aðalleikendur í þessu leikriti lífsins og við skiptum öll máli - rödd okkar hefur aldrei þagnað þó sumir haldi því fram að raddir fólksins séu þagnaðar - við erum líka raddir fólksins - við vorum líka í mótmælum frá upphafi hrunsins - skipulögðum viðburði og fundi - við slógum á búsáhöld og hrópuðum okkur hás en síðast en ekki síst þá höfum við unnið myrkrana á milli við að finna lausnir - í allskonar hópum - frá öllum mögulegum þjóðfélagshópum. 

Næg eru verkefnin sem framundan eru - ég hef engan áhuga á að sitja með hendur í skauti. Þetta er mín leið til að sá fræjum - til að hafa áhrif, til að breyta því sem mér finnst vera ólíðandi. 

Nóg um mig: hvað vilt þú? Hvað finnst þér mikilvægast að gera til að upplifa réttlæti og sátt innra með þér, meðal þjóðarinnar?


mbl.is Rithöfundar leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt myndband frá Tíbet

Ráðlegg viðkvæmu fólki að sleppa því að horfa á þetta - en þetta er nýtt myndband sem sýnir hverskonar veruleika Tíbetar sem mótmæla standa fyrir. Nóg er komið af því ofbeldi sem kínversk yfirvöld kalla frelsi. Hvernig væri nú að heimurinn segði hingað og ekki lengra. Nú þegar búa fleiri Kínverjar en Tíbetar í Tíbet. Hægfara þjóðarmorð blasir við.


mbl.is Dalaí Lama þakkar Indverjum hjálpina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

- BROTTVÍSUN ER MORÐ! -

Mótmæli, sunnudaginn 29. mars, klukkan 15
Krafa um að íslensk yfirvöld hætti að senda fólk út í opinn dauðan!

Hist verður á Lækjartorgi klukkan 15:00 á morgun, sunnudag, til að mótmæla
meðferð íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum á Íslandi.

- BROTTVÍSUN ER MORÐ! -

Dauðadómur frá Íslandi

Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með
eingöngu tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar
hafa ásakað Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum
hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir
verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.

   * Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín
vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa
fastan stað til að búa á.

   * Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum, hlutfallslega, af öllum
löndum heims. Frá 1990 til 2007 sóttu 603 einstaklingar um hæli á
Íslandi. Einungis einn hlaut hæli. Á sama tíma eru það fátækustu lönd
heims sem taka við flestum hælisleitendum.

   * Ísland nauðgar Dyflinnarsamkomulaginu með því að senda
hælisleitendur aftur til þess Schengenlands sem þeir komu fyrst til.
Þaðan verða þeir sendir aftur til sins heimalands.

Að senda fólk til lands þar sem geisar stríð er morð!

Að senda fólk til lands þar sem það er ofsótt fyrir skoðanir sínar er morð!

Berjumst fyrir lífi. Mætum á mótmælin á Lækjartorgi Sunnudaginn 29. mars,
kl. 15:00.

---

Bréf Hassan Raza , hælisleitanda frá Afghanistan.

„Ég kom frá Afganistan til Evrópu til að finna friðsamlegt líf, og ég hélt
að allt yrði í góðu lagi. Í Grikklandi lærði ég fyrst tungumálið og
tileinkaði mér svo lífsstílinn. Í 2 ár hélt ég að allt hefði breyst til
hins betra, þegar náungar sem höfðu valdið mér vandræðum í Afganistan,
komu til Grikklands. Þeir fundu mig og handleggsbrutu mig svo
handleggurinn hefur ekki komist í samt lag síðan, og stungu mig fjórum
sinnum hnífsstungu í brjóst, bak og háls. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu
að Grikkland og jafnvel öll Evrópa væri mér ekki örugg. Ég flutti og hélt
að ef til vill myndi Kanada reynast betur. Á leiðinni þangað millilenti ég
á Íslandi og hér stöðvaði lögregla för mína. Þá átti ég einskis annars völ
en sækja um hæli á Íslandi.

Nú hef ég verið hér í 11 mánuði. Á þessum 11 mánuðum hef ég gert mitt
besta. Ég fann starf sem aðstoðarmaður kokks á veitingastað á hóteli í
Keflavík, og tímabundið atvinnuleyfi, til þriggja mánaða. Ég starfaði á
veitingastaðnum í þrjá mánuði án þess að fá nokkurn tíma greitt, því
veitingastaðurinn varð gjaldþrota. Ég hef rætt við Rauða krossinn um málið
og þau fengu mig til að afhenda þeim atvinnuleyfið, þannig að þau gætu
sótt um hæli fyrir mína hönd. Það var fyrir fjórum mánuðum síðan og ég hef
ekkert heyrt frá þeim síðan þá. Og nú hafa þau ákveðið að senda mig aftur
til Grikkland, þar sem þau vita að ég er í lífshættu. Nú hef ég þannig
engan stað þar sem mér finnst ég öruggur.

Ég þarfnast og á tilkall til þess að komið sé fram við mig í samræmi við
alþjóðleg mannréttindalög. Ég fer fram á hjálp við stjórnvöld og
fjölmiðla. Líf mitt er í ykkar höndum.“


Opið fyrir alla nema Snorra

Snorri bauð sig fram á móti Bjarna Ben í formannsstólinn - en reynt hefur verið með ráðum og dáðum og hunsa framboð hans. Hér er bráðskemmtileg ræða sem hann hélt í Valhöll - ég er ekki viss um að hann fái að halda ræðu í Laugardalshöllinni í dag. Flokkurinn vill sem sagt bara vera opinn fyrir suma - sér í lagi þá sem eru til í að halda sig til hlés.


mbl.is „Þurfum að opna flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fall eða endurreisn?

Grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni

BjarnafossÍslenska þjóðin var fyrst til að falla í hyldýpi kreppu sem engan endi  virðist ætla að taka. Þögnin um eiginlega stærð vandans er bæði  þrúgandi og skammarleg.

Heimurinn horfði á okkur falla, en mun heimurinn sjá hér raunverulega  endurreisn? Við höfum tækifæri til að gefa bæði þjóðinni okkar von sem  og heimsbyggðinni um að hægt sé að taka á spillingu þó hún nái inn á  æðstu stofnanir.  Við höfum tækifæri til að sýna að við þorum að reisa 
hér samfélag þar sem krafan um gegnsæi og raunverulegt lýðræði rís hærra en óttinn við breytingar.

Heimurinn horfir til okkar því við erum fyrsta landið til að kjósa  í  kjölfar efnahagshrunsins eftir að ríkisstjórn var steypt af stóli með raunverulegri byltingu. Við berum því mikla ábyrgð að láta ekki tæla 
okkur til að endurnýja umboð þess fólks sem brást algerlega  trausti okkar. Heldur einhver að þau séu best til þess fallin að leiða  landið úr þeim ósköpum sem þau létu dynja yfir okkur án nokkurrar 
iðrunar? Tveir flokkar skópu þessa atburðarrás með fádæma  tengslamyndun á milli viðskiptaheims og þingheims. Treystið þið  virkilega þeim til að rannsaka sjálfa sig og vini sína?

Ef við viljum breytingar þá verðum við að gera eitthvað til að  þessar breytingar verði að veruleika. Ég treysti hvorki kerfinu né  fólkinu sem situr í öllum æðstu embættum til að tryggja að við 
almenningur fáum meiri völd. Ég treysti þeim ekki til að hafa dug í  sér til að uppræta þá spillingu sem hér er orðin svo samofin veruleika  allra að fólk er nánast hætt að sjá hana.

Hvað ætlar þú að gera til að tryggja að við losnum úr viðjum  flokkakerfisins? Hvað ætlar þú að gera til að sýna umheiminum að þér  er nóg boðið? Ég veit hvað ég ætla að gera, ég ætla að leggja allt 
undir til að tryggja að það fólk fái brautargengi sem ég veit að hefur enga hagsmuni aðra að leiðarljósi en að tryggja þjóðinni aftur þau völd sem hún hélt sig hafa. Ég ætla að styðja Borgarahreyfinguna – þjóðin á þing með  ráðum og dáð til að hér verði í boði raunveruleg lausn fyrir þá sem hafa 
fengið nóg af svikum og sérhagsmunagæslu ráðamanna.



« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.